Tíminn - 25.10.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.10.1938, Blaðsíða 2
226 TÍMINIV, liritSjjntlagiim 25. okt. 1938. 57. blafg 'gíminn Þriðjjudafiinn 25. okt. r »Utvegsraenn« Það er mjög algengt, að Mbl. tali um „Reykvíkinga“ og þykist bera hag þeirra mjög fyrir brjósti. En þessi skrif bera það oftast með sér, að það er ekki alþýða manna í höfuðstaðnum, sem ritstjórar blaðsins hafa í huga, þegar þeir eru að gera gælur við orðið „Reykvíkingur“. í augum þessara manna eru „Reykvíkingar" Sjálfstæðisfl. í Rvík eða öllu heldur nánasta fylgilið Mbl. hér í bæ. Eitthvað svipað verður uppi á teningnum, þegar Mbl. (og ís'a- fold) fer að skrifa um „útvegs- menn“. Síðustu „útvegsmanna" hugleiðingar þess birtust í svo- kölluðum Reykj avíkurbréfum í fyrradag. En það er alveg auð- séð, að þar er aðeins átt við eina tegund útvegsins, stórút- gerðina, togaraútgerðina. Þegar ritstjórar Mbl. hugsa og skrifa um „útvegsmenn“, muna þeir ekki eftir öðrum en stórútgerð- armönnunum og þá fyrst og fremst húsbónda sínum, Kveld- úlfi. Annars hefðu þeir varla getað gleymt því, að Alþingi samþykkti fyrir 3 árum lög um skuldaskil fyrir allan vélbáta- útveginn og að með þeim hefir verið létt af vélbátaútgerðinni miljóna skuldabyrði. En þetta finnst Mbl. ekki í sögur fær- andi. Því að þar sem stórútgerð- armennirnir í Rvík eru ekki með, þar er ekki hægt að tala um „útvegsmenn" að þess dómi. Annars má vel minna þjóna Kveldúlfs við Mbl. á það, að einnig fyrir stórútgerðina hefir verið ekki svo lítið gert á síð- ustu árum, og að minnsta kosti meira en gert var, meðan þeir menn fóru með völd, sem Mbl. telur „vini“ þessarar útgerðar. í tíð núverandi ráðuneytis er búið að lækka útflutningsgjald á saltfiski. Það er búið að taka í lög, að öðru útflutningsgjaldi sjávarafurða skuli verja beint til styrktar sjávarútveginum sjálfum. Á næstsíðasta þingi var sett í lög heimild til að gefa eftir kola- og salttoll á salt- fisksvertíð. Miklu fé hefir verið varið í hagstæð lán og styrki til ýmiskonar nýbreytni í sjávar- útveginum. Og þegar þurft hef- ir að hækka tolla á einstökum erlendum vörum vegna þess að innflutningurinn í heild minnk- aði, hefir eftir því sem frekast var unnt, verið sneytt hjá þeim vörutegundum, sem sjávarút- vegurinn þarf að nota til fram- leiðslu sinnar. Allt þetta eru ráðstafanir, sem koma öllum sjávarútveginum til góða, einn- ig stórútgerðinni, og þetta hefði áreiðanlega þótt í frá- sögur færandi í dálkum Mbl. og ísafoldar, ef Sjálfstæðismenn hefðu setið í ríkisstjórn eða haft meirahluta á Alþingi og staðið fyrir þessum ívilnunum til útgerðarinnar. Mbl. kvartar um það í „Reyk- javíkurbréfunum“, að togaraút- gerðin hafi verið krafin um „skýrslur". En þegar nokkrar þúsundir bænda voru krafðar um skýrslur í sambandi við starfsemi kreppulánasjóðs, þá særði það ekki á neinn hátt hinar fínu tilfinningar ísafold- armanna. Það er líka orð að sönnu, að hjá þeirri skýrslu- heimtun var ekki gott að kom- ast. En því ætti stórútgerðar- mönnum í Rvík að vera vandara um en bændum landsins? Og myndi vera minni ástæða til að láta þá gera hreint fyrir sínum dyrum? Togaraútgerðarmenn hafa beðið ríkið um hjálp. Það er víst, að atvinnurekstur þeirra gengur erfiðlega. En möguleik- ar ríkisins til að leggja fram peninga, eru takmarkaðir. Ein- hverjir aðrir landsmenn