Tíminn - 15.11.1938, Síða 3

Tíminn - 15.11.1938, Síða 3
66. blað TtMlNN, briðjndaginn 15. nóv. 1938 263 fi Æ K U R Morgunn, XIX. árgangur, 2. hefti. Síðara hefti Morguns er ný- komið út og hafa þeir séra Kristinn Daníelsson og Snæ- björn Jónsson bóksali annast ritstjórn þess í stað Einars H. Kvaran, er lézt í vor. Er all- mikill hluti ritsins helgaður minningu Einars. Birtist þar meðal annars ræður þær, er Kristinn Daníelsson, Árni Sig- urðsson og Jón Auðuns fluttu við útför hans, og ræður, sem séra Kristinn Daníelsson, ísleifur Jónsson, Einar Loftsson og séra Jón Auðuns fluttu á minningar- hátíð, sem Sálarrannsóknarfélag íslands hélt um hinn látna for- vígismann. Samvinnan, XXXII. ár- gangur, 8. hefti. Nýútkomin Samvinna hefst á athyglisverðri grein um vefn- aðarvöruinnflutninginn. Er þar sannað, hversu fjarri fer því, að kaupmenn og enkafyrirtæki hafi verið misrétti beitt um innflutn- ingsleyfi á vefnaðarvörum. Þá er þar grein um kaupfélög- in á Vestfjörðum og fylgja henni margar myndir. Af öðrum greinum má nefna grein um bætiefni. Fylgir henni skrá yfir nokkrar bætiefnaríkar fæðutegundir. Ein þýdd saga er í heftinu, Moldin kallar, eftir sænska skáldkonu, Maja Törnás. Vínnuskólamálið í Rangárvallasýslu (Frh. af 2. síöu.) og einstökum mönnum, og var enginn skaði skeður við það, nema síður sé, og svo það, að æskan 18 ára mætti aukast að manndáð og þekkingu og alast upp undir góðri stjórn. Fyrir hinum, sem á móti voru, veit ég ekki hvað vakað hefir. Ég efast nú ekki um, að þeir, sem mín megin stóðu í málinu, muni standa stöðugir og þeim muni fjölga, sem málinu verða fylgjandi, því oftax sem kjós- endur verða spurðir. Um and- stæðinga get ég ekki vitað hvað þeir vilja, því þeirra hugarfar þekki ég ekki. Vilji þeir ekki neitt og ekki einu sinni gjafir frá ríki og einstaklingum og ekki heldur aukinn manndóm og þekkingu fyrir 18 ára ung- linga, þá trúir þeim enginn. Þeim mönnum hlýtur því að fækka, sem þannig hugsa. Ég geng því fastlega út frá því, að heiðruð sýslunefnd vi-lji halda málinu vakandi, og láti enn spyrja kjósendur í þriðja fiEIMIUIÐ Heimasöltuð kryddsíld. Eitt af því, sem heimilin geta útbúið og veitt sér ódýrara og eins gott og aðkeypt væri, er kryddsíld. Uppskriftin, sem hér fer á eftir, hefir reynzt vel. 40 síldar meðalstórar. 1 kg. salt. 10 gr. saltpétur. 250 gr. sáldsykur. 1 matskeið óst. pipar. 1 matskeið óst. negull. 1 matskeið óst. kryddblanda. Lárberjablöð. Síldin er afhöfðuð og maga- dregin. Hún er ekki þvegin, en strokið af henni slorið. Þá er síldin lögð 1 sólarhring í blöndu, sem er helmingur vatn og helmingur edik, eða í skyr- blöndu. Síðan er hún strokin upp og söltuð þannig, að dálk- urinn snýr niður og raðað eins þétt í ílátið og hægt er. Krydd- inu er blandað saman við saltið og sykurinn og dreift í hvert lag, minnst í neðsta lag og mest efst. Þá er ílátið byrgt og síldin látin standa eina viku áður en farið er að nota hana. Þessi síld geymist mánuðum saman. S. P. sinn, hvað þeir vilji. Fylgjendur málsins, nær 700 að tölu, hljóta að eiga heimt- ingu á þessu. Fyrir því er hér- með skorað á sýslunefndina, er saman kemur í þessum mánuði, að taka ákvörðun um næstu atkvæðagreiðslu, sem eðlilegast væri að færi fram samhliða næstu alþingiskosningu eða fyrr, ef hægt væri. Virðist nauðsyn- legt, að sýslubúum verði gjört þetta kunnugt sem fyrst og það brýnt fyrir öllum almenningi að hafna ekki lengur þvi boði, að ríkið byggi skólahúsin og æskan 18 ára fái að sýna manndóm sinn og menningarþrá, sjálfri sér og sýslubúunum til heilla. Það er ekki sæmandi, að það dragist lengur, að kjósendurnir átti sig á þessu.