Tíminn - 15.11.1938, Side 4

Tíminn - 15.11.1938, Side 4
264 TÍMIHny, þrigjwdagiim 15. n6v. 1938 66. hlað Frú Anna Eleanor Roosevelt, kona Roosevelt forseta, var 54 ára gömul í slðastl. mánuði. Hún er bróðurdóttir Theodore Roose- velt fyrrv. forseta og sat hann brúðkaup þessara œttmenna sinna, sem haldið var í marz- mánuði 1905. Frú Roosevelt fékk mjög góða menntun og stundaði kennslu- störf áður en hún giftist. Einnig tók hún mikinn þátt í ýmsri fé- lagsstarfsemi kvenna og hélt því áfram þangað til maður hennar var kosinn forseti 1932. Gegndi hún jafnvel nokkrum sinnum formannsstörfum í ýmsum landssamböndum kvenna. Hún er ágœtlega ritfœr. — Nokkrum árum eftir að Roose- velt varð forseti, gerði hún samning við ameriska frétta- stofu um að skrifa daglega einn kafla í greinaflokki, sem nefnd- ist: Dagbókin mín. Birtust þess- ar greinar í 75 amerískum blöð- um, sem hafa samtals um 4 milj. lesenda. í greinum þessum kem- ur hún viða við, en mest segir hún þó frá störfum sínum í Hvíta húsinu. Fyrir þetta starf sitt fær hún 45 þús. kr. á ári. Nýlega hefir úrval þessara greina hennar komið út í bókar- formi. Hjónaband herinar og Roose- velts er talið mjög til fyrirmynd- ar og er henni að verulegu leyti þakkað, að Roosevelt náði bata eftir lömunarveiki, sem hann fékk fyrir nokkrum árum. Þau hafa eignazt fjóra syni og eina dóttur, sem öll eru gift, og hafa yngstu synirnir náð sér í mjög rík kvonföng. Frú Roosevelt er talin ein bezta húsmóðirin, sem komið hefir í Hvíta húsið, enda þótt hún starfi mikið á öðrum svið- um. Mustafa Kemal Atatiírk (Framhald af 3. síðu.) lega og var bönnuð öll þátttaka í skemmtunum. Fjölkvæni var leyfilegt og var algengt meðal efnaðri stéttanna. Löggjöf Mus- tafa Kemal veitti konum jafnan rétt á við karlmenn. 1934 var þeim veittur kosningaréttur og eiga nokkrar konur þegar sæti á þjóðþinginu. Þær taka nú orðið fullan þátt í skemmtunum og fé- lagslífi, enda hefir Mustafa Ke- mal engan áróðuT sparað í því skyni. Fjölkvæni var vitanlega bannað. Frh. Þ. Þ. A krossgötum. (Frh. af 1. síðu.) að láni til þessarar framkvæmdar, og jafnframt hefir verið samið við það um 10% lækkun á brunabótaiðgjöld- um, þegar öryggisráðstöfunum þessum hefir verið komið í framkvæmd. En afslættinvfm verður síðan varið næstu ÚR BÆIVUM Félag ungra Framsóknarmanna heldur umræðu og skemmtifund í Sambandshúsinu í kvöld. Þórir Bald- vinsson byggingafræðingur sýnir skuggamyndir frá Kaliforniu og lýsir landi og fólki. Umræður verða um starfsemi félagsins á næsta ári og framtíðarverkefni þess. Auk þessa gít- arspil og söngur. í fundarbyrjun fer fram inntaka nýrra félaga. Pundurinn hefst kl. 8.15 stundvíslega. Minningarathöfn um sjómennina, er fórust með tog- aranum Ólafi, fer fram í dómkirkjunni á miðvikudaginn og hefst kl. 2. Ætlazt er til, að vinnuhlé verði hér í bænum meðan athöfnin stendur yfir. — Kl. 10 f. hád. á morgun verður einnig af- hjúpaður minnisvarði á leiði óþekkta sjómannsins, sem var jarðaður í Poss- vogskirkjugarði 1933 Er það viti, 2% m. á hæð, með ljósahjálmi. Sjómanna- ráðið hefir látið reisa minnismerkið, en það er skipað fulltrúum frá stéttar- félögum siómanna í Rvík og Hafnar- firði. Bíóin. Nýja Bíó sýnir nú ameriska mynd, sem nefnist: Stella Dallas. Er myndin bæði athyglisverð og vel leikin og má telja hana í röð betri mynda, sem hér hafa verið sýndar. Leiðrétting. í frásögn „Á krossgötum" í síðasta blaði hefir misprentast nafn i nokkr- um hluta upplagsins. Átti að standa: Jóhannes Árnason, en ekki Jóhannes Ármann. Trúlofun. Siðastl. