Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 3
FnllveldisdagsMag TÍMM, fimmtndagmn í. des. 1938 3 1 jjr Framfarír á fslandi 1918—1938 ú jj, JVl Á árunurn 1914—18 varð heyfengur landsmanna 535200 hestburðir af töðu og 1198600 hestburðir af útheyi að meðaltali á ári. Á árunum 1933—37 varð meðal- tal heyaflans 1136100 hestburðir af töðu og 1010200 hestburðir af útheyi. Árið 1918 var túnstœrðin samanlögð 21498 ha., en 34156 ha. árið 1937. Túnin hafa því stœkkað um rösklega þriðjung á þessu tímabili, en eftirtekjan gert talsvert betur en að tvöfaldast. Þó hefir heyöflun á útjörð ekki gengið saman að mun. Rœktanlegt land er talið nema um 2 milljónum liektara og lœtur þá nœrri að einn sextugasti og fimmti hluti af því hafi verið tekinn til rœktunar. — Á árunum 1919—36 hafa 2550 sláttuvélar og 650 rakstrarvélar verið fluttar inn í landið, Á þessum sama tíma hafa herfi og plógar verið flutt inn, er að þunga nemur nœr 300 þúsund kg. af herfum og 60 þúsund kg. af plóg- um. tJm tölu þessara jarðyrkjuvéla eru ekki til skýrslur. 89 dráttarvélar hafa verið fluttar inn á þessum árum, hin fyrsta árið 1923. Flestar dráttarvélar voru fluttar inn árin 1929—1931, yfir tuttugu lwert ár. Þau ár var einnig flutt mest inn af plógum og herfum. — Á árunum 1919—38 var tilbúinn áburður fluttur inn í landið fyrir tæpar sjö milljónir króna, að magni alls nœr 32 milljónir kg. Árið 1919 var áburðarinnflutningurinn aðeins 79 kg. og kostaði 350 krónur, en 3650150 kg. og kostaði 783330 krónur árið 1938. Fyrsta gróðurhúsið við hverahita var reist að Reykjum í Mosfellssveit 1929. Á nœstu árum risu upp nokkrir slíkir gróðurskálar hér og þar um landið, en á síðustu árunum tveim hefir þeim fjölgað mikið. Eru þau nú í Mosfellssveit, Ölfusi, Borgarfirði, við ísafjarðardjúp, í Eyjafirði, Reykjahverfi, Reykjadal og Biskupstungum. Á þessu ári voru rœktaðar um 40 smálestir af tómötum í þessum gróðurskálum. Árið 1934 var þessi framleiðsla aðeins 5000 kg., en 18000 kg. árið 1936. Þótt tómatarnir séu víða höfuðframleiðslan, einkum þar sem samgöngur eru örðugar, þá veitir þó blómarcektin mörgum eigendum gróður- húsanna drýgri tekjur. Á ýmsum jarðhitasvœðum hafa menn nú í huga að reisa ný gróðurhús og hagnýta þann veg þá miklu rcektunarmöguleika, sem jarðhitinn veitir. Um stœrð gróðurhúsanna eru ekki til nýjar skýrslur, sem byggjandi sé á, en árið 1931, þegar slíkt yfirlit var gert í fyrsta skipti, voru þau talin 2298 m- að stœrð. — Á myndinni er sýnd tómatarœkt. Árin 1914—18 voru nautgripir í eigu landsmanna að meðaltali 25250, en 1933 —37 var sambœrileg tala 35344. Hefir þeim því fjölgað um rúmlega tíu þúsund á þessu tímábili. Á siðari öldum haja nautgrípirnir aldrei verið fleiri en nú. Hrossaeign var árin 1914—18 49390, en árin 1933—1937 45700. Hefir þeim því fœkkað nokkuð á fjórða þúsund, en þó hefir hrossum farið fjölgandi aftur fjögur eða fimm síðustu árin. Sauðfé var, samkvœmt framtalsskýrslum, að meðaltali 595470 