Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 147 B. hefir síðustu missirin verið að úthluta forgöngumanni sín- um allt öðrum læknisdómi, eftir því sem hentað hefir drengskap þeirra og manndómi. X Það leiðir af sjálfu sér, að maður sem vildi vera svo fyrir- ferðarmikill í sínum eigin flokki, eins og reynslan hefir sannað um H. V., mundi ekki vera með öllu heppilegur ferða- félagi við menn í pólitískum samstarfsflokki. Nú er því ekki að neita, að þar eru líka andstæður. H. V. er í allri hversdagsumgengni, ef ekki er um hagsmuni að ræða, næsta kurteis og oft hlý- legur í bezta lagi, og ef þeir eiginleikar hefðu að öllum jafn- aði fengið að njóta sín, myndu metnaðardraumar hans hafa átt auðveldara með að rætast, heldur en raún ber vitni um. En hvenær sem hagsmunabaráttan fyllir hug H. V., gerbreytist öll framkoma hans, eins og þegar óveður skellur skyndilega á eftir logn og góðviðri. í þessum ó- veðursbyljum hefir H. V. skilið frá sér í sínum eigin flokk, ná- lega alla þá menn, sem reyna að hafa persónulega skoðun, og kennt Framsóknarmönnum, að í pólitísku samstarfi flokkanna er vissara fyrir gætna menn að sofa í hringabrynjum. Eftir kosningarnar 1927 varð M. Kr. fjármálaráðherra í ráðu- neyti Tr. Þ. Hófst þá mikil og alhliða umbótastarfsemi í landinu og stóð svo í tvö ár. Eins og áður var sagt, hafði H. V. óvenjulegar mætur á M. Kr. og reyndist þá um stund allvel í samstarfinu. Var þá einnig sameiginlegur fyrir alla Fram- sóknar- og Alþýðuflokksmenn mikill fögnuður yfir því að hafa brotiö fjötra kyrrstöðunnar. Mörg almenn umbótamál náðu fram að ganga, svo að langir tímar munu líða þar til jafn- miklu verki verður afkastað á tveim þingum eins og gert var 1928—1929. En með fráfalli M. Kr. gerð- ust tveir atburðir og hvorugur góður. Jón Jónsson í Stóradal kom inn í þingið sem varamaður M. Kr. og H. V. missti þá kjöl- festu, sem hann hafði haft af kynningunni við þann merkis- mann. Hefir H. V. lýst því yfir skriflega, að raunverulega hafi samvinna Alþýðufl. við Fram- sóknarmenn ekki staðið nema í tvö ár og hafi verið lokið 1929. Voru til þess þær ástæður, sem nú skal greina. H. V. sá strax það sem glögg- lega reyndi á í kosningunum 1931, að Framsóknarflokkurinn óx mjög að trausti og áliti í landinu. Þótti H. V. þetta mjög móti von og áætlun. Hann gerði ráð fyrir, að Alþýðufl. hlyti að verða meginflokkur fátæku stéttanna í landinu, svo sem orðið hefir í sumum löndum, þar sem samvinnustarfsemi miðstéttanna er veik eða lítil. H. V. hefir lengi haft þá skoðun, að Framsóknarflokkurinn sé enginn flokkur, hafi enga stefnu og engan tilverurétt. Hann álít- ur ennfremur, að Framsóknar- flokkurinn hafi ekkert eða sama sem ekkert gert til gagns, en mikið til skaðsemdar, svo sem það að standa móti honum og Ólafi Thors í kjördæmamálinu. H. V. álítur að nálega allir kjós- endur Framsóknarflokksins gætu, ef rétt væri, að farið, orðið socialistar og fylgt honum að málum. Væri þá sá liðsauki allmikill styrkur þeim manni, sem lætur svo sem hann sé fæddur til að fylkja öllum fá- tæklingum móti auðvaldinu í landinu. Af einhverjum mér óskiljan- legum ástæðum, hefir H. V. komizt á þá skoðun, að ég væri meginþröskuldur á vegi hans í