Tíminn - 20.09.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.09.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, þriðjuclaginn 20. sept. 1938. 42. blaffl Ferðalag Jónasar Jönssonar um byggðír Vestur-Islendínga Jónas Jónsson þakkar fyrir hring þann hinn góða, er Arinbjörn Bar- dal (til vinstri) afhenti honum á íslendingadeginum að Gimli, í umboði íslenzkra Goodtemplara í Manitobafylki, fyrir að hafa fyrirvaralaust skipað svo fyrir, að áfengisbúðum skyldi lokað meðan Alþingishátíðin stæði yfir á Þingvöllum 1930. Á hringnum er merki Manitobafylkis. í ávarpinu, sem Bardal flutti, er hann afhenti gjöf þessa, komst hann að lokum svo að orði: „Óskum vér og biðjum þess, að vinátta sú, sem tengir saman Austur- og Vestur-íslendinga, verði endalaus, eins og hringurinn hefir engan enda". Mæðíveíkín vestan víð Reykjanes- gírðíngu Smölun fór fram á Reykjanes- skaganum á sunnudag og voru réttir þar í gær. í leitinni fund- ust fimm eða sex dauðar eða dauðvona kindur og lék strax grunur á, að um mæðiveiki væri að ræða. Voru rannsóknarstofu háskólans send lungun til athug- unar og féll úrskurður hennar í gærkvöldi og var á þá leið, að kindurnar hefðu verið sýktar af mæðiveiki. Á síðastliðnu vori var Reykja- nesskaginn girtur af til varnar gegn þessum vágesti og kostaði girðingin um 30 þúsund krónur. Hinar sýktu kindur voru frá Óttarsstöðum og Straumi. Ferðalag Jónasar Jóns- sonar alþingismanns um byggðir Islendinga vestan hafs vekur hvarvetna hinn mesta fögnuð, og er aðsókn að samkomum og hátíða- höldum, sem efnt er til í sambandi við heimsókn hans, allsstaðar mjög mikil. Heimskringla 31. ágúst, sem hingað hefir borizt, skýrir all- nákvæmlega frá ferðum J. J. Er þá, að því er blaðið greinir, lið- inn allt að því mánuður, síðan hann lagði af stað frá Winnipeg vestur um hinar dreifðu íslend- ingabyggðir og allt til Kyrra- hafsstrandar. Sumstaðar voru hinir svonefndu íslendingadag- ar, þjóðhátíðadagar landa vestra, færðir til, svo að Jónas Jónsson gæti verið á þeim sem flestum. Hinn 11. ágúst ferðaðist J. J. um Markervillebyggð, og kom þá að gröf Stephans G. Stephans- sonar, en heimsótti því næst e.kkju skáldsins, frú Helgu, er býr enn á sínu forna setri, ásamt yngsta syni þeirra hjóna, Jakob . að nafni. Til þess að gefa mönnum hug_ mynd um þann blæ, sem er á viðtökum þeim, sem J. J. á að mæta vestra, skal hér birt eftir- farandi bréf, sem sent var Heimskringlu og prentað þar 31. ágúst: Portland, Ore., 27. ág. Ritstj. Hkr, Kæri landi — 24. ágúst verður framvegis hátíðardagur okkar íslendinga hér í Portland, því þá kom fyrv. dómsmálaráðherra Jónas Jónsson til okkar. Barði Skúlason og sá, sem þetta ritar tóku á móti honum á járnbrautarstöðinni, ásamt fréttariturum blaðanna, mynda- smiðum þeirra og útvarpsmönn- um. Þaðan fórum við þrír til University Club, þar sem Jónas gisti, og borðuðum kveldmat, þaðan fórum við á útvarpsstöð- ina, þar talaði hann í 15 mín- útur, síðan var farið á heimili Jóns G. Gíslasonar, þar voru saman komnir um 50 manns; Jónas talaði þar bæði á ensku og íslenzku og svaraði 10.000 spurn- ingum! Kl. 3 að morgni vorum við þremenningar aftur komnir í herbergi Jónasar, en kl. 8 fylgdi ég honum á járnbrautar- lestina og fór með honum hálfa dagleið áleiðis til San Francisco. Ég get sagt fyrir alla sem kynnt- ust