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Sigrún Þórðardóttir frá Viðey og Ásgeir Einarsson renni- smiður í Landssmiðjunni. Gestir í bænum. Einar Árnason alþingismaður á Eyrarlandi, Þorsteinn Jónsson kaup- félagsstjóri á Reyðarfirði, Þorsteinn Kristjánsson prestur í Sauðlauksdal, Ingimundur Asgeirsson á Reykjum í Lundarreykjadal, Árni Helgason lækn- ir á Patreksfirði. Ásbjörn Ólafsson bóndi í Skáladal, Jón Þorleifsson kaup- félagsstjóri í Búðardal, Guðjón Jó- hannesson, smiður í Kvígindisdal, Klá- us Eggertsson í Leirárgörðum í Leirár- sveit, Baldur Baldvinsson bóndi á Ó- feigsstöðum í Köldukinn, Þorgils Þor- gilsson á Þorgilsstöðum á Snæfellsnesi, Guðmundur Stefánsson bóndi á Fitjum í Skorradal, Hjálmtýr Jóhannsson bóndi á Saursstöðum í Dölum, Guð- mundur S. Jónsson kaupfélagsstjóri á Sveinseyri, Sigfús H. Bergmann kaupfélagsstjóri á Flateyri, Eyjólfur Sgiurðsson bóndi á Fiskilæk í Mela- sveit. Gagnrýnin á gerð- um Chamberlains ÞaS vakti, sem kunnugt er, mikla og almenna gleði í Eng- landi, þegar fjóTmenningarnir í Miinchen komu sér saman um lausn Tékkóslóvakíudeilunnar, og ófriði var afstýrt. Yfirleitt mun hafa verið talið, að það hafi fyrst og fremst verið Chamberlain að þakka, að .ekki varð ný heimsstyrjöld að þessu sinni, enda var Chamberlain mikið fagnað er hann kom af ráðstefnunni og honum sendur fjöldi heilla- og þakkarskeyta víðsvegar að. Nú virðist þó ann- að hljóð vera komið í strokk- inn. Hvaðanæfa að berast fregnir um óánægju ýmsra merkustu manna í Englandi út- af lausn Chamberlains á Tékó- slóvakíudeilunni, og hann er nú sakaður um að eiga meginsök- ina á því, að Tékkóslóvakíu var skipt og svo illa með hana farið, sem raun varð á. í Tékkósló- vakíu ,er mikil gremja gegn Englendingum og Frökkum út af því, hve eftirgefanlegir þeir voru. Ekki er það heldur furða, því að illa brugðust þessar þjóð- ir því trausti, sem Tékkar báru til þeirra. Því til sönnunar skulu hér tilfærðar nokkrar setningar úr ræðum Soukup, forseta þings Tékkóslóvakíu, er hann flutti síðastliðið sumar fyrir hóp sænskra samvinnumanna, sem voru í heimsókn í Prag. Hann ræddi um Sudetadeiluna og sagði meðal annars: „Við höf- um okkar öflugu hervarnir, en það sem meira er um vert er, að við eigum öfluga vini, sem munu vernda oss, ef eitthvað kemur fyrir. Að baki okkar er hið volduga Rússland, stóru lýð- ræðisríkin England og Frakk- land og öll önnur lýðræðisrík- in. Það er eðlilegt, því að við hér í Tékkóslóvakíu erum út- vörður lýðræðisins í Mið-Ev- rópu og barátta okkar fyrir frelsi er jafnframt barátta fyrir frelsinu og lýðræðinu í heimin- um. Þess vegna erum við örugg- Mi ii ii i ii gar a t höf n um sklpshöfnina er fórst með b.v. „Ólafi44 fer fram í Dómkirkjuimi miðvikud. 16. nóv. klukkan 2 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Allíance, h.f. 15 ár til þess að greiða stofnkostn- aðinn til framkvæmdarinnar. Bæjar- búar og vátryggjandi fá þannig aukið öryggi gagnvart eldsvoða og vátryggj- endur vissu fyrir lækkun iðgjalda af brunatryggingum í framtíðinni. 