Tíminn - 26.11.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.11.1938, Blaðsíða 2
TÍMIIViy, langardaginn 26. nóv. 1938 282 71. blaft Þorbcrgfur Þorleifsson: Strandferðir á Hornafjörð SigTjLrðiar Helgason frá lEaZirlcj u.1dó1í Kveðja flutt við jarðarförina 7. júlí 1938. ‘gímtnn Laugardaginn 26. nóv. Nýír vélbátar með styrk úr Físki- málasjóðí Eins og skýrt var frá í síðasta blaði Tímans hefir ríkisstjórn- in ákveðið, að á næsta ári skuli varið úr Fiskimálasjóði 200 þús- und krónum til að styrkja félög eða einstaklinga til að koma upp nýjum vélbátum. Gert er ráð fyrir, að styrkurinn nemi 20—25% af andvirði bátanna, en verður veittur eingöngu til báta, sem smíðaðir eru innan- lands. Hefir fiskimálanefnd nú samkvæmt fyrirmælum atvinnu. málaráðherra auglýst eftir um- sóknum um styrk þennan bæði í blöðum og útvarpi, en umsókn- arfresturinn er til 10. des. n. k. Mun styrknum verða úthlutað það snemma, að smíði bátanna geti hafizt um áramót og verið lokið fyrir síldarvertíð á kom- anda sumri. Gerðar hafa verið áætlanir um verð vélbáta af ýmsum stærðum, miðað við smíði hér á landi. Er þá gert ráð fyrir, að dieselvélar séu í bátunum. Slík- ar vélar eru um þriðjungi dýr- ari en venjulegar bátavélar hér á landi, en reksturskostnaður er miklu lægri, því að þeir eyða um 20% minni olíu. Um kostn- aðinn við smíði bátanna fer auðvitað mjög eftir því, hversu um semst í hverju tilfelli, en að sjálfsögðu verður þó að vera eftirlit með því, að smíðalaun séu ekki sett óþarflega hátt, og styrkurinn því aðeins veittur. Það myndi líka vera hyggilegt, að Fiskimálanefnd annist véla- kaupin eða hefði a. m. k. umsjón með þeim. En eftir lauslegri áætlun mætti gera ráð fyrir, að þær 200 þús. kr., sem varið verður í þessu skyni, muni nægja til að styrkja eigi minna en 11—12 fimmtíu smál. báta, 18 þrjátíu smálesta báta eða 22 tuttugu smálesta báta. Eigi munu menn vera á einu máli um það, hvaða stærð vél- báta sé heppilegust, og mun það raunar fara mjög eftir stað- háttum. Raddir hafa t. d. heyrst um, að skynsamlegast sé að koma upp stærri bátum en hér hafa verið nefndir, 100—150 smál. að stærð, er siglt gætu með fisk milli landa. Fiskimála- nefnd mun að svo stöddu enga ákvörðun hafa tekið um það, hversu stórir bátar skuli verða styrks aðnjótandi, en hún mun fá nokkra hugmynd um álit út- gerðarmanha og sjómanna um það efni, þegar umsóknirnar berast. Gera má ráð fyrir, að skipa- smiðjur sjái sér hag í því, ef þeim er unnt, að lána eitthvað af smíðakostnaði þeirra báta, er styrktir verða, og að Fiski- veiðasjóður láni til þeirra eftir því sem geta hans leyfir. Eig- endur ættu þá ekki að þurfa að leggja fram yfir 30% af and- virði bátanna. Flestir munu verða sammála um það, að með þessari ráðstöf- un hafi ríkisstjórnin stigið mjög þýðingarmikið spor í þá átt að greiða fyrir aukningu framleiðslunnar við sjóinn í ná- inni framtíö. Styrkir sem þessir eru nokk- uð hliðstæðir þeim styrkjum, er áður hafa verið veittir landbún- aðinum til að koma upp frysti- húsum og mjólkurbúum. Og hlutfallið milli styrksins og kostnaðarins er svipað. Það hefir verið mikið áhyggju- efni öllum hugsandi mönnum á undanförnum árum, hversu lít- ill vöxtur fiskiflotans hefir ver- ið. Stærstu