“ í máli þessu gerði sýslunefnd- in þá ályktun með öllum at- kvæðum, að láta fram fara at- kvæðagreiðslu í sýslunni við næstu alþingiskosningar um það, hvort sýslubúar vildu stofna lýðskóla með skyldu- vinnu nemenda, samkvæmt 1. nr. 28 frá 1936. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. Kauptu Kelvin og þú verður ríkur eins og Skoti. mest fram í því að stemma stigu kommúnismans. Reynslan sýndi, að Mustafa Kemal hafði reiknað rétt. Tyrk- neski herinn hrakti Grikki burtu úr Litlu-Asíu og vann þar á ný þau lönd, sem frá Tyrkjum höfðu verið tekin. Stórveldin létu þetta afskiptalaust að mestu. Sumarið 1923 voru gerð- ir nýir friðarsamningar við stjórn Mustafa Kemals í An- gora, en þingið þar var þá búið að svipta soldáninn völdum og hann flúinn úr landi. Sam- kvæmt þeim fengu Tyrkir yfir- ráð allrar Litlu-Asíu, alþjóða- eftirlitið með Marmarahafinu var afnumið, enska herliðið yfirgaf Konstantinopel og Tyrk- ir fengu sjálfir að ákveða hversu fjölmennur herinn skyldi vera. Sigur Mustafa Kemals var meiri en landar hans höfðu gert sér von um. í lok októbermánaðar var tyrkneska lýðveldið stofnað og Mustafa Kemal kosinn forseti þess. Hann hefir verið endur- kosinn forseti jafnan síðan. Jafnframt hafði hann áfram yfirstjórn hersins. Angora var gerð að höfuðborg ríkisins, því heppilegra þótti að hafa aðsetursstað stjórnarinnar í Litlu-Asíu en í Evrópu, vegna þess hvað land Tyrkja var orðið lítið þar. Verkefnin, sem Margþætt biðu hinna nýju verkefni. valdhafa, reynd- ust erfið og marg- þætt. í verklegum framförum stóðu Tyrkir öðrum þjóðum að baki. Landbúnaðurinn, sem var langsamlega stærsti atvinnu- vegur landsins, var rekinn með aldagömlu fyrirkomulagi. Iðn- aður var sáralítill og samgöngur mjög slæmar. í andlegum efn- um var ástandið þó enn verra. Hinir herskáu Tyrkir höfðu litla rækt lagt við slíka hluti. Þeir höfðu gleypt arabiska menningu ómelta og tileinkað sér trúarbrögð þeirra, Múham- edstrú. Kóraninn var allt í senn, biblía, lagabók og helztu bók- menntir Tyrkja. Meginþorri al- mennings var ólæs og óskrifandi og skólamenntun sama og engin. í stjórnartíð Mustafa Kemals hafa orðið ótrúlega miklar verk- legar framfarir. Landbúnaður- inn hefir að verulegu leyti tekið stakkaskiptum og notið til þess mikils stuðnings ríkisins. Iðn- aður hefir risið upp í stórum stíl, járnbrautir verið lagðar fram og aftur um landið o. s. frv. Með fullum rétti má segja, að orðið hafi stórfelld bylting á flestum sviðum verklegra fram- kvæmda. Hinar verklegu framfarir ein- ar gefa til kynna, að Mustafa Kemal var sízt lakari stjórn- andi á friðartímum en styrj- alda. En athafnir hans í félags- og menningarmálum þjóðarinn- ar verður þó sennilega sá þátt- urinn af æfistarfi hans, sem lengst heldur nafni hans á lofti og bezt sýnir vitsmuni hans og foringjahæfileika. Er mjúk sem rjómi og hefir yndislegan rósailm. Fæst í öllnm verslunum, sem leggja áherslu á vöru- gæði. