Tíminn - 09.09.1938, Page 1

Tíminn - 09.09.1938, Page 1
XXII. ár. Rvík, föstudaginn 9. sept. 1938. 39. blað Héðinn Valdimarsson og skípti hans við Framsóknarilokkínn NIÐURLAG Nú stóð H. V. á þýðingarmestu vegamótum æfi sinnar. Hann gat tekið ósigrinum, viðurkennt að sér hefði yfirsézt. Hann gat byrjað nýtt líf, byrjað að koma nýju og réttlátu skipulagi á olíumálin, til hagsbóta fyrir sjó- menn. Hann gat beitt þekkingu sinni og hæfileikum til að rétta Alþýðuflokkinn við, sverfa að kommúnistum og safna hinum eiginlegu verkamönnum sínum í frjálslyndan, hóglátan og á- hrifamikinn umbótaflokk. En H. V. fór ekki þessa leið. Hann sá að kommúnistar í Reykjavík höfðu um það bil þá atkvæðatölu, sem hann hafði vantað, til að fylgja áætlun. Hann sá, að Alþýðuflokkurinn og kommúnistar höfðu til sam- ans lítið eitt meiri atkvæðatölu en Framsóknarflokkurinn. Hon- um sýndist leiðin auðveld. Hann treysti á að hann hefði Alþýðu- flokkinn algerlega í greip sinni, og gæti gert við hann hvað sem vildi. Kommúnistar höfðu boðið samstarf og samfylkingu. Sjálf- ur hafði hann barizt manna mest á móti því. Haustið áður hafði hann á flokksþingi al- þýðumanna staðið manna mest að þeirri yfirlýsingu,að Alþýðu- flokkurinn afneitaði í eitt skifti fyrir öll öllu samneyti við kom- múnista. Nú afræður H. V. að brjóta algerlega gegn þessari samþykkt og gegn allri fortíð sinni í málinu. Og hann afræð- ur að gera þetta einn, án allra umbúða, án röksemda, án sam- komulags við samherja sína í flokknum. Héðinn Valdimarsson byrjar sókn sína á almennum félags- fundi í Dagsbrún. Þar kemur hann fram með tillögu um að kjósa nefnd til að semja við kommúnista. Margir af forustu- mönnum flokksins voru ekki á fundinum. Jón Baldvinsson var veikur. Flokksstjórnin, sem ein gat tekið málið til meðferðar, var leynd þessum aðgerðum. Það sem Alþýðuflokkurinn hafði treyst á með sínum fjölmennu nefndum og ráðum, var að eng- inn einstakur maður gæti leik- ið sér með líf og heiður flokks- ins. En nú var þetta orðið að veruleika. H. V. var búinn að fá eitt af verkamannafélögunum, með óundirbúinni fundarsam- þykkt, til að byrja samninga- makk við kommúnista, í for- boði sambandsþings, í andstöðu við flokksstjórnina, þingflokk- inn og formann flokksins og að öllum þessum aðilum for- spurðum. Eftir lögum Alþýðuflokksins var H. V. með þessari fram- kvæmd sinni réttrækur úr flokknum, og brot hans miklu þyngra en Árna Ágústssonar og Péturs Guðmundssonar, sem hann hafði látið víkja á burt fyrir launmakk við kommún- ista. En H. V. fór að eins og æf- intýramenn í stóru löndunum, sem gera höfuðafbrot sin í sumarhitunum, þegar þeir, sem gæta eiga góðra siða og reglu, eru að bæta heilsu sína við lax- veiðar eða á fjallgöngum. H. V. vissi hvað hann mátti bjóða sér. Honum var ekki auðveld- lega vikið úr flokknum. Hann setti eiturgeril samfylkingar- innar í flokk sinn og kom því til leiðar, að þriggja manna nefnd úr flokknum glímd i við kommúnista allt sumarið, með endalausum vafningum og hár- fínum útúrsnúningum á báða vegu, sem engu líktist fremur en gestaþrautarráðningum skólaspekinganna á miðöldun- um. Alþýðublaðið