Tíminn - 05.11.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.11.1938, Blaðsíða 2
246 TÍMIM, laiigardaginn 5. nóv. 1938 62. bla$ ^ímtnn Laugardaginn 5. nóv. Framsóknarflokkur- inn og fátækramálin II. Tillögtir flokksíns í fátækramálum Reykjavíkur Þeirri aðvörun og þeim tillög- um, sem komu fram í grein Her- manns Jónassonar, var ekki neinn gaumur gefinn af for- ráðamönnum bæjarins. Sama ó- lagið á fátækramálum bæjarins var<iátið haldast óbreytt og fá- tækraframfærið hélt því áfram að vaxa. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins lögðu þess vegna fram svohljóðandi tillögu í bæjar- stjórninni síðara hluta vetrar 1932: „I. Að fátækralækni, land- lækni, lærðri matreiðslukonu og hagstofustjóra verði falið að rannsaka hve háan fátækra- styrk þurfi að veita þurfamönn- um til matar, ljóss, hita og fata, til þess að þurfalingarnir hafi sæmilegt lífsframfæri, og styrknum sé síðan úthlutað eftir föstum reglum samkvæmt nið- urstöðum þeirrar rannsóknar. II. Að gjört sé útboð á öllum matvælum og eldsneyti handa þurfamönnum og samið við þann, er býður bezt kjör fyrir tiltekið tímabil. III. Að gjört sé útboð í öll hús- næði, sem bærinn þarf að leigja fyrir þurfamenn. IV. Að komið sé á fót sauma- stofu, þar sem konur, er þess eru mest þurfandi, fái vinnu. Saumastofa þessi saumi fatnað aðallega úr íslenzku efni, fyrst og fremst handa þurfamönnum. V. Að stefnt sé að því að koma á fót mötuneyti, fyrst og fremst fyrir þá þurfamenn, sem kjósa frekar að borða í slíku mötu- neyti, en að matreiða fyrir sig sjálfstætt og ennfremur fyrir aðra þá þurfamenn, sem fá- tækrastjórn telur hentara að þar borði. í sambandi við mötu- neytið skal komið á fót mat- reiðslunámskeiðum, þar sem húsmæður geta ókeypis lært að búa til ódýran, hollan og ó- breyttan mat. VI. Að byrjað sé að vinna að því, að bærinn eignist jarðir og lönd á hentugustu stöðum hér austanfjalls, helzt nálægt jarð- hita, þar sem þeir þurfamenn, er þess óska og fátækrastjórn þykir henta, geti fengið jarð- næði, enda leggi bærinn þeim til bústofn og hjálpi þeim til að byrja búskap á jarðnæðinu". Tillögum þessum fylgdi ítar- leg greinargerð, þar sem sýnt var fram á, að með þessu móti væri hægt að lækka fátækra- kostnaðinn verulega, án þess að kjör þurfamanna þyrftu nokkuð að versna, heldur myndu þau þvert á móti batna í mörgum til- fellum. Um síðasta liðinn var það framtekið, að margir af þurfa- mönnunum gætu unnið fyrir sér og vildu líka gera það, ef þeir ættu þess kost. Væri þetta ein hagkvæmasta leiðin til að skapa möguleika fyrir þá til að bjarg- ast á eigin spýtur. Og jafnvel þótt þeir gætu ekki alið þar fullkomlega önn fyrir sér sjálf- ir, myndi kostnaður bæjarins við framfærslu þeirra verða miklu minni en hér. Fulltrúar annara flokka risu þegar öndverðir gegn þessum tillögum og töldu þeim allt til foráttu. Var því einkum haldið fram, að þær takmörkuðu rétt þurfamanna, þar sem þeir mættu þá t. d. ekki verzla nema á vissum stöðum og væru ein- kenndir sem einskonar undir- stétt, með því að vera látnir ganga í íslenzkum fötum! Kom það greinilega fram, að hinir