Tíminn - 16.09.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.09.1938, Blaðsíða 4
160 TÍMINN Eftir Böðvar Magnússon 4 Laugarvatni Rœða Jónasar Jónss. (Frh. af 1. slðu.) í þessu musteri íslenzkrar tungu í Reykjavík er Sigurður Nordal hofgoði, og hann nýtur í því starfi hins fyllsta trausts allra, sem skilja íslenzkt mál og dómbærir eru um andleg mál- efni. Eftir heimsókn sína til landa í Vesturheimi fyrir nokkr- um árum, kom Sigurður Nordal með frumdrög að stefnuskrá fyrir málbaráttu íslendinga í Vesturheimi. Og þessi frumdrög eru að minni hyggju það lang- bezta og djúpsæjasta, sem sagt hefir verið um það mál. Sigurður Nordal viðurkennir að sjálfsögðu nauðsyn íslend- inga til að nema til fulls þjóð- tunguna i landinu. Við það mál verður bundinn meginhluti hinnar daglegu lífsbaráttu. Svo bætir Nordal við: Menntaþjóðir Norðurálfunnar og ekki sízt Englendingar, hafa um langa stund lagt stund á að nema eitt og helzt tvö sígild mál, grísku og latínu. Þessi mál eru bæði dauðar tungur. Það má með sanni segja, að aldaraðir séu liðnar síðan ritaðar voru á þess- um málum lífrænar bókmennt- ir. En Englendingar leggja stund á þesar tungur til að þjálfa æskuna með erfiðu tungumáli og til að fága smekk ungra menntamanna með því að þeir geti lesið á frummálinu hin fornu snilldarverk Grikkja og Rómverja. Ef það er hyggileg ráðstöfun, af því fólki í engilsaxneskum löndum, sem mestu fórnar vegna uppeldis barna sinna, að verja miklum tíma af margra ára námi, til að kenna nokkuð í hinum dauðu forntungum lat- ínu og grísku, vegna erfiðrar málfræði og sígildra bókmennta, þá er auðskilið, að enskumæl- andi íslendingar í Vesturheimi geta sér til stórmikils ávinnings stundað íslenzku sem mennt- andi menningarmál. Því fremur er ástæða til fyrir íslendinga í enskumælandi löndum, að unna sér þessa hlutskiptis, þar sem íslenzkan hefir alla sömu kosti og gömlu suðrænu málin; er auk þess lifandi tunga, töluð af hverju mannsbarni í stóru landi og liggur enn lífræn og sterk á vörum og í hugum mörg þúsund íslendinga í hinum nýja heimi. Með þessari hugmynd Sig- urðar Nordals er fenginn glögg- ur grundvöllur að framtíðar- starfi þjóðrækinna íslendinga vegira móðurmálsins. í háskóla íslands í Reykjavík verður meg- instund lögð á íslenzk fræði. Þangað leita allir, sem þau fræði vilja stunda, svo sem bezt má vera. Frá þeirri stofnun dreifast út um allan heim kunn- áttumenn í þeirri einu forn- tungu, sem er í einu lifandi máli og sígilt frá fornöld. En í þeirri sókn, sem hafin er nú þegar í Vesturheimi, bæði til að gera íslenzku að viðurkenndri háskólanámsgrein og að fáguðu menningarmáli fyrir yngri kyn- slóð þá, sem borin er af nor- rænum stofni, mun hitinn og þunginn falla á íslendinga vestan hafs. Þeir munu líka manna fúsastir að viðurkenna, að til mikils sé að vinna, þegar hin enskumælandi kynslóð ungra íslendinga getur notað mál feðra sinna og mæðra sem fullkomna menningartungu, eins og menn af öðrum þjóð- flokkum nota grísku og latínu. Með þessum hætti hefir íslenzk- an í Vesturheimi fengið þann sess, sem henni ber til eðlilegur réttur, ef ekki er hallað' máli af óviðkomandi orsökum. Ég vil að lokum þessa máls minnast á eitt atriði af fjöl- mörgum, sem koma í huga minn um framtíðarstarfsemi íslend- inga yfir hafið. Nú er verið heima á íslandi að gera góða kvikmynd af landslagi, at- vinnulífi, byggingum, ræktun o. s. frv. Einhver litill hluti af þessari kvikmynd mun verða sýndur í New York að ári. En það er von mín, að áður en svo langt er komið, hafi þessi kvik- mynd farið sigurför um allar byggðir og bæi íslendinga