Tíminn - 04.10.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.10.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRABINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1Ð. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTOEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Llndargötu 1D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 4. okt. 1938. Níðursuðuverksmíðja S.LF. tekín tíl staría SJALDGÆFT HJÚSKAPARAFMÆLI llún á aö geta fram- leitt 40 teg. af nionr- soðnum fiskafurouni. Árlegur útflutningur IVorðmaama á slíkum vörum nemur 30—35. millj. kr. Stjórn Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda hefir í sumar látið reisa vandaða niðursuðuverk- smiðju hér í bænum. Var hún opnuð síðastl. laugar- dag að viðstöddum fulltrú- um á aðalfundi S. í. F. og ýmsum boðsgestum. Verksmiðjan er í stóru tvílyftu steinsteypuhúsi. Fylgir því all- stór lóð til geymslu hráefna. Hefir húsið og lóðin kostað 136 þús kr., en vélar og uppsetning þeirra um 83 þús. kr. Vélarnar eru frá norsku firma og hafa erlendir sérfræðingar, sem fengnir hafa verið til að skoða verksmiðjuna, látið svo ummælt, að hön væri fyllilega sambæri- leg við nýtízku verksmiðjur á Norðurlöndum. Verksmiðjunni er ætlað að sjóða niður allar íslenzkar fisk- tegundir, sem ætla má að mark_ aður fáist fyrir. Nú þegar hefir verksmiðjan gert tilraunir með eftirfarandi afurðir: Soðinn þorsk, reykta og soðna murtu, síld, allskonar teg., sjólax (ufsa) tvennskonar teg., krækling, humar, hrogn og lax. Er öllum þessum vörum komið fyrir í smekklegum umbúðum. Alls á verksmiðjan að geta framleitt um 40 mismunandi tegundir af niðursoðnum fiskafurðum. „Aðrar þjóðir, sem keppa við oss í fiskveiðum", sagði form. S. í. F., Magnús Sigurðsson bankastjóri, þegar hann opnaði verksmiðjuna, „flytja út fisk- niðursuðuafurðir fyrir tugi mill- jóna á ári, en vér höfum ávallt verið eftirbátar þeirra í því. Nú er byrjunin hafin og von vor er það, að vér getum staðið þeim fyllilega á sporði í framtíðinni í þessum efnum og munum leggja höfuðáherzlu á vörugæði til þess að ná mörkuðum fyrir sölu á vörunni. Vér íslendingar höfum þá trú, að íslenzki fisk- urinn sé bezti fiskur í heimi, og þá trú verðum vér að berja inn í hausinn á öðrum þjóðum og sigra á því". Til þess að tryggja það, að meðferð vörunnar væri sam- kvæmt ítrustu kröfum hefir stjórn S. í. F. fengið hingað til ráða forstöðumann „vísindalegu rannsóknarstofnunar þýzka fiskiðnaðarins" og hefir sú stofnun tekið að sér að hafa með höndum rannsóknir á framleiðslu verksmiðjunnar. Það mun tilætlun verksmiðju- stjórnarinnar að framleiða ekki neitt að ráði til útflutnings fyrst um sinn, heldur gera sem ítrastar tilraunir til að vanda gæði vörunnar. Formaður verksmiðjunnar er Þorvaldur Guðmundsson niður- suðumaður. Auk hans vinna orðið um 15 stúikur yið verk- smiðjuna. Ríkissjóður hefir veitt S. í. F. 30 þús. kr. styrk til verksmiðj- unnar samkv. lögum um fiski- málanefnd. Af nágrannaþjóðum okkar eru Norðmenn komnir lengst í nið- ursuðu fiskafurða. Flytja þeir árlega út niðursoðnar fiskafurð- ir fyrir 30—35 millj. kr. Útflutn- ingur Svía er 5—6 millj. árlega. Meira en helmingur af