Tíminn - 24.11.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.11.1938, Blaðsíða 3
70. blað TÍMIM, flmmtndagini 24. nóv. 1938 279 B Æ K U R Eimreiðin, júlí—september, 3. hefti, XLTV. ár. í þessu hefti er löng og fróð- leg grein um „Ullarmálið“ svo- nefnda eftir dr. Helga P. Briem. En ullarmál þetta var svo vaxið, að á stríðsárunum varð íslenzka ríkisstjórnin, vegna samninga sinna við Breta, að taka eign- arnámi allmiklar ullarbirgðir, er fyrirliggjandi voru í landinu, og voru þær greiddar samkvæmt mati. Eigendur að nokkrúm hluta þessarar ullar, voru sænskir menn, og gerðu þeir skaðabótakröfu, að stríðinu loknu og studdi sænska stjórnin mál þeirra. Ágreiningurinn var lagður fyrir sáttanefnd, er skip- uð var einum íslendingi, einum Svía og einum Norðmanni, og varð málstaður íslendinga ofan á að lokum. — Dr. Stefán Ein- arsson ritar um Einar H. Kvar- an og Áskell Löve um háskóla- bæinn Lund í Svíþjóð, en höf. stundar þar nú nám í grasa- fræði. — Smásögur eru þarna eftir Sigurð Helgason o. fl. Þá eru hinir venjulegu greinakafl- ar: Við þjóðveginn, Raddir og Ritsjá. Og ýmislegt fleira læsi- legt er að finna í riti þessu. Þórunn Magnúsdóttir: Líf annara. — Bókaverzlunin Mímir h.f. — Reykjavík 1938. Þetta er skáldsaga, eða þó öllu heldur þrjár smásögur, lauslega tengdar saman í heild. Umgerð- in er þessi: Ung stúlka kemur heim úr utanför til að stofna heimili með unnusta sínum á æskustöðvum sínum í miðlungs- stórum kaupstað. Hjónaefnin ungu mæta á götunni ýmsu fólki, sem stúlkan man óljóst eftir frá fyrri dögum, en nánari lýsingu á þessu fólki fær hún að heyra á heimili frændkonu sinnar, sem safnar saman kunn- ingjakonum sínum við kaffi- borðið. En smásögurnar þrjár, er á eftir fara, greina frá æfi- sögu þessa fólks og daglegu lífi eins og það er í raun og veru. Aðalpersónurnar tvær, ungl- ingsstúlkan með hina óslökkv- andi menntaþrá og konan, sem felur ógæfusamlega ást á bak við dagsins önn, verða lesand- anum minnisstæðar. Móðirin, sem vitjar mannsins síns dauð- vona á sjúkrahúsinu, er e. t. v. nokkuð vafasöm á köflum, en sumt er þó prýðilegt í þeim hluta bókarinnar. Val Þorsteins milli berklanna og krabba- meinsins, mætti vera söguefni út af fyrir sig og meir um vert en þaö, sem frá er sagt. Lýsingin á því, þegar þau hjónaefnin mæta Halli í Hreið- DEIMILIÐ Grænkálið í garðinnm. Það er kominn vetur, en mildur vetur, enn sem komið er. Fyrir löngu búið að taka allt upp úr görððunum, og því ekki meira þangað að sækja. Veit ég þó enga skemmtilegri aðdrætti að eldhúsinu, en í góðu veðri að sækja matinn út í garðinn sinn. Það eina, sem kann að vera eft- ir nú, er grænkálið. Þetta grænkál er mikils virði, einmitt á þessum tíma, þegar sólarljóssins nýtur svo lítið, og við megum lifa mestallan vet- urinn í húsum inni. Þess meiri þörf höfum við á því að hafa fæðu, sem er auðug af fjörefn- um, eins og grænkálið er. Allir, sem hafa gefið því gaum, hvaða áhrif það hefir á skepnurnar á vorin, þegar þær fá nýja grasið, ættu að geta skilið þetta. Þó skepnur séu eft- ir veturinn daufar, latar og silalegar, þá eru þær orðnar glaðlegri á svip, hraustlegri