Tíminn - 01.12.1938, Qupperneq 8

Tíminn - 01.12.1938, Qupperneq 8
8 Fiillveldisdagshlag TÍMBVN, fimmtadagiim 1. des. 1938 Halldór Krisijánsson: Sveitamenning og sjálístæðí Guðmundur V. Hjálmarsson: ,Sameinaðir stöndum vér — sundraðir föllum vér‘ Jón Emil Guðjónsson: Hvort vakir I. í dag eru 20 ár síðan íslenzka þjóðin endurheimti frelsi sitt. Þau ár hafa verið henni mikill breytingatími. Líf hennar hafði um langt skeið verið sem draumanótt. Á síðustu áratug- um hefir hún séð marga draum- ana rætast. Frelsið hefir endur- nært starfsþrótt hennar og gef- ið henni möguleika til að sækja fram í áttina til betri lífsskil- yrða og batnandi menningar. Enn má þó segja, að íslenzk endurreisn sé ekki nema hálf- unnið verk. Enn hvíla á íslenzku þjóðinni margar þær viðjar, sem áþján liðinna alda hefir á hana lagt. — Viðhorf þjóðar- innar inn á við einkennist þannig annars vegar af vax- andi möguleikum til nýtilegra átaka, en hins vegar af marg- þættum viðfangsefnum, sem hvarvetna bíða úrlausnar. Út á við hefir viðhorfið líka tekið miklum breytingum. Með fullveldisviðurkenningunni öðl- uðumst við nýjan rétt, — en tókum líka á okkur nýjar skyld- ur. Fyllstu líkur benda til, að hvorttveggja aukist mjög á næstu árum. Að minnsta kosti á þjóðin sjálf að telja það sóma sinn að láta það verða svo, — að nota sér þann rétt, sgm sam- bandslögin frá 1918 veita henni. II. Æskan, sem nú er að verða fulltíða í landinu, tekur við margvíslegum verkefnum og miklum arfi. Æska stríðshættu- landanna verður að fórna miklu af starfsorku sinni til að treysta landvarnir sínar gegn sprengi- kúlum óvinanna. íslenzk æska getur fagnað því að vera borin til frjórri lífsbaráttu. Hún á að halda áfram framsóknínni í landinu sjálfu og eiga sinn ríka þátt í þvi, að hið unga fullvalda ríki komi fram út á við með hófsemi og myndarbrag. Þetta er mikið hlutverk og glæsilegt. En það mun líka krefjast þess, að vel og sleitulaust sé unnið. En hlýtur ekki æskan einmitt að fagna slíku? Ekkert er gleði- legra fyrir starfsfúsa æsku heldur en að vera fædd til stórra starfa og mikilla átaka. Og nú er það ungu kynslóðar- innar í landinu að sýna, hvað hún getur. Gunnreif á hún að hefja starf sitt. Það á ekki að þurfa oft að spyrja: Hvort vak- ir þú, æska? Vilji hún láta það verða hlutverk sitt að auka við vaxtarhæð íslenzks þjóðar- stofns, þá þarf hún að hefja starf sitt á morgni síns eigin lífs. II. Eitt hinna stærstu verkefna næstu ára verður þannig undir- búningur þess, að íslendingar taki alla meðferð málefna sinna í eigin hendur og að afla þjóðinni nauðsynlegrar færni til slíks. Unga fólkið í landinu á að láta þetta verkefni nú þeg- ar til sín taka. Samhugur þess í að bera það fram til sigurs, á að vera sterkari heldur en mis- ræmi stjórnmálaskoðananna. Það þarf að skapa sterka vakn- ingu í þjóðlífinu til þess að tryggt sé, að neytt verði upp- sagnarákvæðis Sambandslag- anna. Enginn er færari til þess en æskan sjálf að tendra eld á- hugans fyrir þvl, að þjóðinni megi myndarlega takast að ná síðasta áfanganum í sjálfstæð- isbaráttu sinni. Ég vil í þessu sambandi sér- staklega minnast héraðsskóla- æskunnar. Hennar hlutdeild í þessu máli skiptir að minni hyggju mjög miklu. Hún á að leggja sérstaka áherzlu á að kynna sér það á meðan hún dvelur í skólunum. Síðan á hún að fylkja til sóknar 1 hinum dreifðu byggðum landsins. Úr hennar hópi eiga að koma margir f ramher j anna, sem vinna að þessu máli í æskulýðs- félagsskap sveitanna. Með