þessum S. 1. sunnudag, 2. október, áttu þau Ólafur Ögmundsson og Vilborg Þorbjarnardóttir svo- kallað demantsbrúðkaup. Voru þann dag 65 ár liðin frá giftingu þeirra. Ólafur á 94 ára afmæli í dag, en Vilborg varð 95 ára í júnímánuði í sumar. Þau bjuggu að Lágafelli í Austur-Landeyj - um, þar til sonur þeirra, Sæ- mundur Ólafsson hreppsnefnd- aroddviti, tók við búi af þeim, laust eftir aldamót, en á Lága- felli hafa gömlu hjónin dvalið alla tíð síðan. Ólafur er þrotinn að heilsu og hefir ekki haft ferlivist um allmörg ár, en Vil- borg er hin ernasta og situr sjaldnast auðum höndum. Sam- búð gömlu hjónanna er þó enn lengri en þetta. Þau höfðu bú- ið saman í sjö ár áður en þau giftust. afurðum er selt til Bandaríkj- anna. Næstbeztu markaðslönd- in eru England og Afrika. Japanir standa einnig mjög framarlega í niðursuðuiðnaðin- um, en þeir selja lítið á þeim mörkuðum, sem eru næstir okk_ ur. í Frakklandi og Portugal er fiskniðursuða einnig talsverð atvinnugrein. Niðursuðuverksmiðja S. í. F. er eiginlega fyrsta fyrir- tækið hér á landi, sem fram- leiðir slíkar vörur til útflutn- ings. Sláturfélag Suðurlands hefir að vísu starfrækt niður- suðuverksmiðju undanfarin ár, en nær eingöngu framleitt fyrir heimamarkaðinn. Niðursuðu- verksmiðjan á ísafirði hefir ein- göngu soðið niður rækjur. Nið- ursuðuverksmiðjan á Bíldudal er líka aðallega ætlað að fást við niðursuðu á rækjum. Tékkar semja víð PólvcrjaogUngverja Tékkar hafa gengið að kröf- um Pólverja um að afhenda þeim Teschen. Landshluti þessi hefir alltaf verið þrætuepli milli landanna. Tóku Tékkar hann með valdi 1919 og fengu hann síðan dæmdan í sinn hlut á al- þjóðaráðstefnu, sem fjallaði um þessi mál. Búa á þessu svæði um 80 þús. Pólverja, en aðal- ástæðan til ágreiningsins er sú, að þarna eru einhverjar auðug- ustu kolanámur í Mið-Evrópu. Pólverjar hótuðu Tékkum að taka Teschen með valdi og hafa þeir talið ráðlegra að láta und- an til þess að geta einbeitt (Framh. á 4. síðu.) Duff Cooper og frú hans, sem talin er einhver fegursta kona Englands og stendur mjög framarlega í samkvæmislífi enska aðalsins Hún var áður fræg leikkona og meffan Duff Cooper var óþekktur sem stjórnmálamaður var hann stundum nefndur í gamni „maður lady Diönu"! Duff Cooper er 48 ára, tók þátt í heimsstyrjöldinni, varð þingmaður 1924, hermála- ráðherra 1935—37 og síðan flotamálaráðherra. Hann er rithófundur góður og hefir m. a. skrifað æfisögu Haigs jarls. Chamberlaín afstýrðí stríðs- hættu, sem hann haíðí skapað Yngrí stjórnmálaleiðtogar íhaldsilokksins vílja vernda heíður Englands Sá atburður, sem vakið hefir mesta athygli í alþjóðamálum síðan Miinchen-ráðstefnan var haldin, er lausnarbeiðni enska flotamálaráðherrans, Duff Coo- per. Hann lagði lausnarbeiðni sína fram á laugardaginn og færði fram þá ástæðu, að hann væri andvígur stefnu Chamber- lains í utanríkismálum. Á þingfundi í gær gerði hann nánari grein fyrir afstöðu sinni. Hann gaf greinilega í skyn að stríðshætta sú, sem Chamber- lain hefði afstýrt með því að ofurselja Tékkóslóvakíu, hefði verið sköpuð af honum sjálfum og ensku stjórninni. Ef Cham- berlain hefði í tæka tíð lýst því nægilega skýrt yfir, að