Tíminn - 15.10.1938, Qupperneq 1

Tíminn - 15.10.1938, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsl, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIDSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, laug'ardagiim 15. okt. 1938. 53. blað Miklir möguleikar fyrir aukna kart- öfluræktun í nærsYeitum Reykjavíkur Víðtal við Árna G. Eylands Iramkvæmdastj. Eins og skýrt var frá í seinasta blaði hefir Tíminn snúið sér til Árna G. Ey- lands framkvæmdarstjóra Grænmetisverzlunarinnar og spurt hann um álit hans á möguleikum fyrir aukn- ingu kartöfluræktarinnar í næstu sveitum við Reykja- vík. Fer umsögn Árna hér á eftir: — Árin 1934—36 nam inn- flutningur kartaflna, segir Árni, um 300 þús. kr. á ári. Árið 1936 kom fjörkippur í kartöflu- ræktina. Uppskeran varð langt- um meiri en nokkuru sinni fyr, þeim en fyrirhyggja og fastur vilji. Markaður fyrir kartöflur er vitanlega mestur hér í Reykja- vík. Væri það í alla staði eðli- legast að nærsveitir þæjarins reyndu að fullnægja þeim mark- aði, einkum, þegar kartöflu- ræktun er öruggari þar, m. a. vegna lítillar frostahættu, en annarsstaðar á landinu. Ég tel rétt, að í fjarlægari héruðum, þar sem skilyrði eru ekki eins góð, sé kartöfluræktunin aukin svo, að hún nægi þar til eigin þarfa framleiðendanna og full- nægi eftirspurninni í næstu kauptúnum og kaupstöðum. En aðalaukning kartöfluframleiðsl- unnar á að mínu áliti að verða á suðvesturhluta landsins og þar á hún að verða svo mikil að all- ur innflutningur kartaflna verði óþarfur, jafnvel þótt neyzlan aukizt verulega. Að þessu ber að stefna, ekki sem fjarlægu marki, heldur sem nálægum á- fanga. Þær sveitir, sem ég hefi sér- staklega í huga, eru hrepparnir Skipun verðlagsnefndar Guðjón F. Teitsson, skrif- stofustjóri, hefir verið skipaður formaður verðlagsnefndar, með bréfi ríkisstjórnarinnar 14. þ. m., samkvæmt lögum frá 31. des. s. 1. um verðlag á vörum. Aðrir nefndarmenn eru: Að- alsteinn Kristinsson fram- Árni G. Eylands. þótl vafasamt sé að treysta skýrslum um það efni. Þó náðist sá árangur, að innflutningurinn 1937 komst niður í rúml. 100 þús. kr. Má því segja, að uppskeru- aukningin 1936 hafi sparað landsmönnum um 200 þús. kr. 1 erlendum gjaldeyri 1937. Árin 1937 og 1938 hefir uppskeran aftur orðið minni, að nokkru leyti vegna þess að veðráttan var óhagstæðari þessi ár, eink- um i sumar, og að nokkru leyti vegna þe'ss að hin aukna ræktun 1936 hefir veríð dægurfiuga hjá ýmsum mönnum. Vonir um verðlaun og fljóttekinn arð hef- ir því miður vegið meira hjá Sáttasemjarar í vlnnudeilum Atvinnumálaráðherra hefir skípað eftirgreinda menn sátta- semjara í vinnudeilum, sam- kvæmt lögunum um stéttarfé- lög og vinnudeílur: í 2. sáttaumdæmi (Vestur- land): Björn H. Jónsson, skólastjóra á ísafirði, en til vara Kristján Á. Kristjánsson, Suðureyri. í 3. sáttaumdæmi (Norður- land): Þorstein M. Jónsson, skóla- stjóra á Akureyrí, en varamann hans Óskar J. Þorláksson, prest á Siglufírðí. í 4. sáttaumdæmi (Austur- land): Ara Arnalds, fyrv. bæjarfó- geta á Seyðisfirði, en varamann hans Stefán Björnsson, prófast á Eskifirði. Samkvæmt ákvæðum lag- anha tilnefndi félagsdómur 3 sáttasemjaraefni í hverju sátta- unidæmi, en ráðherra skipaði tvo af þeim, einn aðalmann og anhan til vara, í hverju