verða að borga. Það er vissulega engin furða, þótt ríkið vilji ganga úr skugga um, hvort ekki sé ein- hversstaðar hægt að halda bet- ur á en nú er gert, og að það vilji sjálft fá aðstöðu til að mynda sér skoðun um á hvern hátt „hjálp“ mætti við koma á haganlegastan hátt fyrir þjóð- félagið. Seinlseti ýmsra togara- útgerðarfyrirtækja í því að gefa skýrslur, er hinsvegar mjög undarlegt. Horft um öxl llausliO kemnr Það ekur húmsins vagni svo hljótt um bleika jörð, og hraðar sér að vefja allt í mildum rökkur-faömi. Því sólin er svo lág og lýsir stutt um svörð, og laufin eru fallin af skógargrein og baðmi. í roðahúmi kvöldsins á vesturloftsins vœng, er vafurlogarönd við bláar unnar skarir. Þar hefir eygló hnigið í mjúka mararsœng, sem mey, er býður ástvini rjóðar kossavarir. Það verður allt svo þögult í þungum haustsins blœ — sem þreyttur hugur dvelji við forna œskudrauma, er rœttust nœsta sjaldan, en féllu á feigðar glœ, en freista samt — í rökkurkyrrð — að taka stjórn og tauma. Svo grúfðu hljóða nótt, um himins víða hvel, til hvildar bjóddu öllum frá dagsins sorg og gleði. Og hafi ég unnið yfir daginn eitthvað gott og vel, þá á ég von um svefnsins ró í mínu heita geði. HALLGRÍMUR JÓNASSON. I. Sumarið 1934 urðu stjórnar- skipti í landinu og að ýmsu leyti breytt um stefnu í meðferð þjóðmála. Þeir, sem næst áður fóru með völd í landinu, studd- ust fyrst og fremst við núver- andi stjórnarandstæðinga, Sjálfstæðisflokkinn og þann hluta Framsóknarflokksins, er síðar nefndi sig Bændaflokk, en nú mun mega kallast svo að segja fylgislaus í landinu. Þann tíma, sem síðan er liðinn, hafa Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn farið með völd og Framsóknarmenn skipað forsætisráðherra- og fjármála- ráðherraembættin allan þann tíma. Og nú sem stendur er rík- isstjórnin eingöngu skipuð Framsóknarmönnum, en studd af Alþýðuflokknum. Margt hefir verið um stjórnarstefnuna sagt af hálfu andstæðinga á þessum tíma. Blöð stjórnarandstöðunn- ar höfðu um það geipan mikla, að Framsóknarflokkurinn hefði valið til ráðherrastarfanna til- tölulega unga menn. Þetta er þó raunar ekki annað en það, sem flokkurinn hefir ávalt gert. Hann hefir haft trú á því, að ungir menn og óþreyttir gæfust vel til nýrra og ónæðissamra verkefna. Og yfirleitt hefir þetta líka reynzt á þann veg. Því verður heldur ekki neitað, að viðfangsefnin, sem hin nýja ríkisstjórn varð að horfast í augu við, voru tvennt í senn, erfið og nokkuð nýrrar tegund- ar. Kreppuár höfðu gengið yfir landið, og útlitið- var dökkt framundan. Afurðir landbúnað- arins voru í hraklegasta verði, og hjá sjávarútveginum voru yfirvofandi stórkostlegir mark- aðsörðugleikar erlendis, sem síð- ar reyndust enn alvarlegri en þá var gert ráð fyrir. Og þeir, sem með völdin hafa farið síðan 1934, hafa heldur aldrei orðið fyrir neinu sérstöku góðæris- happi. Ofan á markaðsörðug- leika atvinnuveganna hafa þvert á móti bætzt á þessum ár- um ýmiskonar áföll af hálfu náttúrunnar: Aflabrestur á einni síldarvertíð og þrem þorskvertíðum, óþurkar og harðindi í stórum hluta lands- ins og megn óáran í búfé lands- manna. Verkefnin, sem fyrir lágu í upphafi og raunar ávallt síðan, hafa því í fyrsta lagi verið bar- átta gegn óvenjulegum erfið- leikum í þjóðfélaginu. Og það er vissulega ástæða til þess nú að horfa um öxl og líta