honum hér, að við teljum okkur langtum ríkari fyrir það, og óskum honum allrar ham- ingju og að ísland megi njóta dugnaðar hans og framsýni í mörg ókomin ár. Guðmundur Thorsteinsson. Að því er Heimskringla grein- ir, var áætlað að J. J. kæmi aft- ur til Winnipeg úr förinni vestur að Kyrrahafi, hinn 5. september. (Framh. á 4. síðu.) Jarðarför Bjarna í Hóírní Jarðárför Bjarna Runólfsson. ar í Hólmi fór fram síðastl. sunnudag, að viðstöddu marg- menn, þrátt fyrir óhagstætt veður. Auk héraðsbúa voru viðstaddir ir jarðarförina allmargir Rang- æingar og ennfremur 8 alþingis- menn og miðstjórnarmehn Framsóknarflokksins, en Bjarni heitinn var fulltrúi Vestur- Skaftfellinga í miðstjórninni. Voru það þeir Bjarni Bjarnason, Bjarni Ásgeirsson, Helgi Jónas- son, Páll Zophoniasson, Pálmi Hannesson, Skúli Guðmundsson, Steingrímur Steinþórsson og Sveinbjörn Högnason. Ræður fluttu sóknarprestur- inn, séra Gísli Brynjólfsson, séra Sveinbjörn Högnason, Gísli Sveinsson sýslumaður og Skúli Guðmundsson atvinnumálaráð- herra. Karlakór úr Reykjavík hélt uppi söng. Jarðsett var í grafreit, sem nýlega hafði verið gerður heima í Hólmi, og var hann vígður við þetta tækifæri. Tékkoslovakiu fórnað ? Viðræðufundur frönsku og ensku ráðherranna í London á sunnudaginn er helzti atburð- urinn í alþjóðamálum síðan þeir ræddust við Hitler og Chamberlain. Fundur þessi stóð allan daginn og tóku þátt í honum af hálfu Frakka Dala- dier forsætisráðherra, Bonnet utanríkismálaráðherra og þrír háttsettir menn úr utanríkis- ráðuneytinu, en af hálfu Breta Chamberlain forsætisráðherra, Halifax utanríkismálaráðherra, John Simon fjármálaráðherra, Samuel Hoare innanríkisráð- herra og tveir embættismenn úr utanríkisráðuneytinu. Að fundinum loknum var tilkynnt að ráðherrarnir hefðu orðið sammála um tillögur til lausn- ar deilumálum Súdeta og Tékka. Tillögur þessar hafa nú verið lagðar fyrir ríkisstjórnir beggja landanna og hlotið þar einróma samþykktir. Enn hefir ekkert verið birt um efni tillagnanna. Þær hafa þeg- ar verið sendar tékknesku stjórninni, en verða sennilega ekki lagðar fyrir Hitler fyr en þeir hittast aftur, hann og Chamberlain, en það mun eiga að verða mjög fljótlega. Senni- lega verður það þó ekki fyr en kunnugt er um svar tékknesku stjórnarinnar. Verða tillögurnar vafalaust ekki birtar .opinber- lega fyr en viðræðum Hitlers og Chamberlains er lokið. Heimsblöðin telja sig þó hafa komizt á snoðir um aðalefni tillagnanna, sem sé í stuttu máli þetta: 1. Sá hluti Sudetahéraðanna, þar sem Sudetar eru i yfir- gnæfandi meirihluta verði sameinaður Þýzkalandi. 2. Tékkar segi upp hernaðar- samningum við Rússa og Frakka. 3. Stórveldin ábyrgist hlut- leysi og landamæri hinnar nýju Tékkóslóvakiu. í tilefni af þessum frétta- flutningi hefir brezka stjórnin varað menn við, að taka mark á óstaðfestum fréttum. En sé þessi orðrómur réttur, ætla stórveldin auðsjáanlega að fórna hernaðarlegu og fjár- hagslegu sjálfstæði Tékkósló- vakíu til að kaupa sér frið. Af- leiðingin verður sú, að veldi Þjóðverja, bæði stjórnmálalegt og viðskiptalegt, mun stórauk- ast i Mið- og Austur-Evrópu, en ýmsir áhrifamiklir brezkir stjórnmálamenn, þeirra á með- al John Simon, telja það ekki beint veikja hagsmuni enska heimsveldisins og þess vegna eigi það ekki að fara í ófrið af þeim ástæðum. Hinsvegar