Tíminn - 16.09.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.09.1938, Blaðsíða 2
158 TÍMINN Nokkur orð tíl Sígurðar Krístjánssonar Eftír Pál Zophóniasson. „Framkvæmd kjötsölulag- anna“ nefnist grein eftir Sigurð Kristjánsson, er hann ritax í Morgunbl. 7. þ. m. Kallar hann þetta svar til mín, og á það að vera við grein, sem ég ritaði í Tímann fyrir nokkru. Það hefir stundum verið sagt um Sigurð, að hann væri á mála hjá íhaldinu, og til þess hafður þar, að rita það, sem aðrir teldu sig ekki vera þekkta fyrir að setja nafn sitt undir. Svo virðist, sem hann sé ófeimnast- ur allra íhaldsmanna að fara með ósannindi í greinum sínum, að honum sé Ijúfara en öðrum að ranghverfa heimildum og jafnvel falsa þær, og ófyrirleitn- astur í því að gera öðrum get- sakir og vera með illkvitni til einstakra manna. Menn greinir á um það, hvort þetta sé honum eðlilegt og Ijúft eða ekki. Sumir halda að honum sé þetta nauð- ugt, en hann sé látinn gera það af flokknum. Aðrir halda aftur á móti, að honum sé þetta eig- inlegt, og draga það af því, að oft lítur svo út sem hann geri flokknum meira ógagn en gagn með greinum sínum. Sigurður heldur sýnilega, að hann sé mikill maður, og að mikið tillit sé tekið til þess sem hann segir. Hann heldur jafn- vel að kjötverðlagsnefnd hafi leyft að byrja slátrun, af því að hann skrifaði sína fyrri grein um kjötsölulögin 25. ágúst. Ekki vantar sjálfsálitið. En því mið- ur, kjötverðlagsnefnd tók ekkert tillit til greinarinnar. Það er að vísu leiðinlegt, að þurfa að verða til þess, að segja Sigurði, að orð hans eru svona lítils virt, en veriö getur að það verði til þess, að hann læri betur að þekkja sjálfan sig. Sigurður hefir það verk að vinna, að skrifa fyrir íhalds- flokkinn, eins og áður er sagt. Ég geri ráð fyrir því, að honum sé sérstaklega ætlað að skrifa svo, að skrif hans megi til þess verða, að afla flokknum vin- sælda og fylgis og því geti ver- ið hætta á því, að hann missi nú þetta embætti sitt, er ég bendi honum á að þetta gerir hann ekki. Hann skrifar sýnilega bara fyrir þá „íhaldstrúuðu", þá sem ekki þurfa skrifanna með. Fyrir hina, sem vilja láta rök- ræða málin og mynda sér svo sjálfir skoðun um þau, skrifar hann ekki. En það er fyrir þá, sem þarf að skrifa, og ég hygg að það sé fyrir þá, sem honum er ætlað að skrifa. Það er fátt eitt, sem segja þarf sem svar við grein Sigurð- ar, en þó er rétt að svara nokkr- um atriðum hennar. í fimm ár liggja fyrir skýrsl- ur, er sýna hver slátrunin hefir verið. Slátrun á heimil- unum til eigin nota er þó hvergi talin. Af þessum skýrslum er ljóst, hve mikill hluti af kjöt- inu til fellst fyrir réttir, og hve mikið eftir að aðalslátrun byrj- ar. Þessar skýrslur sýna, að þaö er milli 1,0 og 1,5% af heildar- kjötþunganum, sem til fellst fyrir réttir, og 1937 varð þetta 1,8%, en þá var það hæst. Þeg- ar Sigurður sér þetta, þá fyrst sér hann, að sumarslátrunin er lítill hluti af allri slátruninni, og því fjarri því að vera eins mikils virði og hann hafði hald- ið að hún væri fyrir bændur í heild. En hann gerir sér hægt um vik. Hann segir bara að þetta sé lygi. Það eru hans rök móti staðreyndunum. Fyrir hverja er nú þetta skrifað? Ekki fyrir þá, sem sjálfir mynda sér skoðun, heldur hina, þá „í- haldstrúuðu“. í fyrri grein