Tíminn - 29.10.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.10.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÖRNARSKRIFSTOFUR: Edduliúsi, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Simi: 2323. PrentsmiSJan Edda h.f. Símar: 3948 og 3720. 22. árg. Reykjavík, laugardaginn 29. okt. 1938. Landnámíð í Mývatnssveit Síðan 1911 hefír íólki fjolgað þar um 75 manns og býlum um 24 Á þeim tíma, sem fólks- flutningar haf a orðið mestir úr sveitunum til sjávarsíð- unnar, hefir fólki og býlum fjölgað í Mývatnssveit. Árið 1910 voru 36 bændur 1 Mývatnssveit. Árið 1938 eru 60 bændur í þessari sömu sveit. Jarðir í Mývatnssveit eru 25 að tölu. Þegar árið 1910 hefir búendatalan svarað til, að tví- býli væri á 11 jörðum í sveitinni. En nú svarar tala búendanna til þess, að þríbýli sé á 10 jörð- um, en tvíbýli á öllum hinum. Árið 1911 var fólksfjöldinn í Mývatnssveit 295, en nú mun hann vera 370. Samkvæmt búnaðarskýrslum 1914 var stærð túna 217 dagsl., en 1936 er stærð þeirra orðin 400 dagsl. Árið 1912 voru ærnar 2589 en samkvæmt síðustu heimildum eru þær 4800, þriðjungur þeirra tvílembdur og meðalkroppþungi 16 kg. Kúnum hefir á sama tíma fjölgað úr 91 í 112 og nú er með- alársnyt 3200 lítrar. Hvað veldur nú þessari und- antekningu frá reglunni? Hvað veldur því, að fólki, fénaði og býlum fjölgar jafnt og þétt all- an síðasta mannsaldur í þessari einu sveitabyggð, jafnhliða því að í bezta lagi stendur allt í stað annarsstaðar, en í langflestum tilfellum fækkar bæði fólki og býlum í sveitum landsins? Vlsast eru orsakirnar margar. Mývatnssveit er fögur sveit. Mý- vatn er afbragðs veiðivatn. 14 af 25 jörðum byggðarinnar eiga rétt til veiði í vatninu, og stunda hana svo, að atvinnu- grein má teljast. Munu dæmi til, Þingnm Alpýðusambandsins og nýja flokksins lokið Þingi^ Alþýðusambandsins er lokið. Á seinasta degi þingsins var samþykkt ályktun um stefnu flokksins og kosin stjórn fyrir Alþýðusambandið. Formaður var kosinn Stefán Jóhann Stefáns- son, hæstaréttarmálaflutnings- maður, varaformaður Haraldur Guðmundsson forstjóri og ritari Jónas Guðmundsson bankaráðs- maður. í ályktuninni um stefnu flokksins, er talið rétt, að leita samkomulags við Fram- sóknarflokkinn, um stjórnar- samvinnu. Þingi kommúnista og flokks- brots Héðins Valdemarssonar er einnig lokið. Var þar samþykkt að stofna nýjan flokk, sem nefnist: Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósíalistaflokkurinn. Stefnuskrá flokksins hefir enn ekki verið birt. Samkomulag mun ekki hafa náðst um einn formann fyrir flokkinn og var því formannsstarfinu tvískipt milli Héðins Valdemarssonar og Brynjólfs Bjarnasonar. Er Héð- inn formaður flokksins út á við, en Brynjólfur Bjarnason inn á við og hefir hann því stjórn flokksstarfseminnar með hönd- um. Á stofnþinginu var samþykkt að senda Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum samfylking- artiiboð, og hótað með „harð- vitugri baráttu", ef ekki yrði :gengið til samstarfs við flokk- inn. að sumir bændur hafi veitt og selt silung á ári fyrir allt að 2 þús. krónum. Silungsveiðar Mý- vetninga upp um ís að vetrar- lagi mættu, ásamt vatnaveiðum sem íslendingar stunda með lík- um hætti í Canada, verða til þess, að fleiri veiðivötn hér á landi yrðu nytjuð