Tíminn - 16.09.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.09.1938, Blaðsíða 3
T í M I N N 159 Hefír Kveldúlfur grætt? Skyldi nokkur hafa látið sér detta það í hug, að í mörg ár hafi verið á launum hjá Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda mað- ur, er ekki virðist hafa minnstu hugmynd um aflaleysi og sölu- vandræði undanfarinna ára? En þessi er þó raunin. Árni frá Múla hefir verið á launum hjá Fisksölusambandinu í mörg ár. Það er þó ekki vitanlegt, að hann vinni þar neitt að gagni. Þeim stundum, þegar hann er vinnu- fær, ver hann til að skrifa róg- greinar um ríkisstjórnina í Mbl. í skrifum sínum gerir Árni aldrei tilraun til að rökræða málin. Til slíks vantar hann áhuga og dugnað. En hann ritar léttan stíl og getur stundum verið fynd- inn, eins og títt er um ýmsa drykkjumenn. — íhaldsfólkinu finnast því skrif hans mun skemmtilegri en pex Jóns og Valtýs. í gær hefir Árni valið sér það hlutverk, að skrifa um skattamál og atvinnurekstur. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, „að síðasta | ár mátti heita veltiár og árið í ár verður ekki undir meðalári“. En skattarnir, segir hann, hafa „snúið góðæri í illæri, því sann- leikurinn er sá, að kreppan er heimatilbúin vara“. Það er í sannleika sagt ó- skemmtilegt að þurfa að eiga í blaðadeilum við mann, sem ann- aðhvort reynir ekkert til að fræðast um ástandið í landinu eða er yfirleitt þannig fyrir kall- aður, að hann fylgist ekki með því, sem gerist í kringum hann, og er þvi fáanlegur til að skrifa allt, sem honum er sagt. Það er líka öllu nær að snúa sér til hús- bænda hans, sem hafa hann á launum til að prédika þessar kenningar og borga honum fyrir það af fé fyrirtækis, sem hann vinnur raunverulega ekkert við. Vilja þessir menn, forstjórar Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda, staðfesta opinber- lega þá frásögn undirmanns síns og málgagns, að hér hefði verið veltiár fyrir sj ávarútveginn á síðastl. ári, ef ráðið hefði í land- inu önnur fjár- og skattamála- stefna? Telja þeir sig geta full- yrt, að þá hefði fiskaflinn orðið t. d. helmingi meiri eða eins og var á meðalári áður? Hefðu þeir þá getað náð meiri markaöi og hærra söluverði erlendis? Er aflaleysið, verðfallið og mark- aðahrunið ekki öðru að kenna en fjármálastefnu ríkisstjórn- arinnar, og því „heimatil- búin vara“? Það má spyrja þessa vísu menn ennfremur: Fyrst það voru skattarnir, sem sneru góðæri seinasta árs í illæri, hafa þá ekki þau útgerðarfyrirtæki grætt, er ekki hafa þurft að greiða neinn tekju- og eignarskatt á síðastl. ári, eins og t. d. Kveldúlfur? Hef- ir Kveldúlfur kannske grætt og minnkað skuldir sínar á síðastl. ári? Er það kannske vegna þessa gróða, sem einn forstjóri Kveld- úlfs getur nú byggt einhverja dýrustu „villu“ landsins og fjöl- skylda hans getur haft tvo einkabíla til umráða? í áframhaldi af þessum skrif- um um fjármálastefnu ríkis- stjórnarinnar og útgerðina, er líka full ástæða til að spyrja forstjóra Fisksölusambandsins: Hvað græddu útgerðarmenn mikið á fjármálastefnu íhalds- stjórnarinnar 1924—27? Hvað telst þeim til, að t. d. Kveldúlfur og Proppé-bræður hafi grætt mikið á gengishækkuninni 1925 og 1926? Er það helzti viðreisn- arvegur útgerðarinnar, að taka þessa stefnu upp aftur og fylgja henni út í yztu æsar? Að lokum skulu forstjórar Fisksölusambandsins spurðir: Hvaðan kemur þeim heimild til að nota fé efnalítilla útgerðar- manna til að framfæra þurftar- frekan mann, sem ekkert vinnur við fyrirtækið, en ætti að taka laun sín hjá Morgunblaðinu? Og láta þeir sér það raunverulega til hugar koma, að t. d. sjómenn fáist til að trúa því, að fiskleysið