fiskiskipunum, botnvörpungunum, hefir fækk- að frá því, sem áður var, og hin eldri skip mjög tekin að ganga úr sér. Og vélbátaflotinn hefir hvergi nærri aukizt svo, að viðunandi mætti teljast. Hinsvegar er það margra manna mál og hefir áreiðan- lega við sterk rök að styðjast, að aukning vélbátaflotans muni vera fullt eins heppiíeg og fjölgun botnvörpunga fyrir Ég finn ástæðu til þess, fyrst þögn hefir verið rofin um sam- göngumál okkar Austur-Skaft- fellinga í blöðunum að skrifa nokkrar línur til viðbótar á- gætri grein, er Hákon í Borg- um ritaði í „Tímann“ 27. f. m. Minnist ég og þess, að sala „Esju“ og hið fyrirhugaða nýja strandferðaskip, sætti gagnrýni hjá sumum Bændaflokksmönn- um í A-Skaft. og er mér sagt, að einstaka forkólfar bændaflokks- ins austur þar hafi verið að reyna að koma því inn hjá fólki, að sölu „Esju“ léti Framsóknar- flokkurinn fara fram, til þess að þurfa ekki að sjá um strandferð- ir í Hornafjörð. Nýja skipið yrði sennilega aldrei byggt, og ef það yrði byggt, þá mundi það verða haft svo stórt, að það gæti aldrei á Hornafjörð komið. Þetta gerir að vísu ekki mikið til, því þeir einir munu vera, er með fram- komu sinni ýmsri, og ummæl- um viðkomandi stjórnmálum hafa skapað sér sömu aðstöðu, og smaladrengurinn, sem lagði í vana sinn að hrópa: „Úlfur, úlf- ur,“ þar sem enginn úlfur var. En hitt er annað mál, að þetta er mjög ömurlegt fyrirbæri, vegna þess, að hvað sem öllum öðrum málum líður, þá er sam- heldni og samhugur í samgöngu- og strandferðamálum okkar A. Sk. lífsnauðsyn. Samgöngur á sjó eru okkur lang þýðingarmestu framtíð sjávarútvegsins hér á landi. Það er t. d. fullyrt, að rekstur togara á síldveiðum til bræðslu, borgi sig ekki nema bræðslusíldarverðið sé hærra en í meðallagi. En eins og nú háttar, er það einmitt mjög mikilsvert atriði, að sem allra mest af fiskiflotanum geti stundað síldveiðina meðan hún er. Tæki og kunnátta til að smíða vélbáta, þótt stórir þurfi að vera, eru nú fyrir hendi, a. m. k. á sjö stöðum hér á landi: Reyk- javík, ísafirði, Siglufirði, Akur- eyri, Seyðisfirði, Vestmanna- eyjum og Keflavík. Það ættu því ekki að vera nein vandkvæði á því, að bátar þeir, er styrkur verður veittur til, og þótt fleiri væru, fáist smíðaðir innan- lands. Hér er áreiðanlega um að ræða eitt hið mesta framfara- spor, er stigið hefir verið sjáv- arútveginum til gagns, að opin- berri tilhlutun. Höf. þessarar greinar er ungur maður, sem dvalið hefir um hríð í Frakklandi og stundað þar landbúnað- arvinnu og nám í Abbagé de Pontigny. Inn í miðju Frakklandi er lít- ið þorp, sem heitir „Pontigny". Húsin eru flest gömul, lág og fremur hrörleg, byggð úr grjóti og kalki eða múrsteini. Þau eru ekki mörg, og fólkið er heldur ekki margt, sem á heima í þessu litla þorpi. Flest standa húsin við eina malbikaða götu, sem liggur í hálfhring meðfram hinum alda- gamla klausturmúr. Raunar er þetta ekki gata, gerð fyrir þorp- ið, heldur er það þjóðvegurinn milli „Yonne og Auxerre". Aux- erre er frægur bær frá gamalli tíð, þá er hann var miðstöð hins gamal rómverska Frakk- lands. Þar er ein gríðar stór og vegleg kirkja, sem var byggð einhverntíma á 12. öld. í þorpinu „Pontigny" er ekki mikið að sjá. Þar eru 3 sölu- búðir, sem