þessu efni. Hann álítur að ég hafi stöðvað straum samvinnu- manna yfir í öreigaflokkinn til hans. Að vísu er erfitt að skilja hversu ég hefði mátt orka svo ótrúlegum hlutum, að hindra kjósendur í stærsta þingflokki landsins frá því, sem H. V. tel- ur vera þeirra náttúrlegu köll- un, en það er að grípa stólfætur og ganga fram í breiðfylkingu undir hinu rauða merki hans. Þessi lífsskoðun H. V. er að vísu á mælikvarða mannlegs veikleika mjög ánægjuleg fyrir mig, en því miður fyrir hann algerlega röng. Samvinnufólk- ið á íslandi myndi fara allt aðr- ar leiðir heldur en þær, sem H. V. velur sér, ef það hætti að standa saman í sínum eigin flokki. En þetta dæmi sýnir hve erfitt H. V. muni reynast sitt æfintýrastarf eins og því er nú háttað, þegar hann hefir svo rangar hugmyndir um megin- þætti í hugsunarhætti samlanda sinna. Haustið 1930 hóf H. V. hinn ofsafengna hernað sinn í garnastöð Sambandsins. Var þar ekki fylgt neinum siðum sæmilegra manna. Starfsfólkið var rekið út úr stöðinni. Allir aðflutningar stöðvaðir með valdi. Brotizt var inn í húsið að ræningjasið. Lið H. V. setti vörð um húsið nótt og dag eins og óvinaher hefði hertekið borg í landi sigraðrar þjóðar. Vöru- birgðir allar, sem til voru í hús- inu, um 8000 kr. virði, voru eyði- lagðar meðan her H. V. sat um húsið og gætti þess. Þetta var fyrsta opinbera herferð H. V. á hendur samvinnumönnum. Sið- an liðu ekki nema fáir mánuðir til þingrofsins 1931. XI. Haustið 1930 hafði Einar Ol- geirsson klofið Alþýðuflokkinn og stofnað kommúnistafélags- skap sinn. Var hann þá undir á- hrifum íslenzkra stúdenta í Ber- lín, sem höfðu orðið snortnir af byltingarundirróðri Rússa, sem var þá vel á vegi með að drepa lýðveldið og skapa nazismann. H. V. gerði áhlaup sitt á garna- stöðina sem samkeppnisbragð við kommúnista. Þeir reyndu að ná fylgi verkamannanna með yfirboðum í kaupgjaldskröfum og með ofsafengnum vinnu- stöðvunum. Ofbeldi er aðferð kommúnista. H. V. fann að þeir voru keppinautar hans, fannst að hann þurfa að nota sömu að- ferðir til að halda sínu í sam- keppninni um atkvæði verka- manna. Og þar sem M. Kr. var nú ekki lengur til að sefa ofsa skapsmunanna, var hann þegar í stað orðinn alþýðuforingi með kommúnistaaðferðir. Og þannig starfar H. V. þann dag í dag. Garnadeilunni lauk á þann hátt, að samvinnumenn sáu, að þeir gátu gert ráð fyrir tak- markalausum yfirgangi og sið- leysi við atvinnufyrirtæki þau, sem þeir voru að stofna, hvar sem H. V. og skoðanabræður hans héldu sig hafa hag af slíku framferði. H. V. leit hvorki til baka eða fram á veginn. Hann gleymdi, að hann hafði fengið sitt fyrsta embætti og góðu fjár- hagsaðstöðu fyrir vinnu Fram- sóknarmanna, en ekki sina. Að vegna þeirra hafði hann fengið trúnað M. Kr. Að samvinnumenn höfðu útvegað olíusambandið við British Petroleum, komið á landsverzlun með tóbak og olíu, og lagt til allt meginaflið við stofnun Olíuverzlunarinnar og Tóbaksverzlunar íslands. H. V. var ófús að viðurkenna hvaðan honum hafði komið aðalhjálp til að fá núverandi aðstöðu. Hann var enn ófúsari til að viðurkenna að hann hafði misnotað trúnað Framsóknarmanna með því að * gera olíuverzlunina að varanlegu gróðafyrirtæki. Og það mun hafa