fækk- ar þetta bandamönnum Frakka á meginlandi Evrópu og því er vafalaust, að þeir ganga ekki að þessari lausn, nema gegn auknum loforðum um stuðning Breta, ef þeir lenda í ófriði. Orðrómurinn um þetta inni- hald tillagnanna hefir vakið A. K^OSSGrÖTTTiM: Síldveiðin. — Afkoma í Vestm.eyjum. — Heyskapur á stórbúum. — Góður þorskafli. — Bændaskólarnir. —'Kornyrkja á Hvanneyri. — Flugskilyrði. í vikulokin var síldveiðin orðin sem hér segir: Saltsíldin 325.337 tunnur, bræðslusildin 1.523.704 hl. Hliðstæðar tölur í fyrra voru 206.144 tn. og 2.165.640 hl. og 1936 242.746 tn. og 1.069.670 hl. Bræðslusíldin mun ekki aukast úr þessu svo teljandi sé, en reknetabátar, sem ganga frá Siglufirði, halda enn á- fram veiðum og er síldin söltuð. Var afli þeirra um 16 þús. tn. sl. viku. Sama og engin veiði var í vikunni við Faxa- flóa, en heimild er til að salta þar um 12 þús. tn. Er nú búið að sálta um 2400 tn. og hafa Akranesbátar nær eingóngu fengið þann afla. Reknetabátarnir nyrðra hafa fengið góða veiði sein- ustu daga. t t t Sveinn Guðmundsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum er hér á ferð. Telur hann þetta bezta árið hvað afkomu snertir í Eyjum síðan hann fluttist þangað 1931. Vertíðin varð í góðu með- allagi, þrátt fyrir almennan aflabrest í flestum verstöðvum. Dragnótaveiði hefir verið mikið stunduð frá Eyjum í vor og sumar, mátti teljast góð til júniloka, lök í júlí, en betri í ágúst. Afli 'dragnótabátanna er fluttur ís- varinn til Skotlands. Skipaferðir all- tíðar. Hyllast bátarnir til að koma að morgni dags, þegar ferðir falla, aflinn þá ísaður á bryggju samstundis og hann er fluttur í millilandaskip. Með þessu móti er komizt hjá frystihúsa- kostnaði. Dragnótaveiði þykir svara kostnaði, fáist 9—12 körfur af kola á sólarhring. Oft er aflinn meiri. Nokk- ur þorskveiði hefir verið við Vest- mannaeyjar síðari hluta sumarsins. Gengu þaðan nokkrir trillubátar og voru dæmi til að þeir fengju 6—7 skpd. í róðri, af ungum þorski. Er þetta ó- venjulegt um þetta leyti ársins. Hey- öflun gekk ágætlega í Eyjum í sumar, allgóður grasvöxtur og nýting sérstak- lega góð. Hinsvegar er búizt við að kartöfluuppskera verði léleg. Gerði storm af austri í ágústmánuði, sem skemmdi garða. / I t Blaðið hefir leitað sér frétta um hey- afla á nokkrum stórbúum. Á Hvann- eyrí varð taðan um 1200 hestburðir og úthey um 2500 og er það meðal hey- fengur. Á Hólum heyjuðust 2000 hest- burðir töðu og 900 hestburðir útheys og er það í meira lagi. Á Vífilsstöð- um var heyfengur í góðu meðallagi, 1900 hestburðir af töðu. Á Kleppsbúinu fengust 1600 hestburðir af töðu. Það er með mesta móti. Á búum Lórents Thors í Mosfellssveit, Lágafelli, Korp- úlfsstöðum, Varmá og Lambhaga heyj- uðust 9000—10000 hestburðir töðu, sem þó er ekki nema meðalfengur. t t t Ágætur þorskafli hefir verið í mörg- um verstöðvum norðanlands og á Aust- fjörðum undanfarna daga. Sérstaklega hefir aflinn verið góður við Eyjafjörð og hafa bátar frá Ólafsfirði fengið mestan afla. Ganga þaðan um 20 opnir vélbátar og 8 stærri bátar. Á Húsavík hefir einnig aflazt vel. Bátar frá Nes- kaupstað fengu góðan afla, þegar á sjó gaf, í seinustu viku, en afli var tregari á Páskrúðsfirði og Eskifirði. Á Aust- f jörðum hefir verið mun betri afli í sum- ar en mörg undanfarin sumur. Á Vest- f jörðum