Tíminn - 22.09.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.09.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GTJÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRABINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFVR: Edduhúsi, Lindargötu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: j FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, fimmtudagimt 22. sept. 1938. Athugun á lendingarstððum iyrir landíiugvélar Gódir lendíngarstaðir vída um laiid Þetta ár virðist ætla að verða merkisár í íslenzkum | flugmálum. Flugfélag Akureyrar eignast „Örninn" og starfrækt farþega- flug. í „Bláfuglinum", sem er eign nokkurra manna í Rvik., er einskonar unglingaskóli fyrir upprennandi flugmenn. Þýzkur flugleiðangur kemur í heimsókn og gefur sviffluginu byr undir | vængi, og Plugmálafélagið og ríkissjóður leggja saman í að i kaupa af þessum leiðangri vél- 1 flugu, sem að vísu ber ekki I nema tvo menn, en sem fékkst með tækifærisverði og er eink- ar hentug til óhjákvæmilegra athugana, áður en landflug get- ur orðið virkur þáttur í íslenzk- um samgöngum. Á þessari litlu vél, „Klemm- inum", eins og hún er kölluð, hefir að ósk samgöngumálaráð- herra og með fjárstyrk úr ríkis- sjóði, verið farið í leiðangur víðsvegar um landið í leit að lendingarstöðum fyrir landflug- vélar. Leiðangursmenn voru þeir Agnar Kofoed-Hansen flugmað- ur og Bergur Gíslason gjald- kexi Flugmálafélagsins. Fyrra þriðjudag flugu þeir austur í Rangárvallasýslu og lentu þar á eftirtöldum stöð- um: í Vestur-Landeyjum: við Álfhóla, Hemlu og á sandi; skammt austur af Berjanesi. í Austur-Landeyjum: á svo- nefndum Sprengisandi milli Úlfsstaðahverfis og Kanastaða, í Ossabæjarlandi og Miðeyjar- landi, skammt frá bæjunum, og á örfoka söndum á öllum stöð- unum. í Rangárvallahreppi var lent á Geiteyjarsandi, skammt frá Lambhaga, og í miðjum Hellu- vaðssandi. í þegsari för flugu þeir lengi yfir Vestmannaeyjum, en töldu þar hvergi lendandi á flugvél áf þessari gerð. Á fimmtudaginn var förinni heitið upp í Borgarfjörð í sömu erindum. Lentu þeir félagar á Hvanneyrarfit, en með því að veðurútlit var sérstaklega gott, frestuðu þeir frekari athugun í þessu byggðarlagi, en flugu í þess stað norður í land. — í Norðurárdal ályktuðu þeir þó að lenda mætti á Desey og í Hvammi, en þegar norður í Mið- fjörð var komið, lentu þeir á einum hinum glæsilegasta flug- velli, sem þeir fyrirfundu. Er það sandur, um 2 km. suður af Miðfjarðarbotni, en norðan þjóðvegar. Þaðan flugu þeir og fylgdu þjóðvegi unz þeir lentu á Stóru-Giljá í Þingi, þvínæst á flötum suðvestan við Blöndu- ós og loks á engjum Gunn- steinsstaða í Langadal. Að því búnu var flogið yfir Vatnsskarð, lent á Löngumýri í Seiluhreppi, en sá bær er skammt frá Varmahlíð í Skaga- firði; og þvínæst í Stokkhólmi í Hólminum gegnt Miklabæ. Að þessu loknu var flogið til Eyjafjarðar og lent á túni Jak- obs Karlssonar, sem er ákjós- anlegur lendingarstaður fyrir landflugvélar við Akureyri. Næsta dag var flogið til baka til Skagafjarðar, lent á túninu á Víðivöllum í Blónduhlíð, tveim stöðum hjá Vallanesi í Vall- hólmi, en sá bær er skammt frá brúnni yfir Héraðsvötnin. Því- næst lentu þeir félagar á engj- unum við Reynistað, á söndum skammt frá Sauðárkróki, en flugu þaðan heim til Hóla, og lentu þar á nýræktartúni neð- an við bæinn, hinum prýðileg- asta velli. Agnar Kofoed-Hansen flugmaður Þaðan var flogið yfir Heljar- dalsheiði, setzt milli Dælis og Másstaða