árin 1914—18, en 678200 árin 1933—37. Hefir sauðfénu fjölgað um rösklega 80 þúsund, en þó farið fœkkandi allra síðustu árin, þannig, að nú er það álíka margt og það var 1918. — Geitfé var talið vera 1704 árið 1918, en 18007 árið 1937. — Svín voru 296 árið 1937. Hænsni voru sama ár talin 84886, endur 1429 og gœsir 1406. Árið 1920 voru alifuglar taldir vera um 15500. — Ábyggilegar skýrslur eru til um afurðir allmikils hluta af kúnum í landinu. Árin 1914—18 mjólkuðu þcer kýr, sem skýrslur eru til um, 2206 kg. að meðaltali á ári. Árin 1933—37 var mjólkurmagnið 2612 kg. eftir hverja kú að meðaltali á ári. — Um kroppþunga sláturdilka eru til fullkomnar skýrslur liin síðustu fimm ár, en eldri tölur eru ekki fyrir hendi til samanburðar. Útkoman er þessi: 1934: 12,47 kg., 1935: 12,94 kg., 1936: 13,46 kg„ 1937 13,44 kg., 1938: 14,2 kg. Myndin er af kú, er heitir Huppa, frá Kluftum í Hrunamannahreppi. Áf umfangsmiklum áveitufyrirtœkjum er Miklavatnsmýraráveitan í Árnes- sýslu hin eina, er komið var á fyrir 1918. Til hennar var einkum efnt í tilrauna- skyni. — 1917 var byrjað að vinna að undirbúningi Skeiðaáveitunnar, en full- gert var það mannvirki talið 1923. Um svipað leyti var byrjað að vinna að Flóaáveitunni, stórfelldasta jarðabótafyrirtœkinu hér á landi. Vatni var hleypt á nokkurn hluta áveitulandsins árið 1927, en fullgerð var áveitan 1928. Stœrð áveitulandsins er 11473 lia. og nœr það til 166 býla, er 200 bœndur búa á. Stofnkostnaðurinn var um 1450000 krónur. Af öðrum áveitum, sem gerðar hafa verið, eru áveitan á Staðar- og Víkurmýrar í Skagafirði og áveiturnar í Þingi og Vatnsdal helztar. í undirbúningi er áveita á Safamýri í Rangár- vallasýslu og Forir í Ölfusi. í Ölfusi hefir verið unnið að skurðgreftrinum með flotgröfunni, sem áður var notuð í skurðagerðina í Skagafirði og Safamýri. í framtalsskýrslunum árið 1937 var áveituhey talið nema 297729 hestburðum. Myndin að ofan er af flóðhiiði í Skeiðaáveituskurðinum. Á árunum 1900—18 var 0,5% af útgjöldum ríkissjóðs varið til styrktar skóg- rœkt og skóggrœðslu. 1919—1936 hafa 0,18% af útgjöldum ríkisins gengið til þessa. — Árið 1918 var búið að girða og friða nœr 1000 hektara skóglendis, en nú munu girtir skógar vera um 2250 hektarar að stcerð, auk víðáttumikils lands, sem er innan skógargiröinganna og ekki er skógi vaxið. — Af skógum þeim, er girtir voru fyrir 1918, eru helztir: Hallormsstaðaskógur, Vaglaskógur í Fnjóskadal, Vatnaskógur í Svínadal og skóglendið í Laugardal. — Af hinum nýrri girðingum eru stœrstar girðingarnar á Þórsmörk, í Ásbyrgi, hjá Sigríðar- stöðum, Reykjahlíð við Mývatn, Skinnastað, Norðtungu, Munaðarnesi, í Þjórs- árdal og Haukadal. Tvœr hinar síðasttöldu voru gerðar í sumar og eru um 12000 ha. að stærð, en skóglendi innan þeirra er um 600 ha. Ennfremur hefir Skógrœktarfélagið girt Bœjarstaðaskóg. — Á tveimur stöðum, á Vöglum á Þelamörk og Eiðum á Héraði, liefir verið grœddur þroskavænlegur skógur, þar sem