Tíminn - 18.10.1938, Page 2

Tíminn - 18.10.1938, Page 2
TÍMITCN, frrigjjiidagiim 18. okt. 1938 Tolhir. verðlag Terslunarálag ni ng I Reykjavík og víðar hefir síð- ustu vikurnar verið mikið um- tal um verzlunarhætti í höfuð- staðnum. Umræður þessar hafa verið mjög óþægilegar fyrir k'aupmannavaldið í bænum. í Reykjavíkurbréfum sínum á sunnudaginn var, reynir Mbl. að breiða yfir ófarir sínar og skjólstæðinga sinna í þessu máli með því að skýra frá þvi, sem skrifað hefir verið, á allt annan veg en rétt er. Á þennan hátt hugsar blaðið sér að rugla málið og leiða athyglina frá þeim atriðum, sem hættu- legust eru fyrir það sjálft og málstað þess. Gagnvart þeim, sem ekkert lesa nema Mbl., get- ur þessi aðferð kannske borið einhvern árangur. Hinum, sem fylgzt hafa með umræðunum, þýðir ekki að segja ósatt um það, hvað og hvernig hafi verið um þetta mál ritað. Upphaf þessara umræðna var á þá leið, að Mbl. hélt því fram, svo sem um óumdeilanlega stað- reynd væri að ræða, að hið háa verðlag, sem nú væri á ýmsum vörum — og er þá sérstaklega um vefnaðarvörur að ræða — kæmi af því, að tollar af þess- um vörum hefðu verið hækkaðir svo mjög í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Lesendur Mbl. áttu að trúa því, að mestur hluti af búð- arverði þessara vara rynni í ríkissjóðinn. Með þessu ætlaði blaðið sér að vinna tvennt: í fyrsta lagi að koma í veg fyrir, að kaupmönnum yrði kennt um hið háa vöruverð. í öðru lagi að „magna“ óvild gegn ríkisstjórn- inni. mönnum kaupfélaganna hefir fjölgað og ný félög tekið til starfa. Þetta er hin eðlilega þróun, ekki sízt á slíkum tímum. Því að þegar innflutningur er takmarkaður, eru hin félags- legu samtök kaupendanna eðli- legast vörn þeirra gegn því, að höftin séu notuð til óhæfilegrar álagningar. Tíminn hefir leyft sér að halda því fram, að inn- flutningsnefnd hafi fremur gengið of skammt en of larigt í því að láta „höfðatölu“-regl- una ráða. Þetta á sérstaklega við um vefnaðarvöruinnflutninginn. Það er ekki fullkomlega réttlátt, að kaupfélagið í Reykjavik fái ekki nema 17%, þegar kaup- mannaverzlanirnar fá 83, eða að öll kaupfélög og pöntunarfélög á öllu landinu skuli ekki fá nema 33%, þegar kaupmanna- verzlanirnar fá 67%. Álagning- in á vefnaðarvöruna sýnir sig líka, svo að ekki þarf um að deila. Og menn gætu hugsað sér, hvernig verðlag á ýmsu öðru Tímanum var hinsvegar kunn. ugt um, að hér var um óheiðar- legan áróður að ræða af hálfu kaupmannavaldsins í Reykjavík, og taldi ástæðulaust að þola Morgunblaðinu og ísafold að halda slíkum málflutningi á- fram. Þessvegna lét Tíminn fara fram rannsókn í þessu máli. Blaðinu tókst að fá aðgang að innkaups- og kostnaðarreikn. ingum yfir allmargar vöruteg- undir. Tollur á þessum vörum var því næst athugaður sérstak- lega. Loks var athugað útsölu- verð nákvæmlega sömu vöru- tegunda í búðum í Reykjavík. Með því að draga innkaupsverð, kostnað og toll frá búðarverð- inu, var svo hægt að finna, hvað milliliðirnir, heildsalinn og smá. salinn, höfðu lagt á hverja vöru. Niðurstaðan varð sú, sem Tíminn hafði búizt við: Að hið háa verð þessara vörutegunda*) fólst fyrst og fremst í álagn- ingu verzlananna, en alls ekki í tollinum eins og Mbl. og ísafold höfðu fullyrt. Tollurinn var al- veg hverfandi upphæð saman- borið við verzlunarálagninguna. Á mörgum vörutegundunum sýndi það sig, að verzlunará- lagningin var 10—11 sinnum hærri upphæð en tollurinn. Til þess að gera nánar grein fyrir hinu reikningslega hlut- falli milli tolls og álagningar, lét Tíminn reikna út hundraðs- hluta beggja þessara upphæða af innkaupsverði varanna. Verð- tollurinn er í lögum miðaður hefði orðið, t. d. á erlendum matvörum í Reykjavík*), ef kaupfélögunum hefði verið bannað að vaxa á þann hátt, sem blöð Sjálfstæðisflokksins vilja vera láta. En menn ættu að athuga vel heilindi íhaldsblaðanna, þegar þau tala um frelsi. Á þeirra máli er frelsið fólgið í því að vernda aðstöðu hinna gömlu verzlana á kostnað hinnar „frjálsu samkeppni“, að banna nýjum verzlunum að reyna sig við hinar eldri og að koma í veg fyrir, að almenningur geti flutt viðskipti sín eða gert með sér samtök til varnar gegn okri á lífsnauðsynjum. Þetta er það „verzlunarfrelsi", sem nú er prédikað á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. *) Það er athyglisvert, að verð á nauðsynlegustu innfluttum matvörum hefir ekki hœkkað í Reykjavík árum saman. Þar ræður kaupfélagið verð- laginu (fær nóg innflutningsleyfi) og kaupmannaverzlanimar verða að haga sér eftir því. við innkaupsverð og þess vegna var eðlilegt að nota einmitt innkaupsverðið til að finna samanburðinn. Það er útúr- snúningur hjá Mbl. gegn betri vitund, að innkaupsverðið hafi verið lagt til grundvallar til að gera hundraðshluta álagningar- innar hærri. Það var aðeins eðlilegasta leiðin til að fá sam- anburð á því tvennu, sem Tím- inn vildi bera saman. Önnur leið er að vísu til, álíka glögg — að reikna út hundraðshluta tolls og álagningar af sjálfu búðar- verðinu. Þetta var líka gert í Tímanum. Og niðurstaðan, hvað samanburð snertir á tolli og á- lagningu, var vitanlega alveg sú sama. Hérmeð var í raun og veru lokið aðaltilgangi Tímans með því að láta þessa rannsókn fara fram og birta niðurstöður henn- ar. Það var búið að sanna það svo óhrekjanlega, að enginn hefir reynt að mótmæla, að verzlunarálagningin en ekki tollarnir (hvað þá sá hluti þeirra, sem er hækkun í tíð núv. stjórnar!) átti sök á hinu háa verði einstakra vörutegunda. Blöð kaupmanna og Sjálfstæð- isflokksins höfðu farið með hina örgustu ósannsögli í þessu efni, viljandi eða óviljandi. En tölurnar, sem Tíminn birti, leiddu líka annað í ljós. Þær leiddu það í Ijós, að álagning verzlananna var í sjálfu sér ó- hæfilega há. Ef hún var reiknuð, eins og verzlanirnar sjálfar eru vanar að gera, af samanlögðu innkaupsverði og tolli, komst hún upp í rúml. 200%, og væri hún reiknuð af innkaupsverð- inu einu komst hún yfir 250%.