Tíminn - 06.12.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.12.1938, Blaðsíða 4
296 TÍMINN, frrigjwdagiim 6. des. 1938 74. blað Pearl S. Buck, sem hlaut bók- menntaverðlaun Nobels 1938, er fœdd l Hillboro i Virginíu 1892. Þriggja ára gömul fluttist hún með fore\drum sínum til Kína, þar sem faðir hennar var trúboði. Þegar henni óx aldur til, hjálpaði hún foreldrum sinum við trúboðsstarfið, en stundaði nám jafnframt. Um tíma naut hún kennslu við háskóla í Bandaríkjunum, en fór aftur til Kína og hélt áfram að aðstoða foreldra sína, unz hún giftist ameriskum prófessor, J. Lossing Buck, sem starfaði við háskól— ann í Nanking. Þau skildu 1935 og giftist hún þá aftur amer- ískum bókaútgefanda, Richard J. Walsh. Hefir hún síðan dvalið lengstum í Bandaríkjunum. Allar sögur hennar, nema sú seinasta, fjalla um Kina. Fyrsta sagan „East Wind, West Wind“ kom út 1930. Nœsta ár kom út „The Good Earth“, sem er fræg- asta saga hennar. Hún hefir ver- ið þýdd á fjölda mörg tungumál og kvikmynduð. Síðan hefir hver sagan rekið aðra og i tveimur þeirra lýsir Buck starfi foreldra sinna. Buck hefir mjög mikinn kunnugleika á kínverskum sið- um og lífsvenjum og kemur það glöggt fram í bókum hennar. Er talið að fáum rithöfundum hafi tekizt betur en henni að lýsa hugsunarhœtti og sálarlífi kín- verskrar alþýðu og þeim áhrif- um, sem hin aðflutta menning hefir haft í þeim efnum á sein- ustu áratugum. Seinasta skáldsaga hennar, „This Proud Heart“, sem kom út síðastl. vetur, gerist í Amer- íku. Nœsta saga hennar, sem kemur út eftir áramótin, mun fjalla um styrjöldina í Kína og heitir „The Patriot“. Pearl Buck hefir hlotið mörg amerisk bókmenntaverðlaun. Margir þekktir rithöfundar á Norðurlöndum hafa gagnrýnt það, að henni voru veitt Nobels- verðlaunin-, því þótt sögur henn- ar séu hugþekkar og lýsi mikilli athyglisgáfu, geti þær ekki talizt til stórra skáldverka. Telja sum- ir þeirra að t. d. danska skáldið Jóhannes V. Jensen hefði staðið nœr því að fá verðlaunin. Þar sem hinír særðu dóu, skal ný kynslóð upp rísa (Framhald af 3. síðu.) settur í fyrsta skipti, með 37 nemendum frá 11 löndum í 4 heimsálfum, þar af voru 15 frá Norðurlöndum. Góð byrjun, get- ur maður sagt. Skólinn stendur yfir í 3 mánuði (april, maí og júní). Auk þess er svo námskeið í frönsku, fyrir þá útlendinga, sem þess óska, og ætla að taka þátt í skólanum, þrjá fyrstu mánuði ársins. Einskis annars er krafizt af þeim, sem á skólann koma, en að þeir skilji nokkurn- veginn frönsku. Kostnaðurinn er 2800 frankar fyrir hvern nem- tR BÆXUM Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu á miðvikudagskvöldið og hefst hann kl. 8,15. Rannveig Þorsteinsdóttir segir þætti úr ferðum um Landmannaafrétti. Jónas Jónsson, formaður Framsóknar- flokksins, flytur ræðu um stjórnmála- ástandið. Rætt verður um félagsmál- efni og hafa Guðmundur V. Hjálmars- son og Ólafur Jóhannesson framsögu. Auk þess verða kveðnar gamanvísur og sungið. í fundarbyrjun fer fram inntaka nýrra félaga og eru menn á- minntir um að koma stundvíslega. Fé- lagar utan af landi eru velkomnir á fundinn. Ferðafélag fslands