í Vesturheimi. Fyrir eldri kyn- slóðina, sem sér ísland enn í hillingum æskuáranna, myndi slík mynd verða kærkomin. Hún myndi sýna þeim ísland eins vel og unnt er að sýna land, án þess að sjá það með eigin augum. Og fyrir yngri kynslóðina, sem fædd er vestan hafs myndi, að ég hygg, slík mynd vekja samúð og trú á gildi íslenzkrar menningar. Mér finnst sennilegt að takast megi áð koma þessari hugmynd í framkvæmd. En ég vildi mega vona að jafnhliða þessari myndasýningu frá móðurland- inu kæmi önnur framkvæmd, og að gerð yrði önnur kvikmynd af byggðum og bæjum íslendinga í Vesturheimi. Þar myndi koma öll þróun byggðanna: bjálka- húsin, ófullkomnu skýlin, sem fylgdu næst á eftir og loks hí- býli manna í borgum og byggð- um, eins og þau eru nú. Þar myndi bóndinn sjást á akrinum, fiskimaðurinn í bátnum sínum, húsfreyjan við sín heimilisstörf, börnin að námi og leikjum. Þá kæmu prestar, læknar, kaup- menn, verksmiðjueigendur, lög- menn og stjórnmálamenn, hver við sína vinnu. Með þessum hætti væri fengin varanleg mynd af landnámi íslendinga eftir 70 ára þróun. Það væri mikils virði sem heimild land- námssögu íslendinga. En fyrir þjóðina í gamla landinu yrði það ógleymanleg sjón að sjá bera fyrir augun hið mikla land- nám íslendinga í Vesturheimi, hið mikla starf, sem þar hefir verið unnið og hina glæsilegu kynslóð af íslenzkum uppruna, sem nú byggir þennan vestur- veg. Hér á þessari samkomu eru í- búar Winnipegborgar í þús- undatali og mikill fjöldi annara íslendinga úr Manitoba-fylki. Hér er mest þéttbýli af íslend- ingum vestan hafs, og Winni- pegborg er næst eftir Reykja- vík fjölmennast íslendinga- heimili í víðri veröld. Winnipeg- borg hefir verið og mun verða höfuðsetur íslendinga í Vestur- heimi. Þar búa flestir íslend- ingar. Þar verður aðalheim- kynni hinnar þjóðlegu starf- semi íslendinga vestan hafs. Þessari vegsemd fylgir vandi, en ég þykist þess fullviss, að ís- lendingar í Winnipeg muni enn sem fyr reynast vaxnir að leysa þann vanda, sem leiöir af for- ustu þjóðernismálanna. Frá Winnipeg munu áhrifin af menningarbaráttu íslendinga vestan hafs berast um Banda- ríkin og Kanada til íslendinga í Norður-Ameríku. Eftir undangengna land- námsbaráttu báðum megin hafs af hálfu íslendinga sýnist að- staðan nú vera orðin með þeim hætti, að þjóðin geti hafið bar- áttu fyrir nýjum málefnum. Forfeður okkar hafa í fornöld skapað merkilegt lýðræðis- skipulag og haldið í heiðri lýð- veldisstjórn í nálega fjórar aldir. Þeir hafa þroskað íslenzk- una svo, að hún varð sígilt mál. Þeir hafa skapað fjölbreyttar bókmenntir, sem eiga sæti í fyrstu röð, þótt miðað sé við afrek stórþjóða. Þetta er mikið afrek,, en ef til vill er hitt ekki minna, er íslendingar geymdu og varðveittu þessar bókmennt- ir gegnum hörmungarbaráttu margra alda. Það mætti heita furðulegt, ef erfingjum þessara fjársjóða þætti sér ofvaxið að neyta nú bættrar aðstöðu með því að berjast fyrir því, að ís- lenzkan með sínum sígildu bók- menntum fái að njóta fyllstu viðuxkenningar í menntalífi engilsaxneskra þjóða. För Leifs Eiríkssonar til Ame- ríku var mikið þrekvlrki. Bar- átta íslendinga til landa og trausts í Norður-Ameríku var' líka afreksverk. Þriðja land- námið biður hinna ungu kyn- slóða. Sigurður Nordal hefir úr hofi íslenzkrar tungu bent æskumönnum íslendinga í Vesturheimi inn í hið fyrir- heitna landþjóðlegrar og alþjóð- legrar íslenzkrar menntunar. Ég treysti því að slíkri bend- ingu verði vel tekið. Og heim- an frá íslandi munu landar í Vesturheimi, bæði eldri og yngri, finna sterka viðleitni til að komast á sömu bylgjulengd og