Bretar myndu veita Tékkum lið, hefði Hitler aldrei gengið eins langt í kröfum sinum né undirbúið ó- frið gegn Tékkóslóvakíu. Hitler hefði aldrei fundið neina alvöru í hinum hálfvolgu ræðum, sem Chamberlain og John Simon hefðu flutt um afstöðu Breta í Súdetadeilunni, og þess vegna talið sér óhætt að fara sínu 48. bluð A. KROSSGÖTTJM Þorskaflinn. — Síldveiðin. — Slátrunin. — Vindmyllur til raflýsingar. — Gunnlaugur Blöndal. — Virkjun Laxár. — Friðun Haukadals. — Á bifreið --------------------- yfir Siglufjarðarskarð. — Biskupskosningin. -------------------- Þorskaflinn á öllu landinu var orð- inn í seinustu mánaðarlok 35.413 smál. og er það rúmum 8000 smál. meira en á sama tíma í fyrra. í september- mánuði hefir afllnn orðið um ,1000 smál. og er það óvenjulega mikil veiði á þeim tíma. Meginhlutinn af þeim afla hefir veiðst norðanlands. t t t í mánaðarlokin var saltsíldaraflinn orðinn 341.611 tn. og bræðslusíldar- aflinn 1.527.128 hl. Á sama tíma í fyrra var saltsildarafiinn 210.684 tn. og bræðslusíldaraflinn 2.170.360 hl. Nokkrir bátar stunda enn rekneta- veiðar nyrðra og í Faxaflóa. Var góð veiði nyrðra síðari hluta síðastl. viku. t t t Um mánaðamótin var búið að slátra á öllu landinu um 120 þús dilkum og var meðalþunginn um 14% kg. eða um einu kg. meira en í fyrra. Vænstu dilkarnir eru eins og venjulega á Hólmavik, Borðeyri, Hvammstanga, Króksfjarðarnesi og Búðardal. Vænsti dilkurinn, sem enn hefir verið slátrað í haust, var var frá Deildartungu. Var kjötþungi hans 26% kg. Hann var borinn 6 maí og var slátrað í síðastl. viku. t t t Pyrir tveim árum síðan lét Kaup- félagEyfirðingareisa vindmyllu tilraf- lýsingar á kornyrkjubúi sínu í Klauf í Eyjafirði. í sumar hefir ný vindmylla verið reist í sama tilgangi að Snæ- bjarnarstöðum 1 Fnjóskadal, hjá Jóni Ólafssyni bónda þar og Þorsteini syni hans. Sá Samúel Kristbjarnar- son rafvirki um uppsetningu hennar, en járnturninn, sem hún er gerð úr, var keyptur hjá kaupfélaginu og kost- aði ásamt vængjum og tilheyrandi út- búnaði 180 krónur. í sambandi við þessar vindmyllur eru rafgeymar, sem fullnægt geta ljósþörfinni, þegar logn- dagar koma. Þessar vindmyllur geta aðeins framleitt um 85 vött og eru þvi ljósin fremur dauf. Hinsvegar má hlaða útvarpsrafhlöður þann hluta dagsins, sem ekki er þörf fyrir raf- orkuna til annars. t t t Gunnlaugur Blöndal listmálari fór utan í gærkvöldi Hefir hann dvalið hér heima um fimm mánaða skeið og málað, einkum hér í Reykjavík eða í grennd við bæinn. Laust eftir miðjan nóvembermánuð mun hann efna til allumfangsmikillar málverkasýningar í salarkynnum sænska listamannafé- lagsins í Stokkhólmi Hefir hann í því skyni meðferðis til Svíþjóðar mik- ið og dýrmætt safn nýrra málverka. t t t Um þessar mundir er verið að vinna að ýmsum undirbúningi að virkjun Laxár í Þingeyjarsýslu Er verið að hefja byggingu skiptistöðvarhúss við Þingvallastræti, spölkorn ofan við Akureyri. Staurar þeir, sem komnir eru, verða fluttir út í haust. Austur við Laxá á að Ijúka byggingu stöðvarhúss og íbúðarhúss fyrir stöðvarstjórann, en stíflan sjálf bíður næsta sumars. I t t Eins og kunnugt er keypti danskur verkfræðingur, Kirk, jörðina Hauka- dal