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKIW. sem falla tU á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAIPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð= - SAMRAAD ÍSU. SAMVIWIFÉUAGA selur IWUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKIW, UAMR- SKIW og SEUSKIAIV til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖIUR TIU SÚTUNAR. - IVAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁUFSKEW er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- unum, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. Nauðsyn sannmælís Einhverntíma vildi svo til, að ég sá ritað um mann, sem ég eftir langa viðkynningu, hik- laust taldi vera mesta óhræsið, sem ég hafði fyrirhitt, svo sem væri þetta mannkostamaður og menningarfrömuður. Mér virtist hin mesta nauðsyn á að mót- mæla slíkum öfugmælum, og gerði það mjög hógværlega; en ekki fékk ég þau mótmæli prentuð. Nú ætla ég að vona, að betur takist, þegar ég er að reyna til að leiðrétta á hinn veginn. Mig hefir satt að segja furðað á þvi, að sjá ekki koma fram nein mótmæli þegar því hafði verið haldið fram á prenti, að Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur, væri ekki einungis leiðinleg- asti ræðumaður Útvarpsins, heldur j afnvel leiðinlegasti maður á íslandi. Verð ég að segja, að mér hefir fundizt mjög á hinn veginn, því að Jón Ey- þórsson hefir verið í tölu þeirra starfsmanna Útvarpsins, sem ég vildi einna sízt missa af að hlýða á. Kemur þar til mikil þekking hans í náttúrufræði og á landinu, og að því er mér virð- ist, ótvíræðir hæfileikar til að segja ljóst og skemmtilega frá. í eitt skipti er ég hefi á hann hlýtt, varð honum skyssa á eða smekkleysa, sem þó ekki virtist ástæða til að gera mikið veður út af, og ég furðaði mig síður á, vegna þess að Útvarpsráð hafði þá nokkru áður, hafnað erindi Eins og áður segir Kóraninn voru Tyrkir full- og komlega undir á- kvenfólkið. hrifum frá Aröb- um í menningar- legum efnum. Þeir hlýddu fyrir- mælum Kóransins út í yztu æs- ar og að hagga við því, sem Múhamed hafði sagt, var full- komin dauðasök. Trúarbrögðin áttu óvíða dýpri og rótgrónari ítök en í tyrknesku þjóðinni og gilti það sama um allar stéttir hennar. Eitt fyrsta verk Mustafa Ke- mals var að rjúfa sambandið milli ríkisins og kirkjunnar, taka allt skólahald úr höndum hennar og leggja það undir rík- isvaldið. Síðar var fyrirskipað almennt trúarbragðafrelsi, og næstum öll hin víðtæku sérrétt- indi, sem Múhamedstrúin hafði, afnumin. Jafnframt hefir Kór- aninn algerlega misst gildi sitt sem lagabók. Á fyrstu stjórnar- árum sínum lét Kemal setja lög um réttarfar, borgaraleg rétt- indi og verzlun eftir evrópiskum fyrirmyndum. Meginhluti þess- aTa laga var í fyllstu mótsetn- ingu við Kóraninn. Sunnudag- urinn var gerður að helgidegi, í stað föstudagsins, sem Muha- meðstrúarmenn halda heilagan. Einna stórfelldasta breytingin, sem þessi löggjöf hafði í för með sér, var á afstöðu konunnar. Samkvæmt kóraninum var hún nokkurskonar þræll manns síns og hafði engin borgaraleg réttindi. Hún mátti hvergi koma fram opinber- (Framh. á 4. slðu.) hreínlxfr (, (srðbréfabankL V( /.usturstr. 5 sími 3652.0pi6 kl.11-12og5-^ nrv o qb-bj Annast kaup og sölu verðbréfa. sem ég bauð því. En slíkt er ekki giftusamlegt, og mér er kunnugt um, að ýmsir þeir vinir minir, sem ég treysti bezt til greindar, líta svo á sem Útvarpinu muni varla hafa betra boðist en ein- mitt það erindi. Að endingu skal ég geta þess, að ég hefi þá sérstöku ástæðu til að vilja leggja Jóni Eyþórs- syni liðsyrði þegar á hann er ráðizt, að hann hefir unnið að og staðið fyrir verki, sem ég tel mjög mikilsvert að fá fram- kvæmt. En það er að mæla þær merkilegu og bráðu breytingar, sem nú eru að verða á skriðjökl- unum hér á landi. 