Tíminn - 29.10.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.10.1938, Blaðsíða 3
59. lílað TÍMIKN, laugardaginn 29. okt. 1938. 235 ÍÞRÓTTIR SÆRUR Skíðafélag Reykjavíkur. «> Skíðafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn síðastl. miðviku- dag. Formaður félagsins, L. H. Múller var endurkosinn, en hann hefir gegnt því starfi síð- an félagið var stofnað. Einnig voru endurkosnir í stjórnina Kristján Skagfjörð, Eiríkur Beck og Einar Guðmundsson. í stað Herluf Clausen, sem skor- aðist undan endurkosningu, var kosinn Kjartan Hjaltested. Skíðafélagið verður 25 ára í febi-úarmánuði næstk. Hyggst félagið að halda veglegt skiða- mót í tilefni af afmælinu og mun þangað verða boðið skíða- mönnum frá hinum Norður- landaþj óðunum. Hef ir verið unnið að því í sumar að bæta skilyrðin fyrir þetta mót. M. a. hefir verið komið upp stórri stökkbraut, skammt frá skála félagsins á Hellisheiði. Kostar hún um 13—14 þús. kr. og hefir rikissjóður og bæjarsjóður lagt fé til verksins í sameiningu. Einnig hefir félagið látið reisa gufubaðsskýli rétt við skálann og geta 5—6 manns verið þar í gufubaði í einu. Þar er einnig hægt að fá kalt steypubað. Hef- ir Sveinn Steindórsson í Hvera- gerði annast þessa framkvæmd. Ennfremur hefir félagið reist geymsluhús rétt við skálann og losna við það nokkur herbergi í kjallaranum, sem voru notuð fyrir geymslu, en verður nú breytt í svefnstofur. Mun verða hægt að hafa þar rúm fyrir um 20 manns. Félagið efndi til 33 skíðaferða síðastl. vetur. Skautafélag. Nokkrir ungir og áhugasamir skautamenn hafa í hyggju að stofna skautafélag hér í höfuð- staðnum. Og biðja þeir alla þá, sem áhuga hafa á skautaíþrótt- inni, að koma á fund n. k. mánudagskvöld kl. 9 í Oddfel- lowhúsinu, til að stofna skauta- félagið. Það er varla vansalaust fyrir höfuðstaðinn, að ekkert skautafélag skuli vera hér straf- andi. Er því þess að vænta, að þeir, sem vilja nota „Tjarnar- ísinn og tunglsljósið" i vetur, og síðar vinna að því að hér verði byggður skautaskáli, komi á stofnfundinn. Heimsmet í spjótkasti. Finninn Nikkanen hefir ný- lega sett nýtt heimsmet í spjót- kasti. Kastaði hann 78.80 m. ís- lenzkt met er 58.78 m., sett af Kristjáni Vattnes í fyrrasumar. Guðmundur Daníelsson: Gegn- um lystigarðinn. (ísafoldarprent- smiðja 1938). Um sögu, sem manni þykir á flestan hátt mjög svo góð, en þó ekki allskostar ágæt, er erfitt að vera stuttorður, ef allt á að skiljast, er maður vildi sagt hafa. Efni sögunnar: öegnum lysti- garðinn, skal ekki rakið hér svo neinu nemi. Þetta er eiginlega lífslýsing eða baráttusaga nokk- urra, aðallega þriggja, ungra manna, sem eiga þá sameigin- legu trú, að í sér búi hæfileikar til mikilla afreka, hver á sínu sviði. Barátta þeirra skal verða baráttan við að vinna sig upp úr ókynninu, yfir á tind frægð- arinnar og út í þá baráttu leggja þeir, frá tjöldum vega- vinnumannanna austanfjalls til borgar hinna miklu möguleika, Reykjavíkur. En að enduðu þessu tveggja ára tímabili, sem sagan nær yfir, standa þeir þó enn í sömu sporum, hvað frægð- inni viðkemur og sjálfsagt enn- þá dýpra niðri í ókynninu og þýðingarleysinu, séð með aug- um manna sem þrá frægð. Það er Guðmundur Hrólfsson einn, sem hugðist afla sér frægðar með sínum miklu líkamsburð- um. Maður illa gefinn til sálar- innar og í rauninni aðeins „fólskur kraftur". Honum hefir tekizt