Tíminn - 10.12.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.12.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON, RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Simar: 39 ið og 3720. 22. árg. Reykjavík, laugardaginii 10. des. 1938 r Um 100 gróðurhús á Islandi Nálægt 2 ha. al landi eru nú ,undir gleri' Á síðastl. vori voru liðin 15 ár frá því að Bjarni Ás- geirsson alþm. lét byggja fyrsta gróðurhúsið á íslandi að Reykjum í Mosfellssveit. Tíminn hefir nýlega átt viðtal við Bjarna og fengið hjá honum ýmsar upplýsingar um útbreiðslu gróðurhúsaræktunar hér á þessum 15 árum. — Alls munu nú vera um 100 gróðurhús á landinu, sagði Bjarni, og eru þau flest í Kjós- arsýslu, Árnessýslu og Borgar- fjarðarsýslu. Stærst er búið að Reykjum í Mosfellssveit, en þar eru 16 gróðurhús. Engar skýrsl- ur eru til um, hve mikið land gróðurhúsin klæða. En ekki mun t. . . *. ,i/ o i___a.. Bjarni Asgeirsson fjam sanm að lJ/2—- ha. séu nú „undir gleri" á landinu. Eftir því? sem næst verður ™6 «*f- af ?urku^ Lí«ls" komist, hafa verið framleiddar háttar hefir emmg verið ræktað um 40 smál. af tómötum í hús- £f af vinberjum og me ónum um þessum síðastl. sumar og Þá hefir að nokkru leyti verið ræktað í þeim ýmislegt græn- meti, sem gróðursett hefir verið úti, þegar hlýna fór í veðri, og fullræktað á bersvæði. Munu hafa komið á markaðinn í Reykjavík síðastl. sumar um 25 þús. kálhöfuð, þar af um 70% blómkál. Þá hafa og komið til sölu í Reykjavík um 12—15 þús. bindi af íslenzkum gulrótum. Mun láta nærri að framleiðsla þessi hafi selzt fyrir um 100.000 kr. á síðastl. sumri. Eigendur gróðurhúsanna mynduðu með sér sölusamlag í fyrravetur og annaðist Eggert Kristjánsson stórkaupmaður söluna fyrir þess hönd á síðastl. sumri. Mun það hafa fengið til sölumeðferðar um 80% af allri framleiðslunni. Sala á sumarnæpum og snemmvöxnum gulrófum, svo og rabarbara fer stöðugt í vöxt. Auk þeirra afurða, sem áður eru taldar, er framleitt mikið af allskonar skrautblómum í sumum gróðrarstöðvunum. Aukning gróðurhúsanna hefir verið langsamlega örust á seln- ustu árum. Islenzk skáldkona lær verðlaun Vestur-íslenzka skáldkonan Laura Goodman-Salverson, hefir hlotið bókmenntaverðlaun ríkis- stjórans í Kanada, ásamt tveim- Laura Goodman Salverson ur kanadiskum rithöfundum, fyrir beztu bækur ársins 1937. Laura Goodman Salverson er fædd í Winnipeg 1891 og er gift norskum manni. Fyrsta skáld- saga hennar kom út 1923 og sið- an hafa margar bækur komið út eítir hana. Sögur hennar fjalla um sveitalífið í Kanada. Verðlaunin hlaut skáldkonan fyrlr sögu sína, The Dark Wea- ver, Frá londum vestra Vesturíslenzka blaðið Lögberg skýrir frá því, að við fylkissýn- ingar á dýrum í Brandon sé það venja að efna tíl samkeppni meðal unglingsdrengja í því að dæma um húsdýr, og dæma tveir og tveir drengir saman. Er þeim, sem slyngastir þykja, veitt viður- kenning fyrir. Á siðastliðnu sumri tóku átta- tíu drengir þátt í þessari keppni, þar af fjórir íslendingar. Aðrir þessara íslenzku tvímenninga, August S. Johnson frá Wapak og Ernest Eiríksson frá OakView, urðu hinir fjórðu í samkeppn7 inní, en August hlaut auk þess viðurkenningu, heiðursmerki úr silfri, fyrir að hafa leyst bezt af hendi sitt hlutverk allra einstak- linga. Sömuleiðis hlaut hann verðlaun fyrír að skara fram úr í því að dæma um sláturgripi. August er sonur Ragnars bónda við