Tíminn - 15.11.1938, Page 2

Tíminn - 15.11.1938, Page 2
262 TfMIMV. |>rigjudaginn 15. nóv. 1938 66. blað ^gímtrm Laugardayinn 12. nóv. Búnaðarþíngíð Loðdýraræktin og Jón Árnason framkvæmdastjóri Niðurl. Þá telur J. Á. það hámarks- skrum, þegar ég skýri frá því, að ég hafi sent nokkur skinn af dýrum, sem ekki voru talin söluhæf og sem fengið höfðu dauðadóm við merkingu, á upp- þoði hjá Hudsons Bay Co. Lon- don og meðalverð á þeim reynd- ist um 90.00 krónur íslenzkar. Þetta var meðalverð á uppboði Hudson’s Bay Co. og nefndi ég það aðeins til samanburðar við meðalverð allra silfurrefaskinna, sem seldir eru á uppboöunum, don og Oslo, en það er um 115.00 krónur íslenzkar. Er í hvorugu tilfellinu dregin frá sölulaun á uppboðunum, sem eru 6% af söluverði. Enda er það svo, að á öllum skýrslum frá uppboðum er gefið upp söluverð, án þess að draga sölulaun frá. Færi ég fram sterkar líkur fyrir því, að meðalverð skinna af öllum ís- lenzkum silfurrefayrðlingum hefði oröið allmikið yfir meðal- verð í Oslo, ef tekinn hefði ver- ið feldur af þeim öllum á síð- astliðnu hausti. Þetta er sá eini rétti saman- burður, þegar verið er að ræða um aðstöðu okkar íslendinga til loðdýraræktar samanborið við Norðmenn. Að skinnaræflar, sem seldir eru á uppboðunum ekki eru taldir með í meðal- verðinu er afar eðlilegt. Á einu uppboði, sem ég var á, þar sem seld voru 10 þús. skinn, voru seldir 399 skinnaræflar. Voru það skinnapartar, skott, snoðskinn og rifin og skemmd skinn. Var verðið á þessum ræfl- um frá 1 krónu og hæst 65 krón- ur. Þessháttar skinnaræfla er ekki hægt að taka í meðalverð ógallaðra skinna. Annars skal ég taka það fram að 103 kt. norskar meðalverðið er ekki það rétta meðalverð. Hið raunverulega meðalverð er hærra, og hve mikið hærra er ómögulegt að segja um og stafar þungt. Þar með var sigur unn- inn. Þannig er þá Búnaðarfélag ís- lands orðinn frjáls félagsskapur íslenzkra bænda með fullu valdi yfir málum sínum. Bændurnir í hreppabúnaðarfélögunum kjósa sér sjálfir Búnaðarþing. Búnað- arþingið kýs sjálft stjórn fyrir allsherjarfélag bændanna án íhlutunar annara. En ríkisvaldið veitir bændunum fjárhagslegan stuðning til að halda uppi stétt- arfélagi sínu og starfsemi þess. Hið nýkjörna Búnaðarþing á að koma saman eftir áramót á þessum vetri. Megi gifta fylgja störfum þess! það af því, sem ég nú í stuttu máli skal greina: Sala loðfelda í Noregi er með öllu frjáls. Fer skinnasalan þar fram aðallega á þrennan hátt. a. Á Norrænu skinnauppboð- unum í Oslo og Stokkholm. b. Sala gegnum Pelscentralen L. R., aðallega á uppboðum í London. c. Við beina sölu frá fram- leiðendum til skinnakaup- manna og umboðsmanna þeirra. Meðalverðið, sem ég nefni í grein minni og sem J. Á. reikn- ar með, er meðalverð á uppboð- unum. Eftir því meðalverði er svo reiknað meðalverð allra skinna, sem seld eru, hvort sem þau eru seld einstökum mönn- um, skinnakaupmönnum og um- boðsmönnum þeirra. Fjöldi af hinum stærri og betri búum í Noregi, sem hafa verulega góð skinn, selja þau miklu hærra verði en meðalverð skinnauppboðanna, beint til skinnakaupmanna eða umboðs- manna þeirra. Á öllum loðdýrasýningum, sem haldnar eru í Noregi, en þær eru um 60—70 árlega, eru fleiri og færri skinnakaupmenn. Auglýsa þeir áberandi að silfur- refaskinn séu keypt háu verði, gegn staðgreiðslu á tilteknum stöðum. Margir bændur og loð- dýraeigendur selja þessum kaupmönnum skinnin miklu hærra