Tíminn - 25.10.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.10.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GTJÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 25. okt. 1938. Þíng Alþýðusambandsíns Kommúnístar og fylgísmenn Héðíns Valdi- marss. sameinast í „marxístiskan ilokk" Þing Alþýðusambands ís- lands hófst hér í bænum síðastl. fimmtudag. Lá m. a. fyrir því að taka endan- lega ákvörðun um brottvís- un Héðins Valdimarssonar og annara deilumála í því sambandi. Seinustu vikurnar hefir mátt marka það á talaði Héðins, Nýju landi, að hann reiknaði með ó- sigri á þinginu og teldi því þýð- ingarlaust að halda brottvísun- armáli sínu og sameiningu flokkanna til streitu þar. f þess stað hefir krafan um aðskilnað Alþýðusambandsins og Alþýðu- flokksins verið gerð að aðal- atriði. Þetta kom enn greinilegar í ljós á fyrsta degi þingsins. Barst sfcjórn Alþýðusambandsins þá bréf, undirritað af Héðni og 80 mönnum öðrum, sem töldu sig fulltrúa á þinginu. í bréfinu settu þeir það, „að skilyrði fyrir þátttöku í störfum þingsins", að Alþýðusambandið yrði gert að óháðu og ópólitísku sambandi verkalýðsfélaganna og „næðist ekki samkomulag milli deilu- aðila um sameiningu verkalýðs- flokkanna, þá taki þingið ekki afstöðu sem heild í þessu máli, né öðrum hreinum flokksmál- um". Stjórn Alþýðusambandsins svaraði þessu bréfi næsta dag. Segir þar, að aðeins 36 af þeim mönnum, sem hafi undirritað bréfið, eigi sæti á þinginu. Hinu framangreinda skilyrði þeirra svarar hún á þá leið, að „vænt- anlega þurfum vér ekki annað en að vekja athygli yðar á, hví- líka fjarstæðu þér farið fram á, að sambandsstjórnin eða nokk- ur hluti sambandsþingsins úr- skurði fyrirfram um afstöðu þingsins til aðaldeilumálanna, sem fyrir því eiga að liggja, án þess að bera þau undir þingið í heild eða eins og þér krefjist, að „engir þingfundir séu haldnir meðan á svarinu stendur". Auk þess ætti yður að vera ljóst, að með kröfum yðar farið þér fram á skýlaus brot á lögum Alþýðu- sambandsins". Þegar Héðni barst þetta svar efndi hann og fylgismenn hans til sérstakrar ráðstefnu. All- margir, sem undirrituðu fram- angreint bréf, hafa þó horfið þaðan yfir á Alþýðusambands- þingið eins og t. d. fulltrúar Þróttar á Siglufirði og Drífanda í Vestmannaeyjum. Alls mæta á Alþýðusambands- þinginu 193 fulltrúar og er þetta því fjölmennasta Alþýðusam- bandsþing, sem haldið hefir ver- ið. Frá stærsta félaginu í sam- bandinu, Dagsbrún í Reykjavík, mæta þar engir fulltrúar með atkvæðaréttindum. Fékk Héðinn það samþykkt á félagsfundi, að ekki yrði greidd framlög félags- ins til sambandsins, nema áður- greindum skilyrðum yrði full- nægt. Vegna þessarar skuldar geta fulltrúar frá félaginu ekki mætt á þinginu. Af 17 fulltrúum frá félaginu munu 11 fylgja Héðni, en 6 vera á móti honum. Á Alþýðusambandsþinginu hefir þegar verið tekin afstaða til brottvísunar Héðins og Jafn- aðarmannafélags Reykjavíkur úr Alþýðusambandinu. Var brottvísun Jafnaðarmannafé- lagsins samþykkt með 98:9 at- kvæðum. Brottvísun Héðins var samþykkt af 124 fulltrúum, sem fóru með 8309 atkv. Nei sögðu 7 fulltrúar, sem fóru með . 