sé „heimatilbúin vara“, og stafi af fjármálastefnu ríkisstjórnar- innar, enda þótt Árni frá Múla af þekkingarleysi eða öðrum á- stæðum fáist til að skrifa um það í Morgunblaðið? NOTUÐ Í8LENZK FRÍMERKI. kaupi ég hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast um allt land. Innkaupsverðlistar sendir þeim, sem óska. Gunnar Guffmundsson, Laugaveg 42. Pósthólí 551 |Minningarorð| Þóra Jónsdóttir húsfreyja á Höfða í Skagafirði lézt að heim- ili sínu 13. apríl s. 1. Foreldrar hennar eru Níelsína Kristjáns- dóttir og Jón Sigurðsson í Stóra- gerði, mjög vel gefin og merk sæmdarhjón, komin af góðum bændaættum. Er ætt Níelsínu eyfirzk, en Jón er Þingeyingur, bróðir Þóru sál., konu Sigurðar fyrverandi búnaðármálastjóra, hinnar mætustu konu. Ung fluttist Þóra Jónsdóttir til Skagafjarðar. Voru foreldrar hennar allmörg ár á Hólum í Hjaltadal, og Jón um eitt skeið smíðakennari við skólann þar. Bjuggu þau einnig nokkur ár á Unastöðum og síðar í Stóra- gerði, þar til Þóra dóttir þeirra giftist Friðriki Guðmundssyni á Höfða vorið 1934, hinum mæt- asta dreng, og tók þar við búi. Lögðu foreldrar hennar þá nið- ur búnað og fluttu að Höfða. Eins og kunnugt er, er Höfði landnámsjörð og þykir mér ó- víða fegra þar sem ég hefi kom- ið, en einmitt þar. Er mér jafn- an í hug þegar ég kem í Höfða, að vel hafi Höfða-Þórði verið farið um margt, sem hann og átti ætt til. Það sýnir meðal annars hve vel og smekklega hann hefir valið sér þar bólstað. Norðan við bæinn eru hinir stórskornu Höfðahólar, sem skýla bænum og túninu fyrir norðaustanátt, en í vestur og suðvestur blasir við Þórðarhöfði, Höfðavatnið, Tindastóll og eyj- an fræga, en í suðri fjallahring- urinn, sem umlykur Skagafjörð. Þóra er fædd 18. september 1908, að Fornastöðum í Fnjóska- dal. Sá ég hana fyrsta sinn vor- ið 1910. Foreldrar hennar fluttu þá að Hólum, frá Fornastöðum. Þar vórum við Þóra samtíða til vorsins 1911 og nágrannar lengi síðan. Ég hefi alltaf haft gaman af að kynnast ungum börnum, þótt nokkuð mismun- andi sé. En kynning mín við Þóru er mér hugstæðust slíkra kynna, þegar undanskilin eru mín eigin börn. Hún var sér- staklega fallegt og elskulegt barn, fullorðinsleg í framkomu og háttum, prýðilega gefin, dul í skapi og trygglynd. Eftir að Þóra fluttist úr nágrenninu, sá ég hana sjaldan, þar til hún kom í Höfða. Seinast kom ég þangaö á útmánuðum 1936, rúmu ári áður en þeir sorglegu atburðir gerðust, sem því eru valdandi, að ég skrifa þessar línur. Þá gisti ég þar göngu- móður og mætti þar, eins og jafnan áður, frábærum viðtök- um og nærgætni, svo að allt illt var gleymt. Ekki gat það farið fram hjá mér hve heimilið var um allt aðlaðandi og vel við hæfi hins fagra landnámsstað- ar. Framkvæmdir allar gerðar með hagsýni, öll umgengni hin smekklegasta, fólkið samstillt og allt greri á þjóðlegri rót. Ég er þess fullviss, að þegar Þóra settist þar að, hefir það verið mesta áhugamál hennar að stofna þar ágætt heimili eigin- manni, foreldum, tengdamóð- ur og tengdaföður, og fyrst og fremst þeirra vegna. Hin mikla fórnfýsi hennar var engin til- gerð. Hún var líka svo gæfusöm að njóta gagnkvæms atbeina aeirra, sem hún vildi starfa fyr- ir og vann með. Þóra var hin fríðasta sýnum, svo að hún hlaut að vekja eft- irtekt, jafnvel ókunnugra, þótt séð væri í fjölmennri sveit. Þá er mér svipur hennar einkum hugstæður, er sameinaði tign og göfgi á hinn fegursta hátt. Kom mér oft í hug, að slíkan svip hlytu að hafa haft mæður hinna mætustu og þjóðlegustu manna, er sagan geymir og okk- ur eru hugþekkastir. En þrátt fyrir óvenjulegan glæsileik og látlausa og geðfellda framkomu, mun eigindir hennar og skap- höfn