Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 7
7 FiillveldisdagsfolafS TÍMIM, fimmtndagmn 1. des. 1938 Þegar halda þurfti hátíðlegt þúsund ára afmœli Alþingis, var Hótel Borg reist. Áður hafði ekki verið til gistihús liér á landi á borð við það sem tíðkast í öðrum löndum. t hótelinu eru 28 tveggja manna gestaherbergi, og 14 eins manns herbergi, tveir rúmgóðir samkvœmissalir og tveir minni, móttökuherbergi og r.úmgóð fordyri og fata- geymslur. Og allt er hótelið búið hinum fullkomnustu nú- tímaþœgindum. Stofnkostn- aður hótelsins með búnaði var 1.280 þús. kr. — Myndin er af vesturhlið gistihússins, sem snýr að Austurvelli. Stœrstu hátíðahöld, sem hafa var 1000 ára afmcelis Alþingis. ráðherrann, verið haldin á íslandi, var Alþingishátíðin á Þingvöllum 1930, þegar minmt Voru þar saman komnir um 30—35 þúsund manns. Á myndinni sést forscetis- Tryggvi Þórhallsson, vera að setja hátíðina. í árslok 1918 átti Eimskipafélagið tvö skip, sem önnuðust flutninga, og ríkið þrjú. Þessi skip voru Gullfoss, Lagarfoss, Borg, Sterling og Willemoes. Auk þess munu tvö seglskip, sem höfðu hjálparvélar, hafa verið í förum hér við land. Sérstakur bátur var einnig í förum meðfram suðurströndinni. Annan skipakost, sem annaðist flutninga, áttu íslendingar þá ekki. Samanlagt burðar- magn þessara skipa var um 5620 rúmlestir. í sumar var tala íslenzkra skipa, sem önnuðust farþega- og vöruflutninga 14 og samanlögð stœrð þeirra 14,440 rúmlestir. Síðan hefir Esja verið seld úr landi, en stœrra og fullkomnara skip verður byggt í hennar stað. Skipaferðunum milli landa hefir fjölgað verulega á þessu tímabili og sömuleiðis hafa strandferðirnar aukizt verulega, þótt út- lendingar hafi dregið úr siglingum hingað, enda hefir íslenzki verzlunarflotinn nœr þrefaldazt á þessum tima. — Myndin er af Goðafossi. Á seinustu árum hefir áhugi fyrir íþróttum farið mjög vaxandi. Mörg íþrótta- félög hafa verið stofnuð til að vinna að auknum íþróttaiðkunum og leikfimi og sund hefir verið tekið upp sem námsgrein í flestum skólum, þar sem því hefir verið komið við. í frjálsum íþróttum hafa stöðugt verið að nást betri metárangrar. Eitt djarfasta átakið, sem gert hefir verið til eflingar íþróttum, er bygging íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar, sem var fullgert haustið 1935. í húsinu eru tveir miklir leikfimissalir, búnir hinum fullkomnustu tœkjum, tvö jataskiptaherbergi með rúmgóðum steypibaðsklefum áföstum. t kjallara hússins er fyrsta gufubað, sem komið liefir verið á fót liér á landi, án þess að stuðst sé við jarðhita. Kostaði húsið uppkomið um 180 þúsund krónur. — Myndin er af því. Myndhöggvaralistin er, likt og málaralist, ung liér á landi. Á síðustu áratugum hafa nokkrir myndhöggvarar getið sér hinn bezta orðstír, jafnvel á alþjóð- legan mœlikvarða. Kunnastur er Einar Jónsson, en listasafn hans við Njarðargötu liér i Reykjavík, var bygg't 1920. Af öðrum myndhöggvurum er Ásmundur Sveinsson þekktastur. Hann hefir komið sér upp merkilegu lista- safni. Ríkarður Jónsson er merkilegur listamaður og einkum eru mannamyndir lians sérstæð list. — Myndin er hér birtist, er af höggmynd, er nefnist Jól, eftir Einar Jónsson. Á tímabilinu 1928—1937 hefir ríkissjóður lagt fram kr. 113.335,00 til þess að koma upp sundlaugum viðsvegar um