um- dæmi. Eins og áður hefir verið skýrt frá, hefir Björn Þórðarson lög- maður verið skipaður rikissátta- seihjarí og sáttasemjari í 1. sáttaumdæmi (Suðurlandi). austan fja.ll. Ferðalag okkar fimmmenninganna, sem sagt var frá í Tímanum á fimmtu- daginn, styrkti mig í þessari skoðun. Þótt fljótt sé farið yfir þetta svæði, sézt glöggt, að skil- yrði eru þarna mikil til aukinn- ar kartöfluræktar og víða mjög góð. Lökust eru skilyrðin á Vatnsleysuströndinni, þar eru ræktunarmöguleikarnir aðallega bundnir við gömlu túnin en litlir utan þeirra. í Keflavík liggja tugir ha. af völdu kar- töflulandi alveg við dyr þorps- búa og út frá þorpinu sem augað eygir. Nokkur vandkvæði munu vera með eignarréttinn á land- inu, en slíkt má vitanlega ekki vera þrándur í götu þessa stóra nauðsynjamáls í Gerðahreppi eru skilyrði hin glæsilegustu, t. a. m. suður af prestssetrinu Útskálum. Sama er að segja víða í Miðneshreppi. í Hafnarhreppi gerir sandfok víða mikinn usla. T. d. er höfuð- ból sveitarinnar, Kalmans- Guðjón Teítsson. kvæmdastjóri, tilnefndur af Samb. ísl. samvinnufélaga, Sig- urgeir Sigurjónsson, lögfræð- ingur, tilnefndur af Alþýðusam- á Reykj anesskaganum, og svo bandi íslandS) Einar aísias0n, vitanlega lágsveitirnar fynr máiarameistari, tilnefndur af Landssambandi iðnaðarmanna og dr. Oddur Guðjónsson, skrif- stofustjóri, tilnefndur af Verzl- unarráði íslands. Verðlagsnefndin getur sett hámarksverð eða hámarksá lagningu í heildsölu, smásölu eða hvorutveggja á vörutegund- ir, sem nánar eru tilteknar af ráðuneytinu. Sljórn Chamberlains A víðavangi eykur vígbúnaðínn tjörn, að miklu leyti komið und- ir sand. Sandgræðsla ríkisins hefir sett þar upp mikla girð- ingu. Þeir menn, sem við töl- uðum við í Höfnum, höfðu mik- inn áhuga fyrir aukinni garð- rækt og sáu í henni aukna möguleika til þess að halda þarna byggð, þótt sandurinn hafi sneitt af löndum þeirra í bili. Skilyrði eru þarna ágæt til garðyrkju, þótt víðátta góðra garðstæða sé ekki eins mikil og sumstaðar í hinum hreppun- um. Það er einn af kostunum við (Framh. á 4. síðu.) Vantrúin á utan- ríkismálastefnu stjórnarinnar. Einn nánasti samstarfsmaður Chamberlains, John Simon fjár- málaráðherra, hefir birt til- kynningu, sem gefur vel til kynna, að hann og Chamberlain beri í raun og veru lítið traust til friðarvilja einræðisherranna, enda þótt þeir telji utanríkis- málastefnu sína byggjast á því, að slíkur vilji sé fyrir hendi. í þessari tilkynningu John Simons er lögð mikil áherzla á nauðsyn þess að undirbúnar séu strax ýmsar varúðarráðstafanir, því tími vinnst ekki til slíks undirbúnings, þegar ný ófriðar- hætta sé komin til sögunnar. Telur John Simon m. a. nauð- synlegt að komið verði upp loft- varnarstöðvum við allar mikil- vægar verksmiðjur og lofar hann að ríkið skuli leggja fram loftvarnarbyssur í því skyni og kosta æfingar þess starfslið verksmiðjanna, sem verður lát- ið læra meðferð varnartækj- anna. Þessi vantrú Chamberla- ins og stuðningsmanna hans á stefnu sinni hefir styrkt á ný aðstöðu þeirra manna í íhalds- flokknum, sem verið hafa á annari skoðun. Nokkrir þessara manna hrifust um stundar- sakir með múghylli Chamberla- ins, en láta nú aftur bera á óá- nægju. Það er nú kunnugt orð- ið, að fjórir ráðherrar í stjórn Chamberlains, auk