Tíminn - 04.10.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.10.1938, Blaðsíða 2
190 TlMK\j\, þrigjndagfim 4. okt. 1938 48. blað W I þjónustu ,heilags málefnís1 Tíl mínnis um f jármál V. Skuldirnar við utlönd. íhaldsmenn halda því fram að á síöustu árum hafi skuldirnar við útlönd farið stórkostlega vaxandi. Svo langt hafa þeir gengið í þessu, að jafnvel alþm., eins og Thor Thors og Jón á Akri, hafa fullyrt, áreiðanlega gegn betri vitund, að skuldir hafi vaxið til ársloka 1936 um milljónatugi. Einu tölurnar, sem hægt er að bera saman um þetta, eru tölur Hagstofunnar. Samkvæmt hennar uppgjöri hafa skuldirnar numið: í árslok 1934 .... kr. 83.639 í ---- 1935 .... — 91.338 í ---- 1936 .... — 90.273 Skuldirnar hafa því vaxið til ársloka 1936 um 6.6 millj- ónir króna, eða nær því nákvæmlega um Sogslánið, sem Reykjavíkurbær tók 1935. Að öðru leyti hafa þær ekki vax- ið, þrátt fyrir allt, sem á hefir dunið þessi ár. Skuldir í árslok 1937, er ekki vitað um ennþá, en ekki er líklegt, að þær hafi hækkað á því ári, þar sem verzlunar- jöfnuður var hagstæður um 7 milljónir króna. Hinsvegar er kannske líklegt, að meir verði gengið eftir skýrslum um skuldir en verið hefir og því sjáist einhver aukning á papp- írnum. NIÐURLAG III. Það hefir heldur ekki leynzt í rithætti Sjálfstæðismanna síðustu vikurnar, að aðferðir Knúts Arngrímssonar til að vinna fyrir hiö „heilaga mál- efni“, eiga nú orðið fylgi að fagna innan flokksins. Starf- semi þeirra í þá átt að „magna fyrirlitningu" á andstæðingun- um og „gefa þeim aldrei rétt“ hefir færzt í aukana. Þeim virð- ist vera það full alvara mönn- unum, sem að þessum skrifum standa, að staðfesta fylgismenn sína í þeirri trú, að „illmennsk- an“ einber ráði orðum og gerð- um núverandi stjórnarflokka í landinu. Um þetta vitnar m. a. níðgrein Árna frá Múla, þar sem þeim íslenzkum stjórn- málamanni, sem einna kunn- astur er að rökföstum mál- flutningi og prúðmannlegri og áreitnislausri framkomu, er lýst sem strákslegu og þekkingar- lausu glæframenni. — í þjón- ustu hins „heilaga málefnis“ er þessi lýsing saman sett! Hvergi kemur þó þessi nýja tegund hernaðar í þjónustu hins „heilaga málefnis" betur fram en í forystugrein Mbl. 22. sept. sl. undir fyrirsögninni: „Hve 1 e n g i---?“ Efni greinarinnar er í aðalat- riðum þetta: Undanfarin ár hef_ ir ríkisstjórn hinna „rauðu flokka“ skrökvað því að þjóðinni, að hér á landi væri kreppa, sem stafaði af óviðráðanlegum or- sökum. En þetta er ósatt. Hér er ekki kreppa af völdum náttúr- ina vinna, tækju sér það til fyrirmyndar. En það er í fleiri atriðum sem „vinir útgerðarinnar“ virðast ekki gera sér fulla grein fýrir al- vöru tímanna, þ. e. a. s., þegar sú alvara krefst persónulegs að- halds af þeim sjálfum. Það er allri þjóðinni kunnugt, að fyrir hálfu öðru ári var stærsta út- gerðarfyrirtækinu hér á landi bjargað frá gjaldþroti. Þetta fyrirtæki er eign 4—5 bræðra, sem allir telja sig meðal beztu „vina“ útgerðairinnar. Það er fullvíst, að þetta fyrirtæki hefir a. m. k. ekki grætt fé, síðan þessir atburðir gerðust. Samt lætur aðalmaðurinn í þessu fyr- irtæki það eftir sér nú á þessu sumri, að byggja sér einkaíbúð- arhús ,sem vart getur kostað undir 100 þúsundum króna. Hús þetta stendur á einum dýrasta stað Reykjavíkur, og undir það eru lagðar tvær venjulegar byggingarlóðir. Þessar tvær lóð- unnar eða almennra viðskipta í heiminum. Orðrétt segir blaðið svo: „Ríkisstjórnin segist eiga í stríði við einhverja kreppu. En þessi „kreppa“ er vara, sem að langmestu leyti er heima tilbúin — hjá stjórninni sjálfri. Stjórn- arfarið undanfarin ár hefir beinlínis skapað kreppuna."