yfir það, sem aðhafzt hefir verið í þess- ari baráttu á undanförnum ár- um af ríkisstjórn og hinum á- byrga meirahluta á Alþingi. Það fer bezt á því að gera sér grein fyrir slíku án skrums og fordóma, því að þá eru menn næst heilbrigðri niðurstöðu. Því verður þá ekki með neinni sanngirni neitað,að hér hefir mikið verið að gert. Og árang- urinn er heldur ekki litill, ef hann er af góðum hug metinn. II. Eitt af fyrstu verkefnunum var að setja umfangsmikla lög- gjöf, sem var algert nýmæli hér á landi, til að hækka verölag á aðalframleiðsluvörum landbún- aðarins, kjöti og mjólk. Þessi löggjöf var erfið í framkvæmd, sem við var að búast um svo stórkostlega nýung og sætti andspyrnu margra. En nú munu þeir fáir í landinu, sem ekki við- urkenna árangur þeirra. — Kreppulögin gömlu þurftu skjótra endurbóta, til þess að starfsemi samkvæmt þeim gæti hafizt og bændur notað sér hlunnindi þeirra (lánstíminn). Lög voru sett um saltfisksöluna til að gera hana réttlátari í garð smærri útvegsmanna, og komið upp opinberri stofnun (Fiski- málanefnd) til að greiða fyrir nýjum aðferðum í sjávarútvegi og sölu sjávarafurða. Síldarsalan var skipulögð í því skyni að draga úr áhættu við sölu salt- síldarinnar og tryggja sjómönn- um og útvegsmönnum eðlilegt verð fyrir síldina við skipshlið. Stofnaður var nýr kreppulána- sjóður fyrir vélbátaútveginn, og hefir þar með verið létt gífur- legri byrði af þessum hluta út- gerðarinnar. Eitt erfiðasta átakið í upphafi og raunar öll þessi ár, hefir þó verið í sambandi við gjaldeyris- málin og viðskipti þjóðarinnar við útlönd. Um þau mál er enn svo mikið rætt og ritað, að þar er ekki ástæða til aö fjölyrða. En víst er um það, að árið, sem nýja stjórnin tók við, vantaði 10—12 milljónir króna til þess, að þjóðin gæti borgað með fram- leiðslu sinni andvirði erlendra vara, og aðrar erlendar kröfur, er á féllu á því ári. Svo mikið er víst, að þetta ástand hefir ger- breytzt, þótt enn súpi þjóðin seyðið af eldri innkaupum yfir efni fram. Með nýju fátækralögunum hefir verið bætt úr þungbæru ó- réttlæti, sem fjöldi af hreppsfé- lögum landsins hafði átt við að búa og allir höfðu áður veigrað sér við að taka á. Sérstakri kreppuhjálp fyrir bæjar- og sveitarfélög hefir verið komið á fót, og þeim verst stæðu nú séð fyrir nýjum tekjustofnum á síð- astliðnu ári. Stórar fjárhæðir hefir orðið að veita til að bæta tjón af óveðrum til sjós og lands, og til að hjálpa bæjarstjórnum til að draga úr atvinnuleysinu og þar með létta á fátækrafram- færslunni frá því, sem annars hefði orðið. Til varnar gegn fjár- pestinni hefir verið varið miklu fé og sömuleiðis til styrktar bændum þeim, er mest afhroð hafa goldið af völdum hennar. Nefna má þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til þess að rík- ið gæti keypt jarðir mjög skuld- ugra bænda, til þess að reyna að forða þeim frá að flæmast frá jörðunum. Þó hefir sú starfsemi hvergi nærri getað fullnægt eft- irspurninni. Hér er fljótt yfir sögu farið. Aðeins tæpt á stærstu atriðum, til þess að rifja upp hin óvenju- legu, erfiðu og fjárfreku við- fangsefni, sem kreppa og örðug- leikar atvinnuveganna hafa skapað hinu opinbera og reynt hefir verið eftir fremsta megni a'ð leysa á þessum árum. III. Skuldir ríkisins voru í árslok 1934 41.9 millj. kr. (sbr. Lands- reikning þ. á. bls. XIII). í