Tíminn - 16.09.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.09.1938, Blaðsíða 1
XXII. ár. Rvík, föstud. 16. sept. 1938. 40. blað Ræða Jónasar Jónssonar flutt á Islendíngadagínn að Gímlí 1. ágús! síðastL, en þar voru nær 4000 Islendíng- ar samankomnír Kæru landar! Eg hefi fyrir skömmu á öðrum þjóðminningardegi íslendinga í Nýja íslandi farið nokkrum orð- um um nýsköpunarstarf íslend- inga á íslandi síðan 1874, eða þann sama tíma, sem landnám íslenzkra manna hefir gerzt í Ameríku. Eg hefi þar stuttlega lýst auðsuppsprettum landsins og hlutverki þjóðarinnar, en það er að endurreisa lýðríki fornald- arinnar og tryggja framtíð þess, og að skapa síðan á þeim grund- velli með löndum okkar í Vestur. heimi andlegt ríki, hið sameigin- lega, íslenzka menningarríki báðum megin Atlantshafs. En hér í dag er verkefnið það, að flytja íslendingum vestan hafs kveðju frá þjóðinni í gamla landinu. En þessi kveðja verður frá minni hendi fyrst og fremst þökk til íslendinga í Vesturheimi fyrir þjóðrækni þeirra, fyrir ást þeirra á íslandi og íslenzkri menningu, fyrir að hafa með starfi sínu í þessari heimsálfu gert íslendingsheitið virðulegt og í heiðri haft. Landnám ykkar og starf í Vesturheimi hefir á allan hátt verið til eflingar og veg- semdar íslenzku þjóðerni. Mig langar í þessu sambandi að nefna fáein einstök dæmi úr þessari margháttuðu andlegu starfsemi landa vestan hafs. Eg vil minnast fyrst á íslenzku blöð- in tvö með hinum fögru, þjóð- legu heitum. Sumir menn hafa álitið ljóð á þeirra ráði, aö þau hafa ekki allt af verið sammála. Eg er ekki á þeirri skoðun. Eg á- lít, alveg nauðsynlegt, að blöðin séu tvö, og að nokkur samkeppni sé eðlileg og nauðsynleg milli þeirra. Mér liggur við að efast um, að eitt blað hefði getað lifað fjörugu lífi á vegum landa í Vesturheimi. Jafnvel beztu vinir eru ekki sammála um minni háttar atriði. Blöð íslendinga i Winnipeg hafa staðið saman um þjóðernismálin, en samkeppni í öðrum efnum hefir hleypt kappi í kinn og skapað fjör og þrótt. Þjóðlífið íslenzka vestan hafs hefir auðgazt við þessa sam- keppni. íslenzku blöðin tvö i Winnipeg, með hin sögulegu heiti, flytja vikulega andvara frá íslenzku lífi og menningu inn í heimili íslendinga um alla Norð- ur-Ameríku. Þau þurfa að starfa áfram hlið við hlið. Þau eiga skil. ið að vera viðurkennd og studd af löndum, hvar sem þeir eiga heima í Bandaríkjum og Kana- da. Því að blöðin í Winnipeg eru fyrsta varnarlína íslenzkrar menningar í Vesturheimi. Eg lít sömu augum á starf kirkjufélaganna hér vestan hafs. Þar hefir líka verið samkepni og nokkur skoðanamunur, eðlilegur og nauðsynlegur. Þegar menn fara um byggðir íslendinga og sjá tvær kirkjur og tvö sam- komuhús í fjölda byggða, þá er aðkomumanninum um leið ljóst hvílík hugðarmál trúmál eru og hvílíkar fórnir íslendingar hafa fært vegna lífsskoðana um hina andlegu hlið tilverunnar. Kirkju félögin hafa staðið vörð um ís- lenzkuna í Vesturheimi, og munu gera það meðan þjóðernistilfinn- ingin er sterk og vakandi. Eg vildi þakka margháttaða andlega starfsemi landa vestan hafs, en efnið er stærra en tím- inn, sem