*) Hvort myndi nú vera hægt að ganga lengra í „ofstækinu“ en hér er gert. Blákalt og feimu- laust er það staðhæft frammi fyrir almenningi, að ríkisstjórn- in íslenzka hafi skapað kreppu undanfarinna ára, og þá vænt- anlega, að ef Sjálfstæðismenn hefðu verið við völd, hefði engin kreppa verið! Og auðvitað rökstyðja þeir það á sinn hátt — hinir vísu lærifeð- ur Sjálfstæðisflokksins, að engin raunveruleg kreppa hafi átt sér stað á þessum árum. Þeir tala um, að „tíðin leiki við bændur“, og virðast alveg hafa gleymt ó- þurrkunum og harðindunum á Norður- og Austurlandi fyrir tveimur árum. Og ekki láta þeir svo lítið að minnast á fjárpest- ina. Þeir minna á það, að þorsk- aflinn nú í ár sé orðinn 8 þús. smálestum meiri en í fyrra, en gleyma því, að þorskaflinn í fyrra var 30 þús. smál. fyrir neðan meöallag, eða tæpur helmingur af ársaflanum 1930 og næstu árin þar á eftir. Þeir geipa um það, að allar fiskbirgðir landsins séu nú seldar, og því *) Leturbreyting Tímans. ir, eru umgirtar nær mannhæð- arháum múr. í þessari dýru höll er m. a. rúm fyrir tvær einkabifreiðar, sem þessi „vin- ur útgerðarinnar" og fjölskylda hans virðast hafa í þjónustu sinni. Aðra framkvæmdar- stjóraíbúð, að vísu ekki eins veglega, en þó að dýrleika á við 4—5 10 smál. mótorbáta, hafa eigendur þessa sama fyrirtækis byggt norður á Hjalteyri til notkunar um síldveiðitímann. Þessar tvær einkaibúðir kosta þá fram undir það eins mikið og hin nýja niðursuðuverk- smiðja S. f. F. með tilheyrandi vélum, fyrir utan ríkisstyrkinn. Menn eiga nú sem von er fremur bágt með að skilja, að þessar húsnæðisráðstafanir séu gerðar til að bæta hag áður- nefnds fyrirtækis eða í „vin- áttu“-skyni við útgerðina yfir- leitt. Og svipað má segja um fleira, sem „vinir útgerðarinn- ar“ aðhafast um þessar mundir. sé ekki hægt að tala um mark- aðstregðu. En þeir gleyma því, að á árinu 1936 og 1937 kom samtals minni fiskur á land en venjulegt var á einu ári áður. Árið 1935 var rýrt aflaár og 1938 hefir eins og áður er sagt verið mjög lélegt. Þó er það fyrst nú, að tekizt hefir að losna við birgðirnar, og eins og flestir vita, hefir fisk- verðið öll þessi ár verið mjög lágt.Þeir gleyma líka takmörkun þeirri, sem erlendis hefir verið á sölu landbúnaðarafurða síðan Bretar gerðu Ottawa-samning- inn ,og Norðmenn skömmtuðu saltkjötsinnflutninginn. En allt á þetta víst, að vera leyfilegt, þar sem hið „heilaga málefni“ stend- ur andspænis „illmennsku“ rík- isstjórnarinnar. Og áfram er haldið fræðslunni í sama tón.Þar segir svo: „Ríkis- stjórnin hefir með taumlausum sköttum og hátollum — — dæmt framleiðsluna til lands og sjávar til að búa við taprekstur, hvern- ig sem árar.