hér- aðsskólunum hefir dreifbýlið eignazt síri sérstöku menning- arvígi. Þaðan á því að koma nýr kraftur, nýjar hugsjónir og ný trú á farsæla lífsmöguleika. Æskan, sem nemur þar, hlýtur að eiga mikinn þátt í því, hver verður skerfur sveitanna við að byggj a upp hið unga og frjálsa ísland. pú æska ? IV. Sennilega hefir íslenzka þjóð- in aldrei þarfnast starfsfúsrar og hugsandi æsku eins mikið og einmitt nú. Slík eru þau við- fangsefni íslenzks þjóðlífs, sem vel og skjótlega þarf að leysa. Hér hefir verið vikið að megin- verkefnunum. — Það á að vera metnaðarmál unga fólksins að láta ekki hina eldri kynslóð eina um að berjast fyrir lausn þeirra. Hún hefir líka nú þegar skilað miklu af þakkarverðu dagsverki. — Heilbrigð og starfsglöð æska hlýtur líka að eiga gnótt djarfra hugsjóna. Hún fagnar tækifærunum til að vinna að framgangi þeirra. Svo gerir íslenzka æskan nú. Hátt og djarft á hún að horfa fram á veginn — örugg og ákveðin að ganga til verks. Svo á hún að vinna, að eigi fenni strax í spor- in hennar. — Þannig eiga þeir ungu menn og konur, sem senn eiga að erfa landið, að halda á- fram að skapa sérstæða og merkilega sögu um dáðríka og vel menntaða þjóð á sögueynni hér nyrzt í Atlantshafi. Jón Emil Guðjónsson frá Kýrunnarstöðum. Eins og maðurinn sáir mun hann uppskera. Þetta er í fullu gildi þar, sem maðurinn heyir lífsbaráttuna með einhvers- konar ræktunarstarfi á brjóst- um náttúrunnar. Þar á maður- inn allt undir því, að hann starfi í samræmi við lög nátt- úrunnar. „Ef endistu að plægja, þú akurland fær, ef uppgefst þú: nafnlausa gröf“, segir Stephan G. Maðurinn gerir vel og hittir sjálfan sig fyrir. Þess vegna er endur- gj aldslögmálið samvizka nátt- úrubarnanna. Og þó að það sé stundum miskunnarlaust og grimmt, þá hefir það þó alltaf þann kost, að það glæðir á- byrgðartilfinninguna og temur mönnum að taka afleiðingum verka sinna. Hið beina, milli- liðalausa samband við náttúr- una elur manninn upp til að treysta á mátt sinn og megin, bera ábyrgð gjörða sinna og heimta rétt sinn. Það er fyrst þegar óhollir atvinnuhættir og ranglátt þjóðskipulag hefir brjálað og deyft þessar frum- stæðu kenndir náttúrubarns- ins, sem þjóðirnar eignast æp- andi múg, sem heimtar leiki og brauð af höfðingjum sínum. Með þessi almennu þjóðlífs- sannindi í huga þarf enginn að undrast, þó að tvær merkileg- ar félagsmálahreyfingar, sam- vinnuhreyfingin og ungmenna- félagsskapurinn hafi vaxið og þróast í sveitunum íslenzku. Enginn neitar því, að þessar tvær hreyfingar hafi haft sögu- lega þýðingu og unnið þjóðfé- lagslegt gagn. Hitt er ef til vill ekki eins ljóst öllum, að í þess- um hreyfingum sjáum við beztu einkenni íslenzkrar sveita- menningar, eins og hún er. Þær eru blátt áfram hluti af sveitamenningu okkar, þó að starfssvið þeirra sé engan veg- in takmarkað við sveitirnar og þær séu sprottnar upp af er- lendum fræum. Það voru sveit- irnar, sem fyrstar lögðu þeim til lífsskilyrðin hér á landi. Sömu skilyrði eru til meðal sveitafólksins víðaT en félög með þessum nöfnum. Þeirra gætir í öðrum félögum, í heim- ilislífi víðsvegar og í hugsunar- hætti og dagfari fjölda manns. Þau eru hluti af persónuleika fólksins. Það, að skoða þessar tvær fé- lagsmálahreyfingar, getur verið okkur hjálp til að skilja þann kjarna, sem sveitamenningin geymir og að meta þýðingu hennar fyrir sjálfstæði íslands. Samvinnuhreyfingin í verzl- unarmálum fslendinga hefir verið einn þáttur í lífsbaráttu hinna