flokkarnir kunnu vel hinu ríkj- andi skipulagi og töldu ekki þörf neinna breytinga. Tillögurnar voru því dauða- dæmdar í það sinn. Framsóknarflokkurinn hefir þó ekki gefizt upp við þetta mál en reynt eftir megni að vekja skilning hinna flokkanna á nauðsyn þess, að komið væri betri stjórn og fyrirkomulagi á þessi mál. Hefir hann því látið fulltrúa sinn í bæjarstjórninni leggja þessar tillögur fram næstum árlega síðan og þá venjulega í sambandi við fjár- hagsáætlun bæjarins. Undir- tektir andstöðuflokkanna hafa jafnan verið á sömu leið, enda þótt fátækraframfærið hafi ár- lega aukizt, svo skipt hefir hundruðum þúsunda kr. hin síðari ár. Seinustu árin (1936 og 1937) hefir Framsóknarflokkurinn ennfremur látið leggja fram í bæjarstjórninni svohljóðandi tillögu: „Að fullvinnufærum styrkþeg- um bæjarins sé eftir því, sem við verður komið, falin ýmis- konar vinna, er bænum megi að gagni koma, t. d. við leikvalla- gerð, í stað þess að veita þeim beina styrki“. í stefnuskrá flokksins í bæj- armálum Reykj avíkur, sem gengið var frá fyrir seinustu bæjarstjórnarkosningar, eru fá- „Kartöfluræktnn^ Morgnnblaðsins Þriðjudaginn 25. okt. stóð svo- hljóðandi smágrein í Morgun- blaðinu: „í seinustu sumarþáttum sín- um gat Jón Eyþórsson um það, að komin væri út skýrsla frá Árna G. Eylands um kartöflu- uppskeru. Samkvæmt henni hefði uppskeran verið 45 þús. tn. árið 1935, 80 þús. tn. árið 1936, 63 þús. tn. í fyrra og mikið minna í sumar. Þetta eru athugunarverðar tölur um blessun einkasölunnar. Fram til 1. maí 1936 var inn- flutningur á kartöflum frjáls og ÞÁ HÖFÐU KAUPMENN NÓG ÚTSÆÐI Á BOÐSTÓLUM. Þá varð kartöfluuppskera með langmesta móti, og hafði farið sívaxandi ár frá ári. En þegar á fyrsta ári græn- metiseinkasölunnar hrapar hún niður aftur, og í haust kastar fyrst tólfunum. ÞESSI UPP- SKERURÝRNUN í ÁR ER AÐ LITLU LEYTI AÐ KENNA Ó- HAGSTÆÐRI VEÐRÁTTU, en að mestu leyti að kenna einka- sölunni vegna þess, að útsæði fékkst ekki fyr en seint og síðar meir.“ Greinina hefi ég tilfært ó- stytta og orðrétta, en leyft mér að strika undir það sem ég tel mest athyglisvert. Ég hefi dregið að svara þessu, vildi fyrst sjá hvort greinin kæmi líka í ísafold. Ætla mátti að ef ritstjórar Morgunblaðsins teldu ummælin hófleg og nærri sanni, að þeir teldu þau ekki eiga minna erindi til manna út um sveitir og þorp landsins, en til Reykvíkinga, sem mest lesa Morgunblaðið. En hvað skeður? Greinin kom ekki í ísafold er kom út í gær, 31/10. Þótt Þing- eyingur hafi skrifað greinina, hefir ekki þótt vænlegt að bera hana á borð fyrir bændurna, víðsvegar um Norðurland, sem ekki fengu kartöflur til heimil- isnota hvað þá meira, upp úr görðunum sínum í haust, af því einstök kuldatíð og nætur- frost eyðilögðu fyrir þeim upp- skeruna, alveg án tillits til þess, hvort þeir höfðu fengið útsæði frá Grænmetisverzlun ríkisins, eða öðrum, eða höfðu það heima fyrir! Morgunblaðið var sjálft margbúið að geta um næturfrostin í ágúst og upp- skerubrest af völdum þeirra. En slík fádæma vitleysa, sem um- rædd grein Morgunblaðsins er, þykir nógu góð handa Reykvík- ingum. Slíkum