Tíminn - 06.12.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.12.1938, Blaðsíða 2
294 TÍMEViy, frriðjndaginn 6. des. 1938 unmn Þriðjudaginn 29. nóv. Framsókn íslendinga Af öllum þeim fyrirferðar- miklu hátíðablöðum, sem út komu á 20 ára afmæli fullveld- isins 1. des. sl. hefir fullveldis- blað Tímans vakið mesta eftir- tekt. Þetta blað var gefið út af Sambandi ungra Framsóknar- manna. Hinir ungu Framsókn- armenn önnuðust ritstjórn þess að öllu leyti og lögðu til efnið. Tíu ungir menn rituðu greinar í blaðið. En það, sem mesta at- hygli vekur á blaðinu, eru 20 ára íslandssaga í myndum, saga þeirra helztu framfara, er orðið hafa hér á landi síðan fullveldi þjóðarinnar var viðurkennt fyr- ir 20 árum. Hverri mynd fylgja stuttorðar hagfræðilegar upp- lýsingar um þá grein framfar- anna, sem táknuð er í mynd- inni. Þetta er saga, sem ætti að lesa og læra í öllum landsins skól- um. Þetta er saga, sem kemur hinni uppvaxandi kynslóð meira við en margar horfnar aldir samanlagt. Þetta er saga um af- rek, sem ein frjáls kynslóð hefir getað leyst af hendi á hálfri starfsæfi. Þetta er saga um möguleika lands, sem einu sinni átti að leggja í eyði í þeirri trú, að þar væri ekki búandi fyrir siðað fólk. Þetta er saga um glæsilegan arf, sem bjartsýn kynslóð hefir skapað handa annari nýrri, sem á eftir að reyna sig. Og þessi saga íslenzkra fram- fara á síðustu 20 árum vekur til umhugsunar um margt. Maður hlýtur að spyrja: Er það nokk- urt undur, þó að þjóð, sem haft hefir með höndum slíkar fram- kvæmdir, hafi orðið að taka lán á síðustu áratugum? Hér var ekki til neitt auðmagn á nú- tíma mælikvarða. Öll þjóðin var fátæk. Hún átti starfsþrek sitt og starfsvilja, og það hefir verið hennar framlag til þess, sem gert hefir verið. Þetta framlag er ómetanlega mikils virði, en það var ekki nóg. Ein kynslóð, hversu mikið, sem hún leggur á sig, getur ekki unnið verk margra kynslóða, án þess að leggja eitthvað af byrðinni yfir á eftirkomendurna. Og þó að slíkt þurfi að gera, gefur það ekkert tilefni til svartsýni. En nú mun margur hugsa: Hvert verður okkar starf, ís- lendinga, á næstu 20 árum? Þjóðin verður nú að horfast i augu við tvennskonar verkefni. Þó að mikið hafi verið að hafst, er þó menningarlegri viðreisn landsins hvergi nærri lokið. Sumstaðar er hún enn tiltölu- lega stutt á veg komin. Ennþá búa þúsundir fjölskyldna víðs- vegar um landið í húsakynnum sem eTu fullkomlega óviðun- andi á nútíma mælikvarða. Enn er þörf stórkostlegra á- taka til að stækka og bæta ak- vegakerfi landsins. Hér eru nefnd tvö dæmi. Þetta eru ekki framkvæmdir, sem gefa beinan arð, en eigi að síður þurfa þær að koma. En svo er hin tegund verkefnanna, sem fyrir liggja: Það er að auka pg efla hina arðbæru framleiðslu landsins, og taka gæði þess sem mest og flest í þjónustu fólksins, sem í landinu býr. Og á því, að þetta takist, veltur raunar allt annað. Fyrsta skilyrði lífsins er dag- legt brauð. Og skilyrði þess, að menningarlegar framfarir geti orðið miklar, er, að áður hafi verið séð fyrir hinum frum- stæðari þörfum. Að því var vikið hér að fram- að, að bjartsýni hefði einkennt mikinn hluta af sögu hinna 20 fullveldisára. Því skal sízt neitað, að bjartsýnin geti stundum orðið helzt til mikil. En án bjartsýni geta þó fram- farir ekki dafnað til lengdar fremur en jurt á sólarlausum stað. Og bjartsýnin er áreiðan- lega einn sá eiginleiki, sem ekki má vanta í fari komandi kynslóða, ef þær eiga að verða hamingjusamar og langlífar í landinu. Markaðir i