á þennan hátt. Loks er félagslíf auðveld- ara í byggð þar sem fjölmenni er á hverjum bæ, og félagsandi þroskast þar, sem svo hagar til. Símasamband er á sérhvern bæ í sveitinni og vatnið styttir all- ar vegalengdir, einkum á vetr- um, þegar það liggur undir ís. Slægjur eru góðar í Mývatns- sveit, en að sjálfsögðu takmark- aðar, en beitilönd hinsvegar ríkuleg og kjarngóð. Loks er eitt atriði enn, sem sérstaklega má vekja athygli á. Þegar heyfengurinn með venju- legum ásetningi nægði ekki lengur til áframhaldandi bú- fjár- og býlafjölgunar, þá tóku Mývetningar upp þann hátt, að nytja afréttinn betur en áður. Sauðfé var látið ganga á öræf- unum allt fram að jólum, meira að segja lömbin, sem á voru sett. Og þangað var féð rekið aftur á útlíðanda vetri, þ. e. síð- ara hluta marzmánaðar eða fyrra hluta apríl, eftir því sem tíðarfari var háttað. En þessi nytjun á afréttinum þurfti manninn með sér. Það þurfti oft að líta til fjárins og þá helzt er veður voru verst, og mun þessi atvinna og veiðarnar upp um ísinn á veturna sízt verða til þess að draga táp úr fólki því, sem elzt við slíka atvinnuhætti. Með þessu móti og þessu móti einu var hægt að fjölga fénað- inum, en það er frumskilyrði fyrir fólksfjölgun á þessum stað. Er hér skýrt frá þessum stað- reyndum, svo verða mætti til fyrirmyndar í öðrum byggðar- lögum nú og síðar. En nýbýlafjölgunin í Mý- vatnssveit er eitt merkilegasta fyrirbrigði íslenzku landnáms- sögunnar. Nýir flokksformenn Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins. Tilslakanir Frakka og Breta við eínræðísríkin Brynjólfur Bjarnason, formaður Sósíalistaflokksins inn á við. ,....„. ¦¦'¦¦".¦f.-í '00SMU1SM1& **" ¦ Þ'' :..:...., ¦ ¦ ¦^^s^v^S ,i.: -1, % iaafe. •¦¦• Héðinn Valdemarsson, formaður Sósíalistaflokksins út á við. Stjórnir Englands og Frakk- lands gera nú frekari tilraunir til að ná friðsamlegu samkomu- lagi við einræðisríkin, sérstak- lega ítalíu. Enska stjórnin hefir ákveðið að láta brezk ítalska samning- inn ganga í gildi 15. nóv. næstk. Upphaflega settu Englendingar það skilyrði, að samningurinn gengi ekki í gildi fyr en ítalir hefðu kvatt alla sjálfboðaliða sína frá Spáni. í þessum mánuði hafa ítalir flutt heim 10 þús. sjálfboðaliða, sem allir eru bún- ir að vera þar lengur en í 10 mánuði. Kunnugir telja að samt séu 40 þús. ítalskir hermenn eft_ ir á Spáni og verða þeir ekki fluttir heim fyrst um sinn. Hef- ir enska stjórnin því látið sér nægja heimflutning lítils hluta sjálfboðaliðanna og gengið þannig frá hinu upphaflega skilyrði sinu. Þegar samriing- urinn gengur í gildi viðurkenna Englendingar yfirráðarétt ítala í Abessiníu og munu sennilega veita þeim lán til starfsemi sinnar þar. Samkvæmt loforði, sem Chamberlain hefir gefið stjórn- arandstæðingum, verður að ræða um samninginn í neðri málstofunni áður en hann geng- ur í gildi. Þingið kemur saman nú um mánaðamótin. Jafnframt hefir franska stjórnin samþykkt að senda sendiherra til Róm, en Frakkar hafa engan sendiherra haft þar um skeið. Neituðu ítalir að veita nýjum sendiherra móttöku, nema ítalíukonungur væri einn- ig titlaður Abessiníukeisari í skipunarbréfinu, en slíkt var formleg viðurkenning á yfirráð. um þeirra í Abessiníu. Hafa Frakkar ekki viljað fallast á það fyrr