Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 4
152 TÍMINN bandalagið við íhaldið 1931, rétt fyrir þingrofið. Þrír mánuöir iiðu og víxill- inn frægi var ekki viðurkenndur af neinum. Þá afræður H. V. snemma á þingi 1937, að efnt skuli verða til kosninga næsta vor á liitamáli, þar sem Alþýðu- fiokkUrinn hafi góða. vígstöðu, en Framsóknarmenn verði að sækja upp brekkuna. Hann vissi að Kveldúlfsmálið var í@801isælt og fyrirtækið hafði sætt harðri gagnrýni. Með því að heimta að farin væri byltingarleið að félaginu og auk þess neitað að taka við tryggingum upp í skuld- ir Kveldúlfs var vitanlegt, að til friðslita hlaut að draga með stjórnarflokkunum. Framsókn- ai-menn gátu ekki gert sig seka í þeirri fjárhagslegu glópsku að neita að ^láta þjóðbankann fá miklar eignir upp í illa tryggða skuld. Framsóknarflokkurinn gat ekki gengið inn á að Alþingi færi byltingarleið að einstökum atvinnufyrirtækjum. H. V. von- aði að óvinsældir Kveldúlfs myndu stórauka fylgi Alþýðu- flokksins, ef kosið væri um þetta mál, en Framsóknarflokkurinn myndi tapa fylgi á því að sýna hófsemi í málinu. H. V. fékk sína ósk uppfyllta. Stjórnar- samvinnan var rofin. H. V. dró samherja sína nauðuga og von- svikna út í kosningarnar. Sjó- mannastéttin óttaðist að af byltíngarstefnu H. V. myndi það eitt leiða, að veiðiskipin lægju inni á höfnum heila vertíð og þeir yrðu atvinnulausir með konur og börn. Sjálfstæðisflokkurinn efldist mjög af því að liðsmönnum hans hljóp kapp í kinn við hið byltingarkennda tilræði. Fi’am- sóknarmönnum óx stórlega fylgi af því að framkoma flokks- ins þótti heilbrigð og skynsam- leg. En Alþýðuflokkurinn beið stórmikinn ósigur, og alveg sér- staklega 1 Reykjavík, þar sem gremja verkamanna bitnaði á H. V. sem var efsti maður á lista Alþýðuflokksins. H. V. stýrði kosningu flokks síns í Reykjavík og átti von á stór- felldum sigri. En þegar tók að halla degi, sá hann, að hverju fór, hvarf af vígstöðvunum og lét aðra um að stýra leifum flokksins út í dimmu ókominn- ar nætur. XIII. Frá því að Alþýðuflokkur- inn hóf starf sitt um það bil, sem Rússar gerðu sína byltingu, voru ætíð einstaka menn í verkamannaflokknum, sem hneigðust að einræði minni- hlutans, sem takmarki, og of- beldi, sem leið að markinu. H. V. virðist hafa verið mótfallinn þessari kenningu fræðilega, þar til eftir kosningar í vor, sem leið. En í verki hafði hann mikla hneigð til að vinna með aðferðum kommúnista. Vinnu- deilur Alþýðuflokksins voru frá því hann fór að hafa nokkur á- hrif, nokkuð með kommúnist- iskum blæ. í stað þess að fram- kvæma vinnustöðvun með því að félagsskapur verkamanna samþykkti • að hætta vinnu, og standa saman um þá ákvörð- un, voru H. V. og ýmsir aðrir af áhugamönnum Alþýðuflokks- ins mjög fúsir til að stöðva vinnu með ofbeldi. Liðu svo all- mörg ár, að Jón Baldvinsson var forseti verkamannasamtak- anna og reyndi að beina þróun flokksins inn á friðsamlegar brautir, og að vinna mál flokks- ins fremur með hyggindum og framsýni heldur en með ofbeldi. En við hlið hans stóð H. V. sam- dóma leiðtoga flokksins í orði, en samþykkur kommúnistum í verki. Undir áhrifum H. V. var ofbeldi beitt í nálega