árslok 1937 voru ríkisskuldirnar 46.5 millj. kr. Þessar tölur sýna 4.6 millj. kr. skuldahækkun á þess- um 3 árum. En sú hækkun þarf skýringa við. Árið 1935 tók ríkið lán í Englandi, fyrst og fremst til greiðslu lausaskulda, er safn- azt höfðu fyrir árslok 1934. En í sambandi við þessa lántöku var það talið hagkvæmt að breyta reikningsláni með ríkisábyrgð, sem Útvegsbankinn hafði í Eng- landi í fast lán á nafni ríkisins. Er þá bankinn skuldunautur gagnvart ríkinu og stendur straum af upphæðinni, en hefir fengið betri kjör en áður. Þessi upphæð nam um 3 millj. 650 þús. kr. Afföll af enska láninu 1935 voru um 560 þús. kr., en það var tekið vegna eldri skulda, og kem- ur því ekki við rekstri áranna 1935—37. Auk þessa hefir ríkið nú fært yfir á sitt nafn gamla skuld, 350 þús. kr„ hjá Skeiða- áveitunni, sem löngu var vitað, að lenda myndi á ríkinu, þótt eigi væri formlega yfirfærð fyrr en nú. 250 þús. kr. hvíldu í eign- unum Eyrarbakka og Stokkseyri, þegar ríkið yfirtók þær eignir og koma því heldur ekki við rekstri þessara ára. í þessum upphæðum felst þá sú 4,6 millj. kr. hækkun, sem reikningslega er talin hafa orðið á ríkisskuldunum á þessum þrem árum. En eins og hver maður sér er hér ekki um raunverulega hækkun að ræða, þar sem þessar skuldir voru til áður (fyrir árs- lok 1934). í árslok 1937 var því skuldabyrði ríkisins raunveru- lega hin sama og hún var í árs- lok 1934 — þ. e. hefir ekkert auk- izt á þessum þrem árum. Niðurstaðan er þá sú, að þrátt fyrir innanað- og utanaðkom- andi örðugleika, er samvinnu- stjórnin 1935—37 eina stjórnin síðan ísland varð sjálfstætt rfki, sem komizt hefir hjá því að auka skuldabyrði ríkisins. Lánið, sem tekið var í Eng- landi á árinu 1935, var mjög hag- kvæmt fyrir ríkið, því að þar með bötnuðu mjög lánskjör þeirra eldri skulda, sem með því voru greiddar. Raunverulegir (effekt- ivir) vextir lánsins voru 4,58%. Til samanburðar er það, að af ríkisláninu 1934 voru 5,7%, af ríkisláninu 1930 6,18% og af rík- isláninu 1921 8,97% raunveru- legir vextir. Af lausaskuldum í bönkum hér greiðir ríkið 6% í vexti. IV. Skattar og tollar til ríkissjóðs hafa tekið allmiklum breyting- um á þessum 3 árum. Hefir því mjög verið fram haldið af sum- um, að skatta- og tollabyrðin á þjóðinni hafi verið aukin á þess- um tíma. Má um þetta lengi þrátta, því að sumstaðar hefir verið lækkað og annarstaðar hækkað. Á viðskiptunum við út- lönd hefir eins og kunnugt er, sú breyting orðið, að innflutn- ingur helztu tollvörutegundanna hefir minnkað stórkostlega, og hefir þá verið bætt við tolli á það af þeim, sem innflutt er, til að vega upp tapið, án þess þó að neitt verulega tæki til brýnustu lífsnauðsynja. En hvort skatta- eða tollabyrðin hafi létzt eða þyngzt raunverulega, ætti bezt að sjást með því, að jafna heild- arupphæð tolla- og skatta fyrr og nú niður á íbúa landsins og sjá hvort minni eða stærri upp- hæð kemur á hvern íbúa nú en áður. Árið 1937 var heildarupp- hæð tolla og skatta 13 millj. 861 þús. kr. Það er rúml. 119 kr. á hvern íbúa. Árið 1925 var heild- arupphæðin 12 millj. 