Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.09.1938, Blaðsíða 2
154 TíMINN Jóni Baldvinssyni meðan hann | en heill heilsu, hvað þá nú, þegar hann gekk með sinn banasjúk- dóm og átti fáa daga ólifaða. Héðinn Valdemarsson gerði sér hinar mestu glæsivonir um mikinn sigur í bæjarstjórnar- kosningum, einkum í Reykjavík. Settu þeir félagar hann og Ein- ar Olgeirsson í baráttusæti á hinum sameiginlega lista og létu mikið yfir sér. Beittu þeir orku sinni aðallega gegn lista Framsóknarmanna, og mátti af því sjá hugarfar hins sameinaða byltingaliðs. En þegar á reyndi, beið Alþýðuflokkurinn enn meiri ósigur en í þingkosningunum, enda var ver til stofnað. Hafði Alþýðuflokkurinn skömm og skaða af sameiningunni alstaðar á landinu, en hvergi gagn. Báðir foringjar samfylkingar- innar, E. O. og H. V., höfðu fall- ið í baráttusætunum, en H. V. var varamaður. Nú liðu nokkrir dagar frá kosningunni, þar til haldinn var fyrsti fundur í bæjarstjórninni og kosið í nefndir H. V. sýndi þá að hann var nákomnari kommúnistum en Alþýðuflokknum. Kommún- istar áttu tvo menn í bæjar- stjórn, en Alþýðuflokkurinn þrjá, þar af eina konu. Nú vildi svo til, að kona þessi var rúm- föst nokkra daga fyrir bæjar- stjórnarfundinn og mun það hafa orðið hljóðbært í flokki verkamanna. Komu þá sendi- menn á heimili frúarinnar til að freista að leiða rök að því, að óhollt væri kvefuðu fólki að fara út í vetrarkuldann á bæjarstjórnarfund. Væri réttara að biðja varafulltrúann, H. V., að mæta. Var þetta mál sótt með kommúnistiskri frekju, en bar ekki árangur. Frúin kom á fundinn , og kaus með sínum flokki. Fékk Alþýðuflokkurinn á þann hátt fulltrúa í mörgum nefndum, en kommúnistar höfðu ekki afl atkvæða til að ná nefndarsætum, nema með því að H. V. kæmi þeim til liðs, og til þess var leikurinn gerður. Jón Baldvinsson hafði látið undan síga allt sumarið, haust- ið og veturinn, í von um að hægt yrði að bjarga flokksheiðrinum. En nú var auðséð, að H. V. ætl- aði engum leikreglum að hlíta, heldur að fara með Alþýðu- flokkinn í herbúðir kommúnist- anna. Tók Jón Baldvinsson þá ákvörðun þegar hér var komið, að bera fram í miðstjórn flokks- ins tillögu um að H. V. yrði vik- ið burt, fyrir margítrekuð brot á stefnu og samþykktum Al- þýðuflokksins. Var tillagan sam- þykkt með miklum meirihluta atkvæða. H. V. mun hafa verið orðinn svo vanur að hafa mál sitt fram með stólfótaröksemdum, að hann gerði alls ekki ráð fyrir að til brottreksturs myndi koma, hvað sem fyrir kæmi. Hann gætti þess ekki, að gæflyndir menn eru venjulega þungir á bárunni þegar þeir finna að góð- semi þeirra hefir verið misnot- uð. H. V. brá nú skjótt við og hóf liðsafnað sér til varnar og lét svo um mælt, að á sambands- þingi næsta haust myndi hann ráða mestu í Alþýðuflokknum og hreinsa út þaðan þá menn, sem ekki vildu hlíta hans forustu, enda studdu kommúnistar hann alstaðar í verklýðsfélögum, svo sem bezt mátti vera, auk per- sónulegra stuðningsmanna. — Reyndi hann að ná undir sig fasteignum Alþýðuflokksins, Iðnó, Alþýðuhúsinu og brauð- gerðinni, en sagði upp ábyrgð sinni fyrir skuldum flokksblaðs- ins. Alþýðuílokksmenn í Hafn- arfirði vildu fá í bæjarstjóra- stöðu myndarlegan lögfræðing, sem staddur var erlendis, en hafði áður