Tíminn - 08.10.1938, Side 1

Tíminn - 08.10.1938, Side 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, LindargÖtu 1D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Simar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, laugardagmn 8. okt. 1938. 50. blað Tveímur míllj. króna varíð til vegagerða á þessu árí Lengd bílíærra vega á Ís’andí um 4800 km. Tíminn hefir snúið sér til Geirs Zoéga vegamálast]óra og fengið hjá honum þær upplýsingar um viðhald, endurbætur og nýbygging- ar vega, sem hér fara á eftir. Greiðslur ríkissjóðs til vega- og brúagerðaframkvæmda verða í ár væntanlega tæpar 2 millj. kr. eða svipað og 1936, en heldur lægri en 1937. Hér við má bæta um 160 þús. kr. af atvinnubóta- fé, sem varið hefir verið til aðal- veganna út frá Reykjavík. Að nýlagningum á þjóðvegum hefir verið unnið fyrir tæplega 500 þús. kr., yfirleitt mjög dreift um allar sýslur og víðast fyrir litlar fjárveitingar, 2500—5000 kr. á hverjum stað. Stærstar fjárveitingar hafa verið til Holtavörðuheiðarvegar, kr. 70 þús. og Suðurlandsvegar nýja um Krísuvík, kr. 90 þús. Veginum um Holtavörðuheiði er nú lokið niður í byggð í Hrútafirði. Er vegurinn um sjálfa heiðina um 20 km.; var byrjað á honum 1932 og hefir hann kostað um 375 þús. kr. Er þarna aðeins tæpur km. ó- gerður að Hrútafjarðará, sem verður lokið á næsta sumri. Er þá fyrirhugað að byrja á nýjum vegi yfir Vatnsskarð, sem ipá vænta að taki 5—6 ár að full- gera. Að Suðurlandsbraut nýju var unnið eins og áður bæði í Ölfusi, og er nú fullgerður vegurinn að Hjalla, og suður í Vatnsskarði, áleiðis til Krísuvíkur. Er vegur- inn kominn suður í Vatnsskarð, en þó ekki fullgerður allur. Það- an eru tæpir 3 km. að Kleifar- vatni. Er fyrirhugað að ryðja bílfæran veg þangað í haust, sem nota megi að sumri til, með- an verið er að leggja þar upp- hleypta braut. Má þá hafa bát á Kleifarvatni og koma þannig flutningum til og frá Krísuvík og yrði þannig Hafnfirðingum kleift að hefja þar ræktun og stunda heyskap, þegar á næsta sumri. Vegagerð meðfram Kleif. arvatni er mjög dýr og er því hætt við, að enn líði nokkur ár, þar til vegur verði fullgerður til Krísuvíkur. Af öðrum vegagerðum má helzt nefna þessar: Hvalfjarðarstrandarvegur var fullgerður nær því inn að Kala- stöðum og kemst væntanlega hrautin næsta ár á melana utan og ofan við Saurbæ. í Hálsasveit var endurbætt ný leið frá Reyk- holti áleiðis að Húsafelli, en áð- ur hefir verið farið upp Reyk- holtsdal, víða um ógreiðar ár- eyrar. Þessi nýja leið er norður undir Hvítá og er þar mjög fal- legt við Hraunfossana neðan við Barnafoss og uppi á Hraunásn- um. Byrjað var lítilsháttar á vegi frá Hellissandi áleiðis til Ólafs- víkur, sem fyrirhugað er að leggja um Ennisdal. í Suðurdöl- um var lokið við kafla vestan við Breiðabólsstað og þarf nú ekki lengur að fara yfir Miðá, en áður lá leiðin þarna á víð og dreif um eyrarnar og oftar yfir ána á misjöfnum vöðum. í Barðastrandarsýslu er orðið Maður deyr af skotsárí Þorsteinn Björnsson bóndi í Straumfirði á Mýrum, sem átti áður heima á Hverfisgötu 33 ,í Hafnarfirði, fannst látinn af skotsári um klukkan 8 í morgun á Hörðuvöllum í Hafnarfirði. Hjá honum fannst fjárbyssa, sem skot hafði hlaupið úr. bílfært frá Bæjará að Kinnar- stöðum. í austursýslunni var haldið áfram vegagerð frá Pat- reksfirði um Tálknafjörð til Bíldudals. Þaðan er fyrirhuguð ferja til Rafnseyrar, þá bílfær vegur til Þingeyrar. Þaðan er ferjað yfir Dýrafjörð til Gemlu- falls, og var þar sett ný bílferja. Frá Gemlufalli er bílfært til ísafjarðar. Var sá