Tíminn - 18.10.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.10.1938, Blaðsíða 4
216 TÍ31IZVX, þriðjndagiim 18. okt. 1938 54. blað í fyrra lézt í New York blaða- maðurinn O. 0. Mclntyre. Hon- um voru greidd hœrri laun en nokkrum öðrum blaðamanni fyrr eða siðar, eða 45 þús. kr. á mánuði. Hann skrifaði daglega í 18 ár stutta grein, sem hét „New York Day by Day“. Seinustu árin birtist hún samtímis í 498 blöð- um og það er talið að 20 millj. manna hafi lesið hana daglega. O. O. Mclntyre er fyrir margra hluta sakir talinn einhver sér- kennilegasti blaðamaðurinn, er Ameríkumenn hafa átt. Þótt hann hefði fleiri lesendur en nokkur annar blaðamaður á sín- um tíma, mun hann hafa átt fœrri persónulega kunningja en flestir ef ekki allir stéttarbrœður hans. Hann var það, sem kallað er að vera mannfœlinn, og það á háu stigi. Og þó greinar hans fjölluðu um hín margvíslegustu efni í fjölmennustu borg Ame- ríku, ferðaðist hann sáralítið um borgina og sótti nœstum aldrei fundi eða samkvœmi. * * * Berlíngske Aftenavis þykist hafa það eftir góðum heimildum, að stórt farþegaskip, sem fór frá New York til Englands, um það leyti, sem ófriðarhœttan var mest í síðastl. mánuði, hafi haft fyrirskipun um að sigla til ís- lands, ef ófriður brytist út og það vœri komið of langt til þess að geta snúið við aftur. Blaðið segir ennfremur, að skipið hafi haft óvenjulega miklar vistir. * * * / kvikmyndafréttum heims- blaðanna hefir undanfarið verið mikið rœtt um giftingu Ronalds Colmans og Benitu Hume. Þau giftu sig i síðastliðnum mánuði. Ronald Colman er nú einhver vinsœlasti kvikmyndaleíkari heimsins. Hann er Skoti að upp- runa, og er 47 ára gamall. Hann var með i heimsstyrjöldinni og sœrðist þá hœttulega. 1920 byrj- aði hann að leika í kvikmyndum. Hann leikur aðallega hetjuhlut- verk. Flestir fyrstu samstarfs- menn hans eru nú löngu hœttir og gleymdir, enda er fátt hverf- ulla en hylli kvikmyndastjarn- anna svokölluðu. Benita Hume er 32 ára og er þekkt leikkona. Bœði hafa þau verið gift áður, og stóð fyrri gifting Colmans óvenjulega lengi, þegar miðað er við kvikmyndaleikara, eða í 16 ár. — * * * Ebbe Munck, fréttaritari danska íhaldsblaðsins Berlingske Tídende í Prag, segir að fjöl- mörg sjálfsmorð hafi verið framin í Sudetahéruðunum síð- an þau komu undir yfirráð Þjóð- verja. Hafi jafnvel heilar fjöl- skyldur frámið sjálfsmorð og til- greinir hann m. a. þekktan lœkni, Wolfgang Sabbath, sem réði sjálfum sér, konu sinni og tveimur dœtrum þeirra bana með eitri. Telur Munck, að þessi sjálfsmorð skipti orðið hundruð- um og sé hér eingöngu um fólk að rœða, sem óttast ofsóknír na- zista af pólitískum ástœðum, eða vegna œtternis síns. ÚR BÆTVIJM Sænski sendikennarinn, ungfrú Anna Osterman fil. mag. heldur fyrsta fyrirlestur slnn í kvöld kl. 8. Erindi hennar mun fjalla um ljóðskáld Svía á síðari hluta 19. aldar, einkum þá Vemer von Heidenstam, Oscar Levertin og Gustaf Fröding. Píanósnillingurinn Friedmann heldur fyrsta píanóhljómleik sinn hér að þessu sinni í Gamla Bió kl. 7,15 í kvöld. Ferðafélag íslands heldur fyrstu skemmtun sína á þessu hausti að Hótel Borg næstkomandi miðvikudagskvöld. Árni Óla flytur er- indi um Snæfellsnes og sýnir skugga- myndir þaðan. Síra Ámi Sigurðsson fríkirkjuprestur, er sjúkur. Hefir læknir hans fyrirskipað honum eins mánaðar legu fyrst um sinn. Prestverk safnaðarins á þessu tímabili hefir séra Sigurjón Guðjónsson, prestur að Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd, tekið að sér, eftir því sem ástæður hans leyfa. Verð- ur hann til viðtals í Garðastræti 36, sími 4233, klukkan 6%—7, alla virka daga, nema laugardaga, en er búsettur á Víðimel 36. Ásmundur Guðmundsson prófessor mun annast haustferming- ar þær, sem nú fara í hönd, i frí- kirkj usöf nuðinum. Gamla Bíó sýnir nú ameríska mynd, sem nefnist „Síðasta lest frá Madrid". Eiga atburð- ir mýndarinnar