verið starfsmaður í Olíuverzlun íslands. Gerði H. V. sitt ítrasta til að Alþýðuflokkur- inn gæti ekki fengið þennan mann í sína þjónustu, en hon- um misheppnaðist sú ráðagerð. Öll þessi óeðlilega harka og yfirgangur varð til að sameina nálega alla ráðamenn flokksins til varnar móti þvílíkri sókn. Uppsögn hans á lánum Alþýðu- blaðsins varð honum til mikils álitshnekkis, þar sem hann tald- ist ennþá vera í flokknum og vilja leita síðustu úrslita um mál sitt á flokksþlngi gömlu samherj anna. Þó átti H. V. enn eftir að stíga það spor í þessum hörkulegu deilum, sem lengst mun minnzt í sögu verklýðssamtakanna. — Hann lýsti því yfir, að Jón Bald- vinsson skyldi verða rekinn úr Dagsbrún, þar sem H. V. var nú orðinn formaður að nýju. Svo sem fyrr er frá sagt, voru hinir gömlu Dagsbrúnarmenn hættir að sækja fundi, og þótti illt ná- býlið við hávaðasamar skraf- skjóður kommúnista. Var nú boðað til fundar í Dagsbrún og safnað vendilega þessum laus- ingjum. Skyldi nú vega að þeim manninum, sem í meir en fimmtung aldar hafði fórnað allri sinni orku og lagt alla sína krafta fram til að leiða verka- mannastétt landsins fram til meiri menningar og betri lífs- kjara. Fundur þessi reyndist að vera skrílsamkoma. Óp og köll og persónuleg móðgunaryrði fylltu salinn, þegar Jón Baldvinsson flutti sína síðustu, stuttu en snjöllu hvatningarræðu til verkamannaflokksins. — Fáir heyrðu ræðuna í það sinn, fyrir ólátum kommúnista, en hún var síðar prentuð í flokksblaði verkamanna. Er þar í stuttu en þróttmiklu máli dreginn saman kjarni hinnar sterku, rólegu og drenglyndu lífsstefnu Jóns Bald- vinssonar. Héðinn Valdemarsson samdi sjálfur brottvísunartillöguna, en fékk hana til framburðar einum af lélegustu hjálpar- mönnum sínum. Engar umræður voru leyfðar eða framkvæman- legar um tillöguna. Húsfyllir af kommúnistum og þeirra fylgi- fiskum samþykktu í nafni verkamannastéttarinnar að Jón Baldvinsson skyldi rækur ger úr stærsta félagi fátæklinganna á íslandi. Jón Baldvinsson hafði farið veikur á þennan sögulega fund. Hann hélt þaðan beint heim og ! sté ekki á fætur aftur. Flestir ! sem til þekktu, þóttust vita að i enginn maður, sem lengi hafði j þjáðzt af hættulegum hjarta- sjúkdómi, myndi þola margra : mánaða hlífðarlausa baráttu við ! að verja lífsstarf sitt og höfuð- áhugamál æfinnar, og fá að síð- ustu jafn greinilega viðurkenn- ingu frá múgnum, sem unnið var fyrir, eins og fram kom á Dags- brúnarfundinum. „Svona fór það, kunningi,“ sagði Jón Bald- ! vinsson skömmu síðar á sóttar- j sæng sinni, þegar gamall vinur i hans kom til að kveðja hann í S síðasta sinni. Eftir andlát Jóns Baldvins- sonar byrjaði alþýðufólkið að sjá hvert stefndi og fylkti sér nú fastar og fastar um stefnu og minningu þess manns, sem hafði gefið öreigunum ekki aðeins allt æfistarf sitt, heldur líka lifið sjálft. En að sama skapi varð verkamannastéttinni ljósara, hve auðnulaust var ráðlag Héð- ins Valdemarssonar, bæði olíu- sala hans og faðmlögln við kommúnista. Þegar á að reyna að gera grein fyrir því, hvaða skilyrði H. V. hefir til að sigra með stefnu- brigðum sínum og uppreisn, má nokkuð læra af svipuðum at- burðum í pólitískri sögu seinni ára. Ijárus Bjarnason var vask- ur maður og vígfimur og hafði