skrifum, sem þessari umræddu smágrein, þarf ekki að svara, það nægir að vekja athygli á þeim. Það geri ég með því að fá Tímann til að prenta upp greinina eins og gert er hér að framan. Læt ég svo fylgja tvær spurningar til athugunar: 1. Hvernig stóð á því, að vorið 1936, þegar Gr. R. tók til starfa 1. maí, eða um það leyti, sem ætla mátti að allir væru búnir að afla sér útsæðis, og þegar kaupmenn höfðu nóg útsæði á boðstólum, eftir því sem Morg- unblaðið segir frá, þá seldi Grænmetisverzlunin á rúmum tækramálin tekin til sérstakrar meðferðar. Auk framangreindra tillagna, sem þar eru upptald- ar, segir þar á þessa leið: ,,í fátækramálum ákveður flokkurinn að beita sér fyrir því .... að fullvinnufærum styrk- þegum bæjarins verði falin ým- iskonar vinna, er bænum megi að gagni koma, t. d. við sauma- stofu og almenningseldhús bæj- arins, við iðnað á vetrum og við jarðyrkjustörf, leikvallagerð, gatnagerð og þessháttar á öðr- um tímum, í stað þess að veita þeim beina styrki. Að bæjarstjórn geri ráðstaf- anir til að hjálpa fátækum og vinnusömum fjölskyldumönn- um til að rétta við fjárhag sinn, ef líkur eru til að þeir á þann hátt geti framfleytt heimili sínu, án sveitarstyrks". f stuttu máli hefir stefna Framsóknarflokksins í fátækra- málum verið þessi í aðalatrið- um: 1. Að koma sem mestum sparnaði á fátækraútgjöldin (með útboðum á matvælum og húsnæði, saumastofu, almenn- ingseldhúsi, úthlutun fátækra- styrks eftir ákveðnum reglum o. s. frv.), án þess þó að kjör þeirra versni. 2. Að hjálpa vinnufúsum, fá- tækum mönnum til að rétta við fjárhag sinn og verða sjálf- bjarga m. a. með því, að útvega þeim jarðnæði og bústofn á hentugum stað í sveit. 3. Að skylda vinnufæra þurfa- menn til að vinna af sér styrk- inn við ýms þau verk, sem að gagni mega koma, eins og t. d. jarðyrkju. Framsóknarflokkurinn hefir á þennan hátt viljað hindra það, að fátækraframfærslan yxi jafn stórkostlega og raun er á orðin, og að hún leiddi af sér iðjuleysi og siðferðilegan van- þroska eins og átt hefir sér stað. XJ. IF1. Aðalfundur F. U. F. Félag ungra Framsóknar- manna í Reykjavík hélt aðal- fund sinn í Sambandshúsinu á þriðjudagskvöldið. — Fundinn sóttu 55 manns. 14 sóttu um inntöku í félagið. Formaður félagsins, Þórar- inn Þórarinsson, gaf yfirlit um starfsemi félagsins síðasta ár. Höfuðverkefni þess var for- ganga um stofnun S. U. F. Frá félaginu mættu 11 fulltrúar á stofnþinginu að Laugarvatni. — Félagsfundir voru haldnir fimm á síðasta ári, auk fjög- urra, sem stofnað var til í sam- einingu við Framsóknarfélag Reykjavíkur. Alls voru haldnar sjö skemmtanir, flestar í félagi við Framsóknarfélag Reykja- víkur. í sumar efndi félagið til allmargra vinsælla ferðalaga um helgar. Helztu ferðirnar voru þessar: Til Þingvaila, gengið á Esju, í Hvalfjörð og Botnsdal, í Þjórsárdal og um Grafning. Gj aldkeri f élagsins, Indriði Indriðason, gerði grein fyrir fjárhag félagsins og lagði fram endurskoðaða reikninga þess. Stjórnarkosningu lauk þann- ig, að Jón Helgason blaðamaður var kosinn formaður félagsins í stað Þórarins Þórarinssonar, er (Framhald af 1. siðu.J