Tíminn - 24.11.1938, Page 1

Tíminn - 24.11.1938, Page 1
22. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 24. nóv. 1938 70. blað Jónas Jónsson komínn heim úr Ameríknf erdinni ðOO |iris. Berlínar- Rómarbandalagið ¥ líFOIlll 111 Ungverjar fyléja Itölum Framsóknarmenn héldu honum fjöl mennt samsæti í gærkvöldí Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, kom heim úr Ameríkuför sinni síðastliðið þriðjudagskvöld. Voru þá liðnir 4V2 mánuðir síðan hann lagði af stað. Tíðindamaður Tímans náði stuttu viðtali við Jónas Jóns- son í gær og fékk hjá honum lauslegt yfirlit um ferðalag hans. Var þá hjá honum margt gesta og hafði hann ekki tíma til fyllri frásagnar að sinni. Mun hann líka sjálfur segja lesend- um Tímans nánar frá Vestur- íslendingum og áhugamálum sínum í sambandi við þá, áður en langt um líður. Jónas lagði af stað héðan til Ameríku 8. júlí og var kominn til Winnipeg um næstu mán- aðamót. í byrjun ágústmánað- ar voru haldin hin venjulegu hátíðahöld að Gimli og Hnaus- um og voru þau fjölmennari en nokkuru sinni fyr. Komu sam- tals á báða staðina um 6000 manns, víðsvegar að úr Kanada og Bandaríkjunum. Á þessum stóru samkomum flutti Jónas ít- arleg erindi. Síðan hófust ferða- lög hans. Var ákveðið að fresta ferð hans um Manitoba og Da- kota, þar sem íslendingar eru fjölmennastir, meðan uppsker- an stæði sem hæst, og heim- sótti hann því fyrst þrjár ís- lendingabyggðir vestur í land- inu. Er ein þeirra, þar sem Step- han G. Stephansson bjó, vestur í Klettafjöllum, og fylgdi sr. Rögnvaldur Pétursson honum þangað. Þaðan fór Jónas vestur til borgarinnar Vancouver á Kyrrahafsströnd og ferðaðist suður eftir ströndinni alla leið til landamæra Mexico. Heim- sótti hann íslendinga í þessum borgum: Vancouver, þar sem 600—700 íslendingar eru búsettir, Blaine, þar sem 700—800 íslendingar eru búsettir, Seattle, þar sem 600—700 íslendingar eru búsett- ir, Bellingham, þar sem 60—70 íslendingar eru búsettir, Port- land, þar sem um 50 íslendingar eru búsettir, San Francisco, þar sem eru um 200 íslendingar, Los Angeles, þar sem eru um 300 íslendingar, og San Diego, þar sem um 150 fslendingar eru bú- settir. Auk þessa heimsótti hann íslenzka byggð, sem nefn- ist Tanginn og er á landamærum Kanada og Bandarikj anna.. Frá Los Angeles fór hann til Salt Lake City, en þar er elzta byggð íslendinga í Ameríku. Eru landar þar um 150 og voru þeir nýlega búnir að reisa minn- ismerki um 80 ára landnám sitt. Er það viti með víkingaskipi. -— Þaðan fór Jónas til hins mikla þjóðgarðar, Yellowstone Park, og síðan beina leið aftur til Winnipeg. Eftir að hafa haft þar skamma viðdvöl, hóf hann ferð sína um byggðir íslendinga í Manitoba og Dakota og hélt þar marga fundi og var aðsókn alls- staðar góð. Þegar þeirri ferð var lokið, heimsótti hann landa í ýmsum borgum Bandaríkjanna eins og t. d. Grand Forks, Minneapolis, Washington, New York, Boston o. fl. Skammt frá Minneapolis er íslenzk byggð, í Minneota, sem eingöngu er byggð af Austfirðingum. Kom Jónas þangað og hélt þar fyr- irlestur. Nokkru áður en Jónas lauk þessum ferðalögum, þurfti hann að fara aftur vestur í Kletta- fjöll í sérstökum erindagerðum. í New York varði hann nokkr- um tíma til að kynnast heims- sýningunni, en hann á sæti í íslenzku sýningarnefndinni. í lok októbermánaðar lagði hann af stað frá Ameríku eftir næstum því stöðug ferðalög þar í þrjá mánuði. Ferðaðist hann aðallega með járnbrautunum að næturlagi, til þess að geta not- að tímann á