481 atkv., 9 fulltrúar með 621 atkv. greiddu ekki atkvæði, en 47 fulltrúar, sem fóru með 2202 atkv., voru fíarverandi. Samkvæmt skýrslu formanns eru nú í Alþýðusambandinu 97 stéttarfélög með 13.380 meðlim- um og 24 flokksfélög með 1969 meðlimum. Alls eru því 15.349 meðlimir í sambandinu, en þess ber að gæta, að flestír þeirra, sem eru i flokksfélögum, eru einnig í einhverju stéttarfélagi, jafnvel fleiru en einu. Héðni var boðið að mæta á fundinum, þegar brottvísunin var rædd, og þáði hann það. Talaði hann í stundarfjórðung og fór síðan. Einn maður, Hall- björn Halldórsson prentari, mót- mælti brottrekstri hans. Gert mun ráð fyrir, að Alþýðu- sambandsþinginu ljúki ekki fyr en á föstudag. Fyrir þinginu liggja m. a. tillögur um breyt- ingar á lögum sambandsins, og segir Alþbl. „að þar sé ætlazt til að meiri aðgreining verði á hinni faglegu og hinni pólitísku starfsemi sambandsins og flokksins". Auk þess mun það ræða um stjórnmálaástandið og ýms verklýðsmál. Nýi flokkurinn. Ráðstefnu Héðins og fylgis- manna hans, sem greint er frá hér á undan, er ætlað það hlut- verk, segir í Þjóðviljanum, blaði kommúnista, 22. þ. m., „að breyta Alþýðusambandinu í ó- háð fagsamband og undirbúa stofnun hins sameinaða sósíal- istaflokks". Þing Kommúnistaflokksins hófst um líkt leyti og Alþýðu- sambandsþingið og segir Þjóð- viljinn á sunnudaginn, að það hafi „einhuga fallizt á samein- ingu verklýðsflokkanna", þ. e. Kommúnistaflokksins og flokks- brots Héðins. í gærdag var boðað með fregnmiðum og tilkynningu í útvarpinu, að „stofnþing hins sameinaða sósíalistaflokks" yrði sett í Gamla Bíó kl. 6 síðd. og voru allir, sem vildu gerast stofnendur flokksins, sagðir vel- komnir. (Framh. á 4. síðu.) María Markan söngkona María Markan heldur þriðju og síðustu söngskemmtun sína í Gamla Bíó annað kvöld. Mun hún syngja aríur, meðal annars úr óperunni Tosca. Auk þess nokkur vinsæl íslenzk lög, t. d. Mamma eftir Sigurð Þórðar- son, Heimir, eftir Sigv. Kaldá- lóns, og ennfremur alveg nýtt lag eftir Árna Björnsson, Rökk- ursöng. Þrjú ár eru liðin síðan María Markan kom síðast heim. Hefir hún lengst af dvalizt í Þýzka- landi, þar sem hún hefir verið fastráðin óperusöngkona. — í fyrravetur hélt hún söng- skemmtanir i Oslo og hlaut á- gæta aðsókn og hina beztu dóma. wmím^^y y.-yýy,-,:-:. Haustplœging. Útbreíðsla gín- veikinnar í og klauía- Evrópu Maria Markan í sumar tók hún þátt í nor- rænu tónlistarhátíðinni í Kaup- mannahöfn og voru biaðadómar er hún fékk mjög á einn veg og framúrskarandi lofsamlegir. María Markan fer utan með Gullfossi 3. nóvember. Er ráðin til að syngja aðalhlutverkið í óperunni Brúðkaup Figaros, við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn. Munu æfingar hefj_ ast strax og hún kemúr til Kaup- mannahafnar, en byrlað verður að sýna í janúarmánuði. Einnig er í ráði að hún leiki í annarri óperu við sama leikhús. Gin- og klaufaveiki hefir undanfarna mánuði valdið stór- felldu tjóni víðsvegar í Evrópu. Árið 1936 og fyrstu mánuði ársins 1937 varð veikinnar sama og ekkert vart í Evrópu. En í maímánuði 1937 fluttist hún með sauðfé og svínum, sem flutt voru frá Marokko til Frakklands. Veikin breiddist á næstum mánuði út um mestallt Frakkland og þaðan fljótlega til Hollands og Belgíu. Yfir vetrarmánuðina rénaði veikin mjög mikið í þessum löndum, en jókst aftur í sumar. Hún er þar þó í verulegri rénun mið- að