Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudagiim 1. dcs. 1938 Fullveldisdagsblað Eftir aldamótin voru rjómabú stofnuð víða um land, en fá þeirra urðu þó langœ. Hiö fyrsta var stofnað árið 1900 að SyðrarSeli í Hrunamannahreppi Nú munu aðeins tvö vera starfrœkt, að Brúum við Laxá í Þingeyjarsýslu og á Hvammstanga. — Árið 1927 var myndað Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga, er stofnaði fyrsta fullkomna mjólkurbúið hér á landi árið eftir. — Tók það árið 1929 á móti 955 þúsund lítrum mjólkur, en árið 1937 voru 2762900 kg. mjólkur innvegin í búið. Mjólkurbú Flóamanna tók til starfa seint á árinu 1929 og tók árið 1930 á móti 1,45 milljón kg. mjólkur. Mjólkurbú Ölves- inga, þar sem jarðhiti var notaður sem hitagjafi og rafmagn til Ijóss og afls, tók til starfa 1930 og tók árið 1931 á móti 870 þús. kg. mjólkur. — / Borgarfirði byrjaði félagið Mjöll að sjóða niður rjóma árið 1919 í skála hjá Beigalda. Þegar hann brann var byggð verksmiðja í Borgarnesi, en hana keýpti Mjólkursamlag Borgfirðinga, þegar það var stofnað 1932. Árið 1933 tók það á móti 460 þús. kg. mjólkur. í Reykjavík var reist mjólkurstöð árið 1920, en fullkomin mjólkur- stöð var byggð 1930, en 1936 tók ríkið hana leigunámi. Árið 1931 tók liun á móti 2,2 milljónum kg. af mjólk. Alls voru 12424600 kg. mjólkur innvegin í mjólkurstöðina í Reykjavík, mjólkurbú Flóamanna, mjólkurbú Ölvesinga or mjólkursamlag Borgfirðinga árið 1937. — Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirð- inga hóf starfrœkslu mjólkurbús að Sauðárkróki 1935 og tók árið 1936 á móti 320 þús. kg. Árið eftir voru innvegin 390 þús. kg. mjólkur. í þessum sex mjólk- ursamlögum, sem starfrœkt eru, var árið 1937 tekið á móti 15,577,500 kg. alls. Myndin er af húsakynnum Mjólkurbús Flóamanna. Akfœrir vegir hér á landi eru taldir hafa verið tœplega 1000 km. að lengd árið 1918. Nú munu akfœrir þjóðvegir, sýsluvegir og fjallvegir vera um 4800 km. að lengd. Er það um einn km. á hverja 25 ibúa. í Noregi er einn km. akfcerra vega á hverja 65 ibúa. Á árunum 1920—38 hefir 14 milljónum króna úr ríkissjóði verið varið til nýbygginga vega og brúa, auk mikils framlags úi sýslusjóðum og sveitarsjóðum. Síðustu árin hafa heildarútgjöld ríkisins til vegamála ávallt numið nœr tveim milljónum króna á ári. Árið 1919 varði rikissjóður 600 þúsund krónum til vegamála. Árið 1918 voru til 59 brýr lengri en 10 metrar, byggðar á tímabilinu 1890—1918. Á tímabilinu 1919—38 hafa verið byggðar 213 nýjar brýr. Dýrust þessara brúa var brú á Jökulsá á Sól- heimasandi, kostaði 274 þús. króna, þá Hvitárbrú í Borgarfirði 178 þús. kr. og brú á Eyjafjarðará 150 þús. kr. Mannvirkin við Markarfljót kostuðu 293 þús. kr., en sjálf brúin kostaði innan við helming þeirrar upphœðar. Alls hefir 25500 þúsundum króna verið varið til vega- og brúargerða á árunum 1919—38. 4360 þús. kr. af því gengið til brúargerða. Myndin er af Hvítárbrú í Borgarfirði. Útvarpsstöðin var reist árið 1930, en áður höfðu um stutt skeið átt sér stað nokkrar tilraunir um útvarp hér á landi. Kostaði útvarpsstöðin alls nœr 750 þúsund krónur Á þessu ári var ráðizt i að stœkka útvarpsstöðina til mikilla muna og er hún nú 100 kílóvött að styrkleika í loftneti. Kostaði þessi endur- bót um 700 þúsundir króna. Jafnframt var reist endurvarpsstöð að Eiðum í Múlasýslu til þess að bœta úr órðugleikum á hagnýtingu útvarpsins frá Reykjavík austanlands. Þessi framkvœmd mun sennilega kosta um 170 þús. króna, en endanlegt uppgjör hefir þó ekki verið gert. — Árið 1930 voru útvarpshlustendur aðeins 490. 