daginn til að halda fundi og heimsækja menn. Auk þessara ferðalaga, sem hér hafa verið talin, fór hann í ýms smærri ferðalög um nágrenni borganna, því landar vildu sýna honum sem mest af hinum nýju heimkynnum sínum. Er það ekki ósennilegt, að enginn íslending- ur hafi ferðast meira á jafn skömmum tíma og Jónas Jóns- son á þessum þremur mánuðum. Jónas lét svo ummælt í lok samtalsins, að erfið fjárhags- kreppa hefði undanfarið þrengt hag Vestur-íslendinga, einkum þeirra, sem stunda landbúnað, en miðað við almenna afkomu þar vestra mættu kjör þeirra yf- irleitt teljast frekar góð og ættu þeir það dugnaði sínum að þakka, enda væru þeir taldir meðal hinna allra atorkusöm- ustu innflytjenda í Vestur- heimi. Samsætið. Framsóknarfélögin í Reykja- vík héldu Jónasi samsæti í gær- kvöldi og sóttu það um 460 manns. Bauð Hermann Jónas- son forsætisráðherra heiðurs- gestinn velkominn heim og færði honum þakkir Framsókn- armanna fyrir hina erfiðu för, sem hann hefði farið til að skapa aukið bróðurþel og sam- vinnu milli íslendinga austan hafs og vestan. Sagði hann m. a., að Austur-íslendingar hefðu ekki átt kost á öðrum fulltrúa æskilegri til slíkrar ferðar. Jón- as Jónsson hefði ekki látíð sér nægja að halda marga fyrir- (Framh. á 4. síðu) Á ísafirði hefir sú eftirtektarverða nýjung verið upp tekin, að kenna vefn- að í barnaskólanum. Er áhuginn svo mikill, að varpa verður hlutkesti um í hvaða röð börnin hljóti tilsögn þessa. Starfsmaður við skólann, Salómon Hafliðason, hefir smíðað einkar hent- ugan vefstól í þessu skyni, en skóla- stjórinn, Björn H. Jónsson, og Anna Björnsdóttir handavinnukennari, eiga heiðurinn af að hafa aukið þessari hagnýtu grein við barnaskólanámið. Eitt hið fyrsta, sem börnin vefa, eru gólfklútar og fullnægja þau nú eftiv- spum verzlana á ísafirði eftir þessari vöru, en áður hafa gólfklútar verið keyptir frá útlöndum. Er ekki að efa, að fleiri barnaskólar og unglingaskól- ar taki upp vefnaðarkennslu, að dæmi ísfirðinga. Vefstóll Salómons mun, á- samt rakningstækjum, ekki kosta öllu meir en 100 krónur. r r t Árið 1933 hófust bændur í Þykkva- bæ, Vetleifsholts- og Bjóluhverfi í Rangárvallasýslu handa um undirbún- ing að áveitu á Safamýri. Var hin fyrstu árin unnið þar með skurðgröfu ríkisins, er áður hafði verið starfrækt norður í Skagafirði, en nú er notuð við framræslu Poranna í Ölfusi. Síðar var unnið að því að handgrafa skurði. Á þessu hausti var lokið við flóðgátt- ina, þar sem vatn til áveitunnar verður tekið úr Ytri-Rangá undan Bjólu. Hefir vatni verið hleypt í skurðina til verður varið úr ríkissj .til styrktar vélbátabyggingf- um á næsta ári Ríkisstjórnin hefir ákveðið, að allt að 150 þúsund krónum af þvi fé, sem ráðgert var að yrði varið úr fiskimálasjóði á næsta ári til að styrkja menn til kaupa á nýtízku togara, verði varið til styrkveitinga til vélbátakaupa, enda verði bátarnir smíðaðir innanlands, og er ráðgert að styrkur geti numið allt að 20— 25% af kostnaðarverði bátanna. Mun ríkisstjórnin bera fram á næsta Alþingi frv. um breyt- ingu á gildandi lagaákvæðum um fiskimálasjóð, í samræmi við það er að framan greinir, og er þegar tryggt, að slík breyting verður samþykkt af Alþingi. Á síðasta Alþingi var ákveðið að verja 50 þús. kr. í þessu skyni, og má því gera ráð fyrir, að alls verði varið 200 þús. kr. á næsta ári til að styrkja sjómenn og útgerðarmenn til vélbátakaupa. Með bréfi til Fiskimálanefnd- ar, dags. í gær, hefir atvinnu- málaráðherra óskað þess, að nefndin