Wapak og Margrétar konu hans, en Ernest sonur Óla Eiríkssonar við Oak View og Jconu hans, Guðrúnar, Útlendar Iréttir Viffsjár Frakka og ítala fara vaxandi. í ítölskum háskóla- borgum hafa stúdentar farið í kröfugöngur og heimtað Tunis, Corsica og Nissa. Pranskir stúdentar hafa svarað með því að efna til kröfugangna og krefjast Sikileyjar og Sardiniu. Fjölmennir mótmælafundir gegn landakröfum ftala . hafa verið haldnir í Tunis og á Cor- sica og er almenningur þar mjög andvigur ítölum. í Tunis hafa ítalir, sem þar eru búsettir, far- ið í kröfugöngur og voru 10 helztu forsprakkarnir teknir fastir, því minnstu munaði að ekki kæmi til almennra óeirða. Eru ítölsk blöð mjög gröm út af þessum handtökum og hafa í hótunum. í þýzkum blöðum kemur nú fram meiri samúð með kröfum Frakka en á meðan Ribbentrop dvaldi I París. Brezk blöð taka hinsvegar málstað Frakka. Frakkar hafa ákveðið að stórauka setulið sitt I Tunis og á Corsica. Malcolm MacDonald ný- lenduráðherra hefir lýst því yf- ir, að ensku stjórninni hafi aldrei til hugar komið að af- henda neina af nýlendum Breta. Eru þýzk blöð mjög óá- nægð yfir þessari yfirlýsingu. Baldwin fyrv. forsætisráð- herra Breta hefir haldið snjalla útvarpsræðu og hvatt menn til að hjálpa þýzkum flóttamönn- um með samskotum. Sandler utanríkisráðherra Svía hefir mótmælt eindregið þeirri tilraun Þjóðverja að reyna að fá sænsk fyrirtæki, sem selja vörur til Þýzkalands, til að útiloka Gyðinga frá vinnu. Á dögurfum var haldinn í Lon- don stór mótmælafundur gegn Gyðingaofsóknum og töluðu þar m. a. erkibiskupinn af York og katólski erkibiskupinn í West- minster. Sagði sá fyrnefndi, að kristnir menn yrði að koma I veg fyrir að nokkur þjóð eða þjóðflokkur yrði lagður undir ríkisstjórn, sem bæri ábyrgð á þvílíku framferði og Gyðingaof- sóknunum. Sá síðarnefndi sagði að grimmd Nerós hefði verið smávægileg í samanburði við Gyðingaofsóknirnar. U K R A 1 M A Síðan Mtinchensættin vaT gerð hafa Þjóðverjar unnið tvo sigra I utanríkismálum, sem báðir stefna að sama marki. Þeim hefir tekizt að hindra sameiningu Rutheniu við Ung- verjaland og ná vináttusamn- ingi við Frakka. Hvorttveggja bætir aðstöðu þeirra til að ná því marki, sem Hitler setur þeim í „Mein Kampf", en það er að ná Ukrainu undan yfir- ráðum Rússa. í Rutheniu búa nær eingöngu Ukrainiumenn. Seinustu árin hefir verið þar miðstöð hinna þjóðernislegu hreyfingar meðal Ukrainumanna, sem þrátt fyrir margra alda undirokun hafa enn sérstakt tungumál. Tékk- arnir voru eina þjóðin, sem veitti þeim rétt til að vernda þjóðerni sitt. í Rússlandi, Pól- landi, Ungverj alandi og Rú- meniu hefir verið reynt eftir megni að afmá hin þjóðernis- legu einkenni Ukrainíumanna, sem þar búa. Eftir að Þjóð- verjar ráða orðið mestu í Ték- kóslavakíu mun sjálfstæðis- hreyfing Ukrainíumanna njóta hins fyllsta stuðnings þeirra. Þess vegna lögðu Pólverjar mik- ið kapp á, að ná Rutheniu und- an áhrifum Þjóðverja með því að sameina hana Ungverja- landi. Tilgangur Þjóðverja með fransk-þýzka sáttmálanum er að rjúfa hernaðarbandalagið milli Frakka og Rússa og fá Frakka til að vera hlutlausa, ef til styrjaldar kæmi út af U- krainu. Það voru norrænir víkingar, sem á 9. öld lögðu grundvöll hins ukrainiska ríkis. Á næstu öldum re'yndu bæði Rússar, Tyrkir og Pólverjar að leggja Ukraninu undir sig. Á 17. og 18. óld náðu Rússar yfirráðum yfir meginhluta