Tíminn - 06.12.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.12.1938, Blaðsíða 3
74. blað TÍMIIVIW priðjudaginn 6. des. 1938 295 B Æ K U R Vaka, tímarit um þjóðfé- lags- og menningarmál, gefið út að tilhlutun Vöku- manna. 1. hefti, 1. árg\ Vaka, nýtt tímarit, sem í ráði hefir verið að byrja út- gáfu á, er nú komin út. Ritið hefst á ávarpsorðum frá rit- stjóranum, Valdimar Jóhannes- syni kennara. Næst er snjallt kvæði eftir Egil Bjarnason. — Önnur kvæði í ritinu eru eftir Guðmund Inga, Kristján Ein- arsson, Erlend frá Tindum og Helga Sæmundsson. Allmargir kunnir menn rita í þetta fyrsta hefti, þar á meðal Ás- geir Ásgeirsson, sr. Sveinn Vík- ingur, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Gíslason, Guð- mundur Daníelsson, Magnús Jónsson, ísak Jónsson og Eg- ill Bjarnason o. fl. Að ytra frágangi er ritið mjög snoturt. Lfótt mál (Framh. aj 2. síðu) um, nokkuð kunnur hér heima, og skiptir nafn hans ekki máli að svo stöddu. Þessi maður átti að fá all ríflegan ágóðahluta fyrir ómak sitt. Þessi maður sendir svo hingað uppkast að samningi, þar sem ákveðið er, að söngflokkurinn skuli sjálfur greiða allan ferðakostnað sinn milli landa og að nýr einsöngv- aTi skuli ráðinn í stað Stefáns Guðmundssonar. Þetta taldi K. R., sem von var, brot á sam- komulagi því, er orðið var sím- leiðis og neitaði að undirskrifa. En hinn nýi milligöngumaður svarar með ruddalegu bréfi, sem sjálfsagt má telja einstakt í sinni röð, þegar um slík við- skipti er að ræða. Líður nú fram á sumar. En þá er söngflokknum tilkynnt símleiðis, að einn af stjórnend- um C. C. C. muni koma hér með eflendu skemmtiferðaskipi og gera út um þessi mál við söng- flokkinn. Maður þessi kom, eins og tilkynnt hafði verið, en virð- ist hafa fengið einhverjar und- arlegar upplýsingar meðan hann dvaldi í landi hér, og fór að kvöldi sama dags án þess að segja nokkuð ákveðið. Fær svo K. R. ekkert að heyra frá hinu ameríska félagi, þangað til loks berst svohljóðandi skeyti: „Thor Thors kemur til Rvíkur 20. nóv. með ákvörðun vora"*) Og „ákvörðunin" er sem sagt þessi, að gengið er frá öllum samningum við K. R., en annar II E I M I L I Ð P r j ó nlessýní ngin Prjónlessýningin var opnuð klukkan þrjú í dag í markaðs- skálanum. Er þar margt að sjá góðra og fallegra muna, sem unnir hafa verið hér og þar um landið, mest prjónles, en nokk- uð af vefnaði. Eru þar sýnis- munir úr allflestum héruðum landsins. Stendur sýningin i eina viku. Það er varla að efa, að bæj- arbúar og þeir, sem gestkom- andi eru hér í bænum, leggja leið sína á sýninguna. Það, sem þar er að sjá, er þess vert, að því sé hinn fyllsti gaumur gef- inn, auk þess sem sýningin er lærdómsrík, jafnt þeim, er starfa að heimilisiðnaði og hin- um, er þurfa á vörunum að halda. Fyrsta almenna heimilisiðn- aðarsyningin var haldin hér á landi árið 1921, en síðan hafa tvær slíkar sýningar verið haldnar. Þessi sýning er, eins og áður hefir verið tekið fram, fyrst og fremst prjónlessýning, en einnig er þar dálítið af ofn- um munum. "*.