Tíminn - 05.11.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1938, Blaðsíða 1
22. árg. Rcykjavík, langardagiim 5. nóv. 1938 63. blað Kolavinnsla og móvinnsla í stórum stíl Rannsókn að tilhlutun ríkísstjórnarínnar Húsbyggingu háskólans er nú að mestu lokið hið ytra. Hejir nýlega verið lokið við að húða steinsteypuna úr innlendum bergtegundum. Eru meginfletirnir prýddir mjög Ijósu kvarzi, en súlur milli glugga yfir aðalinngangi e. u úr spegilfœgðum silfurbergsmulningi, sem lagður er í drifhvítt sement. En dyraumbúnaður verður hinsvegar úr dökkum litum pegar til kemur. Verður háskólabyggingin á allan hátt hið glœsilegasta hús. Hefir þeg.ir verið varið 700 þús. krónuin til byggingarinnar, en áœtlað er að hún fullbúin muni kosta 1100—1300 þús. Það verður haustið 1940. Gerðardómurinn í Vín Eitt af því, sem nauðsyn- legast er að rannsaka hér á landi, eru möguleikar til framleiðslu eldsneytis inn- anlands. Hefir forsætisráðherra látið gera tvennskonar rannsókn í þessu augnamiði. í fyrsta lagi rannsókn á því, hversu mikið af mó muni vera til í landinu og hver gæði hans séu til vinnslu. í öðru lagi athugun á surtar- brandsnámum þeim, er unnar hafa verið hér á landi, aðallega á heimsstyrjaldarárunum. Allar líkur benda nú til þess, að á ýmsum stöðum hér á landi séu mjög miklar birgðir af mó í jörðu og að mórinn sé hér betri og auðunnari en sumstaðar er- lendis, þar sem hann er unninn með hagnaði í stórum stíl. Sýnis- horn af íslenzkum mó exu nú í rannsókn erlendis. Og um miðj- an þennan mánuð kemur hingað til lands norskur sérfræðingur, sem sett hefir á stofn eina allra beztu móverksmiðju á Norður- löndum. Á hann að athuga til fullnustu skilyrði til móvinnslu hér, og meðal annars, hvort ekki sé hægt að framleiða hér mó- plötur, sem séu samkeppnisfær- ar við kol með núverandi verði. Athugun á surtarbrandsnám- um á ýmsum stöðum á landinu var framkvæmd af Sigurði Þór- arinssyni j arðfræðingi sl. sumar. Safnaði Sigurður sýnishornum, er nú verða send til útlanda til nákvæmrar rannsóknar á hita- gildi þeirra. Tjömes. Samanlögð þykkt kolalaganna er þar um 130 cm. Gert er ráð fyrir, að þar séu um 13 millj smál. í jörðu. Kola- lögin eru fjögur með leirsteini, sandsteini eða móhellu á milli. Þennan stað telur Sigurður fljótt á litið álitlegan til vinnslu. Mikið af Tjörneskolum hefir verið not- að í Húsavík undanfarin ár, seld á 20 kr. smálestin. Bolungarvík. Þar er Gilsnáma svokölluð, er einnig var unnið í á stríðsárunum. Kolalögin tvö, samtals 70 cm. að þykkt. Botn í Súgandafirði. Þar er eitt lag 70 cm. þykkt. Þar var unnið á stríðsárunum. Dufansdalur og Þernudalur við við Arnarfjörð. Á báðum þessum stöðum var unnið á stríðsárun- um. f Dufansdalsnámunni eru mörg lög, samtals 75 cm. þykk, en í Þernudalsnámu eru þau færri og samtals 90 cm. þykk. Telur S. Þ. Þernudalsnámuna á- litlega. Stálfjall á Barðaströnd. Þar var reynt að vinna kol á stríðs- Slátrunin Kjötverðlagsnefnd hefir nú fengið skýrslu um slátrun á eft- irtöldum stöðum til viðbótar því, sem áður hefir verið skýrt frá: Dilkar 1938 DUkar 1937 Tala Meðalþ. Tala Meðalþ. Borgarnes 23720 15,09 36214 13,40 Bíldudalur 822 14,04 1066 13,21 Bakki, Arn. 1375 13,25 1550 13,16 Flatey 4667 14,55 5004 14,41 Hornafj. 