sinni vjtti Sigurð- ur kjötverðlagsnefnd fyrir það, að hafa ekki veitt ákveðnum bændum á Ströndum norður sláturleyfi. Nú veit hann, að þessir bændur hafa aldrei sótt um sláturleyfi, og nú hefir hann þó lært það, að skammast sín og þegja og minnast ekki frekar á þetta. Og það er framför, og hún ekki lítil, hjá Sigurði. í fyrri grein sinni dróttaði Sigurður því að ýmsum þekkt- um mönnum og fyrirtækjum hér í bæ, að þau ætluðu sér að henda freðkjöti í sjóinn þá nótt væri orðin hæfilega dimm. Nú KVEÐJA til Guttorms J- Guttormssonar skálds hefir Sigurður séð, hve svívirði- leg slík aðdróttun var, og minnist ekki á hana meir. Er vel farið að hann hér vitkast nokkuð. Þá taldi hann, að fyrir fram- kvæmd kjötlaganna hefði kjöt- neyzla í landinu minnkað. Bar hann þar fyrir sig nefndarálit „Rauðku". Ég benti á að tekið. væri fram í nefndarálitinu, að þessar tölur væru áætlaðar, og sagt hvernig þær væru áætlað- ar, og af því leiddi að ekkert væri á þessu að byggja. Þetta virðist Sigurður nú sjá og viður- kenna, en er þó enn að bögglast við að tala um minnkaða kjöt- neyzlu fyrir áhrif laganna. Það liggja fyrir skýrslur um kjöt- neyzluna í landinu í 5 ár, og þó ekki yfir það, sem sem fjáreig- endur slátra í heimili sín. Þær sýna, að kjötneyzlan er nokkuð misjöfn, en ekki minni árin, sem liðin eru síðan kjötsölulög- in komu til framkvæmda en 1933, eftir þeim skýrslum, sem Þorsteinn Briem lét safna um slátrun og kjötsölu það ár. Og það er árið, sem Rauðka áætlaði hana mesta, og eina árið áður en lögin komu, sem skýrslur eru til um. En Sigurður segir bara að skýrslurnar ljúgi. Það eru hans rök, og það er hans prúð- mannlega blaðamennska. Aftur rituð fyrir þá „íhaldstrúuðu", en ekki fyrir hina, sem sjá vilja rökin. í þessu sambandi talar hann um það, að 4 lömb fáist undan 7 ám, og telur mig hafa sagt það, og alla geta séð hve mikil regin vitleysa slíkt sé. Ég sagði að til slátrunar utan heimilis hefði 1933 komið 4 lömb undan hverjum 7 framtöldum ám, og er það rétt. Hve margt var sett á, hve margar ær voru taldar geldar o. s. frv., talaði ég ekki um, enda skipti það ekki máli í þessu sambandi. Hér var um það aö ræða, hvert áætlun Rauðku um kjötnotkunina 1933 væri rétt eða ekki, og hún áætl- ar þá slátrað lambi undan hverri á, eins og öll önnur ár, sem hún áætlar í skýrslu sinni. Þá segir Sigurður að ég sé „löggiltur til þess að vinna bændum landsins fjárhagslegt tjón og margháttaða mæðu með framkvæmd kjötsölulaganna". Þetta má segja þeim „íhalds- trúuðu“. En rökin vanta. Nú ætla ég að hjálpa Sigurði um nokkur rök í þessu efni. Þegar áætlaður er sölukostnaður og allur kostnaður við frystingu kjötsins hér í landi, tunnur um saltkjötið og tilkostnaður við söltun o. s. frv. og þetta dregið frá söluverði erlendis, þá má ætla að meðalverðið til bænda fyrir útflutta kjötið hafi verið, pr. kg., sem hér segir: 1934 Saltkjöt. Freðkjöt Salan úr landi gaf ca. nettó til bænda .... 54,0 71,5 Verðuppbót var 14,25 9,5 Alls verð til bænda ..... 68,25 81,0 1935 Saltkjöt. Freðkjöt ; Salan úr landi gaf ca. nettó til bænda .... 67,5 82,5 Verðuppbót var 11,5 38,0 Alls verð til bænda ...... 79,0 85,0 1936 Saltkjöt. Freðkjöt Salan úr landi gaf ca. nettó til bonda .... 69,0 83,0 Verðuppbót var 10,0 5,0 Alls verð til bænda ...... 