verði en fæst fyrir þau á uppboðunum, enda varð ég þess var, að þessir kaupmenn keyptu frekast betri tegund af skinn- um. — Hve mikill hluti af allri silfurrefaskinnaframleiðslu Norðmanna er þannig seldur utan opinberra uppboða, vantar mig skýrslu yfir, en eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi getað fengið beztar, þá mun það vera um y4—y3 af framleiðslunni. Hitt er aftur á móti áreiðan- legt, að það er yfirleitt betri hluti skinnanna, sem seldur er utan uppboðanna og verðið hærra en meðalverð uppboð- anna. Hversu miklu þetta nem- ur, er því miður ómögulegt að fá fullnaðarupplýsingar um, en allt bendir til þess, að utan upp- boðasalan hækki meðalverð silf- urrefaskinna allverulega. Um verð á silfurrefum til lífs skal ég taka þetta fram. Fyrsta silfurrefaparið, sem flutt var hingað til íslands árið 1929 kostaði 6000.00 krónur ísl. Hvolpar undan þessu pari voru seldir 1930 fyrir 3000.00 krónur parið og 1931 1000.00 kr. parið. Síðan hefir verð á silfurrefum hér innanlands verið 700—1400 krónur parið, eftir gæðum. Til þess að koma í veg fyrir að léleg dýr væru seld til lífs, kom Loðdýraræktarfélag íslands á almennri skoðun og merkingu á öllum silfurrefum félagsmanna haustið 1936 og fékk til þess að framkvæma þá skoðun æfðan sérfræðing frá Noregi, 1937 fékk L. R. í. aftur norskan sérfræð- ing til þess að standa fyrir merkingu og úrvali. Fóru þessir menn eftir reglum þeim, sem Norðmenn notuðu á meðan þeir létu merkja og velja lífdýr sér- staklega. Á þessu hausti var þetta starf orðið svo umfangsmikið, að ó- hugsandi var að einn maður gæti framkvæmt það. Hefir því stjórn félagsins fengið níu af hinum færustu mönnum á þessu sviði til að framkvæma lífdýravalið, í sambandi við merkingarnar. Á aðalfundi L. R. í. á síðast- liðnu sumri var samþykkt til- laga um að herða mikið á kröf- um þeim, sem gerðar væru til lífdýra, fram úr því, sem Norð- menn hefðu gert. Verður því yf- irleitt að telja, að kröfur þær, sem gerðar eru til lífdýra á þessu hausti, séu strangar, t. d. er ekkert karldýr merkt sölu- hæft, hversu gott sem það ann- ars kann að vera, ef það er minna en y2 silfur o. s. frv. — Að hægt er að framfylgja þessu til fullnustu, er eingöngu að þakka lögum um loðdýrarækt, sem vorU'Samin og borin fram á Alþingi að tilhlutun núverandi landbúnaðarráðherra. — Þessi merking og úrval er óneitanlega afar mikil trygging fyrir því, að léleg dýr séu ekki seld til lífs. Enda viðurkenna allir, sem vit hafa á þessum málum og hafa kynnt sér silfurrefaræktina hér á landi, að framfarir á gæðum silfurrefastofnsins séu afar- miklar á þeim tveimur árum, sem Loðdýraræktarfélag ís- lands hefir starfað. Á síðastliðnu hausti voru fluttir til landsins um 100 úr- vals silfurrefir. Verð á þessum dýrum var frá 800—2200 krónur. Nú í haust var búið að selja fyr- irfram meginhlutann af þeim yrðlingum, sem undan þessum dýrum komu, fyrir miklu lægra verð en foreldrarnir kostuðu haustið 1937. Mörgum kann að þykja verðið á þeim dýrum hafa verið hátt, sem flutt voru hingað frá Nor- egi 1937. En til samanburðar skal ég geta þess, að á sýningu í Elverum haustið 1937 var P. Svarstad boðið fyrir silfurrefa- hvolp 6000 krónur norskar, en hann vildi ekki selja dýrið fyrir það verð. Hingað seldi hann einn albróður þess hvolps fyrir 1500 norskar krónur og nokkur hálfsystkini hans fyrir 700— 1500 norskar krónur. Við þetta bætist svo innflutningskostnað- ur