Tíminn - 26.11.1938, Page 1

Tíminn - 26.11.1938, Page 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRN ARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 3918 og 3720. 22. árg. Reykjavík, laugardagmn 26. nóv. 1038 71. blað Eriendur gjaideyrír og byggingar Það mætti byggja miklu meira í Reykja- vík, eí erlenda gjaldeyrinum til efnis- kaupa væri betur varið Viðtal við Þóri Baldvinsson byggingameistara Fátt er tíffræddara í landinu í einn fermetra af vikurein- en gjaldeyrismálin. Blöff og ein- angrun fer þannig um 70 aura virði af sementi. miðað við nú- staklingar bera fram háværar kröfur og heimta innflutning og aftur innflutning, en sam- hliða kröfunum sjást sjaldan effa aldrei raunhæfar vísbend- ingar um það, hvernig þetta megi verffa og hvaðan gjald- eyririnn eigi aff koma. í flest- um atriffum Iifir og breytir þjóffin eins og allt sé í stak- asta lagi og af me?ta nægta- brunni aff taka. Tíminn hefir allt nýlega átt tal við Þóri Baldvinsson bygg- ingameistara um innflutning byggingarefna. Ummæli hans og upplýsingar um þessi mál fara hér á eftir: — Fyrir nokkru síðan komu fram sterkar kröfur frá bygg- ingamönnum og byggingaefna- innflytj endum í Reykjavík, um það, að flutt yrði inn efni til bygginga í allstórum stíl. Ekki varð því neitað, að veruleg þörf var fyrir þessar vörur eins og komið var. Þrátt fyrir það var þó kröfum þessum ekki full- nægt nema að nokkru leyti, af þeirri einföldu og löglegu á- stæðu, að gjaldeyrir var ekki fyrir hendi. Þetta urðu menn að láta sér nægja, og svo var ekki meira um það talað. En hver var nú ástæðan fyr- ir því að skortur varð á gjald- eyri fyrir þessar vörur? Var or- sökin raunverulega eingöngu sú, að upphæðin, sem ákveðið hafði verið að verja til inn- kaupa á árinu á þessum vöru- tegundum, hefði upphaflega verið ónóg? Ég vil svara þeirri spurnángu neitandi. Ástæðan var sú, að við kunnum ekki að verja þeim gjaldeyri, sem við höfðum yfir að ráða. Ég vil nú gera lítillega grein fyrir því hvað ég á við með þessum orðum. í Reykjavík eru aðallega nú notaðar tvær aðferðir við ein- angrun útveggja i íbúðarhús- um. Önnur þessara aðferða er í því fólgin, að steyptar eru vik- urplötur ca. 7 cm. þykkar úr blöndu 1:10 og þeim síðan hlaðið innan á steypuveggina. verandi útsöluverð, en annað erlent efni fer ekki til þessar- ar einangrunar. Hin einangrunaraðferðin er í því fólgin að innan á stein- veggina er slegið tvöfaldri timburgrind, vanalega úr list- um, sem eru 2.5 cm. á hvorn veg. Efnið í grind þessari kostar um 50 aura á hvern fermetra. Á þessa rimlagrind er settur tvöfaldur asfaltpappi og kost- ar hann ca. kr. 1.10 á fermetra. Þá er borðviður settur innan á grindina og er venjulega not- aður til þess mótaviður eða 1X5” borð, en fetið af því kost- ar með útsöluverði ca. 13 aura, eða fermetrinn ca. kr. 3.30. Að lokum er fest vírnet á borða- klæðninguna, en það kostar 55 aura á fermetra. Saumur og vír er auk þess notaður við festingu og uppslátt, en svo lít- ið, að í sambandi við kostnað á fermetra er tæpast ástæða til að reikna það sérstaklega, þó það vitanlega nemi nokkurri upphæð á stóru húsi. — Sam- kvæmt framantöldu er því út- söluverð á erlendu efni í ein- angrun af þessu tagi kr. 5.45 pr. fermetra á móti kr. 0.70 ef vikureinangrun er notuð, og er þá verðmismunur kr. 4.75 á hverjum fermetra. Á algengri villubyggingu, sem