Tíminn - 18.10.1938, Qupperneq 1

Tíminn - 18.10.1938, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOF UR: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN 22. árg. Reykjavík, þrlðjudaglnn 18. okt. 1938. 54. blað Slátrnn Hjáleíga Þýzkalands Á víðavangi Verksmíðjan í Hveragerdí hefir framleitt 110 smálestír í sumar lokið á 19 stöðum A aðeins þrem stöðum voru dilkar léttari nú en í iyrra Samkvæmt upplýsingum frá formanni kjötverðlagsnefndar, er slátrun nú lokið á 19 'slátur- stöðum. Fer hér á eftir yfirlit um sláturfjártöluna á þessum stöð- um og eru tölur frá því í fyrra tilgreindar til samanburðar: Slátrað 1938 Slátrað 1937 Full- Fuli- Dilkar orðið Dilkar orðið Borðeyri 5350 491 7492 1254 Húsavík 14353 1060 13141 1270 Króksfj.n. 3196 219 3552 87 Reykhólum 1112 1063 6 Þingeyri 5398 165 3934 36 Sveinseyri 838 15 883 Reykjarf. 461 22 378 114 Patreksf. 1090 4 1071 35 Norðurf. 1553 66 1497 50 Akranesi 2322 63 4295 421 Borgarf. 5148 103 4213 101 Mjóafirði 377 8 329 7 Hólmi 1841 34 5624 400 Siglufirði 4508 261 4715 345 Seyðisf. 1745 8 1740 10 Stöðvarf. 1189 23 1032 28 Vopnaf. 6316 314 6271 594 Þórshöfn 6376 351 5461 601 Öræfum 1404 125 1299 63 Meðal kjötþungi dilka á þess- um stöðum hefir orðið, sem hér segir (kg.): 1938 1937 Borðeyri 17.56 15.96 Húsavík 15.14 14.25 Króksfjarðarnesi . 16.17 15.67 Reykhólum 15.00 15.00 Þingeyri 13.81 13.46 Sveinseyri 13.48 12.99 Reykj arfirði 14.33 13.79 Patreksfirði 12.96 12.69 Norðurfirði 12.04 13.24 Akranesi 13.17 12.44 Borgarfirði 12.66 12.80 Mjóafirði 14.87 14.99 Hólmi, Síðu 13.90 12.53 Siglufirði 14.24 13.26 Seyðisfirði 13.28 13.18 Stöðvarfirði .... . 12.01 11.57 Vopnafirði 14.36 13.73 Þórshöfn 14.60 13.51 Öræfum 11.30 10.84 Eins og skýrslan sýnir, eru dilkar vænni en í fyrra á öllum þessum stöðum, nema þremur. Mun Páll Zóphóníasson gera nánari grein fyrir orsökum þess, þegar allri slátruninní er lokið. Slátrun lýkur víða í þessari viku. INNITZER KARDINÁLI (til vinstri, sem austurískir nazistar réðust á fyrir skömmu og síðan er hafður í stofufangelsi. Á síðastliðnu vori tók þangmjölsverksmiðja til starfa í Hveragerði, og er það fyrsta slíka fyrirtækið, sem rekið er hér á landi. Var Sveinbjörn Jónsson bygg- ingameistari einn helzti for- göngumaður þess. SVEINBJÖRN JÓNSSON. Verksmiðjan var reist við dá- lítinn gufuhver rétt við Varma og var hann virkjaður og notað- aður til þess að þurrka mjölið. Verksmiðjan er miðuð við að geta unnið 300 smálestir mjöls á ári. Stofnkostnaður við liús- byggingar, virkjun og vélakaup nam um 42 þúsund krónum. Þangið, sem unnið er, er sótt til Stokkseyrar. Er það skorið þar á skerjunum fyrir framan þorpið, þegar lágsjávað er. Það telja gamlir menn og athugulir, að þangið vaxi að nýju á 4 árum og hið sama er álit vís- indamanna. Verksmiðjan hóf framleiðslu sína í byrjun maímánaðar í vor. Laust eftir miðjan september- mánuð höfðu verið framleiddar 110 smálestir þangmjöls. Aðalslátrun hjá Sláturfélagi Suður- lands er lokið fyrir nokkru. Bezta jafnaðarþyngd dilka sinna, af ölliirn þeim, sem ráku sláturfé sitt til Slát- urfélagsins, fékk Torfi Jónsson bóndi í Gilstreymi í Lundarreykjadal. Lömb- in voru alls um 65 og meðal kropp- þungi þeirra 35% pund. Næst