ég hefi til umráða. Eg vil nefna lestrarfélögin í hverri byggð og bæ, sem reyna að hafa á boðstólum allt, sem nýtilegt er gefið út á íslandi. Eg vil nefna söngfélögin, kvenfélögin, sunnu- dagaskólana og Jóns Bjarnason- ar skólann. Áframhald á þeirri starfsemi er hin vakandi við- leitni landa í Vesturheimi að fá móðurmál okkar viðurkennt, sem sígilt mál og kennt í helztu menntastofnunum landsins. Þegar þakkað er af hálfu manna á íslandi, væri meir en lítil yfirsjón, ef gleymt væri af- rekum landa í Ameríku í skáld- skap og vísindum. Hér eru merki legir hugvitsmenn af íslenzku bergi brotnir. Hér eru nokkrir á- gætir vísindamenn, og i þeim hópi einn, sem hlotið hefir var- anlega heimsfrægð fyrir þátt- töku sína í landafundum. Sízt ætti að gleyma hinum mikla fjölda íslendinga sem ort hafa ljóð og stundað margar greinar skáldskapar á íslenzku, en langt frá íslandi hér í Vesturheimi. Eg nefni þar heldur ekki nöfn, en allir vita, að í flokki skáidanna hefir Vesturheimur lagt íslenzkri menningu til á síðasta manns- aldri mesta ljóðskáldið, sem þá var uppi í allri Norður-Ameríku. Eg vildi með þessari kveðju minni líka mega rifja upp nokk- ur dæmi um beina þátttöku ís- lendinga vestan hafs í hinu.m þýðingarmiklu umbótamálum á íslandi, þeirra, sem hrundið hef- ir verið af stað með frjálsum á- tökum. Eg vil í því efni nefna mikla þátttöku í minnisvarða Jóns Sigurðssonar, stofnun Eim- skipafélagsins, þar sem landar vestan hafs munu, eftir núgild- andi verði krónunnar, hafa lagt fram um hálfa milljón króna. Næst kom Stúdentagarðurinn í Reykjavík, sem studdur var með myndarlegum framlögum vestan um haf. Eg kem þá að þúsund ára hátíðinni 1930, og er þar margs að minnast. Þátttaka ís- lendinga úr Vesturheimi var mikilvægur þáttur í þeirri þjóð- ernisvakningu, sem fylgdi há- tíðahöldunum og heimkomu svo margra íslendinga handan yfir hafið. Hér í Ameríku vakti ís- landsför svo margra manna mikla eftirtekt á landi og þjóð, þar sem landar fóru heim svo að segja úr hverri byggð og bæ. í sambandi við þúsund ára hátið- ina tókst löndum að hrinda á- fram tveim þýðingarmiklum málum fyrir ísland. Fyrir at- beina íslendinga í Kanada og í virðingar- og viðurkenningar- i skyni fyrir starf þeirra hér á landi, stofnaði þing og stjórn Kanadasjóðinn, sem um aldur og æfi mun tengja andleg bönd milli íslands og Vesturheims. Þessir atburðir eru enn svo nærri okkur, að menn eiga erfitt með að sjá hin réttu stærðar- hlutföll. Leifsmyndin í Rvík, gjöfin frá þingi Bandaríkjanna til íslenzka kynstofnsins, er ein- göngu orðin til vegna áhrifa ís- lenzkra manna í Vesturheimi. Og þessi gjöf er svo þýðingarmikil, að menn hafa varla áttað sig á þýðingu hennar. Þegar fslend- ingar hófu landnám að nýju á íslandi, er þeir fengu stjórn sinna mála, og hér vestra með flutningi yfir hafið, leið kyn- stofninn báðum megin hafs und- ir ranglátri lítilsvirðingu manna frá stærri þjóðum, sem létu ís- lendinga gjalda þess, að þjóð þeirra var fámenn og hafði í margar aldir ekki fengið að njóta hæfileika sinna. Hvert mann- dómsverk, sem landar gerðu öðru hvoru megin hafsins, braut