birti auglýsingu um þessar fyrirhuguðu styrkveit- ingar, svo að þeim, sem vilja, gefist tækifæri til að senda nefndinni umsóknir um styrk til vélbátabygginga. — Jafnframt hefir ráðherra óskað þess, að fiskimálanefnd geri tillögur um reglur, sem farið yrði eftir við úthlutun styrkjanna, og þau skilyrði sem sett verða í því sam- bandi. Er til þess ætlazt, að af- greiðslu þessa máls verði hrað- að svo, að hægt verði að ljúka smíði bátanna fyrir næstu síld- arvertíð. Birtist auglýsing frá nefnd- inni á öðrum stað hér í blaðinu. Samkvæmt henni eiga umsókn- ir um styrkinn að hafa borizt nefndinni fyrir 10. n. m. þess að skola þá, en sjálf áveitan mun ekki hefjast fyrr en að vori og þá að- eins að nokkru leyti, þar eð ekki verð- ur hægt að halda vatninu á enginu, vegna þess, að meginhluti flóðgarð- anna er enn óhlaðinn. Einnig er enn eftir að grafa nokkuð af skurðum, en því verður unnið næsta sumar. Áveita þessi mun ná til um 1200—1500 hektara lands, og möguleikar á að auka hana stórkostlega. Land þetta liggur undir rösklega 40 býli með nokkurru fleiri ábúendur. Áætlað er að fyrirtæki kosti um 120 þúsund krónur og er þá með reiknaður kostnaður við hleðslu flóð- garðanna. Verður þetta þriðja stærsta áveitufyrirtækið, þegar því er lokið. Safamýri liggur vestan Hólsár og Rangár, ofan Þykkvabæjar, og er talin einhver hinn bezti engjafláki, sem til en hér á landi, slétt og vaxin stör. Hey- fengur úr Safamýri hefir verið nokkuð misjafn af ýmsum sökum, en ávallt numið tugum þúsunda hestburða. t t t Að tilhlutun landbúnaðarráðuneyt- isins hefir Pálmi Einarsson ráðunautur mælt ræktanlegt land þriggja jarða, Stóru-Hellu, Kjalvegs og Munaðarhóls, í grennd við Sand á Snæfellsnesi. Jarð- ir þessar eru allar ríkiseign og eru tvær þeirra að nokkru vaxnar inn í þorpið. Er gert ráð fyrir að landinu verði úthlutað þorpsbúum til rækt- unar og mun sveitarfélagið væntan- lega hafa yfirumsjón þess. Hið ræktan- Þegar horfur voru fyrir Ev- rópustyrjöld í sumar, lýsti Mussolini því oft yfir, að ítalir myndu standa við hlið Þjóð- Þjóðverja, ef til ófriðar kæmi. Siðan hefir ýmislegt komið í ljós, sem bendir til, að Musso- lini hafi verið öllu líklegri til að bregðast þessu loforði sínu en efna það, enda þótt hann hafi síðan haldið áfram opinberlega að lýsa vináttu sinni við Þýzka- land. Sérstaklega þykir það hafa komið fram í landþrætumáli Tékkóslóvakíu og Ungverja- lands, að samvinna ítala og Þjóðverja væri hvergi nærri eins örugg og einlæg og yfirlýs- ingar þeirra Hitlers og Musso- lini benda til. Það er vitanlegt, að Musso- lini studdi kröfu Ungverja eftir megni og að það var fyrir til- verknað hans, hversu langt var gengið til móts við þær. Hins- vegar studdi Hitler Tékkósló- vakíu, sem Þjóðverjar telja orð- ið nokkurskonar skattland sitt, og fékk því framgengt, að Rut- henia var ekki afhent Ungverj- um. Tilgangur Hitlers með því, að láta Rutheniu vera áfram í sambandi við Tékkóslóvakíu, er talin þrennskonar: í fyrsta lagi búa þar nær eingöngu U- krainiumenn og er vel hugsan- legt að þeir geti unnið að auk- inni sjálfstæðishreyfingu meðal Ukrainíumanna í Rússlandi, en þeim hluta Rússlands hefir Hitler haft augastað á sem þýzkri hjálendu, eins 'og greini- lega kemur fram í „Mein Kampf“. Nafni Rutheniu hefir nú verið breytt til samræmis við þessar fyrirætlanir og heitir hún orðið Karpato-Ukraina. í öðru lagi er það eðlilegasta leið- in fyrir þýzka herinn, ef hann ræðst inn í Rússland, að fara yfir Tékkóslóvakíu, Rutheniu