41 þús. kr. Það voru þá um 120 kr. á íbúa. Sé samanburðurinn hinsvegar gerður þannig, að taka annars- vegar meðaltal áranna 1935—37 og hinsvegar meðaltal næstu 10 ára á undan (1925—34), verður útkoman sú, að á fyrra tímabil- inu (1925—34), eru skattar og tollar kr. 103,22 á íbúa, en á síð- ara tímabilinu kr. 109,74 á íbúa. Hækkunin er því ca. kr. 6,50 á mann eða rúm 5%, og eru þetta „milljónaálögurnar", sem stjórn- arandstæðingum hefir orðið tíð- ræddast um á þessum árum. Mun sanngjörnum mönnum vart vaxa þetta í augum, þegar litið er á þær kröfur, sem til ríkisins hafa verið gerðar vegna kreppunnar og ástands atvinnuveganna. Framh. Það er nauðsynlegt, að innheimtumenn Tímans út um land geri skil til af- greiðslunnar hið allra fyrsta, helzt nú um mánaðamótin. — Vinnið vel að innheimtu og út- breiðslu blaðsins. Egill Gr, Thorarensen og félagsmál Arnesínga MAGNÚS TORFASON: Hann er fæddur 6. janúar 1897 í Kirkjubæ í Rangárvallasýslu. Faðir hans var Grímur hrepp- stjóri, sonur hins góðkunna læknis, Skúla Thorarensen á Mó- eiðarhvoli og Ragnheiðar, dóttur síra Þorsteins Helgasonar, þess er Jónas Hallgrímsson gerði ó- dauðlegan með hinu dásamlega erfikvæði sínu, er lifa mun á vör- um þjóðarinnar meðan íslenzk tunga er töluð. Var Grímur heit- inn tvíefldur maður, til hvers er hann gekk að, hinn öruggasti til allrar forgöngu, snar og úrræða- góður og sá manna, er ég vissi bezt kunna að segja fyrir mikl- um mannafjölda, fáskiptinn maður, og óhlutdeilinn, rétt- orður og grandvar, traust- ur til fylgis og vinfastur, enda drengur svo góður, að þar féll aldrei skuggi á. Var hann því sjálfkjörinn bændahöfðingi Rangæinga, eftir er Sigurð dbrm Magnússon á Skúmstöðum leið, þann er dr. Jón Þorkelsson, þjóð- skjalavörður, taldi göfgastan bænda hér á landi um sína daga. Móðir Egils var JónínaEgilsdótt ir frá Múla í Biskupstungum, af gömlum bændaaðli, er þar’hafði búið mann fram af manni um tveggja alda skeið. Hún var myndarkona hin mesta til allra verka, vel -að sér til munns og Egill Gr. Thorarensen handa, enda stórgreind, eins og hún átti ætt til. Það bar þó af, hve góð kona og göfug hún var, svo allir, er áttu því láni að fagna að kynnast henni, báru elsku til hennar. Var hún þegar í föðurgarði dýrk'uð fyrir mann- kosti sína, og „engillinn sá“ var hún kölluð af Einari Þorsteins- syni á Vatnsleysu, einu mesta göfugmenni, er ég hefi kynnzt, en hann var nágranni hennar á æskuárum hennar. Sjálfur læt ég svo um mælt, að ég hefi ekki fyrir hitt hugþekkari konu á langri æfi minni, en þar er raun lofi betri, því bóndi hennar sá ekki glaðan dag að henni liðinni. Egill ólst upp í heimahúsi við algenga vinnu, en eftir að hann komst fram yfir, fékk hann nokkra tilsögn í almenn- um fræðum. Gerðist hann síðar háseti á togara, en hætti við það fyrir heilsu sakir. Hann tók þátt í hinu fræga togaraverkfalli 1916 og var mikill borði, strákurinn. Eftir það sneri hann sér að verzl- un, brá sér til Danmerkur, stundaði þar verzlunarfræði og var við samvinnuverzlun þar í landi um skeið. Árið 1918 setti Egill upp verzl- un í Sigtúnum. Átti hann þar örðugt uppdráttar, því á þeim árum féllu vörur í verði dag frá degi, bæði innlendar og útlend- ar, en þó erfiðast að halda þar uppi vetrarverzlun, meðan ekk- ert var gjört til að halda vegum færum yfir Hellisheiði. Smátt og smátt jók hann samt verzlun sína og vann sér traust lánar- drottna sinna fyrir fádæma dugnað og eindæma skilsemi. Á þeim árum dró svo úr mætti kaupfélaganna beggja (Heklu og Ingólfs) að þau voru að leggjast alveg niður. Urðu Suðurlending- ar því að sækja alla