vænst lömb átti Einar Halldórsson bóndi á Kárastöðum í Þingvallasveit, og hefir áður verið frá því skýrt. Hinn þriðji í röðinni mun vera Davíð Björnsson, bóndi á Þverfelli í Lundarreykjadal, með nær 35 pund. I t t Samkvæmt heimildum Ingólfs Dav- íðssonar grasafræðings lét atvinnu- deild háskólans í vor sá kartöflum af öllum þeim tegundum, sem Græn- metisverzlun ríkisins hafði á boðstól- um, í allstóra tilraunareiti. Eru nú fengnar niðurstöður af þessum tilraun- um. Nokkrar tegundir, Akurblessun (Ackersegen), Deodora, Jarðargull (Erdgold) og Webbs, gáfu elleffalda uppskeru, Alpha og Eyvindur gáfu ní- falda, en önnur afbrigði 4—8-falda uppskeru. Grös allra hinna beztu teg- unda, að Webbs undantekinni, stóðu iðgræn, þegar tekið var upp úr görð- unum. Jarðvegurinn, sem sáð var í, er leirblandin melajörð. Voru borin 10 kg. af garða-nitrophoska í hverja 100 fermetra. Gulrófur voru einnig ræktaðar í þessum tilraunareitum og uxu Gautarófur, íslenzkar rófur og Þrándhéimsrófur vel, en Banghólms- rófur og finnskar (rússneskar) rófur Mjölið hefir hingað til verið selt á 19 krónur hver 100 kg., en í ráði er lækka verðið nokkuð. Hefir það verið notað til íblönd- unar fiskimjöls í stað maismjöls. Hefir það bæði verið notað sem hænsnafóður og kúafóður. Skepnur eru tregar til að éta mjölið fyrst í stað, en venjast því, þegar frá líður. Hefir mjölið verið selt allvíða um land. Til að mynda hefir búnaðarskólinn á Hvanneyri keypt dálítið til reynslu. Einnig hafa Kaupfélag Árnesinga, Kaupfélag Eyfirð- inga og Mjólkurfélagið keypt talsvert. Þangmjölið þykir, eins og áð- ur er sagt, hentugast í stað ma- ísmjöls og inniheldur að nokkru leyti svipuð efni. Þó jafnast það ekki fyllilega á við maís- mjöl að fóðurgildi, enda all- miklu ódýrara. Þangið er mjög ríkt að steinefnum og joðefnum og geymir eins og annar sjávar- gróður ýms nauðsynleg fóður- efni, sem heyið glatar fljótt, ef það hrekst. Er þangmjölið því sennilega hollt með hröktum heyjum. Samkvæmt erlendum rann- sóknum, er þó efnainnihald þangsins nokkuð mismunandi eftir árstíðum og er einna rík- ast af nytsömum efnum seinni hluta sumars. í Noregi er slík þangvinnsla stunduð með góðum árangri og er hér áreiðanlega um atvinnu- rekstur að ræða, sem gefa á fullan gaum. Kautsky látlnn. Karl Kautsky, einn víðkunn- asti rithöfundur þýzkra jafnað- armanna, lézt í Amsterdam í gær, 84 ára að aldri. Hann var persónulegur vinur og læri- sveinn Karl Marx. Hann var andvígur rússnesku byltingunni og kommúnisma. miður. Minnst bar á maðkskemmdum í Gautarófunum. t t t Kartöflukvillar voru fremur vægir í sumar. Myglu varð lítilsháttar vart en tjón hlauzt ekkert af henni hér sunnanlands. Þurrviðrin forðuðu því. Margir garðeigendur notuðu líka varn- arlyf í tæka tíð og æ fleiri velja sér hraust afbrigði til útsæðis. Stöngul- veiki gætti nokkuð, en þó minna en í fyrrasumar. Talsverð brögð voru að tiglaveiki, einkum Favourite, Jórvík- urhertoga, Webbs og Böhms. Var helmingi minni uppskera undan sjúk- um grösum heldur en þeim heil- brigðu. Víða var kvartað um kláða. Er mönnum ráðlagt, að bera stækju í kláðagjama garða, en forðast að láta í þá ösku og kalk. — Kálmaðkur var versta plága hér í Reykjavík, sér