Ameríku Ollum hugsandi mönnum er ljóst, að ísland hlýtur á næstu áTum að verða í miklum vanda með að koma á heppilegan markað tveim stærstu fram- leiðsluvörum landsmanna, fisk- inum og síldinni. Meðan ekki tekst að tryggja sölu á fram- leiðslu íslendinga á þessúm tveim vörum, verða fjárhags- mál íslands í óstöðugu jafn- vægi. Lítum fyrst á fiskmarkaðinn. England hefir innflutningstak- markanir á nýjum fiski og ekki er sýnilegt að héT sé í bili væn- legt um markaðsaukningu, þar sem allmikið af veiðiskipum Breta liggja í höfn og á nokkr- um árum hefir enskum fiski- mönnum fækkað úr 80 þús. í 50 þús. Þjóðverjar hafa um stund keypt á haustin nokkuð áf nýjum togarafiski og það með mjög góðu verði, en líka borgað með dýrum vörum. En Þjóðverjar hraðauka fiskiflota sinn með feikilegum áhuga og benda allar likur til að innan skamms muni þeir hafa nægan fisk handa sér, og hafa afgang handa öðrum. ítalía kaupir enn allmikið af saltfiski, en þar er eins og á Þýzkalandi mikill á- hugi að gera landið óháð er- lendum fiskframleiðendum. — Skortir ítali sízt mikinn rösk- leika í slíkum framkvæmdum. Spánn vaT stærsti og bezti markaður íslands með saltfisk- inn, og enn mun þjóðin hafa miklar mætur á þeirri vöru. En þegar borgarastríðinu lýkur, hver sem þar verða málalok, mun spánska þjóðin um langa stund verða lömuð af fátækt og afleiðingum af gereyðileggingu atvinnulífsins. Það er tæplega hugsanlegt, eftir að stríðinu lýkur, að Spánn geti keypt fisk, svo að um muni, nema í vöruskiptum, og því miður hef- ir Spánn ekki mikið af þeim vörum, sem ísland þarfnast með. Portúgal hefir um stund ver- ið bezti markaðuT fyrir íslenzk- an saltfisk og verður að vænta, að svo geti orðið framvegis. Þó má ekki gleyma því, að Portú- galar hafa mikinn hug á að veiða fisk sjálfir og hafa nú þegar nokkurn flota við Ný- fundnaland. Mér finnst óhjá- kvæmilegt fyrir landsmenn að átta sig á þeim bersýnilegu erfiðleikum, sem eru og hljóta að verða um fisksölu í hinum gömlu viðskiptalöndum. Vita- skuld þarf að leggja mikla á- herzlu á að halda þeim, og vinna á með skynsamlegum að- gerðum, þar sem það er hægt. En hitt væri fjarstæða að loka augunum fyrir þróun samtíðar- innar, t. d. hinum stórkostlega aukna skipaflota Þjóðverja. Vissulega kaupa þeir ekki fisk frá íslandi, þegar þeir fram- leiða meir en nóg sjálfir. Fyrir utan hin gömlu markaðslönd í Evrópu, er vitaskuld nokkur von um saltfisksölu í Suður- Ameríku og harðfisksmarkað i sumum hitabeltislöndum gamla heimsins. En samt vantar markaði. Og í þeim efnum er ekki nema í eitt hús að venda: Til Bandaríkjanna, bæði með fisk og síld, og til Kanada að ein- hverju litlu leyti með síld. Nú er síður en svo, að auð- hlaupið sé að því að vinna stóran markað í Bandaríkjun- um, og allra sízt má senda þangað mikið í einu á lítt und- irbúinn markað. Þróunin um sölu þangað getur orðið örugg, en hún verður ekki hraðfara. í Bandaríkjunum eru um 130 milljónir manna. Landið er svo sem allir vita, auðugt að nátt- úrugæðum, og auðugt að fé. En ef frá eru talin fiskimiðin við Nýfundnaland, sem tilheyra Bretaveldi, þá eru síldar- og fiskimið ekki sérstaklega mikil við Norður-Ameríku. Hinsvegar er margt sem bendir til að íslendingar geti, ef þeir sýna þrautseigju og dugnað, unnið sér varanlegan og mikinn markað fyrir hrað- frystan fisk, nokkurn markað fyrir saltfisk, og mikinn markað fyrir síld í ýmsum myndum. Bandaríkjaþjóðin er fjöl- menn. Hún er auðug. Kaup- geta er mikil. Þjóðin metur mikils góða vöru. Hraðfrystur íslenzkur