verið honum allra fjarst, að skilja, að þann dag, þegar hann sliti öll samstarfsbönd við sam- vinnumenn, með því að gefa sig endanlega á vald flokki, sem hlítir erlendri stjórn, myndi sól hinna ytri mannvirðinga mjög taka að lækka á lofti. Á vetrarþingi 1931 kom H. V. og félagar hans fram með kröfu um breytta kjördæmaskipun í þá átt að auka vald bæjanna. Var rætt um þetta mál í Framsókn- arflokknum. Vildum við Tr. Þ. mæta kröfum bæjanna með nokkurri tilslökun, með því að fjölga þingmönnum á vissum stöðum, þar sem þéttbýlið hafði aukizt mest. En þeir menn, sem síðar brugðust mest í kjördæma- málinu, svo sem Ásgeir Ásgeirs- son, Jón Jónsson og Hannes Jónsson, vildu enga sanngirni sýna. Ég sagði Jóni Baldvinssyni hversu málum væri komið og að ekki myndi eins og þá stóð, vera hægt að fá allan Framsóknar- flokkinn til fylgis við breytingu í kjördæmamálinu á því þingi. Þegar H. V. fréttir þetta, gengur hann rakleitt yfir til íhalds- manna og býður þeim bandalag móti Framsóknarflokknum. — Skyldi fella stjórnina með skyndiáhlaupi, skapa sameigin- lega stjórn fyrir báða flokka, samþykkja stjórnarskrá, rjúfa þing, kjósa um stjórnarskrána og samþykkja breytinguna á sumarþingi 1931. H. V. gekk að þessu bandalagi undirbúningslaust, eins og kaup- um og sölum á dauðum hlutum. Ef hann hefði viljað vinna póli- tískt saman við Framsóknarfl., var ekkert eðlilegra en að gera málið að samningsatriði í sam- bandi við stjórnarmyndun. En H. V. lifir í félagslegum efnum aöeins fyrir líðandi stund. 1931 gerði hann jafn innilega og ein- læglega málefnasamning við Jón Þorláksson og Ólaf Thors, móti margra ára samstarfsmönnum, eins og hann nú gerir vináttu- samning við Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjarnason, móti Jóni Baldvinssyni og Haraldi Guð- mundssyni. Framkoma H. V. í kjördæma- málinu var miðuð við það tvennt að auka valdaaðstöðu hans sjálfs i landsmálum, og að minnka Framsóknarflokkinn. Helzt var svo að sjá, sem H. V. langaði mest til að skaða þá menn, sem alveg sérstaklega höfðu sýnt honum að fyrra bragði tiltrú og drengskap. H. V. hélt áfram vináttusamn- ingi sínum við íhaldið þar til kjördæmamálið var komið í höfn 1933. Þegar Jón Jónsson og Þor- steinn Briem rufu Framsóknar- flokkinn, lét H. V. sér það vel líka. Hann bjóst við að kosning- arnar 1934 hlytu að leiða það í ljós, að socialistar kæmu lið- sterkir til þings, en Framsóknar- flokkurinn eins og skuggi af því sem áður var. Mátti auðveldlega búast við slíku, þar sem bæði var búið að breyta landslögum í því skyni að brjóta þann flokk niður, og auk þess sækja hann, ef svo mátti segja, með eldi og vopnum alla vegu, með innri svikum, með ofsóknum frá hálfu stjórnar Ás- geirs Ásgeirssonar gagnvart helztu baráttumönnum flokksins og síðast en ekki sízt með þeim tökum, sem Jón Jónsson hafði á Kreppusjóði fyrir og eftir kosningarnar. Hin glæsilegu úr- slit kosninganna 1934, að því er snerti Framsóknarflokkinn, urðu H. V. sár vonbrigði. XII. Fyrir kosningar 1934 hafði H. V. vonað að aðstaðan hér á landi yrði lik og í Sviþjóð og Danmörku, að flokkur socialista yrði stærri en samstarfsflokk- ur bændanna úr dreifbýlinu og hefði höfuðforustu móti íhalds- flokknum. Nú