í Skíðadal, og aftur á Grundarengjum í Svarfaðardal. Síðan haldið til Akureyrar. Þetta kvöld símuðu þeir Al- bert Jóhannessyni og Birni Ei- ríkssyni flugmanni, skýrðu þeim frá hinum fjölmörgu lendinga- stöðum og hvöttu þá til að slást í förina. Laugardagsmorgun flugu þeir Agnar og Bergur fram Eyja- fjörð. Lentu þar á Grundar- engjum, Melgerðismelum og á Möðruvöllum. Allt voru þetta á- gætir lendingarstaðir. Á leiðinni til Akureyrar hækkuðu þeir flug sitt, en þeg- ar þeir voru komnir upp í 3800 m. hæð, snéru þeir niður á leið, því þá sáu þeir til ferða Blá- fuglsins með þá Albert og Björn, sem nú skauzt út úr Öxnadaln- um. Þegar „Klemminn" hafði Lögín um atvínnu við síglíngar endur- skoðuð Á síðasta Alþingi voru gerðar nokkrar breytingar á lögum um siglingar, en jafnframt ákveðið að láta fara fram endurskoðun á lögunum á þessu ári. Var svo fyrir mælt, að atvinnumálaráð- herra skyldi kveðja til þeirrar endurskoðunar fulltrúi sjó- manna og útgerðarmanna. Atvinnumálaráðherra hefir falið 5 manna nefnd endurskoð- un á lögunum, og skipa hana þessir menn: Kristján Bergsson, forseti Fiskifélags íslands. Pálmi Loftsson, framkvæmda- stjóri. Jón Axel Pétursson, bæjarfull- trúi, samkvæmt tilnefningu Al- þýðusambands íslands. Ólafur H. Jónsson, framkvstj., samkvæmt tilnefningu Fél. ísl. botnvörpuskipaeigenda. Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri, samkvæmt tilnefningu Far- manna- og fiskimannasambands íslands, en í hans stað mæti í nefndinni Þorsteinn Árnason vélstjóri, þegar um er að ræða atvinnu vélstjóra á íslenzkum skipum. Er lagt fyrir nefndina að hraða störfum'svo sem unnt er, og skila til rikisstjórnarinnar þeim tillögum, um breytingar á lögunum, sem nefndarmenn kunna að sjá ástæðu til að gera. lækkað flugið, var „Fuglinn" kominn, svifu nú tvær flugvél- arnar yfir Akureyri nokkra hringi, en lentu síðan, báðar samtímis. Síðar þennan sama dag voru báðar vélarnar á sveimi yfir Akureyrarbæ, og sýndi Agnar þá listflug. Frh. á 4. síðu. Styrjöíd frestað, ekki afstýrt Tékkneska stjórnin tilkynnti i gær stjórnum Englands og Frakklands, að hún hefði fallizt á tillögur þeirra til lausnar deilunni við Súdeta. Hafði hún áður verið eindregið hvött til þess af sendiherrum þessara ríkja og að líkindum gefið i skyn, að hún gæti ekki vænzt stuðnings þeirra i ófriði, ef hún hafnaði tillögunum. Almenn- ingsálitið í Tékkóslóvakíu virð- ist mjög andstætt þessari lausn og ríkir þar mikil gremja í garð Breta og Frakka. Samþykki tékknesku stjórn- arinnar er bundið því skilyrði, að Frakkar og Bretar skuld- bindi sig til að verja hin nýju landamæri Tékkóslóvakíu, ef á þau verði ráðizt. Chamberlain fer í dag til fundar við Hitler og hittast þeir í Godesberg, sem er skammt frá Köln. Mun hann leggja tillögur frönsku og ensku stjórnanna fyrir Hitler til samþykktar. Ennfremur hefir heyrzt, að þeir muni ræða um sáttmála milli Bretlands og Þýzkalands, þar sem ákveðið verði um stærð loftflota og takmörkun vígbúrt- aðar. Eins og nú stendur, virðist því nokkurt útlit fyrir, að ekki komi til styrjaldar að sinni. Hihsvegar er sú skoðun almenn, að hér sé ekki um neina endanlega lausn að ræða held- ur hafi „New York Times" orð- að þetta rétt með því að segja, að styrjöld hafi verið frestað en ekki afstýrt. Sigur Þýzkalands í þessari deilu sé vissulega lík- legri til að auka landvinninga- hug nazista, en að draga úr honum. Þó geta enn gerzt þeir at- burðir, sem hindra þessa lausn. Móguleikarnir til þess eru m. a. þessir: 1. Að Hitler geri nýjar kröf- ur, en stjórnir Frakklands og Bretlands sjá sér tæpast fært að ganga lengra, þar sem and- úðin fer stöðugt vaxandi gegn undanlátssemi við Þjóðverja. Bendir ýmislegt til þess, að hann hafi það í hyggju. Bæði stjórnir Póllands og Ungverja- lands hafa lýst því yfir, að 43. blao A. KROSSGÖTTJM Sala síldarlýsis. — Fjöldi útvarpseigenda. — Nýr skíðaskáli.