79,0 88,0 1934 er nokkur hluti uppbót- arinnar vegna tillags ríkissjóðs, en hin árin það sem inn kom í verðjöfnunargjaldi af kjötinu, sem selt var í landinu. Öll þessi þrjú ár hefir verðinu í landinu verið haldið það háu, að allir hafa viljað selja kjöt sitt í land- inu, og eitt árið var selt meira af kaupmönnum' í landinu en þeim var leyft, og varð afleið- ing af því sú, að kaupfélögin, og sérstaklega Sláturfélag Suð- urlands, varð að flytja meira út en því bar. Bændur hafa þá líka alltaf fengið meira fyrir það kjöt, sem selt var í landinu en hitt, sem út var flutt. Sigurður getur nú reiknað út skaðann, sem bændur hafa orðið fyrir, og sagt þeim, sem hafa nógu hreina íhaldstrú, hinum þýðir honum ekki að tala við um þetta mál, því hann hefir engin rök, en þau vilja þeir fá, sem ekki nægir trúin ein. Loks fer Sigurður að tala um Vestur fór um ver, einn vaskur her, í gulls og gæfuleit. — Það var garpa sveit. Lagði á lagarslóð með léttan sjóð, en gildan ættar-arf eftir alda starf. Hart varð hetjum stríð: hófst þá landnámstíð. Út um Marklands myrkviðu mannfall biðu. Harmabrandur hneit mér við hjarta’ er leit söng, er sunginn var um Sandy Bar. Neyttu heilir handa; hratt til landa ruddu sér með ráðum rausn og dáðum. Hófst hinn sterki stofn studdur Sjöfn og Lofn: búinn afli og ágætum andans, fágætum. Máttug menning er, sem einn maður ber, arfi álfa tveggja, og arfþegn beggja; vígður og varinn minnum, vakinn kynnum guðlegs gáfnabríma gamals og nýs tíma. Heill horskum bróður heim sem ættmóður sótti’ um ver vestan. Þann vissi ég beztan gest bera að garði, meðan gnýrinn harði söng af sumarönnum hjá sveitamönnum. Helzt mér heimsókn slík hugstæð, minjarík. Deildum gerðum, gefnum gleðiefnum. Undraðist öllu mest um aldinn gest, hve alhreint, íslenzkt var allt af málfar. Kóngörn Klettafjalla, Kyrrahafs svan snjalla, hauk Marklands myrkviða, skyldi mögnuð kviða. Frægð er slíka fulltrúa frónskra búa ætt vorri að eiga og unna mega. Stríðþjálfaður stórhugur og starfsdugur endist atgangsfrekum að afrekum. Einn í ættargarði óbrotgjarn varði ægir aldastormi yfir Guttormi! Sigurður Jónsson á Arnarvatni. mál, eins og Sigurður. Með þessu vildi ég þá hafa sýnt Sigurði, að hann þarf enn aö læra. íslenzkur málsháttur segir, að það sé seint að kenna gömlum hundi að sitja, og er sjálfsagt mikið satt í honum. Þó er ég samt að vona, að verið geti, að Siguröur læri enn að fara gæti- legar í að segja ósatt í greinum sínum, læri kannske að þekkja sjálfan sig og það, sem menn leggja upp úr því, sem hann skrifar, frekar en hann virðist gera nú, og fari að reyna að skrifa fyrir þá, sem honum hlýt- ur að vera ætlað að skrifa fyrir, en skrifi ekki bara fyrir þá „í- haldstrúuðu“, þá sem ekki þurfa vitnanna við. „Og batnandi manni er bezt að lifa“. 