smáu, fátæku alþýðu- heimila. Með samstöðu og ein- ingu sótti fólkið rétt sinn og braut af sér aldagamalt ok. Fyr- ir áhrif samvinnunnar eru þeir tímar að hverfa, þegar tekjur verzlunarmanna voru milli þess að vera hófleg verkalaun og þýfi, eins og Björnson lætur eina söguhetju sína segja. Og þau rök, sem til þess lágu forðum, að Merkúríus var guð þjófa og kaupsýslumanna, fjarlægjast stöðugt eftir því, sem sá draum- ur Jóns forseta nálgast uppfyll- ingu, að öll alþýða íslands taki virkan þátt í verzlunarfélagi til hagsbóta sér. Þessi nýja verzlunarmenning er mótuð af tilfinningunni fyrir rétti hins smáa, en jafnframt byggist hún á kröfum til allra þátttakenda. Hennar lögmál er að gera vel og hitta sjálfan sig fyrir. Það er endurgjaldslög- málið. Ef hreyfingin er pólitísk, þá er það aðeins í sjálfsvörn til að hrinda skipulögðum, pólitísk- um árásum. Réttur manna er á engan hátt takmarkaður við skoðanir. Þar er jafnrétti lýð- ræðisins. Ungmennafélögin eru sam- hjálp æskunnar um að nota tómstundir sínar til þroska sér. Persónuleg verðmæti og mann- kostir einstaklingsins er metið mest. Því er áherzlan lögð á upp- eldislegar mannbætur. Og að- ferðin er samstarf fyrir velferð- armál heildarinnar, heilbrigt skemmtanalíf, frjálslegar, ein. lægar umræður, bindindi o. s. frv. Þau eru ópólitísk, því að uppeldisstarfið verður að ná til allra, hvað sem öllum flokkum líður. Þannig kenna ungmenna- félög fólkinu að skilja og um- gangast og starfa með og fyrir þá, sem hafa aðrar skoðanir. Þau láta fólkið finna að manngildið er ekki bundið við skoðanir og trú nema að nokkru leyti. Þann- ig eru þau máttug vörn gegn einræði og kúgun. Bindindið el- ur menn upp til einlægrar rækt- ar á sviði sjálfsvarðveizlu og trúrrar og óbilugrar andstöðu við ógæfu samfélagsins. Og fé- lagsstarfsemin verður möguleg með því, að nota hinar sundruðu tómstundir og dreifðu tækifæri í þágu hugsjónanna. Þannig er sveitamenningin. Ekki svo að skilja, að þessi ein- kenni séu það, sem mest ber á 1 fari hvers sveitamanns.eða fé- lagslíf sérhverrar sveitar sé ein- göngu mótuð af þessu. Hitt er það, að sveitalífið býr yfir mikl- um möguleikum í þessa átt. Fólkið er víðast hvar mótað til svona starfsemi, enda þótt það sé ekki ennþá orðið mótað af henni nema sumstaðar. Trúin á samvinnuna, samfé- í dag er þess minnst, að liðin eru 20 ár síðan íslenzka þjóðin endurheimti sitt forna frelsi. Þá er líka vert að minnast þess, hverjar höfuðorsakir lágu til þess að íslendingar urðu að þola sex alda undirokun, og hvaða öfl réðu úrslitum í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. — Þannig fæst dómur reynslunn- ar. Það er öllum ljóst, að heipt- úðugar innanlandsdeilur valda falli hins forna lýðveldis. Þjóð- in fórnaði sjálfstæði sínu á altari sérhyggjunnar og sund- urlyndisins. En dýrkeypt reynsla landsmanna af margra alda áþján kennir þeim að standa betur saman um sam- eiginlega réttlætiskröfu. Þjóð- ernisbaráttan er hafin undir forystu hinna beztu manna, sem lögðu fram alla krafta sína til að starfa fyrir hugsjón sína: ísland frjálst og fullvalda ríki. Félagshyggja fer vaxandi með- al landsmanna. Þjóðin samein- ast og heimtir frelsi sitt undir hrópinu: „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.