1934 voru þeir 10492, en árið 1937 voru þeir orðnir 14407 alls. Hefir útvarpshlustendum því fjölgað um nær tvö þús- und að meðaltali á ári hverju, siðan stöðin tók til starfa. Fjölgunin er enn mjög ör. Miðað við fólksfjölda eru íslendingar níunda þjóðin í röðinni um hagnýtingu útvarps. — Myndin hér að ofan er af útvarpsstöðinni á Vatns- endahœð. Stengurnar eru 150 metrar að hœð. Árið 1918 var tala_ fiskiskipa, stœrri en 12 smál., 180 og samanlögð stœrð þeirra 7878 smál. Árið áður var tala þessara skipa 214 og samanlögð stœrð þeirra 11.874 smál., og var það mesta stœrð fiskiflotans fyrir 1918, en allmörg skip voru seld úr landi á því ári. Árið 1936, en yngri skýrslur eru ekki til, var tala þessara skipa orðin 354 og samanlögð stœrð þeirra 23.735 smál. Hefir þessi hluti fiskiflotans því meira en þref aldast á þessu tímabili. Árið 1918 voru 60 af þessum skipum seglskip og samanlögð stœrð þeirra 2561 smál., en þau eru engin talin með í skýrslunum 1936. Árið 1918 var tala þilfarslausra mótorbáta 357, en 1936 620. Hinsvegar gengu síðara árið ekki nema 94 árabátar til fiskveiða, en 1918 voru þeir 1188. Árið 1918 var tala skipsverja á skipum 2427, en á þilfarslausum mótorbátum og árabátum 7381. Árið 1936 var tala skipverja á skipum 4100, en á þilfarslausum ára- og mótorbátum 2847. — Myndin er af bátum samvinnuútgerðarinnar á ísafirði. Árið 1918 voru til þrjár sildarverksmiðjur hér á landi, ein í Krossanesi og tvœr á Siglufirði. Þœr voru allar í eigu útlendinga. 1915 nam framleiðsla þeirra 750 þús. kr. Árin 1916—18 var framleiðsla þeirra mjög lítil,, sem sést á því, að 1918 voru ekki flutt út, nema 1000 kg. af síldarlýsi. Eftir 1920 fer þeim fjölgandi. Árið 1925 eru verksmiðjurnar orðnar 7, þar af 5 útlendar. Árið 1929 geta verksmiöjur þœr, sem þá starfa, unnið samtals úr 7200 smál. síldar á sólarliring. Árið 1930 lét ríkisstjórnin byggja fyrstu ríkisverksmiðj- una. Nú eru síldarverksmiðjurnar alls 17 og geta unnið úr samt. 31.200 smál. á sólarhring. Ríkisverksmiðurnar einar geta unnið úr 12400 smál. á sólarhring. Á síðastliðnu ári unnu allar verksmiðjurnar úr 2.172 þús. hl. og í sumar tóku þœr 1.529 þús. hl. til vinnslu. Á árunum 1920—37 voru byggðar 15 nýjar síldarverksmiðjur fyrir 8.336 þús. kr. í sumar voru nokkrar af verksmiðj- unum stœkkaðar og endurbœttar og hejir innflutningur á efni til þess numið 794 þús. kr. — Myndin er frá verksmiðjuhverfinu á Siglufirði. Árið 1918 höfðu íslendingar sjálfir engar landvarnir. Nú á ríkið sjálft þrjú vopnuð varðskip: Ægir, sem kostaði um eina millj., Þór, sem kostaði um 170 þús. kr. og Óðinn, sem kostaði um 160 þús. kr. Auk þess eru tveir vopnaðir mótorbátar öðru hvoru við gœzluna, þegar mest er að gera. Öll þessi skip eru þannig gerð, að þau eiga að geta stundað björgun samhliða gœzlustarf- inu og liafa líka oft veitt mikilsverða hjálp í þeim efnum. Mun Ægir, sem var byggður 1928—29, vera fyrsta fullkomna skipiö, sem sameinar það hvort- tveggja, að geta stundað björgun og landvarnir. Áður var varðskipunum ekki œtlað að stunda björgun. Nú er í ráði að auka landvarnirnar og bjórgunar- starfsemina á þann hátt, að láta stóra mótorbáta annast gœzluna á tilteknum syœöum og er Óðinn, sem var byggöur í fyrra á Akureyri, fyrsta slíka skipið. Á síðastl. ári voru gœzludagar vopnaðra skipa um 1200 og kostnaðurinn við landvarnirnar um 650 þús. kr. — Myndin er af Ægi. Haustið 1937 tók rannsóknarstofa atvinnuveganna (Atvinnudeild Háskólans) til starfa. Er hún í þremur deildum, landbúnaðardeild, fiskideild og iðnaðar- deild, og er verkefni þeirra að annast hverskonar rannsóknir tilheyrandi þess- um atvinnuvegum. Áður hafði e/narannsóknarstofa ríkisins fengizt nokkuð við slíkar rannsóknir og sameinaðist hún þessari nýju stofnun. Hús rannsókn- arstofunnar er reist á háskólalóðinni og kostaði um 230 þús. kr. Var það byggt fyrir tekjur happdrœttis Háskólans, en ríkið tekur vegna þess eftirleiðis minni ágóðahluta af tekjum happdrœttisins og fœr háskólinn þetta fé því endurgreitt að mestu. Kostnaður við