*) Og í sambandi við þetta vakti Tíminn athygli á því, að full á- stæða virtist til, samkv. þessum upplýsingum, að láta koma til framkvæmda gildandi laga- heimild frá 31. des. 1937, og setja hámarksálagningu eða há- marksverð á ýmsar vörutegund- ir. Ráðstafanir til þess hafa nú verið gerðar 'af ríkisstjórninni með skipun verðlagsnefndar. Þegar þessar tölur voru birtar í Tímanum sló bersýnilega mikl- um felmtri á kaupsýsluliðið í Reykjavík. Mbl. og Visir luku ekki upp sínum munni um þetta mál í marga daga. En þegar nærri vika var liðin og hinir órólegri samherjar farnir að gefa til kynna óþolinmæði sína með símahringingum og *) Það er algerlega þýðingarlaust fyrir Mbl. að ætla að telja þeim, sem lesið hafa Tímann, trú um að hann hafi reynt að gera hlut verzlananna öðruvísi en hann er. Tölurnar, sem Tíminn hefir birt eru nákvcemlega sundurliðaðar. Þar er allt tilgreint sérstaklega, innkaupsverð, kostnaður, tollar, búðarverð, verzlunarálagning, útreikningur hundraðshluta af inn- kaupsverði, útreikningur hundraðs- hluta af kostnaðarverði og útreikn- ingur hundraðshluta af útsöluverði. Tölurnar tala hér sjálfar sínu máli. *) Vörutegundirnar, sem rannsak- aðar voru, eru 15 talsins. Wílhelmína drottníng 314 ^gíminn Þriðjudatfinn 18. oht. Kenníng Isafoldar- manna um »veizlun- arfrelsí« Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa gerzt margorð um það, að skipt- ing vöruinnflutnings milli verzl- ana eins og hún hefir verið framkvæmd nú í seinni tíð, eft- ir fyrirmælum Eysteins Jónsson- an fjármálaráðherra, sé brot á verzlunarfrelsi. En sjálf þykjast þessi blöð geta bent á aðferð til að framkvæma innflutnings- höftin án þess að verzlunar- frelsið sé skert. Aðferð Sjálfstæðisflokksins til að láta „verzlunarfrelsið“ njóta sín er í stuttu máli þessi: Inn- flutningnum á að skipta milli þeirra aðila, sem voru innflytj- endum að erlendum vörum, þeg- ar innflutningshöftin gengu í gildi. Sé dregið úr innflutningi einhverrar vöru, á að gæta þess að sama innflutningshlutfall haldist milli innflytjendanna og áður var. Segjum, að einhver vara hafi, þegar höftin gengu í gildi, verið flutt inn fyrir 4 milljónir króna en sé nú flutt inn fyrir 3 milljónir. Segjum að tiltekinn innflytjandi hafi áður flutt inn 25% af þeim 4 millj- ónum, sem þá voru inn fluttar, eða 1 millj. krónur, þá á þessi innflytjandi að fá að flytja inn 25% af þeim 3 millj. kr., sem nú eru innfluttar eða 750 þús. kr. Þannig er kenning Sjálfstæðis- flokksins um frelsi í verzlunar- málum. En ef þessi verzlunarfrelsis- kenning Sjálfstæðisflokksins væri nákvæmlega framkvæmd þýðir hún: Að verzlun, sem fer minnk- andi á rétt á hlutfallslega sama innflutningi og áður, enda þótt þörf hennar á innflutningi til móts við aðrar verzlanir sé hlut- fallslega minni en áður var. Að verzlun, sem er í vexti, getur ekki fengið hlutfall sitt í innflutningnum aukið til sam. ræmis við vöxt sinn, enda þótt þörfin á innflutningnum sé hlut_ fallslega meiri en áður. Að nýjar verzlanir geta eng- an innflutning fengið, og geta því enga starfsemi rekið nema því aðeins að kaupa vörur af hinum gömlu innflytjendum. Með öðrum orðum: Ef fylgt væri kenningum Mbl. og ísa- foldar og Vísis um skiptingu innflutningsins, væri þar með sköpuð einokunaraðstaða handa hinum gömlu innflytjendum. Og