Tíminn - 01.12.1938, Page 6

Tíminn - 01.12.1938, Page 6
6 FnllveldisdagsblafS Kaupfélögin hafa aukizt mjög mikið á tímabilinu 1919—38. 1918 voru 14 félög í Sambandi isl. samvinnufélaga með samtals 3800 félagsmönnum. Nú eru í S. í. S. 46 félög, sem hafa samtals 15.505 félagsmenn. Árið 1918 námu sjóðir S. í. S. 14.600 kr., en þeir eru nú um 2.191 þús. kr. Gefa þessar tölur Ijóst til kynna, hversu mikill vöxtur samvinnufélaganna hefir verið. Árið 1918 seldi S.Í.S. innlendar vörur fyrir 1619 þús. kr. og erlendar vörur fyrir 993 þús. kr. Á síðastliðnu ári seldi S.Í.S. innlendar vörur fyrir 12,791 þús. kr. og erlendar vörur (þar í talin sala frá isl. iðnfyrirtœkjum og heildsölum) fyrir 11,238 þús. kr. Árið 1918 hafði S.Í.S. engin iðnfyrirtœki. Árið 1921 tók garnahreinsunar- stöð þess til starfa og 1923 byrjaði það á gœrurotun. Klœðaverksmiðjan Gefjun var keypt 1931. Árið 1936 tók skinnaverksmiðjan Iðunn til starja. Á síðastliðnu ári seidi S.Í.S. hreinsaðar garnir fyrir 431 þús. kr., vörusala skinnaverksmiðjunnar nam 298 þús. kr. og vörusala Gefjunar 864 þús. kr. Auk þess á S.I.S. sápuverksmiðjuna Sjöfn og kaffibœtisgerðina Freyju að hálfu leyti á móii Kaupfélagi Eyfirðinga. — Myndin er af skrifstofuhúsi Sambands íslenzkra samvinnufélaga í Reykjavík. Árið 1918—19 var allur kostnaður við bariiafrœðsluna 336 þús. kr. Kennslu- árið 1919—20 var tala barnakennara 318 og tala nemenda 6435. Fastir skólar voru þá 52 og nemendafjöldi þeirra 3791. Annars staðar var farkennsla. í byrjun þessa skólaárs nam tala fastra kennara um 450, en auk þeirra voru allmargir stundakennarar. Tala skólabarna var 13,920 og skiptist þannig: í Reykjavík 4200, öðrum kaupstöðum 2800, öðrum föstum skólum 4100, í 16 heimavistarskólum 420, í farskólum 2350. Árið 1936 nam kostnaður bœjar- og sveitarfélaga við kennsluna 960 þús. kr., svo heildarkostnaðurinn hefir verið rúm milljón. — Með frœðslulögunum frá 1936 hefir kostnaðurinn auk- izt verulega. — Samkvœmt landsreikningunum 1918, var allt framlag ríkisins til barnafrœðslunnar um 80 þús. kr., en í fjárlögum nœsta árs' eru jramlög til barnafrceðslunnar áœtluð um 760 þús. kr. Á tímabilinu 1919—38 hafa verið byggðir fjólmargir barnaskólar í kaupstöðum og kauptúnum, nokkr- ir heimangönguskólar í sveit og 15 heimavistarskólar. Stœrsti skólinn, sem ■ byggður hefir verið, er Austurbœjarskólinn í Reykjavík. Myndin er af honum. Síðan 1918 hafa verið byygðir fjórir nýir húsmœðraskólar í sveitum, og var nemendajjöldi þeirra siðastliöinn vetur: Laugalandsskóli 28 nemendur, Hall- ormsstaðaskóli 20 nemendur, Staðarfellsskóli 15 nemendur og Laugaskóli 18 nemendur. Á síðasta þingi voru samþykkt lög um húsmœðrafrœðsluna, sem bœta mjög aðstöðu fyrir stofnun nýrra húsmœðraskóla. — 1918 voru tveir kvennaskólar starfandi, á Blönduósi og í Reykjavík. Auk þeirra hefir starfað húsmœðraskóli á ísafirði seinustu árin. Árið 1918 var framlag ríkisins til húsmœðrafræðslunnar um 17 þús. kr., en á seinasta ári um 78 þús. kr. — Myndin er af Laugalandsskóla. Árið 1918 var