eru opnar 13—14 stundir á degi hverjum, að undanskildum tveim stundum á sunnudögum, þegar búðarstúlk- urnar hafa frí. Við áðurnefnda götu hafa tveir skósmiðir vinnustofur sínar, og bera þeir báðir minj- málefni. Góðar strandferðir eru fjöregg atvinnulífs okkar, í kjöl- far bættra strandferða hefir siglt þróun í athafnalífi, framförum, menningu, og almennri velmeg- un. — Stórkostlega hefir áunnizt um bættar strandferðir á Horna- fjörð, miðað við aðstöðu, og getu þjóðarinnar til þess, að halda uppi samgöngum, með strönd- um fram umhverfis landið. En lokatakmarkinu er ekki náð; á næstu árum þarf að gera meiri hafnarbætur á Hornafirði og ferðirnar þurfa að vera oftar en nú er. Þær umbætur, sem unnizt hafa í samgöngumálum okkar, hafa kostað mikla baráttu. íhaldsöflin í landinu hafa alltaf barizt gegn strandferðum og sér- staklega á Hornafjörð. Og: „glöggt er það enn hvað þeir vilja“. — Morgunblaðið hamast dag eftir dag gegn nýja strand- ferðaskipinu. Og það kemur úr hörðustu átt, þegar austlenzkur maður, Halldór Jónasson, tekur í sama strenginn og vill svipta hinar dreifðu byggðir strand- ferðunum; og þá fyrst og fremst Austurland, sem mesta þörf hef- ir fyrir strandferðir. H. J. og Morgunblaðið bjóða upp á flugsamgöngur í stað strandferða. Sjálfsagt er að stefna að auknum flugsamgöng- um, en það mun líöa mjög langt þangaö til flugsamgöngur kom- ast í það horf hér, að komi að almennu gagni. Munu þær lengi verða dýrar, og óvissar. Og að hugsa sér, að þær geti nú þegar komið í stað strandferða, er blá- ber barnaskapur, ef ekki vísvit- andi blekkingar. í öðrum löndum og líka þar sem flugtækni er á hæsta stigi, hafa flugsamgöngur hvergi getað komið í stað þeirra nútíma samgangna- eða flutn- ingatækja, er áður voru mest notuð. Ekki í stað strandferða, eða sjósamgangna yfir höfuð. Ekki í stað járnbrauta. Ekki í stað bíla. Reynslan sýnir að bættar samgöngur skapa alltaf meiri og meiri flutningaþörf. Það er að vonum, að nokkur uggur sé í mönnum í A.-Skaft. meðan ekki er nema eitt skip, að annast strandferðir, um að Hornafjörður verði útundan, eins og fram kemur í grein Há- konar á Borgum. En hitt er með öllu ástæðulaust, að láta sér detta í hug, að með hinu nýja strandferðaskipi sé stigið spor aftur á bak í samgöngumálum okkar. Samgöngumálin hafa ar þess tíma, þegar fallbyssur hinnar nýju menningar spúðu ógn og dauða yfir þetta land. Eitt hjólhestaverkstæði er í þorpinu, og getur maður fengið þar lánað hjól hálfan daginn fyrir þrjá franka. Þarna er líka ein mylla, sem malar hveiti nótt og dag. Þetta eru nú helztu stofnan- irnar í þessu litla þorpi, að undanskildum pósti, síma, járn- brautarstöðinni og benzínstöð- inni, sem raunar eru hin venju- legu fyrirbrigði í hverjum bæ. Jú, ég gleymdi að nefna tvær ölstofur, sem eiga sinn þátt í því að móta hið hversdagslega líf þorpsbúa. Það er all gest- kvæmt á þessum stöðum, sér- staklega um miðjan daginn. Verkamönnunum þykir gott að koma inn í skuggann og fá sér einn bjór „une biere“, þegar hitinn verður yfir 36 stig. Þegar maður gengur þessa götu og virðir fyrir sér þessi gömlu hús, sem öll eru að meira eða minna leyti lík, þá verður manni að láta hugann hvarfla til löngu liðinna tíma, og löngu liðinna