Duff Cooper, hafa verið honum ósammála í lausn Súdetadeilunnar, en höfðu svipuð sjónarmið og Eden og Duff Cooper. Voru það Stanley verzlunarráðherra, Elliot heil- brigðisráðherra, Morrison land- búnaðarráðherra og innsiglis- vörður stjórnarinnar, de la Warr lávarður. Allir þessir ráðherrar tilheyra yngri kynslóð íhaldsfl. eins og Anthony Eden og Duff Cooper. En Chamberlain hefir einnig sætt ávítunarorðum frá ýmsum hinum eldri stuðningsmönnum sínum. Meðal þeirra er Amery, sem var nýlenduráðherra íhalds- flokksins 1924—29, og Harold A. KROSSGOTTJM Klakstöðin við Laxá. — Veiði í Mývatni. — Klakstöð hjá Geiteyjarströnd. — Áveita á Framengjar. — Mæðiveikin í rénun. — Frystihús á Skagaströnd. Samkvætnt lögum um klaksjóð, lét ríkisstjórnin reisa í fyrra stóra klak- stöð við Laxá í Þingeyjarsýslu, og var henni valinn staður hjá Brúum, þar sem Laxá brýzt út úr Laxárdalnum. í þessari klakstöð er hægt að klekja út 2% milljón laxaseiða á ári, og er hún að líkindum meðal alstærstu klakstöðva í Evróþu. í fyrrasumar var lax veiddur til stöðvarinnar í Laxá og Reykjadalsá, og klakið út í vetur rúmlega 300 þús- und laxaseiðum. í sumar var þessum seiðum sleppt í Laxá sjálfa, Djúpá i Ljósavatnsskarði, Fnjóská og Eyja- fjarðará. Óhreinindi og mor, sem kom í ána í leysingum, olli dálitlum erfið- leikum í vetur, en seiðin þroskuðust mjög vel, enda hefir reynslan sannað það, að þau ná skjótari þroska i ár- vatni heldur en köldu uppsprettu- eða lindarvatni. í haust voru gerðar endur- bætur á siun vatnsins, sem til klak- stöðvarinnar er notað, og jafnframt leitt lindarvatn í klakhúsið, til þess að nota þá daga, sem vatnið í ánni er sem allra gruggugast. Þegar Ólafur Sigurðsson á Hellulandi, fiskiræktar- ráðunautur, var síðast í ferð í Þing- eyjarsýslu um mánaðamótin síðustu, en hann er heimildarmaður blaðsins um fregn þessa, var búið að veiða rúm- lega hundrað laxa til stöðvarinnar. En talsvert hefir veiðzt siðan. t t t Veiði í Mývatni hefir ekki verið meiri en svo, hin síðari ár, að sæmilegt þykir að fá einn silung í hverja fjóra faðma nets I umvitjun. Til samanburðar má nefna, að í vötnum á Tvídægru þykir einn silungur i hvern faðm meðalveiði. í Friðmundarvötnum á Grimstungu- heiði, sem mjög eru fiskisæl, veiðast oft þrír silungar í hvern faðm af neti, en það er mokveiði. t t t í sumar var nýrri klakstöð komið upp við Mývatn, skammt frá Geiteyjar- strönd. Er það flotstöð af nýrri gerð. Veitti Alþingi Mývetningum nokkurn styrk til þessarar klakstöðvar. í þess- ari stöð verður hægt að klekja út hálfri milljón bleikjuseiða á ári. í Garði við Mývatn hefir verið rekin klakstöð, þar sem hægt er að klekja út 400 þúsund seiðum á ári, og hefir hún um langt árabíl verið notuð til fulls. Ólafur Sig- urðsson fiskiræktarráðunautur mun hafa hug á að beita sér fyrir þvi, að atvinnudeild Háskólans rannsaki átu- magnið og lífsskilyrðin í Mývatni, svo ákveða megi, hvernig hægt sé að nota framvegis sem bezt þá miklu lífsorku, sem í vatninu er. t t r Steingrímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri og Pálmi Einarsson ráðu- nautur sátu nýlega fund með all- mörgum bændum úr Mývatnssveit, þar sem rætt var um áveitu á Framengjar og Nautey, helztu engjalönd Mývetn- inga. Var á þessum fundi kosin nefnd manna til að