var þingflokkur Frams.fl. þriðjungi stærri, og sýnilegt að forustan hlyti að verða þar. H. V. vildi sætta sig við þetta í bili, en vonaði að geta í samleiöinni lækkað Framsókn- armenn svo, að þeirra vegur yrði minni með ári hverju. Framsóknarmönnum var nauðugur einn kostur að semja við socialista. Bændastéttin í landinu var að sligast undir verðfalli afurðanna. Úr því varð að bæta með löggjöf, sem borin var fram af Framsóknarmönn- um og studd af Alþýðuflokkn- um, gegn hjálp við framkvæm- anleg umbótamál fyrir . verka- lýðinn. H. V. og félagar völdu sér að höfuðmáli lögþvingaðar tryggingar og fengu þær. Á hinn bóginn höfðu þeir af þeim litla ánægju við kosningarnar 1937, þar sem afurðasölulögin og hinar margháttuðu umbætur mæltu hvarvetna með Fram- sóknarmönnum. H. V. var aðsópsmestur sinna félaga við samningaborðið. — Hann kom þar eins og hrossa- kaupmaður, sem hugsar aðeins um augnabliks ávinning. Fram- sóknarmenn fóru hægar í málin en urðu drýgri er á leið. H. V. var nýkominn úr þriggja ára samvinnu við ihaldið, og vonaði að geta haft gott af Framsókn- arflokknum og veikt hann um leið. Tvö atvik sýna hug H. V. til samstarfsmannanna um þessar mundir. Hann lét prenta í Al- þýðublaðinu málefnasamning flokkanna með skírskotun til kosningapésa socialista, hinnar svonefndu fjögra ára áætlunar, svo sem hvert orð væri þaðan. Afurðasölulögin, landhelgis- gæzlan, umbót hæstaréttar o. s. frv., sem Framsóknarflokkur- inn hafði byggt upp að öllu leyti átti að vera komið úr kosninga- pésa socialista. Mátti heita að ekki væri mjög treyst á dreng- skap og sanngirni í byrjandi samstarfi. Þegar kom til að velja menn í stjórn, kom fram mikill skoðanamunur. H. V. vildi hafa þar Ásgeir Ásgeirsson og aðra menn honum líka. Skyldi þeim vera stjórnað að utan frá af mönnum eins og honum. Fram- sóknarmenn sögðu vonlaust að mynda ráðuneyti á krepputíma og veikum þingmeirahluta með liðleskjum einum. Sögðu sem rétt var, að sín megin gætu þeir bent á marga dugandi menn bæði utan þings og innan. Varð það úr, að í Framsóknarflokkn- um vildi enginn líta við skoðun H. V. um nýja stjórn steypta í móti Ásgeirs Ásgeirssonar. Fór svo sem Framsóknarmenn vissu, að miklir erfiðleikar og vanda- söm vinna hlóðst á ríkisstjórn- ina og veitti ekki af að vel væri vandað til þeirra, er þau rúm skipuðu. Varð H. V. stjórninni að vafasömum stuðningi. Fram- sóknarmenn voru reiðubúnir að taka olíumálið til meðferðar, og láta útgerðarmenn og sjó- menn fá aukin völd um þá verzlun, en flokksbræður H. V. gátu sig þar hvergi hreyft fyrir hagsmunum hans. Framsóknar- menn létu þá þar við sitja urn sinn og snéru sér að þeim um- bótum, sem framkvæmanlegar voru, með því þingfylgi, sem stóð til boða. En það er vitanlegt öll- um landslýð, að H. V. hefir mjög litla löngun til að olíumál- in séu hreyfð, á þann hátt að tekjur hans minnki við breyt- inguna. H. V. varð að sætta sig við að ekki var mynduð Ásgeirsstjórn, sem leikfang handa honum. Kom hann þá þvi til leiðar, að hann varð i skjóli Har. Guð- mundssonar formaður í tveim þýðingarmiklum nefndum, skipulagsnefnd atvinnumála og fiskimálanefnd. Var ég einn vetur með honum í skipulags- nefnd. Þótti mér hann þægileg- ur og