fiskur er ágæt vara. Bandaríkjamenn standa fram- ar öllum öðrum þjóðum í kæli- málum. Þeir hafa mikil kæli- hús. Þeir kæla loftið í járn- brautarvögnum og mörgum byggingum í hitatíðinni. Þar eru kæliskápar í fleiri heimil- um en nokkru öðru landi. — Vegna kaupdýrleika er erfitt að fá þjónustufólk til heimilis- starfa. Húsmóðir í Bandaríkj- unum metur mikils að fá góða matvöru í heimilið, sem unnt er að gera að góðum rétti fljótt og með lítilli fyrirhöfn. Hrað- frysti fiskurinn er einmitt slík vara. Auk þess er mikið af ka- þólsku fólki í Bandaríkjunum, sem kann að meta góðan salt- fisk. Ég sá í Boston í haust saltfisk í litlum öskjum, sem ung húsmóðir hafði keypt 6g taldi góða vöru. Gyðingar eru fjölmennir vestan hafs og þeir 74. hlað LJótt mál Á sl. vetri var sú fregn birt opinberlega í blöðum í Rvík, að hinn ágæti söngflokkur „Karlakór Reykjavíkur" undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar tónskálds væri ráðinn til söng- farar vestur um haf á árinu 1939, og að um þetta hefðu náðst samningar við firmað Columbia Concert Corporation í Bandaríkjunum. Vöktu þessi tíðindi almenna ánægju hér á landi, því að ætla mátti að söngur kórsins um sama leyti og hin mikla heimssýning stendur í New York myndi vekja athygli á íslandi og verða þjóðinni til sóma. Samkomulags umtal um vesturför þessa mun hafa haf- izt fyrir alllöngu síðan að til- hlutun tveggja ágætra Vestur- íslendinga, þeirra Ásmundar unna mikið saltsíld. í einni fs- lendingabyggð i Kanada seldi mjög duglegur íslenzkur kaup- maðuT hollenzka síld til Rússa sem bjuggu í nábýli við hann. Hann gat ekki fengið hentuga íslenzka síld handa þessum við- skiptamönnum. Ég álít að jafnhliða sýning- unni í New York og þegar henni er lokið, verði frá hálfu íslend- inga að leggja megináhrezlu á að skapa stóran og varanlegan markað fyrir fisk og síld í Norður-Ameríku, jafnhliða því að allt er gert til að vernda og ef unnt er, auka Evrópumark- aðinn. En Bandaríkin eru nýr heimur. Þar er unnt að byrja ný og mikil skipti, ef varan er góð og myndarlega haldið á málum. íslendingar vestan hafs mundu af hreinni frændsemis- tilfinningu geta haft mikil á- hrif að skapa íslenzkum vörum álit. Þeir eru að vísu ekki margmennir. En þeir eru dreifð- ir mjög víða, og hvarvetna vel metnir. Einn af auðugustu ís- lendingum vestan hafs, Zofóní- as Þorkelsson úr Svarfaðardal, ætlaði að hætta stórri fjárhæð til tryggingar fisksölu vestra, en það var aldrei notað af ástæð- um, sem ekki snerta hann. Ég álít, að öll íslenzka þjóðin verði að sameinast um það, að opna mikil og varanleg verzl- unarskipti við Norður-Ameríku, og að vinna að því máli með óbilandi festu og þrautseigju, unz fullur sigur er unninn. En það er sigur, þegar við höfum beinar ferðir til New York allt árið, seljum þangað stöðugt vöru og fáum í staðinn hinn' góða og fjölbreytta varning frá Ameríkumönnum. J. J. Jóhannssonar í Winnipeg og Árna Helgasonar í Chicago. í skýrslu, sem stjórn Karlakórs Reykjavíkur hefir sent blöðun- um nú nýlega, segir ennfrem- ur um það mál á þessa leið: „Árangurinn af þessum mála- leitunum varð sá, að C. C. C. fékk áhuga fyrir förinni, eftir að hafa kynnt sér blaðaum- mæli um kórinn frá söngför hans um Norðurlönd og heyrt söng hans á grammofónplötum. Hins vegar taldi þó félagið blaðadóma frá Norðurlöndum ekki hafa mikið gildi þar vestra, en benti á, að miklu vænlegar mundi horfa um samninga, ef fyrh lægju lofsamleg ummæli frá hinum kunnu tónlistar- löndum Mið-Evrópu. Hóf þá K. R. þegar í