hverri vinnustöðvun, cg er skemmst að minnast þess, þegar einn af lærisveinum H. V., erindreki fé- laganna, kom með liðsafla neð- an af Akureyri í vetur að verk- smiðjum Sambandsins við Glerá og bannaði á annað hundrað manns, sem vildi vinna eins og venja var til, að halda áfram sínum daglegu störfum. H. V. var þess vegna í mörg ár búinn að lifa eins og kommún- isti, án þess að veita sjálfur eft- irtekt þeim klofningi, sem orð- inn var í vitund hans og venj- um. Kommúnisminn á íslandi var eins og svo margar lélegar vör- ur „made in Germany". Á ár- unum 1920—30 var oft fjöldi íslenzkra námsmanna í Berlín, meðfram fyrir lággengið. Stjórn lýðveldisins var hin ósköruleg- asta, svo að margt af rösku, frjálslyndu fólki hneigðist að kommúnisma, af því að þar var framtíðarríkið málað með sterk- ari litum, en veruleikinn grár og tilþrifalítill. Auk þess eyddu Rússar ógrynni fjár til að ala á undirróðrinum í Þýzkalandi og þrýsti þá um leið miðstéttinni inn í herbúðír nazista. fslenzkir stúdentar, sem voru í einu frjálslyndir og fátækir í fram- andi landi, þar sem hitabylgja byltingarstefnunnar var geð- þekkari ungum mönnum, held- ur en hið innibyrgða fúaloft lélegrar alþýðustjórnar, þótti fagnaðarboðskapur Rússa hug- þekkur og lokkandi.. Á þennan hátt urðu menn eins og Einar Olgeirsson, Stefán Pétursson og margir fleiri gegnsýrðir af draumamyndum hinna aust- rænu áróðursmanna. Ríkis- sjóður íslands hefir áður fyr styrkt marga þesskonar menn til dvalar í öðrum löndum, en þeir hafa þar liðið tjón á sálu sinni og komið heim sem sýkil- berar í því þjóðfélagi, sem af veikum efnum hafði ætlað að gera þá að nýtari mönnum með skólaveru utanlands. Um tíma tókst mér að stöðva nokkuð framgang byltingar- stefnunnar með því að koma því til leiðar, að Einari Olgeirs- syni var komið að þýðingar- miklu borgaralegu starfi. Rækti hann verk sitt í fyrstu með kostgæfni, en von bráðar náði hin innri óró tökum á huga hans, og varð hann þá um leið óhæfur til annars en gjálfurs um ágæti Rússaveldis og þeirra sem þar stjórna. Undir stjórn Framsóknar- manna frá 1927—30 óx hin innri ólga í verkamannaflokknum. Stúdentarnir frá Berlín komu heim próflausir, auðnulausir og lítt færir til annars en áróðurs í anda Rússa. H. V. var þymir í augum þeirra á margan hátt. Hann var fyrirferðarmikill skot- spónn fyrir nýlendumennina frá Berlín. Þeir gagnrýndu hann með réttu, sem olíubur- geis. Þeir öfunduðu hann af tekjum þeim, sem líklegt þótti að hann hefði fyrir að hækka olíuna í hendur sjómanna. En þar að auki hafði hann ekki lag á að hæna þá að sér, og reyna að koma þeim til manns, með því að freista að sýna þeim nokkra tiltrú og umburðarlyndi. Haustið 1930 klofnaði Alþýðu- flokkurinn. Einar Olgeirsson fór með sína sveit inn á opinbera Rússamenngku og dró enga dul á að andstaða hinna ungu rauð- lituðu manna væri fyrst og fremst móti olíugrósseranum, bæði sem auðmanni og manni. Hinu gátu þeir ekki neitað, að H. V. var í starfsaðferðum sin- um í öllum vinnudeilum hjart- anlega samþykkur Einari Ol- geirssyni og félögum hans, svo að ekkí þurfti friðsemdin eða löghlýðnin að valda samvistar- slitum milli þessara manna. H. V. tók