hlekki í þessum fjötri. En eitt af þýðingarmestu átökunum var sigur íslendinga í Vínlandsmál- inu. Þjóð, sem er náskyld og að mörgu leyt lík íslendingum, hefir fram á þennan dag lagt höfuð áherzlu á að vinna af íslending- um viðurkenninguna fyrir Vín- landsfundinum, og vegna meira fjölmennis og mikillar þrákelkni í áróðri móti sæmd íslands, hafði þessum keppinautum orðið mikið ágengt. En með Leifsmyndinni í Reykjavík frá þingi Bandaríkj- anna og með höggnu letri á gra_ nitstall úr fjöllum Vesturálfu, þar sem Bandaríkjaþjóðin viður- kennir íslendinginn Leif Eiríks- son sem finnanda Ameríku, var sögulegur réttur íslendinga í þessu efni fulltryggöur um alla framtíð. Nú gat litla íslenzka þjóðin báðum megin hafsins bent á það, að einn af sonum hennar hafði fyrstur hvítra manna haft það þrek og þann sköpunarmátt sem með þurfti til að sigla vestur yfir Atlantshaf og uppgötva þessa heimsálfu. Atorka íslendinga i fornöld og nútíð var sönnun þess, að þó'að þjóðin væri fámenn, þá bjó í sonum hennar og dætrum orka, sem gaf íslendingum djörfung til að fást við erfið verkefni, hvar sem þurfti að velta steini úr vegi á leið þeirra. Síðasta *mjög umtalaða stór- málið, sem íslendingar vestra og eystra eru að leysa saman er New York sýningin fyrirhugaða. ís- iand leggur þar út á nýja braut og hefir þar sína sjálfstæðu sýn_ ingu erlendis, hina fyrstu, sem þjóðin tekur þátt í. Og þessi þátttaka i heimssýningu er ekki gerð af yfirlæti, heldur af kaldri nauðsyn. ísland vill byrja mikil og gagnkvæm verzlunarviðskipti við Bandaríkin og Kanada. ís- land vill flytja verzlun sína að verulegu leyti vestur um haf. Ef það tekst, fylgja því beinar skipaferðir milli íslands og Ame- ríku, sem myndu verða hin máttugasta lyftistöng fyrir sam. starf íslendinga báðum megin hafsins. Þessi sýning er vel undir búin heima á íslandi. Að henni standa allir flokkar og vel vand- að til forustu. En sýningarnefnd- in í Reykjavík hefði tæplega lagt út í þetta dýra og áhættusama fyrirtæki, nema af því að vissa var fyrir að nokkrir af mestu á- huga- og áhrifamönnum í Vest- urheimi voru fúsir til að veita margháttaða aðstoð. Undirbiin- ingur New York sýningarinnar er gerður með mikilli forsjá og miklu samheldi íslendinga aust- an hafs og vestan, og ef ekki dynur á heimsófriður, verður þessi sýning mjög. merkilegur viðburður í sögu íslendinga. Eg hefi nú um stund dvalið við liðna tímann, þar sem margs er að minnast og margt að þakka. En eg kem nú að því máli, sem stærst er af sameiginlegum við- fangsefnum allra íslendinga, en það er verndun og efling Is- lenzkrar tungu. í Reykjavík hefir nú um nokk- ur misseri verið unnið að því að reisa stærsta og veglegasta hús- ið, sem íslenzka þjóðin hefir enn- þá eignazt. Það er háskólabygg- ingin, sem vænzt er eftir að lokið veröi við innan fárra ára. Há- skólabygging íslendinga er að vísu ekki þannig að hún felli skugga á stórhýsi ríkra og mann- margra þjóða, en hún er þó svo vænleg, að hún rnyndi sóma sér vel í hvaða borg sem vera skyldi. Eins og Englendingar flytja margháttaðan efnivið úr hinu víðlenda Bretaveldi 1 Shakespe- are-leikhúsið