Ukrainu. Á 19. öld kvað allmikið að sjálfstæðis- hreyfingu meðal Ukrainu- manna, en keisarastjórnin barði hana niður með harðri hendi og bannaði m. a. að gefa út bæk- ur á ukrainisku. Árið 1918 hag- nýttu Ukrainumenn sér hrun keisarastjórnarinnar og lýstu 76. blað A. IKIR^OSSa-ÖTTTIM- Frá Djúpavogi. — Góður afli í Keflavík. — Nýtt leikfimishús. — Úr Kjósar- hreppi. — Vegurinn yfir Holtavörðuheiði. íbúamir á Djúpavogi eru um hundr- að. Þeir llfa jöfnum höndum af sjávar- afla og landbúnaði. Hvert heimili hef- ir túnblett og langflest hafa þau kú og nokkrar kindur. Ræktunarland er takmarkað og hafa þorpsbúar orðið að sækja heyskap í önnur byggðarlög. Hefir það reynzt tímafrekt og umhend- is, einkum þar sem aflavon er ætíð nokkur um heyskapartíma. Nú hafa íbúarnir á Djúpavogi hafið hlutfalls- lega stórfellda ræktun. Hafa þeir tekið mjög votlendan mýrarfláka og ætla að fullþurka hann bæði til tún- og garð- ræktar. Er áætlað að á ræktarlandi þessu fullunnu komi til með að hvfla um 12 þús. króna lána, þegar verkinu hefir verið að fullu lokið En til þess að standa straum af Jálnsfénu, hafa þorps- búar tekið upp það snjallræði, að starfrækja á pðrum stað við þorpið aliumf angsmikja kwtöf Jurækt, þar sera allt er unnið i þegnskaparvinmi, en arðinum Jiinsvegar yarið tfl að standa straum af ræfctunaríánunum, sem á mýrarflákanum hvíla, meðan verið er að koma honum 1 rækt. Arðurinn af þessari athyglisverðu þegnskaparvinnu, garðyrkjunni, mun nema um 1200 krónum í meðalári, þegar frá hefir verið dreginn kostnaður við útsæði og aðkeyptan áburð. / t t Keflvikingar hafa sótt sjóinn af kappi í haust og sækja enn, og hefir afli verið dágóður. Hafa 5—9 þúsund pund fiskazt á hvern bát í róðri og um hejmingur aflans ýsa, ajla jafna. Aflinn er seldur undir eins og komið er í land. Ýsan er seld til Reykjavíkur, til sölu í bænum og sumt til útflutn- ings, en þorskurinn er að mestu leyti saltaður suður frá, en nokkuð þó sent til Reykjavíkur. Um tíu vélbátar hafa stundað þessar veiðar.Fimm bátar hafa verið að reknetaveiðum fram að þessu, og er sildin, er aflast, söltuð og ætluð til sölu á Amerikumarkaði. t t t í Búðum í Faskrúðsfirði var vígt nýtt leikfimishús 1. desember. Er það byggt áfast gafli barnaskólahússins og er vel til þess vandað. Bygging húss- ing var hafið vorið 1937 og smíði þess svo langt komið í fyrra haust, að kennsla gat farið þar fram síðastliðinn vetur, en fullgert var það nú í haust. Verkið fór fram undir eftirliti sér- fróðra manna. t t t Tíðindamaður Tímans hef ir hitt Gísla Guðmundsson bónda á írafelli í Kjós að mátli og spurt hann tiðinda úr byggðarlaginu. Borgfirzka fjárpestin geisar nú á nær öllum bæjum i hreppnum norðan Laxár. Eru Skor- hagi, sem liggur norðan varnargirð- ingarinnar milli Borgarfjarðarsýslu og Kjósarsýslu, og Hvammsvík einu bæ- irnir þar, sem hún hefir enn ekki gert usla á. Sumstaðar hefir hún verið mjög skæð, t. a. m, hefir hún drepið nær helming af fé Ólafs bónda á Vindási. Veikinnar varð fyrst vart á þessum slóðum í fyrra og var öllu fé á einum bænum, Ingunnarstöðum í Brynjudal, fargað að ráðstöfun mæðiveikivarn- anna. í vor gætti hennar á nokkrum bæjum, en nú er hún hvað skæðust eins og áður er sagt. Á einum bæ sunnan Laxár, írafelli, hefir hennar orðið vart í haust. t t t Árið 1932 var byrjað að leggja ak- veginn yfir Holtavörðuheiði og hefir verið