eftir klofninginn hina eðlilegu og óhjákvæmilegu af- stöðu til kommúnistanna. Hann fordæmdi I einu og öllu athæfi þeirra og stefnu, bæði bylting- arfræðina og hina óþjóðlegu þjónustu við stjórnarvöld ann- ars ríkis. Baráttan fluttist nú inn í Dagsbrún, þar sem H. V. var formaður. Hinir málfimu en innantómu skraffinnar kom- múnista fylktu liði á hvern fund og eyddu fundartímunum með þrotlausri mælgi um sína austrænu skýjaborg. — Þegar verkamenn komu þreyttir eftir erfiði dagsins á fund í félagi sínu, var þeim ógeðfelt allt at- hæfi Berlínarpiltanna. Málefni verkamanna komust ekki að fyrir vaðli kommúnista. H. V. beitti allri orku til að slá niður þessa hreyfingu, en réði ekki við neitt. Hann hafði flæmt úr hópi leiðtoganna hvern dugnað- armanninn af öðrum, af því honum þótti þægilegra að ráða yfir tómum liðléttingum. En í átökunum við kommúnista, var honum lítið gagn að mönnum eins og Guðm. O. Guðmunds- syni og hans jafnokum, en nú var ekki öðru til að dreifa, auk hinna veðurbitnu verkamanna og sjómanna, sem beittu afli sínu til annars en að þrautræða línudans Moskvamannanna. Kommúnistar þreyttu H. V. mjög í Dagsbrún, af því að hann hafði gert sjálfan sig liðvana. Kom þar, að hann lét halda því fram í blaði flokksins, að bezt væri að halda sama sem enga fundi í Dagsbrún, heldur draga valdið undir lítinn hóp útvaldra manna. Verkamönn- um, sem voru skaplíkir Jóni Baldvinssyni, og þann veg var háttað flestum eiginlegum Dagsbrúnarmönnum, þóttu fundirnir óbærilega leiðinlegir og hættu að koma. Áður en H. V. lagði niður fundina og fól fulltrúaráðinu nálega allt vald í félaginu, mátti heita að hann stæði einn krepptur við gaflhlað í fundarsal Dagsbrúnar, um- luktur af eldsglæðum byltingar- stefnunnar. Með því að teygja og toga öll hugtök um sambúð í félagi, tókst H. V. að fá kosið 100 manna fulltrúaráð í Dagsbrún, sem átti að vera öruggur líf- vörður um hina hreinu stefnu löghlýðinna og þjóðlegra verka- manna. En erfitt er að halda burtu andlegu smjti, og áður langt um leið varð H. V. að reka tvo nafnkennda alþýðuflokks- menn fyrir óleyfileg mök við kommúnista, eða nákvæmlega sama brot, sem varð honum að fótakefli eftir síðustu bæjar- stj órnarkosningar. Kommúnistar unnu ekkert verulega á meðan þeir prédik- uðu stefnu sína hreint og af- dráttarlaust. En eftir að ein- ræðisríkin sýndu sig líkleg til að króa Frakkland inni á þrjá vegu, urðu Rússar smeykir við sína gömlu yfirgangsstefnu, og létu nú þaö boð út ganga, að kommúnistar í lýðræðislöndum skyldu á yfirborðinu gerbreyta um stefnu, látast elska þjóðina, lýðræði, þingræði, „krata“ og jafnvel sjálf kaupfélögin. Öll þessi falska ástúð var fólgin í orðinu „samfylking“. Kommún- istar þóttust „fylkja“ sér upp að allskonar flokkum og alls- konar stefnum og töldust vilja styðja allt, sem þeir höfðu áð- ur mest hatað og fordæmt. Héðinn Valdimarsson var ekki jafnvel undir það búinn að verjast lævísi og hinu sætmála falsi kommúnista, eins og stól- fótum þeirra og grjótkasti. Al- þýðublaðið var undir stjórn Finnboga Rúts Valdemarssonar, sem H. V. hafði náð úr fóstri Sigurjóns Jónssonar á ísafirði og gert hann sér mjög hand- genginn. Þessir