við sumarið og haustið 1937 og er talið að mesta hættan sé nú liðin hjá, þar sem veikin geysar sjaldan til langframa á sama stað. Til Englands barst veikin haustið 1937. Gerði stjórnin taf- arlaust strangar varúðarráð- stafanir. Var bannaður inn- flutningur frá sýktum löndum á dýrum og fjólmörgum vörum, sem líklegt þykir að veikin geti borizt með. Á þeim stöðum, sem veikinnar varð vart, voru allar i_. KROSSGÖTTJM Fóðurbirgðafélög. — Frá Borgarnesi. — Vegir í Norður-Þingeyjarsýslu. — Upp- skerubrestur í Hornafirði. — Tveir menn drukkna. — Sjógangur á Stokkseyri Samkvœmt upplýsingum, sem blaðið hefir aflað sér bjá Theodór Arnbjörns- syni ráðunaut hefir fóðurbirgðafé- lögum fjölgað mjög ört hin síðustu þrjú ár. 27 félög hafa notið styrks fyrir starfsemi sína árið 1936—37, en nú eru til yfir 60 félög, sem hafa fengið samþykktir sínar staðfestar. Hafa harðindin norðanlands og austan vet- urinn 1936—37 mjög ýtt undir bændur um stofnun fóðurbirgðafélaga. Lang- elzt allra fóðurbirgðafélaganna er fé- lagið í Bárðardal í Suður-Þingeyjar- sýslu, meira en 70 ára. Hin eru öll stofnuð eftir 1922. Félögin njóta litils- háttar styrks, er nægir vel til að stand- ast kostnað, sem leiðir af eítirUti og skýrslugerð. Félögin hafa, þar sem þau eru rekin með myndarskap og kostgæfni, tryggt arðsemi búfjárins og sumstaðar stóraukið hana. Munu fé- lögin í Strandasýslu, einkum í Hróf- bergshreppnum, standa einna fremst, auk Bárðardalsfélagsins. Skýrslur fé- lagsins í Hrófbergshreppi sýna m. a. að einn bóndinn þar fær nú orðið aldrei undir 49 pundum af kjöti eftir hverja á til jafnaðar og arið 1934 fékk hann 54 pund. Þó hefir fóðureyðsla hans verið lítið yfir meðallag og aðstaðan til sauðfjárræktar ekki betri en viða annarsstaðar. I t t Sauðfjárslátrun í Borgarnesi er nú lokið fyrir nokkru. Þyngstur dilks- kroppur reyndlst 51 pund og átti hann Kristján Gestsson & Hreðavatni. Tveir dilkar höfðu 48 pund kjöts, annar frá Bakkakoti í Stafholtstungum, hinn eign Ólafs bónda Tómassonar í Desey. Þegar slátrun hófst, tók til starfa nýtt og myndarlegt frystihús, og var kjötið nú í fyrsta skipti flokkað með tilliti til brezks markaðar. Kjötmatsmaður var Sigurjón Kristjánsson bóndi í Krummshólum, og hefir hann haft þau störf með höndum i þrjátíu ár samfellt. Sláturhúsið hefir hinsvegar verið starfrækt í 31 ár. Menn af Akur- eyri voru að þessu sinni fengnir til þess að leiðbeina um flokkunina fyrir Bretlandsmarkaðinn, frystiaðferðir og fláningu. I t I í sumar, sem leið fóru tvær bif- reiðar yfir Öxarfjarðarheiði úr Núpa- sveit til ÞistUfjarðar, en sú leið er nú með öllu veglaus og órudd. Þegar vegur verður ruddur yfir heiðina, kemst austurhluti Norður-Þingeyjar- sýslu í samband við akvegakerfi lands- ins, en þar eystra má nú heita bíl- fært eftir Þistilfirði og nokkrum hluta af Langanesi. í sumar var unnið að nýbyggingu í Raufarhafnarvegi, Brekknaheiðarvegi og lítilsháttar i Kópaskersvegi, en sá vegur, ésamt Austurlandsveginum yfir Hólssand, er upphaflega af vanefnum ruddur og þolir illa þá miklu umferð, sem um hann er, einkum á síðustu árum. Brýr hafa nýlega verið byggðar & Sauða- nessós á Langanesi og Hólselskíl á Fjöllum. I t t Hakon Finnsson, bóndi á Borgum í Hornafirði, hefir skýrt blaðinu svo frá, að