í mörgu svipaða aðstöðu i Heima- stjórnarflokknum eins og H. V. 1 Alþýðuflokknum. Lárusi þótti þröngt um sig og gerði full- komna uppreisn móti Hannesi Hafstein og flokki sínum. En öll rann sú hreyfing út í sandinn á skömmum tíma. Litlu síðar braut Einar Arnórsson móti stefnu síns flokks og klauf fylkingu sinna manna. Var Ein- ar viðurkenndur mikill lagamað- ur og rithöfundur í sinni fræði- grein. En uppreisn hans lauk á sama hátt og baráttu Lárusar Bjarnasonar. Eftir nokkur miss- eri var fylgi hans þrotið og hann sjálfur kominn út úr landsmála- baráttunni. Þjóðhátíðarárið 1930 klauf Einar Olgeirsson Alþýðu- flokkinn og stoínsetti samkundu byltingarmanna. Sú tilraun hef- ir líka misheppnazt, og myndi skjótlega hafa orðið fullkomlega að engu, ef skapgallar H.V. hefðu ekki orðið hinni erlendu hreyf- ingu til bjargar, jafnvel meðan hann var svarinn andstæðingur. Jón í Stóradal og Þorsteinn Briem rufu Framsóknarflokkinn þrem árum síðar og höfðu að mörgu leyti mikinn vígbúnað í fyrstu og létu mikið yfir fylgi sínu. En þar fór á aðra leið. Flokksmennirnir vildu ekki elta uppreisnarleiðtoga og hefir nú með öllu fennt í spor þeirra. Uppreisn Héðins Vaidemarsson- ar er síðasta átak af þessu tagi. Barátta hans er samskonar feigðarflan eins og uppreisnir fyrirrennaranna. Stjórnmála- saga landsins sannar, að jafnvel mikilhæfir stjórnmálamenn, er rjúfa skjaldborg og grið flokks- ins, ganga þaðan beint fyrir Ætternisstapa. XVI. Á undanförnum árum hafa margir athugulir menn leitt hugann að því, að framkoma H. V. gæti haft nokkuð óvenju- lega þýðingu í íslenzkum stjórn- málum. Hún gat orðið til að styrkja hina lýðræðislegu um- bótaþróun, sem er lífsnauðsyn fyrir fátæka þjóð, sem vildi geta lifað frjálsu menningarlífi. En framkoma hans gat líka haft gagnstæð áhrif, orðið til að dreifa og veikja hin skapandi öfl í landínu. Það má þó ekki skilja þá menn, sem þannig líta á málin, svo sem þeir telji H. V. nokkra sérstaka tegund af yfir- burðamanni. En þeir líta á að- stöðu hans í flokki fjölmennrar stéttar. Um mörg ár var hann næstur Jóni Baldvinssyni um forusíu og áhrif í hinum skipu- lögðu verkamannasamtökum. Þessi samtök voru nauðsynleg og eðlileg 1 menningarbaráttu hinnar nýju öreigastéttar í þétt- býiinu viö sjóinn. Verkamanna- samtökin voru eins og áhald, sem mátti nota til ills eða góðs. í höndum manna eins og Jóns Baldvinssonar urðu verkamanna félögin verulegur þáttur í heil- brigðri þjóðlífsþróun. í höndum kommúnista urðu hin sömu fé- lög eins og voði í greipum óvita. í H. V. var noksuð af eðli beggja. Fyrst á síðastliðnu ári kastaði hann teningunum og gekk að minnsta kosti um stundarsakir, í fullkomið bandalag við bylting- arflokk, sem er verkfæri í hönd- um erlendra valdhafa. Og eftir nálega tuttugu ára starf Ólafs Friðrikssonar, Jóns Baldvinssonar og fjölmargra annara einlægra verkamanna- leiðtoga, er ástand hinna „stétt- vísu“ verkamaana hið ömurleg- asta. Þeir eru skiptir í tvær höfuðdeildir, liðsafla Jóns Bald- vinssonar og byltingarliðið. En á milli þessara liðssveita svífur H. V. svo að segja í lausu lofti með nokkuð af verkamönnum, er fylgja honum enn af mismun- andi ástæðum. Allar þessar þrjár sveitir berast á banaspjótum, með stórkostlegum illindum