“ Það er ekki verið að segja frá því, að hinir nýju tollar og skattar hafa fyrst og fremst verið lagðir á til að hjálpa framleiðslunni. Það er ekki verið að segja frá því, að tollum og sköttum hefir verið létt af framleiðslunni (sbr. út- flutningsgjald, kola_ og salttoll o. fl.), að t. d. útgerðarfyrirtæki lalndsins ha(fa yfirleitt engan tekjuskatt greitt til ríkisins á þessum árum, en opinber fram- lög til atvinnuveganna hinsvegar stórlega aukin. Það er ekki verið að segja frá því, að stefna und- anfarinna ára hefir einmitt verið sú að skattleggja launamennina og verzlunina í landinu til hags- bóta fyrir framleiðsluna. Hið „heilaga máléfni“ Sjálfstæðis- flokksins virðist ekki þola, að frá þessu sé skýrt. En það er „meira blóð í kúnni“. Mbl. hefir hingað til ekki fengið orð fyrir að vera hlynnt kjara- bótum fyrir verkamannastéttina. En nú á að „gefa verkamönnum rétt“ á kostnað hinnar „ill- gjörnu“ ríkisstjórnar. Blaðið segir svo: „Það er rangt að kenna hinu vinnandi fólki um, hvernig kom. ið er. Dýrtíðin hefir gert því ó- mögulegt að draga fram lífið með því kaupgjaldi, sem at- vinnuvegirnir hafa getað borið -----.«*> Með öðrum orðum: Til þess að undirstrika nógu kröftuglega „útmálun“ sína á „illmennsku“ ríkisstjórnarinnar, vinnur Mbl. það til að lýsa yfir því, að kaup verkafólks í landinu sé of lágt. Það staðhæfir að „ó- mögulegt" sé að draga fram líf- ið“ með því kaupgjaldi, sem at- vinnuvegirnir geti borið. Þ. e. a. s. að ef verkamenn eigi að geta „dregið fram lífið“ verði þeir að fá hærra kaup en atvinnuvegirn- ir geta borið! Verkalýðssamtökin í landinu hafa hér eignazt álitlegan sam- herja í næstu kaupkröfum. En mikið má á sig leggja í þágu „heilags málefnis"! IV. Tíminn hefir verið þeirrar skoðunar að ofstækiskennngar nazista, sem borizt hafa hingað til lands á síðari árum, ættu ekki fylgi að fagna meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins í hinum dreifðu byggðum landsins. Og enn er þess að vænta, að svo sé. Sá hugsunarháttur, sem fram kemur í kenningúm Knúts Arn- grímss. og framkvæmd þeirra í blaðaskrifum flokksins, er áreið_ anlega fjarlægur íslenzku þjóð- inni, eins og hún hefir mótazt í sveitum landsins. Það er fjarlægt þjóðareðli íslendinga, að „hrifn- ing“, sem knúin er fram með æs- andi áhrifum, eigi að ráða gerð_ um manna í vandasömustu mál- um. Það „ofstæki", sem heimtar, að sérhvert mál sé gert „póli- tískt“ og aldrei viðurkenndur málstaður andstæðings, sam- rýmist heldur ekki hinni rólegu yfirvegun í fari eldri kynslóða á þessu landi. Og hér hefir það ekki hingað til verið talið til þjóðfélagslegra dyggða að „fyrir_ líta“ mótstöðumenn sína. Frá- sögur sem skilgreina venjulega mennska menn annarsvegar sem hvítþvegna engla og hinsvegar sem sótsvarta púka, hafa ætíð þótt fremur lélegur skáldskapur hér á íslandi. En í augum þeirra stjórnmála- manna, sem stefna að því að losa þjóðina við það, sem Knútur Arngrímsson nefnir „hina stirðu forma þingflokkabaráttunnar“, þ. e. þingræðislegt þjóðskipulag, er þessi tegund hugsunarháttar ekki ámælisverö heldur nauð- synleg. Til þess að lýðfrjáls þjóð fáist til að kalla yfir sjálfa sig einræðis- eða fámennisstjórn, þarf æsta hugi og takmarkaða notkun rólegrar dómgreindar. Það þarf trú — án skoðunaf — á „heilagt mál“. Þegar friður var saminn í Ver_ sölum, að lokinni síðustu heims- styrjöld, voru fulltrúar þýzka lýðveldisins kúgaðir til að skrifa undir gegn vilja sínum. Þýzka- land var sigrað og máttvana, og franskur innrásarher stóð við landamærin reiðubúinn til að ráðast inn í landið, ef undir- skriftum yrði neitað. Þýzka lýð- veldið fékk ekki að eiga neinn þátt í þessum samningum. Sigur_ vegararnir réðu kostunum og settu þá. En