eru bátar nú að búast á þorsk- veiðar. Eftirspurn er nú mikil eftir ó- verkuðum saltfiski og verður fiskurinn fluttur út jafnóðum. Togararnir stunda nú aðallega veiðar á svonefndum Hala- miðum og hafa margir þeirra fengið ágætan afla á skömmum tíma. t t t Bændaskólarnir taka til starfa um veturnæturnar og verða báðir fullskip- aðir. Hefir orðið að vísa allmörgum umsækjendum frá vegna þrengsla. Á Hólum verða 42 nemendur, en 60 að Hvanneyri. Hafa í sumar verið byggð- ir tveir nýir kennarabústaðir að Hvann eyri og hefir við það fjölgað nemenda- íbúðum, svo að þar komast tíu fleiri en undanfarin ár. I t t Á Hvanneyri var í vor sáð korni, bæði byggi og höfrum, í 7—8 dagsláttur lands. Tíð var kóld í vor og hamlaði það sprettunni. Kornakrarnir hafa nú verið siegnir að mestu og kornið stakk- að, en þresking hefir ekki enn farið fram. Byggið er talið hafa náð sæmi- legum þroska, en hafrarnir eru heldur illa þroskaðir. / t t Athugun fer nú fram á lendingar- stöðum fyrir landflugvélar á Norður- og Austurlandi. Taka tvær flugvélar þátt í þessum athugunum og er Agnar Kofoed-Hansen flugmaður stjórnandi leiðangursins. Önnur flugvélin er eign ríkisins og Flugmálafélags íslands, en hin eign nokkurra manna í Reykjavík. Rannsóknir þessar eru gerðar að til- hlutun ríkisstjórnarinnar og mun Tím- inn skýra frá niðurstöðunum síðar. Benes forseti Tékkóslóvakíu. talsverðan ugg í Tékkóslóvakíu. í ræðu, sem Hodza forsætisráð- herra hélt á sunnudaginn, var beinum oxðum sagt, að þjóðar- atkvæðagreiðsla leysti ekki örð- ugleikana og gefið í skyn,. að Tékkar myndu aldrei að henni ganga. Svipaðar eru undirtektir tékkneskra blaða. í frönskum, enskum og amerískum blöðum virðist yfirleitt haldið fram þeirri skoðun, að Tékkar eigi að ganga að tillögunum, enda þótt sömu blöð hafi haldið því fram fyrir nokkrum dögum, að Tékk- ar hefðu þá gengið eins langt og sjálfstæði þjóðarinnar leyfði. Manchester Guardian lýsir þó andstöðu sinni við tillögurnar, þar sem Tékkar verði þá varn- arlausir fyrir Þjóðverjum. Til að vera við öllu búin, hef- ir stjórn Tékkóslóvakíu lýst landinu í umsátursástand og látið flytja varalið til landa- mæranna. Fullkomin ró virðist þó ríkja í landinu og í Súdeta- héruðunum hafa verið minni æsingar en áður. Hinar nýju sjálfboðaliðasveitir, sem Hen- lein hefir látiö stofna, reyna þó að koma á uppþotum hér og þar. Flestir þeir, sem mynda þessar sveitir, eru flúnir til Þýzkalands, og er talið, að um 100 þús. Súdetar séu nú komn- ir þangað. Henlein, sem er í Þýzkalandi, hefir enn einu sinni reynt að koma af stað æs- ingum með því að skora á liðs- menn sína að veita „kommún- istaglæpamönnunum í Prag" fulla mótstöðu. Á svipaða leið, er tónn þýzkra blaða. Bæði Þjóðverjar og Pólverjar hafa aukið herlið sitt við tékknesku landamærin undanfarna daga. Mussolini hélt ræðu á sunnu- daginn og túlka ítölsk blöð hana á þá leið, að ítalir muni berjast með Þjóðverjum, ef til ófriðar komi. Mussolini lagði til, að allir minnahlutaþjóðflokkar í Tékkó- slóvakíu fengju að greiða at- kvæði um það, hvort þeir vildu sameinast öðru ríki. Hafa full- trúar pólska minnihlutans tekið kröftuglega undir þá tillögu, og sagt er að Horthy ríkisstjóri muni fara á fund Hitlers og biðja hann um liðveizlu til þess að Ungverjaland fái þann hluta Tékkóslóvakíu, þar sem Ung- verjar