og orðbragði, sem myndu nægja, ef tekið væri trúanlegt, til að sanna að leiðtogar allra þessara verk- iýðsdeilda væru í einu meirihátt- ar heimskingjar, en þó sér í lagi illfúsir og hneigðir til skaðsemd- ar. Alþýðublaðið, sem H. V. hefir átt mikinn þátt í að skapa, hellir svo að segja daglega úr skálum reiði sinnar yfir höfuð hans, og hann lýsir sínum gömlu sam- herjum á hinn ömurlegasta hátt í sínu litla og áhrifalausa blaði. H. V. hefir verið rekinn úr Al- þýðuflokknum. Jón Baldvinsson hefir verið rekinn úr Dagsbrún með herfilegum ruddaskap. Skömmu síðar andaðist Jón Baldvinsson, slitinn af látlausu erfiði við að manna og halda saman liðsafla verkamanna, og saddur lífdaga eins og að hon- um hafði verið búið af þeim, sem áttu honum mest að þakka. Litlu siðar bíður H. V. sjálfur, mjög á móti von sinni, stórkostlegan ósigur í Dagsbrún, þar sem hinir rólegu og gætnu verkamenn reyndust trúir síðasta verki hins látna foringja. Áður en Jón Baldvinsson gekk frá Dagsbrún- arfundinum með fulla vissu um að nú væri hans baráttu lokið, lýsti hann glöggt stefnu sinni um að hin friðsama þróun væri eini færi vegurinn fyrir verka- mannastétt á íslandi. Samhliða þessu stendur yfir þráleit og ó- fýsileg barátta um fasteignir og blað Alþýðuflokksins, þar sem H. V. og kommúnistar standa saman um að ná valdi yfir þess- um þýðingarmiklu sameignum Alþýðuflokksins. Framundan sýnist vera langvinnt kapp- hlaup milli þessarra þriggja liðsveita um hver geti boðið hæst í fylgi verkamanna við kjörborð- ið, en allt á kostnað framleiðsl- unnar, sem þó er rekin með tekjuhalla eins og er. H. V. á mesta sök á því, 1 hvert óefni er komið með málefni verkamanna. Hann hefir ekki borið gæfu til að leggja lóð sitt á hina réttu vogarskál. XVII. Þó undarlegt sé getur H. V. að verulegu leyti ásakað aðra um það, sem kalla má pólitískt giftuleysi hans. Að vísu liggur frumorsökin óneitanlega í með- fæddum eiginleikum hans: Mik- illi sjálfselsku og óbilgjarnri skapgerð. En hve undarlega hef- ir viljað til, að H. V. varð fyrir rás viðburðanna, hið óþekka og óstýriláta eftirlætisbarn allra þriggja landsmálaflokkanna. Samherjar hans, keppinautar hans og andstæðingar hans hafa í þeim efnum unnið saman, án þess að vita og án þess að ætl- ast til að þeir voru að veikja að- stöðu manns, sem gat haft all- verulega almenna þýðingu til gagns eða ógagns fyrir samtíð sína. Þegar H. V. hafði lokið hag- fræðiprófi í Khöfn seint á stríðs- árunum hafði Jón heitinn Magn ússon veitt honum lítilfjöxlegt og illa launað starf á Hagstofunnl. Framsóknarmenn voru þá ný- teknir við mannaforráðum í landstjórninni. Þeir gátu ekki notað hina stirðu og útdauðu skrifstofumenn, sem fyrri stjórn in hafði skilið eftir svo að segja í hverri ábyrgðarstöðu. Framsókn armenn vissu að þeir voru að skapa nýtt tímabil og stórfellda umbótaöldu. Þeir urðu að grípa til ungra manna á mjög mörgum sviðum, þó að þá vantaði oft æskilega lífsreynslu og æfingu. Þeir fóru þá að og fara enn að eins og þjóð, sem hefir nýlokið frelsisstríði og getur ekki kom- ist hjá að fela nýjum mönnum óvenjuleg og oít mjög stór verk- efni. Enginn flokkur á íslandi hefir nokkurn tíma falið jafn mörgum ungum mönnum vanda- söm verkefni, eins og Framsókn- armenn. Venjulega