síðar, þegar brúnliðar Hit_ lers tóku að krefjast valda í landinu, var það bitrasta vopn þeirra, að lýðveldisstjórnin hefði svikið þýzku þjóðina í tryggðum með undirskrift friðarsamning- anna. Milljónir æstra manna, er voru reiðir út af niðurlægingu og erfiðleikum þjóðar sinnar, trúðu þessari staðhæfingu. Og sú „trú“ varð þingræðinu að bana. Og nú eru til íslendingar, sem halda, að íslenzka þjóðin geti trúað því, að kreppan hér á ís- landi sé ríkisstjórninni að kenna! Slíka „trú“ er ekki hægt að gefa nema ofstækisfullri þjóð, sem heldur sig vinna fyrir „heil- agt mál“. En þjóð, sem hægt er að gefa slíka trú, getur líka orðið „bókabrennu“-þjóð og kasta mannréttindum sínum á glæ. ) Leturbreyting Tímans. Heimaimjör ^lmtnn Þri&judafiinn 4. oht. Vínír átgerðarínnar Það er oft að heyra á Mbl. og ísafold, að höfuðpaurar Sjálf- stæðisflokksins séu hinir einu „vinir“ útgerðarinnar hér á landi. Og ekki er því að neita, að sjaldan líður sá dagur, að blöð þessara manna barmi sér ekki yfir því, hve útgerðin sé illa stödd. Hitt er annað mál, að þessum vinum útgerðarinnar þóknast sjaldan að nefna hinar réttu orsakir þess, hve erfitt hefir verið að reka sjávarútveg hér á landi síðustu árin. Afla- leysi þriggja síðustu ára og markaðshrunið í Suðurlöndum eru eins og aukaatriði í skrif- um þessara manna. Hitt leggja þeir aðaláherzluna á, að útgerð- armenn séu svo „skattpíndir“ og „þjakaðir“ af ríkisvaldinu, að meðan slíkt ástand haldist, sé ■þeim ekki viðreisnar von. Það er raunar ólíklegt.að þess- ir vinir útgerðarinnar, séu svo skyni skroppnir, að þeir viti ekki að þetta er ósatt. Þeim hlýtur að vera kunnugt um, að útgerðarfyrirtæki landsins hafa yfirleitt ekki greitt neinn tekju- og eignarskatt í mörg ár. Þeir hljóta líka að vita, að gætt hef- ir verið um það ýtrustu varúðar að hækka ekki tolla á þeim vör- um, sem sérstaklega eru ætlað- ar til útgerðar. Þeir hljóta að vita, að Alþingi hefir afnumið útflutningsgjaldið á saltfiski og að annað útflutningsgjald á sjávarafurðum hefir ýmist verið lækkað eða varið í þágu sjávar- útvegsins sjálfs. Þeir geta varla verið búnir að gleyma því, að Alþingi s. 1. vetur heimilaði eft- irgjöf á hinum gamla kola- og salttolli til útgerðarinnar. Núna fyrir helgina urðu sjálfir vinir útgerðarinnar að segja frá því í fréttadálkum blaða sinna, að ríkið hefði styrkt hina nýju nið_ ursuðuverksmiðju S. í. F. með 30 þúsund krónum. Allt þetta hlýtur „vinum út- gerðarinnar“ að vera kunnugt. En þeim ætti að vera fleira kunnugt. Þeim ætti að vera kunnugt um það, að þeir sjálfir eru ekki alltaf jafn tillitssamir við „þrautpínda útvegsmenn" og maður gæti búizt við af „vinum útgerðarinnar". Hvernig stend- ur t. d. á því, að Sjálfstæðis- flokkurinn í bæjarstjórn Rvík- ur skuli enn láta togaraútgerð- ina greiða há gjöld til Reykja- víkurhafnar, sem er stórgróða- 'fyrirtæki, sem vel gæti neitað sér um slíka „skattpíningu" á þessum erfiðu tímum, sem nú eru? Og það er fleira en þetta, sem fólki finnst einkennilegt hjá „vinum útgerðarinnar". í stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda telja „vinir út- gerðarinnar“ sig hafa tögl og hagldir, sem og rétt mun vera. Og framkvæmdastjórastöðurnar þrjár hjá Sölusambandinu eru skipaðar vinum útgerðarinnar. Hér hafa því „vinirnir“ það á sinu valdi að leggja ekki meiri kostnað á „þrautpínda