atburða, sem gerzt hafa á þessum slóðum. En allt í einu rekur maður augun í nokkuð, sem stingur undarlega í stúf við umhverfið, og vekur mann upp frá draum- jafnan verið mín mestu áhuga- mál; og meðan ég, eða einhver annar Framsóknarmaður er þingmaður A. Sk„ og Framsókn- arfl. er í meirahluta aðstöðu á Alþingi, mun verða horft fram, en ekki aftur í þeim málum. Með hinu nýja strandferðaskipi, er stórt spor stigið í áttina, að bætt- um samgöngum fyrir Horna- fjörð; og mér auðnaðist að eiga nokkurn þátt í því, að fjárveit- inganefnd samþykkti þær tillög. ur um þessi mál, sem nú eru að komast í framkvæmd og Pálmi Iíoftsson átti frumkvæði að. Og til þess að hnekkja miður sönn- um orðrómi, vil ég benda á, að nýja strandferðaskipið, verður ekki of stórt fyrir Homafjörð. En það verður hraðskreiðara en við höfum átt að venjast. Er það mikill kostur og ekki sízt þar sem þarf að sæta sjávarföllum, og sjólag er fljótt að breytast. — Að öllu öðru leyti er það, sem smíðað fyrir Hornafjörð, þar sem þar á að hafa tvær vélar og tvær skrúfur, og á því hægt með að snúa sér í straumi og þrengsl- um. Mun það eiga auðvelt með að koma inn á innri skipaleguna á Hornafirði, sem er mjög mik- ilsvert. Eins og alltaf áður, blasir nú við tvennskonar viðhorf í sam- göngumálunum. Viðhorf íhalds- manna á alþingi og í blöðum Sjálfstæðisflokksins, sem berjast fyrir að nýtt, hentugt, fullkomið strandferðaskip verði ekki byggt og jafnvel afnámi allra strand- ferða. — Hinsvegar viðhorf Framsóknarmanna.og framfara- manna yfir höfuð, sem telja strandferðirnar slagæð atvinnu- lífsins, og undirstöðu framfara, menningar og velmegunar í hin- um dreifðu byggðum. Austur. Skaftfellingar eru langminnugir. Þeir muna hina köldu hönd í- haldsins, sem neitaði um allar samgöngur á Hornafjörð. Þeir muna líka það, sem vel er gert. Þeir munu minnast baráttu fyrr- verandi þingmanns kjördæmis- ins á alþingi og þeirra sigra, sem unnizt hafa í þeim málum fyrir atbeina Framsóknarflokksins, og með góðum stuðningi Alþýðu- flokksins. Þeir muna lengi stór- hug, skilning og víðsýni Pálma Loftssonar, sem allra manna bezt og drengilegast hefir stutt að samgöngum á Hornafjörð; og þeir muna líka vaskleika hafn- sögumannsins Björns Eyvinds- sonar, sem með frábæru hug- rekki og snilli leiðbeindi skipum inn, og sem bezt kom í ljós á þeim árum, er höfnin var í því áliti, að ekkert skip fékkst vá- tryggt þangað inn. Fyrir brautrygj endastarf þess- ara manna og ýmsra fleiri, hafa strandferðir á Hornafjörð kom- izt í það horf sem þær nú eru. Og merki þessara brautryðjénda mun ekki verða látið falla í gras niður, en haldið áfram á sömu unum um hið gamla og löngu liðna. Það er minnisvarði um þriggja metra hár. Þessi minnisvarði er ferhyrnt súla úr granit. Það eru engar myndir eða útflúr á þess- ari súlu, eins og flestu því, sem einhvers minningu á að geyma hér í Frakklandi. En á steinin- um eru höggvin nöfn þeirra 25 manna frá þorpinu „Pontigny" og nágrenni þess, sem létu lífið á vígvellinum á árunum 1914— 1918, „fyrir fósturlandið“, eins og það er nú kallað. „Aux enfants de Pontigny morts pour la France“ („í minningu sona Pontigny, er dóu fyrir Frakkland“) er einnig höggvið á steininn. Steinninn talar sínu