Tíminn - 25.10.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.10.1938, Blaðsíða 4
228 TÍMINiy, þrigjndagiim 25. okt. 1938 57. blað Sú kvikmyndastjarnan, sem nú vekur mesta eftirtekt í Holly- wood, heitir Isa Mir 'anda og er ítölsk. Hún kemur lítið fram op- inberlega og reynir að lifa sem einmanalegustu lífi. Er það ó- líkt öðrum leikkonum og leiðir til þess að meira er talað um hana en ella. Hún er líka frœg fyrir það, að hún notar ekki nema þrenn feg- urðarmeðul: Möndluolíu, geita- mjólk og regnvatn. Á kvöldin ber hún á sig möndluólíu, en þvœr hana burtu eftir rúmlega stund- arfjórðung. Á morgnana þvœr hún sér úr geítamjólk. Þegar húðin er orðin vel þur eftir mjólkurþvottinn þvœr hún sér úr regnvatni. Hún er sögð hafa fallegri andlitshúð en flestar aðrar leikkonur og er það þakk- að þessum óvenjulegu fegurðar- meðulum. Miranda iðkar ekki leikfími, vegna þess að hún óttast að það hafi slœm áhrif á vaxtarlag sitt. Hinsvegar syndir hún talsvert og œfír tennis. Henni þykir gaman að útreiðum og góðir hestar eru eftirlœtisgoð hennar. * * * Á síðastl. ári nam farþegatal- an hjá flugfélögunum í Banda- rlkjunum 1.267.580. Hjá þýzku flugfélögunum var hliðstœð tala 320.356. Svarar þetta til þess, að einn af hverjum 200 íbúum Þýzkalands og einn af hverjum 100 ibúum Bandaríkjanna hafí ferðazt með flugvél á árinu. * * * í sveitaþorpi eínu í nágrenni Parísar hefir nýlega verið byggð kirkja, sem einnig er notuð fyrir kvikmyndasýníngar. Rétt fyrir framan altarið er fœranlegt skilrúm, sem dregið er frá við guðsþjónustu, en dregið fyrir, þegar kvikmyndir eru sýndar. * * * Fyrír nokkru drukknaði ungur maður í sundhöllinni í Aarhus. Var hann að œfa sig í kafsundi. Hefír þetta orðið til þess að mörg dönsk blöð hafa varað menn við að iðka þessa sundraun. Hún var áður stunduð talsvert míkið og keppt í henni á flestum sund- mótum, m. a. á Olympíuleikun- um. Nú má heíta að alveg sé hœtt að keppa í henni. Sá Dani, sem beztum árangri hefir náð í kafsundi, heitir Peter Lykke- berg. Á Olympluleíkunum í Par- ís 1900 synti hann 80 m. vega- lengd án þess að koma upp á yfirborðið, en vegna þess, að hann villtíst út af braut sinni, fékk hann ekkl verðlaunin. * * * Fyrir rúmum hundrað árum síðan voru enskir dómstólar mjög tregir til að telja menn látna, ef ekki lágu fyrir óyggj- andi sannanir í því efni. Árið 1826 kom það fyrir, að dómstóll- inn i Kings Bench í London taldi sig ekki hafa „heimild til að álíta“ að viss maður vœrí látinn, þó að hans hefðí verið saknað i 792 ár. tíR BÆIVUM Ignaz Friedman heldur hljómleika í Gamla Bíó í kvöld. Hefjast þeir kl. 7,15. Aögöngu- miðar fást í Hljóðfærahúsinu og Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. Maðurmn nilnn, Grímur Jónsson frá Þorlákshöfn, andaðist sunniidaginn 23. þ. m. að heimili sínu, Laugaveg 124. Sæunn Jónsdóttir. Skíðafélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn í Oddfellow- húsinu á morgun, og hefst hann kl. 8,30. . . U. M. F. f. 1907—1937, Minningarrit, eftir Geir Jónasson, er nú komin út. Er þetta mikið rit og vandað, 450 bls að stærð og prýtt fjölda mynda. Bókin er í 7 aðalköflum, og hefir inni að halda, auk yfirlits yfir starf ungmennafélaganna, skýrslur