þeir góðu íslendingar vestan- hafs, sem hafa unnað landinu, þjóðerninu og tungunni, þó að þeir væru komnir í vonlausa fjarlægð frá ættlandi sínu. Framundan er samhuga sókn íslendinga. Hendur góðra frænda brúa hafið mikla. Veldi Ingólfs Arnarsonar og Leifs heppna munu aldrei aðskilin í andans heimi. Landar í Vestur- heimi, hlutverk ykkar er stórt og sigurlaun mikil. Jónas Jónsson. Knúiur Arngrímsson (Frh. af 1. slðu.) anna og svínaríið í útvarpinu. „Ólán“ mitt er það, að ég hefi meiri og meiri skömm á þeim mönnum, sem með völdin fara í þessu landi, eftir því sem ég kynnist betur hugsunarhætti þeirra og breytni, stráksskapn- um og ósvífninni, rostanum, kúgunarandanum, heimsku þeirra og illgirni. „Ólán“ mitt er það, að ég met vitmenn meira en flón, drengskaparmenn meira en óþokka“. Menn beri saman þessi um- mæli Árna og kenningar Knúts Arngrímssonar. Knútur sagði: Gefið andstæðingunum aldrei rétt, eignið þeim allt illt, teljið ykkur algóða og einu mennina, sem geti frelsað föðurlandið. Árni íylgir þessari kenningu mjög dyggilega: Sjálfstæðis- menn eru vitmenn og dreng- skaparmenn, andstæðingarnir eru flón, óþokkar, löðurmenni og ókindur, fullir af strákskap, ó- svífni, rosta kúgunaranda, heimsku og illgirni! Það er vissu- lega vafasamt, hvort Knútur getur, þó stórorður sé, útmálað kenningar sínar öllu betur en þetta. Sama er að segja um hinar málefnalegu fullyrðingar Árna. Hann eignar, andstæðingunum allt það, sem miður fer og raun- ar miklu meira, ber sér síðan á brjóst eins og fariseinn og segir: Ég hefi ekki viljað segja annað en sannleikann og þessvegna er ég ofsóttur! „Ólán mitt er“, seg- ir hann, „að ég hefi ekki viljað Ijúga um fjárhag landsins, glöt- un lánstraustsins, taprekstur at- vinnuveganna o. s. frv. En halda húsbændur Árna virkilega að þetta fariseahjal verði tekið trúanlegra en sjálfar staðreynd- irnar? Halda þeir að þjóðin láti allar blekkingar hans um fjár- málastjórnina villa sér sýn? Halda þeir að menn trúi því, að Árni segi það til að „fræða þjóð- ina“, en ekki eftir fyrirskipun, að lánstraust landsins sé glatað, þó 6 millj. kr. hafa verið teknar að láni erlendis á þessu ári? Halda þeir að menn trúi því að tap- rekstur togaraútgerðarinnar stafi af skattastefnu ríkisstjórn- arinnar, en eigi ekki að neinu leyti rætur að rekja til aflaleys- Framhald. Þegar komið var úr Gróðrar- stöðinni, var matazt. Um kl. 2 skiptist ferðafólkið. Aðalhópurinn fór fram að Saurbæ. Hafði Búnaðarfélag Saurbæj arhrepps boðið Sunn- lendingum þangað upp á góð- gerðir, sem voru vel úti látnar. Voru Eyfirðingar með í förinni, sem greiðlega leystu úr spurn- ingum hinna foxvitnu Sunn- lendinga. Að austanverði Eyja- fjarðará blasa við kornakrar Kaupfélags Eyfirðinga. Þar sjást líka gróðrarskálar þess, isins, markaðshrunsins, verð- fallsins eða þess, að útgerðar- menn hafa svikizt um að safna varasjóðum á góðu árunum, en í þess stað eytt gróðanum í ó- þarfa eyðslu eins og t. d. nú seinast til að launa Árna fyrir að skrifa í Mbl. og til bygging- ar hins mikla skrauthýsis Ric. Thors? Eða halda þeir það mála- færslu, sem gangi í eyru alrnenn- ings, að láta Vísi skamma fjár- málaráðherrann fyrir að segja dönskum blöðum frá fisksölu til Spánarstjórnar, því það gefi njósnurum Francos ofmikla vís- bendingu, en fyrirskipa Árna frá Múla nokkrum dögum seinna að skamma f j ármálaráðherrann fyrir það þekkingarleysi, að hafa ekki vitað um þessa sölu, er hann talaði við dönsk blöð? Halda þeir virkilega að almenningur taki allt slíkt, sem sagt er, góða og gilda vöru, ef sögumaðurinn síðan ber sér á brjóst á eftir og