mánuði 5.618 sekki af útsæðis- kartöflum? Getur sá er skrifaði greinina í Morgunblaðið 25. okt. svarað því? 2. Hjá einum snjallasta kar- töfluræktarmanni landsins, bú- settum sunnanlands, þar sem næturfrostin í ágúst í sumar gerðu nokkurn skaða, en þó hvergi nærri eins mikinn eins og norðanlands, var kartöflu- uppskera sem hér segir árin 1936—38: * 1936 117 tunnur 1937 90 — og 1938 65 — Sett var í sömu landstærð og sama magn útsæðis öll árin — og útsæðið var heimaræktað, svo Gr. R. hafði þar enga hönd í bagga. Uppskeran hjá þessum bónda mun, að þvi er ég bezt fæ séð, vera nokkuð sönn mynd a! áhrifum veðurfarsins á kartöflu.' ræktina þessi „ár, ef litið er A landið í heild. Hvernig samrýmist þetta fulí- yrðingu Morgunblaðsins u:1 það, að uppskerurýrnunin í ás sé að litlu leyti að kenna óhag- stæðri veðráttu, en að mestu leyti að kenna einkasölunni? 1. nóvember 1938. 0 Árni G. Eylands. Jórunn Bjarnadóttir yíirhjúkrunarkona Fátækramálín Hér í blaðinu hefir verið skýrt frá því, hvernig Framsóknar- flokkurinn fyrir átta árum tók upp baráttu fyrir umbótum á framkvæmd fátækramálanna í höfuðstaðnum. Hermann Jónas- son, sem þá var efsti maður á lista flokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar, ræddi þessi mál mjög mikið í kosningunum. Hann vakti athygli á því, að út- gjöldin vegna fátækrafram- færslu færu hraðvaxandi ár frá ári í Reykjavík, og að ef svo yrði áfram haldið, væri voði fyr- ir dyrum. Hann benti á, að þetta kæmi að verulegu leyti af því, að fátækramálunum væri slælega og óskynsamlega stjórn- að. Síðan hafa fulltrúar Fram- sóknarmanna í bæjarstjórn Reykjavíkur borið fram tillögur til umbóta í þessum efnum svo að segja á hverju ári, en þær hafa jafnan verið hundsaðar af meirahlutanum, þegar þær voru fram bornar. En á Alþingi, þar sem Fram- sóknarflokkurinn héfir verið ráðandi, hefir hann beitt sér fyrir og komið fram mjög mik- ilsverðri umbót á fátækralög- gjöf landsins. Áður var það svo, að fámennir og fátækir sveita- hreppar urðu að standa straum af fólki, sem fyrir mörgum ár- um var sezt að í kaupstað, en gat ekki lengur séð sér farborða þar. Niðurstaðan var þá sú, að þetta fólk dvaldi í kaupstöðun- um og fátækrastjórnin þar réð framfærslukostnaðinum, en hinir fámennu og fátæku hreppar áttu að borga. Þess munu vera dæmi frá þeim tíma, að mestöll eða öll útsvörin í slíkum hreppi hafi farið í fram- færslu einnar slíkrar kaup- staðarf j ölskyldu. Þessu fékk Framsóknarflokk- urinn breytt þannig,að dvalar- sveit er nú framfærslusveit. f sumum Reykjavíkurblöðunum hefir þessi breyting verið talin ranglát í garð kaupstaðanna. En það er hún ekki. Hún var sjálfsagt réttlætismál. Það var ekkert réttlæti, að sveitirnar ættu að sjá fyrir fólki, sem löngu var farið þaðan og hætt að starfa þar. Og það var heldur ekki eðlilegt, að sveitahrepp- arnir væru látnir gjalda óspil- unarsemi vissra fátækrastjórna, t. d. í Reykjavík, sem skellir skolleyrum við öllum skynsam- legum tillögum og keyrðu fram- færslukostnaðinn upp úr öllu valdi. Nú er svo komið, að fram- færslukostnaðurinn í Reykja- vík og raunar mörgum öðrum