útvegs- menn“ en þörf er á. En fyrstu árin, sem „vinirnir“ þrír sátU við að selja hinn fallandi salt- fisk fyrir tapandi útgerðina, tóku þeir 21 þús. kr. í árskaup hver, eða 1750 krónur á mánuði. Síðar, þegar Tíminn og aðrir, sem stundum eru nefndir „ó- vinir“ útgerðarinnar, höfðu gert þetta að umtalsefni, var borg- unin til „vinanna“ þriggja færð niður í 1500 kr. á mánuði eða 18 þúsund krónur á ári til hvers. En mörgum óhlutdrægum manni myndi nú finnast að hér mætti ganga lengra. Gætu þessir þrír menn vegna „vin- áttu“ sinnar við útgerðina ekki hugsað sér að, færa laun sín niður í t. d. 12 þúsund krónur á ári, þ. e. 1000 krónur á mánuöi hver? Þó að þeir gerðu það, hefðu þeir samt hærri laun en ráðherrar. Þarna myndu spar- ast 6 þús. kr. á hverjum „vini“ eða 18 þús. kr. alls á ári. Fá- tæka mótorbátasjómenn myndi muna um þetta, og þeir myndu líka þiggja að losna við 8 þús- undirnar til mannsins frá Múla. Og ef þessir frægustu „vinir útgerðarinnar“ höguðu sér svona, mætti vel vera, að ein- hverjir aðrir, sem fyrir útgerð- í sambandi við hið mikla tjón, er sauðfjárveikin veldur bændum hér á landi, er mikið rætt um hvað bændur skuli til bragðs taka, svo afkoma þeirra megi verða sæmileg. Margir hafa komið sér upp refabúum, aðrir hafa aukið kúastofn sinn og reynt að koma mjólkinni í verð, annaðhvort á næsta mjólkurbúi eða þá í næsta kaupstað eða kauptúni. Það er ljóst, að því fleiri, sem velja hinn síðari kost, þvi meir þrengist sá markaður, sem nú er fyrir hendi. Á Suðurlands- undirlendinu t. d. hefir það sýnt sig, að mjólkurbúin eiga erfitt með sölu á ostaefni mjólkur- innar, en nægur markaður fyr- ir feitina — smjörið — virðist vera fyrir hendi. Um leið og menn breyta bún- aðarháttum sínum verður að athuga, hvort vörur þær, sem hið nýja búnaðarfyrirkomulag framleiðir, eigi sér góða mark- aðsmöguleika. Smjör hefir verið búið til hér á landi allt frá því sögur hófust. Fram til vorra daga hefir það verið framleitt á heimilunum sjálfum. Það er fyrst á þessari öld, að menn sameinast um stofnun fyrirtækja, sem hafa framleiðsluna með hendi, þ. e. mjólkurbúin. Mjólkurbúin eru dýr framleiðslutæki og mikill hluti framleiðslunnar á sér þröngan markað. Af þeim á- stæðum vildi ég ekki verða til þess að ráðleggja bændum stofnun mjólkurbúa, en það er annað, sem ég frekar vildi ráð- leggja, og það er: Að lögð verði meiri áhersla á framleiðslu smjörs, en nota undanrennuna heima fyrir til skepnufóðurs eða manneldis. í þessu sambandi væri kann- ske rétt að minna á rjómabúin. Stofnun fleiri rjómabúa er sjálfsagt spor í rétta átt, en rjómabúin eru einnig töluvert dýr framleiðslutæki. Fyrirkomulag, sem ég álít að náð geti sama marki og rjóma- búin, en sem eru ólíkt ódýrari framleiðslutæki, er fyrirkomu- lag Norðmanna á framleiðslu og sölu heimasmjörs. í fáum drátt- um er það þannig: 1. Bændur mynda með sér samtök — smjörfélög. 2. Hver meðlimur býr til smjör heima á sínu heimili, saltar það ekki né sýrir, heldur sendir það á sérstaka eltunarstöð. 