en nú. Lausn nýlendu- málanna? Orðrómur gengur um það, að Hitler og Chamberlain muni hittast innan skamms og verði þar m. a. rætt um nýlendumálin. Láta þýzk blöð svo um mælt, að Frakkar og Bretar eigi að bjóð- 59. blað' A. KROSSGÖTUM Laxveiðin í Norðurá. — Ferðalög. — Heyafli í Suður-Þingeyjarsýslu. — Skozka féð. — Slátrun í Húsavík. — Útgerð frá Húsavík. — Klakstöðin við --------------------------------Laxá. — Virkjun Brúafossa-----;--------------------------- ast til að afhenda Þjóðverjum nýlendur þær, sem teknar voru af þeim i heimsstyrjöldinni, og bæta þannig fyrir gamalt órétt- læti. Myndi slíkt verða til þess að tryggja friðsamlega sambúð þessara ríkja. En slík fórn af hálfu Breta og Frakka verður miklum erfiðleikum bundin. í sumum þessum nýlendum hafa nýlega verið stofnuð samtök, sem mótmæla afhendingu þeirra til Þjóðverja. Forsætisráðherra eins brezka samveldislandsins, Suður-Afríku, hefir einnig tekið í sama streng. Mun Englend- ingum þykja hættulegt að gera slíkar ráðstafanir, ef þær veikja afstöðu þeirra i samveldislönd- unum. Hefir stjórn Suður-Af- ríku líka sýnt það, að hún fer meira eftir sinum vilja en ráð- um ensku stjórnarinnar, og munu Bretar því vízt vilja ó- vingast við hana. Andúðin gegn utanríkismála- stefnu Chamberlains fer líka stöðugt vaxandi í Englandi. Aukakosningu, sem nýlega var háð i Oxford, vann ihaldsflokk- urinn með miklu minni meiri- hluta en seinast. Fyrir jól fara fram aukakosningar í öðrum sex kjördæmum og mun þá afstaða kjósenda til stjórnarinnar koma betur í ljós. Meðal þeirra, sem nýlega hafa gagnrýnt stefnu stjórnarinnar, er Lloyd George, sem af flestum er talinn glæsi- legasti stjórnmálaforingi Breta á þessari öld. Hann rakti það í ræðu, sem var endurvarpað í Ameríku, hvernig stjórnin hefði bakað þjóðinni álitshnekki með_ al annara þjóða og væri að veikja sjálfsvirðingu hennar sjálfrar. Að lokum sagði hann: Er hægt að sökkva dýpra. Sum þýzku blöðin, eins og t. d. Der deutsche Volkswirt hafa gert þær kröfur, að Þjóðverjar fengju endurgreiddar stríðs- skaðabæturnar, sem þeir voru látnir greiða eftir heimsstyrj- öldina. Stiórimiálahorfur í Frakklandi. í Frakklandi hefir utanríkis- málastefna stjórnarinnar skap- að hálfgerða ringulreið. Kom- múnistar og afturhaldsömustu Fréttamaður Tímans hitti Vigfús Guðmundsson gestgjafa nýlega að máli. Skýrði hann blaðinu meðal ann- ars frá umbótum á Norðurá, sem hann hefir komið í framkvæmd ásamt nokkrum öðrum mönnum. Hefir hina síðustu daga verið unnið að því að sprengja Laxfoss, til þess að auðvelda laxgönguna upp eftir ánni. Fossinn hefir að sönnu verið laxgengur, en þó nvjög torgengur og hefir lax vanalega legið á annan mánuð á vorin við foss- inn, áður en hann hefir haldið áfram göngunni upp ána. Nú eru góðar vonir til að hann liggi þar miklu skemur framvegis og áin verði krök af laxi fram um allan Norðurárdal árla sum- ars. Umbæturnar, er gerðar voru, voru í því fólgnar, að stallarnir, þar sem lax- inn hvílir sig gjarnast, þegar hann er að stökkva upp fosslnn. voru lagaðar, og sprengd löng rauf í bergið á öðrum stað, til að veita mesta vatnsflaumnum frá stöllunum, sem hann stekkur eftir. t t t Fjöldamargt kaupstaðafólk dvaldi í sumarleyfum sínum í BorgarfirBi að þessu sinni, einkum