—Varzlan á Kili. — Gjöf til Háskólans. — Sauðfé vænt. — Úrvalsritgerðir Jónasar Jónssonar. Stjórn síldarverksmiðja ríkisins er búin að selja um 5.900. smál. af lýsi, en öll framleiðsla verksmiðjanna mun vera um 7.300 smál. Salan hefir öll farið fram seinasta mánuðinn. Verð- ið mun hafa verið frá 12—13 sterl.p. smálestin. Kveldúlfur mun vera búinn að selja um 1000 smál. og Djúpavíkur- verksmiðjan um 700 smál. Aðrar verk- smiðjur munu hafa selt lítið eða ekk- ert. t t f Ríkisútvarpið hefir gefið út smá- bækling á ensku um rekstur útvarpsins hér, til að geta svarað á skjótan hátt ýmsum fyrirspurnum, sem því berast. Birtist þar m. a. yfirlit yfir fjölda skráðra útvarpseigenda í ýmsum lönd- um. Bandaríkin hafa flesta útyarps- eigendur eða 204 af hverjum 1000 íbú- um, Danmörk kemur næst með 190, Bretland með 173, Nýja Sjáland með 174, Svíþjóð með 170, Ástralía með 147, Þýzkaland með 134 og Holland með 128. ísland er 9. ríkið í röðinni, með 123 útvarpseigendur af hverjum 1000 íbúum. Noregur hefir 105. Finnland 63, Rússland 22. í árslok 1930 voru hér 490 útvarpseigendur, en um seinustu ára- mót var tala þeirra 14.407. t t t Fyrir nokkrum árum stofnuðu um þrjátíu stúlkur í Reykjavík með sér íþróttafélag kvenna. Síðan hefir félag þetta dafnað vel og eru nú í því um 100 virkir meðlimir. Á síðastliðnu vori réðist félagið i að byggja skála til við- legu í sumardvölum og skíðaferðum að vetrarlagi og er hann nú fullgerður. Var skálanum valinn staður sunnan undir Skálafelli, skammt norðan við Þingvallaveginn um Mosfellsdal. — Stendur hann fyrir botni lítils dal- verpis, nokkru innan við Stardal og er útsýni fagurt til vesturs. Skálinn er mjög vandaður og allur klæddur innan með „masonite". Þar er svefnrúm fyrir 40—50 manns. í melbarði, rétt við hús- vegginn, sprettur upp 25 stiga heitt vatn og er ætlunin að byggja þar dá- litla sundlaug, þegar fram líða stundir. t t t Vörzlu á Kili er nú lokið að þessu sinni. Var fyrir fáum dögum smalað þar um slóðir og ráku Biskupstungna- menn sunnanféð til réttar í Gránu- nesi. Fannst engin kind að norðan í safninu og ber það varðmönnunum góðan vitnisburð. í fyrra sluppu um tuttugu kindur suður í gegnum varð- línuna á Kili, enda var aðstaðan þá erfið og girðingin komst ekki upp fyrr en í júlí og ágúst. Hinsvegar var ásókn norðanfjárins að komast suður yfir mikið meiri í sumar. t t t Ejnar Munksgaard bókaútgefandi í Kaupmannahöfn hefir gefið Háskóla íslands 10 þús. kr. Verður með fé þessu myndaður sérstakur sjóður við Háskólann, sem bér nafn gefandans, og skal 9/io hlutum af vöxtunum varið til að rannsókna og útgáfu á forníslenzkum ritum eða til styrktar íslenzkum fræðimönnum til að kynna sér íslenzk rit á dönskum söfnum. Ejnar Munksgaard er mikill íslands- vinur. Hann hefir gefið út ljósmynduð CHAMBERLAIN þær muni styðja kröfur þjóð- ernisminnahluta þeirra í Tékkóslóvakíu, en þeir krefj- ast aðskilnaðar, eins og Sú- detar. Mussolini hefir lýst samúð sinni með þessum kröf- um. Forsætisráðherra Ung- verjalands hefir farið á fund Hitlers og beðið hann um liö- veizlu. Stjórn Póllands er talin hafa hótað að grípa til vopna, ef ekki verði fallizt á kröfur pólska minnahlutans. Fyrir Hitler er mjög freistandi að vinna sér hylli þessara ríkja með því að koma fram kröfum þeirra. Þær raddir verða líka alltaf háværari í þýzkum blöð- um, að Tékkóslóvakía eigi ekki tilverurétt og verði alltaf byrði fyrir Evrópu. Minna þau einnig á, að Bæheimur hafi tjl forna verið þýzkt land. Þau styðja jafnframt mjög eindregið kröf- ur Pólverja og Ungverja. 