vinna að undirbúningi þessara mála. Landsvæði það, sem hér er um að ræða, líggur meðfram Kráká, Nautey vestan hennar, en Framengjar austan, milli Grænavatnsbruna og Nauteyjarkíls. Að norðan takmarkast það af Mývatni, en suður á bóginn nær það að svonefndu Randaskarði. Alls er það 1644 hektarar að stærð, en nokkuð er tjarnir og hraunrimar. Um 1200 ha. eru nú engjalönd. Þetta land skiptist á milli níu jarða, sem yfir tuttugu bændur búa á, en venjulega njóta all- flestir bændur i Mývatnssveit þar ein- hverra slægna. Eins og nú er, eru þess- ar engjar víða svo blautar, að ekki verður þurrkað þar hey, nema í þurr- viðrasömustu sumrum. Vatn til áveit- unnar er ráðgert að taka úr Kráká, en sá galli er þó á vatninu, að sandburður er mikill í henni. Landið verður ræst út til Mývatns, Krákár og Laxár, sem þó er erfiðleikum bundið, þar eð engið liggur mjög lágt móts við vatnið. Á- ætlað er að kostnaðurinn við vélgrafna og handgrafna skurði, stíflur og flóð- gáttir, verði um 90 þúsund krónur. Flóðgarðahleðsla er hinsvegar kostn- aðarlítil, því að landið er mjög flatt, (Framh. á 4. síðu.) Sír John Simon. Nicolson, sem ásamt Malcolm MacDonald nýlendumálaráð- herra er foringi verkamanna- flokks þess, sem styður stjórn- ina. Báðir þessir menn eru við- urkenndir fyrir þekkingu sína í utanríkismálum. Ýms áhrifamestu blöð ihalds- flokksins, eins og t. d. Daily Telegraph og Yorkshire Post hafa gagnrýnt lausn Súdeta- deilunnar. Chamberlain hefir því hvergi nærri allan íhaldsflokkinn að baki sér, ekki einu einu sinni alla ráðherra sína. Sá orðrómur gengur líka, að hann ætli að fjölga mönnum í stjórninni til þess að tryggja sér þar öruggari meirihluta. Því er samt ekki að neita, að aðstaða hans virðist sterk eins og sakir standa. Hann er öfluglega studdur af flestum voldugustu fjármálamönnum Englands, og hann nýtur enn hylli múgsins, sem dýrkar hann eins og friðarhetju og hrópaði við heimkomu hans frá Mún- chen „Thank God for Cham- berlain“ (þökkum Guði fyrir Chamberlain) og „To hell with all those small nations“ (Til helvítis með allar smáþjóðirn ar). En hylli múgsins reynist stundum skammvinn og full- trúar yngri kynslóðarinnar í flokki Chamberlains fylgja ann ari stefnu en hann. Aukakosmngar í Englandi. Á næstunni fara fram auka- kosningar í fjórum kjördæmum í Englandi. Er þeirra beðið með mikilli eftirvæntingu, því talið er að þær muni nokkuð sýna afstöðu brezkra kjósenda til utanríkismálastefnu Chamber- lains. Þessi kjördæmi eru: Doncaster, sem jafnaðarmenn unnu á ný 1935 með 8000 atkv. meirahluta, Oxford, þar sem í haldsmenn hafa haft öruggan meirahluta, Darford, sem I- haldsmenn unnu frá jafnaðar- mönnum 1931 og hafa haldið síðan, og Walsall, sem hið frjáls- lynda flokksbro t John Simons vann 1931 og hefir haldið síðan með aðstoð íhaldsmanna. Ungverjar krefjast nýrrar íjórvelda- ráðstefnn. Ungverjar hafa slitið öllum samkomulagsumleitunum við Tékka og óskað eftir að fjór veldaráðstefna úrskurði um á greiningsmál þeirra. Voru Tékk ar búnir að gera mörg gagntil- boð og höfðu fallist á um 40% af landakröfum Ungverja. Með al annars krefjast Ungverjar allrar Rutheniu, sem liggur milli Ungverjalands og Póllands. í búar hennar eru um 600 þús. og eru Ukrainumenn. Hafa þeir notið sérstakrar sjálfstjórnar, Talið