stað undirbúning að söngför þeirri, sem farin var til Mið-Evrópu á sl. ári og flest- um mun kunn. Hafði kórinn stöðugt samband við C. C. O, sem hvatti mjög til faraTinnar og kvaðst mundi láta umboðs- mann sinn í Vín hlusta á kór- inn þar. 3. ág. 1937 hefjast svo samn- ingaumleitanir með því, að kórinn fær bréf frá umboðs- manni C. C. C. í Vín, hr. André Mertens, þar sem hann fer þess á leit, að K. R. veiti C.C.C. einka- umboð til þess að ráða kórinn til söngfarar um Norður-Ame- ríku. Þessu svaraði K. R. ját- andi, að því tilskildu, að að- gengilegir samningar næðust. Þegar kórinn svo síðar um haustið var staddur í Vín, kom umboðsmaðurinn að máli við stjórn kórsins og spurðist fyrir um, með hvaða kjörum kórinn mundi fáanlegur til Ameríku- farar. Var honum tjáð, að höf- uðskilyrði fyrir förinni væri það, að C. C. C. greiddi allan ferðakostnað ásamt dvöl kórs- ins vestra. Þegar heim kom, eða 28. des., sendi K. R., samkv. tilmælum umboðsmannsins í Vín, C. C. C. blaðaummæli frá för kórsins, ásamt óskum um það, að hin fyrirhugaða Ameríkuför mætti takast. Nokkru síðar berast K. R. tilboð úr öðrum áttum, þar sem óskað er eftir svari svo fljótt sem unnt sé. Sendir því K. R. 18. febr. svohljóðandi skeyti til C. C. C: „Gjörið svo vel upplýsa hvort hér hafið á- kveðinn áhuga fyrir Ameríku- för." Þessu svarar C. C. C. um hæl með skeyti: „Höfum ákveð- inn áhuga fyrir söngför um alla Norffur-Ameriku sé kórinn í þjóðbúningi. Gjörið svo vel skrifa skilmála." Þrem dögum síðar, eða 21. febr., svarar K. R. með eftirfarandi skeyti: „Ame- ríkufön 1939. Skilmálar: Attur ferða- og- uppihaldskostnaður greiðist frá því kórinn fer frá íslandi þar til hann kemur aft- ur. Samþykkjum þjóðbúninga. Nánar í bréfi." — 1. marz kem- ur svohljóðandi svarskeyti frá C. C. C. dags. 28/2: „Accept your terms for thirtyfive persons including tenor Islandi and conductor Thordarson and three differ- ent programs subject to contract fixing further de- tails througth our European representative André Mer- tens Vienna.'" í ísl. þýð.: „Samþykkjum skilmála yðar fyrir þrjátíu og fimm menn að meðtöldum tenór Islandi, söng- stjóra Þórðarson og þrjú mis- munandi prógrömm, enda sé gerður samningur um viðbót- aratriði við Evrópufulltrúa vorn, André Mertens, Vín." Þegur K. R. hafði móttekið þetta skeyti C. C. C, leit hann svo á, að um þau atriði, sem fram voru tekin í skeytunum, væri kominn á endanlegur samningur, bindandi fyrir báða aðila, og staðfesti það af sinni hálfu með bréfi samdægnrs, þar sem greint er frá samn- ingsákvæðum og meðal annars mælst til þess, að kórnum verði heimilað að syngja á heims- sýningunni í New York á veg- um ísl. sýningarnefndarinnar, ef þess verði óskað. Afrit af bréfinu var sent hr. Mertens í Vín. 15. marz kemur bréf frá hr. A. Mertens í Vín, þar sem hann spyrst frekar fyrir um það, hvort byggja megi samninga á áðurnefndu skeyti frá C C C dags. 18/2. Þessu svarar K. R. játandi. 4. maí kemur sem svar við fyrirspurn frá K. R. svo- hljóðandi skeyti frá hr. A. Mer- tnes: „Samningur tilbúinn, mun sendur bráðlega."