framlag rikisins til bœndaskólanna um 22 þús. kr., þar af til búnaðarnáms á Eiðum 1500 kr. Nú er framlag ríkisins til þeirra helmingi meira, auk þess fjár, sem þar er lagt fram til nýrra framkvœmda. Á tímabilinu hefir verið mikið um verklegar framkvœmdir við bœndaskólana, sem bœta aðstöðuna við kennsluna, og með nýjum lögum frá síðasta þingi hefir aðstaða þeirra ennfremur verið mikið bœtt og kröfur tíl þeirra auknar. Hvorugur skólinn hefir gétað fullnœgt öllum beiðnum um skólavist á undanförnum haustum. — Árið 1918 styrkti rikið iðnfrœðslu í kaupstöðum með 5000 kr. Nú er sá styrkur þrisvar sinnum hœrri og nutu þessarar kennslu um 450 unglingar á siðastliðnum vetri. Árið 1918 var framlag ríkisins til Stýrimannaskólans um 10 þús. kr. og til Vélstóraskólans um 7 þús. kr. Á þessu ári er framlagið tíl Stýrimanna- skólans áœtlað um 32 þús. kr. og til Vélstjóraskólans um 32 þús. kr. Til verzlunarfrœðslu voru veittar 5000 kr. 1918, en nú 10 þús. kr. — Myndin er frá bœndaskólanum á Hólum. TÍMIM, fimmtndagmn 1. des. 1938 Árið 1918 var ekki starfandi nema einn menntaskóli og var allur kostnaður rikisins við hann um 51 þúsund krónur. Árið 1927 fékk gagnfrœðaskólinn á Akureyri réttindi til að brautskrá stúdenta. Á þessu ári er kostnaður ríkisins við báða skólana áœtlaður um 225 þús. kr. og á síðastl. ári voru brautskráðir rúmlega þrisvar sinnum fleiri stúdentar en vorið 1918. Margvíslegar umbœtur hafa verið gerðar á þessu timabili á aðbúð og húsakynnum skólanna. Einn merkasti þátturinn í starfsaukningu skólanna er bygging skólaseljanna. Var skólasel Akureyrarskólans reist fyrir tveimur árum síðan í Glerárdal og nefn- ist Útgarður. Er œtlazt til, að nemendur geti dvalið þar í frístundum sínum við íþróttaiðkanir, einkum við skíðaferðir. Skólaseli Reykjatvíkurskólans, sem er á Reykjakoti í Ölfusi, verður lokið um nœstu áramót. Er það muti stœrra og hefir skólinn einnig fengið þar land til rœktunar. Er œtlazt til að nemendur geti dvalið það lengri tíma, bœði haust og vor, við nám, vinnu og íþróttir. Auk þess sem þeir geta dvaliö þar í frístundum sínum. Skólaselin eru tvímœla- laust eitt merkasta nýmœlið í skólamálunum á seinni árum. — Myndin er aj Menntaskólanum á Akureyri og hinum fagra skrúðgarði í nágrenni hans. Árið 1918 voru starfrœktir tveir alþýðuskólar í sveit, á Núpi og Hvítárbakka, og til unglingafrœðslu utan Reykjavíkur, Akureyrar og Hafnarfjarðar, var þá varið um 9700 kr. úr ríkissjóði. Nú eru starfandi sjö alþýðuskólar í sveit, á Núpi, Eiðum, Laugum, Laugarvatni, Reykholti, Reykjum og Reykjanesi. Fimm síðastnefndu skólarnir hafa verið reistir á tímabilinu með samvinnu ríkis og hlutaðeigandi héraða. Hinir skólarnir hafa einnig verið mikið styrktir og end- urbœttir af sömu aðilum. Á síðastliðnu skólaári var samanlögð nem- endatala þessara skóla um 480. Auk þess störfuðu á síðastliðnu skólaári 34 unglingaskólar utan kaupstaðanna, með samtals 700 nemendum og nutu þeir um 24 þús. króna styrks úr ríkissjóði. í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hluti ríkisins l rekstrarkostnaði skólanna verði 120 þúsund krónur. — Myndin að ofan er af Laugarvatnsskóla. 