verzlun til Reykjavíkur og má geta nærri hvílíkur hnekkir það var fyrir héraðið. Árið 1924 réðist Egill svo í að fá vöruskip upp til Eyr- arbakka og hélt því áfram með- an hann rak verzlunina. Upp frá því færðist verzlun hans í auk- ana ár frá ári, svo hann varð á fáum árum allvel efnaður mað- ur, enda verzlun hans hin blóm- legasta. Samtímis höfðu kaupfélögin hjaðnað niður fyrir öfugstreymi örlaganna. Þótti ráðamönnnm héraðsins eigi við svo búið mega standa, sérstaklega eftir að Mjólkurbú Flóamanna var stofn- að, og reru að þvi öllum árum að kaupfélag risi upp aftur. Var þá um tvennt að velja, að stofna félagið í samkeppni við Egil, eða fá hann til að standa fyrir því. Varð það ofan á að snúa sér að Agli, meðfram vegna þess, að Flóabúið var þá höfuðlaust að kalla, en engum treyst betur en honum til að færa það í föftin, berstrípað og skuldum vafið. Var svo Kaupfélag Árnesinga stofnað, pieð Agli sem forstjóra. Keypti það fasteignir hans fyrir verð, sem mörgum þá þótti í hæsta lagi, en nú munu allir sjá, að voru happakaup. Tók það til starfa 1. jan. 1931 og hefir síðan blómgazt ár frá ári, svo að rætur þess breiða sig nú orðið um allt Suðurlendið, frá Herdísarvík og austur undir Eyjafjöll, til mikils hagræðis fyrir héraðsbúa. Er hvorttveggja, að verzlun þar hefir stórbatnað á þessum árum, sjóðir félagsins vaxið árförum og héraðsbúar fengið mikla atvinnu við það, sér til mikils framdrátt- ar. Má bezt marka veldi félagsins á því, að við hliðina á því hefir vaxið upp blómlegasta smáverzl- unin austan fjalls, í skjóli verzl- unarhaftanna. Jafnframt hefir félagið hafizt handa um stór- auknar umbætur í héraði. Er þess fyrst að geta, að félag- ið keypti hina fornu verstöð, Þorlákshöfn, sem var í þann veg- inn að leggjast niður. Hefir það gjört þar miklar lendingabætur, bætt Norðurvörina, svo að nú ganga þaðan 10 hreyfilbátar, og þegar hafizt handa um að bæta Suðurvörina, en þar er byrjað að gjöra lendingu fyrir stærri fiski- skip. Samtímis hefir verið byggt þar salthús, íshús og verbúðir, svo að aðstaða öll til sjósóknar er þar orðin langsamlega betri en í öðrum verstöðvum austan fjalls. Er þar með stigið drjúgt spor til þess, að Suðurlendið verði sjálfu sér nóg til lands og sjávar, en að því ber að sjálf- sögðu að keppa. Þá hefir félagið endurhresst gömlu einokunarhúsin á Eyrar- bakka,sem orðin voru hrörleg og samangengin, gjört þar myndar- lega bryggju og bætt uppskipun- artæki, svo að þau munu nú mun betri en í öðrum hafnleysum hér við land. Enn hefir félagið keypt Laug- ardælatorfuna, austur afSelfoss- landi, en sá landaauki er nauð- synlegt skilyrði fyrir vexti verzl- unarstaðarins og sýnir einna bezt stórhug þann, og framsýni, er ræður í félaginu. Hafa þar þegar verið gjörðar stórmiklar jarðabætur og byggð stórmynd- arleg hlaða og gripahús. Loks léði félagið sitt góða lið til að sandarnir utan Ölfusár og út í Selvog yrðu girtir og græddir, en Þorlákshöfn á drjúgan hlut af því landi. Er þar með hafinn við- búnaður þess að þeim auðnar- grjótum verði breytt í frjósamar lendur, eins og var til forna, er Arnarbælisós (Ölfusá) átti útfall innar af Skötubát. Sýndi félagið enn með því, að það lætur sér engu óannara um að búa í hag- inn fyrir komandi kynslóðir, en að nurla saman aurum til smá-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.