vegur endur- bættur nokkuð, sérstaklega í svonefndum Skógarbrekkum sunnan í Breiðdalsheiði, og þarf þó enn talsverðra bóta til þess að verða vel greiðfær og örugg- ur. Byrjað var á vegi af Breið- dalsheiði áleiðis til Suðureyrar í Súgandafirði, er þangað um 19 km. í Skagafirði var unnið að ýmsum nýlagningum fyrir um 20 þús. kr. í Suður-Þingeyjarsýslu fyrir um 30 þús. kr., mest í Ljósa- vatnsskarði og er nú austurkafli þess vegar hjá Tjörnum nær fullgerður, en enn er lélegur ruddur vegur á kafla beggja megin við Háls. Verður væntan- lega kominn góður vegur um allt skarðið eftir 2—3 ár. Fyrir- hugaður Austurlandsvegur um Mývatnsöræfi var gerður bílfær frá Reykjahlíð austur í Náma- skarð. Verður væntanlega bíl- fært austur að Jökulsá hjá Grímsstöðum 1940, en brúin þar verður mjög dýr, um 200 þús. kr., og er áætluð rúmlega 100 metra hengibrú, eða um þriðjungi lengri en Þjórsárbrúin. Þegar brúin er komin, styttist leiðin til Austurlands um 68 km. Nokkuð var haldið áfram vegagerð frá Vopnafirði inn á hálendið austan Möðrudalsör- æfa, en sá vegur á að tengja Vopnafjörð við aðalvegakerfið nálægt Möðrudal og má vænta að það takist 1940, en leið þessi öll er um 70 km. Nokkuð var unnið að Skrið- dals- og Breiðdalsheiðarvegi en verður þó naumast bílfært til Breiðdals fyrr en 1940. Haldið var áfram endurbygg- ingu aðalveganna út frá Reykja- (Framh. á 4. síðu.) Hitler og England Dr. Björn Þórðarson skípaður ríkíssátta- semjarí Félagsdómur hefir nú tilnefnt í ríkissáttasemjarastarfið þá dr. Björn Þórðarson, lögmann í Rvík, sem undanfarin ár hefir verið sáttasemjari, Brynjólf Stefánsson forstjóra og Jón Sigurðsson skrifstofustjóra Al- þingis, en samkvæmt lögum á atvinnumálaráðherra að velj a milli þeirra. Hefir atvinnumálaráðherra í gær skipað dr. Björn Þórðarson sem ríkissáttasemjara og Jón Sigurðsson til vara. Tilnefning í héraðssáttasemj - arastörfin á Vestur-, Norður- og Austurlandi er enn eigi komin frá félagsdómi. Erlendar íréttír Brezka þingið samþykkti traustsyfirlýsingu til stjórnar- innar með 366:144 atkv. Átján í- haldsmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna, þar á meðal Eden, Cranborne og Duff Coo- per. Þinginu hefir verið frestað til 1. nóv. Alþjóðanefndin hefir ákveð- ið að afhenda Þjóðverjum fleiri héruð en upphaflega var ákveð- ið samkvæmt Miinchensáttmál- anum. Segja Berlínarfréttir, að um 3.6 millj. af íbúum Tékkó- slóvakíu komi þegar undir þýzk yfirráð. Er talið að alþjóða- nefndin hafi beygt sig fyrir stríðshótun frá Þjóðverjum og hefir þetta vakið mikla gremju í Prag og París. Heyrzt hefir að engin atkvæðagreiðsla verði lát- in fara fram, en gengið frá landamærum með beinum samningum milli rikjanna. Hinn nýi utanríkisráðherra Tékka hefir farið til Berlínar og rætt við stjórnmálamenn þar. Ummælí hans í „Mein Kaœpf'* í Múnchen undirrituðu þeir Hitler og Chamberlain yfirlýs- ingu, þar sem lýst var yfir vin- áttu Þjóðverja og Englendinga. í umræðunum í enska þinginu á dögunum lét einn stjórnar- andstæðingur svo um mælt, að vel mætti halda, að þessi yfir- lýsing væri „blaðsnepill, sem rif_ inn hefði verið út úr Mein Kampf“, og væri því lítið hægt að byggja á henni um þann friðarvilja Hitlers, sem forsætis- ráðherrann hefði talað um. Hitler skrifaði Mein Kampf í fangelsi, sem hann var dæmdur í eftir misheppnaða byltingartil- raun í Múnchen 1922. Gerir hann þar grein fyrir æfiferli sínum og stefnu, og er bók þessi nú einskonar biblía þýzkra na- zista. Einn kafli bókarinnar fjallar um utanríkismálastefnu þýzku stjórnarinnar fyrir