eru aðallega búsettir. Seinustu fréttir herma, að ráðherrafundur í Prag hafi A víðavangi Blaðómynd Jóns í Stóradal, er •enn hjarir af náð reykvískra heildsala, er byrjuð að endur- taka gamlan og marghrakinn þvætting um lög Framsóknar- flokksins og hin svokölluðu „handjárn". Ákvæðin, sem blað- ið talar um, eru á þá leið, að ef meirihluti miðstjórnar og meiri- hluti þingsflokks geri þingmál að flokksmáli, séu þingmenn flokksins bundnir við þá ákvörð- un, meðan þeir eru í flokknum, og ákvörðunum yfirleitt innan flokksins skuli meirihluti ráða. Álítur Jón í Dal, að minnihlutinn eigi að ráða? Eða finnst honum enn eðlilegt, að flokkur vilji hafa þá þingmenn innan sinna vé- banda, sem hvorki vilja taka til- lit til meirahluta miðstjórnar eða þingmanna? Tilvera flokka byggist auðvitað á því, að menn standi saman eftir einhverjum ákveðum reglum. Og vel á minnzt: Hverjir vildu reka Magnús Torfason af þingi, af því að hann heimtaði „sannfær- ingarfrelsi" í „Bændaflokkn- um"? * * * Einar Ásmundsson skrifar um vinnulöggjöfina í Visi 16. þ. m. Þar gætir nokkurs misskilnings. T. d. segir höf. að öllum „sekta- dómum", sem kveðnir eru upp af félagsdómi, mega áfrýja til hæstaréttar. Þetta er rangt. Lög_ in (67. gr.) ákveða, að „úrskurð- um" um sektir fyrir vítaverða framkomu í dómnum, megi á- frýja til hæstaréttar, en þetta tekur vitanlega ekki til „sekta- dóma" almennt. Það er líka ein- hver misskilningur, að ekki sé hægt að leggja fyrir félagsdóm „ágreining um, hvort tiltekið verkfall eða verksvifting sé lög- mæt". Þá er E. Á. undrandi yfir því, að kommúnistum skuli ekki vera tryggt sæti í dómnum. Öðru vísi mér áður brá! * * * Árna frá Múla langar til að sanna, að margt sé „sambæri- legt" í fari Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna og telur sig þar með gera hinum síðarnefnda Tiikinn greiða. Vera má að svo ^é. En samanburðarhæfileikum k. J. er áreiðanlega nokkuð á- 'oótavant. M. a. má benda Á. J. á, að það er engan veginn sam- bærilegt, annarsvegar að byggja sér íbúðarhús — jafnvel þótt vandað sé — fyrir eigið fé, og hinsvegar að byggja 5—6 fyrsta flokks skrauthýsi handa ein- staklingum fyrir almannafé, sem lánað hefir verið tilteknu firma til að framleiða saltfisk og síldarafurðir. * * * Á. J. kvartar yfir því, að „Tímamenn" þykist „eiga meiri rétt en aðrir borgarar þjóðfé- lagsins" og „telji sig réttborna til ríkis". Er það kannske misminni, að þegar íhaldið hrökklaðist frá völdum 1927, hafi ekki verið nema einn Framsókn- armaður í sýslumannsembætti á íslandi? Og myndu þeir ekki hafa talið sjálfa sig „réttborna til ríkis", sem árið 1931 lýstu komu Framsóknarbændanna til Reykjavíkur sem „hungurgöngu" óþvegins lýðs með „fiðrið 1 tötr- unum og mosann í skegginu"? Hvort hafa nú þrengingar margra ósigra kennt tindátum Morgunblaðsins að bera höfuðið lægra en þeir áður gerðu? gengið að tillögum ensku og frönsku stjórnanna. Þessi frétt er þó ekki staðfest. Kosningar í Svíþjóð. Síðastl. sunnudag fóru fram kosningar til efri deildar sænska þingsins. Jafnaðarmenn hafa unnið mest á, en íhaldsmenn tapað. Er jafnvel útlit fyrir að jafnaðarmenn fái meira- hluta í deildinni og hafa þeir þá orðið meirahluta í báðum þing- deildum. Mun Tíminn segja nán- ar frá þessum kosningum síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.