land, einkum þar sem jarðhiti var fyrir hendi. Á sama tíma hefir úr ríkissjóði verið varið til sundkennslu í Reykjavík kr. 25,800,00 og annars staðar kr. 24,950. — Myndin er frá sundlauginni að Laugum í Dalasýslu. Á undanförnum árum hefir verið kappkostað að vanda frágang verzlunar- búða mikið meira en áður, bœði til að tryggja bœtta meðferð varanna og til að auka sölu þeirra. Á myndinni sést ein af verzlunarbúðum Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Árið 1918 var póstferðunum háttað þannig, að farnar voru 15 aðalpóstferðir og nutu þeir, sem ekki gátu hagnýtt sér strandferðirnar, því rúmlega einnar póstferðar í mánuði. Nú eru póstferðir daglegar í nágrenni Reykjavíkur, viku- legar annarstaðar á stórum svœðum, og hálfsmánaðarlegar þar sem þœr eru strjálastar. Auk þessa eru svo miklu örari skipaferðir en áður og yfir sumar- tímann eru póstferðir miklu fleiri í þeim byggðarlögum, sem njóta bifreiðasam- gangna. Árið 1918 var fjöldi póstmanna 564, en er nú 820. Þá voru póststöðvar 407, en eru nú um 550. — Myndin er af póstflutningabíl. .Sú framkvœmd þjóðarinnar á tímabilinu 1919—38, sem lýsir einna mestri rœktarsemi við sögu þjóðarinnar og náttúrufegurð landsins, er þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Hugmyndin um þjóðgarðinn mœtti allmikilli mótspyrnu í jyrstu, en 1928 voru lögin um friöun Þingvalla samþykkt og landið girt nokkru síðar. Auk þess, sem reynt hefir verið að auka skógargróðurinn, hafa vellirnir verið stœkkaðir, bærinn á Þingvöllum endurbyggður í sveitabœjarstíl og gistihúsið Jlutt þangað, sem það samrýmist staðnum betur. Fyrstu skýrslur um bifreiðaeign landsmanna eru frá 1924. Þá voru fólksbifreiðar 154 og vöruflutningsbifreiðar 157. Síðustu tölur um bifreiðaeignina eru frá 1937. Þá var tala fólksbifreiða 876 og tala vöruflutningdbijreiða 1031. Hefir því bifreiðaeignin margfaldazt á þessu tímabili og var hún þó vitanlega miklu meiri árið 1924 lieldur en árið 1918. Málaralistin á íslandi er ung. Þórarinn Þorláksson og Ásgrímur Jónsson eru raunverulega elztu málarar íslendinga. Á siðustu tuttugu árum hafa lang- jlestir listmálara okkar komið fram á sjónarsviðið og viðgangur málaralistar- innar verið mikill. Fyrir réttum tiu árum tók Menningarsjóður til starfa og hefir liann meðal annars styrkt málarana með því að kaupa af þeim listaverk þeirra. — Myndin er af málverki eftir Finn Jónsson. Harðjiskverkun til út/lutnings er atvinnugrein sem féll með öllu niður hér á landi. En þegar á liarðnaði um markað fyrir .saltfiskinn, var að nýju fitjað upp á þessari œfafornu fiskverkunaraðferð. Nú eru til hér á landi hjallar eða trönur sem samtímis vœri hcegt að herða á allt að 1100 smálestir, miðað við fullhertan fisk. Kostnaðarverð hjallanna er 250 þús. krónur. Á árunum 1935—38 hafa verið framleiddar samtals 2370 smál. af harðfiski, mestmegnis ufsa. Útflutningsverðmœtið nemur 1137 þús. krgna, en birgðir eru nú um 250 smál. Til þess að gera mönnum grein fyrir, að hér er um framleiðsluvöru að rœða, sem engan veginn er lítils um vert, skal þess getið, að útflutningur Norðmanna á harðfiski síðastliðið ár nam 33 þús. smálestum. — Myndin er af hjöllum á Hrólfsskálamelum á Seltjarnarnesi. T- *• ; ■! ■ ';.y ■;■ V . - ■: 4 * ' '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.