var allt sum- arið í óstöðugu jafnvægi. Ann- an daginn var andi Héðins í dálkum þess og samfylkingunni sungin lof og dýrð. Hinn daginn reyndi flokksstjórnin að koma fram sínum vörnum og benda á skaðsemi byltingarstefnunnar. Meðan íkveikja samfylkingar- innar kom flokknum í ljósan loga, yfir sumarmánuðina, var Jón Baldvinsson til lækninga erlendis. En Héðinn tók bíl olíuverzlunarinnar og lagði leið sína norður að hinu prýðilega sumarsetri sínu á Kálfaströnd við Mývatn. Hefir hann keypt þar klettahöfða einn, umgirtan fögrum vogum. Er það einhver fegursti staður á íslandi og þótt víðar sé leitað. Hefir H. V. látið reisa á höfðanum prýði- legt sumarhús, og grætt skóg í hlé við klettana. í öllum þess- um aðgerðum kippir H. V. í kyn til Valdimars föður síns, sem var skáld og listrænn um marga hluti. Mývetningar kunna vel þessum sumargesti, sem prýðir byggð þeirra með ræktun sinni og húsagerð. Ekki kunna þeir þó sem bezt við rauða fánann með þremur svörtum örvum. Hann er eina táknið, sem H. V. flytur norður að Mývatni, sem minnir á yfirgang hans, slys hans og óhöpp í félagsmálum. XV. Eins og áður er sagt brá Héðni Valdimarssyni mjög við kosn- ingaósigurinn í fyrravor. Tilefni kosninganna var valið af hon- um, og hann átti mestan þátt í hinum harkalega undirbún- ingi, svo sem þeim, að unna ekki Jóni Baldvinssyni að vera í framboði í Reykjavík, heldur þar sem þurfti með ferðalög í fjarlægt hérað í algerðu von- leysi um árangur. Síðari hluta kjördags og meir en viku á eftir, var H. V. von- bitinn og hryggur yfir ósigri sínum, og það sem telja mátti vissu um varanlegt álitshrun í hópi sinna samherja. En eftir liðuga viku veittu Framsókn- armenn eftirtekt algerðri breytingu á yfirbragði hans. Glampi vonarinnar var kominn í stað variimáttartilfinningar. Þá var olíuburgeisinn eins og Einar Olgeirsson var vanur að nefna H. V., búinn að ákveða að gera sama heljarstökkið eins og Jón Jónsson í Stóradal hafði gert fyrir nokkrum árum. Héð- inn Valdimarsson ákvað að bjarga sér og því, sem hann taldi sina framtíð, með því að bregðast flokki sínum og stefnu, og ganga í bandalag við flokk, sem lifði af fé frá er- lendu stórveldi og tók þaðan fyrirskipanir um allar meiri- háttar ákvarðanir í íslenzkum málefnum, sem þessir menn reyndu að hafa áhrif á. Eftir að þessi ákvörðun var tekin, kom H. V. óvörum að samherj- um sínum á almennum fundi í Dagsbrún og fékk þar sam- þykkta, aðallega með fylgi kommúnista, tillögu um sam- bræðslumál þessara tveggja ó- sameinanlegu flokka. Eftir það tók hann sér alllanga sumar- hvíld norður við hina fögru voga í Mývatnssveit. Jón Baldvinsson var með sótthita síðustu dagana fyrir kosningar, norður á Akureyri, en tók þátt í fundum og kosn- ingavinnu eftir því sem heilsan leyfði. Eftir kosningarnar var hann rúmfastur nokkra daga. Kom þá heim, var nokkra daga á Þingvöllum sér til hressingar, fór síðan sem forseti Alþingis á hátíðlegt afmæli í Orkneyj- um fyrir landsins hönd, en þaðan til Danmerkur, á fund lögjafnaðarnefndar, en hvíldi sig þar á góðum stað fyrir og eftir fundinn. Hann kom ekki heim fyr en í byrjun