rannsóknarstofuna er nú áœtlaður um 120 pús. kr. og er hún þó ekki enn skipuð eins mörgum mönnum og œtlað er. Arið 1918 var allur kostnaður við efnarannsóknarsto/u ríkisins 3840 kr. Fram til 1918 var litið unnið að hafnarmannvirkjum hér á landi. Þó höfðu verið reistar hafskipabryggjur á nokkrum stöðum (m. a. á Akureyri, Hafnar- firði og Stykkishólmi). Árið 1913 var byrjað á Reykjavíkurhöfn og var búið að vinna við hana fyrir 2.566 þús. kr. í árslok 1918. Síðan hefir verið unnið við hana meira og minna á hverju ári síðan og nemur nú saman- lagður kostnaður við byggingu hennar um 10.100 þús. kr. og hefir því verið unnið við hana fyrir 7.5 millj. kr. síðan 1918. Fyrir 1918 hafði ríkið lagt fram 400 þús. kr. til byggingarinnar, en síðan ekkert. — Á tímabilinu 1919—38 hafa verið reist hafnarmannvirki, fyrir 10 millj. kr. utan Reykjavikur samkv. upplýsingum Vitamálaskrifstofunnar. Framlag ríkisins til þessara hafnar- gerða, hefir numið 3500 þúsund kr. eða rúmlegum % af lieildarupphœðinni. — Samkvœmt þessu hefir allur kostnaður við hafnargerðir 1918—38, þegar Reykjavík er meðtalin, numið 17.5 millj. kr. — Stœrstu hafnarmannvirkin utan Reykjavikur eru Vestmannaeyjaliöfn (2.800 þús.) og hafskipabryggjan og nýi hafnargarðurinn á Siglufirði (700—800 þús.). Nœst koma hafnar- gerðirnar á Akranesi (600—700 þús.)., Sauðárkróki (600—700 þús.), Húsavík (um 530 þús.) og Skagaströnd (um 400 þús.). — Myndin er frá Reykjavíkur- höfn og umhverfi hennar. Heita má, að öll þróun raforkumála liér á landi falli á tímabilið 1919—38, enda þótt fyrsta rafstöðin vœri byggð hér 1902. Árið 1918 voru hér starfandi 8 al- menningsrajveitur með samtals 340 hestöfl, en nú eru starfandi 40 almennings- rafveitur með samtals 18500 hestöfl. Eru um 17000 liestöfl í vatnsaflsstöðvum og 1500 í olíumótorstöðvum. Árið 1918 var orkuvinnsla þessara stöðva tœplega V2 millj. kilóvattstunda, en eru nú um 19. millónir kílóvattstunda. Árið 1918 voru frá 7000—8000 manns ,eða 9% landsmanna búsettir á orkuveitusvœðum almenningsrafveita, en nú um 70 þús. eða um 60ó7o landsmanna. Auk almenn- ingsrafveitanna eru nú starjrœktar um 200—300 einkastöðvar, aðallega á sveitabýlum, og njóta þeirra um 2000 manns. Þá hafa allmörg iðnaðarfyrir- tæki sínar eigin raforkustöðvar, einkum sildarverksmiðjur, og mun láta nœrri að um 20 verksmiðjur hafi um 1500 liestöfl í einkarafveitum. — Stœrstu raf- orkuver liér á landi eru Sogsvirkjunin með 10 þúsund hestöfl, Elliðaárstöðin með um 4500 hestöfl, rafveita ísafjarðarkaupstaðar með um 900 hestöfl, raf- veita Akureyrar með um 450 hestöfl og rafveita Blönduóss með um 300 hestöfl. Akureyrarbœr er nú að láta reisa 2000 hestafla raforkuver við Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu. Á árunum 1920—37 voru reistar 33 rafstöðvar fyrir samtals 18574 þús. kr. Á þessu ári hefir verið flutt inn efni til aukningar og byggingar á rafstöðum fyrir 324 þús. kr. — Myndin er frá Sogsvirkjuninni. í dag eru liðin 60 ár síðan að kveikt var á fyrsta vitanum hér á landi, Reykjanesvitanum. í nœstum tuttugu ár var.hann eini viti landsins. Fram til 1918 var alls varið 437 þús. kr. til vitabygginga, en á tímabilinu 1919—1938 liefir rúml. 2 millj. kr. verið varið til vitabygginga, nœstum því eingöngu úr ríkissjóði. Vitar á öllu landinu eru nú um sextíu. Dýrasti vitinn er á Dyrliólaey, reistur 1927 og 1928 og kostaði um 230 þús. kr. Myndin, sem fylgir, er af honum. Árið 1936 tók stuttbylgjustöðin í Gufunesi til starfa. Kostaði hún um 710 þús. kr. Hefir notkun þráðlausa talsambandsins við útlönd orðið meiri en búizt var við og það líka oft komið að góðu haldi, þegar ritsíminn liefir bilað. — Nánari frásögn um framkvœmdir í símamálum er á öðrum stað. — Myndin er af stuttbylgjustöðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.