segir: Ég er skammaður fyrir það að hafa ekki fengizt til að Ijúga?!! Nei, forvígismenn Sjálfstæðis. flokksins mega vera vissir um þao, að þessi ritháttur og mál- flutningur Árna frá Múla og Knúts Arngrímssonar verður fordæmdui’ af þjóöinni. Það er vissulega óskir mikils meirihluta þjóðarinnar að stjórnmálaskrif biaöanna veröi meira rökræður um málefni, en minna órök- studdar persónulegar skammir og stráksleg brigzlyrði. Þó slík bardagamennska hafi heppnast nazistum og kommúnistum á nokkrum stöðum erlendis er á- reiöanlegt, að hún samrýmist ekki skapgerð íslenzku þjóðar- innar. Sj álfstæðisflokkurinn verður líka að gera sér ljóst, að meðan hann telur sig lýðræðis- flokk, eru gerðar meiri kröfur til hans i þessum efnum en ofbeld- isflokkanna. Það er líka vitan- legt, að meginþorri Sjálfstæðis- manna hefir andstyggð á þessum skrifum Árna og Knúts og finn- ast þau, eins og rétt er, blettur á flokknum. Þó slík skrif séu mjög vel til þess fallin að veikja fylgi Sj álfstæðisflokksins, verður samt að vænta þess, að hinir betri kraftar flokksins geti haft þau áhrif, aö þeim verði hætt og þeim menn fjarlægðir, sem þannig setja sorabrag á íslenzka blaðamennsku og gefa helzt tii kynna að stjórnmálabaráttan hér sé háð af óþjóðalýð og var- mennum. Með því legði Sjálfstæðisflokk- urinn fram sinn skerf til að bæta hina pólitísku blaðamennsku á íslandi og afsannaði með því, að hann ætlaði að fylgja fordæmi nazista um vinnubrögö. Að þessu eiga því beztu menn flokksins að vinna, en auðnist þeim ekki að hafa þau áhrif, sem þeir vildu, ættu þeir að gera sér grein fyrir, hvort þeir eigi eftirleiðis nokkra samleið með Sjálfstæðisflokkn- um. sem hvorutveggja virtist í blóma. Einar á Eyrarlandi og kon- urnar, sem fara vildu að sjá Laugalandsskólann, svo og Böðvar Magnússon, sem svo var nú samvizkusamur aö vilja ekki sleppa Einari með allt þetta kvenfólk einum, hvað sem fyrir kæmi, fóru fram að Laugalandi og skoðuðu kvennaskóla þenn- an, sem að mörgu er nú talinn sá fullkomnasti til sveita. Mér þótti vænt um að geta átt kost á að sjá þennan skóla, sem nú er yngstur, því fremur sem þarna fór saman ljómandi skemmtilegt samferðafólk, þar sem voru margar ágætar hús- freyjur og heimasætur, sem bezt skilja þörfina á kvenna- skóla í sveit, og ágætur leið- sögumaður, sem ekki einungis rataði veginn, heldur hafði verið með í öllu því, sem að skóla þessum varð að mestu liði. Við dvöldum dálitla stund í skólanum og skoðuðum hann og þótti konunum mikið til þess koma, hvað allt var þarna myndarlegt og íslenzkt. Allir innanhússmunir voru smíðaöir af sama manni á Akureyri, klæddir með ljómandi fallegu, innlendu taui. Allt er húsið hitað upp með hveravatni. Skól- inn með öllu eins og hann er nú, kostaði um 120 þús. krónur, og er nú skuldlaus með öllu og er það vel að verið af Eyfirðing- um. Að hálfu mun ríkissjóður hafa lagt til hans, en hinn helminginn hafa Eyfirðingar lagt fram. Gamlan skólasjóð áttu þeir, að mig minnir, 15000 krónur. Kaupfélagið gaf 10000, hitt mun mestallt hafa verið lagt fram af sýslunni. Samband íslenzkra samvinnufélaga gaf þó ríflega fjárupphæð. Skóla- gjald er þar krónur 60 fyrir hverja stúlku um veturinn, en fæðiskostnaður var um 1.00 á dag, eða um kr. 300 alls yfir veturinn. Kennslu er skipt þannig, að eldhússtörf eru fyrri partinn, en síðari hluta dagsins er skipt til innanhúss- starfa, vefnaðar, sauma o. s. frv. Eftir að gestirnir höfðu skoð- að skólann úti og inni, bauð skólastjórinn, ungfrú Valgerður Halldórsdóttir frá Hvanneyri, öllum upp á vel úti látnar góð- gerðir, og fylgdi svo hópnum fram að