heldur skemmtifund á Hótel Borg kl. 8,15 í kvöld. Pálmi Hannesson rektor segir frá flugferðinni til Vatnajökuls í vor og sýnir myndir úr þeirri för. Síð- an verður dansað til kl. 1. Gamla Bíó sýnir nú ameríska söng- og gleði- mynd, sem nefnist Þrjár kænar stúlkur. Þótt efnið sé ekki veigamikið, er mynd- in skemmtileg. Aðalhlutverkið leikur hin kornunga söngkona, Deanna Dur- bin, sem þegar hefir hlotið heimsfrægð fyrir söng sinn. Tónlistarfélagið efnir til hátíðahljómleika á miðviku- daginn og fimmtudaginn. Mun 50 manna blandaður kór syngja m. a. Sjá aldir líða hjá, lag úr kantötu Emils Thoroddsen, er ekki hefir heyrzt hér áður, sex þjóðlög eftir Karl Runólfsson og lofsöng úr hátíðarkantötu Páls ís- ólfssonar. Önnur viðfangsefni verða eftir Jón Leifs og J. S. Svendsen. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi blandaði kór lætur til sín heyra. Póststofan biður þá, sem þurfa að senda böggla með strandferðaskipinu 7. des., að skila þeim í póst svo fljótt sem unnt er, og helzt eigi síðar en í dag. Dráttur á þessu til síðasta dags veldur ös og af- greiðslutöfum, og jafnvel bagalegum drætti á burtför skipsins. Jón Ámason framkvæmdastjóri kom heim úr ut- anför síðastl. sunnudag. Var hann einn af fulltrúunum, sem tók þátt f viðræð- unum um nýjan samning milli íslands og Noregs. Gestir f bænum. Sigurður Jónsson bóndi á Stafafelli í Lóni, Sighvatur Davíðsson bóndi á Brekku í Lóni, Guðmundur J. Hoffell, bóndi á_ Hoffelli í Hornafirði, Sigur- bergur Ámason, bóndi á Svínafelli í Homafirði. anda í þessa þrjá mánuði, sem skólinn starfar. Námið er nær eingöngu frjálst. Hver og einn má leggja stund á það, sem hann vill. Hér er líka margt að lesa. Próf. Paul Desjardins á bóka- safn, sem inniheldur ekki minna en 20 þúsund bindi, á ýmsum málum. Það, sem fyrir próf. Desjardins og vinum hans vakir, með stofn- un þessa skóla, er að skapa vin- áttubönd milli einstaklinga allra landa, yfir óbrúuð höf gamalla væringa og tortryggni, sem liggja landa og þjóða á milli. Lifsreynsla 80 viðsjálla ára hefir kennt honum það, að vin- áttubönd, sem einstaklingar tengjast i æsku, reynast oftast haldbetri en þeir samningar er gerðir eru þjóða á milli, og geymdir eru á hinum hvíta pappír. Hann vill uppræta landamærin milli einstaklinga og milli þjóðanna, þó að landa- mæri landa í milli haldist ó- breytt. Það eru manneskjur en ekki fulltrúar, sem mætast í „L’Abbaye de Pontigny“. Og það er heitasta ósk gamla mannsins Tónlistarfélagið. annað kvöld og fimmtu- dagskvöld kl. 7 i Gamla Bló. Islenzk tónverk. 53 manna blandaðnr kór. Hl|ómsveit Reyk- javíknr, 30 manns Stjórnandi: Dr. V. Urbantschitsch. Aðgöngumiðar að seinna kvöldinu seldir hjá Ey- mundsen og hljóðfæra- vezlun Sigríðar Helga- dóttur og kosta kr. 2.00 og 2.50. (Fyrra kvöldið er fyrir boðsgesti Tónlistarfélags- ins). Erlendar fréttir. (Framh. af 1. síðu) nægja þeim og vinsemd vor virðist skoðuð sem hugleysi. Warr er talinn einn helzti stuðningsmaður Edens af ráð- her'rum síðan Duff-Cooper fór úr stjórninni. Eden er nú lagð- ur af stað í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna og mun