október. Þennan burtverutíma notaði H. V. með mikilli kostgæfni til að dTaga sem flesta af samherjum sínum inn í makkið við bylting- arflokkinn. Hann hafði oftast þetta sumar vald yfir Sigfúsi Sigurhjartarsyni, sem átti að skrifa um stjórnmál í Alþýðu- blaðið. Með þessari aðstöðu gat H. V. að minnsta kosti annan- hvern dag látið blað Alþýðu- flokksins velta vöngum yfir því að eiginlega væri algert sálu- félag við byltingarflokkinn langsamlega mesta bjargráðið fyrir hinn lýðræðissinnaða flokk, sem valið hafði Jón Bald- vinsson til forustu í tuttugu ár. Þingmenn stjórnarflokkanna komu saman rúmlega viku áð- ur en þing var sett, til að ræða um framlenging á eldra mál- efnasamstarfi. Miðstjórn Fram- sóknarmanna hafði haft nefnd- ir starfandi um sumarið til að undirbúa áhugamál flokksins. Ef Alþýðuflokkurinn hefði ver- ið jafn heilbrigður og starfhæf- ur, og samkomulagsvilji á báð- ar hliðar, var enginn vandi að Ijúka samkomulaginu á einni viku, og byrja síðan á þingstörf- unum með fullri alvöru, og ljúka þingi á mjög stuttum tíma. Myndi sú lausn hafa ver- ið að skapi nálega öllum þing- mönnum, því að þeir una illa tveim þingum á sama vetri. En þegar til skyldi taka, var allt ráð Alþýðuflokksins á hverfanda hveli. H. V. vildi sameiningu við Kommúnista- flokkinn, og þá var samstarf Framsóknarmanna við slíkan flokk algerlega útilokað. Jón Baldvinsson og þeir, sem hon- um fylgdu, vildu slíta sem fyrst samningamakkinu við kommún- ista og byrja á heilbrigðri landsmálastarfsemi. Brátt kom þar, að Jón Baldvinsson sá þann kost vænstan að kalla saman flokksþing í því skyni að ganga þar í eitt skipti fyrir öll frá kommúnistadraugnum. Hann mun hafa talið líklegt, að H. V. hlýddi ákveðnum fyr- irskipunum sambandsþingsins. Eins og þá stóð á, var jafn- ófært að ætla Alþýðuflokkn- um nokkra áreynslu, eins og að taka sjúkling með mikinn sótt- hita upp úr rúmi sínu og ætla honum grjótvinnu úti í vetrar- hörku. Auk þess gat svo farið, að upp úr sambandsþinginu hefðist það eitt, að Alþýðu- flokkurinn yrði lagður niður og flokksmönnum komið fyrir undir stjórn og yfirráðum sinna mestu öfundar- og hat- ursmanna. Þó að það væri ekki skemmtilegt, var ekki annar kostur fyrir Framsóknarmenn en að bíða átekta og sjá hver yrðu forlög Alþýðuflokksins, þar sem teflt virtist vera um líf hans eða dauða. Til hægri handar voru Sjálf- stæðismenn, nýkomnir úr geysiharðri baráttu um algerð yfirráð hinnar svokölluðu „breiðfylkingar“. Lengra að baki var margra ára hörkubar- átta um flestöll mál milli Framsóknarstefnunnar og Mbl.- manna. Framsóknarflokkurinn var að vísu stærsti þingflokk- urinn, en hann gat þó ekki komið fram málum nema með samstarfi við annanhvorn ná- búaflokkinn. Niðurstaðan varð sú, að bíða átekta og vita hvort Jón Baldvinsson sigraði eða tapaði í glímunni við H. V. Framsóknarmenn hafa auk þess tamið sér þann sið að skilja vel við gamla samherja og samstarfsmenn. Af þeirri á- stæðu vildu þeir heldur ekki að hægt væri að segja eftir á, að þeir hefðu hjálpað til að lýð- ræðissinnaður verkamanna- flokkur yrði að bráð óþjóðleg- um byltingarflokki. Það var b'eðið í