og tollur. Þá má geta þess, að Norðmenn seldu svokallaða platinurefi haustið 1937 fyrir 20 —40 þúsund krónur, en skinn af platinurefum seldust á upp- boðum í Oslo frá 600—2100 krónur. Þetta er allt norskar krónur. Yfirleitt hefir það verið svo, að verð á silfurrefum og mink- um til lífs hér innanlands hefir verið mun lægra en samskonar dýr hafa kostað hingað komin frá Noregi, Svíþjóð eða Canada. Verulega góð kynbótadýr eru sjaldan keypt of háu verði, en hitt skal játað, að í einstökum tilfellum hafa dökk dýr, sem þó hafa verið talin lífhæf, verið seld of háu verði og ekki tekið nægilegt tillit til gæða dýranna. Með vaxandi þekkingu í þess- um efnum og fyrir áhrif L. R. í. hefir þessum tilfellum stór- fækkað ár frá ári, og nú er svo aðgengilegt að afla sér upplýs- inga um þessi efni, að enginn af þeim ástæðum þyrfti að „kaupa köttinn í sekknum." Nú á síðastliðnu sumri hefi ég kom- ið á meginþorra allra loðdýra- búa á landinu. Hefi ég rætt við menn um hirðingu og fóðrun dýranna, fyrirkomulag búa og girðinga, og sýnt, eftir því sem hægt hefir verið, hvernig góð dýr eiga að líta út. Ég hefi full- komna ástæðu til þess að álíta að slíkar leiðbeiningar komi til að bera góðan árangur. Þá endar J. Á. grein sína á því að minkar séu grimm dýr og þyki hinir mestu vágestir, ef þeir komast í varplönd. Ég veit engin dæmi til þess, að minkar hafi komizt í varplönd, svo ég get ekkert um það borið. En hitt veit ég, að fyrir 3—4 árum sluppu minkar norður í Húna- vatnssýslu úr vörzlu og drápust þeir allir á stuttum tíma. Ég hefi haft minka í sex ár og af þeirri reynslu get ég ekki sagt, að þeir séu mjög grimmir. Hefir tekizt, þegar ungarnir hafa ver- ið teknir iitlir, að temja þá al- veg, svo að það mátti fara með þá eins og kött. Þá vill J. Á. mælast til þess, að ég upplýsi, hvort það sé rétt, að silfurrefir og minkar hafi sloppið úr búr- um hér á landi. — Heyrt hefi ég að svo hafi verið. En hitt mun rétt, að nú sé enginn silfurrefur lifandi utan vörzlu, en heyrt hefi ég, að einn minkur hafi sézt í Hafnarfjarðarhrauni í sumar. Tel ég mjög vel hægt að ná þessum mink þegar snjóar koma og eru gerðar ráðstafanir til þess, enda hæpið að hann muni lifa veturinn af, ef hann liggur úti. í lögum og reglugerð um loð- dýrarækt eru greinileg fyrir- mæli um það, hvernig varzla loð- dýra skuli vera, til þess að hún sé talin örugg og er hreppstjór- um og lögreglustjórum gert að skyldu að sjá um að lögum þess- um sé fylgt. Aftur á móti hefir ráðunautur ríkisstjórnarinnar í loðdýrarækt ekkert lögreglu- Víimuskólamálið í Rangárvallasýslu Eftirfarandi bréf ritaði Björg- vin Vigfússon fyrv. sýslumaður til sýslunefndar Rangárvalla- sýslu 1938: „Eins og hinni heiðruðu sýslu- nefnd er kunnugt, hefir tvívegis samkvæmt lögum nr. 28, frá 1. febr. 1936, að tilhlutun nefndar- innar farið fram atkvæða- greiðsla í skólamáli sýslunnar, með þeim árangri, að tilskilið at- kvæðamagn náðist ekki í hvor- ugt sinni. f fyrra skiptið, 24. október 1926, urðu fylgjendur málsins 378 að tölu, en andstæðingar 346. í síðara skiptið, 20. júní 1937, urðu fylgjendur málsins 682, en andstæðingar 863. Það má alveg undrun sæta, að svo fór í bæði skiptin, af þeirri á- stæðu, að sýslunefndin stóð sem einn maður að þessu máli á fundinum 21. apríl 1936, og taldi þá rétt, samkvæmt 2. grein áð- urnefndra laga, að starfrækja lýðskóla í sýslunni með skyldu- vinnufyrirkomulaginu, gang- andi