áður sást tœpast hrísangi. Var landið girt og friðað og uxu þá plönturnar upp af skógarrótum, sem legið höfðu svo áratugum skipti í jörðunni. Sáðreit- um hefir verið komið upp á þrettán bœjum síðan 1918 og hafa fjórir þeirra blessazt. — Til skaimns tíma hefir lítil eftirspurn verið eftir trjáplöntum og innlend framleiðsla innan við 10 þúsund. í ár voru aldar upp 18 þúsund skógar- plöntur í íslenzkum grœðireitum og hin síðustu ár hafa verið fluttar inn 40 — 50 þúsund útlendar trjá- og runndplöntur á ári hverju. Á nœstu árum mun mjög fjölgandi þeim plöntum, sem hœgt er að ala upp í grœðireitunum íslenzku og skapar það mjög bœtta aðstöðu til trjárœktar, þar eð hinar ís- lenzku plöntur reynast eðlilega mun betur og eru harðgerðari en erlendar. Myndin hér að ofan er úr trjárœktarstöðinni á Akureyri. Kálgarðar landsmanna voru 1918 um 425 hektarar að stœrð, en árið 1937 eru þeir taldir vera 657 ha. Kartöfluuppskera var, samkvœmt hagskýrslum, 24800 tunnur að meðaltali á árunum 1914—18 og rófnauppskeran 14000 tunnur. — Á árunum 1933—37 var kartöfluuppskeran tálin 56280 tunnur, en rófnaupp- skeran 19430 tunnur. Garðlöndin hafa því stœkkað um tœpan þriðjung, en kartöfluuþpskeran aukizt um meira en lielming og rófnauppskeran einnig farið vaxandi. Einnig hefir á síðari árum verið lögð alúð við rœktun ýmissa garðjurta, sem ekki eru tilgreindar á framtalsskýrslum og fátíðar voru fyrir tuttugu árum. Sé miðað við uppskerumagn, er mest rœktað af kartöflum i Árnessýslu og þar nœst í Gullbringu- og Kjósarsýslu, en sé miðaö við mann- fjölda, er Austur-Skaftafellssýsla langfremst í flokki um garðyrkjuna, en Borgarfjarðarsýsla nœst. Myndin er af hvítkálsakri að Sámsstöðum í Fljótshlíð. Til sandgrœðslu og varna gegn útbreiðslu sandfoks liefir verið varið 591 þús. krónum úr ríkissjóði á árunum 1919—1938. Á þessu timábili hafa verið girtir og friðaðir 27262 hektarar lands, sem eytt var af völdum sandfoks eða í yfirvofandi liœttu. Girðingar þessar eru alls 31 í sjö sýslum og um 235 km. að lengd. í sandgrœðslugirðingunum liafa verið byggð þrjú nýbýli, Gunnars- holt, Hróarslœkur og Stóri-Klofi, auk þeirra býla, sem bjargað hefir verið frá yfirvofandi tortímingu. í Gunnarsholtsgirðingunni eru nú mikil slœgjulönd og nytjuð af fjöldamörgum bændum og gefa af sér 1500—2500 hestburði árlega. Melgrasið hefir reynzt mjög vel til þess að hefta sandfokið og í þessi tuttugu ár hefir um 140 smálestitm verið sáð í sandgrœðslugirðingarnar. Að mestu leyti hefir þessu melfrœi verið safnað innan girðinganna sjálfra. Sandgrœðslan var hafin 1908. Árið 1918 höföu verið settar upp sandgrœðslugirðingar, er voru rösklega 300 km. að lengd og innan þeirra voru landsvœði, er námu nokkuð innan við 1000 lia. — Skuldlausar eignir sandgrœðslunnar nema nú tœplega 38 þús. kr., mest fasteignir. — Myndin hér að ofan er af sandi, sem er gð gróa. Loðdýraeldi má lieita nýr atvinnuvegur hér á landi. Árið 1929 voru hinir fyrstu silfurrefir