tveir Valdimars- synir voru um margt skaplíkir, þó að Héðinn væri þar stórum fremri um kjark og persónu- kraft. Finnbogi Rútur kunni það bezt til blaðamennsku, að gera „hvellbombur" á fremstu síðu blaðsins úr daglegum við- burðum, en skrifaði aldrei ró- legar og rökstuddar greinar um almenn mál eða stefnur. Al- þýðuflokkurinn var þessvegna eins og opin borg fyrir smjað- urs-fjandsemi kommúnista. í stað þess að fræða verkamenn með nægum dæmum úr sögu lýðræðislandanna, h'versu kom- múnistum er afneitað af öllum borgaralegum flokkum, og þykja hvergi hafandi þar sem á reynir um mannaforráð eða við andleg störf, þá gat Einar Ol- geirsson rekið undirróður sinn svo að segja ómótmælt af blaði Alþýðuflokksins. Af þessum á- stæðum tókst kommúnistum að rugla marga alþýðuflokks- menn, svo að þeir vissu ekki fremur hvað var rétt stefna en leitarmenn á fjalli, sem hring- snúast í blindsvartri þoku uppi á öræfum. Skrúðgöngur verkamanna um bæinn fyrsta maí urðu fyrstar til að leiða í ljós vanmátt H. V. í hinni hörkulegu baráttu hans við byltingarflokkinn. Vakti það eftirtekt hve fáir voru i göngu með H. V., en miklu fjöl- mennari sveit um Einar Ol- geirsson. Var það að vísu mest lausingjalýður keimlíkur þeim, sem Sturlunga segir frá að fylkti sér um Guðmund Arason á betliferðum hans. Var mönn- um ekki grunlaust um, að í- haldsmenn sendu bæði ungl- inga og verkamenn í fylgdar- sveit E. O., til að skaprauna leið- tógum Alþýðuflokksins. En meginástæðan fyrir fámenninu utan um H. V. í maígöngunni var blýþung leiðindakend verkamanna út af olíuverzlun hans og afbrýðissemi við sam- herja sína, þá sem helzt voru fallnir til forustu. Tvö jarðnesk öfl hrifu huga H. V. alveg sérstaklega. Annað voru peningar í ríkulegum mæli til daglegra þarfa, og þeir komu frá olíusölunni. Hin tálbeitan voru fjölmennir mannhópar, helzt samstilltir í hita og nokk- urri æsingu. Dagsbrún og verk- lýðssamtökin áttu að fullnægja að því leyti. Þegar H. V. sér stór- an mannhóp, ekki sízt verka- menn, þá spyr hann ekki fyrst að því hvað þessum mönnum henti og hversu hann geti miðl- að þeim af færni sinni og reynslu. í stað þess spyr hann, hvað þeir vilji og gerir þeirra óskir að sinum. Dýpsta ástæðan til þess ósigurs, sem H. V. hefir leitt yfir sig, er sú undarlega meinloka, að láta óuppfrædda og oft afvegaleidda mannhópa, taka forustuna, í stað þess' að nota yfirburði þess, sem meira veit og meira getur, til að leiðbeina þeim, sem vantar örugga og ó- eigingjarna handleiðslu. Héðinn Valdemarsson lét lengi vel ekki bera á neinni hneigð til undanlátssemi við byltingar- flokkinn. Hann lokaði augunum fyrir því, að hann beitti yfirleitt sömu tökum og kommúnistar í allflestum vinnudeilum. Hann reyndi að fá frið fyrir stöðugum áróðri þeirra, með því að leggja að mestu niður fundi í Dagsbrún, og flytja valdið í Trúnaðar- mannaráðið, þar sem byltingar- menn voru útilokaðir alveg á sama hátt og borgaraflokkar Finnlands hafa útilokað Komm- únista úr opinberum stöðum. Hann reyndi í fyrstu að yfirbuga freistinguna, að leita inn í breið- fylkingu kommúnista í maí- skrúðgöngunni, og á 13. þingi Alþýðusambandsins haustið 1936 beitti hann