bera hærra i minningu okkar, sem kynntumst henni. Hún var umfram allt vorsins og Ijóssins barn, stefndi mót sól og sumri og vildi um allt vinna með þeim öflum, er hún þekkti feg- urst. Og það er fullvissa mín, meir en trú, að öllum slíkum vorsálum muni hlotnazt sumar — gott og sólríkt sumar. Traust hennar á gróðrarmagni mold- ar og lífmagni ljóss og yls var takmarkalaust. Hún hafði starfað að garðyrkju áður en hún kom í Höfða og byrjaði þar þegar á fyrsta ári, og hélt áfram síðan, ræktun ýmsra nytjajurta og skrautplantna, sem hér höfðu ekki áður þekkzt, með ágætum árangri. Hún hafði einnig mikinn áhuga á heimil- (Framh. á 4. síðu.) Lykíllínn að hagkvœmum viðskiptum í Reykjavík er að fara Syrst í RETKIÐ J. GRUNO’S ágæta holienzka reyktóbak TlBPi AROMATIBCHER 8HAQ koetar kr. 1.15 7*» kfi. FEINREECHBNDER 8HAG — — 1.26--- Fait í öllttm verzltmum. Bezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖF N Biðjið kaupmann yðar um B. B. munntóbakið Fœst allastaðar. Gæta þarf mikillar varúðar með að láta lömbin ekki hlaupa á gaddavírsgirðingar. Það skemmir skinnin og fellir oftast kroppana frá því að verða metnir hæfir í freðkjöt. Við öll hlið, sem fé er oft rekið í gegnum, ætti að vera nokkurra metra netgirðing til beggja handa. Illt er að hafa gadda- virsgirðingar meðfram vegum einkum þeim, sem mikil bíla- umferð er eftir. Þegar bílamir aka öskrandi gegnum rekstrana, er oft ómögulegt að hindra að féð hlaupi á girðingarnar, enda sézt oft ullin flaksa, hvar sem litið er á girðingar meðfram þjóðvegunum eftir að fjár- rekstrarnir hafa farið þar um. Nokkur bót er þó, ef girðing- arnar standa nokkuð frá veg- inum báðu megin. Hugsanlegt er, að það gæti borgað sig að flytja dilkana úr sumum sveitum, þeim sem lengst eiga að sækja i kaupstað, á bíl til sláturhúsanna. Það þarf að gera nákvæma athugun með þetta sem fyrst. Slátruiiiii «íí meðferð afurðaiina. Hvíla þarf féð eftir rekstur- inn áður en því er slátrað. Bezt er þó að láta það ekki vera á beit síðustu 8—10 klukkutím- ana sem það lifir. Verður þá auðveldara að gera það til. Strax og kindin hefir verið skotin eða rotuð, skal stinga hana á háls og þrýsta um leið á mænuna í banakringlunni, við það tekur kindin viðbrögð og rennur þá blóðið betur úr vöðv- unum en ella. Kroppana verður svo að flá þannig, að hvergi rifni himna, og láta þá óhreinkast sem allra minnst. Strax að lokinni fláningunni verður að þvo kroppana vand- lega upp úr volgu vatni. Forð- ast skal að nota mikinn vatns- austur. Nota skal mjúkan, voð- feldan klút til þess að þvo með kroppinn, en forðast að nota þétt léreft eða bursta. Hæklajárnin verða að vera öll hæfilega löng, svo að bilið milli hæklanna á kroppnum verði 5—6 þumlungar. Þetta hefir verið í megnu ólagi að undan- förnu hjá sumum sláturhús- unum. Bringukollinn þarf að saga nettlega í sundur, eftir miðlín- unni, en sarga ekki bringu- beinið eínhvernveginn i sundur með bitlausum hnífum. Bógana þarf að binda upp, þannig, að þeir verði jafn- krepptir beggja vegna, og ekkl bundnir upp þéttara en svo, að hálsinn standi beint fram. Kjötið verður að kæla mjög vel áður en það er fryst. Bændur ættu sjálfir að skoða kjöt sitt hangandi í gálga að slátrun lokinni, hvenær sem þeir geta komið því við. Á því geta þeir lært ýmislegt. Fyrst og fremst sjá þeir þá hvort kjötið er skemmt, af hundbiti, gadda- vírsgirðingum, eða vegna þess, að tekið hefir verið í ullina á dilkunum. Sömuleiðis hvort það hefir verið skemmt við slátrun- ina, t. d. við fláningu. Vilji það til, eiga þeir umsvifalaust að kæra slikt fyrir viðkomandi sláturhússtjóra, sem verður að sjá til þess, að það komi ekki fyrir