út frá, að kjósendur mundu verða sýslunefndinni sammála í jafnmiklu hags- munamáli fyrir sýslubúana. En það sem sýslunefndin má áklaga sig fyrir, er það, að hún þá ekki sendi nógu marga áhrifamenn út af örkinni á undan atkvæða- greiðslunni í hverjum hreppi, til þess að skýra þetta mál. En hvað á sýslunefndin nú að gera? Það dugir ekki að benda á tölur eftir meirahluta. Kjós- endur voru við báðar atkvæða- greiðslurnar um 2.029. Hjá hvorugum flokki játenda eða neitenda þýðir að benda á tölur, sem nálgist meirahluta kjós- enda. Liggur nær að athuga, hvað vakað hefir fyrir þátttak- endum í hvorum flokki. Fyrir mér, sem stuðnings- manni, vakti það, að sýslufélag- ið mætti þiggja gjafir frá ríki (Framhald á 3. síðu.) vald, en getur aðeins kært fyrir brot á lögum eins og hver annar borgari. Að síðustu skal ég taka það fram, að ég á enga silfurrefi né blárefi. Seldi ég þá alla, þegar ég tók við ráðunautsstörfum, til þess eingöngu að forðast að- dróttanir um hlutdrægni frá miður velviljuðum mönnum, sem alltaf er einhver slatti til af. Þetta verður þá að nægja, sem svar til J. Á. í bráðina, en ég er alltaf tilbúinn að ræða þessi mál á faglegum grundvelli. Um persónulegar hnútur og stór- yrði í minn garð hirði ég aftur á móti ekki neitt. H. J. Hólmjárn. Mustaía Kemal Atatiirk Kosningu fulltrúa til Búnað- arþings er nú að fullu lokið. Síð- ustu úrslitin urðu kunn á sunnu- daginn var, en þá fór fram taln_ ing atkvæða í Búnaðarsambandi Suðurlands. Þessari kosningu lauk svo, að listi Framsóknar- manna fékk mun fleiri atkvæði en listar Sjálfstæðisflokksins og „Bændaflokksins“ til samans og kom að þrem mönnum af fimm, er kjósa átti: Sjálfstæðismenn komu að tveim, en „Bænda- flokkurinn" engum. Og mikið af þeim atkvæðum, sem listi „Bændafl.“ fékk, hefir honum vafalaust áskotnazt vegna per- sónulegs fylgis við þann mæta mann, sem efstur var á listan- um, Klemens Kristjánsson korn- ræktarmann á Sámsstöðum. Ber þessi kosning því vitni um það, að af fylgi Bændaflokksins á Suðurlandi er nauðalítið eftir orðið. Kosning hins nýja Búnaðar- þings er merkur áfangi í sögu ís- lenzkrar bændastéttar. Búnað- arþingið er nú í fyrsta sinn kosið beinni, almennri kosningu meðal allra bænda landsins. Hið nýja Búnaðarþing verður vegleg samkoma og vel mönnum skipuð. Það er skipað 25 fulltrú- um i stað 13 áður. Flestar sýslur landsins eiga þar nú fulltrúa. í Búnaðarþingi verður fyrir hendi raunhæf þekking á búnaðar- háttum og áhugamálum bænda í öllurn héröðum landsins. Framsóknarflokkurinn ákvað á 4. flokksþingi sínu árið 1934 að beita sér fyrir því, að Búnaðar- félagið yrði gert að algerlega sjálfstæðri stofnun og fengið í hendur sjálfri bændastéttinni. Áður var það svo, að Alþingi skipaði tvo af þrem stjórnar- nefndarmönnum félagsins, en stjórnin þannig skipuð, réð framkvæmdastjóra þess (búnað- armálastjórann). Fulltrúarnir þrettán á Búnaðarþingi voru kosnir óbeinni kosningu í búnað- arsamböndunum, og bændur al- mennt höfðu því yfirleitt ekki tækifæri til eða áhuga fyrir að láta sig slíka kosningu neinu verulegu skipta. Þannig var Búnaðarþingið og Búnaðarfé- lagið raunverulega slitið úr öllu lífrænu sambandi við bænda- stéttina og í rauninni lítið annað en opinber stofnun undir umsjá þings og stjórnarvalda ríkis. Og þótt sú stofnun hafa margt og merkilegt unnið og ýmsir mætir menn ættu sæti á hinu gamla Búnaðarþingi, þá var hún ekki að formi og vinnubrögðum