Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 5
Fullveldisclagsfolað TfMINlV. fimmtndaginn 1. des. 1938 i Byggingar hafa aldrei verið jafnmiklar hér á landi og á tímabilinu 1918—38. Gildir það jafnt uni íbúðarhús, sem aðrar byggingar. Árið 1918 nam mats- verð skattskyldra húseigna 31J) millj. kr., en 1937 nam það 155,8 millj. kr. Hefir það þvíaukizt um 124 millj. kr. og er þó víst að matshœkkunin nemur hvergi nœrri því fé, sem lagt hefir verið í byggingarnar. Til skattskyldra eigna teljast ekki skólar, spítalar eða aðrar opinberar byggingar. —. Myndin, sem fylgir, er af skrifstofuhúsi ríkisins, Arnarhvoli. A árunum 1920—37 hefir stofnkostnaður annara iðnfyrirtœkja en rafveita, frystihúsa, síldarverksmiðja og mjólkurbúa numið 12.932 þús. kr. og skiptist sú upphœð þannig milli hinna ýmsu iðngreina (fjöldi fyrirtœkja talinn í svigumj: Ullar- og tóvinnsla (2) 482 þús.; vikurvinnsla (1) 70 þús.; sápugerðir (4) 105,8 þús.; trésmiðjur (16) 500,8 þús.; blikksmiðjur (6) 56,5 þús.; fisk- og beinamjölsverksmiðjur (10) 1449 þús.; málmhúðun (1) 18 þús.; dráttarbrautir (4) 175 þús.; efnagerðir (5) 60 þús.; sœlgcetis- og súkkulaðigerðir (7) 481,5 þús.; leikfangagerðir (2) 29,5 þús.; efnalaugar (8) 52 þús.; fatnaðargerðir (5) 236 þús.; fiðurhreinsun (1) 6 þús.; fóðurblbndun (2) 78,5 þús.; pappír&pokagerð (1) 50 þús.; prentmyndamótun (2) 36 þús.; blikksmiðjur (6) 56,5 þús.; skipa- smíðastóðvar (9) 512 þús.; skógerðir (3) 147,5 þús.; smjörlikisgerðir (7) 707 þús.; stálhúsgagnagerð (1) 24 þús.; stáltunnu- og dósagerðir (2) 85 þús.; tunnuverksmiðjur (3) 129 þús.; vagna- og reiðhjólaverksmiðjur (2) 11 þús.; gas- og tjörugerðir (2) 369,4 þús.; glervinnslur (2) 104 þús.; gosdrykkjagerðir (5) 835,2 þús.; prentsmiðjur (18) 1133 þús.; bókbandsstofur (5) 42,5 þús.; hamp- og veiðarfœragerðir (6) 266 þús.; hvalmjölsvinnsla (1) 295 þús.; járn- smiðjur (13) 707 þús.; kaffibrennslur (8) 230,5 þús.; kexverksmiðjur (3) 305 þús.; leðuriðja (2) 276 þús.; málningarverksmiðjur (2) 98,5 þús.; niðursuðuverk- smiðjur (4) 307,7 þús.; ofnasmiðjur (2) 54 þús.; rafmagnsiðnaður (9) 69 þús.; húsgagnasmiðjur, tré (19) 226,2 þús.; lifrarbrœðslur (21) 775,2 þús.; fiskþurrk- unarhús (3) 123,7 þús.; vélaverkstæði (23) 472,1 þus.; þvottahús (5) 49 þús. — Hér eru ekki taldar með lifrarbrœðslur, sem komið hefir verið fyrir í tog- urum og línuveiðurum, sem ekki hafa kostað undir 60 þús. kr. né heldur vélar sem settar hafa verið í 17 togara til þess að vinna úr grút og samtals munu hafa kostað 100 þús., en á síðustu vertíð fengust 97 smál. af lýsi úr grútnum á þessum skipum, en þangað til hafði orðið að fleygja þessu verðmœti. — Á þessu ári hefir m. a. verið reist þangmjölsverksmiðja, stofnkostnaður 42 þús. kr., niðursuðuverksmiðjur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, stofnkostn- aður 270 þús. kr. — Myndin er af verksmiðjuhverfi SÍS á Akureyri. f^W' Á síðari árum hefir allmikið verið unnið að smiöi vélbáta hér á la^idi, þótt ekki sé fyrir hendi jullkomið yfirlit um það. í Reykjavík hafa verið smiðaðir dllmargir vélbátar, og munu hinir stœrstu þeirra hafa verið um 50 smálestir. Þá hefir verið unnið að vélbátasmíði í Keflavík, Vestmannaeyjum, Fáskrúðs- firði, Akureyri og ísafirði. Á siðast talda staðnum er nýlokið við smíði á