3. Á eltunarstöðinni er smjör hinna ýmsu meðlima hnoðað saman, t. d. einu sinni í viku, saltað og búið endanlega um það. 4. Þegar á sölustað kemur er smjörið metið af sérstökum dómendum. Það smjör, sem nær settu gæðalágmarki fær styrk, 35 au. pr. kg„ og er leyfilegt að blanda því í smjörlíki. Tekjur til áðurnefnds styrkj- ar eru fengnar með því að skattleggja innfluttan fóður- bæti og smjörlíki. Smjörlíkis- skatturinn stendur í öfugu hlut- falli við þá innblöndunarpró- sentu, sem er í gildi á hverjum tima, þannig, að ef innblöndun- arpróseptan hækkar, lækkar skatturinn og öfugt. Það sem áunnizt hefir með þessu fyrirkomulagi í Noregi, er: 1. Jafnari vörugæði. 2. Öruggt verð. 3. Fjárhagslegur styrkur. 4. Öruggari markaður. Sagt er, að áður fyr hafi í Noregi verið erfitt að selja heimasmjörið, sakir þess hve lé- legt það var að gæðum. Það, sem aðallega var ábótavant, var hve misjafnlega mikið hús- mæðurnar lituðu, söltuðu og hnoðuðu smjörið, ásamt því hve miður þrifalegar umbúð- irnar oft voru. Með því að bæta úr þessum ágöllum hefir unnizt öruggari markaður, og verðið er ekki lengur komið undir skap- gerð kaupmannsins. Nú er það skráð á kauphöllinni í Oslo og selt út frá einni aðal-sölumið- stöð. Nú vil ég varpa þeirri spurn- ingu fram til íslenzkra bænda og stjórnarvalda: Er ekki hugs- anlegt að hér sé lausn á ferð- inni? Er ekki framangreint fyr- irkomulag Norðmanna tiltækt hér hjá okkur, með þeim breyt- ingum, sem bxeyttar aðstæður krefjast? Ég hika ekki við að fullyrða að svo sé, því reynsla sú, sem fengin er í Noregi, er allmjög samhljóða reynslu okkar íslend- inga. Hvernig eru gæði hins ís- lenzka heimasmjörs? Eru þau ekki svipuð og þau voru í Nor- egi áður? Standa gæði smjörs- ins ekki í réttu hlutfalli við markaðsmöguleikana? Hvert er öryggi framleiðenda gagnvart röngu smjörverði? Svona mætti lengi halda á- fram að spyrja, og ég hygg að svarið verði hið sama og í Nor- egi, að hér þurfi sameiginleg átök bændanna til. Til þess að fullnægja eftir- spurn eftir smjöri, verður að leggja meiri áherslu á fram- leiðslu þess. Við framleiðsluna og söluna koma aðeins tvö skipulagsform til greina, þ. e. Hvarvetna meðal siðaðra þjóða, er minning hinna mæt- ustu manna, svo sem öndvegis- manna á sviðum stjórnmála og andlegs lífs, í heiðri haldin með margvíslegu móti. Meðal ann- ars þykir sjálfsagt, að búa vel og virðulega um legstáði slíkra manna, og setja þeim minnis- varða, sem ytra tákn virðingar og þakklætis þeirra kynslóða, sem eftir lifa. Vafalaust stöndum við ís- lendingar nokkuð að baki öðr- um þjóðum í þessum efnum. rjómabú og smjörfélög. Kostir þess síðartalda liggja aðallega í því að stofn- og rekstrarkostnaður er mikið minni, ásamt því hve flutning- ur smjörsins er mikið ódýrari en flutningur rjómans, miðað við verðmæti. Um þetta mætti skrifa langt og mikið mál, en tilgangur þessarar greinar er aðeins að vekja athygli bænda og annarra landsmanna á þessu mikils- verða máli, sem í framtíðinni getur svo mjög varðað heill og gengi hinnar íslenzku bænda- stéttar. Sveinn Tryggvason. Veldur því sumpart efnaleysi og sumpart tómlæti og ræktar- leysi við menn og menntir hins liðna tíma. Enda þótt segja megi, að meir sé um það vert, hversu búið sé að ágætismönn- um þjóðarinnar, meðan þeir eru lífs, þá er hitt þó ekki alls- kostar lítilsvert atriði, hvernig þjóðin varðveitir minningu slíkra manna að þeim látnum. Jónas Hallgrímsson er einn þeirra manna hins liðna tíma, sem íslenzk þjóð virðir og dáir mest, og mjög að vonum. Er Nokkur orð um heimflutning Jónasar Hallgrímssonar Eftír Sig. Ólason ISgfræðing form. Stúdentafél. Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.