og þaðan yfir Rúmeniu eða Pól- land. í þriðja lagi hefðu sam- eiginleg landamæri milli Ung- verjalands og Póllands skapað meiri mótstöðuþrótt hjá þess- um ríkjum gegn yfirráðum Þjóðverja í Mið-Evrópu. lega land þessara þriggja jarða er talið nema um 400 hektörum, en nokkuð af því er þegar nytjað. Úthlutun landsins og ræktun þess á að geta hafizt næsta ár. — t t t Pálmi Einarsson hefir einnig gert ýmsar jaröabótamælingar í grennd við Ólafsvík. Mældi hann ræktanlegt land jarðarinnar Possárdals, sem er eign hreppsins, og athugaði skilyrði til jarðabóta að Próðá, sem er eign Kaup- fél. Ólafsvíkur. Er ráðgerð uppþurrk- un á Fróðárengi, samhliða áveitu. Jafnhliða því þarf að hamla ágangi Fróðár, en enginu er nokkur hætta bú- in af völdum árinnar. Engið er nær 100 ha að stærð. Ætlazt er til að fram- kvæmdir þessar hefjist næsta vor og ættu þær að geta bætt úr bráðri þörf íbúa Ólafsvíkur fyrir heyskaparland. Hafa þeir á undanförnum árum jafn- vel orðið að sækja heyskap suður i Staðarsveit og er það mjög miklum erfiðleikum bundið. t t t Prestskosning fór fram í Dýrafjarð- arþingum fyrir skömmu. Var einn um- sækjandi, séra Eiríkur Eiríksson. Hlaut hann 107 atkvæði af 111 greiddum. Voru þrír seðlar ógildir, en einn auð- ur. Á kjörskrá voru 167 menn. r r t Guðmundur S. Jónsson kaupfélags- stjóri á Sveinseyri við Tálknafjörð (Framh. á 4. síðu) Ciano greifi, tengdasonur Mussolini og utanríkis- málaráðherra ítala. Aðstaðna í Mið-Evrópu er orð- in sú, að Ungverjar hafa ekki nema um tvennt að velja: Að leita stuðnings hjá ítölum eða Þjóðverjum. Sú stjórn, sem nú fer með völd í Ungverjalandi, hefir valið fyrri kostinn, enda bera Ungverjar tortryggni til Þjóðverja frá fornu fari og hafa orðið að þola margt misjafnt af þeim. Þetta sést m. a. á því, að stjórnin reynir mjög að sníða stj órnarfarið eftir fyrirmyndum frá ítölum en ekki Þjóðverjum. í ungverskum blööum birtast að jafnaði itarlegar frásagnir um framfarir í Ítalíu, en sára- litlar fréttir frá Þýzkalandi. Nazistaflokkurinn, sem fengið hefir styrk frá Þýzkalandi, hef- ir verið bannaður. Síðan í marz- mánuði í ár hafa kaup Ung- verja á hergögnum meira en fimmfaldazt í Ítalíu, en sama og ekkert aukizt í Þýzkalandi. Ungverski herinn, sem nú er aukinn stórkostlega, fær meg- inhlutann af hergögnum sínum frá Ítalíu. f þýzkum blöðum sézt greini- lega, að Þjóðverjum er ekkert um vígbúnað Ungverja og að þeir tortryggja yfirlýsingar stj órnarinnar um vinarhug í garð Þýzkalands. Mörg atvik sýna, að Mussolini leggur mikla áherzlu á, að vinna vináttu Ungverj alands, einkum síðan Austurríki leið undir lok. Þá bendir og margt til þess, að Mussolini leiti eftir meira vinfengi Pólverja og vilji fá þá og Ungverja til að ganga i Berlínar-Rómarbandalagið. — Með stuðningi þessara tveggja ríkja telur Mussolini sig geta orðið máttarmeiri í bandalag- inu en Hitler. Með brezk-ítalska sáttmál- anum hefir sambúð Breta og ít- ala mikið batnað og hefir síðan komið til orða, að ítalia og Eng- land hefðu með sér samvinnu til stuðnings Rúmeníu og Jugo- slavíu á þann hátt, að þessi lönd verði óháðari Þjóðverjum í viðskiptalegum efnum. Ferðir Carol konungs og Pauls ríkis- stjóra til London eru einmitt taldar standa í sambandi við þau mál. Hið aukna vald Þýzkalnads hefir auðsjáanlega gert Musso- lini ljóst, að heppilegast sé að vera við öllu búinn, og hann hefir jafnan fylgt þeirri stefnu að meta meira hagsmuni Ítalíu en gefin loforð, hverjir sem hafa átt í hlut. Aðrar