unnið að honum í sjö sumur samfleytt og var hann fullgerður niður í Hrútafjörð á þessu ári. Alls er veg- urinn 20,6 kílómetrar að Jengd frá Norðurá niður f yrir Grænumýrartungu. Vegurinn er mun vandaðri en flestir aðrir vegir landsins og 4—5 m. breiður. Heflr hann kostað um 382 þúsundir króna, Venjulega hafa 60—70 manns unnið að vegagerðinni á hverju sumri, hvaðanæva af landinu, en þó lang- samlega flestir úr næstliggjandi hér- uðum. Síðastliðið sumar voru vega- gerðamennirnir í flesta lagi, rösklega hundrað alls úr fjórtán lögsagnarum- dæmum, en flestir úr Húnavatnssýslum og Strandasýslu, rúmlega 50 alls. Sum- arið 1935 var sú regla upp tekin að láta fátæka námsmenn eiga athvarf um sumarvinnu við þessa vegagerð, fremur en verið hafði, bæði þar og annars staðar í opinberri vinnu. Hef- ir síðan nær helmingur vegagerðar- manna á Holtavörðuheiði verið félitlir skólapiltar, sem með þessum hætti hefir verið gert kleift að afla sér fræðslu, sem þeir hefðu að öðrum kosti ekki haft tök á. Síðastliðið sumar voru (Framh. á 4. sí6u) Stalin, sem með blóöugri harðstjórn í Ukra- inu, hefir ýtt undir sjálfstjórnarhreyj- ingu Ukrainumanna. Ukrainu sjálfstætt ríki. Kom- munistum tókst þó að leggja landið undir sig og síðan 1921 hefir Ukraina verið eitt sam- bandsríkið í rússneska ríkja- sambandinu. Öll sjálfstæðisvið- leitni meðal Ukrainumanna hefir verið kveðin niður með enn meiri harðýðgi en á keis- aratímanum. — Kommúnistar sæta þar þó enn harðri mót- stöðu og þeim hefir ekki tek- izt að þjóðnýta landbúnaðinn þar, nema að litlu leyti. Síðan Stalin hóf hinar íllræmdu af- tökur hafa þær verið hlutfalls- lega langflestar í Ukrainu. Það gefur hugmynd um, að enn sé sjálfstæðisandinn lifandi með- al Ukrainumanna og að þeir kunni illa oki kommúnismans. Geta Þjóðverjar þvi vænzt stuðnings Ukrainumanna, ef þeir hjálpa þeim til að brjótast undan yfirráðum Rússa. Rússneska Ukraina er á stærð við Þýzkaland fyrir samein- inguna við Austurríki. Tala U- krainumanna þar er um 30 millj. Þetta land er langauðug- asti hluti Rússlands. Þar er framleitt 75% af allri kola- framleiðslu Rússlands og 80% af allri sykur-, bómullar-, tó- baks-, salt- og ávaxtafram- leiðslunni. Þar er meginhlutinn af kvikfjárrækt Rússa og 35% allrar kornframleiðslunnar. Það er því fullkomlega eðlilegt að Þjóðverjar renni öfundaraugum til þessa frjósama lands. Auk þessa eru um 4 millj. Ukrainumanna í Póllandi og ein millj. Ukrainíumanna í Rú- meníu. Er fyrirætlun Þjóð- verja talin sú, að vekja meðal allra þessara Ukrainíumanna sjálfstæðishreyfingu, sem hefði stofnun nýs ríkis, Stór-Ukrainu, að markmiði. Þetta ríki yrði síðan í bandalagi við Þjóðverja. Rutheniu er ætlað að vera mið- stöð þessarar hreyfingar. Þeg- ar hentugt tækifæri gefst, þyk- ir líklegt að Þjóðverjar hafi í hyggju að koma þeim til hjálp- ar með vopnum. Hjá Rússum og Pólverjum kemur fram greinilegur ótti við þessar fyrirætlanir. Fyrir skömmu síðan var talið líklegt að Pólverjar myndu styrkja Þjóðverja, ef til ófriðar kæmi milli þeirra og Rússa. Nú er þetta viðhorf þeirra 'talið breytt og að þeir muni a. m. k. reyna að vera hlutlausir. Nýlega hafa þeir gert vináttusamning við Rússa og er það talið stafa af ótta þeirra við vaxandi sjálf- stæðishreyfingu Ukrainiu- manna og þeim afleiðingum, sem húns getur haft. Verkföll fara nú stórum minnkandi í Frakklandi. Þing- ið