að afla sér heimsfrægðar. Hinir, fiðluleikarinn Símon og skáldið Hrafn, hafa báðir orðið að yfirgefa sína miklu köllun, sína æðri list, ekki á miðri leið, heldur eftir örfá gengin spor í áttina til frægðarinnar'. Með Guðmundi Hrólfssyni gefur höf- undur sögunnar ágæta og í fyllsta máta maklega sneið hinni brjálæðiskenndu dýrkun fjöldans á þeirri tegund íþrótta- afreka, sem skyldara á við eðli og afköst nautsins, en siðfágun sæmilega skynsams manns. Sú sneið tapar samt nokkuð við það, að hinir tveir, sem ætluðu að ryðja sér frægðarbrautina á sviði hinna æðri lista, hætta þar báðir, en ekki fyrir ytri ástæð- ur, heldur sinn eigin veikleika. Maður fær í raun og veru ekki séð, að með þeim hafi nokkrir hæfileikar búið. Persónur þess- arar sögu gætu að sjálfsögðu allar verið til vor á meðal. Það eru ef til vill venjulegar mann- eskjur, en þó ekki fullkomlega alvenjulegar. Hæpin finnst mér lýsingin á Svölu, sem nútíma stúlku, uppalinni í Reýkjavík við góð efni. Þekkj anlegasta persóna sögunnar er Guðmund- ur Hrólfsson og svo H. P. bíl- stjóri. Hrafn Halldórsson, aðal- persóna sögunnax, er hið draumlynda sveitabarn, sem Garnír. Eins og að undanf örnu eru vel verkaðar garnir úr heimaslátruðu fé keyptar í Garna- stöðinni í Reykjavík. Greiðsla við móttöku. Meðferð garoanaas Þegar görnin er rakin, er náð í báða endana (slitið frá vlnstr- inni og langanum) og görnin rakin tvöföld ofan í ílát með vatni í. Þá er gorið strokið úr görninni (tvöfaldri, jafnþættri) og hún um leið gerð upp í hespu um eitt fet á lengd og brugðið utan um (eitt bragð), með báðum endunum eða lykkjunni. Síðan er salti nuddað inn í hverja hespu og vel undir bragðið. Þá eru garnirn- ar lagðar niður í lagarhelt ílát og saltað vel í hvert lag. Ef ekki myndast svo mikill pækill, að fljóti yi'ir lagið, þá verður að láta vel sterkan pækil á garnirnar (24 gráðu). Slitnar garnirs Þegar garnirnar eru sendar, má taka þær úr lagarhelda flát- inu og senda í kassa. Garnimar má helzt ekki slfta. Þær garnir, sem slitna og eru í tvennu eða þrennu lagi, má hirða og láta spottana (2 eða 3) í sömu hespuna. Þær garnir, sem eru slitnar meira en í þrennt, eru ónýtar. Garnastöðin. - Sími 4241. 2 0 STK. PAKKINN KOSTAR K R . 1.60 Spaðkjötið er koinið. Þessar tunnustærðir fyrirliggjandi: 130 kg. @ kr. 165.00 70 — --------91.50 65 — -------85.00 30 — -------42.00 Tekið við pöntunum allan daginn í síma 1080. Samband ísl. samvinnuiélaga svo eða svo löng — segjum eitt leyti, miða áfram til almennra ár — og að menn ættu að vera í þjónustu ríkisins þetta ár, þá höfum við ákveðið mark að miða við. Núna starfar nýliða- skólinn í 84 daga, og gera má ráð fyrir ^iðbótartima, þegar kemur til samæfinga. Það er þannig nægilegur tími til að taka af, vilji menn nota hann. Svo að tala sé nefnd, þá eru nýliðarnir í öllum greinum hersins um 12000 ár hvert. Þeg- ar hernaðarþjálfunin væri um garð gengin — eða jafnvel fyrr — allt eftir því hvort betur hentar — mætti senda liðsveit- irnar út sem vinnuher, og þess mundu áreiðanlega sjást merki, hvar herinn færi. Mér er það fullkomlega ljóst, að sú spurn- ing vaknar, hvernig séð vérði fyrir fjárhagshliðinni, því að fæði og húsnæði kostar mikla peninga. Og hér kæmi líka önn- ur mótbára ennþá verri; verka- mennirnir í hinum ýmsu at- vinnugreinum munu halda því fram, að þegnskylduvinna dragi úr atvinnumöguleikum