um mitt sumarið. Oft voru samtímis 40 tjöld í skóginum við Hreðavatn, öll full af fólki, auk þess, sem gisti heima á bænum. Mikill fjöldi fólks lagði einnig leið sína norð- ur og vestur 1 land, en þó fór færra af Reykvíklngum til Norðurlandsins heldur en í fyrra sumar og hefir þurr- viðrasöm tíð sunnanlands sennilega valdið nokkru um það. Eins dags ferð- ir a milli Akureyrar og Reykjavíkur, um Borgarnes, eru ennþá þrisvar í viku og hefir Biíreiðastöð Akureyrar annast alla fólksflutningana á milli Norðurlands og Suðurlands síðan tíð fór að versna og færi að spillast. Hafa 2—4 átján manna bifreiðar kom- ið með fólk að norðan á hverjum hrað- ferðadegi í haust og er enn allvel á- skipað í bifreiðunum, þótt farþegunum fækki óðum. I t t Engjar spruttu yfirleitt illa í Suður- Þingeyjarsýslu s. 1. sumar. Aftur á móti spruttu sum tún sæmilega vel að lokum. Heyfengur varð í minna lagi, en hey allvel verkuð. Talið er að eigi hafi til muna þurft að farga fé af fóSrun og ásetningur sé sæmilegur, því fyrningar eru frá liðnum vetri. Uppskera garðávaxta er mjög rýr. t t t Á Halldórsstöðum í Laxárdal í S.- Þingeyjarsýslu, hjá Hallgrími Þor- bergssyni, er hópur skozkra kinda, sem rikið á. Fá bændur þaðan hrúta, til þess að fá undan þeim förgunarlömb. Eru þau talin allbráðþroska og skrokk- ar þeirra laggóðir fyrir hinn enska markað. Frá Vlðikeri var lógað hjá K. Þ. 55 slíkum hálfskotum. Meðalkjöt- þungi 19 kg. Allir skrokkarnir 1. flokks að mati. t t t í haust var slátrað hjá Kaupfélagi Þingeyinga í Húsavík rúmlega 14% þar var 15,25 kg. Þyngsti dilksskrokkur 26,5 kg. Var sá úr Víðikeri í Bárðar- dal. Nokkrir dilkaskrokkar voru 25—26 kg. Þegar meðalþungi dilka í Þing- eyjarsýslu er borinn saman við meðal- þunga í öðrum héruðum, verður að gæta þess, að í Þingeyjarsýslu er jafn- an margt ánna með tveim lömbum. í mörgum sveitum sýslunnar hefir fé verið óhraust undanfarin ár. Nú virðist þaS hraustara. / / / Fi-á Húsavík gengu 8 þiljaðir vél- bátar til veiða í sumar og 4 snekkjur (trillur). Mesta veiði á þiljubát (hann er um 11 smál.) er 530 skpd. fiskjar. Mesta veiði á snekkju 240 skpd. Enn- þá er fiskafli í Húsavík, þegar á sjó gefur. t t t Ríkið á klakstöð að Brúum við Laxá. Þegar stöðin er fullbúin á þar að verða hægt að klekja út árlega 2%—3 mill- jónum seiða. Er stöðin nú að verða fullbúin. Mikill lax gekk í ána í sum- ar og varð ýmsum eigendum árinnar það til góðra velSitekna. t t t Akureyrarbær hefir í sumar og haust látið vinna að virkjun Brúafossa í Laxá í Þingeyjarsýslu og haft þar margt verkamanna. Bændur í nágrenn- inu fá þar enga vinnu, nema við vega- gerð. En þeir gera sér vonir um að fá keypt rafmagn hjá fyrirtækinu, þegar framleiðsla þess hefst, hvernig sem þær Á víðavangi Fyrir eitthvað þrem vikum birti Morgunblaðið feitletraða frásögn þess efnis, að miðstjórn Framsóknarflokksins hefði verið kölluð saman „í skyndi" rétt eftir síðustu mánaðamót til að ganga frá samningum um stjórnarsamvinnu við Alþýðu- flokkinn. Væri nú allt klappað og klárt um þessa samninga, og hefði þeim verið flýtt svo mjög til þess að þeim væri lokið áður en Jónas Jónsson formaður Framsóknarflokksins kæmi heim! En hann væri mótfaliinn samningunum. * * * Hermann Jónasson forsætis- ráðherra mótmælti