er að ítalir og Pólverjar (Framh. á 4. síðu.) Mbl. sagði fyrir nokkrum dög- um, að Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra væri „óvinur þjóðfélagsins“ (!) og vildi gera alla fátæka! Þetta er víst ein af „röksemdunum frá Múla“! * * * Héðinn heldur því fram i blaði sínu, að hann og hans menn hafi beitt séT fyrir byggingarsamvinnufélögum. — Þetta er bagalegt misminni hjá Héðni, því að þegar lög um þessa starfsemi voru sett á Al- þingi, tók hann sjálfur mjög dauft í það mál. Og gaman væri að vita, hvernig H. V. hugsar sér, að lögin um verkamannabústaði hefðu komizt fram á þingi án atkvæða Framsóknarmanna. ❖ * * Vegna árása, sem Morgun- blaðið og Vísir hafa gert undan- farna daga á kaupfélagið í Reykjavík, hefir kaupfélagið í dag gefið út sérstakt blað, sem sent mun verða öllum félags- mönnum og selt á götum höfuð- staðarins. Enginn vafi er á því, að þessar árásir á kaupfélagið mælast illa fyrir. Hið lága verð félagsins hefir verið almennt umtalsefni í bænum um langt skeið og það er því hreinn barnaskapur af kaupmanna- blöðunum, að ætla að reyna að telja nokkrum manni trú um, að félagið sé „okurstofnun“. Margir Sj álfstæðismenn eru í félaginu og hafa þar viðskipti sín. Og Sjálfstæðisflokkurinn má áreiðanlega vara sig á svo skilyrðislausri þjónustu við kaupmannavaldið, sem nú kem- ur fram í blöðum hans. * * * Mbl. og Vísir hafa neitað því, að kaupfélagið hafi getað keypt vefnaðarvörur af heildsölum eins og frá var skýrt hér í blað- inu. En um þetta vitnar eftir- farandi „notarial" vottorð: „Útdráttur úr nótum til Kaup- félags Reykjavíkur og nágrenn- is, frá heildsölum í Reykjavík: 1. Frá heildsala A. dags. 4/10. 1937: Gardinuefni kr. 4,20 pr. m. 2. Frá heildsala B, dags. 11/12. 1937: Damask, kr. 2,20 pr. metra. 3. Frá heildsala A. dags. 2/9. 1937: Georgette, kr. 2,10 pr. m. Útdráttur þessi rétt tekinn úr mér sýndum frumritum. Notarius publicus í Reykjavík 14. okt. 1938. Bjarni Bjarnason (Sign). * * * Mbl. hneykslast á því, að kaupfélagið í Rvík skuli hafa valið menn úr ýmsum flokkum, og þar á meðal kommúnistann Einar Olgeirsson til að sitja Sambandsfund á sl. vori. En veit ekki Mbl., að kaupfélögin eru opin mönnum úr öllum flokkum og að menn úr flestum eða öll- um stjórnmálaflokkum hafa setið á aðalfundi Sambandsins frá fyrstu tíð? Myndi blaðið t. d. vilja láta meina Sjálfstæðis- mönnum að ganga inn í kaup- félögin eða taka kosningu sem fulltrúar á aðalfundi Sam- bandsins? * * * Einn þeirra, sem risið hefir upp til andmæla gegn hinum frekjulegu árásum Mbl. og Vís- is á kaupfélagið í Rvík, er Theó- dór Líndal fyrv. fulltrúi íhalds- flokksins í bæjarstjórninni. Hann ritar langa og rökstudda grein i blað kaupfélagsins í dag. * * * Ríkisstjórnin hefir nú ákveð- ið að nota heimild þá, sem í lög- um er, til að setja hámarks- verð eða hámarksálagningu á vörur. Hefir formaður verðlags- nefndar verið skipaður, og mun nefndin þegar hefja undirbún- ingsstarf. En að þeim undirbún- ingi loknum, má gera ráð fyrir, að hámarksverð eða hámarks- álagning verði sett á ýmsar þær vörur, þar sem verzlunarálagn- ingin hefir verið mest nú und- anfarið. Margir hafa tjáð Tím- anum þakkir fyrir rannsókn þá, er hann hefir látið gera í málinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.