tveim 14 smálesta vélbátum og einum 24 smál. bát, en í smíðum eru þar tveir aðrir 24 smál. bátar, sem lokið verður við fyrir vertíð, og þrir 14 smái. bátar, sem unnið verður að í vetur. Minni bátarnir eru smíðaðnir í ákvœðisvinnu og kosta 14 þús. krónur fyrir utan vél, spil og raflögn. Landssmiðjan í Reykjavík hefir undanfarið haft vélbát í smíðum, 22.5 smálestir að stœrð. Hefir hún selt þennan bát fullbúinn, en án gangvélar, fyrir 24 þús. krónur. Sjálf smiöi skiþsins var unnin í ákvœðisvinnu fyrir 7500 krónur, og telst smiðunum svo til, að þeir hafi haft kaup sem svarar kr. 1,60 um klukkustund. Snemma á 19. bld voru smíðuð þilskip í Ólafsvík og á Bíldudal, sem œtluð voru til há- karlaveiða,' 40—50 smál. að stœrð. Eyfirzku hákarlaskipin, sem einkum voru kennd við Þorstein á Skipalóni, voru minni. Stœrsta skip, sem smíðað hefir verið hér á landi, svo vitað sé, er vélskip það, sem Helgi Benediktsson útgerðarmaður i Vestmannaeyjum er að láta smlða, er það á annað hundrað smálestir og mun œtlað að geta siglt með ísfisk til Englands, ef henta þœtti. Yfirsmiðurinn við þessa skipasmíð er Gunnar Marel Jónsson, sem kunnur er að smíði vélbáta, sem vel hafa reynzt. — Myndin er af vélbátnum, sem Landssmiðjan er að láta smíða. Til símalagninga og annarra skyldra framkvæmda hefir 8,700,000 krónum verið varið úr ríkissjóði á árunum 1919—38. Fram til ársloka 1918 hafði rikissjóður lagt fram 1900000 krónur í þessu skyni Af framkvæmdum síðustu tuttugu ára er sjálfvirka stöðin í Reykjavík og Hafnarfirði dýrust; kostaði 920 þús. krónur. Landsímahúsið nýja kostaði um 900 þús. kr. og stuttbylgjustöðin í Gufunesi um 710 þúsundir króna. Til talstöðva og loftskeytastöðva í skip og báta hefir verið varið 120 þús. krónum og um 150 þús. króna til loftskeytastóðva í landi. Til einkasíma í sveitum hefir verið varið um hálfri milljón króna. Árið 1918 voru landsímastöðvarnar alls 140, en nú eru þœr 503. Talsímaáhöld voru 1674, nú 8270. Einkasímar á sveitabœjum voru 10, nú 656. Víralengd landsímalínanna var 6700 km., en nú 14200 km. Viralengd einkasímalínanna var 90, nú 1640 km. Víralengd bœjarsímakerfanna var 2400 km., en er nú 29800 km. Árið 1918 voru send 103000 símskeyti innanlands, en 145000 árið 1938. Símskeyti til og frá útlbndum voru um 1375000 orð árið 1918, en árið 1938 1850000 orð. Símtbl innan- lands voru 1918 alls 294000, en á þessu ári 590000. Símtöl til og frá útlöndum námu í ár alls 11600 mínútum. Tekjur landssímans námu 640000 krónum árið 1918, en eru í ár 2450000 krónur. Rekstursgjöldin voru 430000 krónur árið 1918, en eru nú 1950000 krónur. — Myndin er af Laivdsímahúsinu. Byggingar- og landnámssjóður tók til starfa árið 1929. Frá þeim tíma og til ársloka 1937 hafa verið veitt lán úr sjóðnum til byggingar á 440 sveita- býlum og nemur samanlögð upphœð þeirra 2.734 þús. kr. Á þessu ári hafa verið veitt lán til 78 húsa, en ekki hefir enn verið gengið endanlega frá því, hvað lánsupphœðin verður mikil. Nýbýlasjóður tók til starfa 1936 og var búið 1. apríl síðastl. að greiða 330 þús. kr. í óafturkrœfum styrk og veita 260 þús. kr. í lán til 200 nýbýla. XJm 31 af þessum býlum voru að meira eða minna leyti reist fyrir 1934, og hafa þau fengið styrk, en engin lán. Býlið, sem reist hafa verið síðan lógin gengu í gildi, skiptust