7428 11,97 8281 11,45 ísafjörður 5940 14,86 5436 14,46 Rvík, Hafn. 46127 12,75 63669 12,09 Á þeim stöðum, sem slátrun hefir áður verið talin búin hér í blaðinu.hefir bætzt við sumstað- ar fáir dilkar, og meðaltal aðeins breytzt og verður því að allri slátrun lokinni, og skýtslum um hana fengnum, gefið heildaryfir- lit yfir alla slátrun haustsins, samanborið við fyrri ár. árunum, en varð að litlu gagni, og aðstaða er óhentug. Skarðströnd í Dalasýslu. í Skarðsnámu virðist vera eitt kolalag 80 cm. þykkt. Sú náma virðist vera álitleg, og talið er að hún hafi verið eina náman, sem rekin var án taps á stríðsárun- um. Annars mun námuvinnslan á stríðsárunum yfirleitt hafa verið rekin af fremur lítilli kunnáttu, og á það sjálfsagt sinn þátt í tapinu. Við Tjörnes- námu mun hafa verið hent miklu af kolum. Efti'r að námu- rekstrinum var hætt, kviknaði í haug einum miklum, sem átti að vera úrgangur úr námunni, og var hann í tvö ár að brenna! Steingrímsf jörður. Þar er surt- arbrandur á nokkrum stöðum, aðallega í Húsavíkurhlíð og Gunnustaðagróf. Af þessum námum telur S. Þ. álitlegastar námurnar á Tjör- nesi, Dufansdal, Þernudal og Skarði. Telur hann, að kolin muni bezt á Skarði, en aðstaða bezt á Tjörnesi. En úr því verður nánar skorið við fullnaðarrann- sókn erlendis á notagildi kol- anna. Þær námur erlendar, sem sam- bærilegastar eru við staðhætti hér, eru kolanámurnar á Suður- ey í Færeyjum. Þar eru nú unn- ar 5500 smálestir á ári. vinnsla í stórum stíl getur borið sig hér á landi á venjulegum tímum. En þó svo væri ekki, væri eðlilegt og sjálfsagt að byrja á slíkri vinnslu í smáum stíl og afla sér þannig reynslu, verk- hæfni og áhalda. Þannig væri skapaður aðgangur að forðabúri, sem grípa mætti til, hvenær sem ófriður skellur á og flutninga- bann er yfirvofandi. Eldsneytið, sem fólgið er í jörðu á íslandi, gæti þannig orðið þjóðinni ómet- anlegur varasjóður. í lok sl. mánaðar var fiskaflinn á öllu landinu orðinn 36.335 smál. Miðað við fullverkaðan fisk. Er það um 9000 smál. meira en á sama tíma í fyrra. í Sunnlendingafjórðungi var aflinn orðinn 5.395 smál. meiri nú, í Vest- firðingafjórðungi um 2.383 smál., í Norðlendingafjórðungi um 629 smál. og í Austfirðingafjórðungi um 572 smál. í síðastl. mánuði hefir aflinn ekki orðið nema 919 smál. Hafa ógæftir verið miklar, en afli víða sæmilegur, þegar á sjó hefir gefið. / t t í Bolungarvík hefir þorskveiði aldr- ei verið stunduð jafnmikið og í sumar. Afli hefir yfirleitt verið góður. Framan af siðastl. mánuði var afli tregur, en glæddist þegar á leið. Fyrstu viku vetr- ar fékk t. d. einn 8 smál. bátur um 100 kr. hlut. í Hnífsdal hafa þorsk- veiðar ekki verið stundaðar í sumar, en haustvertíð er nú byrjuð þar og hefir aflazt sæmilega. Á ísafirði hafa þorskveiðar verið lítið stundaðar 1 sl. mánuði. (Eftir Ægi.) t t t Menn óttast um afdrif togarans Ólafs, sem ekkert hefir heyrzt frá né orðið vart við síðan á aðfaranótt mið- vikudags. Var Ólafur þá að veiðum á Halamiðum ásamt fjöldi annara skipa, íslenzkra og útlendra. Óðinn