7. sept. 1938. Páll Zóphóníasson. innflutning Karakulfjárins. — Hann segir, að með þeim inn- flutningi hafi ég verið, með honum hafi ef til vill borizt mæðiveikin, og því sé ég inn- flytjandi hennar. Um þetta ætla ég ekki að fara að ræða við Sigurð. En það skal ég samt segja honum, að um 30 ára skeið hefi ég ekki farið dult með það álit mitt, að okkur bæri að flytja inn erlend fjárkyn. Fyrir 25 árum síðan lagði ég þaö til, að tekin yrði eyja — og ég benti á Málmey í Skagafirði — og þangað flutt það fé, sem til landsins yrði flutt. Þar gerðar með það tilraunir með blöndun á okkar fé, og þegar þær væru búnar að sýna árangur, þá væri féð flutt í land og notað eins og bezt ætti við, eftir því sem tilraunirnar hefðu sýnt. Skoð- anir mínar á þessu hafa ekki breytzt enn, en ég hefi oft talað fyrir daufum eyrum um mín Meðferð sfáturíjár og sláturfjárafurða Eftir Halldór Pálsson ráðunaut. Meðferð sláturfjár og afurða þess hefir verið svo ábótavant á undanförnum árum, að mikið tjón hefir af hlotizt. Allmikið hefir þó verið gert til þess að bæta úr þessu og með nokkrum árangri. Undirritaður skrifaði s.l. sum- ar alllanga grein um íslenzkt dilkakjöt og enska markaðinn, sem birt var bæði í Frey og Tímanum. Þar var rætt um hvernig íslenzka dilkakjötið fullnægði kröfum Breta og bent á kosti þess og galla, bæði eðlisgalla, sem orsakast af bygg- ingu, ræktun og fóðrun fjárins, og svo þá galla sem orsakast af handvömm fyrir, um og eftir slátrun. Var og rætt um hvað þyrfti að gera til þess að stemma stigu fyrir því, að verð- mæti kjötsins yrði þannig rýrt árlega, sumpart vegna van- þekkingar en sumpart vegna hirðuleysis. Samband ísl. samvinnufé- laga, sem ætið hefir beitt sér fyrir bættri meðferð og réttlátu mati íslenzkra landbúnaðaraf- urða, hefir hér látið til sín taka. Tvö undanfarin haust hefir það látið halda slátrara- námskeið á Akureyri, þar sem 3 enskir slátrarar kenndu, ein- um eða fleiri mönnum frá hverju af helztu sláturhúsum á landinu, slátrun. Þeir, sem lærðu þarna, áttu að kenna öðrum, hver á sínum stað, en ensku slátrararnir ferðuðust að námskeiðunum loknum milli sláturhúsanna, til þess að líta eftir að slátrunin færi rétt fram. Þessir Englendingar áttu sérstaklega að kenna fláningu, og hvernig ganga skyldi frá kroppunum, en fláningunni hafði víða verið skaðlega ábóta- vant. Svo mikið hefir áunnizt með þessum námskeiðum, og fyrir starfsemi þeirra, sém á- huga hafa haft á því að bæta meðferð kjötsins, að s.l. haust var þaö kjöt, sem flutt var til Englands vel flegið, og allur frágangur þess yfirleitt betri en áður. Undirritaður var tvívegis með forstjóra S. í. S. í Leith, hr. Sig- ursteini Magnússyni, við skoðun á íslenzka kjötinu við komu þess til London, og létu ýmsir viðstaddir í ljós undrun sína á því hve mun betri væri allur frágangur á kjötinu en áður hefði tíðkazt. í haust mun ekkert slátrara- námskeið verða haldið, í þeirri von, að þeir, sem tóku þátt í námskeiðunum undanfarin ár, hafi nú næga þekkingu á því sem gera þarf. Það ætti og að vera kappsmál allra sláturhús- stjóra, fláningsmanna og ann- ara, sem við slátrun fjárins og verkun og mat kjötsins vinna, að vanda enn meira alla með- ferð kjötsins og bæta úr því, sem enn fer miður í þeim efn- um, svo að árangurinn nú í haust verði enn glæsilegri en s. 1. haust. En eins og áður, hefir oft verið bent á bæði af undir- rituðum og öðrum, þá hefir út- lit kjötsins mjög mikil áhrif á sölumöguleika þess og verð. Meo þessum skrifum vil ég enn einu sinni brýna fyrir fjár- eigendum og starfsmönnum þeirra við sláturhúsin, hvað þeir geta gert til þess að bæta sláturfjárafurðirnar með heppi- legri meðferð fjárins á haust- in og vandvirkni við slátrun og vörumat. Meðferð fjárins á laaustín. Dilkarnir sem gengið hafa