2. Að svo sterk andúðaralda almenningsálitsins í Englandi og Frakklandi rísi gegn þessum tillögum, að stjórnirnar þori ekki að fylgja þeim fram. Þær hafa þegar sætt hörðum and- mælum ensku verkalýðssamtak- anna. Bæði j afnaðarmanna- flokkurinn enski og frjálslyndi flokkurinn hafa krafizt þess, að þingið verði kallað saman og ekkert afráðið, án samþykktar þess. Chamberlain hefir neitað að verða við þessari kröfu. Tel- ur hann, að þessi mál þurfi svo skjóta lausn, að þingið myndi taka of langan vinnutíma frá stjórninni. Er það að nokkru leyti rétt, en hitt mun ekki síð- ur valda synjun hans, að marg- ir þingmenn íhaldsins eru stjórninni ósammála og verður hægra að sefa þá, þegar málið er klappað og klárt. Er jafnvel talið, að Anthony Eden fyrv. ut- anríkisráðherra sé í þeirra hópi. Churchill, sem er óháður í- haldsmaður og mjög áhrifamik- 111, hefir lýst fullkominni van- þóknun á tillögunum. Andúðin gegn þeim nær því langt inn í raðir íhaldsflokksins og fer vax- andi. Rússneska stjórnin hefir lýst því yfir, að hún hafi tilkynnt tékknesku stjórninni, að hún myndi standa við skuldbind- ingar sínar, sem eru þær, að Rússland hjálpi Tékkóslóvakiu i hernaði, ef Frakkland geri það líka. Hitt er yfirleitt talið ólík- legt, að Rússar myndi hjálpa Tékkum, ef þeir berðust einir við Þjóðverja. Seiimstu fréttir. í morgun var tilkynnt opin- berlega í Prag, að tékkneska stjórnin hafi sagt af sér. Er tal- iff ólíklegt, að dr. Hodza muni mynda stjórn aftur. Þýzk blöð sögðu í morgun, að brezk-f rönsku tillögurnar séu orðnar algerlega úreltar, því kröfur Pólverja og Ungverja hafi skapað nýtt ástand. Það verða gerðar stórfelldari ráð- stafanir í Godesberg í dag, segja þau, en nokkurn hefir dreymt eintök af mörgum frægum isl. forn- ritum og hefir sú útgáfa hlotið mik- inn orðstír. t t t Fyrstu haustleitir eru nú afstaðnar víðast hvar á landinu og hafa rétta- höld verið mjög víða hina síðustu þrjá daga. Það virðist einróma álit manna, að fé sé í vænna lagi, sér í'lagi þykir það vel holdgróið. Fjallheimtur eru sumstaðar nokkuð misbrestasamar og má það að nokkru leyti rekja til þess, að þoka og rigningar voru til trafala smölunardagana í sumum landshlutum. ; ; t Eins og áður hefir verið frá skýrt, kemur fyrsta bindi hins mikla ritgerða- safns Jónasar Jónssonar út nú í haust, nokkru fyrir hátíðirnar. Munu í því verða minningagreinar og afmælis um á þriðja tug manna og kvenna, bæði sumra þeirra, sem f remstir hafa staðið í stjórnmálabaráttu síðustu áratuga, og fólks, er hljóðlátari störfum hefir gegnt. Fullvíst er, að útgáfu þessari verður vel tekið af öllum þorra manna, einnig stjórnmálaandstæðingum höf- undarins. í Reykjavík hafa því nær þrjú hundruð manna gerzt áskrifendur að þessu fyrsta bindi á mjög skömmum tíma. Svipaðar undirtektir hefir útgáf- an hlotið í öðrum kaupstöðum landsins og þeim sveitum, sem fregnir hafa bor- izt úr. Enn mun þó meginþorri þeirra manna, sem hafa hug á að eignast ritið, ekki hafa gefið sig fram. Um- boðsmenn útgáfunnar og aðrir, sem hafa áskriftarlista í fórum sínum, eru um, því nýtt ástand hefir mynd- (Framh. á 4. síöu.) azt. Á víðavangi Mbl. vill telja, að skuldir rík- isins hafi raunverulega aukizt um upphæðir, sem ríkið hefir aðeins tekið að láni að nafninu til, en aðrir (t.d.