þögla máli í eyra hins ókunna veg- faranda. Þetta sér maður í hverri borg og hverjum smábæ í Frakklandi. Hugmyndin með því að reisa þessa minnisvarða var ekki að- eins sú, að heiðra minningu hinna föllnu, heldur einnig sú að minna komandi kynslóðir á, hvað einu sinni hefði komið fyrir, þeim til aðvörunar í fram- tíðinni. Aðeins 20 ár eru liðin síðan þessum hörmulega leik var lok- ið, og nú í dag, þann 13. sept. 1938, á svo að segja allur heim- urinn von á því að gerð verði á- rás á friðsamt land, og aftur standi ógnir og skelfingar fyrir dyrum. — Fólkið lifir almennt af landbúnaði hér á þessum slóð- um. Landið er frjósamt, og Kem ég að kveðja, kæri vinur, þakka við leiðarlok: æskuyndið, alvörustundir — og fölva efri ára. — Sátum við saman, sólvermt fjall bar okkur við brjóst. Reistum við hallir — þær hrundu síðar, eins og verða vill. Blánuðu í fjarska brattir tindar, brosti leiti og ía;... Dulrænn draumhöfgi dúnmjúkri hönd vakti okkur "onir. Ilmaði jörð, angaði kvistur smár á smalaþúfu. Af andvarans brunni ungir drengir bergðu töfra-teyg. — Beit búsmali brekkugras, hvildist milli mata, hirðar og hjörð, hvert á sína vísu, unni sumarsól. Ljóðræn lind og lækur í dragi æfðu samsoil sitt, en sjálfan textann tóku þau upp úr sumarsins sálmabók. Söng lítil lóa lágt í mosa, kunni ljóð og lag, fagnaði frjálsri fjallavist, drakk sér dögg af blómi. Söngvin sólskríkja sat á steini, létt var henni um leik; tindi hún maðk úr mold og móðurlega bar í urðarbæ. Skógræktín. Það er fátt almennra tíðinda, sem svo hefir glatt huga minn eins og að heyra að skógræktar- félagið hafi farið þess á leit við bæjarráð og aðra, sem hlut eiga að máli, að róttækar ráðstaf- anir verði gerðar til að vernda skógarleifar þær, sem eru héf undir handarjaðri Reykjavíkur, í hrauninu austur og suður af Elliðavatni. Það er ekki hægj: að segja að braut, þar til markinu er náð, nægum og öruggum samgöngum á Hornafjörð. Þorbergur Þorleifsson. loftslagið hentugt allskonar ræktun. Stærstu liðirnir í fram- leiðslu bændanna eru hveiti- rækt, sykurrófnarækt, vínberja- rækt og mjólkurframleiðsla. Auk þessa er ræktað mikið af allskonar káltegundum, græn- meti og ávöxtum. Og fólkið lifir að mestu leyti á grænmeti. Ma- ís vex hér einnig, en hann er mestmegnis notaður til fóðurs ómalaður. Helztu ávextirnir eru: epli, perur, tómatar og svo vínber, sem er mikið af. Það væri kann- ske ekkert rangmæli að segja, að fólkið lifði á grænmeti, brauði og víni. Það spurði mig danskur maður, sem kom hingað í sum- ar, hvað börnin væru gömul þegar byrjað væri að gefa þeim vín? Því miður gat ég ekki svarað þessari spurningu. En þau eru varla margra ára, þeg- ar þau fá fyrsta sopann. En þetta eru mjög létt vín, og hér sjást ekki oft fullir menn. Kvikfénaður er ekki mikill hér. Nokkuð af sauðfé, kúm, hestum, ösnum og alifuglum (öndum, gæsum og hænsnum). Kúm hefir mikið fækkað nú 1 seinni tíð af völdum hinnar ill- ræmdu klaufaveiki, sem hefir komið hér illa við. Veikin hefir raunar ekki verið skæð, en hún hefir gert kýrnar nytlitlar, og þar með mjólkurframleiðsluna óarðbæra. Mjólkin er að mestu leyti notuð til smjörs og osta- gerðar, og mysan til víngerðar. Ostagerðin er æði fjölbreytileg og Frökkum þykir góður ostur, sérstaklega þegar hann er orð- inn gamall og bragðmikill Lýkur sumri og ljósir dagar hverfa í tímans hrönn — en tíminn ekki tannar í sundur æskunnar þátt og þráð: Kveikt er á kertum, komin er hátíð, birtir um baðstofupall; léleg föng, ef ljós er á skari, breytast í ærinn auð. Glaövær er æskan og getur jafnvel gert sér gull úr s; ævi, og sungið inn : svalan vetur . sóirr.