í lagi í blómkáli. Hann gerði einnig usla á Akureyri og Blönduósi. Þeir, sem höfðu gát á görðum sínum að vorlaginu um varptíma kálflugunnar og vökvuöu tafarlaust með „sublimat"- vatni, þegar þeir sáu eggin við rótar- háls plantnanna, sluppu við þann skaða, sem maðkurinn gerir. r t r í seinasta hefti Freys skrifar Páll Zophoniasson ítarlega grein um van- höld á sauðfé. Getur hann þess m. a., að dýrbítur hafi aukizt verulega á undanförnum árum. Einkum hefir kveðið mlkið að honum tvö undan- farin vor á Norður- og Austurlandi. í uppsveitum Ámes- og Rangárvalla- Fyrir milligöngu ítala og Þjóðverja hafa Ungverjar lofað að taka upp samninga við Tékka á ný, en þeir höfðu hætt þeim og krafizt fjórveldaráðstefnu. Ung- verska fréttastofan segir, að Hitler og Mussolini styðji kröf- ur þeirra. Annarstaðar er það talið vafa- samt, að Hitler styðji kröfur Ungverja um sameiginleg landamæri við Pólland. Tékkó- slóvakía er ekki lengur þrosk- uldur á vegi hans til aukinna viðskipta og áhrifa austur á bóginn. Hann hefir miklu meira að óttast samvinnu Pólverja og Ungverja, sem stendur stuggur af auknum yfirráðum Þjóðverja í Mið-Evrópu. Enn hefir ekki verið endan- lega gengið frá landamærum Þýzkalands og Tékkóslóvakíu, en í þeim héruðum, sem Þjóð- verjar hafa tekið, eru 3.638 þús. íbúar og eru af þeim um 850— 1000.000 Tékkar. Talsverður hluti þeirra mun flytja til Tékkósló- vakíu. Þjóðverjar flytja aftur á móti þaðan til Súdetahérað- anna. í mörgum borgum, sem Þjóðverjar hafa tekið, eru Tékk- ar i yfirgnæfandi meirahluta, eins og t. d. þessum: Tékkar Þjóðv. Policka . .. .... 5.947 149 Petralka . .. .... 7.854 3.173 Znaim .... 33.990 30.360 Lundenburg .... 39.871 1.873 Auspitz .... .... 17.214 8.258 M.-Kromau 20.184 8.073 Prachatitz 11.168 9.341 Senftenberg .... 3.659 43 Postorna ... .... 3.595 285 Flatarmál þess lands, sem Þjóðverjar hafa fengið, er 28 þús. ferkm. eða V5 allrar Tékkó- slóvakiu. f þessum héruðum eru auðug- ar kolanámur, en lítið af málm- um. Iðnaður er þar mjög mikill (bómull, gler, postulín o. fl.). — Landbúnaður Tékka hefir haft öruggasta markað sinn í iðnað- arborgum Súdetahéraðanna, og þar hafa margar helztu útflutn- ingsvörur Tékka verið fram- leiddar. Auk þess eru miklar tekjur af ferðamönnum í þess- um héruðum, m. a. vegna bað- staða. Verður hin nýja Tékkó- sýslu hefir hann einnig gert mlkinn usla, en minni á Vestfjörðum, þó hans verði þar víða vart. Liggur vafalaust til þess sú ástæða, að hann hefir þar meira af öðru æti (sjófangi). Páll segir í grein sinni frá einum hreppi með samtals 2000 ám, þar sem dýrbítur hafi grandað 300 lömbum á síðastliðnu vori, en ails telur hann að þau lömb, sem dýrbítur hafi drepið undanfarin vor, skipti þúsundum á öllu landinu. Páll segir, að til þess að útrýma dýrbítnum, þurfi að leggja miklu meiri áherzlu á það, að drepa fullorðnu dýrin, bæði að vetrinum og á vorin. Hefir það sumstaðar valdið nokkurri óánægju, að eldri dýrin hafa sloppið, þegar legið hefir verið á grenj- um á vorin. Það mun líka sama og með öllu hætt að reyna að skjóta tófur að vetrinum, en það var talsvert gert áður og þyrfti að halda þvi áfram. t r r í grein sinni segir Páll einnig frá því, að á nokkrum stöðum