það, sem hún fyrst og fremst átti að vera: Félag íslenzkra bænda. Marki því, er Framsóknar- flokkurinn setti sér í þessu efni, er nú náð. En á sínum tíma kost- aði það harða baráttu. Það var baráttan um jarðræktarlögin nýju. Andstæðingar Framsókn- arflokksins börðust gegn því með hnúum og hnefum, að bændum væri afhentur beinn kosningar- réttur til Búnaðarþings. Þeir áttu af sérstökum og óeðlilegum ástæðum ríflegan pólitískan meirahluta í hinu gamla Búnað- arþingi, og þeir óttuðust, að sá meirihluti myndi tapast, ef bændur fengi sjálfir að ráða. Þessvegna var hin mikla herferð hafin gegn jarðræktarlögunum nýju. Þeirri herferð var að vísu jafnframt beint gegn öðrum ný_ mælum laganna. En það var að verulegu leyti yfirskin. Beini kosningarrétturinn handa bænd unum var hin raunverulega á- stæða til þess, að stjórnarand- stæðingar snerust svo hatram- lega gegn lögunum, sem raun varð á. En þessi pólitíska andstaða varð til einskis. Framsóknar. menn heimtuðu, að atkvæða- greiðsla um þessi efni færi fram í öllum búnaðarfélögum lands- ins. Sú atkvæðagreiðlsa gekk ó- tvírætt Framsóknarflokknum í vil. Og á næsta Búnaðarþingi létu andstæðingarnir undan og buðust til að taka hin nýju ákvæði um beinan kosningarrétt inn í lög Búnaðarfélagsins sjálfs. Almenningsálitið varð þeim of í síðastl. viku lézt sá maður, sem komið hefir fram stór- felldari breytingum í ættlandi sínu en nokkur annar samtíð- armaður hans. Það var Mustafa Kemal Atatúrk, forseti Tyrk- lands. Tyrkir hafa haft Heimsveldi það orð á sér, að Tyrkja. þeir væru her- skáasti þjóðflokk- ur heimsins. Litla Asía er heim- kynni þeirra. Þaðan hófu þeir miklar herferðir á 13. og 14. öld, bæði í suður- og vesturátt. Á 16. öld náði ríki þeirra orðið yfir Litlu-Asíu alla, Sýrland, Gyðingaland, Mesapótamíu, Arabíu, Egyptaland, norður- strönd Afríku, Grikkland, Ser- bíu, Búlgaríu, Rúmeníu og nokkurn hluta Ungverjalands og Ukrainíu. Landvinningarnir reyndust þeim auðveldir, en þeim tókst að sama skapi illa að ávaxta sigrana. Stjórn þeirra mátti heita skipulagslaus með öllu og.fól ekkert það í sér, sem skapaði samstæða ríkisheild. Þeir fluttu ekki með sér nein menningarleg áhrif, enda stóðu þeir flestum þjóðum að baki í þeim efnum. Þeim var því held- ur ekki ljós þýðing þess, að hin- ar undirokuðu þjóðir fengu að- stöðu til að vernda séreinkenni sín og menningu og voru þær því stöðugt reiðubúnir til að berjast fyrir frelsi sitt, er tæki- færi gafst. Ekkert stórveldi get- ur til langframa grundvallazt á hervaldi, ef engin menn- ingarleg tengsli binda það jafn- framt saman, og þess vegna gat heimsveldi Tyrkja ekki átt sér langan aldur. í byrjun heimsstyrj aldarinn- ar var svo komið, að Tyrkir höfðu tapað öllum löndum sín- um í Evrópu, nema lítilli sneið við Marmarahafið. — Egypta- land hafði losnað undan yfir- ráðum þeirra, en í Asíu réðu þeir enn að nafninu til mestu af þeim löndum, sem þeir höfðu unnið þar. í heimsstyrjöldinni börðust þeir með Þjóðverjum og höfðu misst öll lönd sín, nema litla landræmu í Evrópu og nokkurn hluta Litlu-Asíu, þeg- ar henni lauk. Eftir að friður Kemal hafði verið sam- kemur til inn, sendi tyrk- sögunnar. neska stjórnineinn hershöfðingja sinn frá Konstantinopel til Litlu As- íu í þeim erindum að afvopna* hinar tyrknesku hersveitir þar, samkvæmt boði sigurvegaranna. Þessi hershöfðingi var Mustafa Kemal. Mustafa Kemal var fæddur í Saloniki 1880. Hann missti