þeirra, og þannig skapist atvinnuleysi hjá hópum manna, sem nú eru að starfi, og sé þá vafasamur ávinningurinn. Allt þetta eru mótbárur, sem eiga rót sína að rekja til íhalds og vanafestu geðslegra ódyggða, sem dafna vel í jarðvegi lýðræðisins. Eðli- lega hefði svo mikið átak, sem hér er um að ræða, áhrif á nú- verandi atvinnulíf og margar áferðarfallegar hugmyndir í þjóð- og atvinnulífi okkar yrðu fyrir hnjaski, en þróuninni myndi miða áfram að verulegu hagsbóta, og það er þó, hvað sem öðru líður, mest um vert. Auk þess væri alltaf þörf fyr- ir sérfróða menn í verklegum efnum, og launakjör þeirra biðu ekki við þetta neinn hnekki. Sá yrði baramunurinn, að her- inn ryddi veg um torfærur, skæri skurði og plantaði skóg í stórum stíl, legði fram fyrstu og stærstu átökin við vatns- virkjun og hafnarmannvirki, væri yfirleitt her, sem hefði ekki það verkefni eitt, að standa á verði gagnvart féndaflokki, heldur leggði hönd á plóginn við uppbyggingarstarf, sem ætti engan sinn líka í sögu lands- ins. Sérfróðu verkamennirnir kæmu svo á eftir og lykju þeim verkefnum, sem krefjast sér- þekkingar. Á þennan hátt mundi vinnuherinn og hinir sérfróðu verkamenn jafna hvor- ir aðra upp. Það þyrfti ekki að óttast, að verkefnin þryti. Ef hægt væri að ljúka á einurri mannsaldri þeim verkefnum, sem fyrir hendi eru og ætla má að tækju tvo, þá væri það stór- sigur fyrir þjóðina, miklu álit- legri sigur en á vígvelli er hægt að vinna. Og það hefir þrá- faldlega komið í ljós, að unnið verk skapar nýtt verkefni. Að fullnægja þörf, skapar nýja þörf. Og þá á ekki sízt við um land eins og okkar, strjálbýlt með tálmanir frá hendi nátt- úrunnar, sem flestar aðrar þjóð- ir mundu ganga á snið við. En spurningin er: vilja menn? Þá er málið framkvæmanlegt. Olav Oksvik. rífur sig upp frá heimili sínu með rótum og hyggst að berj- ast fyrir frama sínum í borgar- lífinu, en þegar sú leið þrengist hverfur hann aftur til sveitar- innar, í nýtt umhverfi. Saga hans er þó langt frá því að vera boðskapur um blessun sveita- lífsins eða köllun mannsins til að starfa í samræmi við nátt- úruna og gróður íslenzkrar moldar. Hann flýr ekki á náðir sveitarinnar aftur vegna þess. Saga Hrafns er saga mannsins, sem gefst upp, týnir sjálfum sér. Lífshamingja nans er glötuð, og ekkert frelsi til. Svo algjör- lega brotinn maður er hann i sögulokin, vegna óhamingju- semi sinnar fyrstu ástar. Allt þetta er með nokkrum ósann- indablæ. Það er galli. En þrátt fyrir það, sem hér er sagt, er þó þessi saga, Gegnum lystigarðinn, mjög svo athyglis- verð. Veldur þar mest um, hve frásögnin er gædd miklu lífi og fjöri, stíllinn afburðaléttur og hressandi, ef til vill þó um of fjaskenndur á köflum. Slíkt er í tízku. Frásagnarhæfileikar höfund- arins eru afburða miklir. Hann segir margt bráðsnjallt og skemmtilega, svo að þar hafa aðrir ekki gert betur. Þá eru einnig margar lýsingar hans á- gætar á ýmsum atburðum og brugðið upp af mikilli leikni. Guðmundur Daníelsson er þess- vegna skemmtilegur höfundur og verður án efa vinsæll. Stefán Jónsson. ('M rðbréfabanki sturstr. 