heimsstyrjöldina, og mun þing- maðurinn sérstaklega hafa haft hann í huga, er hann lét fram- angreind ummæli falla. Deilir Hitler þar fyrst á stjórnina fyrir óheppilegt val bandamanna, er voru Austurríki og Ítalía, en gerir síðan grein fyrir því, hver stefna stjórnarinnar hefði átt að vera að hans dómi. Skulu þær skoðanir hans raktar hér í stuttu máli: Þegar þýzka stjórnin ákvað stefnu sina, átti hún að hafa það hugfast, að þjóðinni fjölgaði um 900 þús. manns árlega. Til þess að afstýra hungursneyð af völdum fólksfjölgunar, voru fjórir möguleikar: 1. Takmörkun fæðinga, sam- kvæmt fordæmi Frakka. 2. Betri hagnýting þess lands, sem þjóðin réði yfir, en slíkt er takmörkum bundið. 3. Aukin iðnaður og verzlun til þess að geta keypt meira. 4. Ná yfirráðum yfir meira landi. Tveimur fyrstu leiðunum hafnar Hitler alveg. Þriðju leið- ina reyndi stjórnin að fara, en Hitler fordæmir hana einnig. Miklum iðnaði, segir hann, fylgir margskonar úrkynjun og þjóðfélagsmeinsemdir, — „en bjargálna bændastétt er bezta A. KROSSGÖTTJM Nýr fasteignaskattur í Reykjavík. — Atvinnubótavinnan. — Brúagerðir. — Fjallvegir. — Sýsluvegir. — Síldveiði á Akranesi. — Gjöf frá Dönum. — Raf- __________ magnsmálin. _______ Á fundi bæjarstj. Rvíkur á fimmtud. var samþykkt við 1. umræðu reglugerð um nýjan hækkaðan fasteignaskatt í Reykjavík. Nemur hækkunin 250 þús. krónum og verður skatturinn fram- vegis 1% af byggingalóðum, byggðum og óbyggðum, 1% af húseignum og öðrum mannvirkjum og %% af tún- um, görðum, reitum, erfðafestulöndum og öðrum lóðum og löndum. Fast- eignamat byggingalóða í Reykjavík, er nú talið um 16 milljónir króna og húseigna og annara mannvirkja 71% milljón króna. Skattur þessi er lagður á samkvæmt lögum frá 1937. t t t Á þessum sama fundi bæjarstjómar Reykjavíkur báru fulltrúar jafn- aðarmanna og kommúnista fram til- lögu um að hefja nú þegar atvinnu- bótavinnu fyrir 250 manns. Borgar- stjóri upplýsti, að þegar væri búið að verja á þessu ári 350 þús. kr. af fé bæjarins til atvinnubótavinnunnar, en alls er heimilað í fjárhagsáætlun bæj- arins að verja 400 þús. kr. á ári í þessu skyni. Borgarstjóri upplýsti einnig að ríkið mundi vera búið að eyða hlutfallslega jafnmiklu af sínu framlagi, en það er % á móti fram- lagi bæjarins Er þannig búið að verja rúmlega hálfri millj. kr. til atvinnu- bótavinnunnar á þessu ári. Af þessum ástæðum taldi borgarstjóri ekki hægt að byrja á atvinnubótavinnu nú þegar. Hluta bæjarins af atvinnubótafénu er aðallega varið til gatnagerðar, en hluta ríkisins til undirbúnings nýbýla í Fló- anum og vegagerðar í nánd við Reykjavík. — Kommúnistar báru einn- ig fram tillögu um að skora á gjald- eyrisnefnd að veita þegar innflutn- ingsleyfi fyrir byggingarefni, sem næmi 170 þús. kr. íhaldsmenn tóku þessari tillögu vel. t r t Samkvæmt upplýsingum Geirs Zoéga vegamálastjóra hafa brýr verið gerðar í sumar yfir Laugá á Geysisvegi, Bóluá í Skagafirði, Geithellnaá í Suð- ur-Múlasýslu, Borgarhafnará í Suður- sveit og Litlu-Þverá í Fljótshlíð, og er hún enn í smíðum. Þá er verið að setja brú á Skógá undir Eyjafjöllum, ennfremur verða í haust settar bráða- birgðabrýr á Árdalsá undir Hafnar- fjalli og Reykjadalsá hjá Fellsenda í Dalasýslu. Þá hefir og verið komið fyr- ir bílferju á Hornafjarðarfljót. r r r Til fjallvega hefir verið varið i ár um 20 þús. kr. og er það mest til viðhalds og endurbóta bílfærum vegaköflum, svo sem t. d. um Grafning, til Hvera- valla og Keriingarfjalla, til fjallvegar ytra um Þverárfjall milli Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. í