fréttir. Ensku ráðherramir Cham- berlain og Halifax komu til (Framh. á 4. síðu) Á KROSSGÖTUM Vefnaðarkennsla í barnaskóla. — Safamýraráveitan. — Ræktun á Hellissandi. — Fróðárengjar. — Prestskosning. — Úr Tálknafirði Á víðavangi Mbl. í gær er með ónot út af grein Eysteins Jónssonar fjár- málaráðherra um gjaldeyris- málin. M. a. segir blaðið á þessa pessa leið: „Hvað þýðir að tala um nauðsynina á aukinni fram- leiðslu, meðan ekki er séð fyrir hinu, að framleiðslan geti borið sig. Á þetta----minnist fjár- málaráðherrann ekki einu orði í grein sinni*). * * * En í greininni segir fjármála- ráðherrann m. a. á þessa leið: „Það verður að gera nýtt átak til þess að auka framleiðslu- starfsemina í öllum greinum og gera aðgengilegra en verið hefir að stunda þær framleiðslugrein- ar, sem mest hafa dregizt sam- an undanfarið.------Það þarf að gera ráðstafanir til þess, að það borgi sig ekki ver en flest eða allt annað að stunda þá bjargræðisvegi, sem eru undir- staða utanríkisviðskiptanna“. — Maður skyldi ætla, að þeir Mbl,- menn hefðu alls ekki lesið grein fjármálaráðherrans áður en þeir skrifuðu um hana. En svona eru „röksemdirnar frá Múla“! * * * í Reykjavík eru nú um 70 ung- lingar hafðir í eins konar skóla- vinnu 3 stundir á dag, til að forða þeim frá algerðu iðjuleys- islífi, og fá þeir auk þess nokkra aðra kennslu. Ríkisstjórnin styrkir starfsemina, en hefir sett það skilyrði, að ekki séu greiddar nema kr. 1,50—2,00 fyr- ir þriggja stunda vinnuna. Áður borgaði bærinn unglingunum Dagsbrúnartaxta, og eru sum bæjarblöðin með hnútur til at- vinnumálaráðherra fyrir þessa sjálfsögðu breytingu. ❖ * Það þýðir sjálfsagt lítið að sakast um það, hverjir borið hafi ábyrgð á flutningi kara- kúlfjárins hingað, enda hefir það eflaust verið gert í góðri trú og ekki í þeim tilgangi að gera bændum landsins tjón. En Morgunblaðinu og ísafold til uppfræðingar skal það þó tekið fram, að karakúlféð var flutt inn í landið, meðan Þorsteinn Briem var landbúnaðarráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn bar á- byrgð á ríkisstjórninni. En manni þeim, sem sótti kindurn- ar til Þýzkalands, var vottað al- veg sérstakt traust af landbún- aðarráðherranum skömmu síð- ar og hann gerður að frambjóð- anda fyrir flokk ráðherrans í næstu kosningum. Þetta er hér fram tekið vegna þess, að sum blöð virðast halda, að óhöpp þau, er orðið hafa í sambandi við þetta mál, geti orðið þeim til pólitísks ávinnings. * * * Ástæða er til að vekja athygli á hinni nýju ákvörðun ríkis- stjórnarinnar, að verja 200 þús. kr. í styrki til að koma upp vél- bátum, 20—25% af kostnaðar- verði. Er hér um mikilsvert at- riði að ræða í baráttunni fyrir eflingu framleiðslunnar við sjávarsíðuna. * * * Vísir segir, að innflutnings- höftin hafi verið talin algerlega einhlít til að ráða bót á öllum viðskiptaörðugleikum landsins. Þessu hefir nú raunar aldrei verið fram haldið. Annars má vel benda Vísi og sálufélögum hans á það, að ef saltfisksút- flutningurinn hefði haldizt sá sami eða svipaður og hann var, þegar hert var á innflutnings- höftunum, þá væru hér nú á- reiðanlega engir gjaldeyrisörð- ugleikar, heldur þvert á móti, svo framarlega sem höftunum hefði verið áfram haldið. * * * Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa enn ekki gert grein fyrir því, hvers vegna þau hvöttu Sjálf- stæðisflokksverkamenn í Dags- brún til að greiða atkvæði með (Framh. á 4. síðu) *) Leturbr. Tímans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.