kartöfluuppskera í Hornafirði muni hafa orðið frá %—% minni að vöxt- um í haust en í fyrra. Stafar það eink- um af næturfrostum, sem voru um 20. ágúst, og gerðu víða mikinn skaða. Auk þess var sumarið í kaldara lagi. t t t Á sunnudagsmorgun f óru tveir menn á opnum vélbáti héðan úr Reykjavik og munu sennilega hafa ætlað á fugla- veiðar. Seinni hluta dagsins sást frá Brautarholti á Kjalarnesi bátur á reki á milli Andríðseyjar og lands. Virtist vélin samt í lagi, þótt báturinn drægi eigi á móti storminum. Var Slysa- varnafélaginu gert aðvart og sendi það samstundis vélbát á vettváng. En þrátt fyrir alllanga leit, gat hann eigi fundið hina nauðstöddu menn. í gær- kvöldi kom sú fregn frá Akranesi, að þar væri að byrja að reka úr bát og er þá talið líklegt, að þeir hafi farizt. Mennirnir voru Sigurþór Guðmunds- son, starfsmaður hjá Reykjavíkurbæ, og Albert Ólafsson, múrari. Þeir voru báðir kvæntir og eiga tvö börn hvor. Leit er þó haldið áfram í dag, bæði á sjó og með ströndinni, uppi á Kjalar- nesi. t t t Á sunnudaginn gerði mikið brim við (Framh. á 4. síöu.J 57. blað skepnur óðar drepnar. Frá því veikin gerði fyrst vart við sig og til 31. marz 1938 varð hennar vart á 297 stöðum og voru drepnir af þeim ástæðum 13.800 nautgripir, 10,000 svín og 23.000 sauðkindur. Greiddi ríkið í skaðabætur og kostnað við þessar ráðstafanir um 9 millj. kr. í sumar hefir veikinnar sama og ekkert orðið vart í Eng- landi. Til Þýzkalands barst veikin með sýktum dýrum, sem höfðu verið flutt til Schleswig. Breidd- ist veikin síðan óðfluga út um allt Norður- og Vestur-Þýzka- land. Gefur það nokkra hug- mynd um hina miklu útbreiðslu veikinnar, að frá þeim tíma, sem veikin byrjaði að þessu sinni og tíl 1. júlí síðastl. var kunnugt um 292,000 tilfelli í Þýzkalandi. Til Danmerkur mun veikin hafa borizt frá Þýzkalandi, þrátt fyrir ítrustu varúðarráð- stafanir. Seint í júlí var orðið kunnugt þar um 423 tilfelli. Síð- an hafa allmörg tilfelli bætzt við. Á þeim stöðum, sem veik- innar hefir orðið vart, hafa all- ar skepnur verið drepnar, og greiðir rikið eigendum þeirra skaðabætur. Nemur sá kostn- aður, sem ríkið hefir þurft að greiða vegna þessara ráðstaf- ana, orðið mörgum millj. króna. Svíar settu hjá sér öflugar varúðarráðstafanir strax og kunnugt varð um veikina. Þær hafa þó ekki komið að fullu haldi. í maílok í vor var kunn- ugt um eitt tilfelli þar, en síðan varð veikinnar ekki aftur vart fyr en í júlílok. Um síðastl. mánaðamót var orðið kunnugt um veikina á 102 stöðum á Skáni og voru allar skepnur drepnar þar jafnóðum og kunn- ugt varð um veikina. Alls hafa verið drepnir af þessum ástæð- um í Svíþjóð 3.972 nautgripir, 3.307 svín og 350 sauðkindur. Hefir ríkið greitt í skaðabætur um 1.3 millj. kr. Til Noregs hefir veikin enn ekki borizt. Hafa Norðmenn bannað innflutning á öllum þeim vörum, (heyi, hálmi, not- uðum pokum o. s. frv.) og dýr- um, sem líklegt þykir að veikin geti borizt með. Það hefir enn ekki tekizt að fá áreiðanlega vitneskju um smitbera veikinnar, ellegar að búa til öruggt varnarlyf gegn henni. Að vísu hefir tekizt að framleiða lyf, sem gera skepnur ómóttækilegar fyrir veikina um nokkurn tíma. Er fefnið í þetta lyf unnið úr sýktum dýrum og er framleiðsla þess því miklum takmörkum