102 Andreas Poltzer: Patricia 103 um. Fulltrúinn varð var um sig, en svo minntist hann þess, að hann hafði heyrt talað um þessar útgöngudyr áður. Samt sem áður opnaði hann þær ekki. Hann átti ennþá dálítið ógert þarna í húsinu. John Plane, dyravörðurinn, varð ekk- ert glaður, þegar fulltrúinn kom aftur. En hann gætti þess vel, að láta það ekki á sér sjá, því að Whinstone hafði sagt satt, eða nærri þvi satt, þegar hann hafði hótað honum því, að hann gæti hvenær sem væri útvegað honum nokk- urra ára vist i fangelsinu í Dartmoor. — John, ég held, að ég taki yður með mér! sagði hann lágt. — Sir, ég hefi farið eftir fyrirmælum yðar! svaraði Plane hvumsa. — Svo! Til hvers var þá þetta merki með ljósunum? — Herra fulltrúi, það var ekki ég! sór kempan og sárt við lagði. — Hver var það þá? spurði Whinstone stuttur í spuna. — Það er gagnslaust að spyrja mig um það, herra! Hann yppti öxlum. — Heyrið þér, John, ef þér reynið að ljúga að mér, þá fáið þér ekki að reykja cigarettu í næstu þrjú ár, og yður þykir gott að reykja, er ekki svo....? John, hver var það, sem hrópaði á hjálp fyrir dálítilli stundu? — Sir, ég get svarið þess dýran eið, að ég veit það ekki. Það skeður svo margt í þessu húsi.... John Plane þagnaði skyndilega. Orðin virtust hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá fulltrúanum. Efabros lék um andlit hans. — Verra gat það verið, John. En dýri eiðurinn yðar er því miður ekki full- nægjandi trygging fyrir því, að þér segið satt. — Herra fulltrúi, svei mér, ef ég veit það! — John, munið þér eftir ljóshærðu stúlkunni, sem kom inn rétt á undan mér? Risinn kinkaði kolli. — Kemur hún oft hingað? — Þetta er annað skiptið, sem ég sé hana, Sir. — Skyldi hún vera farin? — Ég veit það ekki, Sir. Ég hefi aðeins umsjón með inngöngudyrunum. Það eru aðrar útgöngudyr úr klúbbnum. Fulltrúinn sneri við og ætlaði að fara. — John, munið þetta: Ég vil ekki að fólk hér í klúbbnum viti hver ég er! Við útgöngudyrnar hitti fulltrújnn þjón, þann eina, sem ekki var einkennis- klæddur. Hann hélt á stóru ljóskeri í hendinni og fylgdi Whinstone yfir húsa- ir. Oruggir vegna okkar eigin styrkleika og vegna styrks hinna góðu vina vorra.“ Þessi orð mælti forseti þings- ins í Tékkóslóvakíu tveim mán- uðum áður en fjórveldaráð- stefnan var í Munchen, þar sem „vinirnir“ fórnuðu mörgum beztu héruðum landsins, víg- girðingunum, sem Tékkar höfðu lagt í öll þau verðmæti, sem þeir gátu, og þar með var að miklu leyti fórnað sjálfstæði landsins. Vonbrigði Tékka eru því sannarlega skiljanleg og eðlileg. Hinn heimsfrægi enski hag- fræðingur, Keynes, hefir gagn- rýnt stjórnmálastefnu Cham- berlains mjög ákveðið. „Það hefði verið auðvelt að fá heið- arlega lausn á Súdetadeilunni, ef England, Frakkland og Rúss- land hefðu verið fullkomlega sammála og ákveðin“, segir Keynes. „Hitler og Chamberlain hafa ekki verið á gagnstæðri skoðun heldur í raun og veru sammála, og báðir hafa vitað, að hervæðingin var ekkert annað en leikur, sem aldrei átti að verða veruleiki“, segir hann ennfremur. „Hitler hefir sagt, að takmark hans sé Ukraine, en Tékkóslóvakía með sinn sterka her og í bandalagi við Rússa, var í vegi fyrir honum, til þess að koma þessum áformum sín- um fram, þess vegna var nauð- synlegt að byrja á Tékkósló- vakíu. Svo hefir hann verzlað." „Okkur“, segir Keynes, „hefir hann keypt með flotasamning- um, Frakka með því að segja þeim, að hann óski ekki eftir landvinningum í vestur, ítali með því að lofa að draga sig til baka á Balkan, Pólverj a með því að fórna Þjóðverjum í Schlesíu í bili, og loforðum um að fá hluta af væntanlegum vinning- um í Rússlandi. Það eru aðeins Ítalía og Rússland, sem tapa í hinu pólitíska spili. England og Frakkland hafa ekki tapað öðru en heiðrinum, og vináttu og sambandi við trúfastar og heið- arlegar þjóðir“, segir Keynes að lokum. Eins og greinilega hefir komið fram af stjórnmálaafstöðu tékknesku