er 12X9 metrar að stærð, með veggjaeinan'grun á tveimur hæðum, nemur þessi mismunur ca. kr. 800.00, eða 80 þúsund krónum á 100 húsum af þeirri stærð. Þá vil ég einnig benda á ann- að atriði í sambandi við gjald- eyriseyðslu til byggingaefna. Við veggjagerð steinhúsa er aðallega um tvær aðferðir að ræða hér í Reykjavík, en það eru járnbentir og ójárnbentir veggir. Með fyrri aðferðinni eru veggir á tveggja hæða húsi 18—20 cm. þykkir, steypubland- an 1:5, og í hvern fermetra í vegg notuð ca. 4.70 kg. af steypustyrktarjárni. Með síðari aðferðinni eru veggirnir hafð- ir ca. 23—25 cm. að þykkt, steypublandan 1:8, og í hvern fermetra í vegg notað ca. 1.50 kg. af steypustyrktarjárni. Verðmismunur þessara tveggja aðferða, miðað við útsöluverð á erlendu efni, sem til þeirra fer, er ca. kr. 2.50 pr. fermetra, og ef miðað er við sömu tegund af húsi og áður var getið, kr. 500.00 á hús eða 50 þúsund krónum á 100 húsum. Að lokum vil ég geta þessa: Vikureinangrun með 7 cm. vik- urplötum hlöðnum þurrum inn- an á steypuveggi og með ca. 1 cm. bili milli veggja og plata, einangrar betur en timbur og pappa einangrunin, og auk þess fúnar hún hvorki né brennur. Járnbent steinsteypa er aft- ur á móti sterkari en ójárn- bent, eða lítið járnbent steypa. Styrkur járnbentu steypunnar er þó ekki nauðsynlegur í smærri hús, eða 2ja til 3ja hæða hús og dugar þar full- komlega lítið járnbent steypa. Ég hefi nefnt hér aðeins tvo liði af mörgum. Það mætti byggja mikið meira í Reykjavík fyrir sama magn af erlendum gjaldeyri, ef vel væri með hann farið. Fjárhagsvandræðí Frakka Chamberlain og Halifax eru nú komnir heim úr Parísarför- inni. f opinberri yfirlýsingu segir, að fullkomin eining hafi ríkt á ráðherrafundinum. Full- víst þykir, að samkomulag hafi náðst um aukna hernaðarlega samvinnu Breta og Frakka. Samkomulag varð um að veita Franco ekki' hernaðarréttindi að svo stöddu. Nokkru eftir Munchensætt- ina skýrði Leon Blum, foringi franskra jafnaðarmanna, frá því í blaði sínu, að loftvarnir Frakka væru í fullkomnu ólagi og gætu Frakkar því ekki of- metið það lán, að ekki kom til ófriðar. Um líkt leyti skýrðu mörg frönsk blöð frá því, að Daladier hefði átt frumkvæði fjórveldaráðstefnunnar i Miin- chen og beðið Chamberlain að fá Mussolini til að hvetja Hitler til friðsamlegs samkomulags. Þetta tvennt gefur bezt til kynna, hversu illa Frakkar telja sig búna undir ófrið. Innanlandsmál Frakka hafa líka verið með þeim hætti sein- ustu árin, að bæði atvinnuveg- irnir og fjármál ríkisins eru í hörmulegasta ástandi. Frá því Poincaré lét af völdum 1929 hefir engin stjórn getað haft taumhald á fjármálunum. — Skuldir ríkisins og tekjuhalli hafa stórvaxið með ári hverju. Hver sú stjórn, sem reynt hef- ir að ráða bót á þessu ástandi, hefir óðara komizt í minna- hluta í þinginu. Nægir í þeim efnum að minna á stjórnir Doumerque, Lavals, Flandins og Blums. Hinar margþættu mótsetningar í þinginu hafa valdið því, að aldrei hefir feng- izt traustur meirihluti til að gefa nokkurri stjórn frjálsar hendur til viðréttingar fjár- hagnum. Sá galli þingræðisins, að þingið reynir að gera ríkis- stjórnina að valdalausu verk- færi sínu, hefir komið þar ó- tvírætt fram. En margir telja að gifta enska þingræðisins byggist einkum á því, að þing- ið hafi skilið, að stjórnin yrði að ráða miklu og það ætti ekki að grípa fram fyrir