um starfsemi hinna einstöku félaga og minningargreinar frá ýmsum braut- ryðjendum félagsskaparins. Ung- mennafélagar munu vafalaust hafa hug á að eignast þessa bók. Hinir eldri vegna þeirra minninga, sem hún vekur, og hinir yngri vegna þess fróðleiks, sem hún hefir að færa þeim um starf félagsskaparins. Gestir í bænum. Hávarður Jónsson, bóndi 1 Króki á Meðallandi, Brynjólfur Haraldsson, bóndi í Hvalgröfum í Dalasýslu, Karl Kristjánsson á Húsavík, Sigurjón Þor- valdsson, bóndi í Núpakoti undir Eyja- fjöllum, Kristján Helgason, bónöi á Dunkárbakka í Hörðudal, Ágúst Jóns- son, bóndi í Sigluvík í Vestur-Land- eyjum. Leiðrétting. í síðasta tölublaði hefir orðið mls- prentun í Molum, þar sem sagt er frá smjörneyzlu á Norðurlöndum Er sagt, að hún sé 10 kg á mann í Svíþjóð og Noregi, en á að vera Svíþjóð og Dan- mörku. Nýi flokknrinn. (Framhald af 1. síöu.) Á fundi þessum töluðu Héðinn Valdimarsson, Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason, Sigfús Sigurhjartarson og nokkrir aðr- ir. Á fundinum voru lesin upp heillaóskaskeyti frá kommún- istum í Svíþjóð og Danmörku. Stofnþing þetta muii halda á- fram næstu daga og eiga þar sæti jafnmargir fulltrúar frá kommúnistum og Héðinsmönn- um. Mun þegar vera orðið sam- komulag um stefnuskrá og trúnaðarmenn hins nýja flokks. í Þjóðviljanum í dag er birt yfirlýsingin frá þingi kommún- ista um að það fallist á samein- inguna. Er þar allsstaðar tekið fram, að Kommúnistaflokkur- inn gangi til „sameiningar í marxistiskan flokk“ og að „Kommúnistaflokkurinn muni halda áfram starfi sínu í anda marxismans í hinum sameinaða flokki". Þá er sagt, að hinn nýi flokkur muni ekki vera í neinu Alþjóðasambandi, en „5. þing Kommúnistaflokks íslands sendir beztu baráttukveðjur sínar stjórn Alþjóðasambands kommúnista og þeim foringjum, sem bezt allra beita marxism- anum, félögum vorum Stalin og Dimitroff. Kommúnistaflokkur- inn er þess fullviss, að þó þau formlegu tengsl, sem tengt hafa hann við Alþjóðasamband kom- múnista, nú hverfi við myndun hins sameinaða flokks, þá mun sú stefna, er ræður gerðum okk- ar sameinaða sósíalistaflokks, verða sú stefna, er markar póli- tík Alþjóðasambands kommún- ista“. Bóttir okkar, ínqibjörg, fædd 22. jání 1928, andaðist 22. þ. m. á Landsspítalanum. Greftrun fer fram n. k. fimmtudag o«’ hefst kl. 13 frá heimili okkar. Kristín Vigfúsdóttir. Jón Egþórsson. Innilegt hjartans pakklœti sendum við okkar kœru sveitungum og mörgu vinum, sem með sam- sœti, heiðursgjöfum, bréfum og skeytum, glöddu okkur hjónin á gullbrúðkawpsdegi okkar. Salóme Jónatansdóttir Pétur Þórðarson Hjörsey. Bækur (Framhald af 3. siðu.) frásögn og stíl. Hann hefir al- gjörlega neitað sér um að apa eftir stílsnillingunum Laxness og Þórbergi, eins og margir hafa gert nú um skeið, án þess að takast það betur en svo, að þeir fá á stíl sinn blæ yfirborðs- mennsku, sjálfum sér til skammar og öllum góðum mönnum, sem kannske unna fyrirmyndinni, til leiðinda. Sigurður Helgason fer sínar eigin götur og segir það, sem hann þarf, án nokkurs skrauts eða útflúrs á stíl sínum. Af- káraleg orða- eða setningaskip- un og fáránlegar bollaleggingar um hlutina þekkjast ekki hjá honum. Frásögnin