kaupstöðum og þorpum, er orðinn svo hár, að til fullra vandræða horfir. Þetta þarf engum að koma á óvart, sem kynnzt hefir andvaraleysi ýmsra fátækrastjórna í þessum efnum á undanförnum tíma. Og það er líka mála sannast, að ábyrgð- artilfinning hefir farið nokkuð þverrandi í þessum efnum með- al almennings í kaupstöðum. Má kenna það bæði sinnuleysi for- ráðamanna og áróðri kommún- ista. En á þessari braut verður ekki áfram haldið. Orðsending. Vegna þeirrar föstu niðurröð- unar, sem nú er á efni Tímans, verður óhjákvæmilegt að fara eftir föstum reglum um birtingu aðsendra greina. Hér eftir verð- ur sjaldan hægt að birta slíkar greinar í heilu lagi, heldur ein- göngu stuttan efnisútdrátt, er starfsmenn blaðsins gera. Þetta á þó ekki við um greinar, sem ritaðar eru eftir sérstakri beiðni blaðsins. Venjulegar eftirmæla- greinar eða greinar um afmæli, verða yfirleitt ekki birtar í heilu lagi, heldur gerðir örstuttir út- drættir úr slíkum greinum, ef þær berast, og birtir undir fyr- irsögninni „Annáll“ á 3. síðu blaðsins. Þetta eru menn vin- samlega beðnir að taka til at- hugunar. Hún andaðist í Landspítalan- um 31. f. m., eftir stranga og þjáningarfulla legu. En vanheil hafði hún verið meira og minna síðustu misserin og raunar oft sárlega þjáð, þó að lítt léti hún það á sér festa fyrst í stað og gengi að störfum ^neðan stætt var. Jórunn Bjarnadóttir fæddist 21. maí 1882, að Búðarhóli í Landeyjum og voru foreldrar hennar Bjarni bóndi Guð- mundsson og kona hans, Vig- dís Bergsteinsdóttir. Bjarni varð skammlífur, en Vigdís andaðist á Kleppi hjá dóttur sinni og varð háöldruð. Var hún greind kona og mikil að mannkostum, unni mjög öllum fr'ó'ðleik. Með- al barna þeirra hjóna, og bróðir Jórunnar, er Bjarni alþm. Bjarnason, skólastjóri á Laug- arvatni, Kristín og Bergsteinn í Ameríku. Jórunn sáluga dvaldist heima í átthögunum fram undir tví- tugt, en árið 1901 fluttist hún suður hingað. Stefndi hugur hennar allur að því, að hjúkra öðrum og líkna. Hún varð hjúkrunarkona hér á Kleppi þegar í stað, er geð- veikrahælið tók til starfa, árið 1907, en yfirhjúkrunarkona tveim árum síðar (1909), og gegndi því starfi síðan óslitið, unz hún lagðist banaleguna, eða tæp 30 ár. — Hún virtist Jórunn Bjarnadóttir. fædd til þess að hjúkra öðrum og mátti um hana segja — í beztu merkingu þeirra orða — að þar væri „náttúran náminu ríkari“. Hún gegndi störfum sín- um hér af mikilli alúð og skyldurækni, miklum dugnaði og mikilli umhyggjusemi. Lét sér jafnan einkar-ant um sjúkl- ingana, þótti vænt um þá, vildi breiða sig yfir þá alla, ef hún hefði getað. Höfðu þeir og mikl- ar mætur á henni — allir þeir, sem þannig voru haldnir, að fulla grein gæti gert sér fyrir manngildi hennar og fram- komu, nærgætni, góðvild og um- önnun. — Kom það oft í ljós og stundum mjög fagurlega. Hún var óvenjulega lagvirk kona að eðlisfari og handtök hennar öll mjúk og móðurleg. Og svo mikið orð fór af þessum hæfileika hennar, að fyrir kom oftar en einu sinni, að menn, sem urðu fyrir slysum (t. d. bein- broti) óskuðu þess sérstaklega, að mega njóta aðstoðar hennar og lipurðar, meðan