þannig: Reist á eyðijbrðum 39, reist á landi, sem fengist hefir við tvískiptingu jarða, 60, og reist á útmœldu og órœktuðu landi 70. Síðan 1. april hefir verið greidd allmikil fjárhæð í aukinn styrk og lán til þessara býla, en önnur nýbýli hafa ekki fengið styrk eða lán á þeim tíma. — Myndin er af sveitabýli, sem reist hefir verið vestur á Arnarstapa, fyrir lán úr Byggingar- og land- námssjóði, og svipar til margra þeirra býla, sem byggð hafa verið á síðari árum. Ein glœsilegasta menningarframkvœmd tímabilsins er Sundhöllin í Reykjavik. Tók hún til starfa 24. marz 1937. Stœrö laugarinnar er 10x33% m. Einmenn- ingsklefar karla 28, einmenningsklefar kvenna 15. 55 skápar í samklefum karla og 57 skápar í samklefum kvenna. f sólbaðinu komast að samtímis 50—60 karlar og jafnmargar konur. — Aðsóknin frá 24. marz til 31. desember 1937, var samtáls 141,541 baðgestir. En frá 1. janúar til 31. oktöber 1938, samtals 142,587 baðgestir. — Stofnkostnaður Sundhallarinnar er 655 þúsund krónur. Á þinginu 1932 var sett löggjbf um byggingarsamvinnufélög, og rikinu heimilað að ábyrgjast lán fyrir slík félög allt að 80% af kostnaðarverði húsanna, en þó aldrei rtieir en 15 þús. krónur á íbúð. Sakir jjárhagskreppunnar, sem yfir skail, hefir þessi löggjbf komið að minna gagni en til var œtlazt, þar eð ríkið hefir ekki séð sér fozrt að veita þessar abyrgðir nú um sinn. Tvö félbg í Reykjavik, hafa reist hús í skjóli þessarar löggjafar. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur hefir reist 27 einbýlishús, 6 tvíbýlishús og 1 jjórbýlishús, eða alls 43 íbúðir. Byggingarkostnaður á íbúð með lögun lóðar og girðingu, var þessi: Einbýlishús úr steini kr. 26,500,00; sama gerð úr timbri kr. 24,500,00; einbýlishús úr timbri kr. 25,500,00; tvíbýlishús úr timbri kr. 18,200,00; Fjórbýlishús úr steini kr. 16,800,00. Kostnaður við að búa i dýrasta einbýlishúsinu er 175 kr. á mánuði, þegar afborganir eru ekki taldar með. í þessum húsum eru 6 herbergi, fordyri, eldhús og 4 skápar, en i kjallara þvottahús, geymsla, miðstóð og stórt herbergi, sem ýmist er notað til íbúðar, iðju eða annarra þarfa. Auk þess er í kjallaranum rúmgóður gangur og staður undir tróppum fyrir kalda geymslu. — Hitt félagið, Félagsgarður, hefir reist 16 tvíbýlishús og 2 einbýlishús, bll úr steini, eða samtals 34 íbúðir. Byggingarkostnaður á ibúð í einbýlishúsunum var 28—30 þús. krónur, en þau eru af mismunandi gerðum. Bœði þessi félög fengu lán hjá brezku lífsábyrgðarfélagi til 25 ára, hið fyrra með 5% vöxtum, en hið síðara með 5Vn% vöxtum, en þó með-þeim takmbrkunum, sem lögin um byggingarsam- vinnufélbg setja, og frá var skýrt hér að framan. — Á Akureyri hafa verið reistar tvennskonar samvinnubyggingar, samtals 25 íbúðir. í öðru hverfinu eru húsin 8,90x8,90 m., tvær hœðir án kjallara, og kostuðu 14—18 þúsund kr. Vextir og afborganir af þeim eru 60 krónur á mánuði. Innrétting þeirra er þannig: Á neðri hœð eru 2 íbúðarherbergi, geymsla, þvottahús og forstofa, en á efri hœð 2 herbergi, eldhús og bað. í hinu hverfinu eru húsin ein hœð án kjallara og verðið 8—10 þúsund. Vextir og afborganir 35 krónur á mánuði. í þessum húsum eru tvœr samliggjandi stofur, tvö lítil herbergi, eldhús, þvotta- hús og geymsla. Steypibað er í þvottahúsinu. Hvorutveggja húsin eru