að gerast þar haustið 1936, þegar útlit var fyrir að Franco myndi vinna borgina. Er myndin á margan hátt hin athyglisverðasta. — Nýja Bíó sýnir aðra ameríska mynd, þar sem norska skautadrottningin Sonja Henie leikur aðalhlutverkið. Myndir þær, sem Sonja hefir leikið i, hafa hlotið miklar vinsældir, ekki sizt þessi. Gestir í bænum. Guðmundur Eggertsson í Einholtum á Mýrum, Jón Skúlason á Gillastöðum í Laxárdal, Kristján H. Jónsson á Kambi í Reykhólasveit, Pétur Sigfús- son kaupfélagsstjóri á Borðeyri, Hákon Finnsson, bóndi á Borgum. Viðtalstími aðstoðarprestanna við dómkirkju- söfnuðinn er sem hér segir: Sr. Sigur- jóns Árnasonar, Laugav. 43 (sími 5376), kl. 6—7 e. h. og sr. Garðars Svavars- sonar, Njálsgötu 110 (sími 3661) kl. 3 —4 e ii. Eden og Churchill. (Framhald af 1. siöu.) að taka Eden og Churchill í stjórnina. Þjóðverjar og ítalir myndu taka þeirri breytingu illa og samkomulagshorfurnar milli þessara ríkja og Bretlands versna. Aðrar fréttir. Stjórn Brazilíu hefir óskað eftir að Þjóðverjar sendu ekki sendiherra sinn, sem nýlega var kvaddur heim, þangað aftur. Telur stjórnin, að hann hafi verið með áróður fyrir nazista, en samtök þeirra og kommún- ista hafa verið bönnuð í Brazi- líu. Er stjórnin þar einræðis- stjórn undir forustu Vargas forseta. Þýzka stjómin hefir svarað með því, að hún óskaði eftir, að Brazilía kallaði sendi- herra sinn í Berlín heim. Nýlokið er þingkosningum í Nýja-Sjálandi. Jafnaðarmenn hafa farið þar með stjórn. Héldu þeir öllum þingsætum sínum og uku atkvæðamagn sitt. Uppvíst hefir orðið um tvö fé- lög andfasista í tveim borgum í Norður-Ítalíu. SÍÐASTA LEST « FRA MADRID Afar spennandi og áhrifamikil amerísk talmynd, er gerist í borgarastyrjöldinni á Spáni. — Aðalhlutverkln leika: DOROTHY LAMOXJR, GILBERT ROLAND, LEW AYRES og OLYMPE BRADNA. Börn fá ekki aðgang. ! NÝJA BÍÓ t DÓTTIR DALAANA Afburða skemmtileg amerísk kvikmynd frá Foxfélaginu. — Aðalhlutverkið leikur skauta- drottningin SONJA HENIE, ásamt DON AMECHE, CESAR ROMERO o. fl. Leikurinn fer fram í New York, París, og í norsku sveita- þorpi. Hnefaleikaskoli Þorstelns Gislasonar tekur til starfa í dag, þriðjudaginn 18. þ. m. Allar upplýsingar í sírna 2510 milli 12Vz og li/2 e. h. ________s_ liUNELlI inUlTÍUI „FÍNT F Ó LK„ Gamanleikur í 3 þáttum eftir H. F. MALTBY. Aðalhlutverk: Alfreð Andrésson. Vísir segir m. a.: .... Það er gaman að Alfreð Andréssyni. — Morgunblaðið segir m. a.: .... Alfreð Andrésson .... er skringi- legur á leiksviði í þvi gerfi, sem hann einu sinni hefir tileinkað sér. — Þjóðviljinn segir m. a.: .... Alfreð Andrésson .... hann hefir svo ótvírætt skopleikara- talent, að leikurinn verður allt- af lifandi og ferskur og kemur mönnum til að hlæja. — Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. — HAFIÐ ÞER greitt andviröi yfirstand- andi árg. Tímans? Sé svo ekki, þá gerið það hið fyrsta. Gjalddagi var 1. júní síðastliðinn. Sendið áskriftargjaldið í póstávísun, eða greiðið það á innheimtu Tímans, Lind- argötu 1 D, Reykjavík. 54 Andreas Poltzer: Patricia 55 stæða til þess. Hann hrinti borðinu um koll og réðist á Meller. Hann þrýsti á gikkinn, einu sinni, tvisvar, en ekki heyrðist annað en ofurlítið hljóð. Ef Meller hefði gefizt tími til að þrýsta einu sinni enn, hefði það getað orðið hættu- legt Whinstone. Því aðeins tvö fyrstu hólfin voru óhlaðin. Tvö vel úti látin hnefahögg nægðu til þess að gera Meller óvígan og nú sneri Whinstone sér að hinum manninum. Þeir sviftust á og duttu báðir. Allt í einu sleppti maðurinn tökunum. Hann hafði fundið kalt stál við gagnaugað á sér og þá stilltist hann fljótlega. Whinstone hafði náð í aðra skammbyssuna, sem hafði dottið á gólfið. Bifreiðarstjórinn heyrði nú að eitt- hvað var á seiði og hljóp aftur inn í stofuna og stóð þar augliti til auglitis við fulltrúann, sem hafði byssuna á lofti. Bifreiðarstjórinn brá hendinni, eins