ánægjulegur i daglegri umgengni, en mjög þýðingarlít- ill sem leiðtogi í nefndinni. Hann virtist hafa nokkurn al- mennan áhuga, en litla skipu- lagsgáfu eða yfirsýn og var reynslan hin sama í báðum nefndunum. Fann hann sjálfur, að honum lét ekki almenn og víðsýn forusta um slík mál, og lét af störfum í báðum nefnd- unum af eigin hvötum. Þessi ó- sigur H. V. við að leysa marg- þætt vandamál á friðsamlegan hátt varð til þess að hraða þeirri ákvörðun, sem hann tók eftir kosningarnar 1937. Hann afréð að slíta samstarfi við umbóta- menn landsins og vinna í þess stað með byltingasinnuðu fólki án ábyrgðartilfinningar. Ferða-1 lög hans um þessar mundir ut- an við tjaldbúðir kommúnista er fyrst og fremst sprottið af því, að hann veit og skilur, að hæfileikar hans muni njóta sín betur í kröfugöngum, heldur en við að plægja og rækta ógróna jörð. Svo sem áður er sagt lagði H. V. miklu stund á að efla liðs- kost sinn, og tók marga laus- ingja, sem gætnari og fram- sýnni maður myndi hafa neit- að’ um samvistir. Fékk þessi liðskostur lítinn aga og upp- eldi. Tóku margir menn H. V. sér mjög til fyrirmyndar, en með þeim hætti að sem sízt skyldi. Þeir gátu ekki líkt eftír greind hans eða menntun, en lögðu því meiri stund á ofsann og hin ruddalegu vinnubrögð. Þótti gömlum samvistarmönn- um H. V. lítið ánægjulegt að sjá ómenntað ruddamenni endur- spegla í dagfari og framkomu þá eiginleika Dagsbrúnarfor- mannsins, sem jafnan höfðu verið öðrum til leiðinda og ó- þæginda. Einn af þessum lærisveinum H. V. var Jón erindreki Sigurðs- son. Hann var að tilstilli H. V. settur yfir síldarverksmiðjur ríkisins. Þegar Jón kom til Siglufjarðar og var orðinn stjórnandi yfir milljónafyrirtæki fann hann líkt til og Arabinn, sem var kalífi einn dag. Jón Sig- urðsson vildi sýna í verki að kenning H. V. um Framsóknar- menn væri rétt, að þeir hefðu enga stefnu, enga skoðun, enga fortíð, enga framtið og ættu að þurkast sem fyrst út af yfir- borði jarðarinnar. Gerði hann á skammri stund þau hervirki i verksmiðju ríkisins, sem helzt má likja við það, sem Englend- ingar kalla að sleppa nauti lausu i glervörubúð. Hafði Jón Sig- urösson innan stundar rekið burtu eða brugðist og móðgað alla leiðtoga Framsóknarmanna, sem létu sér koma við málefni verksmiðjanna. Dugandi menn voru hraktir á burtu og óvirtir fyrir það eitt að standa vel í stöðu sinni, og vera taldir lík- legir til að kasta atkvæðum sínum á Framsóknarmenn, en í þeirra stað voru settir spilagos- ar og kögursveinar, sem hétu H. V. fylgi sínu. Ofbeldi þaö, sem Þormóði Eyjólfssyni og Jóni Gunnarssyni var sýnt af samstarfsmönn- um Framsóknarmanna er án fordæmis í skiptum vel siðaðra manna hér á landi. En þessi framkvæmd var algerlega í anda H. V. og gerð 1 samráði við hann og síðan varin og studd af hon- um, í þingflokknum eftir því sem hann hafði orku til. Aðferð- in var hin sama og í tilefnis- lausum vinnustöðvunum, þar sem treyst er á fremsta hlunn um að koma fram röngu máli meö ofbeldi. Herferð Jóns Sig- urðssonar miðaði að þvi að ná verksmiðjunum undir socialista sem flokksvigi, hrekja Fram- sóknarmenn þaðan burtu, eyði- leggja áhrif þeirra á Siglufirði. Erfa þar kjósendur þeirra, fella Framsóknarþingmennlna