ung- ur föður sinn og ólst upp hjá frænda sínum, sem var bóndi. Hugur hans hneigðist snemma til hermennsku og með miklum dugnaði tókst honum að komast í herforingjaskóla. Um tíma tók hann nokkurn þátt í stjórn- málum og var þá fylgismaður Ung-Tyrkja. Var hann sökum þess hafður í fangelsi í nokkra mánuði. Fljótlega skildu þó leiðir hans og Ung-Tyrkja, því Kemal var andvígur pólitískum undirróðri í hernum. í Balkan- styrjöldinni 1912 gat hann sér góðan orðstír, en mesta frægð hlaut hann þó í heimsstyrjöld- inni,því honum er einkum þakk- aður ósigur Englendinga við Gallapoli. Það var eini sigurinn, sem Tyrkir unnu í styrjöldinni, og vegna hans átti Kemal orðið sterk ítök í þjóðinni, þegar stjórnin sendi hann til Litlu- Asíu, eins og áður segir. En þangað var hann sendur vegna þess, að stjórnin taldi líklegt, að hann yrði andvígur auðmýkj- andi friðarsamningum, en hún áleit nauðsynlegt, að fá frið sem fyrst til að tryggja soldáninn í sessi. Þess vegna var heppilegast að hafa Kemal fjarverandi meðan gengið var frá þeim mál- um. Um líkt leyti og Kemal kom til Litlu-Asíu, séttu Grikkir þar her á land og tóku borgina Smyrna herskildi. Skömmu síð- ar settist enskt herlið að í Kon- stantinopel. í ágúst 1920 undir- rituðu Tyrkir friðarsamninginn við Bandamenn í Sevres. Sam- kvæmt honum héldu þeir aðeins Konstantinopel, ásamt lítilli landræmu í Evrópu. í Asíu misstu þeir ekki aðeins öll hin arabiskmælandi lönd, heldur einnig verulegan hluta af Litlu- Asíu. Landherinn mátti ekki vera fjölmennari en 50 þús. manns og þeir máttu hvorki hafa sjóher eða lofther. Marm- arahafið var sett undir alþjóð- legt eftirlit. Mustafa K e m a 1 Fyrstu hafði séð það fyr- baráttuárin. irfram, hvílíkum afarkostum Tyrkir myndu sæta. Hann hafði því búið sig undir að geta mótmælt þeim á viðeigandi hátt. í stað þess að afvopna herinn, sam- einaði hann hinar dreifðu her- deildir og skapaði fjölmennari og öflugri her en Tyrkir höfðu áður haft. Þegar stjórnin and- mælti þessu framferði hans, sagði hann sig úr þjónustu hennar og hélt starfinu áfram. Jafnframt stofnaði hann ný þjóðleg samtök og fékk því til leiðar komið, að kallað var sam- an einskonar þjóðþing í Angora, án vilja og samþykkis stjórnar- innar í Konstantinopel. Kemal var sjálfur kosinn forseti þess. Eftir þetta hafði Tyrkland raunverulega tvær stjórnir og höfuðborgir, stjórn soldánsins í Konstantinopel og stjórn Mu- stafa Kemals í Angora. Það var ekkert auðveldara fyrir Mustafa Kemal en að víkja soldáninum strax frá völdum, stofna lýðveldi og láta kjósa sjálfan sig forseta. En hann gerði það ekki og sýnir fátt bet- ur hyggindi hans. Hann vildi láta soldáninn áður brjóta sem mest af sér í augum þjóðarinnar og opinbera undirlægjuhátt sinn við erlent vald. Þess vegna viðurkenndi þingið í Angora stöðugt yfirráð soldánsins, enda þótt það fylgdi í engu ráðum hans. Mustafa Kemal var það ljóst, að það var minni erfiðleikum bundið að hnekkja afarkostum friðarsamninganna, en flestum virtist. Evrópuþj óðirnar höfðu fengið nóg af styrjöldum. Þær voru ólíklegar til að vilja hefja kostnaðarsaman ófrið á ný í annari heimsálfu, nema þeim þætti mikið við liggja. Grikkir voru hernaðarlega veikari en Tyrkir, enda þótt þeir hefðu stuðning Englendinga. Frá Rússum fengu Tyrkir vopn, því þeir gerðu sér von um Mustafa Kemal, sem bandamann á móti Englendingum, er þá gengu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.