hendur hennar, nema fyllsta nauðsyn bæri til. Þingið ætti að vera á varðbergi, en láta ríkisstjórnina stjórna. Ástand atvinnuveganna, einkum iðnaðarins, hefir verið sízt betra en afkoma ríkis sjóðsins. Mesta reiðarslagið fékk iðnaðurinn með 40 kl.st. vinnuvikunni, sem Blum- stjórnin kom í framkvæmd sumarið 1936. Engin einstök ráðstöfun hefir átt meiri þátt í A. Fjölgun refa. — Félagsmál í Austur-Barðastrandarsýslu. stapa. — Úr Skagafirði. — Útflutningur síldarafurða. - Ræktun á Arnar- Kaupsamningar Myndin er af kínverskri stúlku, Mlle Lucy Tou, er kínverska stjórnin hefir nýlega sent sem fulltrúa sinn til Frakklands. Samkvæmt skýrslum Loðdýraræktar- félagsins, eru nú til hér á landi um 4140 silfurrefir, þar af 2325 yrðlingar. Eru þessi dýr í eigu 367 manna, og eru þá ekki meðtaldir þeir, er keypt hafa silfurrefi í haust. Af þessum dýrum voru 646 sýnd á sýningum í haust og hlutu 168 fyrstu verðlaun, 187 önnur verðlaun og 175 þriðju verðlaun. Blá- refir í eldi eru taldir vera um 800 og eigendur þeirra alls 51. Voru 87 blá- refir sýndir í haust og náðu 16 fyrstu verðlaunum, 18 fengu önnur verðlaun og 25 þriðju verðlaun. Samkvæmt þess- um upplýsingum hefir blárefum fjölg- að frá í fyrra um 300 dýr, en silfurref- um um 1940 dýr. Árið 1936 voru silfur- refirnir taldir vera alls 1378, en blárefir 319. r t t Þorsteinn Brynjólfsson bóndi í Beru- firði, hefir sagt Tímanum ýmsar frétt- ir af félagsmálum í Austur-Barða- strandarsýslu. Fyrir tveim árum stofn- uðu ungmennafélögin í Austur-Barða- strandarsýslu Samband ungmennafé- laga Norður-Breiðfirðinga. Hefir það á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir hverskonar menningarmálum í hérað- inu, þar á meðal, að komið verði upp heimavistarskóla fyrir böm og ung- linga og sundlaug á Reykhólum. í því skyni hefir verið stofnaður skólasjóður, sem ávaxtast í sparisjóði Reykhóla- sveitar. í sumar var þar í sveit haldið fjölmennt héraðsmót til ágóða fyrir sjóðinn. Héraðsmót þetta fór vel fram og sást þar ekki vín á neinum manni. í Reykhólasveit eru nú 30—40 börn á skólaskyldualdri og hefir fræðslan und- anfarið vart verið fullnægjandi, en nú verið úr því bætt að nokkru, fyrir góð- an stuðning fræðslumálastjómarinnar. Áskorun til ríkisstjórnarinnar um að kaupa Reykhóla, var samþykkt á sveit- arfundi í fyrravetur. í Reykhólasveit er starfandi ungmennafélag, og voru í fyrra stofnaðar innan þess tvær mál- fundadeildir. Héldu þær fundi í fyrra- vetur einu sinni í mánuði, með góðum árangri. Félagið á bókasafn, og er mik- ill áhugi fyrir aukningu þess, og sér- stök stund lögð á að afla góðra bóka. t t t í landi Arnarstapa á Snæfellsnesi, sem er ríkiseign, var í sumar reist ný- býli, en land til ræktunar var brotið í fyrra. Pálmi Einarsson ráðunautur hef- ir nú mælt land til nýbýlisins og jafn- framt framkvæmt mælingar. sem leggja á til grundvallar tillögum um úthlutun ræktanlegs lands handa þurrabúðarfólki, sem þarna býr. Jafn- framt verður ef til vill gert ráð fyrir öðra nýbýli til. t t t Stirð tíð hefir verið norðanlands að undanförnu. í Skagafirði var sauðfé yfirleitt tekið í hús um síðastliðna helgi, en í lágsveitum var það þó kom- ið á gjöf litlu áður. Jafnasnjór er í hér- aðinu og meiri austan til. Bifreiðaferðir hafa nokkuð torveldazt um byggðina, en óvíða teppzt. í Blönduhlíð hefir þó hindrun orðið á bifreiðaferðum síðustu