I Biskupstungum I sumar, í því skyni að friða skógarleifarnar þar og gefa síðan Islenzku þjóðinni. Skógar- kjarrið þar er einkum I hllðinni vest- an við bæinn. Gróðurinn hefir sætt þungum ágangi hin síðari ár af völd- um sandfoks og niður við Geysl var oft illverandi I norðanveðrum vegna sandbylja. — í sumar hefir Hauka- dalur verið girtur og er girðing sú um 14 km. löng og mjög vönduð. Var verkinu lokið nú um síðustu helgi. f f f í gær fór fólksbifreið frá Siglufirði vestur yfir Siglufjarðarskarð, áleiðis til Reykjavíkur. Hefir bifreið aldrei farið þessa leið fyrr. Er lagður wegur aðeins nokkuð upp í skarðið að aust- an, en úr því reiðgötur einar, vestur í Fljót. Blfreiðin var níu klukkustundir að Hrauni í Fljótum. t t f Biskupskosningin, sem staðið hefir yfir undanfarið, lauk um manaða- mótin. Höfðu þá 107 af 108 mönnum, sem kosningarétt áttu, greitt atkvæði. Talning atkvæðanna fer fram I dag. fram. Fyrst þegar kunnugt varð um hervæðingu enska flotans hefði Hitler dregið úr kröfum sinum, en þá hefðu stjórnir Frakklands og Bretlands verið búnar að láta of mikið undan til þess að hægt hefði verið að bjarga Tékkóslóvakíu. Þá áfellist Duff Cooper Chamberlain mjög fyrir að hafa undirritað yfirlýsingu með Hitler, án þess að ráðfæra sig við stjórn sína áður. Duff Cooper virðist fara frá af svipuðum ástæðum og Ant- hony Eden. Þeir voru yngstu menn íhaldsflokksins í stjórn- inni og hafa mikinn stuðning allra yngri mannanna í flokkn- um. Munurinn á sjónarmiði þeirra og gömlu ráðherranna hefir verið orðaður á þá leið, að hann væri bilið á milli tveggja kynslóða. Gamla kynslóðin hugsi eingöngu um sig og kaupi sér frest fyrir hvaða verð, sem krafið er. Yngri kynslóðin vilji hinsvegar skapa varanlegan frið og telji það ómögulegt með öðru móti en því, að ofbeld- issinnuðum þjóðaleiðtogum sé gert ljóst að alþjóðleg samtök til verndar friðinum séu svo sterk, að þeim verði sjálfum fyrir verstu, að beita valdi til að knýja fram kröfur sínar. Prá sjónarmiði þessara manna er lausn Súdetadeilunnar ekki gerð á kostnað Tékkóslóvakíu, nema fyrst I stað, hinar endan- legu afleiðingar bitna á enska heimsveldinu og bandamanni þess, Prakklandi. Enska heims- veldið tapar strax áliti, þar sem það hefir beygt sig fyrir hótunum um strið og fallizt þess vegna á lausn, sem það raunverulega telur óréttláta. „Vér megum ekki", sagði Eden í ræðu 21. sept., „kaupa friðinn svo dýru verði, að það setji blett á heiður Englands eða brjóti í bága við skoðanir vorar um réttlæti. Ef vér gerum það, töp- um vér sjálfsvirðingu vorri og virðingu annara". Það er þessi hætta, sem Duff Cooper telur fólgna í lausn Chamberlains. Undanhaldið hefir veikt virðingu Englands, en aukið sjálfstraust fasista- ríkjanna, sem jafnframt hafa bætt hernaðaraðstöðu sína. Gegn þessu hefir Chamberlain ekki fengið annað en óákveðið loforð um friðarvilja Hitlers, samskonar yfirlýsingu og hann gaf eftir úrsögnina úr Þjóða- bandalaginu, fyrirskipun her- skyldunnar, hervæðingu Rínar- héraðanna og innrásina í Austurriki. Gamalt og marg- svikið loforð til þess að róa England og Prakkland meðan verið var að undirbúa umsát um nýja bráð^ Slíkt loforð er