hann ræða við Roosevelt forseta 1 ferðalaginu. að þeir, sem hér skiljast í „L’Ab- baye de Pontigny“, skiljist til þess að mætast aftur, ekki sem stríðandi andstæðingar, heldur sem áhugasamir vinir og félagar í því mikla starfi að byggja upp nýja og betri Evrópu. Það þarf bæði þrek og bjart- sýni til þess að horfast í augu við heiminn nú í dag. Hinn átt- ræði öldungur virðist taka sér æði stórt verkefni til meðferðar, en getum við ekki öll verið viss um það, að hann er á réttri leið? Við skulum í hljóði óska honum til hamingju með skóla sinn. Maður getur glaðzt í hvert skipti sem einhver vill af hug og ein- lægni vinna framtiðinni gagn. Heimsins beztu menn vinna starf sitt í hljóði, og samtíð þeirra metur þá sjaldan að fullu. Og svo mun það verða um próf. Paul Desjardins, að það mun verða framtíðarinnar að meta starf hans. Það eru ef til vill ekki nýjar hugsjónir, sem heiminn vantar, heldur réttlátir og dug- andi menn, sem þora og vilja breyta rétt, og þeirra samstarf. Að endingu vil ég óska þess, að það takist að breyta ósigrin- um í sigur, og að þar sem hinir særðu hermenn dóu, megi ný og batnandi kynslóð upp rísa. L’Abbaye de Pontigny, í okt. 1938. Gunnar Guðmundsson. 134 Andreas Poltzer: Þjónn 1 hálfskítugum einkennisbún- ingi tók á móti þeim. Hann hjálpaði Branco di Milonga úr frakkanum. Maður skyldi nú halda, að slíkir menn kynnu nú að hjálpa manni úr frakka, en þessum fórst það svo klaufalega, að Branco varð ergilegur og afþakkaði hjálpina. En maðurinn hlýtur að hafa einsett sér að hann skyldi hjálpa Milonga úr frakkanum. Hann fálmaði út í loftið og hendin á honum lenti beint undir nefi Branco di Milonga. Þetta varð afdrifarík hreyfing, því að á næsta augnabliki lá fallega, kolsvarta yfirskeggið af Milonga á gólfinu; það var því miður falskt. Hann gat ekki stillt sig um að bölva. Svo tók hann viðbragð út að dyrunum, til þess að varna stúlkunum útgöngu. Patricia og Violet höfðu báðar horft á það, sem fram fór. Jafnvel Violet fannst grunsamlegt, að maðurinn skyldi hafa falskt skegg. Rödd Milonga var reiðilaus og honum tókst meira að segja að fá ofurlítinn sak- leysisroða fram í kinnarnar: — Fyrirgefið hégómagjörnum manni þessa litlu sjónhverfing, ungfrúr mínar! Ég þykist sannfærður um, að yfirskegg fari mér vel, en af því að ég lét ginna mig til þess fyrir nokkrum dögum að raka af mér yfirskeggið, hefi ég orðið að skreyta mig lánsfjöðrum til bráðabirgða. Patricia 135 .... Nú hefi ég játað á mig sökina og ætla að biðja ykkur að gleyma þessu hlægilega smáatviki og koma með mér áfram inn í salina. Ég skal heita ykkur því, að Caballero di Milonga skegglaus, skal gera sér tvöfalt far um, að láta kvöldið verða skemmtilegt hjá ykkur. Gerið þið svo vel að koma með mér .... Violet leit spyrjandi á vinkonu sína. Henni fannst skýring Brancos ákaflega sennileg. Máske hefði honum tekizt að gabba Patriciu líka, ef hann hefði ekki nú, eftir að hann missti skeggið, verið orðið enn líkari manninum, sem reyndi að kynnast Patriciu fyrir þremur dögum. Patricia tók einbeitt á rás áleiðis út að ganginum. Hún gaf Branco enga skýr- ingu en kallaði: — Komdu, Violet. Við förum! Branco di Milonga beit á vörina. Hann vissi, að Patricia hafði þekkt hann aftur. En hann gafst ekki upp. Hann flýtti sér eftir Patriciu og sagði lágt: —- Ungfrú Holm, má ég tala nokkur orð við yður undir fjögur augu? Patricia stóð kyr og svaraði kuldalega: — Þér getið sagt það, sem þér þurfið að segja, svo að vinkona mín heyri. Hann hikaði snöggvast, en er hann sá, að hann mátti engan tíma missa, sagði hann: — Ungfrú Holm, ég veit að þér hafið ftr k * 99 Goðafoss*1 fer annaðkvöld (7. desember) vestur og norður. Fer héðan 16. desember til Hull og Hamborgar. ,,Brúarfoss“ BÍÓ' Þrjár kænar stiilknr Bráðskemmtileg og gull- falleg amerísk söng- og gamanmynd. Aðalhlutverkið leikur hin 15 ára gamla söngstjarna DEANNA DURBIN Ennfremur leika: RAY MILLAND, BINNIE BARNES og JOHN KING. nýja Bíóttttttnvattm, Njósnari 33. Óvenjul. spennandi og vel gerð amerísk kvik- mynd frá dögum heims- ófriðarins. — Aðalhlutv. leika: Dolores del Rio, George Sanders og „kar- akter“-leikarinn heims- frægi PETER LORRE. Aukamyndir: Talmyndafréttir — og Frá Hon Kong. Börn fá ekki aðgang. :t:ht fer annaðkvöld kl. 12 til Breiða- fjarðar og Vestfjarða. Fer héðan 14/15. desember til Grimsby og Kaupmanna- hafnar. Æfintýrið (rá Íslandí til Brasilíu ,,Selfoss“ fer frá London 7. desember til Rotterdam, Antwerpen og Reykjavíkur. Eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson fæst hjá öllum bóksölum „Gullfoss“ fer frá Kaupmannahöfn 13. desember, um Leith tii Reykja- víkur. Prjonles- Kwnngjöríng I anledning av Dronn- ing Maud’s bisettelse i Oslo den 8. desember d. á. holdes Det Norske Generalkonsulats kontor stengt denne dag. lýningfin 1038 verður upnuð í Markaðsskálanum í d a g kl. 3. Fjöldi merkilegra muna frá flesfum sveitum landsins. „Já, þetta er hinn rétti kaffi- ilmur“, sagði Gunna, þegar Maja opnaði „Freyju“-kaffi- bætispakkann. „Nú geturðu verið viss um að fá gott kaffi, því að nú höfum við hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefisannfærzt um það eftir mikla reynsiu, að með því að nota kaffibætir- inn „Freyja“, fæst lang- bezta kaffið. mSSBM Þið, sem enn ekki hafið reynt Freyju- kaffibæti, ættuð að gera |iað sem fyrst, og þér iiiuniið komast að sömu niður* stöðu og Maja. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Freyju-kaffibætir. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) artímann hjá bsendum, sem átt hafa vlð veikindi að stríða. Formenn fé- lagsins hafa verið tveir menn, Bene- dikt Guðmundsson á Staðarbakka og Baldur Jónsson á Söndum, sem nú er formaður. Meðstjómendur hans eru nú Gunnar Jónson bóndi á Syðri- Reykjum og Ingvar Guðmundsson á Staðarbakka. Félagsmenn eru um 80 alls. Tímann. VinniS ötullega fyrir Nýja skip Ciaessens. Mbl. og Vísir eru önnum kafin við að finna ný nöfn á skip landsins. Ný tillaga er framkomin, að skip Claessens heiti Hœnufoss. Nafnið á að tákna það að fólk með hænuhaus muni standa að skipsnöfnum íhaldsblaðanna. Hvað skyldi Mbl. segja um að flytja hænu- hausa sína með Hænufossi til og frá dönsku mömmu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.