þessu sam- bandi má nefna að nýtt sæluhús hefir verið reist á Holtavörðuheiði, stórt og vandað úr timbri, í stað torfkofans, sem þar hefir verið. Má láta þar inn marga hesta og jafnvel stóran fólks- bíl, en tvö smáherbergi eru fyrir ferða- fólk. 1 sæluhúsinu er og tilvalinn dvalarstaður fyrir skíðafólk, sem leita vill á vetrum 1 ágætar skíðabrekkur á heiðinni og 1 Tröllakirkju. r r t Framlag úr ríkissjóði til sýslu- og hreppavega var með mesta móti í ár um 200 þús. kr., og veldur því mest atvinnubótastyrkur til mæðiveikihér- aðanna, sem hefir numið um 111 þús- und krónum. r r r Átta síldarbátar stunda veiðar í rek- net frá Akranesi um þessar mundir. Heflr aflinn verið nokkuð misjafn og síldin misjöfn að gæðum. í gær fengu margir bátanna um 100 tunnur síldar og er það afli í betra lagi. Síldin er flokkuð til söltunar og bræð’slu og flokkast því sem næst til helminga, r r r Danskur stórkaupmaður, J. C. Möl- ler, hefir afhent verkfræðingafélagi íslands 10 þúsund króna sjóð. Skal nota vexti til að styrkja á ári hverju tvo efnilega, íslenzka stúdenta, er stunda nám við einhvern tekniskan háskóla á Norðurlöndum. Sér i lagi skulu þeir njóta þessa styrks, er nema rafmagnsfræði við háskólann i Kaup- mannahöfn. í sumar hefir íslending- um borizt hver gjöfin á fætur annari frá Dönum og sumar þeirra stórar. (Framh. á 4. síöu.) HITLER vörnin gegn slíkum hættum“ og landbúnaöurinn er öruggasti at_ vinnuvegurinn fyrir þjóð, sem vill vera öðrum óháð og efnalega sjálfbjarga. Þýzkaland varð þess vegna, segir Hitler, að fá aukið land- rými til að geta mætt fólksfjölg- uninni. En það var heimska að ætla sér að fá þetta land í öðr- um heimsálfum, þar sem lífs- skilyrði eru erfið fyrir hvíta kyn- þáttinn. Mikil nýlendueign er líka vafasamur styrkur fyrir stórveldi. Styrkleiki Bandaríkj- anna er einkum fólginn í því, að allt ríkið er á sama meginland- inu. Mörg nýlendurikin í Evrópu minna helzt á öfugan píramída, toppurinn er í Evrópu, en meg- inhlutinn í öðrum heimsálfum. Þessi riki byggja því ekki á sterkum grundvelli og geta sundrast, er minnst varir. Hin eina rétta landvinninga- stefna Þýzkalands var því sú, að reyna að auka land sitt í Evrópu. Allt, sem var gert, átti að stjórn- ast af þeirri ákvörðun. Það þurfti að gera sér ljóst að þetta var óframkvæmanlegt, án styrjaldar, og við það átti allur undirbúningurinn að miðast. Ef Þýzkaland átti að fá aukið landrými í Evrópu, gat það ekki orðið öðru vísi en á kostnað Rússlands. Til þess að framkvæma það, var ekki til nema einn banda- maður í Evrópu: England. í bandalagi við England þurfti ekki að óttast bakárás, þegar hin nýja herferð Germananna austur á bóginn hófst. Rétturinn til slíkrar herferðar var hinn sami og réttur forfeðranna. — Engum af þýzku friðarvinunum verður flökurt af brauðinu frá austurfylkjunum, þó fyrsti plóg- urinn, sem ruddi þau, væri sverðið. Það er naumast ætlun hinna æðri máttarvalda, að ein þjóð, skuli eiga margfalt meira land en önnur. Hin pólitísku landamæri verða að víkja fyrir réttlátum landamærum, sem grundvallast á því, að hver þjóð hafi rétt til að lifa. Fáist slíkt ekki fram með góðu, verður valdið að koma til sögunnar. Engin fórn var of mikil til þess að ná samkomulagi við England: Afsal nýlendna, takmörkun sjó- hersins og minni samkeppni við enskar iðnaðarvörur. Slíkt sam- komulag hefði líka gert Þýzka- landi auðveldara að efla land- herinn meira en gert var. Fyrir þessa fórn hefðu Englendingar gefið Þjóðverjum frjálsar hend ur í austri, því enskir stjórn- málamenn