hafi refir sloppið úr eldl. Er blaðinu kminugt um, að merktur refur var skotinn í Húnavatnssýslu í fyrra og einnig náð- ist í sömu sýslu i silfurref, sem slopp- ið hefir úr eldi. Ætti þetta að vera nægileg hvatning til þess að gerðar yrðu strangari kröfur um refagirð- ingar. Þá munu minnkar einnig hafa sloppið úr búmn í nágrenni Hafnar- fjarðar, því þeir hafa sézt þar í hraun- inu. Minnkar eru grimmir og myndu áreiðanlega ráðast á unglömb. ef þeir ættu þess kost. MUSSOLINI, sem þrátt fyrlr yfirlýsta vináttu við Hitler, styður kröfur Ungverja, því hann óttast vaxandi áhrif Þjóðverja í Mið-Evrópu. slóvakía algerlega viðskiptalega háð Þýzkalandi, m. a. vegna markaðarins fyrir landbúnaðar- afurðir. Þjóðverjum er þetta vel ljóst, og munu þvi vilja ráða miklu í landinu. Talið er, að þeir krefj- ist þess, að Tékkar hafi lítinn her, slíti allri samvinnu við Frakka og Rússa og taki stjórn- arhætti Þjóðverja sér á ýmsan hátt til fyrirmyndar. Munu Tékkar telja sér heppilegast að fylgja sem mest þessum ráðum. Ábyrgð Englands og Frakklands á landamærunum, er þeim raunverulega einkisvirði, þar sem t. d. Prag er nú ekki nema 30 km. frá landamærunum og Þjóðverjar geta fyrirvaralaust skotið hana í rústir. Þá munu Þjóðverjar krefjast eftirlits með framleiðslu og við- skiptum Skodaverksmiðjanna, sem eru þriðju stærstu vopna- verksmiðjur í heimi. Munu þeir leggja bann við, að verksmiðj- urnar selji vopn til þeirra þjóða, sem eru líklegar til að verða andstæðar Þjóðverjum í ófriði. Er Tékkóslóvakía þannig raunverulega orðin einskonar hjáleiga frá Þýzkalandi. í þeim héruðum, sem Pólverj- ar fá, eru búsettir 80 þús. Pól- verjar og um 180 þús. Tékkar. Þar voru auðugustu kolanámur Tékkóslóvakiu. Verða Eden og Chnr- chill ráðherrar? Anthony Eden hefir nýlega haldið ræðu og hvatt til þjóð- legrar einingar. Talsverður orðrómur gengur um það, að Chamberlain vilji gjarnan fá Eden, Churchill og jafnvel fulltrúa frá frjálslynda flokknum inn í stjórn sína. Liggja til þess einkum tvær á- stæður: Þátttaka þessara manna I stjórninni myndi á ný auka traust'lýðræðisríkjanna og ensku nýlendanna á forystu Bretlands, en það hefir beðið mikinn hnekki við Munchensáttmálann. Auk þess myndi stjórnin þannig skipuð hafa miklu traustara fylgi innanlands. Hefir Cham- berlain hvað eftir annað lýst því yfir, að hann telji það meg- inatriði, að þjóðin sýni sem bezta samheldni á þessum tíma og með þeirri forsendu neitað kröfu frá stjórn íhaldsflokksins um kosningar í haust. Halifax lávarður er einnig sömu skoð- unar. Hann er sagður vilja draga sig til baka og helzt óska eftir Eden sem eftirmanni sín- um. Hittust þeir Eden oft í sumar og hélt Eden aldrei svo ræðu eða skrifaði blaðagrein, að hann talaði ekki við Halifax áð- ur. Af eldri ráðherrunum er tal- ið, að Halifax hafi verið hlynnt- astur Tékkum. í þingræðu hefir hann líka lýst yfir, að hann þakki það Benes meira en nokkrum öðrum, að ekki kom til styrjaldar. Hinsvegar eru miklir örðug- leikar á því fyrir Chamberlain (Framh. á 4. slðu.) Jóhann Jósefsson alþm., sem sæti á í síldarútvegsnefnd, hef- ir í viðtali við Mbl. neyðzt til að ómerkja slúðursögu Vísis um síldarsöluna til Ameríku. Lýsir Jóhann yfir því, að síldin