verzlun, sem var stór fyrir mörgum árum fengi þá aðstöðu sína verndaða af ríkisvaldinu og eins þótt hún af einum eða öðr- um ástæðum, hafi ekki lengur tök á að standast hina „frjálsu samkeppni". Þetta kalla blöð Sjálfstæðis- flokksins frelsi í verzlunarmál- um! En Framsóknarmenn hafa haft annan skilning á þessum málum. Þeir vilja reyna að koma i veg fyrir það, að innflutnings- höftin verði til þess að vernda sérstaklega hagsmuni einstakra verzlana. Þeir álíta rangt að nota hina óhjákvæmilegu tak- mörkun innflutningsins til að taka fyrir kverkarnar á nýj- um, lífvænlegum verzlunarfyr- irtækjum. Og þeir álíta fyrst og fremst, að almenningur í land- inu verði að fá að ráða því sjálfur, hvar hann kaupir nauð- synjar sínar. Þess vegna hefir nýjum verzl- unarfyrirtækjum verið veitt hlutdeild í innfjutningi, eftir því, sem sanngjarnt þótti á hverjum tíma. Og þessvegna hefir verið tekin upp sú regla, að félög neytendanna sjálfra — kaupfélögin — geti fengið inn- flutning að meira eða minna leyti í hlutfalli við félagsmanna- tölu sína. Ef félagsmannafjöldi kaupfélaganna eykst, þá á inn- flutningshlutfall þeirra að stækka, en fækki félagsmönn- unum, er á sama hátt eðlilegt, að innflutningurinn minnki. Þessi regla um innflutning í samræmi við félagsmannatölu hefir verið málgögnum kaup- mannastéttarinnar sár þyrnir í augum. Því að reynsla undan- farinna ára er sú, að félags- og ríki í síðastl. mánuði fóru fram mikil hátíðahöld í Hollandi í til- efni af því, að liðin voru 40 ár síðan Wilhelmina drottning tók formlega við völdum. Stríðs- hættan, sem þá hvíldi yfir Ev- rópu, brá nokkrum skugéa yfir þessi hátíðahöld og olli því, að þau gleymdust að mestu öðrum en Hollendingum. Wilhelmina Hel- Wilhelmina ena Paulina Mar- drottning. ia af Orange-Nar- sau er fædd 31. á- gúst 1880. Faðir hennar, Wil- helm m„ dó, þegar hún var tíu ára gömul. Næstu átta árin gegndi móðír hennar ríkis- stjórastörfum eða á meðan Wil- helmina var ómyndug. í septem- ber 1898 var Wilhelmina krýnd sem drottning og hefir hún því farið lengur með völd en nokkur annar núlifandi þjóðhöfðingi. Árið 1901 giftist Wilhelmina prinsi frá einu minnsta smárík- inu í Þýzkalandi. Maður hennar ávann sér fljótt vinsældir í landinu, en hafði þó sama og engin skipti af þjóðmálum. Wil- helmina líktist í þeim efnum Viktoríu Englandsdrottningu. Hún vildi stjórna sjálf og þótt hún ynni manni sínum hugást- um, gætti hún þess, að hann yrði aldrei meira en maður drottningarinnar. Hann dó 1934. Wilhelmina drottning og mað- hennar Wilhelmína drottning. ur hennar eignuðust engan son, en eina dóttur, Juliönu, sem er fædd 1909. Það eru því horfur fyrir, að Hollandi verði enn um skeið stjórnað af kvenmanni. Fyrir fáum árum síðan fór Juli- ana að dæmi móður sinnar og giftist þýzkum prinsi. Hafa þau nýlega eignast dóttur. Wilhelmina drottning er tví- mælalaust með vinsælustu þjóðhöfðingjum, sem nú eru uppi, og hefir að ýmsu leyti haft meiri áhrif á stjórn lands síns en venjulegt er með þjóð- höfðingja nú á dögum. Hún hefir lifað mjög fábrotnu og í- burðarlitlu lífi