eru nógu hyggnir til að vita, að þeir fá ekkert nema þeir gefi eitthvað í staðinn. Þýzkaland átti um tvennt að velja: Landvinninga í Evrópu með óbeinum stuðningi Eng. lendjnga, eða íandvinninga í öðrum heimsálfum, með Eng lendinga sem andstæðing. Síðari leiðin var valin, enda þótt hún væri fullkomin heimska og væri upphafið að ósigri Þjóðverja. Það stafaði að verulegu leyti af (Framh. á 4. síöu.) Á víðavangi Nýbúið er að gefa út tíðindi frá landsþingi ungra Framsókn- armanna, er haldið var að Laugarvatni í júnímánuði síð- astliðnum. í riti þessu er m. a. prentað ávarp formanns flokks- ins til þingsins og ræður þær, er ráðherrarnir, Hermann Jón- asson, Eysteinn Jónsson og Skúli Guðmundsson fluttu á þinginu, ennfremur þingslita- ræða formanns Sambands ungra Framsóknarmanna, Þór- arins Þórarinssonar ritstjóra. í þessum ræðum er gerð grein fyrir meginstefnu flokksins, sér- staklega í uppeldis- og atvinnu- málum þjóðarinnar, og þyrfti þetta rit helzt að vera í höndum allra ungra manna, sem áhuga hafa á starfsemi Framsóknar- flokksins og þjóðfélagsmálum. * * * Á bæjarstjórnarfundi í Reyk- javík sl. fimmtudag játaði Pétur Halldórsson borgarstjóri, að lausaskuldir bæjarins í Lands- bankanum væru yfir 3 millj- ónir króna. Þar við bætist svo skuld við Sjúkrasamlagið, sem nú skiptir hundruðum þúsunda og ýmsar smærri og stærri ó- samningsbundnar skuldir, sem ekki liggj a fyrir upplýsingar um. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgðina á stjórn bæjarins, er hér um ástand að ræða, sem vissulega má vera áhyggjuefni öllum borgurum bæjarins, hvar í flokki, sem þeir eru. Það er sannarlega ekki álitlegt, þegar öll þessi lausaskuldasúpa bæt- ist ofan á hin föstu og samn- ingsbundnu lán bæjarins og fyrirtækja hans. í Vísi kemur fram sú kenning, að með stofnun Tóbakseinka- sölunnar, Raftækj averzlunar- innar, Grænmetisverzlunarinn- ar og Viðtækjaverzlunarinnar hafi eingöngu verið teknir gróðamöguleikar frá kaupmönn- um. Það er eins og blaðið haldi, að kaupfélögin hefðu ekki getað keypt þessar vörur í heildsölu! Annars er það hreinasta furða, að málgögn Sjálfstæðisflokksins skuli enn þora aö halda því fram, að ríkið eigi að gefa fá- um einstaklingum þann gróða, sem af tóbakseinkasölunni fæst. * * * Tíminn hefir látið vinna að því áfram þessa daga, að athuga álagningu á einstökum vöruteg- undum, sem seldar eru í búðum i Rvík. Liggja nú fyrir ný dæmi til viðbótar þeim ellefu, sem áð- ur eru kunn, og munu þau verða birt í blaðinu næstkomandi þriðjudag. Þessi dæmi sýna eins og hin, að verzlunarálagningin er furðulega há og að tollurinn til ríkisins er tiltölulega mjög lág upphæð, samanborið við álagninguna. * * * Mbl. segir í dag, að miðstjórn Framsóknarflokksins hafi verið „kvödd saman í skyndi“ til að taka mikilvægar ákvarðanir. Þetta er þvættingur einn. í þessum mán. hefir aðeins verið haldinn einn fundur, og er Tímanum ekki kunnugt um, að hann hafi verið boðaður í neinu „skyndi“ eða neinar mikilvægar ákvarðanir verið teknar, enda miðstjórnarmenn utan Reykja- víkur yfirleitt ekki mættir. Það er samskonar heilaspuni að samningar hafi verið gerðir milli Framsóknarfl. og Alþýðuflokks- ins. Umræður um þau mál milli flokkanna eru ekki einu sinni hafnar. ❖ * * Morgunbl. gefur í skyn, að til þess að framkvæma „allsherjar lífsvenjubreytingu“ og „róttæk- an sparnað“ og „vinna bug á dýrtíðinni" þurfi Sjálfstæðis- flokkurinn að komast í valda- aðstöðu! Óvenjulega góð fyndni úr þeirri átt! (Frh. á 2. síöu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.