sex vikur, svo að lítið var aðhafzt. Skapgall- ar og persónulegt valdabrölt eins manns var búið að eyði- leggja þinghaldið í útmánuð- um, og þegar ljúka skyldi störf- um um haustið, var sami maður valdur að þessari óskemmti- legu, óþörfu og dýru töf á störf- um Alþingis. Svo sem að líkindum lætur notuðu báðir málsaðilar tím- ann til liðsdráttar um allt land. Olíuverzlunin var svo önnum kafin við að síma út til kaup- túnanna, að það tafði fyrir al- mennum viðakiptum. Auk þess voru sendimenn í öllum áttum starfandi að undirbúningi þessara miklu átaka um líf og framtíð verkamannasamtak- anna. Þegar á sambandsþingið kom, virtist H. V. í byrjun hafa und- irtökin. Hann náði kosningu sem fundarstjóri, og hófst þar nýr þáttur í félagsstarfi hans. Beitti hann þá og siðar meðan stóð á klofningnum taum- lausri frekju og yfirgangi í fundarstjórn á sambandsþing- inu, í j afnaðarmannaf élaginu og í Dagsbrún. Samherjar Jóns Baldvinssonar voru nú beittir sama harðræði og H. V. hafði áð- ur haft við andstæðinga sína í vinnudeilum. Ingimar Jónsson, sem hafði notað mikinn hluta sumarsins í vörn fyrir flokk sinn og stefnu, fékk t. d. ekki að tala nema fáar mínútur á fundi, þar sem átti að ræða um sameininguna. Alþýðufl.m. töldu H. V. breyta röð á ræðumönn- um eftir geðþótta og skjóta andstæðingum langt aftur fyrir aðra, sem síðar báðu um orðið. Þurfti raunar engan að furða, þótt H. V. beitti félaga sína freklega ofbeldi í þessum átök- um, eftir þeim vinnubrögðum, sem hann hafði tamið sér, ekki sizt, þegar hann var auk þess beint á leið inn í fylkingu hinna viðurkenndu ofbeldismanna. En þegar fór að líða á sam- bandsþingið, tók að halla á H. V. og þó einkum á lið hans. Hann stóð nálega einn á móti öllum sem haldið gátu skipu- legar og rökfastar ræður. Auk þess var málstaður og aðfarir hans óverjandi, þar sem rök komust að. Hann hafði að vísu allmikinn liðskost í atkvæðum, en nálega engir nema hann gátu staðið fyrir máli sínu á skipulegum mannfundi. Að lok- um tókst Jóni Baldvinssyni að beygja hann undir samþykkt, sem var í raun og veru á þá leið að kommúnistum var boðið að ganga inn í Alþýðuflokkinn, ef þeir vildu afneita Rússa-trú sinni, byltingunni og ofbeld- inu. í stað þess áttu þeir í orði og verki að elska föðurlandið, frelsið og lýðræðið. Auk þess var samþykkt að leggja fjötur á H. V., sem var miðaður við afbrot hans móti flokknum. Sambandsþingið lagði blátt bann og höfuðvíti við þvi, að nokkur einstakur maður í flokknum byrjaði sambræðslu- ráðagerðir við kommúnista. Allt umtal af því tægi var falið sambandsstjórn, svo sem líka var eðlilegt. Brot H. V. móti flokknum var enn meira í raun og veru heldur en almenningi var kunnugt. Hann bar stöðugt til kommúnista alla vitneskju um hreyfingar og ákvarðanir í sín- um flokki. Kommúnistar höfðu sömu aðstöðu í þessum leik eins og ef Einar Olgeirsson hefði verið með full flokks- mannsréttindi í öllum ráða- gerðum Alþýðuflokksins um það, hversu verjast skyldi á- sókn kommúnistanna. Það er sízt að furða, þó að H. V. gæti lagt flokk sinn lágt í þessum viðskiptum, þar sem hann vann af alhug fyrir kommúnista, en