þegar í stað þessum fréttaburði. Um það leyti, sem Mbl. skrifaði á þessa leið, höfðu engar viðræður um nýja samninga átt sér stað milli stjórnarflokkanna, og sagan um, að miðstjórnin hefði verið kvödd saman „í skyndi" til að taka á- kvarðanir í þeim efnum, var til- búningur einn. * * * Nú í dag belgir Mbl. sig upp út af því, að formaður Alþýðu- flokksins, Stefán Jóh. Stefáns- son, hafi í skýrslu sinni til Al- þýðusambandsþingsins stutt frásögn Mbl.! En það sem Stef- án skýrði frá, var að Alþýðu- flokkurinn væri búinn að kjósa þriggja manna nefnd til að ræða við Framsóknarflokklnn. Síðan segir Stefán: „Nefnd þessi hefir lítilsháttar rætt við Framsóknarflokkinn um áfram- haldandi stjórnarsamvinnu'". * * * Menn gæti að því, að Stefán skýrir frá þessum „lítilsháttar" viðræðum löngu eftir að Mbl. hafði fullyrt, að allt væri klapp- að og klárt. Þessar „lítilsháttar" viðræður fóru m. ö. o. fram eftir að Mbl. birti sína frásögn. — Nokkrir menn frá Alþýðu- flokknum áttu tal við ríkis- stjórnina um sjávarútvegsmál. Framsóknarflokkurinn hefir enn enga „saminganefnd" kosið. Og Mbl. getur ekki hreinsað af sér ómerkingsháttinn í þessu máli. * * * Nýi flokkurinn, sem Héðinn stofnaði með kommúnistum, hefir nú hlotið nafn og forstöðu. Nefnist hann „Sameiningar- flokkur alþyðu — socialista- flokkur", og verða þeir sennilega fáir, sem muna, hvað flokkurinn heitir, þegar til lengdar lætur. Þá hefir flokkurinn kosið sér tvo formenn, og ber það ekki vott um, að einingin hafi verið á háu stigu. Stefnuskráin er ekki kom- in út ennþá. Blaðaútgáfa fyrir hinn nýja flokk á að hefjast um næstu mánaðamót. Kemur það þá í ljós, hvort ætlunin er að halda áfram samskonar máls- vörn fyrir harðstjórnina í Rúss- landi og rekin hefir verið i dálk- um Verklýðsblaðsins og Þjóðvilj- ans. * * * f íhaldsblaðinu Vísi er í gær endurtekin krafan um, að tvö- faldi skatturinn verði aftur lagður á samvinnufélögin. — „Glöggt er það enn, hvað þeir vilja". Georges Bonnet. þús. sauðfjár. Meðalkjötþungi dilka vonir rætast. hægri mennirnir hafa mótmælt Miinchensáttmálanum, jafnað_ armenn og forystumenn verk- lýðssamtakanna eru mjög tví- skiptir i málinu og sömuleiðis ýmsir hægri miðflokkarnir. Einn þeirra, en formaður hans er Flandin fyrv. forsætisráðherra, hefir klofnað vegna Miinchen- sáttmálans. Vill Flandin efla samvinnuna við Þýzkaland og ítalíu og sendi hann Hitler því heillaóskaskeyti. Þessu reiddist svo varaformaður flokksins, Reynaud dómsmálaráðherra, að 'hann sagði sig úr flokknum og hafa fleiri fylgt dæmi hans. Var Renaud sá maður í stjórninni, sem var andvígastur Múnchen- sættinni. Á ráðstefnu, sem aðal- menn verklýðsfélaganna hafa haldið, var eftir miklar deilur lýst ánægju yfir því, að ófriði skyldi hafa verið afstýrt. Rök- studdi meirihlutinn afstöðu sína með þvi, að verkalýðurinn tap- aði alltaf á ófriði. Nokkrir af foringjum jafnaðarmanna hafa lýst andúð sinni á stefnu stjórn. arinnar, en aðrir hafa sent Daladier hamingjuóskir. Um af- stöðu aðalstjómarflokksins, ra- dikala flokksins, er enn ekki vitað til fullnustu, en flokks- þing hans stendur nú yfir. Bon- net utanríkisráðherra, sem er einn af hægri mönnum flokks- ins, berst fyrrir aukinni sam- (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.