kom saman á fimmtudaginn. Hefir það lýst trausti sínu á stjórninni með 315 :241 atkv. 53 þingmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Á víðavangi Vísir var í fyrradag að ónot- ast yfir því, að verkamenn skuli ekki gera meiri kröfur á hendur ríkisstjórnarinnar um fjárframlag til atvinnubóta í Reykjavík. „Má það furðulegt heita", segir blaðið, „að for- ráðamenn verkalýðsfélaganna skuli nú, þegar atvinnuleysið kreppir svo mjög að, sem lýst er í blöðum þeirra, slaka þann- ig á kröfunum á hendur ríkis- ins". Er auðfundið að blaðinu finnast ekki fjárkröfur kom- múnista, sem nú ráða mestu í þessum málum, nógu ábyrgðar- lausar og reynir það því að espa þá til enn meiri heimtufrekju. Annað veifið talar blaðið svo um nauðsyn þess að stórlækka út- gjöld ríkisins. Hin nazistisku vinnubrögð húsbænda blaðsins, sem eru heildsalarnir í Reykja- vík, koma hér glöggt í ljós. Það er öðrum þræði reynt að afla sér fylgis með ósamrýmanleg- um kröfum um meiri útgjöld ríkisins og aukinn sparnað, og hinum þræðinum er reynt að! skapa auknár erjur og æsingar í þjóðfélaginu í þeirri von að heildsalaklíkan fái allan hagn- aðinn af glundroðanum. * * * Morgunblaðið óttast auðsjá- anlega samkeppni Vísis um hylli heildsalanna. Það tekur í dag undir framangreind skrif Vísis. Blaðið krefst þess, að ríkið stórauki framlag sitt til atvinnu- bótavinnunnar og fer með þau vísvitandi ósannindi að ríkið muni leggja fram minna fé á þessu ári til atvinnubóta en síðastl. ár. Sannleikurinn er sá, að ríkið mun leggja fram 10— 12 þús. kr. meira til atvinnu- bóta hér á þessu ári en árið 1937, vegna þess að atvinnuleysið er nú meira en I fyrra, því þá höfðu allmargir menn vinnu við Sogs- virkjunina, og vonir um vinnu við hitaveitu hafa brugðist. Sam- kvæmt lögum ber ríkinu að leggja fram y3 á móti framlagi bæjanna og hefir ríkið, þegar lagt fram hlutfallslega meira fé til atvinnubóta hér á þessu ári. en því ber samkvæmt þessum fyrirmælum. Stendur nú því á Reykjavíkurbæ að leggja fram svo mikið fé, að framlag hans verði % atvinnubótafjárins eins og lög mæla fyrir. Stendur það því næst íhaldsblöðunum að krefja bæinn um sinn hluta framlagsins áður en þau krefjast þess af ríkisstjórninni að hún fremji skýlaus lagabrot til að auka útgjöld ríkissjóðs, sem þau eru þó stöðugt að klifa á, að séu orðin allt of há. Annars er fullkomin ástæða til þess að benda forráðamönn- um bæjarins á það, að þeir gætu lært af ísfirðingum, hvernig ráðstafa eigi atvinnubótatfénu. ísafjarðarkaupstaður hefir varið því til styrktar útgerðinni í bæn_ um og skapað með því útflutn- ingsverðmæti, auk þess, sém vinna hefir raunverulega orðið miklu meiri en ef unnið hefði verið við snjómokstur og klaka- högg. Reykjavíkurbær hefir var- ið öllu atvinubótafé sinu til full- komlega óarðbærrar vinnu, gatnagerðar og þessháttar.Myndi það áreiðanlega verða bæjarbú- um og bæjarfélaginu að meira gagni, ef fylgt yrði fordæmi ís- firðinga. * * * Mikil átök hafa verið í verka- mannafélaginu í Hafnarfirði undanfarna daga. Varð Alþýðu- flokkurinn ofan á með nokk- urra atkvæða mun. Kommún- istar og Sjálfstæðlsmenn stóðu fast saman í þessari viðureign,. alveg eins og í allsherjarat- kvæðagreiðslunni, sem fram fór í Dagsbrún fyrir nokkru síðan. Og blöð Sjálfstæðisflokksins leggja blessun sína yfir „flat- sængina".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.