allt sumarið á afréttum ó- hreyfðir af mannavöldum, eru mjög viðkvæmir, og tapa fljótt holdum, þegar þeir verða fyrir misfellum í fjárragi og rekstrum á haustin. Fáir, sem ekki hafa beinlínis gert athuganir á þvi hve haust- lömbin léttast við fjárrag og rekstra, gera sér ljóst, hve gíf- urleg tjón hlýzt af slíku og hve mikið mætti draga úr því án tilfinnanlegs kostnaðar. En rýrnun fjárins er ekki eina tjónið, sem hlýzt af því að reka lömbin viðstöðulaust óraleiðir í löngum áföngum, af afréttun- um til sláturhúsanna. Við þreyt- una af rekstrinum myndast súr í vöðvunum, þeir verða dökk- rauðir við það að vöðva-hæmo- globinið (dökkrautt efni, sem inniheldur járn) í þeim vex og einnig hættir blóði við að sitja eftir í þreyttu vöðvunum. Allt þetta spillir útliti kjötsins og gerir því hættara við að skemm- ast og ljókka (blakkna) við geymsluna. Bændur verða því að forðast að reka féð hratt, hundbeita það í smalamennsk- um eða rekstri, eða láta það verða fyrir nokkru óþarfa hnjaski eða sveltu við réttir o. s. frv. Væri þörf að stytta dagleiðir í fjallgöngum á víðáttumiklum afréttum. Forðast verður eftir megni að reka mjög stórar fjár- breiður saman til sömu skila- réttar á haustin. Það veldur því að sundurdráttur fjárins stend- ur mjög lengi yfir, stundum á annan sólarhring. Allan þann tíma stendur féð í sveltu, eftir að hafa verið rekið sumstaðar dögum saman úr afréttum til rétta. Við þetta bætist það, að allur þorri dilkanna villist frá mæðrum sínum í þessu ragi, því féð er oft orðið sinnulaust af hungri, þegar það kemur heim til sín úr réttunum. Þá taka dilkarnir að leggja af og halda því oft áfram, þar til þeim er lógað, en slátrun er oft ekki lokið fyrr en þremur til fjórum vikum eftir réttir. Hvílíkt tjón bændur verða fyrir vegna þessa, er ómetanlegt, en ekki er hægt að fyrirbyggja það með öllu. Það má þó draga úr því með ýmsu móti, t. d. er víða hægt aö smala því fé, sem safnazt að af- réttargirðingunum síðari hluta sumars og rétta það áður en farið er í aðalgöngur. Þrennt vinnst með því: fyrst að þetta fé lendir í litlu ragi og dilkarn- ir þurfa ekki að villast frá mæðrum sínum, í öðru lagi kemst það í góða heimahaga, í stað þess að standa við girðing- arnar á troðnum og bitnum af- rétti, og í þriðja lagi fækkar það því fé, sem rekið er til aðal- rétta, svo að meðferð fjárins í þeim getur orðið betri. í réttum eiga fjáreigendur að reyna að draga lömbin sam- tímis fullorðna fénu, eða held- ur á undan því, en láta þau ekki standa eftir í almenningi og þvælast þar fram og aftur allan daginn, eins og raun ber oft vitni um í fjármörgum réttum. Aldrei má taka í ull á kindum, né berja þær með svipu-ólum. Hvorutveggja mer kjötið og fell- ir það frá því að vera hæft til útflutnings frosið, auk þess sem það er ómannúölegt. Kollótt fé á að draga með því að halda undir bógana. Nokkur brögð eru að því, að hundbitið fé komi til sláturhús- anna. Slíkt má ekki viðgangast. Kroppar af hundbitnum kind- um eru óhæfir til útflutnings frosnir, og verða því allir salt- aðir, en þar sem saltkjöt er nú orðið ætíð verðlægra en freð- kjöt, verður eigandinn fyrir all- miklu tjóni. Grimmum hundum verður að farga, en ala upp hunda af meinlausari og betri kynjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.