fluttir inn, en áður liöfðu einstöku menn þó reynt blárefa- rœkt með nokkrum árangri. Voru helztu blárefábúin að Ljárskógum og Svigna- skarði. Um áramótin 1931—32 voru nokkrar minkar (marðartegund œttuð frá Norður-Kanada) fluttir til landsins og hinn sama vetur nokkrir þvottábirnir og nútríur. Þvottabirnir eru nú fáir til, en nútríurnar útdauðar. Haustið 1936 voru til hér á landi 1378 silfurrefir alls, og voru eigendur þeirra 127, 319 blárefir, eigendur 27, og 660 minkar í þrem búum. Nú í haust voru silfurrefir alls 4140, en eigendur þeirra voru 367, auk þeirra, er stofnað hafa silfurrefábú á þessu hausti. Blárefir eru alls um 800 í eigu 51 manns. Minkar eru alls um 1450, þar af um 1000 kvendýr. — Loðdýraeigendur stofnuðu með sér félagsskap veturinn 1936 og hefir sá félagsskapur reynzt nytsamlegur og haft forgöngu um hagsmunamál loðdýraeigenda. Myndin er af loðdýragarði á Hvammstanga. rt Árið 1923 var Klemenz Kristjánsson ráðinn starfsmaður við gróðrarstöðina í Reykjavík. Fékk hann þá til umráða í svonefndum Aldamótagarði lítinn blett í því skyni að reyna þar kornyrkju. Þegar tilraunastöðin á Sámsstöðum tók til starfa árið 1937, fluttist hann þangað austur og hélt þar áfram tilraun- um sínum. Varð uppskeran þar fyrsta árið 50 kg. af byggi. Árið eftir fœrði hann út kviarnar og fékk þá 5100 kg. kornuppskeru. Um rösklega tíu ára skeið hefir meðaluppskera byggs úr hverjum ha. reynzt 2100 kg., hafra 2300 kg. og rúgs 2200 kg. í ár var sáð í 7% ha. lands að Sámsstöðum. Kornyrkjan er nú rekin víðsvegar, þótt í smáum stíl sé, t. d. í Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu, Borgarfirði, Skagafirði og víðar. Samkvœmt framtálsskýrslum ársins 1937, eru sáðlöndin þá tálin vera um 36 '/> ha. Alls hafa á fjórða hundrað manns fengið útsœði frá Sámsstöðum síðan Klemenz hóf þar kornrœkt sína. — Myndin að ofan er af slegnum kornakri í Eyjafirði. Fiskirœkt og klakstarfsemi hefir mjög færzt í aukana á síðustu árum. Árið 1918 var engin klakstöð starfrœkt hér á landi, sem getandi sé. Nú eru hér til 18 klakhús við ár og er hœgt að klekja út 8% milljón laxaseiða árlega, ef þau eru notuð að fullu. Nú í haust liafa 4—4Vz milljón laxalirogna verið látin í þessi klakhús. Af þessum klakstöðvum er klakhúsið í Alviðru í Ölfusi elzt, en klakstöðin við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu langstœrst. Henni var komið upp 1937 og má þar klekja út 2% miiljón laxaseiðum á ári. Mun það stœrsta stöðin í Evrópu, sem ætluð er til laxaklaks. Af öðrum stöðvum eru stœrstar Elliðaárstöðin og Norðurárstöðin. Við vötn eru til 7 klakhús, þar sem klekja má út rúmlega 2% milljón seiða á ári. t haust voru 2 milljónir hrogna látin í þessi klakhús. Af þessum klakhúsum er hið elzta í Garði við Mývatn, en stœrsta að Skálabrekku við Þingvallavatn. Að Geiteyjarströnd við Mývatn var í sumar gerð nýtízku flotstöð, þar sem klekja má út 500 þús. hrogna á ári,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.