“ — Þannig er dómur reynslunnar. Nú hefir íslenzka þjóðin lifað frjáls og formlega sameinuð í 20 ár, búið við stórstígar fram- farir á sviði atvinnuhátta á al- þjóðlegan mælikvarða. Á sama tíma hefir flokkaskiptingin I landinu orðið ákveðnari og baráttan milli hinna ýmsu lífs- skoðana svo hörð, að hinum stærstu málum virðist hætta búin, málum, er þjóðinni ber skylda til að leysa sameigin- lega. Við svo búið má ekki standa. Öll þjóðleg og lýðræðis- sinnuð öfl verða að sameinast um þau höfuðmál er bíða úr- lausnar. Það verður að byggja úr landi áhrifum erlendra ein- ræðisstefna og miða öll stjórn- málaátök við íslenzka stað- hætti. Það verður að kenna þjóðinni að nota innlenda framleiðslu, meta vinnuna, fyr- irlíta athafnaleysi þeirra, er hafa aðstöðu til að starfa, og stuðla að því að hendur at- vinnuleysingjanna megi hjálpa til við framleiðsluna. Á þessu byggist fjárhagslegt sjálfstæði og lífshamingja þjóðarinnar að verulegu leyti. Þá mun öllum ljóst, hve stórkostlega þýðingu það hefir, að viðhalda og efla menningarleg sérkenni íslend- inga, því að með þeim einum hætti getur ísland orðið stór- veldi í heimi andlegrar fram- leiðslu. Það er líka höfuðnauðsyn að vekja þjóðina nú þegar til um- hugsunar um það hvaða form muni heppilegust í framtíðar- lagið, skipulagið, er sterk,en hún skyggir þó ekki á manninn. Ein- mitt þar er lífsvon þjóðarinnar, þvl að hin fyrsta skylda borgar- ans við þjóðfélag sitt er að vera maður sjálfur. Það er sterkasta hlið sveitamenningarinnar, að hún temur fólkinu að gera kröf- ur til sjálfs sín jafnframt því, að sameina það í starfi til að auka þroska sinn og vernda rétt sinn. Þetta hvorttveggja er nauðsynlegt sjálfstæði þjóðar- innar. Sé réttur hinna smáu fyrir- litinn, geta ekki sanngjarnir menn borið virðingu fyrir þjóð- félaginu. En smáþjóðir hafa ekki annað til að vernda sjálfstæði sitt en þjóðartilfinningu sína og virðingu og ást á ríkinu, sam- félaginu. Hvernig má slíkt þrosk- ast, ef fólkinu finnst ríkið vera ófreskja, sem heldur rétti þess? Til þess að almenn velmegun og hagsæld geti átt sér stað, þarf sambúð okkar við Dani og á hvern hátt bezt megi viðhalda og treysta menningar- og þjóð- ernissambönd íslendinga vest- an hafs og austan. Hér að framan eru nefnd nokkur mál, sem ég veit, að ungir Framsóknarmenn um allt land telja að eigi að vera hafin yfir pólitískar erjur lýðræðis- flokkanna, og skipti svo miklu þjóðarheill og sjálfstæði, að það sé skylda allra þjóðlegra afla í landinu að sameinast um þau. Þeir hafa byggt upp sam- tök sín undanfarin tvö ár með hliðsjón af því að eiga góðan hlut að lausn þessara mála, og annarra, er þeir telja til heilla horfa. Um 100 fulltrúar nær- fellt 1700 ungra Framsóknar- manna, innan félaga og utan, sátu stofnþing S. U. F. að Laug- arvatni í vor. Það er engin til- viljun, að fyrsta ályktun þings- ins, um sambandslögin, endar á þá leið, að þingið telji þessi mál hafin yfir flokkadeilur og leiti eftir „samvinnu um þau við samtök ungra manna í öðr- um lýðræðisflokkum, að því leyti, sem ungir menn geti haft áhrif á lausn þeirra.“ Þessi þingsályktun endur- speglar einn sterkasta þáttinn í lífsskoðun ungra Framsókn- armanna: Þau málefni, sem varða þjóðarheill og sjálfstæði landsmanna, og líkur eru til að unnt sé að halda utan við póli- tískar erjur, ber lýðræðisöflum þjóðfélagsins að leysa í sam- einingu. Ungir Framsóknarmenn um allt land kappkosta að afla þessari skoðun fylgi. Það fór þess vegna vel á því, að þeir stofnuðu landssamtök sín á tuttugasta aldursári hins end- urheimta frelsis. Ungir Framsóknarmenn eru þess minnugir, að æskumenn annarra landa verða að eyða beztu árum æfi sinnar í þjón- ustu föðurlandsins, í