hefir það gefizt vel, en að sjálfsögðu hafa við og við orðið mistök. Það þarf menn með mjög stælta og styrka skapgerð til að rísa skjótt til mikilla mannvirðinga, án þess að hafa sýnt í verki með undan- gengnu starfi að þeir séu til þess hæfir; annmarkamennirnir þola ekki skjóta upphefð og brotna 'undan ábyrgðinni. Framsóknarmenn tóku H. V. frá prófborðinu og settu hann yfir landsverzlunina, þar sem hann hafði þreföld laun á við það, sem hann mundi hafa haft í Hagstofunni. Var í því efni fylgt gamalli og nýrri óvenju að borga störf við fésýslu hærra en aðra vinnu. H. V. fékk nú þegar óvenjulega mikla peninga milli handa. Litlu siðar útvegaði Sam- bandið lykilinn að olíuverzlun við B. P. Þegar íhaldið lagði landsverzlun með olíu niður 1924 stofnaði M. Kr. Olíuverzlun ís- lands og setti H. V. þar til yfir- stjórnar, en hann lagði síðan stund á að fá meirihlutayfirráð í félaginu og gera fyrirtækið per- sónulega arðvænlegt fyrir sig. Hefír hann nú af olíunni sér til handa jafnmiklar árstekjur og ríkið borgar þrem ráðherrum, þar með talin risna forsætisráð- herra. Að vísu ganga tveir fimmtu af þessari upphæð í skatta til ríkis og bæjar, en þó er nóg eftir til að H. V. hafi meiri tekjur heldur en hentugt er fyrir leiðtoga öreiganna í fá- tæku landi. Framsóknarmenn hafa þannig hvað eftir annað falið H. V. mik- inn trúnað í þágu almennings, en úr þeim trúnaði hefir hann gert meiri háttar silfurskeið sér til persónulegra afnota. Hann fékk of ungur tiltölulega mikið fé handa á milli, og þessi fjár- ráð gerðu hann ósjálfrátt að „burgeis" í hugsunarhætti. Hefir það komið í ljós í sviptingum hans við liðsmenn Jóns Bald- vinssonar að hann beitir pen- íngalegri aðstöðu sinni til hins ítrasta til að beygja gamla sam- herja. Svo sem þegar hann sagði upp ábyrgðinni fyrir flokksblað- ið, meðan hann taldi sig þó í flokknum, eingöngu í því skyni að lama gamla samherja með auðvaldsbrögðum. Það er litill vafi á, að fyrir H. V. eins og hann er skapi farinn, myndi hafa verið hollt að byrja starfslífið á sultarlaunum með löngum vinnutíma í Hagstofunni og lifa og starfa eins og fátækl- ingur við hlið öreiganna. sem hann tók að starfa með. Þá gat vel svo farið, að í stað þess að gerast olíuburgeis hefði hann notað krafta sína til að standa fyrir kaupfélagi verkamanna í bænum og eftir þeim línum vinna móti dýrtíðinni, sem þjak- ar fátæklingana mest allra stétta. En nú fór sem fór. Það tækifæri, sem Framsóknarfl. gaf H. V. í því skyni, að hann starf- aði til almenningsheilla, gerði hann tvískiptan, að þjóni pen- inganna annaTsvegar, en bar- áttumanni öreiganna hinsvegar. Ekki tók betra við um skipti Mbl.manna við H. V. Að vísu hafa þeir oft veitt honum þung- ar átölur og venjulega mest, þeg- ar sízt var ástæða til. í flokki Mbl. eru flestir meiri háttar at- vinnurekendur landsins og við þá átti H. V. í stöðugum kaup- ófriði ár eftir ár, eftir að hann gerðist leiðtogi verkamanna. Er skjótt af því að segja, að H. V. vann þar marga og mjög auð- velda sigra. í nágrannalöndun- um, þar sem iðnþróun er gömul, er einskonar jafnvægi milli verkamannasamtakanna og fé- lagsskapar atvinnurekenda. — Báðir halda fast á sínu máli, en gæta þó hófs að eyðileggja ekki framleiðslu