áhrifum sínum til hins ítrasta i þá átt, að fá þar samþykkt, að Alþýðuflokkurinn afneitaði I eitt skipti fyrir öll hverskonar samstarfi við Kom- múnistaflokkinn. En með þessu átaki var þrótt- ur H. V. til að berjast við lævísi kommúnista að mestu brotinn. Litlu síðar byrjaði undanhaldið og flóttinn. XIV. Sú tvískifting í eðli H. V., sem olli því að hann viðurkenndi lýðræði í orði, en vann sem kommúnisti að félagsmálum, kom oft óþægilega við sam- herja hans í Alþýðuflokknum. Eins og hann taldi sjálfsagt að beita ofbeldi í vinnudeilum, ef þess þyrfti með til að beygja andstæðingana, var honum tamt að beita hinni mestu hörku og ósanngirni í daglegum skiptum við ýmsa af leiðtogum alþýðusamtakanna. Fengu flest- ir á því að kenna, en þó mest þeir, sem hóglátastir voru og sanngjarnastir. Eftir að hann hafði hrakið úr áhrifastöðum í stjórnarnefndum flokksins marga þá menn, sem sýndu persónulegt sjálfstæði og kom- ið í þeirra stað fólki, sem lítið gat starfað nema greiða atkvæði eftir beinu valdboði, varð fram- koma hans í flokknum hættu- lega blandin ósanngirni. Þó að hann kallaði sig jafnaðarmann, voru vinnubrögð hans bæði heima fyrir og út á við byggð á einræði minnihlutans, fullkom- lega eftir anda og bókstaf kom- múnismans. Höfðu þessar starfsaðferðir H. V. að flestu leyti lamandi áhrif á þróun Al- þýðuflokksins, og það því frem- ur, sem olíuframkvæmdir hans voru stöðugt ásökunarefni á alla verkamannahreyfinguna. Þegar flokksþing alþýðu- manna 1936 sendi Framsóknar- mönnum hina ruddalegu til- kynningu gegnum útvarpið um að annaðhvort yrði Framsókn- arflokkurinn að taka upp þjóð- nýtingartrúarbrögð socialista innan þriggja mánaða, eða vera ella útlægir úr ríkisstjórninni, þá var enginn í vafa um, að þar var H. V. að verki með læri- sveinum sínum. Krafan til sam- starfsmannanna, og aðferðin við að bera kröfuna fram, var alger- lega í anda hinnar rússnesku ofbeldisstefnu. Framsóknar- menn gerðu góðlátlega gys að þessu offorsi og virtu tilkynn- inguna aldrei svars. En þeir sáu glögglega að vænta mátti kosn- inga vorið 1937 og kölluðu saman flokksþing skömmu eftir nýár, til að búa samherjana undir þau átök, sem sýnilega yrðu með vorinu. Bar sú liðs- könnun góðan árangur, svo sem raun bar vitni um. Þegar leið fram á fyrstu vik- ur þingsins 1937, vakti H. V. upp baráttuna um að taka Kveldúlf herskildi með Alþing- isvaldi. í augum H. V. var það mál tilvalið sem kosninga- bomba. Aðferð sú, sem hann valdi, var byltingarkennd, há- vær og öfgafull. Framsóknar- flokkurinn gat ekki orðið sam- ferða honum á þessari braut, nema með því að afneita stefnu sinni og viðurkenna í verki þriggja mánaða víxilinn. En það var sama og gerast undirdeild í sveit H. V. Honum var að vísu ljóst, að Framsóknarmenn myndu alls ófúsir að fara þá leið. En hann vonaði að Kveld- úlfsmálið yrði sér heppileg „hvell-bomba“, einskonar á- framhald af ritmennsku skjól- stæðings hans, Finnboga Valdi- marssonar, á forsíðu Alþýðu- blaðsins, en að Framsóknar- menn hefðu vansæmd og álits- tjón af málinu. Jón Baldvinsson og allir framsýnir menn Alþýðuflokks- ins voru algerlega mótfallnir aðgerðum H. V. í Kveldúlfsmál- inu. Þeir