stein- hús. Hin fyrri úr steinsteypu með timburklœðningu að innan. Hin eru úr hlöðnum steinum með tvöföldum veggjum. — Myndin að ofan er af sam- vinnubyggingum í Reykjavík. Þau fáu frystihús, sem til voru í landinu 1918, voru nœr eingöngu notuð til að frysta beitu. Það er ekki fyr en S. í. S. og kaupfélögin hefjast handa um að vinna frosnu kjöti markað erlendis, er verulegur skriður kemur hér á byggingu frystihúsa. Voru slíkar tilraunir gerðar 1924 og 1925 og gáfust svo vel, að ríkið akvað að styrkja Eimskipafélagið til að byggja skip, sem annast gœti flutning á frosnu kjöti. Þetta skíp, Brúarfoss, kom hingað 1926 og á næstu árum byggja kaupfélögin frystihús á ýmsum helztu kjöt- útflutningshöfnum landsíns. Hefir þetta orsakað þá breytingu, að nú er ekki nema um % hluti kjötframleiðslunar saltaður og byggist því meginhluti kjötsölunnar, bæði erlendis og innanlands, á frystihúsunum. Um 1930 var byrjað að frysta fisk til útflutnings og hefir það stöðugt fœrzt i vöxt síðan. Verða á þessu ári fluttar út um 1700 smál. af frystum fiski og mun láta ncerri að fyrir hann fáist 1.7 millj. kr. Á tímabilinu 1920—37 hafa verið reist alls 45 frystihús fyrir 5.650 þús. kr. Á þessu ári hafa verið byggð 5 frystihús og hefir innflutningur á efni til þeirra numið 87 þús. kr. Ríkið hefir styrkt byggingu frystihúsanna að x/± hluta. — Myndin er af frystihúsi S. í. S. í Reykjavik. Miklar framfarir hafa orðið í skíðaíþrótt hér á landi á síðari árum. Má meðal annars marka það af hinum mörgu skíðaskálum sem reistir hafa verið. Fyrsta skálann reistu ísfirðingar 1930, „Sklðaheima" í Seljalandsdal. Næstir urðu Akureyringar með Sklðastaði 1931. Þá munu Siglfirðingar hafa reist „Skíða- borg" undir Hafnarhyrnu. Mestur er skáli Skíðafélags Reykjavíkur í Hvera- dölum á Hellisheiði, reisiur 1936. Aðrir skálar eru þessir: Skiðaskáli Ármanns í Jósefsdal, skíðaskáli Knattspyrnuféiags Reykjavikur í Skálafelli, skíðaskáli Kaupfélags Reykjavíkur á Hellisheiði, skíðaskáii ungmennafélaganna í Ön- undarfirði og Dýrafirði á Gemlufallsheiði, skíðaskáli íþróttafélags kvenna við | ¦ ¦ --'¦'".:-..- .»;. . --..-.-\ ... ] | Skálafeil og loks hefir fþróttafélag Reykjavíkur keypt hinn vinsœla og veglega H . ' • :í , '"-< >_________ ______________......____............—____-_____—_________________¦___.._._¦ greiðasölustaó, Kolviðarhól á HeUísheíöi. og œtlar að starfrœkja sem skíða- :____..__.-.--------.—-—-:;'' •¦--¦- -:.. ________: HHKl skála og iþróttaheimili. — Við ýmsa skálana hafa verið gjórðar stökkbrekkur. * Árið 1929 var byrjað á byggingu Þjóðleikhússins í Reykjavík. Er byggingunni Mesta staðið skiðastökk á Alfred Jónsson, framkvcemt i stökkbrekkunni á Á myndinni að ofan sést fólk við vinnu í skóverksmiðju Sambands íslenzkra nú lokið hið ytra og hefir hún kostað um 700 þúsund krónur. Hinsvegar er Siglufiröi. Stökkið var 43 metrar, en mesta framkvcemanlegt stökk í þeirri samvinnufélaga á Akureyri. Skógerð þessi hófst 1936 og hefir framleiðslan innréttingu hússins ekki lokið. Þjóöleikhúsið er að allra dómi einhver fegursta brekku er 55 metrar. — Myndin er af skála Skíðafélags Reykjavikur. líkað svo vel, að ekki verður annað þeim pöntunum, sem berast. byggingin, sem reist hefir verið hér á landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.