í Stratford, þannig munu íslendingar í fyrsta sinni nota hinar mörgu og dýrmætu steintegundir sem til eru í land- inu, til að skreyta eina stórbygg- ingu. Framan við íslenzka há- skólann verður hamraveggur, klæddur með svörtum steini. Há_ skólahúsið sjálft verður hvitt eins og nýhöggvinn marmari. Og í hvelfingunni yfir hinu mikla anddyri verður raðað silfurbergi, sem nálega hvergi er til nema á íslandi. Ljósmagnið fellur neðan á þessa silfurbergshvelfingu og brotnar þar eins og á þúsund de- möntum og flæöir þaðan yfir forhöllina alla. Þannig er á allan hátt vandað til hinnar nýju há- skólabyggingar í Reykjavík. Dýpsta ástæðan til þess, að ís- lenzka þjóðin vandar svo til húsakynna háskólans er, að sú bygging á um allar ókomnar aldir að vera meginhof ís- lenzkrar tungu. Þar á fágun ís- lenzkunnar að vera mest og bezt. Þangað eiga að leita menn, ekki aðeins frá íslandi, heldur úr öllum heimi, til að stunda íslenzkt mál og íslenzk fræði. Og frá háskólanum í Reykjavik eiga landar í Vesturheimi að fá þann stuðning, sem um munar í baráttu, sem er erfiðari en að sanna fund Ameriku á hendur íslendingum. Þetta nýja og veg- lega verkefni er aö fá íslenzka tungu viðurkennda sem sígilt mál í háskólum Bandaríkjanna og Kanada, og sem eðlilegt stuðningsmál enskrar tungu. (Framh. á 4. síðu.) Knútur Arngrímsson íær nýj- an liðsmann úr þingilokki íhaldsins Skriffinnur forstjóra Fisk- sölusambandsins hefir nú bætt við nýju svari í Mbl., : sem ber langt af því fyrra í | dónalegu orðbragði og órök- studdum svívirðingum um andstæðingana. Skal hér vikið að því nokkrum orðum, ekki vegna þess að þörf sé að eiga orðastað við greinar- höfundinn, þvi hann er áreiðan- lega ekki tekinn alvarlega af mörgum, heldur fyrst og fremst til að sýna á hvert stig blaða- mennska íhaldsins er komin, síðan Knútur Arngrímsson flutti hina eftirminnilegu ræðu á Eiði um að Sjálfstæðismenn ættu að kenna andstæðingum sínum allt illt og „gefa þeim aldrei rétt, í hversu smáu atriði, sem væri“. Gagnslaus mótmæll. Það þarf raunar ekki að svara þeirri fullyrðingu Árna, að forstjói’ar Fisksölusamlagsins stjórni ekki skrifum hans. Al- menníngur veit, að þegar íhaldið gat ekki lengur haldið Árna við ritstjórn Varðar, var hann send- ur austur á land til að vera eins- konar útbreiðslumálaráðheri’a þess, en kom þar vitanlega ekki að neinu gagni, og var því tek- inn í fullkomnu gustukaskyni að Fisksölusamlaginu. Þar hefir hann raunar alltaf verið sama' og vei’klaus maður og eina vinna hans undanfarin ár hefir verið fólgin í því að skrifa skammar- greinar í Morgunblaðið. Enginn lætur sér til hugar koma, að forstjórar Fisksölusamlagsins hefðu Árna á launum hjá fyrir- tækinu, þar sem hann er gagns- laus, ef það væri ekki til að launa þessi skrif. Menn vita líka að Árni er heldur ekkert annað en bergmál þeirrar klíku, sem stendur að Kveldúlfi og Fisk- sölusamlaginu, og hann gerir sig aðeins enn hlægilegri, þegar hann hyggst að afsanna þetta með rökum eins og þeim að Kristján Einarsson og Ólafur Proppé séu ópólitískir af því þeir séu ekki fulltrúar á Alþingi eins og Thor Thors! Þessa