1918 voru starfandi tveir gagnjrœðaskólar, á Akureyri og Flensborgarskóiinn í Hafnarfirði. Framlag ríkisins til Akureyrarskólans var 21 þús. kr. og til Flens- borgarskólans 8500 kr. Fyrir nokkrum árum síðan voru sett lög um gagn- frœðaskóla og samkvœmt þeim hafa verið stojnaðir skólar í Reykjavik, Hafn- arfirði, Vestmannaeyjum, Neskaupstað, á tsafirði, Siglufirði og Akureyri, þar sem eldri gagnjrœðaskólinn þar var gerður að Menntaskóla. Samanlagður nemendafjöldi þessara skóla, auk Flensborgarskólans, var á síðastliðnu skóla- ári um 600. Auk þess starfar einkagagnjrœðaskóli í'Reykjavík, sem nýtur sér- staks ríkisstyrks. Framlag ríkisins til gagnfrœðaskólanna er áœtlað um 70 þúsund krónur á þessu ári. — Myndin er af Flensborgarskólanum. Tónmenning íslendinga hefir stórum auðgazt á hinum síðustu tuttugu árum. Með stofnun Tónlistarfélagsins var stigið heillaríkt spor í þá átt. Það hefir starfrœkt Tónlistarskólann, þar sem hundruð manna hafa stundað tónlistar- nám, og stofnað Hljómsveit Reykjavíkur, er meðal annars hejir efnt til söng- leikasýninga, liinna fyrstu hér á landi. — Lúðrasveitir tvœr hafa verið stofn- aðar í Reykjavík, en hin þriðja er starfandi norðanlands, á Sauðárkróki. — Allir helztu karlakórar landsins, að undanskildum Fóstbrœðrum, áður Karla- kór KFUM, hafa verið stofnaðir á sjálfstœðistímábili þjóðarinnar, þótt sumir eigi sér ef til vill lengri forsögu. — Aukin söngkennsla i skólum landsins, sér- staklega í barnaskólunum, álþýðuskólunum og gagnfrœðaskólunum, hefir einn- ig átt mikilvœyan þátt l því að efla og bœta sönglífið í landinu. — Myndin, sem hér birtist, er af skemmtigarðinum í Reykjavík og Hljómskálanum, þar sem Tónlistarskólinn átti lengi aðsetur sitt. > Frá því að Háskólinn var stofnaður 1911, hefir liann orðið að notast við mjög lítið og takmarkað húsnœði í Alþingishúsinu. Bygging veglegs háskólahúss og sérstaks liáskóla liverfis hefir því jafnan verið áhugamál þeirra, sem hafa viljað efla œðri menntun þjóðarinnar. Árið 1933 var kominn svo mikill skriður á þetta mál, að samþykkt voru lög um stofnun sérstaks happdrœttis i ágóða skyni fyrir háskólabyggingu. Tók happdrœttið til starfa á nœsta ári eftir og munu tekjur þess vera orðnar í lok þessa árs um 730—750 þiís. kr. Fyrir röskum tveimur áruni var byrjað á byggingu háskóláhússins og er byggingu þess nú lokið hið ytra, en innrétting er að mestu leyti eflir. Er gert ráð fyrir að liúsið verði fullgert 1940 og kosti alls nokkuð á aðra milljón króna. Þegar hefir verið varið nálœgt 700 þús. kr. til byggingarinnar. Skólinn fœr allmikla lóð til umráða, þar sem reistar verða aðrar byggingar tilheyrandi háskólanum og starfsmönnum hans. Verður háskólahverfið, þegar það er fullbúið, liið veg- legasta. Framlag til liáskólans úr ríkissjóði er nú um 160 þúsundir, eða nœrri helmingi meira en 1918. Nemendafjöldi er miklu meiri en þá. Auk þess styrkir ríkið marga stúdenta til náms erlendis, en