stjórnarinnar síðan afhending Súdetahéraðanna og víggirðinganna fór fram, á hún ekki annars úrkosta en að reka sem vingjarnlegasta pólitík gagnvart Þýzkalandi og láta þýzku stjórnina ráða stefnu sinni. Tékkar hafa ekki aðeins orðið að láta af hendi víggirð- ingar og iðnfyrirtæki fyrir verð- mæti, er nema um 180 millj. sterlingspunda, heldur og flest þau héruð, sem þeir fengu frá hráefnin til iðnaðarins: járnið, timbrið og olíuna, allt hafa þeir misst, og nú verða þeir að flytja inn nær því öll hráefnin. Sökum þessa hefir útflutningurinn líka minnkað um helming. Iðnaður- inn og allt atvinnulífið er lamað, og landinu er í raun og veru stjórnað frá Þýzkalandi, sem með hin gömlu, voldugu vígi Tékka og hinn þýzka her alveg við óvíggirt landamæri hinnar nýju Tékkoslóvakíu, getur vitan- lega haft öll ráð hennar í hendi sér. Gl. R. Viðr eisnartillögur (Framhald af 1. síðu.) fjárhag ríkisins. Eru þær í stuttu máli þessar: 40 klst. vinnuvikan verður afnumin, ýms gjöld lækkuð um 20%, beinir skattar hækkaðir um 30%, nýr skattur lagður á auka- vinnu- og eftirvinnutekjur, burðargjald bréfa, símagjöld og fargjöld innanlands hækkuð. Von er á fleirum ráðstöfunum frá stjórninni, er hafa það markmið að örfa framleiðsluna, sem minnkað hefir vegna hins stutta vinnutíma, stöðva á- framhaldandi tekjuhallarekstur ríkisins og afla aukins fjár til vígbúnaðar. Miðflokkarnir og hægri flokk- arnir hafa lýst sig fylgjandi þessum ráðstöfunum stjórnar- innar, kommúnistar hafa lýst sig þeim andstæðiT, en afstaða jafnaðarmanna er óákveðin. Franska þingið er nú um það leyti að koma saman. ilillllimimtGAMLA IVótt bak við vígstöðvarjiar Áhrifamikil og listavel leikin þýzk kvikmynd, tek- in af UFA-félaginu. Aðalhlutverkin leika, hin fagra leikkona LIDA BAAROVA og MATHIAS WIEMAN. nýja BíóimtmMmmí STEIXA DALLAS Fögur og tillromumikil amerísk stórmynd frá Uni- ted Artists, samkvæmt samnefndri söga eftir Olive Higgins. Aðalhlutverkin leika: Barbara Stanwick, Anne Shirley, Alan Hale o. fl. Aukamynd: TÖFRASPEGILLINN Litskreytt Mickey Mouse teiknimynd. ::mm Loðdýraræktarfélag íslands heldur sýningu á blárefum og silfurrefum í Græn- metisskálanum í Reykjavík í dag og á morgun. Sýningin verður opnuð báða dagana kl. 10 árd. og dómar fara fram báða dagana, meðan birta leyfir, nema milli kl. 12 og 1 miðdegis. Blárefir verða dæmdir fyrst og síðan silfurrefir, í flokkum eftir aldri, kyni og lit, þannig að fullorðin dýr verða dæmd á undan yrðlingum, dökk dýr á undan ljósum og karldýr á undan kvendýrum. Dómarar verða Ole Aurdal og H. J. Hólmjárn. Sýningarstjóri Tryggvi Guðmundsson, bústjóri Aðgangur, við innganginn, er 1 króna, hvert sinn, sem farið er inn á sýninguna. SýningarneSndin. Eimskipafélagið ,,ísafold“ h. f. E.s. ,.ED D A“ hleður í GENOA, LIVORNO og NEAPEL á tímabilinu frá 28. nóv. til 6. des beínt til Rvk. Umboðsmenu á öllum stöðunum eru: NORTHERN SHIPPING AGENCY, Genoa Upplýsingar bjá: Gunnarí Guðjónssyni skipamiðlara. Símar: 2201 & 5206. Kjarnar — (Essensar) Uöfum birgðir af ýmiskon- ar kjörnnm til iðnaðar. — Afengisverzlun RÍKISIHS 9Núðin6 fer vestur og norður fimmtudag 17. þ. m. kl. 9 s. d. Tekið á móti vörum til hádegis á morgun. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir á morgun. Þer ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlnn Signrðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. TRÚLOFUNARHRINGAR, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavik.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.