þjóðanna. Er þó af miklu að taka í löndum með mikinn og gamlan þjóðarauð. Verkamenn vita það, að ef þeir ganga of langt í kaupkröfum, er mótstaðan mikil, og sigur meir en vafasamur. Hér á landi voru atvinnurekendur yfirleitt fátæk- ari að undanskildum sárfáum mönnum, og störfuðu aðallega með lánsfé bankanna. Þessir at- vinnurekendur voru samkeppn- ismenn i orði og verki og yfirleitt alls óvanir meiri háttar sam- starfi. Þeir stóðu því mjög laus- lega saman og gáfust venjulega upp átakalítið fyrir kröfum H. V. og samherja hans. Og eftir að kreppan hafði sorfið af þessum atvinnurekendum það, sem þeir áttu, svo að atvinnan var raun- verulega rekin á ábyrgð bank- anna, varð mótstaðan enn minni. Á þennan hátt urðu sigr- ar H. V. í kaupkröfupólitík, sem ekki var studd með baráttu við dýrtíðina, til þess að nálega öll íslenzka framleiðslan var rekin á óheilbrigðum grundvelli og varð ekki samkeppnisfær við önnur lönd. Norðmaður einn, sem vel þekkti veilurnar í framleiðslu íslendinga, sagði um þetta haustið 1936: „Þið haldið svona áfram, meðan útlendir bankar lána ykkur.“ Frá Framsóknarmönnum hafði H. V. fengið fjárhagsaðstöðu sína, en frá Mbl.liðinu frægðina fyrir marga kaupkröfusigra. — Meðvitundin um mikil fjárráð á íslenzkan mælikvarða, og að því er virtist mikil og fljóttekin völd yfir atvinnulífinu, gat tæplega annað en haft óheppileg áhrif á dómgreind manns, sem var að eðlisfari í órólegu jafnvægi um skapsmuni. Þegar kom í sjálfan Alþýðu- flokkinn fékk H. V. þar að sjálf- sögðu mikil völd og áhrif, sem eðlilega afleiðingu af því að hann lagði mikla vinnu í félags- málastarfsemi flokksins. Auk þess hefði greind hans og menntun, samfara allmiklum þrótti og elju hlotið að skipa há- an sess framarlega í hvaða flokki sem var. En í viðbót við þetta, sem máttí kalla eðlilegar mann- virðingar honum til handa i Al-« þýðuflokknum, bættist svo end- urskin af peningavaldi hans og léttfengnum og tvíræðum sigr- um í kaupdeilum við sundraða atvinnurekendur, sem margir hverjir létu berast fyrir vindi eins og skip með brotið stýri og siglu. Atvikin höfðu hagað því svo, að H. V. varð á tiltölulega ung- um aldri með óþolna og lítið tamda skapgerð, illa vanið eftir- lætisbarn þriggja stjórnmála- flokka. Afleiðingarnar komu fyrst niður á flokksbræðrum hans, þar næst á Framsóknar- mönnum, og að lokum eru þær nú að bitna á verkamannastétt landsins og atvinnulífi landsins. Sú þróun, sem nú hefir verið lýst, var óheppilegur undirbún- ingur fyrir opinbert líf en vel fallinn til að gefa H. V. ranga hugmynd um hæfileika sína og aðstöðu. Hann vandist á að líta á Alþýðuflokkinn eins og hest sinn eða bifreið, gera of mikið úr hæfileikum sínum, áhrifum og vinnu, en of lítið úr samstarfs- mönnunum, flokknum og mál- efnum hans. Af þessu kom hin mikla ósanngirni hans við leið- andi menn í flokki sínum, og það, hve hann gerðist frekur á stalli að ryðja áhrifamönnum flokksins úr trúnaðarstöðum, hvar sem hann gat því við kom- ið 1 því skyni að fylla sæti þeirra með liðléttingum, sem hlýddu honum gagnrýnislaust. Síðasta átakið var sókn hans á hendur Jóni Baldvinssyni. Honum varð of löng biðin að erfa völd for- ingjans. Hann vildi taka þau

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.