slíkir styrkir voru sama og engir árið 1918. —Myndin er af háskólabyggingunni. Kirkjur hafa verið reistar víða um land á síðustu tuttugu árum, mestmegnis steinkirkjur, en þó fáeinar timburkirkjur. Munu alls hafa verið byggðar um 30 kirkjur á þessu árábili. Stœrst þeirra er kirkjan í Siglufirði, er rúmar um 800 manns, þar af rösklega 500 í sœti. En fegurst og íburðarmest er kaþólska kirkjan á Landakotshœðinni í Reykjavík. Mjög veglegt guðsliús er nú í smíð- um á Akureyri, og að byggingu tilkomumikillar og fagurrar Hallgrímskirkju að Saurbœ á Hvalfjarðarströnd, hefir verið mikill undirbúningur árum saman og hefir safnazt álitlegur peningasjóður í þeim tilgangi. — Myndin, sem fylgir, er af kaþólsku kirkjunni í Reykjavík. Á tímabilinu 19119—38 hafa verið reistir átta stórir spítalar: Sjúkraliúsið á ísa- tirði 1925, Kristneshœli 1927, sjúkahúsið á Siglufirði 1928, Landsspítálinn 1930, sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum 1931, sjúkráhús Hvítabandsins 1934, Hafn- arfjarðarspítalinn, Landakotsspítalinn nýi og Stykkishólmsspítalinn 1936. — Sankti Jósefsreglan á þrjá síðastnefndu spítalana. — Nýi Kleppsspítal- inn var einnig byggður á þessum timabili. — Auk þessa hafa verið byggð mörg sjúkraskýli í sambandi við lœknisbústaði. Árið 1918 var samanlögð tala sjúkrarúma 460, en hún er nú um 1100. Árið 1918 nam framlag rikisins til heilbrigðismála 588 þús. kr., en á þessu ári um 1344 þús. kr. Hefir því sjúkra- rúmum fjölgað um meira en helming á þessu tímabiti og framlög ríkisins til heilbrigðismála hafa meira en tvöfáldazt — Myndin er af Landsspítalanum. Á Alþingi 1929 var sett löggjöf um verkamannabústaði. Samkvœmt þeim skyldi stofna sjóð, er bœjarfélög legðu árlega fé, er nœmi 1 krónu á íbúa, en ríkis- sjóður legði síðan fé á móti. Sjóðnum stjórna 5 menn. Heimilt skyldi sjóð- stjórninni að taka lán til þess að reisa verkamanndbústaði. í skjóli þessarar löggjafar hafa á árunum 1932—1937 í Reykjavík verið reistir verkamannábú- staðir með samtáls 92 þriggja lierbergja íbúðum og 82 tveggja lierbergja íbúðum. Fylgja ibúðum þessum öll nútímaþœgindi. Byggingarkostnaður á stœrri íbúðum er frá kr. 11.411,70 uppí kr. 12.277,29, en á minni ibúðunum 8470—9841 króna. Kostnaður við að búa í þriggja herbergja íbúð þegar með eru taldar afborganir, sjóðagjöld og greiðsla fyrir hita og heitt vatn, nemur 81 krónu á mánuði, en í tveggja herbergja íbúðunum 57—60 krónum á mánuði. Framlögin til Byggingarsjóðsins koma fram í vaxtálágum lánum, en húsin greiðast að fullu á 42 árum með áður greindri mánaðarleigu. Alls liefir bygg- ingarkostnaður verkamannabústaðanna í Reykjavík numið 1.869.669,00 krónum. í Hafnarfirði hafa verið reistir verkamannabústaðir með 8 þriggja lierbergja íbúðum og 7 tveggja herbergja íbúðum og einni sölubúð. Kostnaðarverð á stœrri íbúðunum nam kr. 10.600,00, en á tveggja herbergja íbúðunum kr. 8.600,00. Byggingarkostnaðurinn allur nam kr. 150.000,00. — Myndin er af verkamannábústöðunum i Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.