háð. Nýlega hefir dönskum manni, Schmidt, tek- ist að finna nýtt lyf, sem þykir (Framhi á 4. síðu.J A víðavangi Héðinn Valdimarsson og kom- múnistar eru nú að rugla saman reitum sínum. Er það nú til- . kynnt í „Þjóðviljanum", að kommúnistaflokkurinn hafi verið lagður niður, en að stofn- fundur nýs flokks hafi hafizt í Gamla Bíó í Rvík í gær. Var Héðinn Valdimarsson kosinn forseti fundarins í einu hljóði. Lítur út fyrir, að kommúnistar séu nú búnir að gleyma hinum gömlu, kjarnyrtu lýsingum Verklýðsblaðsins sáluga á „auð- valdsbullunni" Héðni og fjand- skap hans við verkamenn! * * * Annars er breyting sú, sem nú verður, aðallega í því fólgin, að kommúnistaflokkurinn skiptir um nafn. Sagt er, að margir þeirra, sem fylgt hafa Héðni að málum innan Alþýðuflokksins og voru mótfallnir brottrekstri hans, hafi nú skilið við hann og að sú sveit, sem honum fylg- ir yfir í hinar nýju herbúðir, verði næsta rýr. Hinsvegar er svo talið af ýmsum, að sumir hinna róttækustu kommúnista muni vera óánægðir með nafn- breytinguna og hafa við orð að gera nýja „sprengingu". Ekki hefir enn frétzt, hvað flokkur- inn eigi að heita eða hver eigi að vera formaður hans, en til- nefndir eru Sigfús Sigurhjart- arson, Arnór Sigurjónsson, Pét- ur G. Guðmundsson, Halldór Kiljan Laxness og jafnvel fleiri. * * * Mbl. heldur því nú fram, að verðhækkun sú, sem orðið hefir á tóbaki, muni leiða það af sér, að tóbaki verði smyglað inn í landið. Vera má, að svo reynist, þótt enn sé of snemmt að full- yrða um slLk-t. En hvernig myndi bá fara, ef innflutningur á tó- baki og víni væri stórlega tak- markaður eða bannaður um hríð eins og Mbl. hefir þótzt vilja í öðru orðinu? Myndi þá ekki hætta á, að þessum vörum yrði smyglað inn í landið? Vilja rit- stjórar Mbl. ekki gera svo vel og svara þeirri spurningu? * * * Mbl. (og ísafold) hafa orð á því, að Framsóknarmenn hafi ~ótt búnaðarþingskosningar með ,.hinu mesta kappi" á þessu ári. „Kappið" er þó ekki meira en svo, að í 6 búnaðarsamböndum af 9, þar sem búið er að ákveða fulltrúa, hafa fulltrúarnir orðið sjálfkjörnir án kosninga, af þvl að ekki var nema einn (sam- komulags-) listi í kjöri. Hinsveg- ar má búast við nokkru kappi i kosningunni í Búnaðarsambandi Suðurlands á sunnudaginn kem- ur. Vonast Sjálfstæðis- og Bændaflokksmenn eftir því að sögn, að atkvæðin úr Vest- mannaeyjum muni verða úr- slita lóðið á vogarskálinni þeim í hag. En vel mætti á það minna nú, að bæði Sjálfstæðisflokk- urinn og Bændaflokkurinn börðust gegn því með hnúum og hnefum á sínum tíma, að bændur fengju hinn almenna kosningarrétt til Búnaðarþings. * * * Mbl. í dag er þeirrar skoðun- ar, að aðaláhuginn fyrir því, að auka kartöfluræktina í landinu, sé hjá kaupmönnum, sem lifa á því að selja erlendar kartöfl- ur! * * * Mbl. í dag lýsir stjórnarfari Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins á þá leið, að þeir hafi verið (orðrétt) „samtaka um að sitja yfir hlut manna, samtaka í niði og rógi um ein- staka menn og stéttir, samtaka um að skara eldinn að sinni eigin köku, samtaka um að bruðla fé almennings, samtaka um yfirgang og rangsleitni, samtaka um yfirdrepsskap og hræsni". — Þetta er víst áfram- hald af „röksemdunum frá Múla"!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.