únuð frá sumri. Margt er á milli morguns og kvölds: umhyggja, önr. og strit. — Sólskríkjur engar sama braginn syngja sumarlangt. En hugans vængjum er hvarvetna lyft, og pælt í mold til n: staðið við stjórn í stormi lífs — dregin björg í bú. Þar áttum við samleið — því segulmagn fjallsins hélt okkur föstum. — En nú skiptast leiðir lítið eitt — því kom ég til að kveðja. — Hver æskukynning er uppistaða að vinarhug, sem varir, og æskuminning að aftni fram getur sumum geymst. Og ekkert í kveðju og ekkert í þökk átti ég annað betra en glóbjarta minning frá morgni lífs — þó margs sé góðs að minnast. þetta gerist vonum fyrr, miklu fremur er það undravert tóm- læti, að þessum dýrmætasta og fegursta gróðri landsins skuli ekki hafa verið rétt hjálpar- hönd af íbúum höfuðstaðarins allt til þessa. En væntanlega má við því búast, að svo víðsýnir merm eigi nú þarna atkvæði um, að ekki verði torveldað fyrir Skógrækt- arfélaginu að fá umráð yfir þvf landi, sem nauðsyn krefur til þeirrar starfsemi, senl þarna er fyrirhuguð. Því margir munu erfiðleikar eftir þótt þetta nái fram að ganga. Þarna er breytilegt landslag. Hæðir og grasivaxin daladrög. var hann um mörg ár. Hann rit- (Framli. á 3. síðu) (stækur). Nú á seinustu árum er farið að gera ost eftir sviss- neskri fyrirmynd. Svissneski osturinn er nefnilega viður- kenndur fyrir gæði. Ég hefi haft tækifæri til að skoða eitt mjólkurbú hér í nágrenninu, en það er ekki á nokkurn hátt til fyrirmyndar. Mjólkin er tekin hvað gömul sem hún er, og einn bragðnæmur náungi hefir þann starfa á hendi, að reka hendina niður í hvern brúsa og segja til um hvaða mjólk er súr, og hver ekki, eftir bragði. Þetta mjólk- urbú er 15 ára gamalt. Þá voru það 15 hundruð bændur, sem mynduðu félag. Þeir lögðu fram 100 franka fyrir hverja kú, og á þann hátt var búinu komið upp. Fyrir mjólkina fá bændurnir 70—80 centimes eða 8—9 aura í ísl. mynt. Þeir fá yfirleitt ekki mikið fyrir vörurnar sínar bændurnir hér, en nauðsynjar þeirra eru heldur ekki dýrar. Allt að heita má er mjög ódýrt hér í Frakklandi. Yfirleitt eru lífskjör þessa fólks svo, að við Norðurlandabú- ar mundum ekki vera allskostar ánægðir, ef þannig væri hjá okkur. En fólkið virðist vera ánægt, og það er fyrir mestu. Það vinnur alla daga jafnt, að heita má, og veit ekki, af reynzlunni að minnsta kosti, hvað 40 tíma vinnuvika er. Því miður verður það líklega aldrei hlutskipti bændanna að njóta þeirra r góðu hugmyndar. Það er eins og að lífskjör hinna vinnandi stétta verði lakari eft- ir því sem sunnar dregur í Ev- rópu, og lifnaðarhættir og lífs- Gunnar Guðmundsson: í landí stjórnarbyltínganna Mjúkt var moldarskaut og mjúkt er það enn þeim, sem taka að þreytast. — Far þú í friði, friður var þér kær. — Fagurt er á fjöllum. — Halldór Helgason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.