gert væri að meiðslunum. Einn af mörgum góðum kost- um Jórunnar heitinnar var sá, hversu barnelsk hún var. Henni var það óblandin nautn, að um- gangast börn og láta þeim í té yl síns heita hjarta. Það reyndist líka svo, að öll börn, sem komust í náin kynni við hana, fengu ást á henni og treystu henni í hví- vetna sem beztu móður. Og hún lét ekki sitja við orðin ein og at- lætið. Hygg ég engum vafa bund- ið, að hún hafi varið allmiklum hluta launa sinnar til líknar og menningar fátækum börnum og unglingum. Hjúkrun geðsjúkra manna er vandasamt starf, örðugt og þreytandi. Þess varð ekki vart í starfi Jórunnar, að hún væri orðin þreytt. Og þó hlýtur hún að hafa verið farin að lýjast — eftir meira en þrjátíu ára örðugt og áhyggjusamt starf. En hún lét ekki á því bera, hlífði sér ekki og var jafnt sem áður hress í huga og æðrulaus — unz bana- meinið tók að þjá hana. Hennar verður saknað af öll- um þeim, sem þekktu hana bezt. Hún var góð kona og vinsæl. Og ERLINGUR PÁLSSON: NIÐURLAG Að síðustu leggur stjórnin til í athugasemdum sinum, og skýr- ingum við lögin, að stofnaður verði ríkisíþróttaskóli, til að þjálfa kennara og forystumenn í líkamsuppeldi í landinu og taka til rannsóknar ýms mikilvæg vandamál, varðandi lífeðlisfræði í sambandi við líkamsþjálfun o. s. frv. í utanför minni síðastliðið sumar, fékk ég tækifæri til að kynna mér að nokkru fram- kvæmd hinnar ensku íþróttalög- gjafar. Var mér aðallega sýnt það, sém er að gerast í þessu efni tilheyrandi Lundúnaborg. Framkvæmdirnar eru aðallega í úthverfum borgarinnar. Þar eru barna- og unglinga- skólar reistir, sem fullnægja öll- um kröfum, sem nútíminn gerir til slíkra bygginga. Ennfremur eru byggðir leik- vellir, íþróttavellir, yfirbyggðar sundlaugar, og geysistórir al- menningsbaðstaðir með öllum hinum fullkomnasta útbúnaði. henni auðnaðist að vinna mikið líknarstarf. Hún vildi öllum líkna, allra böl bæta — og „hefir því umbun þess, sem á lítur viljann“. Þ. Sv. T. d. skoðaði ég tvo mjög full- komna baðstaði (sumarlaugar) að stærð 25 X 50 yards, með sér- stökum dýfingapalli út af fy.vir sig, með vippur frá 1 upp í 10 m. háar. Allsstaðar er stillt svo til þar sem því veröur við komið, að þessar framkvæmdir geti jafnt komið að notum fyrir skólana sem almenning. Á nokkrum stöðum sá ég stór- ar landspildur, sem keyptar höfðu verið fyrir sumarskóla barna. Þarna sat hver deild hinna ungu nemenda á stólum út af fyrir sig á guðs grænni jörðinni undir berum himni og lærði ýms bókleg fræði, en þess á milli var ætlaður viss tími til leikja og íþróttaæfinga, tvær klukkustundir alls á dag. Fjölskyldu íþróttahverfi. Þarna voru einnig reist eins- konar íþróttahverfi fyrir fjöl- skyldur, með íþróttaskála og fimleikahúsi, íþróttavelli, tenn- isvelli, sundlaug og sólbaðsskýl- um, billiardstofu og spilastofu, hvíldarskálum fyrir karla, kon- ur og börn, almennum matstoí- um (skálum) með tilheyrandi eldhúsum. Þangað gátu fjölskyldurnar forðað sér úr skarkala borgar- lífsins og notið hvíldar og hollr- ar útivistar í öllum frístundum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.