og Sæ- björg munu, ásamt mörgum togumm, hefja leit að togaranum. Sennilega Síðastl. fimmtudag var kveð- inn upp í Vínarborg gerðar- dómur í deilumálum Ungverja og Tékka. dómnum voru utanríkis- málaráðherrar Ítalíu og Þýzka- lands. Höfðu Tékkar og Ung- verjar óskað eftir að þeir skip- uðu slíkan gerðardóm eftir að allar samningatilraunir milli þeirra höfðu reynst árangurs- lausar. í Miinchensáttmálanum var ákveðið að kalla saman fjögraveldaráðstefnu, ef slíkt samkomulag næðist ekki. Sýnir það bezt, hversu lítið traust Tékkar hafa orðið á Bretum og Frökkum, að þeir óska ekki eft- ir afskiptum þeirra af þessum málum, enda þótt þeir ættu þess kost. Úrskurður gerðardómsins var sá, að Ungverjar skyldu fá land- mun Ægir einnig taka þátt í leit- inni, þegar hann hefir komið enska togaranum, er strandaði vestan lands, til hafnar hér í Reykjavík. Togarinn Ólafur er eign Alliance-útgerðarfé- lagsins. Skipshöfnin mun vera rösklega tuttugu manns. t t t Tómas Jónsson bóndi að Elivogum í Skagafirði, hefir fyrir nokkru verið hnepptur í varðhald, ásamt ráðskonu sinni, ákærður fyrir sauða- og hrossa- þjófnað. Hefir hann þegar játað á sig all-stórfellda þjófnaði. Rannsókn fór fram að Elivogum og fundust miklar kjötbirgðir, en þó virtist sem sumt hefði farið til ónýtis vegna hirðuleysis. Að sögn fundu leitarmenn meðal ann- ars kindarskrokk. sem lá í gærunni með afskorna fætur. Við athugun á heybirgðum og skepnueign, kom í ljós, að heyafli var litlu meiri en handa kúnum, þótt um 70 hross fyndust Tóm- asi tilheyrandi. Sjö börn eiga þau Tó- mas og ráðskona hans. Þau eru öll innan við fermingu og hefir lítið verið skeytt um að uppfræða þau. Þeim hefir nú verið komið fyrir á heimilum þar í sveitinni. Tómas hefir margsinnis áður verið dæmdur fyrir sauða- og hrossatöku og kom síðast heim frá Litla-Hrauni á síðastliðnum vetri, Tómas hefir að þessu sinni meðgengið töku 16 kinda og 1 hests. svæði, sem hefir samtals 1.060 þús. íbúa. í Tékkóslóvakíu voru um 700 þús. Ungverjar og kom- ast því nokkur hundruð þús. Slóvaka undir ungverska stjórn, því allmargir Ungverjar eru enn eftir í Tékkóslóvakíu. Úrskurð- ur þessi hefir vakið mikla gremju í Prag. Hefir Tékkósló- vakía nú ekki nema 10 millj. íbúa í stað 15y2 millj. áður. Ungverjar hafa þó ekki fengið kröfum sínum að öllu leyti framgengt. Gerðu þeir kröfu til þess að fá mestalla Rutheniu til þess að geta haft sameiginleg landamæri við Pólland.Studdu Pólverjar þessa kröfu öfluglega og reyndu að fá Rúmena til liðs við sig. Ennfremur kröfðust þeir að fá Bratislava, sem er höfuð- borg Slóvakiu og hefir um 140 þús. íbúa. Hvoruga af þessum Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn í sambandshúsinu á fimmtudagskvöldið var. Formaður fé- lagsins, Magnús Stefánsson, .skýrði frá störfum félagsins á síðastliðnu ári. í stjórn félagsins voru kosnir Kristjón Kristjónsson formaður, í stað Magnús- ar Stefánssonar, er baðst undan end- urkosningu, Runólfur Sigurðsson rit- ari og Helgi Þorsteinsson gjaldkeri. í fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík voru kjörnir Guðbrandur Magnússon, Jón Eyþórsson, Guð- mundur