í Eyjafirði, minnka á þann hátt þingflokk Framsóknarmanna, og gera flokknum í heild sinni álitshnekká um allt land, svo sem jafnan verður hlutskiptl þess sem tapar og ekki getur rétt hlut sinn, þó að málstaður hafi verið góður. Urðu um þetta mál langar sviptingar og lá jafnvel við borð , að sam- starf stjórnarflokkanna rofn- aði. Undu Framsóknarmenn ut- an þings og innan ekki við stjórnleysi og yfirgang H. V. í þessu máli og hafa nú komið á réttlátu jafnvægi allra flokka um stjórn verksmiðjanna, svo sem jafnan hefir verið stefna Framsóknarmanna. Áróður sá, sem Alþbl. hóf á Framsóknarflokkinn með því að láta svo sem öll mál Framsókn- armanna væru tekin úr kosn- ingaritum socialista, hélt áfram bæði í almennum ádeilum á Framsóknarflokkinn og einkum í þeim tilgangi að einangra mig í flokknum og gera mig tor- tryggilegan. Bar einkum á þessu ef ég var langdvölum fjar- verandi utanlands. Var áróður þessi á mig af sama toga spunn- in og viðleitnin að fella þing- menn Eyfirðinga. Var mér svo sem fyr er getið.fullkunnugt um að H. V. og ýmsir af nánustu samstarfsmönnum hans töldu að ég stæði mjög í vegi þeirra um að geta sundrað Framsókn- armönnum. Þótti þeim sök mín að meiri þar sem vinir mínir og samherjar í Suður-Þingeyjar- sýslu höfðu bæði í kosningunum 1934 og 1937 haldið öllum and- stæðingum í kjördæminu í skefj- um án verulegrar aðstoðar frá mér, svo ég gat í bæði skiptin unnið fyrir allan flokkinn með því að starfa að flokksblöðun- um meðan á kosningahríðinni stótð. Sýndi H. V. hug sinn til mín í því, er hann sendi auðnu- leysingja úr Þingeyjarsýslu norður þangað í vor svo að hann gengi þar bæ frá bæ til að bera boðskap öfundarmanna minna inn á heimilin. Á einni jörð var tvíbýli. Sagði sendimaður H. V. á öðru búinu, að ég væri hrum- ur og svo að segja komin af fótum fram, en hjá hinu fólk- inu, að ekki væri nema þrír verulega duglegir stjórnmála- menn á landinu og var ég þar settur við hlið oliukaupmanns- ins. Þvilíkur söguburður var hafður í frammi, eftir því hvað hyggilegt þótti að framreiða á hverjum stað. Auk alls annars sýndi það smekk H. V. að hann valdi til ferðar þennan mann, sem var miður sín í andlegum efnum, og sem ég hafði haldið frá að verða mannaþurfi und- anfarin þrjú ár. Haustið 1936 ákveður flokks- þing Alþýðumanna beinlínis að tilhlutun H. V. að gera tilraun um að auðmýkja Framsóknar- flokkinn opinberlega. Samþykkti flokksþingið og sendi síðan um land allt gegnum útvarpið orð- sendingu að annaðhvort yrði Framsóknarfl. að fallast op- inberlega undir stefnu socia- lista innan þriggja mánaða, eða slitið væri stjórnarsamvinnunni þegar í stað. Þessi aðferð var algerlega í anda H. V. þegar hann setti á sig stormhúfu. And- stæðingarnir eða keppinautar eru á þeim augnablikum ofur- seldir dutlungum og ósvífni, sem ekki eiga heima nema langar leiðir utan við alla mannasiði. Framsóknarmenn tóku tilkynn ingunni um „þriggja mánaða víxil“ H. V. með rólegri lítils- virðingu. Þeir lifðu og létu eins og þetta fáránlega plagg hefði aldrei verið til. Engu að síður að nú væri H. V. að búa sig undir kosningar og nokkuð með sama hætti og þegar hann geröi laun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.