og fjörlegrú, þegar þær eru búnar að bíta grænt grasið svo sem vikutíma. Svipaða hollustu höfum við af grænkáli og grænmeti, og kemur það að beztum notum sé það borðað hrátt, eins og það kemur af jörðinni, ekki að sjóða það. Einfaldasta og bezta aðferðin við notkun grænkáls, er að borða það niðurskorið með hafragraut eða skyri. Saxaö grænkál. Kálið er þveg- ið og hreinsaðar úr því allar arsholti, er orð í tíma talað: „Bóndinn i Hreiðarsholti er skörulegur maður. Hann er hvorki axlasiginn né hokinn í hnjáliðunum, og þó dregur eng- inn í efa, að hann hafi unnið sína sveitavinnu frá blautu barnsbeini. Svona geta sumir erfiðismenn dregið dár að þeirri trú, að menn hinna vinnandi stétta hljóti að vera gengnir úr öllum líkamlegum skorðum. Hann tekur ekki upp tóbaks- punginn og snússar sig beint fyrir framan ungfrúna sigldu, heldur ekki snýtir hann sér með berum fingrunum, og þurkar sér á buxunum utanfótar. Nei, því að Hallur í Hreiðarsholti er mjög venjulegur íslenzkur bóndi, og hefir andstyggð á sóðaskap og öllum andhælis- hætti“. — Réttmæt sneið til þeirra höfunda, sem gera sér far um það helzt að draga fram ýmiskonar afkáraskap í fasi sveitafólks hér á landi. Eftir þennan höfund hafa áð- ur komið út „Dætur Reykjavík- ur“ og „Að Sólbakka“. skemmdir. Síðan skorið smátt niður með járni á fjöl. (Má nota vel hreinsað tóbaksjárn). Séu leggirnir orðnir harðir og trén- aðir utan, eru þeir flysjaðir áð- ur en þeir eru skornir. Þegar allt er vel saxað saman, er kálið lagt upp í skál og borið á borð með hafragraut og mjólk eða skyri. Grænkálssúpa: 2 1. kjöt- eða grænmetissoð, 400 gr. grænkál, V2 kg. kartöflur, 40 gr. smjör, 40 gr. hveiti, salt. Smjörið brætt og hveitið hrært saman við. Þetta þynnt út með heitu soðinu, og soðið í 10 mín. Grænkálið þvegið og hreinsað, skorið smátt og sett út í súpuna, en ekki soðið meir. Borið á borð vel heitt, með brúnuðum kartöflum eða brún- uðum fransbrauðsteningum. — Súpan söltuð eftir smekk. Hreinsað, saxað grænkál, er gott út í allskonar kjötsúpu. Þeim, sem óvanir eru græn- káli, þykir það stundum bragð- betra soðið, og set ég því eina fyrirsögn með soðnu grænkáli. Grænkáls jaf ningur: 300 gr. grænkál, 100 gr. smjör, 70 gr. hveiti, 4 desil. mjólk, Salt, sykur, pipar. Grænkálið er þvegið og hreinsað og soðið í litlu salt- vatni í 20 mínútur. Kálið sett upp í gatasigti og saxað mjög smátt. Smjörið brætt, hveitið hrært út í og þynnt út með sjóðandi mjólkinni. Jafningur- inn soðinn í 10 mín. og græn- kálið sett út í ásamt bragðefn- unum. Borðað með kjöti og fiskréttum. Góðar húsfreyjur, látið ekki grænkálið standa ónotað i garð- inum. J. S. L. Beztu kolin Síinar: 1964 og 4017. Útbreiðið TÍMANN svo hér til viðbótar hinn ugg- væni flótti íslenzkra bænda og sveitaæskunnar, úr sveitunum til strandarinnar, á mölina, í kaupstaðina, og þó einkum og sérstaklega hingað til Reykja- víkur. Allar þessar orsakir vinna, hver um sig og sameiginlega, að því að skapa og viðhalda því ó- fremdarástandi, sem nú ríkir hér í þessum málum. En fæstar þessara orsaka 'eru þess eðlis, að líkur bendi til, að bráður bati komi af sjálfu