5 sími 3652.Opið tí: >Kinn 11-1209 5-b/ Annast kaup og sölu verðbréfa. Daglega 50% hráolíusparnaður eru drjúgar tekjur fyrir skozka síldarútgerð með Kelvin-Diesel. Auglýsiné frá fjármálaráðuneytinu Með tilvísun til auglýsingar ráðuneytisins, dags. 21. marz s. 1., birtrar í lögbirtingablað- inn 23. marz s. I., er hér með auglýst, að eftir- greind vottorð þarf að senda ráðuneytinu með umsókn um endurgreiðslu á vörutolli af kolum samkvæmt 6. gr. laga nr. 71, 31. cles. 1937: 1) Yfirlýsing útgerðarmanns skins um út- gerðartínaa þess á saltfiskveiðum á þessu ári. 2) Vottorð yfirvélstjora skips um kolanotkun á saltfiskveiðum og sc vottorð þetta sund- urliðað þannig: a) Kolabirgðir í skipinu í byrjun vertíðar. b) Magn kola, sem látin eru um borð í skip- ið á saltfiskveiðum. c) Kolabirgðir í skipinu að saltfiskveiðum loknum. Fjármálaráðuneytið, 27. okt. 1938. F. h. r. Jón Guðmundsson /Einar Bjjarnason. III j óðf ær averkst æði Pálmars ísólfssonar, Sími 4926. Óðinsg. 8. Allar viðgerðir á píanoum og orgelum. Framleiðir ný píanó. Kaupir og selur notuð hljóðfæri. - Kaup og sala - Ullarefni og silki, margar tegundir. BLÚSSUB, KJÓLAK o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. TKULOFUNAKHBINGAB, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGUBÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. 76 Andreas Poltzer: Patricia 73 HAFIÐ ÞER greitt andvirði yfirstand- andi árg. Tímans? Sé svo ekki, pá gerið það hið fyrsta. Gjalddagi var 1. júní síðastliðinn. Þegar fulltrúinn kom auga á flótta- manninn, var hann kominn ofan á göt- una og mun hafa verið um þrjú hundruð metra frá honum. Whinstone fulltrúi, sem annars var góður íþróttamaður, var ekki hlaupári nema í meðallagi. Hann hafði fyrir mörgum árum orðið fyrir slysi og fótbrotnað. Þó brotið væri fyrir löngu gróið, kenndi hann alltaf til í fætinum, þegar hann hljóp. Það dró í sífellu sundur með honum og flóttamanninum. Þegar hann hljóp fyrir næsta horn, sá hann að mikil umferð var í þeirri götu og von bráðar var flótta- maðurinn horfinn honum sjónum. Fulltrúanum var nauðugur einn kostur að snúa við. Þegar hann kom í matsöl- una, stóð SÍuice enn á verði við dyrnar, með skammbyssuna í hendinni. — Haldið þér ekki, að maðurinn hafi komið aftur, vegna þess að hann hafi gleymt einhverju í herberginu? sagði Sluice. Hann hefir vitað, að það var hættulegt fyrir hann að koma hingað aftur. — Jú, ég er sannfærður um það, herra Sluice. Litli maðurinn leit f orviða á fulltrúann og sagði hógvær: — Og þér haldið líka, að hann hafi stúlknanna er alltaf þar inni. Það hefði verið mjög varhugavert af Ray að fara inn í herbergið að degi til, því að hann hefði sézt af skrifstofunni. Whinstone fulltrúi dáðist að mann- væsklinum. — Með leyfi að spyrja, hvað starfið þér, herra Sluice? spurði hann. Spurningin virtist koma Sluice í bobba. Whinstone tók eftir því, og flýtti sér að segja: — Afsakið forvitnina í mér, en ég er sannfærður um, að þér væruð ágætur lögreglun j ósnari. Sluice tók þegjandi við skjallinu og Whinstone einsetti sér að afla sér betri upplýsinga um þenna merkilega mann. — Sluice fellur ekki, að hann sé spurð- ur um stöðu sína, sagði Patricia, þegar þau voru orðin ein. — Jæja, svaraði Whinstone hugsandi. Honum hafði dottið nokkuð í hug. — Hafið þér nokkurt hugboð um, hvað það gæti verið, sem maðurinn var að leita að í "herberginu yðar? Patricia hugsaði sig um. — Ég get víst ekki gefið yður neina bendingu um það, Whinstone fulltrúi. — Hafið þér nokkur skjöl undir hönd- um, ungfrú Holm? í sama bili kom Sluice trítlandi inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.