--------" Þrátt fyrir þau gögn og yfir- lýsingar, sem fyrir liggja, er nú svo undarlega komið þessu máli, að hið ameríska félag hefir gengið frá öllum samningum við K. R. — en í þess stað berst sú fregn hingað með formanni íslenzku sýningarnefndarinnar, að félagið sé búið að semja við annan söngflokk, Karlakórinn Fóstbræður í Rvík, undir stjórn Jóns Halldórssonar banka- manns, að koma vestur um haf í stað K. R. og á næsta ári og syngja þar á vegrum félagsins. Samkvæmt skýrslu K. R. hef- ir aðdragandi þessara einkenni- legu samningarofa hafizt í aprílmánuði í vor. C C C ritar K. R. þá bréf, þar sem tilkynnt er, að nýr umboðsmaður sé kom- inn í málið af þess hálfu. Er það maður af íslenzkum ætt- (Framh. á 3. síðu) Gunnar Guðmundsson: Þar sem hínír særðu dóu, skal ný kynslóð upp rísa í þorpinu Pontigny er nokkuð sem kallað er „L'Abbay de Pon- tigny". Orðið „abbé" þýðir ábóti og „abbaye" ábóta- eða munka- klaustur. „L'Abbaye de Ponti- gny" er gamalt Bernhards- klaustur, og þar átti hinn heilagi Bernhard heima í mörg ár. Þetta klaustur var stofnað fyrir nær 900 árum. Þá gekk kreppa yfir nær alla Evrópu og allt var að falla í rústir. Þetta klaustur var stofnað til þess að ryðja skóg og rækta land. Það var hreyfing svo sterk, að áhrifa hennar gætti um nær alla hina bágstöddu álfu. Þeir voru iðjusamir munkarnir í „L'Abbaye de Pontigny", og sér þess glögg merki enn í dag. Klaustrið, ásamt trjágarðinum og allmiklu landi, er afgirt með gríðar öflugum steinmúr, sem er hlaðinn úr grjóti, límdu saman með kalki. Múrinn er um þriggja metra hár, og á að gizka 2 km. á lengd. Hann hefir kostað mörg handtök, og góðan vilja. Um langt skeið fékk klaustrið að blómgast og munkarnir að starfa í friði. En svo komu tímar hörm- unga og niðurníðslu. Klaustrið hrörnaði og skógurinn f ékk af tur að vaxa í friði á landinu, sem munkarnir höfðu rutt og ræktað. Og nú voru það höfðingjarnir við hirðina í Versailles, sem höfðu þar sín beztu veiðilönd. Svo kom stjórnarbyltingin 1789; þá átti að sópa burtu öllu hinu óhreina og spillta í Pontigny. Byrjað var á að rífa klausturs- byggingarnar, og grjótið var not- að til þess að byggja hús yfir fólkið í hinu litla þorpi, sem var að vaxa upp rétt við klaustur- múrinn. En þegar farið var að rífa síðustu álmuna, varð það augljóst, að ef hún yrði rifin, þá myndi hin gamla og veglega kirkja líka falla. En þetta var eina kirkjan í nágrenninu, og hana vildi fólkið ekki missa, svo að álman fékk að standa. Þessi kirkja er byggð snemma á 12. öld. Hún er einkennileg að því leyti, að hún er byggð bæði í rómverskum og gotneskum stíl. Mér hefir verið sagt, að hún sé það fyrsta, sem byggt var í got- neskum stíl hér í Frakklandi. í 800 ár hefir þessi kirkja staðið af sér hina hörðu storma tilver- unnar, og lætur lítið á sér sjá aldanna tannaför. Mér verður að efast um, að hinar veglegu hall- ir, er byggingaverkfræðingar vorrar aldar eru að reisa, með hjálp þeirrar tækni, sem nútím- inn hefir yfir að ráða, láti svo lítið á sér sjá eftir storma og stórviðri 800 ára sem þessi gamla kirkja hér í Pontigny, sem byggð er úr grjóti og kalki.------------- En „L'Abbaye de Pontigny" er ekki lengur klaustur. Öll eignin er nú í höndum hinna óguðlegu manna, sem hvorki ganga í guðs- hús né til bænagerðar. Munk- arnir, sem ekki eru margir hér nú orðið, hafast við utan klaust- urmúranna, og maður mætir þeim öðru hvoru, þegar þeir eru á leið til kirkjunnar með sálma- og bænabækurnar í höndunum; klæddir skósíðum, svörtum hempum. Maður sér þá líka af og til á öðrum vettvangi, meðal smádrengja á fótboltavellinum. Eg er nú svo óguðlegur, að ég get ekki varizt hlátri, þegar ég sé þá vera að elta boltann í þess- um skósíðu flíkum sínum. Land- ið innan klausturmúranna er sem óhreint í þeirra augum, og þeir stíga þar aldrei fæti, og þeir elztu að minnsta kosti, vilja sem minnst við það fólk tala, sem á heima innan klaustur- múranna. Ástæðan er sú, að þeim finnst að þeir