dagana, enda eru vegir þar slæmir. Ef meira hríðar, má búast við að sam- göngur teppist. t t t Dettifoss og Selfoss liggja báðir á Siglufirði og lesta síidarafurðir til út- flutnings. Dettifoss tekur 3000 tunnur af matjessíld til Hamborgar, en Sel- foss 325 smálestir af síldarmjöli til Rotterdam. Lagarfoss var væntanlegur til Siglufjarðar í dag og á að taka 250 smálestir af síldarmjöli til Danmerkur. Gullfoss er væntanlegur til Siglufjarð- ar um miðja næstu viku og eiga 4800 tunnur af matjessíld að fara til Stettin með honum. Er það siðasta síldarsend- ingin til Stettin, en síðasta Þýzka- landssíldin, 3000 tunnur af matjessíld, fer til Hamborgar með Goðafossi um miðjan desember. t t t Samningaumleitanir um kaupgreiðslu hafa að undanfömu staðið yfir milli útgerðarmanna og sjómanna í Vest- mannaeyjum. Svo sem verið hefir, fer kaupgreiðslan fram með hlut af afl- anum, en hlutaðeigandi útgerðarmaður kaupir aflann af hásetum sínum. — Kaupverð fiskjarins á nú, samkvæmt hinum nýju samningum, að hækka dálítið og verður línufiskur keyptur á 8 aura kg„ en netafiskur á 7 aura kg. í fyrra var netafiskurinn keyptur á 5% eyris, en línufiskur á 6% eyris hvert kílógramm. LEON BLUM, sem kom 40 klst. vinnuvikunni í framkvœmd. undanhaldi Frakka í Munchen en 40 klst. vinnuvikan. Við þetta hafa svo bætzt þrálát verkföll á seinni árum og vax- andi áhugaleysi verkalýðsfor- ingjanna fyrir afkomu fram- leiðslunnar. Hafa kommúnist- ar, sem eru tiltölulega sterkir í Frakklandi, mjög ýtt undir verkfallshreyfinguna og haft þar mikil áhrif, þótt þeir hafi eigi náð stjórn verkalýðssam- takanna i sínar hendur. Hversu ömurlegt ástand at- vinnuveganna er orðið, má nokkuð marka af yfirlitsræðu, sem Paul Reynaud fjármála- ráðherra hélt, þegar hann lagði fram viðreisnartillögur sínar fyrir skémmstu. Hann lét m. a. orð falla á þessa leið: — Ástæðan til vandræðanna er ekki fólgin í fjárhagsafkomu ríkisins sjálfs. Hún fellst í af- komu atvinnuveganna, sem búið hafa við stöðuga kreppu síðustu 8 árin. Sé miðað við framleiðslumagn iðnaðarins nú og 1930, er samanburðurinn ekki eins óhagstæður hjá nokk urri þjóð og okkur. 1933 fram leiddum við meira steypujárn en Þjóðverjar, nú fjórum sinn um minna. Útflutningur iðn- vara hefir minnkað um helm ing. Seinustu átta árin hefir þriðjungurinn af járnbrautar- leiðum landsins farið úr not kun. Seinustu 9 árin hafa spari fjáreigendur tapað 60% af fjármagni sínu og þau 40% af peninguin, sem eftir eru, hafa helmingi minna verðgildi nú en þá. Þjóðin er að eyða varasjóð um sínum og hefir lifað á því undanfarin ár. En hvað getur það haldizt lengi? Framleiðsla landsins hefir á sama tíma minnkað um helming, en í Þýzkalandi hefir hún aukizt um 60%. Við erum að reyna að berjast gegn atvinnuleysinu, en nú er 40 þús. fleiri atvinnuleys- ingjar en á sama tíma í fyrra. Árið 1900 áttu Frakkar þriðja stærsta verzlunarflota heims ins, 1914 var hann sá fimmti í röðinni, en nú er hann sá átt undi. Við erum allsstaðar í aft- urför. Vígbúnaðarkapphlaupið legg- ur okkur þunga bagga á herð ar. Á næsta ári þurfum við að verja 25 milljörðum franka til vígbúnaðarins. Vextirnir af þeim lánum, sem ríkið tekur, fara síhækkandi, og þó vígbún aðurinn veiti aukna atvinnu leiðir hann til þess, að aðrir verkamenn verða að vinna enn meira til að geta staðið undir launagreiðslum þeirra, sem vinna þessi