Kr. Guðmundsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum, Vigfús Guð- mundsson, Sigurður Jónasson og Sig- urður Baldvinsson. Til vara voru kosn- ir Þórir Baldvinsson, Magnús Stefáns- son, Sigurvin Einarsson, og Sigm-ður Bjarklind. / t r Framsóknarblaðið í Vestmannaeyj- um birtir eftirfarandi fregn: „Neta- gerð Vestmannaeyja keypti á síðast- liðnu sumri þriðju netahnýtingarvélina og er nú búið að taka vélina í notkun. Netagerðin framleiðir nú öll þau net, sem notuð eru i Eyjum, og hefir auk þess selt nokkuð af þorskanetum í ver- stöðvarnar við Faxaflóa og austan fjalls. Framleiðslan er fyllilega sam- bærileg við erlenda framleiðslu um verð og gæði og hefir tekizt vel til með þennan atvinnurekstur.“ kröfum tók gerðardómurinn til greina. Það er talið, að Mussolini hafi verið þess mjög fýsandi að Ung- verjaland og Pólland fengju sameiginleg landamæri. Stend- ur honum stuggur af vaxandi á- hrifum Þjóðverja í Mið-Evrópu, enda hefir hann ætlað ítölum að verða þar áhrifamestir. Hafði hann því bundizt nánum vin- áttutengslum við Austurríki og Ungverjaland, en Hitler hefir nú eyðilagt það starf hans að mestu. Sameiginleg landamæri Póllands og Ungverj alands hefðu styrkt samvinnu þessara landa gegn yfirgangi Þjóðverja í Mið-Evrópu. Er líka talið, að fyrir Pólverjum vaki, að mynda einskonar hlutleysisbandalag, sem nái frá Eystrasalti til Svartahafsins og Adriahafsins og séu í því þessi lönd: Pólland, Ungverjaland, Rúmenía og Ju- góslavía. Er Mussolini sagður þessari hugmynd meðmæltur, en Hitler hefir reynst honum of- jarl nú sem fyr. Ruthenia held- ur áfram að tilheyra Tékkósló- vakíu, sem er raunverulega orð- in einskonar hjálenda Þýzka- lands. Til frekari tryggingar því, að Pólverjar og Ungverjar hlýti þessum úrskurði, hefir Hitle,r fengið því til leiðar kom- ið, að Þjóðverjar og ítalir hafa tekið ábyrgð á hinum nýju landamærum. Þykja þessi úrslit bera þess vott, að Mussolini sé orðinn mjög háður bandamanni sínum. Þjóðverjar hafa látið Pólverja verða þess greinilega vara í seinni tíð, að þeim mislíki af- skiptasemi þeirra af málefnum Mið-Evrópu. Hafa þeir t. d. ný- lega vísað öllum pólskum ríkis- borgurum, búsettum í Þýzka- landi, nær fyrirvaralaust úr landi. Voru um 8000 Pólverjar fluttir yfir landamærin á tveim- ur dögum. Auk þess ætluðu þýzk yfirvöld að flytja 6000 pólska Gyðinga til Póllands. Hótuðu Pólverjar þá að grípa til sams- konar ráðstafana og fengu þannig til leiðar komið, að samningar byrjuðu um þessi mál. Er þeim ekki lokið. Auk þess hafa nazistar haft sig mjög í frammi í Danzig sein- ustu vikurnar og látið ófrið- lega í garð Pólverja. Aðrar fréttir. Franska stjórnin hefir boðið Chamberlain og Halifax í heim- sókn til Parísar 23.—25. þ. m. Hafa þeir þegið boðið. í brezka þinginu hefir einn af foringjum jafnaðarmanna, Mor- | Á víðavangi Hér í blaðinu birtist í dag nið- urlagið á grein Erlings Pálsson- ar yfirlögregluþjóns og sund- kappa í Reykjavík, um íþrótta- löggjöf Englendinga. Minnir Er- lingur þar á það, að íslenzka ríkisstjórnin hafi á sl. vori skip- að milliþinganefnd í íþrótta- málum. Telur hann, að enska í- bróttalöggjöfin mætti verða oss íslendingum mjög til fyrir- myndar um framtíðarskipulag.