sér. Lítil líkindi eru til þess, að tækniþróunin hafi nú þegar náð hámarki sínu, hvað þá að al- mennt verði horfið frá véltækni til frumstæðari hátta um fram- leiðslu. Engar likur benda til að meðalaldur íslenzku þjóðarinn- ar fari lækkandi, — þvert á móti. Og flestir munu vera orðnir lítiltrúaðir á, að hið sjúklega öfugstreymi í þjóðar- líkamanum, — flótti bændanna frá mold til malar, læknist skyndilega, — nema þá eitt- hvert kraftaverk gerist með þjóð vorri. — Flest rök hníga að því, að enn um skeið, ef til vill um langa framtíð, muni haldast það ástand, að eigi verði unnt, eins og áður fyr, að fá öllum þeim bæj arbúum arðbæra, hæfilega vinnu, sem af barns- aldri eru komnir. Ráðstafanir þær, sem hið opinbera gerir til þess að ráða bót á böli atvinnu- leysisins, ber því að miða við það, að meginorsakir núverandi atvinnuleysis séu langvarandi fyrirbrigði. En eins og augljóst má vera af því, sem áður greinir, eiga aðgerðir til úrbóta á atvinnu- og iðjuleysi æskumanna fyrst og fremst að framkvæmast sem uppeldismál. Oftlega hefir verið á það bent og leidd að því rök, — einnig í þessari grein, — að þegar svo er ástatt í landi eða borg, að eigi er til næg, arðsöm vinna fyrir alla, sem eru færir og fús- ir til að vinna, og eigi reynist kleift að auka markað fyrir vinnu svo, að allir fái nóg að gera, þá verður vitanlega fyrst og fremst að tryggja þeim, sem þyngstar verða byrðar að bera, þá atvinnu, sem til er. En þessir einstaklingar eru þeir, sem hafa fyrir heimili að sjá, heimilisfeð- urnir; ennfremur einstæðar mæður og þeir aðrir, sem vegna heimilisástæðna verða að vera forsjá og fyrirvinna systkina, móður eða föður. En ef nú eigi er hægt að tryggja þeim þenna rétt til vinnunnar með öðru móti en því, að einhverir aðrir, sem nú keppa við þá um vinnu, víki af vinnumarkaðinum, þá verður svo að fara. Meiri þörf verður að ganga fyrir minni þörf. En ef eigi er unnt að fá öllum þeim mönnum arðbæra vinnu, sem vinna kunna og vinna vilja, — en það skal fyrst reynt, — hverjir eigi þá að hverfa af vinnumarkaðinum? Fyrst þeir, sem hvorki kunna, nenna né vilja vinna, þótt vinnu hafi. Þá eiginkonur manna, sem hafa sæmilega eða góða atvinnu, ef þær eigi hafa með höndum sérfræðileg störf eða aðra vinnu, sem auðvelt er að fá leyst jafn vel af hendi af öðrum, sem hafa meiri þörf vinnunnar. Svo koma þeir, sem vegna aldurs, að lokinni langri starfs- æfi, eru vel að hvíldinni komnir. Loks koma svo æskumennirn- ir, en þó fyrst og fremst hinir yngstu þeirra, sem eru á aldrin- um 14—18 ára. En hvað á þá að gera við þenna stóra hóp æskumanna, ef hann í ríkara mæli en orðið er, verður að víkja af vinnu- markaðinum? Því að það væri vissulega að bæta gráu ofan á svart og að færa æskuna úr öskunni í eldinn, að svifta hana atvinnumöguleikum í ríkara mæli en orðið er, ef ekkert ann- að betra kæmi í staðinn. (Meira). Ludvig Guðmundsson. ÚTSÖLUMENN TÍMANS Mnnið að gera skil til innheimtn blaðsins í Rvík fyrir áramótin. Innheimtnmenn út nm land ættu einnig að senda skilagrein sem fyrst. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Freyju-kaffibætir. Þið, sem enn ekki hafið reynt Freyjju- kaffibæti, ættuð að gera það sem fyrst, og þér munuð komast að sömu niðnr- stöðu og Maja. „Já, þetta er hinn rétti ilm- ur“, sagði Gunna, þegar Maja opnaði „Freyju“- kaffibætispakkann. „Nú geturðú verið viss um að fá gott kaffi, því að nú höfum við hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefi sannfærzt um það eftir mikla reynslu að með því að nota kaffibætir- inn „Freyja“, fæst lang- bezta kaffið. - Kaup og sala - Ullarefni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. H. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sírni 2744. Bezta Munnfóbakið Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Biðjið kaupmann yðar um B.B. mnnntóbakið Fœat allsstaðar. 120 Andreas Poltzer: minnsta kosti þóttist blaðið hafa fundið skýringuna. Það flutti svolátandi eftir- tektarverða grein: Þjófurinn er ekki listelskur maður í venjulegum skilningi. Hann er ekki á hnotskóg eftir fallegum arinhillum yfir- leitt, heldur er hann að leita að einni ákveðinni hillu, sem týndist fyrir 155 ár- um, og sem þá var eign hins fræga leik- ara David Garrick, sem átti heima í húsi við Adelphi Terrace. Hús þetta höfðu þeir Adams-öræður byggt og eins höfðu þeir smíðað hina fögru arinhillu i dag- stofunni, sem Garrick hélt afar mikið upp á. Þegar Garrick dó, árið 1779 arfleiddi hann einn af beztu vinum sínum, Palmer leikara, að arinhillunni. Palmer dvaldi uppi í sveit, þegar Garrick dó, og kom ekki til London fyr en sex vikum eftir andlát hans. Þegar heim kom sagði systir Palmers honum, að arinhillan frá Gar- rick hefði verið send þangað heim, en hún hefði verið svo fyrirferðarmikil, að systirin seldi hana í fornsölu fyrir fáeina shillinga. Palmer œtlaði af göflunum að ganga yfir þessu hugsunarleysi systur sinnar. Hann leitaði að horfnu arinhillunni um alla London, en tókst ekki að finna hana. En ástœðan til þess, að Garrick hafði Patricia 117 þegar hann kom í fyrra skiptið. ... ? Sir William brann af forvitni. — Þér vitið, Sir William, að þessi kyn- legi þjófur stal alltaf svokölluðum Ad- ams-arinhillum. Ég tók þegar í stað eftir, að arininn á skrifstofu Kingsley lávarð- ar var af þessari gerð. En vitanlega var það lítil sönnun fyrir tilgátunni. Rauðu blettirnir á símatækinu — ég sá undir eins að þeir voru ekki blóð- heldur litar- blettir — komu mér á sporið. Þegar ég athugaöi arinhilluna betur, sá ég að platan undir henni var máluð með rauð- um lit. Eins og þér munið, var arininn nálega aldrei notaður. Þegar nú, aldrei þessu vant, var kveikt upp í honum þetta kvöld, bráðnaði rauði liturinn. Ég hefi athugað, að þetta getur komið fyrir um ýmsan lit, jafnvel þótt hann hafi verið þurr árum saman. Þjófurinn hafði þá reynt að ná hill- unni af, en hann varð fyrir óvæntum erfiðleikum. í fyrsta lagi var hillan ærið föst og í öðru lagi var eldur í arninum. Samt myndi honum hafa tekizt þetta — við megum ekki gleyma því, að hann var nautsterkur, eins og marka mátti af þeim þungu arinhillum, sem hann hafði stolið áður — en hann var ónáðaður við verkið þegar ungfrú Holm kom ipn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.