var annars í flestum helztu trúnaðarstöðum I flokknum, formaður í mörgum stærstu fé- lögunum og mikils ráðandi um blað flokksins. Það mátti með sanni segja, að H. V. dró hvar- vetna lokur frá hurðum í sín- um flokki og opnaði hliðin fyr- ir höfuðóvinum sinna samherja. Kommúnistar neituðu alger- lega að ganga til hlýðni við lýðræði, þingræði og Alþýðu- flokkinn. Virtist nú sem enda- lok væru bundin á alla samn- inga milli Alþýðuflokksins og þessara manna. , Héðinn Valdimarsson var á annarri skoðun. Hann hafði að engu ákvörðun flokks síns, eða bann það, sem lagt var á per- sónulegt leynimakk við kom- múnista. Nú stóðu fyrir dyrum bæjarstjórnarkosningar um allt land. Eftir stefnu Alþýðu- flokksins og samþykktum sam- bandsþings átti Alþýðuflokkur- inn hvergi að koma nærri þess- um ágengu fjandmönnum um nokkurt samstarf. Þetta fór þó á aðra leið. H. V. kappkostaði með allri orku að koma á full- komnu samstarfi við byltingar- liðið. í verkamannafélögunum gerðu fylgismenn hans banda- lag við kommúnista í öllum kaupstöðum, nema á Akureyri. Þar strandaði málið á því, að ofsi kommúnista var svo mik- ill, að þeir vildu ekki þola að sjá nafn Erlings Friðjónssonar á hinum sameiginlega lista. Jón Baldvinsson kom heim frá Danmörku tiltölulega hress snemma í október. Sjúkleiki hans var hjartabilun, en slík- um mönnum bjóða læknar hinn mesta varnað um að forðast skapbrigði og geðshræringar. Þeir erfiðleikar, sem biðu Jóns Baldvinssonar, þegar hann kom heim um haustið, voru einmitt af því tagi, sem hættulegast var fyrir heilsu hans. Lífsstarf hans allt virtist vera i veði, og hann var sóttur innan frá úr sínum eigin flokki, en ekki af andstæðingum. Jón Baldvinsson gekk í gegnum allar eldraunir' vetrarins rólegur, stilltur og hress í bragði og sá eng- inn honum bregða. Lagði hann á sig þrálát fundahöld, vökur og áreynslu, eins og mest er hægt að fá í pólitískri baráttu á íslandi. En þegar komið var fram í janúar, tók að bera á því að hann þoldi ekki þessa gífur- legu áreynslu. Hann var þá stundum rúmfastur og mun hafa verið það, þegar gengið var frá framboðslistanum í Reykjavík. Nafn hans var sett, að honum óafvitandi, á fram- boðslistann, en hann neitaði algerlega að láta sjá sig í þeim félagsskap, og komst nálega einn af hinum þekktari mönn- um flokksins úr þeirri raun, að sitja á bekk með skósveinum er- lendrar þjóðar. Aðgangur H. V. var með þeim hætti frá því í fyrrasumar og fram í febrúar, að sókn hans varð ekki stöðvuð nema að reka hann úr flokkn- um. Að vísu voru á hann form- legar brottrekstrarsakir frá sumrinu, frá haustinu, og svo að segja vegna daglegra yfir- sjóna gegn flokki sínum allan veturinn. En enginn flokkur leikur sér að því að reka á- hrifamenn úr sínum hóp fyr en komið er í sárustu raun. Slík vinnubrögð voru auk þess sér- staklega andstæð Jóni Bald- vinssyni. Flesta sína sigra hafði hann unnið með friðsam- legum átökum og málamiðlun. Hér átti hann við andstæðing, sem virti engar leikreglur, og varð ekki beygður nema með hörku og hörðum tökum. En sú barátta hefði verið andstæð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.