muni öll seljast eins og til var stofnað. Vísir í gær er talsvert úrillur út af þessu og er með skæting til Mbl. um, að það hafi sagt, að í Chicago sé heyrnarlaus söfnuð- ur, sem „syngi sálma á fingra- máli“! Þetta er auðvitað ein af hinum vel þekktu fjólum Val- týs, en ýmsum mun þykja hnút- an koma úr hörðustu átt. Og tæplega ferst núverandi rit- stjóra Vísis að setja sig á háan hest yfir stallbræður sína hjá Mbl., að því er kunnáttu í móð- urmálinu snertir. * * * Svo skilningssljór er Vlsir í síldarmálunum, að hann kann ekki að gera greinarmun á nafni verzlunarfyrirtækis þess, er síldina kaupir, og eiginnafni trúnaðarmanns fyrirtækisins! Frásögn blaðsins um „eftir- gjafir“ á andvirði síldar 1936 og 1937 eru lika þvættingur einn. Það er allt á eina bókina lært fyrir piltum þeim, er að þessum síldarskrifum standa. * * * í gær hefir Vísir í hótunum við kaupfélögin út af skiptingu vefnaðarvöruinnflutningsins. — „Af slíkum yfirgangi höfum vér nú fengið nóg. Og því skal nú verða barizt til þrautar“, segir hann. Ja, miklir menn erum við, Hrólfur minn, segir einhvers- staðar. En ætli Vísiskaupmönn- unum sé ekki óhætt að hafa sig hæga, meðan þeir fá 67% af vefnaðarvöruinnflutningnum í landinu og 83% í Reykjavik? * * * Ferðamaður skrifar Tíman- um: Það eru vandræði fyrir far- þega, hve erfitt er að fá keypt egg og mjólk á höfnum, þar sem strandferðaskipin koma við, ekki sízt á Austfjörðum. Fólk á þessum stöðum ætti að reyna að búa sig undir komu skipanna að þessu leyti. Þar geta líka verið tekjur, sem draga sig sam- an, þótt litlar séu í hvert skipti, og mörg sjóveik manneskjan myndi vera þakklát, ekki slzt vor og haust, þegar þrengst er á skipunum. * * * Kosning 9 manna í stúdenta- ráð háskólans fór fram sl. sunnudag. Stúdentar hafa und- anfarið skipzt i einskonar póli- tísk félög, en sumt er þar með undarlegum hætti. T. d. lýstu nazistar nú yfir þvi, að þeir vildu styðja félag „lýðræðis- sinna“ í kosningunum og gerðu það! Þetta finnst sjálfsagt flestum óskiljanlegt nema þeir viti, að í þessu svokallaða félagi „lýðræðissinna“ eru aðallega Sjálfstæðismenn. Hinsvegar er til félag „róttækra stúdenta" og eru í því a. m. k. menn af þrem stjórnmálaflokkum. Ef stúd- entar háskólans vilja hafa með sér pólitísk samtök, væri eðli- legt, að þeir hefðu með sér jafn- mörg félög og flokkarnir eru i landinu, eftir sömu „línum“ og með samskonar nöfnum. Vill Tíminn sérstaklega beina því til Framsóknarmanna í háskólan- um að athuga þetta mál. * * * Nú í seinni tíð hefir Mbl. hvað eftir annað fjargviðrast út af því, að leyfður sé of mikill inn- flutningur á tóbaki. En hvað skeður? Nú hefir ríkisstjórnin látið hækka verð á tóbaksvörum, til þess að minnka neyzluna og draga þar með úr innflutningn- um. En þá rís Mbl. upp með íra- fári og segir, að tóbakið sé nauðsynj avara fyrir almenning! Hefir það nú sanpast, sem áður var sagt hér í blaðinu, að vand- lætingarskrifum Mbl. um tó- baks- og brennivíns-innflutn- inginn myndi lítil alvara fylgja. A KBOSSGÖTTJM Aðalslátrun í Rvík lokið. — Garðyrkjutilraunir. — Sjúkdómar í nytjajurt- um. — Dýrbítur færist 1 vöxt. — Refir og minnkar sleppa úr eldi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.