og hann ætlaði að ná til einhvers í bakvasa sínum, en áður en hann varði, hleypti Whinstone af byssunni. Kúlan þaut hjá og snerti úlfliðinn á bifreiðarstjóranum, svo að hann missti alla löngun til að reyna að ná í vopnið sitt. En þrátt fyrir það, að Whinstone hafði tekizt að koma féndum sínum í opna skjöldu, var hann í hættu staddur. Hann stóð þarna andspænis þremur og sá fjórði gat komið hvenær sem vera skyldi. Nú sneri hann sér að Meller, sem sat flötum beinum á gólfinu og neri hökuna, og spurði hann harkalega: — Hvar er ungfrú Holm? Jafnvel þótt Meller væri í versta skapi sem hugsazt gat, sem hann eflaust hafði fulla ástæðu til, varð hann þó að svara: — Ef þér farið inn í hliðarherbergið og opnið feluhurðina i þilinu, þá munuð þér finna hana.... Fulltrúinn efaðist ekki um, að mann- herfan segði satt. En hann vildi ekki fara að leiðbeiningu hans, án þess að hugsa sig um. Hann fór í vasa sinn með vinstri hendi og tók upp litla blístru. Og svo setti hann hana fyrir munninn og blés eins og hann gat. Allt í einu æpti maðurinn í bifreiðar- stjórabúningnum upp, andlitið um- hverfðist eins og í krampateygjum og hann veltist um á gólfinu. En Whinstone var á verði. Hann skildi hvað fyrir mann- inum vakti og sparkaði í hina skamm- byssuna, sem enn lá á gólfinu, þannig að hún hraut út í horn, þar sem enginn gat náð til hennar. Meller notaði sér þessa stund til þess að færa sig skrefi nær. En nú stóðu allir á öndinni og hlust- Toliar og verðiag (Framhald af 2. síöu.) Með því að rifja upp það sem gerzt hefir í þessu máli, hafa nú blekkingartilraunir Mbl. síðastl. sunnudag verið að engu gerðar. Þetta er mjög einfalt mál öllum sem um það vilja hugsa. Viðkom- andi aðalatriðinu í skrifum Tím- ans, samanburðinum á tolli og verzlunarálagningu, hafa stjóm- arandstööublöðin gefizt upp og þagnað. Það hefir jafnframt sannazt, að óhæfileg verzlunar- álagning á sér stað á ýmsar vör- ur, sem seldar eru í búðum í Bvík og tilraunir Mbl. og Vísis, til að sanna að kaupfélagið þar sé samsekt heildsölum og öðrum kaupmönnum um þessa álagn- ingu, hafa ekki borið tilætlaðan árangur, og jafnvel þótt það sannaðist í einstaka tilfelli, snertir það ekki það, sem Timinn hefir sagt um þessi efni. En þrátt fyrir viðleitni Mbl. og Vísis til að klóra i bakkann, hafa staðreynd- ir þær, er Tíminn hefir birt um þetta mál, áreiðanlega skapað það almenningsálit, að full á- stæða sé til að láta ákvæði laga um hámarksálagningu eða há- marksverð koma til fram- kvæmda í Reykjavíkurbæ þegar í stað. Smásoluverð á eftirtöldum tegundum af cigarettum má eigi vera hærra en hér segir: Players Navy Cut med. r 1 10 20 20 stk. pk. kr. 1.00 1.90 1.85 pk. Gold Flake _ May Blossom - 20 — 1.70 — Elephant - 10 — 0.75 — Commander - 20 — 1.50 — Soussa - 20 — 1.70 — Melachrino nr. 25 - 20 — 1.70 — De Reszke turks - 20 — 1.70 — — — Virginia - 20 — — 1.60 — Teofani - 20 — 1.70 — Westminster Turkish A.A. - 20 — 1.70 — Derby - 10 — 1.00 — Lucky Strike - 20 — 1.60 — Raleigh - 20 — 1.60 — Lloyd - 10 — 0.70 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til út- sölustaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. Nmásöluverð á eftirtöldum tegundum af tóbaki má eigi vera hærra en hér segir: Rjól B.B. Kr. 28.00 pr. kg. Mellemskraa B.B. 1 50 gr. pk. Kr. 1.50 pr. pk. Smalskraa B.B. -50 — 1.70 Mellemskraa Obel -50 — 1.50 Skipperskraa Obel - 50 — 1.60 Smalskraa Obel -50 — 1.70 Mix -50 _ i.io Heller Virginia Shag -50 _ 1.25 Goldgulden -50 _ 1.30 Aromatischer Shag -50 — 1.30 Feinreichender Shag -50 — 1.35 Blanke Virginia Shag -50 — 1.30 Justmans Lichte Shag -50 — 1.20 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt sölustaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. - en að Nelja allar vörur ódýrt og borga tekjuafgang eftir árið það gerlr eiiginn — nema pfélaq iá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.