Útvegsbankinn) borga vexti og afborganir af.. Þannig fær það út rúml. 4y2 millj. kr. hækkun í tíð núver- andi stjórnar, og er það rétt á pappírnum. En hvernig standast fjármálaspekingarnir í Reykja- vík samanburðinn, ef reiknað er á þennan hátt? Þá verður að telja Sogslánið til raunvefulegr- ar skuldaaukningar bæjarins á þessu tímabili. Skuldaaukning Reykjavíkurbæjar er þá 8 millj. kr. á sama tíma, sem ríkisskuld- irnar hafa aukizt um 4y2 millj. kr. — Það er sama, hvar saman- burður er gerður. Allar stað- reyndir tala Sjálfstæðisflokkn- um í óhag. * * * Mbl. ber saman lausaskuld rík- isins annarsvegar um síðustu áramót og hinsvegar 10. sept. s. 1. En því ekki að bera saman lausa- skuldina 10. sept. í fyrra og 10. sept. í ár? Það tvennt er sam- bærilegt, en hitt ekki. Hvers- vegna þarf blaðið endilega að beita blekkingum í þessu máli? * * * Enn dregur Mbl. nafn Jóns heitins Þorlákssonar inn í um- ræður um fjárstjórn ríkisins. Er ekki hægt að vitna í neinn lif- andi mann til að sýna að Sjálf- stæðisflokkurinn kunni að fara með fjármál? En úr því að til- efni er gefið, má endurtaka það, að skuldaafborgun J. Þ. tvö fyrstu árin var vegna alveg ein- staks góðæris, samfara stór- kostlegri skattahækkun (sbr. verðtollinn). Tvö síðari stjórn- arár J. Þ., þegar heldur harðn- aði í ári, varð halli í ríkissjóði. Og þó mátti þá heita góðæri samanborið við árin 1935—38. * # * Mbl. er seinheppið í dag. Birtir (handa íhaldsfólki, í Reykjavík, sem ekki sér Tímann) frásögn um, hvað staðið hafi 1 síðustu f jármálagrein Eysteins Jónsson- ar. En á sömu síðu flytur það ljósmynd af kafla úr greininni, sem sýnir, að allt, sem það hefir um hana sagt, eru ósannindi! * * * „Kreppan er heimatilbúin vara"-------„En ólán mitt er að ég fæst ekki til að ljúga", segir Árni Jónsson frá Múla! * ¦ # * Mbl.er nú farið að bera f járhag Reykjavíkur saman við fjárhag Eskifjarðar. Sælir eru hógværir! * # * Unglingsmaður úr Reykjavík, Gunnar að nafni, hefir verið á flökti víða um land á vegum Sjálfstæðisflokksins. Nýlega ger- ir hann ferð sína um Barða- strandarsýslu að umræðuefni í Mbl. og Vísi. Hefir hann orð á því, að samgöngur í sýslunni séu í slæmu lagi og muni það stafa af afskiptaleysi núverandi þing- manns. Allir kunugir vita, að Barðastrandasýsla er frá nátt- úrunnar hendi eitt erfiðasta hér- að landsins yfirferðar. Og ekki mun hinn ungi maður úr Heim- dalli hafa haft fyrir því að kynna sér, hversu ástatt var um samgöngur í sýslunni, þegar Bergur tók upp forystu í mál- um hennar. Síðan og fyrir hans atbeina, hafa verið brúaðar fimm ár í sýslunni. Vegirnir milli Bíldudals og Patreksfjarðar og frá Patreksfirffi til Barðastrand- ar hafa vefið teknir í þjóðvega- tölu og búið að vinna allmikið í þeim vegum. Kominn bílvegur frá Hvalskeri við Patreksfjörð yfir á Rauðasand og frá Gils- fjarðarbotni að Kinnarstöðum í Reykhólasveit; Auk þess eru ár- lega veittar 5000 kr. í sýsluna af fjallvegafé á síðustu árum. Simi lagður um Dalahrepp og Rauða- sand mestallan, frá Sveinseyri að Suðureyri og Efra-Laugardal og frá Kinnarstöðum að Reyk- (Framh. á 4. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.