og hefir það treyst vinsældir hennar. Hún er trúrækin og fellur það Hol- lendingum vel í geð. Hún hefir veitt hverskonar góðgerðar- starfsemi stuðning sinn og er ó- sérhlífin í því, að mæta við vígsluhátíðir og önnur tækifæri, sem nokkru þykja skipta. En það hefir vitanlega gert starf hennar erfiðismeira og er vafa- samt, ef menn kynntu sér öll smá og stór skyldustörf, sem drottningartigninni fylgja, hvort þeim þætti drottningin vera neitt sérstaklega öfunds- verð fyrir metorð sín. Wilhelmina er sögð mjög hag- sýn í fjármálum. Faðir hennar lagði 6 millj. kr. í hollenzka Indlandseyjaverzlunarfélagið. -- Sú upphæð hefir gefið góðan arð og drottningin hefir kunn- að að ráðstafa honum á réttan hátt. Eignir hennar eru nú metnar á 30 milljónir kr. í utanríkismálastefnu sinni hefir drottning lagt mikla á- herzlu á hlutleysi landsins. Á heimsstyrj aldarárunum reyndi hún eftir megni að sameina þjóðina um hlutleysisstefnuna. Það heppnaðist og Hollendingar komust hjá þátttöku í styrjöld- inni. Er það einkum þakkað drottningunni og þáverandi for- sætisráðherra, Hendrikus Coli- jn. Hann hefir nú aftur gegnt forsætisráðherraembættinu síð- astl. fimm ár og er réttilega kallaður „hinn sterki maður Hollands". Milli hans og drottn- ingarinnar hefir jafnan verið mikil vinátta og mun drottning- fótasparki um ritstjórnarskrif- stofurnar, byrjaði Mbl. að klóra í bakkann. En svör þess voru strax frá upphafi alveg út í hött. Það birti gamlar tölur um meðalálagningu, sem reiknaðar höfðu verið út fyrir þrem árum, og barmaði sér hástöfum út af því, að Tíminn væri enn á ný farinn að „ofsækja kaupmenn"! •Það átti með öðrum orðum að vera „ofsókn“ gegn kaupmönn- um að auglýsa fyrir þá vöru- verð í búðum þeirra og birta fyrir þá í tölum, hvað þeir þyrftu að greiða fyrir vörurnar í innkaupi, tolli til ríkissjóðs og öðrum kostnaði! Aðalatriðinu, samanburðinum á tolli og verzl- unarálagningu, var ekki reynt að svara og hefir ekki verið reynt siðan. Hinum gömlu ó- sannindum Mbl. og ísafoldar um þau efni, var rennt þegjandi niður. En nú byrjuðu Mbl. og Vísir að tala um ýmislegt annað í þessu sambandi. Mbl. fór að fræða fólk um það, að kaup- mannaverzlanir í Rvík fengju ekki nema 19% af vefnaðar- vöruinnflutningnum í landinu. En auðvitað kom það ekki mál- inu við hvað kaupmenn í Rvík fengu mikið af innflutningi alls landsins, heldur hvað þeir fengu mikið af innflutningi Reykja- víkur. Og Tíminn gat strax birt upplýsingar um það, að af vefn- aðarvöruinnflutningi reyk- vískra verzlana nú í ár höfðu kaupmenn fengið 83% en kaup- félagið í Rvík aðeins 17%. En af vefnaðarvöruinnflutningnum til verzlana í öllu landinu höfðu kaupmenn fengið 67%, en kaup- félög og pöntunarfélög innan Sambandsins og utan aðeins 33%. Þar að auki hafa svo ýms iðnaðarfyrirtæki (sjóklæðagerð, vinnufatagerð, húsgagnavinnu- stofur o. fl.) fengið allmikinn vefnaðarvöruinnflutning á ár- inu. Þessi fyrirtæki má með fullri sanngirni telja til einka- rekstursins, og yfirleitt munu þau afhenda heildsölum inn- flutningsleyfi sín og panta vör- urnar hjá þeim. Mætti þá telja innflutning þeirra hjá kaup- mannaverzlununum. Engu af þessu hafa blöð Sjálfstæðis- manna treyst sér til að neita. Til þess nú að draga athygli manna frá hrakförum sínum í öllu því, er nú hefir nefnt verið, sneru Mbl. og Vísir nú vopnum sínum gegn kaupfélaginu í Rvík. — Það er vitað, að innsti hringur Mbl.