meðferð á fé Fisksölu- samlagsins eða í’éttara sagt fé útgerðarmanna, sem stöðugt eru að kvarta um fjárhagsvandræði, hefir Nýja dagblaðið átalið. Eins og störfum Árna hefir verið og er háttað á hann að taka laun sín hjá Morgunblaðinu en ekki Fisksölusamlaginu. Það er alveg tilgangslaust fyrir Árna að taka Guðbrand Magnússon til saman- burðar í þessu sambandi, þvi hann hefir í mörg ár gegnt ábyrgðarmiklu starfi á þann veg, andstæðingar hans hafa ekkert gétað að embættisfærslu hans fundið og viðleitni þeirra til að gagnrýna hana hefir orðið þeim til skammar. Vinna Árna við Pösksölusambandið og Guð- brandar við Áfengisverzlunina er því ekki á neinn hátt sambæri- leg. Ég’ skal þegja, ef þag- að er um mtg! Árni þykist mjög reiður yfir því, að minnst hefir verið á það hér í blaðinu, að hann neytti áfengis meira en góðu hófi : gegndi. Ætti Árni þó að vita, að þetta er svo þjóðkunnugt síðan Ameríkuferðin var til umræðu, að hér er ekki verið að segja | neitt launungarmál. í hefndar- | skyni hótar hann að ljóstra upp drykkjuskaparhneykslum, sem hann gefur í skyn að gæti varð- að ýmsa óixafngreinda Fram- sóknarmenn embættismissi, ef aftur verði minnzt á áfengis- nautn hans. Sá hugsunarháttur, sem felst á bak við þessa hótun, er væg- ast sagt ógeðslegur. Hann er í stuttu máli þessi: Ég veit um mörg hneyksli, ljót og svívirði- leg hneyksli, hneyksli, sem ættu að varða embættissviptingu, en ég skal þegja um þau, ef aðrir lofa að þegja urn mig. Slíkur hugsanaháttur 1 sömu greininni og höfundurinn hælist yfir því láni „að geta varið tómstundum sinum til að fræða þjóðna um svínaríið, sem þrífst undir verndarvæng valdhafanna", gef_ ur bezt til kynna siðgæði höf- undarins og hversu heppilega hann muni til þess verks fallinn, sem forstjórar Fisksölusamlags- ins hafa valið honum. Annars er það vafalaust rétt hjá Árna — að til eru drykk- felldir menn í öllum flokkum. Hin pólitíska barátta verður heldur ekki fegurri, þó farið sé aö ræða slík mál almennt á þeim vettvangi. En sé þó um drykkju- skap að ræða, sem veldur em- bættisafglöpum, t. d. ef opinber sendimaður kemst ekki til á- kvöröunarstaðarins, þá verður ekki hjá þvi komizt, að slík mál séu rædd á vettvangi stjórnmál- anna. Þá er það skylda stjórn- málamanna að þegja ekki, og sú stjórnarandstaða, sem af ótta við eitthvað, þegir um slíka at- burði eða gefur í skyn að hún þegi um þá, ætti sannarlega að vinna sér óhelgisdóm i augum þjóðarinnar. Hótun Árna er því vissulega þungur áfellisdómur um hann sjálfan og Sjálfstæðis- flokkinn, en snertir ekki aði’a, meðan engin dæmi eru nefnd. í fótspor Knúts. Það, sem mest einkennir um- i rædda grein Árna, er hið ósið- i lega oi’ðbragð og órökstuddu sví- virðingar. Ráðherrar Framsókn- arflokksins eru nefndir „ókind- ur“, „löðurmenni" og öðrum slík- um nöfnum, út yfir tekur þó i niðui’lagi greinarinnar, en það er svohljóöandi: „Ólánið er það, að ég hefi ekki fengizt til að l'júga um fjár- hag landsins, glötun lánstrausts- ins, taprekstur atvinnuveganna, misbeitingu innflutningshaft- (Framh. á 4. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.