#.. •JfSsz.' u ...j* Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINIV, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörnm í verð. — SAMBArVD ÍSL. SAMVIlVrVUFÉLAGA selnr rVAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KALFSKEVIV, LAMB- SKEVN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SUTUrVAR. - ÍVAUT- GKIPAIU ÐIR. HROSSHÚÐIR og KALFSKEVN er'bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- unnm, bæði úr holdrosa ©g hári, áður en salt- að er. Góð og hreinleg ineðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. söngflokkur ráðinn til farar- innar. Þessi söngflokkur virðist hafa gengið að nokkru leyti að hinum nýju skilyrðum C. C. C. Engum, sem kynnir sér þau gögn, er gerð hafa verið kunn í þessu máli, getur dulizt það, að hér er um ljótt mál að ræða. Samningsrof hins ameríska fé- lags eru furðulegt fyrirbrigði. Og hitt er engu síður furðulegt, að nokkur íslenzkur söngflokk- ur skuli hafa haft þá smekkvísi að bjóða ferðina niður frá því, sem áður hafði verið gengið að. Það er almennt viðurkennt, að karlakór Jóns Halldórssonar sé prýðilegur söngflokkur og skal hér ekki gert upp á milli hans og annara. Ef öðruvísi hefði á staðið, myndi för hans vestur sjálfsagt hafa verið al- mennt fagnað. En ýmsum mun nú þykja, að viðkunnanlegast væri fyrir hann að draga sig í hlé og fara hvergi — og að op- inberir aðilar hér á landi eigi a. m. k. erfitt með að styðja þá för, eins og hún er í pottinn búin. Œýjar bæknr! Læknírínn Eftir Victo/* Heiser. Freysteinn Gnnnarsson þýddi Þessi bók hefiir vakíð alheims athygli. Höfundur hennar hefir starfað með ótal þjóðum og kynnst mönnum af öllum stéttum og stigum og segir í bók- inni frá því sem fyrir augu hans og eyru bar. Aldrei hefiír bók hlotið betri dóma og það að verðleikum Björn á Reyðarfelli Ný ljóðabók eftir Jón Magnússon skáld. Island Ljósmyndir af landi og þjóð ÞETTA ERU JÓL4BÆKURNAR í áry Fást í bókaverzlunum heftar og innbundnar r Bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju CCÆAfi(i«lírfas«:«5««b«:^^^ *>/VV^^VVVs/S/V*N/S^*>**VN/s/NrVV^>/N/%r^vrV*/N/V/N^V^^V^*V*/N^*N/N^^ *) Það skal tekið fram, að þó að Thor Thors kæmi með hinn nýja samning, er ekki vitað, að hann sé neitt riðinn við hina óviðkunnanlegu niðurstöðu þessa máls. 2 0 S T K. PAKKFNN KOSTAR K R . 1.70 Jörðín Gröf í Hrunamannahreppi í Árnessýslu er til sölu. Miteill jarðhiti er í landi jjar&arinnar. Jörðin er laus til ábúðar í næstu fardög- um. Góðir greiðsluskilmálar. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS REYKJAVÍK JPérættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar. Útbreiðið TÍMANN í dag? Og hvað skeður á morg- un? Svo spyrjum við, sem ekki skiljum heiminn, eins og hann er í dag___Hinn 18. júlí síðastl. voru 20 ár liðin síðan þessi at- burður gerðist. Gamli maðurinn var kannske venju fremur fá- málugur, en ekki svo meira. 79 ára reynsla hefir kennt honum, að liðnir atburðir verða aldrei hrópaðir til baka úr djúpi tím- ans, og gerðir öðruvísi en þeir voru, og að þessvegna er bezt að hugsa áðup en framkvæmt er, og láta ekki öfgar né augna- blikstilfinningar ráða of miklu. Frú Desjardins, sem er 20 árum yngri en hann, lét ekki heldur á sér sjá, að þessi dagur væri öðr- um frábrugðinn á nokkurn' hátt. .... Gömlu hjónin misstu ekki móðinn, né gáfust upp við þetta áfall .... Stríðinu lauk..... Sár hinna særðu hermanna greru, eða greru ekki .... Kyrrðin færðist aftur yfir hið gamla klaustur, og