vissu- (Framh. á 4. síðu.) Á víðavangi Það þótti lýsa nokkuð miklu „taktleysi" á sínum tíma, þegar bæjarstjórn Reykjavíkur lét undir höfuð leggjast að bjóða Jónasi Jónssyni, formanni Framsóknarflokksins, að vera viðstaddur vígslu sundhallar- innar í Rvík. Allir vissu, að J. J. hafði verið brautryðjandi sundhallarmálsins og, ef nokk- urn mann átti að heiðra við þessa athöfn, þá var það hann. Porráðamönnum Söíusambands isl. fiskframleiðenda hefir orðið svipað á við opnun hinnar nýju niðursuðuverksmiðju á laugar- daginn var. Við þá athöfn söfn- uðu þeir saman ýmsum póli- tískum fylgismönnum sínum, sem auðvitað var ekki of gott að vera þarna viðstaddir, en höfðu hinsvegar litið til þessa verks lagt. En fiskimálanefnd ríkisins og framkvæmdastjóra hennar var ekki boðið. Þó er það fiskimálanefndin, sem fyrst og fremst hefir unnið að því að efla þekkingu á fiskniðursuðu á undanförnum árum, eflt menn til náms í þessu skynl, þar á meðal þann mann, sem nú stj órnar niðursuðuverksmiðj - unni og loks styrkt verksmiðj- una með 30 þús. kr. En íhaldið hefir sína „mannasiði"! * * * Mbl. nefnir það nú sem dæmi um „illmennsku" fjármálaráð- herrans, að hann gleðjist, þegar „kaupgetan þverr og armóður- inn (sic.) vex í landinu". En er blaðið búið að gleyma hinni frægu ræðu Magnúsar Jónsson- ar. á Alþingi, þegar hann taldi það hina einu réttu stjórnar- stefnu að „slá niður kaupget- una"? Það væri ráðið, sagði hann, til að draga úr eftirspurn eftir erlendum vörum. Núver- andí stjórn hefir ekki fylgt þessu ráði M. J. Hún hefir reynt að auka tekjur, og þar með kaupgetu almennings bæði til sjávar og sveita. En ritstjórar Mbl. ættu að tala við M. J. áður en þeir skrifa næst um „kaup- getuna". * * * Loksins er nú Mbl. farið að viðurkenna, að „þjóðin hafi rétt til að verzla, þar sem hún vill". En heldur það, að þjóðin vilji helzt verzla við þá, sem leggja 250% á innkaupsverðið? * * * Eftir fimm daga þögn byrjar Mbl. í dag að klóra í bakkann fyrir vefnaðarvörukaupmenn í Reykjavík út af skýrslu Tímans um hina gífurlegu álagningu þeirra á einstakar vöTutegundir. Hefir það fengið „doktor" Odd Guðjónsson í lið með sér, og mun hann hafa unnið að því að semja vörnina þessa fimm daga. ¦En árangurinn er rýr, sem vænta mátti. Af dæmum þeim, er nefnd voru í Tímanum, er ekki eitt einasta hrakið í þess- ari ritsmíð Odds og raunar eng- in tilraun til þess gerð. í stað þess eru birtir þriggja ára gaml- ir útreikningar Skipulagsnefnd- ar atvinnumála um meðalálagn- ingu. En höfundinum er vorkun, því að málstaðurinn er erfiður. * * * Með allri virðingu fyrir kunn- áttu „dr." Odds Guðjónssonar í prósentureikningi, vill Tíminn benda honum á, að hugsa sig betur um áður en hann stað- hæfir, að þeirri reikningsaðferð hafi verið rangt beitt í álagn- ingarskýrslu Tímans. Og verzl- unarþekkingarhroki sá, er fram kemur í Mbl.greininni, sannar heldur ekkert í þessu máli. * * * En meðal annara orða: Reyk- víkingar eru um 30% af lands- fólkinu. 2500 reykvísk heimili eru i kaupfélaginu. Hvað finnst Mbl. þá, að kaupmenn í Rvik eigi að hafa mörg „prósent" af vefnaðarvöruinnflutningi þjóð- arinnar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.