aftur. Bændur, sem kaupa dýru verði slátrun á fé sínu, eiga fulla kröfu á þvi að það sé alveg óaðfinnanlega gert. Einnig geta bændur séð nauðsynina á því að gelda hrút- lömbin, með því að gera saman- burð á gimbra og hrútakropp- unum í gálganum og sjá hve gimbrarnar eru mun feitari. En eins og vitað er, þá líkjast geld- ingakroppar meira gimbra- en hrútakroppum. Kjötmatið er enn ekki eins gott og æskilegt væri. Ber of mikið á ósamræmi í mati hjá hinum ýmsu sláturfélögum. Hætt er við, að þar sem fé er rýrt, sé of mikið af kjötinu sett i fyrsta flokk o. s. frv. Yfirkjöt- matsmennirnir verða að taka þetta mjög föstum tökum og heldur ganga í þá átt, að herða á kjötmatinu en hitt. Gærurnar eru oft mjög verð- mætar. íslenzk sauðskinn eru talin mjög góð til þess að vinna úr þeim ýmsan leðurfatnað, t. d. hanzka. En því fer ver, að þau eru oft gölluð og skemmd. Hefir það komið æ betur og betur í ljós síðan farið var að vinna úr skinnunum hér heima. Óþrif í kindum svo sem kláði og lús, spilla mjög skinnunum. Kláðagærur eru eiginlega ó- nýtar, og þvi ekki teknar til innleggs, verði kláðans vart. Bændur þurfa því að kappkosta að útrýma öllum slíkum óþrif- um úr fé sínu. Mörg skinn eru gölluð eftir gaddavirsstungur eða hundsbit. Er það oft mjög til þess að fella verðgildi þeirra. Algengustu skemmdir á skinnunum orsakast af því að tekið hefir verið í ullina á kind- inni, lifandi eða dauöri. Sé tek- ið allfast í ullina, sérstaklega ef hár slitna upp úr hörundinu, þá skemmist hárramurinn að mun. Þess vegna þarf að forð- ast að taka í ull á lifandi fé eins og áður er getið. Ennfremur má ekki kasta kindunum upp á skurðarborðið, eftir að þær hafa verið skotnar eða rotaðar, með því að halda í ullina á mölun- um, eins og venja er til, a. m. k. á mörgum sláturhúsum, held- ur á að halda í afturfæturna. Fláningsmenn mega heldur ekki halda í ullina þegar þeir bera kindurnar af skurðarborðinu á fláningsbekkinn. Þeir þurfa lika að gæta þess að halda aldrei í ullina eina saman, heldur hafa skinnið lika í greipinni, þegar þeir halda á móti við fláning- una. Nú síðustu árin hefir allmikið af innýflum, þ. e. lifrum og hjörtum og líka eistum, verið fryst til útflutnings. Allhátt verð hefir fengizt fyrir eistun og lifrarnar, en hjörtun hafa verið svo verðlág, að vafasamt er að rétt sé að flytja þau út. Er betra að fylla þann „quota“, sem við höfum ráð á, með eist- um, sem yfirleitt eru lítið hirt til manneldis hér á landi. Þótt mikilsvert sé að fá mark- að fyrir þessar afurðir erlendis, þá má ekki taka því of fegins hendi. Lifrarnar eru mjög góður og hollur matur. Ættu því bændur að varast að selja meira af þeim úr búi en góðu hófi gegnir, þótt nokkrir aurar séu í boði. Öðru máli gegnir með eistun, eins og áður er vikið að. Bændur! Ég geri ráð fyrir að þótt þið viðurkennið, að nauð- synlegt væri að gera flest eða allt sem ég hefi bent á í þess- ari grein, til þess að bæta með- ferð sláturfjárins og afurða þess og auka þannig verðmæti þeirra, þá teljið þið sumt af því lítt framkvæmanlegt, eða of kostnaðarsamt, þ. e. að það kosti of mikinn tíma. Ég hygg aftur á móti að það sem ávinnst við umbæturnar gefi yfirleitt mun meira í aðra hönd en kostnaðinn við að koma þeim í framkvæmd, og sumt kostar ekkert nema sjálfsagða vand- virkni og umhugsun. Að síðustu vil ég biðja alla sem hér eiga hlut að máli, að hafa það hugfast, að nú á tím- um er vöruvöndun fyrsta skil- yrðið til þess að auka vinsældir og sölumöguleika hvaða vöru sem er. Trúlofunnar- hrínga smíðar Jón Dalmannsson gull- smiður, Vitastíg 20, Reykjavílc. Sími 4563. — Reykjavlk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.