gamli maður- inn fékk aftur að hugsa í næði. Heimurinn eins og hann var eftir stríðið, gaf gamla mann- inum ný umhugsunarefni og ný verkefni .... Þjóðabandalagið var stofnað. .... Ráðstefnur voru haldnar, lög sett og samningar gerðir þjóða á milli..... Árin liðu, og hrunið kom .... Vígbúnaður að nýju ----- aftur stríð .... Manchuria, Abessinia. Og að síðustu Spánn..... Fyrir Paul Desjardins voru þau öfl, og sá vilji, sem dæmdu Dreyfus saklausan til „Djöfla- eyjar" á sínum tíma, aftur orðin þau sterkustu, í hinu pólitíska lífi. En nú ekki aðeins í Frakk- landi, heldur allri Evrópu..... Öllum heiminum. Röng röksemdafærsla, virð- ingarleysi fyrir gerðum samn- ingum, lögum og rétti, hafði aft- ur náð að festa rætur í hinu pólitíska lífi. Stjórnkænskan í Genéve, hinn pólitíski vanmáttur Þjóðabanda- lagsins og smánarlega tilvera, sýndu að eitthvað varð að gera. Nú var það gamli maðurinn í „L'Abbaye de Pontigny", sem tók til starfa að nýju. Hann skildi að Evrópa hékk í sama farinu nú, og þegar St. Bernard stofn- aði sinn klausturskóla fyrir ca. 800 árum. Fyrir rúmu ári stofnaði hann félagsskapinn „Amitié enseign- ante de Pontigny", skammstafað A. E. P. Það er erfitt er þýða þessi orð á íslenzku, „Mentavin- irnir í Pontigny" gæti það heitið. Meðlimir í þessum félagsskap ýmsir þekktir menn, sem ötul- lega hafa unnið, að fræðslu- starfsemi meðal alþýðunnar nú á seinni árum, bæði á Norður- löndum, og í Frakklandi. Eg skal nefna aðeins nokkra: Frá Danmörku, Juul Andersen, sem er rfiktor norræna alþýðuskól- ans í Genéve. Frá Noregi, Höst, sem er próf. vð háskólann i Osló, og frú Gabbi-Sömme, sem verið hefir húsmóðir við norræna skólann í Genéve. Frá Svíþjóð, Gunnar Hirdman, ritari, hjá „Arbetarnes Bildningsförbund", Sven Backlund blaðamaður. Frá Englandi, próf. Tawney. Hann er formaður enska alþýðufræðslu- félagsins. Af frönsku meðlimun- um, skulu nefndir, Belin, rit- stjóri vikublaðsins „Les Syndi- cats", sem berst fyrir reglu inn- (á ^erðbréfabanki C Austurstr. ð sími 5652 )ar>Kinrv .Opið UAU2<xl&-bJ Annast kaup og sölu verðbréfa. an franska verkamannasam- bandsins, og pólitísku hlutleysi. Herra og frú Lafranc, sem í sam- einingu stjórna fræðslustarfinu meðal alþýðunnar. Próf. Mau- rette, sem vinnur hjá alþjóða- verkamálaskrifstofunni í Gen- éve. Charléty, rektor við háskól- ann í Parls. Bonnet, formaður þeirrar stofnunar Þjóðabanda- lagsins, í París, sem starfar að alþjóðasamvinnu í andlegum menningarmálum. Zoretti í Ca- en, ritari franska kennarasam- bandsins. Rossi, utanríkismála- ritstjóri stórblaðsins „Populaire", sem er höfuðmálgagn franska socialdemokrata-flokksins. Hag- fræðingurinn Deiaisi og Dolivet, ritari alþjóða friðarvinafélagsins og margir fleiri. Mörgum hættir við því að líta með hálfgerðri tortryggni á það, sem kemur frá Frakklandi, „landi stjórnarbyltinganna". — Þess vegna hefi ég tekið upp þessi nöfn, til þess að sýna, að hér er ekki um neinar pólitískar öfgar að ræða, heldur sterkan vilja margra dugandi manna, af mörgum stéttum og flokkum, að skapa meira jafnvægi og heil- brigðari skilning á alþjóðamál- um. Þessir menn trúa því bjarg- fast, að hægt sé að leiða betri daga og bjartari framtíð yfir hina óhamingjusömu Evrópu. En hvað hefir þessi félagsskapur gert, og hvað hyggst hann að starfa í framtíðinni? Jú, félagið hefir stofnað skóla hér í „L'Abbaye de Pontigny", sem tekur á móti nemendum frá hvaða landi sem er, og frá hvaða stjórnmálaflokki sem er. Hinn 1. apríl sl. var þessi skóliJ (Framh. á 4. síðu) ™ TRÚLOFUNABHRINGAR, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavlk. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. r Sigurður Olason & Egíll Sígurgeírsson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 3. —- Sími 1712. GÓÐ RtJJÖRÐ til sölu. Jörðin Litli-Lambhagi í Skil- mannahreppi Borgarfjarðar- sýslu fæst til kaups og ábúðar í n. k. fardögum. Þjóðbrautin frá Reykjavík og Akranesi liggur með túninu. Allar nánari upplýsingar veit ir eigandi og ábúandi jaTðar- innar Guðmundur Björnsson. 136 Andreas Poltzer: Patricia 133 i þekkt mig aftur! Hér er ekki stund né staður til langra skýringa. Ég viðurkenni, að ég hefi reynt að nálægjast yður á dá- lítið óviðf eldinn hátt. En þegar maður er ástfanginn, þá er maður ekki alltaf vandur að meðulum. Ég mátti til að kynnast yður. Og þegar þér vísuðuð mér alveg á bug á veitingahúsinu, þá tók ég til þessa bragðs. Við Suðurlandabúar erum blóðheitir og rómantískir. Þér fyr- irgefið mér áreiðanlega, ungfrú Holm, að ég hefi haft þessa aðferð. Patricia greip í handlegginn á vin- stúlku sinni og dró hana með sér. Það var ekki nema stuttur spölur út að Uti- dyrunum. Þjónninn í skítuga einkennisbúningn. um, sem hafði horft á þetta allt án þess að láta sér bregða, horfði nú spyrjandi á Branco di Milonga. En hann sagði ekki orð frekar. Hann stóð þarna og horfði heiftarlega á eftir stúlkunum tveimur. Hann gat ekki stöðvað þær nema hleypa öllu í uppnám. Og honum var ekki að skapi að beita ofbeldi. Hvíta duftið, sem hann hafði í vestisvasanum, hefði dugað betur, ef honum hefði tekizt að koma því ofan í vínglas, án þess að það vekti eftirtekt. Engum hefði fundizt neitt grunsamlegt, þó hann hefði farið með sofandi stúlku út í bifreið. Hin stúlkan hefði svo vaknað einhversstaðar á bekk fengið ágæta stúku i leikhúsinu. Sýn- ingin byrjaði og Patricia gaf sig svo tón- listinni á vald, að hún gleymdi, að mað- urinn væri nokkurstaðar nærri. í hléinu gaf hann sig nær eingöngu að Violet, og Patricia var honum þakklát fyrir það. Og þetta var líka ástæðan til þess, að Patricia hafnaði ekki boði hans um að koma á veitingahús eftir sýning- una. Hana langaði ekki til þess, en hún gat lesið út úr augum Violet, að hana langaði til að taka hinu freistandi boði riddarans fríða. Branco di Milonga hafði boðið dömun_ um að fara með þeim í mjög frægan klúbb, þar sem konur höfðu líka aðgang, — það er að segja, ef þær voru i fylgd með einhverjum félagsmanni úr klúbbn- um. Þau fengu sér leigubil þangað — Roll's Royce bifreið di Milonga var því miður í viðgerð. Þó undarlegt mætti virðast, var klúbbur þessi ekki í vesturhverfi borgar- innar, heldur einhversstaðar í Suður- London. Bifreiðin hafði ekið fram hjá Kensing- ton Park og staðnæmdist í lítilli götu í North Brixton. Inngöngudyrnar voru ekki beinlínis lokkandi, en Branco di Milonga huggaði stúlkurnar með því, að því íburðarmeiri væru húsakynnin þegar inn væri komið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.