Saurbæ, og inn á Akur- eyri. Yfir borðum skýrði Einar ferðafólkinu frá sögu skólans, en frú Halldóra Guðmunds- dóttir frá Miðengi þakkaði fyr- ir hönd kvennanna, með fáum en vel völdum orðum. Það er ég viss um, að á þessari stundu óskuðu sunnlenzku konurnar þess eins, að við Sunnlendingar ættum j af n myndarlegan kvennaskóla handa húsmæöra- efnum okkar, sem Laugalands- skólinn er. Þegar upp frá borðum var staðið, var haldið suður Eyja- fjörð, fram að Grund, þvi mikla höfðingjasetri að fornu og nýju. Skoðuðu gestirnir kirkjuna undir leiðsögu Einars. Þótti gestunum mikið til um fegurð kirkjunnar, sem er verk Magn- úsar Sigurðssonar, sem lengi bjó á Grund. Mun hún að mörgu leyti vera talin fegursta kirkja landsins. Eiginlega hafði nú Einar ekki búizt við að geta farið lengra með okkur vegna króksins að Laugalandi, en þegar við sáum ekki til bílanna Minmngarord (Framhald af 3. síðu.) isiönaði og hannyrðum, og lagði á það haga hönd. Átti hún frumkvæði að við föður sinn, sem er ágætur smiður, ýmsri til- breytni frá því venjulega um smíði og útlit húsgagna svo að betur mátti fara, en hann smíð- aði eftir teikningu, er hún gerði. Hún var einkar prúð í allri framkomu og stillt. Hugði aldrei á hefndir, þótt fyrir rang- sleitni yrði; hafði þó trausta og skýrt mótaða skapgerð. Þótt fráfall hennar bæri að með skjótum og óvenjulegum hætti, átti banamein hennar þann aðdraganda, að henni var orðið grunsamt um hvert stefndi. Og þeirri alvöru tók hún með frábærri stillingu, sem aldrei haggaðist. Einn hinn harmljúfasti þátt- ur i fornbókmenntunum ís- lenzku, er hin fáorða lýsing á harmi Helgu Þorsteinsdóttur eftir fall Gunnlaugs orms- tungu. Henni var þá hugfró að rekj a skikkj una Gunnlaugs- naut, „ok horfði þar á löng- um“. Hvort höfundur Gunn- laugs sögu hefir hér farið eftir sannsögulegum heimildum læt ég aö sjálfsögðu ósagt. Þykir mér þó sennilegast, að hér sé um líkingu eina að ræða, þar sem skikkjan táknar minning- una, sem Helga átti eftir Gunn- laug látinn. Við erum öll, með- an við dveljum hér, frá vöggu til hinzta dags, að vefa og móta slíka skikkju og látum hana eftir ástvinum okkar og öðrum samferðamönnum þegar er við föllum frá. Því má sízt leyna, að miklu þykir okkur nú skipta, sem þekkjum Þóru í Höfða og vilj- um fegnir mýkja harmsstríð sifjaliðs hennar, að skikkjan hennar var með ágætum vel gerð og laðandi fögur. 24. des. 1937. Kolbeinn Kristinsson. frá Saurbæ, ákvað hann, að við skyldum halda áfram þang- að til aö við mættum þeim, og svo var gert. Fórum við fram- hjá Möðruvöllum, þar sem Guömundur ríki bjó, og hafði 100 kýr og 100 hjón. Við þann bæ og mann könnuðust allir. Svo var komið að Saurbæ, og var þá aðalhópurinn um það bil að enda samsætið, sem nú tafðist við óvænta komu Einars með allt kvenfólkið. Var auð- sær gleðisvipur á bændunum, þegar þeir sáu allar konurnar heimtar aftur. Einar hafði tíma til að sýna okkur Saurbæjar- kirkju áður en inn var sezt; er hún hrörleg mjög og talin ein hrörlegasta kirkja landsins af þremur torfkirkjum; ekki sízt stakk hún nú æði mikið í stúf við nágrannasystur sína, Grundarkirkju. En guðshús er hún nú samt eins og Grundar- kirkja, þótt fátæklegri sé að ytra útliti. Þar var líkkista inni, sem minnti okkur á fallvaltleika lifsins, þótt við værum sjálf að leika okkur. (Framh.) Bálfarafélag fslands. Skrifstofa: Hafnarstrœti 5. Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiða þau í fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýslngar á skrifstofu félagsins. Sími 4658. t'tlirciðið TÍIANN Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.