óarðbæru störf. Þegar ég varð fjármálaráð herra virtist það helzt fram undan, að ríkið þyrfti enn að auka skuldir sínar um 60 mill- jarða franka. Slíkt myndi leiða til fullkominnar glötun- (Framh. á 4. síöu) A víðavangi Gefin hefir verið út fjölrituð skýrsla Búreikningaskrifstof- unnar um niðurstöður búreikn- inga árið 1936. Hafa skrifstof- unni borizt 40 búreikningar fyr- ir það ár, þar af 24 frá einstök- um bændum og 17 frá búreikn- ingafélögum. Guðmundur Jóns- son kennari á Hvanneyri hefir gert upp niðurstöðurnar. Þar er m. a. gerður samanburður á ,búrentunni“, þ. e. þeim vöxt- um, sem búin hafa skilað af höfuðstól árin 1934—36. Árið 1934 er búrentan að meðaltali 1,67%. Árið 1935 er hún 2,56% og árið 1936 er hún 5,86%. Af- koma landbúnaðarins virðist eftir þessu mjög hafa batnað á þessum tíma. * * * Samvinna Sjálfstæðismanna og kommúnista í bæjarstjórn- inni í Neskaupstað vekur að vonum mikla athygli. Hafa bæjarfulltrúar þessara flokka, fimm að tölu, staðið saman við allar atkvæðagreiðslur nú upp á síðkastið. Nýlega barst sú frétt, að þeir hefðu komið sér saman um bæjarstjóra, en ekki hefir það þó fengizt staðfest. Hinsvegar er Sjálfstæðismönn- um það hið mesta áhugamál, að kommúnistar fái að velja bæjarstjórann með 3 atkvæð- um (af 9 í bæjarstjórn) og vilja beita til þess ýmsum brögðum. Þessir atburðir í Neskaupstað og samvinna Sjálfstæðismanna og kommúnista í Reykjavík til að skemma vinnulöggjöfina, sýnir að forráðamenn Sjálf- stæðisflokksins hafa ekki allt- af eins mikla óbeit á kommún- istum og þeir vilja vera láta. * * * Fáist ekki ákveðinn meiri- hluti Sjálfstæðismanna og kommúnista í bæjarstjórninni í Neskaupstað, verður ekki hjá því komist að láta nýjar kosn- ingar fara þar fram á næsta ári. Eina ráðið til að forða bæj arfélaginu frá fullkomnu öngþveiti, er þá að efla svo Framsóknarflokkinn, að hann komi tveim mönnum í bæjar- stjórnina í stað eins nú. Gæti hann þá, ásamt Alþýðuflokkn- um, myndað starfhæfan meira- hluta í bæjarstjórninni. * * * Mbl. segir í dag: „Sjálfstæðis- flokkurinn hefir i öllum sínum tillögum lagt höfuðáherzluna á það, að -rétta við atvinnulífið í landinu og fá atvinnuvegina til að bera sig“. En leyfist manni að spyrja: Stofnuðu Sjálfstæðismenn til mjólkur- verkfallsins — í félagi við kom- múnista — í því skyni, að hjálpa landbúnaðinum til að bera sig“? Eða var það til að rétta við atvinnulífið" í sveit- unum, að reynt var af hálfu flokksins að stofna samtök um að kaupa ekki kjöt af Sam- bandinu né Sláturfélagi Suð- urlands? * * * En Mbl. segir líka í dag: „Það þarf algerða „lífsvenju- breytingu“ í öllum opinberum rekstri og hjá einstaklingum*). Þetta um lífsvenjubreytinguna hjá „einstaklingum“ er alger- lega nýtt úr þeirri átt. Hingað til hafa blöð Sjálfstæðisflokks- ins t. d. barizt á móti því eins oð ljón, að skattur væri hækk- aður á hálauna- og hátekju- mönnum til hagsbóta fyrir at- vinnuyegina og almennar framfarir. Þau hafa talið það með öllu vítalaust að „eigend- ur“ stórskuldugra og hálf- gjaldþrota fyrirtækja leyfðu sér að nota stórfé sér til per- sónulegra þæginda. En sé að verða breyting á hugarfari Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum, ber að taka því vel. * * * Sjálfsagt verða þeir þó fáir meðal skynbærra manna, sem *) Leturbr. Tímans. (Framh. á 4. síöu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.