2. nóv. Helgi Pjeturss Ath. Blaðið Vísir hefir und- anfarið lagt Jón mjög í einelti, og mun ekki hafa viljað birta þessa grein, þó að dr. Helgi skrifi að staðaldri í það blað. 2 0 S T K. PAKKEVN KOSTAR K R . 1.70 „GANGLERI" Tímarit um guðspeki og andleg mál. Útgefandi: íslandsdeild Guðspekifélagsins. Ritstjóri Grétar Fells. Kemur út tvisvar á ári. Verð árg., 10—12 arkir, 5 kr. Nýir kaupendur að yfirstandandi árg., sem senda andvirðið (kr. 5,00) með pöntun, fá tvo síðustu árg., í kaupbæti, svo lengi sem upplagið endist. — Duglegir útsölumenn óskast sem víðast á landinu. Sölulaun 20%. Kynnist hinni merkilegu lífs- og heimspekistefnu Guðspekinnar með því að kaupa Ganglera og lesa. Skrifið til afgreiðslumanns- ins: Guðbrandar Guðjónssonar, Hverfisgötu 104 C, Rvík„ sem gef- ur allar nánari upplýsingar um ritð. • ÚTBREIÐIÐ TÍMANN • 104 Andreas Poltzer: garðinn og inn í næsta hús. Þetta var hornhús og þess vegna varð hann ekki forviða, er hann sá, að þeir komu út í York Street. Á þessari stuttu leið um tvo dimma húsagarða, hafði Whinstone fengið mikilsverða upplýsingu. Hann stakk peningi í lófann á þjón- inum og sagði: — Ég varð viðskila við stúlkuna, sem með mér var. Ég var svo niðursokkinn í spilin — vitið þér, hvort ung stúlka hefir farið héðan út síðasta hálftímann? Og Whinstone gaf nákvæma lýsingu á ó- kunnu stúlkunni, sem hann hafði séð, og hélt að væri ungfrú Bradford. Þjónninn fullyrti, að stúlkan væri ekki farin. — Getur hugsazt, að hún hafi farið út í Jermyn Street? spurði fulltrúinn til vonar og vara. — Það kemur ekki til mála, herra! Það fær enginn maður að ganga út um inn- göngudyrnar. Ef dyravörðurinn hleypti nokkrum manni út þá leiðina, myndi hann verða rekinn úr vistinni formála- laust. Fyrst hafði Whinstone hugsað sér að ná í þessa stúlku, sem hann hélt vera ungfrú Bradford, undir eins og hún kæmi út úr Old Man’s Club. En svo datt honum betra ráð í hug. Ef stúlkan með ljósa Patricia 101 bakið á honum og göngulagið, kom hon- um svo kunnuglega fyrir sjónir. Hann lét klúbbstjórann eiga sig og flýtti sér ofan stigann á eftir manninum. Hann náði í hann rétt áður en þeir kom_ ust ofan á aðra hæð og leit framan í hann, en kannaðist ekkert við andlitið. Eigi að síður heilsaði hann: — Gott kvöld, herra! —■ Gott kvöld, svaraði hinn stutt og hélt áfram. Whinstone horfði á eftir honum og hristi höfuðið. Hafði honum skjátlazt í annað skipti í kvöld? Meðan hann gekk niður stigann, ákvað hann með sjálfum sér, að láta klúbbstjórann í friði fyrst um sinn. Fulltrúann langaði ekki til að fara að moka flórinn í Old Man’s Club að svo stöddu. En hann ákvað að koma oftar í nætur- klúbbinn eftirleiðis. Fulltrúinn tók við yfirhöfninni sinni. Þegar hann kom ofan, sá hann bergris- ann hvergi. — Útgöngudyrnar eru hérna, Sir! heyrði hann sagt bak við sig. Einkennisbúinn þjónn — eins og allir aðrir starfsmenn í náttklúbbnum, var hann að minnsta kosti 180 centimetra hár — benti honum á dyr. Það voru ekki dyrnar, sem Whinstone hafði komið inn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.