öll er látlaus og mild, eins og þeirra, er bezt þóttu kunna að segja sögur áð- ur fyrr á íslandi. Stefán Jónsson. MARÍA MARKAN SYNGUR (síðasta sinn) í Gl. Bíó miðvikudaginn 26. okt. kl. 7 síðd. Við hljóðfærið: FRITZ WEISZHAPPEL. Aðgöngumiðar seldir í bókav. Sigf. Eymundsson- ar, hljóðfæraverzlun Sig- ríðar Helgadóttur og af- gangur, ef nokkur verður, við innganginn. Pantaðir miðar óskast sóttir fyrir kl. 2 á miðvikudaginn, annars seldir öðrum. Gin- og klaufaveikin. (Frh. af 1. síðu.) gefa góða raun og hefir talsvert verið reynt í Danmörku og Þýzkalandi. Fullnaðarreynsla um notagildi þess er þó enn ekki fengin og framleiðsla þess er miklum erfiðleikum bundin. Frökkum er yfirleitt kennt um þennan faraldur, sem nú geng- ur í Evrópu. Ef þeir hefðu haft betra eftirlit með innflutningi dýra til landsins og gert öflugri ráðstafanir gegn veikinni í byrjun, þykir líklegt, að út- breiðsla hennar hefði orðið miklu minni. Reynsla Englend- inga þykir sanna, að með traustum innflutningshöftum og niðurskurði megi hamla út- breiðslu veikinnar að mestu. Síðan í stjórnartíð Tryggva Þórhallssonar hafa gilt hér lög um svipaðar varnir gegn gin- og klaufaveiki og nú hafa verið teknar upp annarsstaðar. Þóttu sumum þau óþörf og ollu tals- verðum deilum á sínum tíma. Súðín Burtfcrð er frestað til n. k. finuntndags kl. 9 s. d. Dettifoss fer héðan annað kvöld um Vestmannaeyjar, til Grimby og Hamborgar. Ms. Laxfoss fer til Breiðafjarðar n. k. laug- ardag. Viðkomustaðir: Amar- stapi, Sandur, Ólafsvík, Grund- 66 Andreas Póltzer: snæða kvöldverð, hvern eftir annan. Vitnisburðir þeirra voru allir samhljóða, allir báru, að þeir hefðu vaknað við hljóðin í Patriciu og hefðu flýtt sér eins og þeir gátu inn í herbergið til hennar. Whinstone var einmitt að slíta þessum árangurslausu yfirheyrslum, þegar hon- um var sagt, að einn gestinn, sem ein- mitt var nýkominn, langaði til að tala við hann. Innan stundar kom lítill maður og talsvert aldurhniginn inn í stofuna. — Hann var luralega til fara, og á beinu nefinu vógu gleraugu, í svartri umgerð, salt. Hann gekk beint til Whinstone, hneigði sig fyrst djúpt fyrir Patridu og síðan fyrir fulltrúanum. — Leyfið mér að kynna mig: Sluice. Eða fullu nafni Louis Napoleon Sluice. Sluice hafði áberandi djúpa bassarödd, sem alls ekki var í samræmi við magann og visinn líkamann. Það var rétt svo, að Whinstone gat varizt að brosa. — Gerið svo vel að setjast, Mr. Sluice, sagði hann vingjarnlega. Litli maðurinn hneigði sig aftur og síðan tyllti hann sér á stólbrún. — Herra fulltrúi, hóf hann máls, með djúpri röddinni, þér eruð hingað kominn til að hafa upp á þeirri dularfullu per- sónu, sem i nótt laumaðist inn 1 herbergi Patricia 67 ungfrú Holm, guð má vita í hvaða hermdarerindum. Mér er sagt, að þér hafið þegar yfirheyrt flest af fólkinu hérna. En þér hafið ekki orðið neins vís- ari enn, það þykist ég sannfærður um. Því að flestir sjá ekki, þó þeir hafi augu, og heyra ekki, þó þeir hafi eyru. Sem betur fór var ég líka viðstaddur í nótt, og ég er hvorki heyrnarlaus né blindur. Og nú ætla ég að skýra frá, hvað Louis Napoleon Sluice hefir séð. Ég rek atburðina í réttri tímaröð. Þeg_ ar ég vaknaði við hræðilega