-liðsins hefir lagt mikla óvild á þetta fyrirtæki, vegna þess, hve það hefir selt brýnustu nauðsynjavörur ódýrt og vaxið fljótt. Hinsvegar hafa Mbl. og Vísir veigrað sér við að ráðast á það opinberlega sakir vinsælda þess meðal almennings í bænum. Margir Sjálfstæðis- menn eru í félaginu og hafa við- skipti sín þar. En nú voru góð ráð dýr. Og nú voru sendiboðar in ekki treysta öðrum manni betur. Stj órnmálaf erill Wilhelminu hefir ekki alltaf verið blómum skreyttur. Stofnun margra nýrra lýðvelda eftir heims- styrjöldina skapaði lýðveldis- sinnum í Hollandi mikið fylgi á tímabili, einkum í borgunum. Sýndu þeir drottningunni oft fullan fjandskap. Hún lét það ekkert á sig fá, en ferðaðist jafnvel öllu meira en áður, iðu- lega í fylgd með dóttur sinni einni. Þótti það lýsa svo miklu hugrekki, að því er að verulegu leyti þakkað það, að drottning- in vann hylli sína aftur og lýð- veldishreyfingin hjaðnaði. Juli- ana reyndist móður sinni mikill styrkur á þessum árum, enda er hún sögð lík henni um marga hluti, vel gefin og dugmikil. Stjórn Wilhelminu drottning- ar þykir góð sönnun þess, að konur séu ekki verr til þess fallnar en karlmenn að gegna störfum þjóðhöfðingja. Ríki hennar er miklu minna og van- máttugra en brezka heimsveld- ið og hún mun því ekki hljóta eins veglegan sess í sögunni og Englandsdrottningarnar, Elísa- bet og Viktoria, en það hefir eigi að síður þurft mikinn dugn- að, gætni og festu til að fara með æðstu völd þess í meira en fjörutíu ár. Holland sjálft er Holland og meira en þrisvar nýlendumar. sinnum minna en ísland, en íbúa- tala þess er þó um 8 y2 millj. Aðalatvinnuvegur landsins er 54. blað gerðir út af örkinni til að kaupa dýrustu vefnaðarvörurnar, sem fyrirfyndust í sölubúð kaupfé- lagsins 'og heimta nótur yfir út- tektina. Innkaupsverðin, sem birt voru í Tímanum voru svo dregin frá og það, sem afgangs var talið álagning kaupfélags- ins! Meira að segja tollurinn var nú talinn með álagningunni(!) í stað þess að reikna álagning- una af innkaupsverði, tolli og öðrum kostnaði eins og verzlan- ir eru vanar að gera. Nú hafði Tíminn ekkert um það sagt, hvorki til né frá, hvort álagning á téðar vörutegundir væri öðruvísi hjá kaupfélaginu í Reykjavík en hjá kaupmönn- um þar. Hitt hefir verið fullyrt hér í blaðinu, að á nauðsynleg- ustu innfluttum matvörum, þar sem félagið fær ný innflutnings- leyfi og ræður verðinu, hafi það haldið verðinu mjög niðri. Og á almanna vitorði er það í bæn- um, að fjöldamargar aðrar vörur hefir félagið selt svo ódýrt, að eftirtekt hefir. vakið. Tíminn hefir aldréi ætlað sér að verja óhæfilega álagningu í kaupfé- laginu, ef hún ætti sér þar stað á einhverjum vörum. En Mbl. og Vísi hefir heldur ekki tekizt að sanna að svo sé. Af sumum