þágu landvarnanna í löndum þar, sem menningin er á hraðri leið að tortíma sjálfri sér. Okkur er það fagnaðarefni að byggja land friðarins og framtíðar- möguleikanna og geta vottað föðurlandsást okkar í störfum fyrir hugsjónir okkar. Við er- um þess fullvissir, að íslenzka þjóðin hefir möguleika til meiri farsældar en nokkur annar þjóðflokkur hins hvíta kyn- þáttar. En til þess þurfa íslend- ingar að tileinka sér hið far- sæla lífsviðhorf, læra af reynsl- unni og standa sameinaðir, um sjálfstæðismál þjóðarinnar. fólkið líka að hafa vakandi ábyrgðartilfinningu og krefjast þess af sjálfu sér, að uppfylla skyldur sínar við samfélagð. Hamingja þjóðarinnar byggist ekki fyrst og fremst á háværum og glæsilegum flokkssamþykkt- um eða stórorðum stefnuskrám, þótt góðar séu, heldur á jöfnu og fjölbreyttu hversdagslífi og dagfari alþýðunnar. Þeim manni, sem ekki er treystandi, er ekki hægt að bjarga. Það er sú lífsskoðun, sem sveitamenningin byggist á. Því er reynt að ala manninn þannig upp, að honum sé treystandi. Ef það tekst verður hinn pólitíski sigur íslendinga 1. desember 1918 til varanlegrar blessunar íslenzkri þjóð. Ilalldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. IIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIHL1 Þó hin óíarna leið - - | í /. | Öll ströndin l skammdegisskuggum og mjöll, \ öll skrímsl hinna íslenzku fjalla í jökulsins helgreíp, — og hyldýpis þögn um heiðanna borgir og stalla. 1 Þvi spyr sá, er kemur frá suðri og sól \ É — frá sumarsins blómheimi snýr: Er hún ekki þunglynd og þröngsýn um leið, sú þjóð, er á hjaranum býr. Kom aftur að vori, — úr hertröðum heims, Í úr hatrenni sókna og varna, frá útlagans flótta, frá eldsprengjuhríð \ Í og örvinglun húsvilltra barna: Á hjaranum býr ekki herbúin þjóð, i — hún heimti sitt frelsi á ný með langsýn þess hugarfars, leikni þess afls, er lágmetur orustugný. II. i En aldanna hrönn ber sinn hrynjandi fald, i \ og hvað eru tuttugu árin? | Víst börðumst vér áður við bölvun og sorg, enn berum vér ör eftir sárin. — Því spurði ég sögunnar hœversku hírð: Í Er Hliðskjálf á þessum stað? \ — Því hleraði ég undrandi afmœlisfregn: \ \ Er áfanga náð, eða hvað? i Ef til vill, — en aðeins um örskamman spöl. — Þœr óförnu leiðir, sem bíða, svo endalaust langar með óveðursél \ og upprofum biturra hríða. \ Samt minnumst vér klökkvalaust hvers þess,er hvarf og hyllum þá komandi stund, \ Þó hin ófarna leið sé um óveguð lönd \ og óbrúuð torfœrusund. \ Því brautín mun greiðast og brúast hvert djúp i — þá brestur ei þor eða dugur, ef merki sitt ber yfir fylkingu fólks \ hinn framsýni réttlætishugur, \ \ er bersögli þolír, og ber ekki fram i á bróður sinn upplogna sök, sem gagnrýnir hljóðlátur hrósyrðagjöf \ \ og hlustar á andstœðings röh I Heyr hamingjudls vora hógvœru bœn í hundruðum einfaldra Ijóða: Lát sól þína skína og signdu vorn hlut í samstarfi friðsamra þjóða. \ i Þá stœkkar vort frelsi i fegurð og dirfð, — vér flekkum ei sögunnar blað. I Lát firn þau ei koma að frœndvíg sé háð 1 á friðarins heilaga stað. III. Hin vaknandi þjóð heyrir vorhjartans slátt í vatnanna leysingarniði, i sér blómstra hvern grátpíl i glítrandi dögg, — og gróandinn dynur í viði. \ Þú slœvir hvert beizkyrði, sléttar hvern stig og slítur hvert álagaband, sú augnablikshelgi, er ófreskum hug fœr innsýn í framtímans land. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON. Guðm. V. Hjálmarsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.