ópið, sem ungfrú Holm rak upp, spratt ég úr rúm- inu, hleypti mér í vetrarfrakkann minn og hljóp fram á gang. Herbergið mitt er nokkuð langt frá herberginu hennar og það var komið allmargt fólk að dyrun- um þegar ég kom.... Hér tók Whinstone fulltrúi fram í; í fyrsta skipti: — Hvernig vissuð þér, að það var ung- frú Holm, sem hafði hrópað á hjálp? — Ég fékk vitanlega ekki upplýsingar um það fyrr en ég kom fram á ganginn, herra fulltrúi. Ég varð mjög forviða, þegar fólkið sagði mér, að það væri ung- frú Holm, sem hefði æpt. — Hversvegna urðuð þér forviða á því? Litli maðurinn brosti. ** arfjörður, Stykkishólmur, Búð- ardalur, Salthólmavík og Króks- fjarðarnés. — Flutningi veitt móttaka á föstudag. JVÝKOMIN sérlega falleg FATAEFNI — röndótt. — Klæðav. Gnðm. B. Y lkar, Laugaveg 17.----Sími 3245. Á krossgötum. (Framhald af 1. síðu.) Stokkseyri og Eyrarbakka og með að- fallinu orsakaði það mikinn sjávar- gang og tjón á bátum og mannvirkjum. Gekk sjórinn yfir varnargarðana og braut þá hjá Gamlahrauni og á dálitlu svæði fyrir austan Hraunsá og vestan Eyrarbakka. Nýja sjávargarðinn hjá Litla-Hrauni sakaðl ekki. Tólf smá- lesta bát, Sísí, sleit upp á Stokkseyri og rak á land. Skemmdist hann mikið, og er kjölurinn, önnur síðan og stefnið brotið. Tveir bátar, Haukur og Inga, slógust saman og löskuðust dálítið. Margir bjuggust við nýju sjávarflóði í nótt er leið, en er kvöldaði, lægði og gekk til á áttunum og forðaði það frekari skemmdum. SÍGAMLA ROSALIE Stórfengleg og bráðskemmtileg amerísk dans- og söngvamynd. Aðalhlutverkin leika: ELEANOR FOWELL og NELSON EDDY hinn karlmannlegi og ógleym- anlegi leikari úr söngvamyndun- um Rosemarie og Vordraumur. — Sýnd í kvöld kl. 9. — HEFND TARZANS Spennandi og skemmtileg amer- ísk mynd, frá Fox. Aðalhlutverkin leika: GLENN MORRIS, heimsmeistari í tugþraut, og hin heimsfræga sundkona, ELEANOR HOLM. ec ckkþ aMob vtö vimumf því að rafmagnsljós með liinni heimsfrægu Osram-D-ljósakálu er ódýrt. Stimpillinn á kál- nnni er trygging fyrir réttu ljósmagni og straumeyðslu. ,-0^0/0 .O________ Biðjið ávallt um gæðakúl- una heims- frægu: innanmatta. ’? 38WAT7 F iosram; J)ekakitHen-Kú£uMa med átycy&ac&iintttUnwn, sem lcy#cfú? tiiia sicaumeyd$4u X ý l>ók. Geir Jónasson: U. M. F. í. 1907-1937 Minningarrit. Fæst hjá formönnum ungmennafélaga og í bókaverzlunum. VEGNA ÞBEN6SI.A ætlum við að hætta að verzla með Leðurvörur, lanchet- skyrtur og Snyrtivörur og seljum þessar vörur því með inn- kaupsverði meðan birgðir endast. Þar á meðal er mikið af hönzkum, karla og kvenna, lúffum, sporthúfum, töskum, veskjum, buddum, beltum o. fl. XT R (QS fil 4 Laugaveg 40. w MJ ■ -im. Sími 4197. P. S. Rennilásarnir marglitu komnir. Spaðkjötið er komið Þessar tunnustærðir fyrirliggjandi: 130 kg. @ kr. 165.00 70 — , 91.50 65 — 85.00 30 — 42.00 Tekið við pöntunum allan daginn í síma 1080. Samband íslenzkra samvinnufélaga. Unglingaskólí Reykjavíkur tekur til starfa 1. nóv. í skólanum verða kenndar sömu náms- greinar og kenndar eru í 1. bekk í gagnfræðaskólum. Skólagjald 10 kr. á mánuði. Umsóknum veitt móttaka frá kl. 10—5 alla virka daga á Vesturgötu 17. Haraldur Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.