^í íþróttamálum. Er hér á ferðinni mál, sem ástæða er til að gefa gaum að. ❖ * * Það er oft einkennilegt ósam- ræmi í afstöðu manna til ein- stakra þjóðmála. Sumir tala um að tollar séu allt of háir, en segjast jafnframt vera fylgjandi gengislækkun. En hvorttveggja hefir sömu áhrif: Að hækka verð á erlendum neyzluvörum. * * * Nú hefir það vitanlega nokkuð til síns máls, að hækka verð á neyzluvörum, ef það getur orðið til að örva framleiðsluna. En bað verða menn að gera sér ljóst, að slík hækkun á neyzlu- vöruverðinu hlýtur að koma niður á verkafólki, sem við framleiðsluna vinnur. En Morg- unblaðið, aðalblað Sjálfstæðis- flokksins, hefir nýlega lýst yf- ir því, að kaup verkafólks megi. ekki lækka frá því, sem nú er. Sjálfstæðisflokkurinn er því búinn að setja sig í sjálfheldu í þessu máli. Hann er búinn að gera kröfur, sem stríða hver á móti annari. Þannig fer þeim, sem aldrei vilja bera ábyrgð á neinu, en hugsa um það eitt, að gera öðrum sem erfiðast að stjórna landinu. * * * Héðinn Valdimarsson á í harðri baráttu við fortíð sína. Hann er nú að reyna að fá Dagsbrún til að afnema við al- menna atkvæðagreiðslu reglur þær, er hann sjálfur lét setja um kosningu í trúnaðarmanna- stöður o. fl. Þessar reglur heimt- aði Héðinn settar á sínum tíma til að draga úr áhrifum kom- múnista, sem hann þá taldi skaðræðismenn fyrir verkalýð- inn. Kommúnistum er þvi mik- ið í mun, að fá breytingar í þessu efni, og Mbl. lýsir nú yf- ir því, að Sjálfstæðismenn í Dagsbrún fylgi kommúnistum að málum í þessu efni. Það mun líka vera meining Héðins að láta Dagsbrún ganga úr Alþýðu- sambandinu. * * * Mbl. og Vísir eru eitthvað óá- nægð með það, að ekki hafi ver- ið settur pólitískur bankastjóri úr Sjálfstæðisflokknum inn í Út- vegsbankann. En með tilliti til stjórnmála, ættu allir að geta unað við bankastjórnina eins og hún nú er. Tveir bankastjór- arnir, Helgi Guðmundsson og Valtýr Blöndal, hafa engin op- inber afskipti af stjórnmálum. Um þriðja manninn, Ásgeir Ás- geirsson, er að vísu ekki hægt að segja hið sama, en hitt er vitað, að hann er samvinnu- þýður maður í góðu lagi, hvaða stj órnmálaflokkur, sem í hlut á. Um þekkingu hinna nýju bankastjóra á bankamálum og fjármálum verður ekki deilt, og það er vitanlega fyrsta atriðið, sem til greina kemur í slíku máli. * * * Því fer annars fjarri, að blöð Sjálfstæðisflokksins hafi verið með neinn ofstopa út af þessu máli. Aðalárásin hefir komið úr annari átt, þ. e. frá hinum nýja flokki Héðins og kommúnista, sem enginn kann að nefna. En sjálfsagt hefði mátt gera ráð fyrir einhverjum goluþyt úr þeim skjá, hvernig svo sem þessu máli hefði verið ráðstafað. rison, ásakað stjórnina fyrir ó- nógan undirbúning loftvarna. Hafi það komið í ljós við hervæð- (Framh. á 4. siðu.J Úr því mun verða skorið innan skamms, hvort kola- eða mó- A. KROSSQÖTUM Þorskaflinn. — Þorskveiðar við ísafjarðardjúp. — Óttast um togara. — Sauða- þjófnaður í Skagafirði — Aðalfundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. — Netagerðin í Vestmannaeyjum. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.