hafi verið rangindum beittir, þegar ríkið seldi klaustrið í hendur leik- manna. En hverjir eru það, sem ráða húsum í „L'Abbaye de Pontig- ny"? Til þess að gera grein fyrir því, þarf að hverfa aftur til þeirra tíma, þegar franska þjóð- in kastaði sér inn í hin víðkunnu Dreyfus-málaferli. Tortryggnin óx, og vantraustið gegn valdhöf- unum dafnaði með hverjum degi. Nokkur skjöl höfðu verið föls- uð, og eftir þeim var saklaus maður dæmdur fyrir landráð. Þetta vildu valdhafarnir dylja fyrir augum almennings. Þá var það, að hópur franskra manna krafðist þess, að sannleikurinn yrði leiddur í ljós, og sannleiks- gildi áðurnefndra skjala rann- sakað ýtarlega. Heiður þjóðar- innar var í veði og sannleikurinn varð að komast upp, svo hægt væri að grafa fyrir rætur þess illkynjaða máls. Þá var það próf. Paul Desjar- dins, sem stofnaði félagsskapinn „L'Union pour la vérité". Félag í þjónustu sannleikans, gæti það kallazt á íslenzku. En þessi bar- átta jókst og harðnaði, og hún hélt áfram lengi eftir að Dreyfus málið var til lykta leitt, með sigri þeirra, sem fyrir sannleik- anum höfðu barizt. En Dreyfus-málið var ekki að- eins óréttlæti, sem beitt var gegn einum manni. Það var bending um önnur stærri og dýpri óheil- indi í þjóðlífinu, virðingarleysi fyrir því sem rétt var, og snið- ganga við lög og rétt. Þessa spill- ingu í þjóðfélaginu varð að upp- ræta. Það varð að glæða aftur heilbrigða röksemdafærslu og ærleg vinnubrögð meðal þjóðar- innar og hennar leiðandi manna. Og umfram allt, það varð áð veita hinni uppvaxandi kynslóð gott og heilbrigt uppeldi. Það varð að rannsaka þjóðlífið og það á vísindalegum grundvelli. En það starf átti ekki vel heima í hinni stóru og hávaðasömu heimsborg, París. Það krafðist kyrrðarinnar úti á milli lauf- skóganna í hinni frönsku nátt- úru. Þá var það að próf. Paul Des- jardins flutti til Pontigny og keypti klaustrið, sem þá var eign ríkisins. Þegar hann fór að láta grafa í klausturrústunum, uppgötvaði hann smámsaman, að St. Bern- ard og félagar hans höfðu barizt á móti svipuðum öflum og óheil- indum á löngu liðinni tíð. En þeir höfðu tapað. Próf., Desjar- dins setti sína baráttu í samband við baráttu St. Bernards. Ósigri varð að breyta í sigur. Hægt og hægt hélt hann áfram, með stuðningi nokkurra vina, að koma í lag hinu gamla klaustri, sem rifið hafði verið. Hann mætti mörgum erfiðleikum og jafnvel ofsóknum af hendi munkanna og fólksins, sem þeir æstu óspart upp á móti þessum „heiðingja", sem kominn var til Pontigny, þessum sannleiksleit- anda frá París. --------Svo kom stríðið.-------- „L'Abbaye de Pontigny" varð sjúkrahús fyrir særða hermenn frá vígvellinum. Mun hafa verið hér rúm fyrir um 250 sjúklinga. í einum sal, „La halle romane" (rómverska salnum) svonefnda, var komið fyrir 120 rúmum. Mannslífin, sem slokknað hafa hér á þessum 4 árum, eru víst ótalin, og það er kannske bezt að vita ekki þá tölu. Þessi ár voru örlagarík fyrir próf. Desjardins og konu hans, og þeirra hvíta hár talar sínu máli um atburðina. • Tíminn leið — eitt — tvö — þrjú ár liðu. — Og svo kom 18. júlí 1918. Það var þann dag, sem gömlu hjónin í „Abbaye de Pontigny" færðu slna fórn „fyrir fóstur- landið". Það var þann dag, sem þau fengu þá frétt, að nú hefði það verið þeirra sonur, sem varð fyrir «inni af hinum þýzku kúl- um.... Maður segir „þýzku". Kannske hún hafi líka verið frönsk, gerð í franskri verk- smiðju, af frönskum höndum... Svona var lífið! Hvernig er það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.