voru samþykkir Fram- sóknarmönnum um að taka tryggingar þær, sem í boði voru og fara að öllu löglega og eftir venjulegum viðskiptareglum að þessu fyrirtæki, þó að pólitísk- ir andstæðingar ættu í hlut. Má segja að H. V. hafi raunar við ákvörðun þessa máls raunveru- lega slitið sig frá Alþýðuflokkn- um. Með hinu lélega málaliði sínu þar, sem heita mátti að enginn maður væri læs eða skrifandi, að frátöldum sjálfum leiðtogunum, braut hann und- ir sig Jón Baldvinsson, Har- ald Guðmundsson, Stefán Jóhann Stefánsson, og flesta hina þekktari menn í flokkn- um. H. V. hafði sitt fram meö hinu mesta offorsi. Minnihlut- inn í flokknum beygði sig, nauð- ugur að vísu og sennilega viss um að illt eitt myndi hljótast af þessum tiltektum. Hermann Jónasson varð að rjúfa þing og boða nýjar kosningar. Þingið gat ekki lokið við að gera fjár- lög fyrir 1938. Til þess varð að kalla saman nýtt þing um haustið. Allur kostnaður við það þinghald og öll sú fyrirhöfn, leiðindi og óþægindi, sem af því leiddu, er beinlínis að kenna H. V. og á ábyrgð hans. Má af því vel sjá, hve dýrt það er þjóðinni, og einstökum flokkum, að hafa misheppnaða forustu- menn. Alþýðuflokkurinn gekk nauð- ugur og vonlítill til kosning- anna. Allir útreikningar H. V. um árangur af „hvellbombum“ reyndust rangir. Sjómennirnir á togaraflotanum voru hræddir við brölt hans og fylktu sér um merki íhaldsins. Verkamönnum þótti framferði hans ógætilegt og illa grundað. Forustumenn flokksins höfðu verið neyddir út í andstöðu, sem þeir höfðu megna óbeit á. Haraldur Guð- mundsson, sem venjulega held- ur góðar ræður á þingi eða al- mennum fundum, talaði í út- varpinu eins og viðvaningur, þegar hann átti að færa fram fyrir almenning þau stólfóta- rök, sem H. V. hafði fengið hon- um í hendur. Sjálfur var H. V. sigurviss og vonsæll um kosn- ingaúrslitin, einkum í Reykja- vík. Þar taldi hann sér viss 7000 atkvæði, en fékk rúmlega helm- ing þess fylgis, sem hann hafði búizt við. Nokkuð á sama veg fór víða annarsstaðar á land- inu. Hin mikla sókn H. V., sem að nafni til var hafin móti Kveldúlfi og íhaldinu, en var í raun og veru stefnt móti Fram- sóknarflokknum, í því skyni að draga úr fylgi hans og gera hann að „varaliði" socialista, hafði gersamlega misheppnazt. Sigurvonirnar höfðu snúizt í al- gerðan flótta og fullkominn ó- sigur. Eftir kosningarnar var H. V. um stund lamaður undir þunga atburðanna, eins og hann er alltaf eftir tapaðar kosningar. Jón Baldvinsson lá veikur norð- ur á Akureyri. Hinir föllnu frambjóðendur og þeirra vinir voru ekki myrkir í máli um hverjum væri að kenna ósigur- inn. H. V. fann bylgju almennr- ar andúðar og traustleysi gegn sér í flokknum. Manna á milli komu fram nokkuð háværar raddir um að réttast væri að víkja honum úr flokknum. Sjálfum var honum ljóst, að hann hafði í bili stórlega lækk- að í áliti. Hann gat búizt við, ef ekki bæri happ að höndum, að hann yrði framvegis lítils- megandi og lítils virtur í þeim flokki, sem hann hugðist að stýra að mestu leyti eftir því sem honum þótti bezt henta. (Framhald.) Ritstjóri: Gisli Guðmundsson. Prentsm. Edda h.í.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.