vör-' unum hafa þau tekið upp út- söluverð á dýrari tegnndum en þeim, sem innkaupsverð var til- greint á í Tímanum. Og það kemur í ljós, að þær vörutegund- ir, sem þeir tilgreina, hefir kaup- félagið yfirleitt orðið að kaupa hjá heildsölum í Rvík og það eru heildsalarnir sem fyrst og fremst hafa matað krókinn á þessari verzlun. Mbl. ætlaði í fyrstu að neita því, að vörurnar gætu hafa verið keyptar hjá heildsölum, með því að þeir hefðu engin inn- flutningsleyfi fengið nú í seinni tíð. En nú hefir verið birt stað- fest „notarial“ vottorð um reikn- ingana frá heildsölunum.*) Er þá fokið í það skjólið. Samhliða hefir svo verið birtur (í Alþýðu- blaðinu) samanburður á verði ýmsra samskonar vefnaðarvara hjá Kaupfélaginu og hjá kaup- mönnum, og sýnir sá saman- burður, það sem flestum mun hafa þótt trúlegast, að kaupfé- lagsverðið er miklu lægra. (Framh. á 4. síðu.J *) Það er að vísu rétt, að innflutn- ingsleyfi fyrir vefnaðarvörum tvö síð- ustu árin hafa ekki verið stíluð á nöfn heildsöluverzlana, heldur eru þau veitt smásöluverzlunum og iðnaðar- fyrirtækjum. En siðan er mikill hluti þessara leyfa afhentur heildsölunum, sem hafa umtaoð og aðstöðu til að út- vega vörurnar. Vörurnar eru svo tekn- ar af „lager“ hjá heildsölunum, sem nokkuð ráða því, hvað hver smásölu- verzlun fær af vörumagni út á sín leyfi, og leggja á þær sinn skerf. Þar sem Kaupfélagið hefir ekki fengið nema 17% af innflutningi til verzlana í Rvík, en þarf á meiru að halda, er aðstaða þess gagnvart heildsölunum í þessari vörugrein vitanlega mjög veik. Selji það mjög ódýrt, getur það t. d. átt á hættu að vörurnar séu keyptar upp í búðunum og seldar öðrum. landbúnaður og eru Hollending- ar meðal fremstu landbúnaðar- þjóða heimsins. Kvikfjárræktin fullnægir algerlega þörfum landsmanna, en aftur á móti verða þeir að flytja inn talsvert af kornvörum. Iðnaður er mik- ill, en landið hefir sama og ekk- ert af nauðsynlegum hráefnum. Náttúruskilyrðum og atvinnu- vegum landsins er því þann- ig háttað, að þjóðin getur ekki framfleytt sér, án mikilla við- skipta við önnur ríki. Af þessum ástæðum hefir viðskiptakreppa undanfarinna ára skapað þar meira atvinnuleysi en víðast annarsstaðar, þrátt fyrir stór- kostlegar opinberar fram- kvæmdir, eins og t. d. þurrkun Zuyderflóans. Afkoma og fjárhagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar byggist því fyrst og fremst á nýlendunum. Holland er þriðja mesta ný- lenduríki heimsins. Nýlendur þess eru 788 þús. fermilur, en heimalandið er 12.582 fermílur.. íbúatala nýlendnanna er um 60 millj. Aðalnýlendurnar eru Ind- landseyjar (Java, Sumatra, Bo- rneo, Célebes o. s. frv.). Náttúru- auðlegð er þar mikil. Java er t. d. mesta sykurframleiðsluland heimsins. Á Borneo eru auðugar olíulindir og kola- og kopar- námur. Á eyjunum er framleitt 90% af allri kínín-framleiðslu heimsins. Þaðan er einnig flutt út mikið af kaffi, te, tóbaki, baunum, tini o. s. frv. Auk Ind- landseyja eiga Hollendingar ný- lendur í Suður-Ameríku. Hin mikla auðlegð Indlands-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.