Tíminn - 10.12.1938, Page 2

Tíminn - 10.12.1938, Page 2
302 TÍMIINN, laMgardaginn 10. des. 1938 76. Mað Ameríkuskip ‘gtminn Laugardaginn 10. des. Að fínna Island - - Um það hefir verið talsvert rætt í bæjarblöðunum, að margt af ungu fólki hér hafi ráðgert að fara til Nýja Sjálands, er fréttir bárust um að stjórnin þar vildi fá innflytjendur frá Norðurlöndum og Englandi. Seinustu upplýsingar hafa leitt í ljós, að það er meiri örðugleik- um bundið að komast þangað en menn héldu hér upphaflega og virðist þessi útflytjendahug- ur þar með kveðinn niður. Margar skýringar hafa verið gefnar á því fyrirbrigði, að tals- vert af ungu fólki skuli vilja flytja af landi burt til óþekkts lands í fjarlægri heimsálfu. í blöðum kommúnista og íhalds- manna virðist það algengasta skýringin, að þessi burtfarar- hugur eigi rætur sínar fólgnar í örðugleikum þjóðarinnar, at- vinnuleysinu í kaupstöðunum, skuldasöfnuninni við útlönd og vaxandi vantrú æskunnar á því, að hér sé unnt að lifa heil- brigðu og sjálfstæðu menning- arlífi. Þessi túlkun byggist vafa- laust á röngum skilningi á hugsunarhætti norrænnar æsku. Það er ekki flóttinn frá erfiðleikupum, sem hefir verið mestu ráðandi um landnám hennar utan heimalandsins. Landnámsmennirnir fluttu ekki hingað, sökum þess, að þeir gerðu sér vonir um erfiðisminni lífsbaráttu hér. Grænland byggðist heldur ekki af þeirri á- stæðu. Svíar og Norðmenn, sem fluttu vestur um haf í stórum stíl um sama leyti og íslend- ingar, gátu sízt vænst minna erfiðis í hinum nýju heimkynn- um. Þótt hér væri lífsbaráttan örðugri, átti það samt ekki nema nokkurn þátt í vestur- flutningunum. Orsök þeirra var að meira leyti sú hin sama, er jafnan hefir mestu ráðið um landnám hins norræna kyn- stofns í framandi löndum og mestan ljóma hlaut með vík- ingaferðunum fornu. Það er löngunin til að kynnast nýju umhverfi, fást við önnur og stærri viðfangsefni en þau, sem bíða heima, og vinna sér til fjár og frama á annan hátt en for- feðurnir gerðu. Það er þrá eftir meiri æfintýrum og meiri sigr- um en æskunni finnst hún geta unnið á heimaslóð sinni. Ekkert sannar betur, að það var einmitt slík hugsun, sem réði mestu um ákvarðanir margra íslenzku vesturfaranna, en störf þeirra í hinum nýju heimkynnum. Þeir komu vest- ur um haf staðráðnir í því að vera landnámsmenn og gef- ast ekki upp fyrir neinum örðugleikum. Þeir voru komnir til að vinna stóra sigra og vera þátttakendur í miklu æfintýri, sem var landnám hinnar vestlægu heimsálfu. — Árangur starfs þeirra sýndi bezt að þeir voru ekki ætt- lerarnir, sem höfðu flúið hólmann, þegar erfiðleikarnir voru mestir, heldur einn bezti þáttur hins íslenzka kynstofns, sem leitaði eftir nýjum við- fangsefnum og sigrum á svip- aðan hátt og dugmestu synir Norðurlandanna á víkingatím- unum. En seinasti aldarhelmingur- inn hefir sýnt, að það var ó- þarft fyrir íslendinga að fara vestur um haf til að fá æfin- týraþrá sinni fullnægt. Þjóðin hefir uppgötvað á seinustu ára- tugum mörg ný og stór verk- efni í landinu og við strendur þess. Þau hafa verið nægilega stór og erfið til að svala starfs- þrá og sigurlöngun djaxfrar og þróttmikillar æsku. Mörg þeirra hafa verið leyst og miklir sigrar unnizt. Kjör þjóðarinnar hafa stórbatnað. En samt eru mörg stærstu og þýðingarmestu verk- efnin óleyst enn. Þau bíða hinn- ar uppvaxandi æsku og krefjast fullkomlega þeirrar atorku og ósérplægni, sem æfintýraþráin lagði á herðar norrænu víking- unum og íslenzku vesturförun- um. Nú þarf enginn ungur maður að flýja ísland af ótta við at- Ásmundur Jóhannsson í Winnipeg hefir tekið upp þann góða sið að koma á eigin kostn- að vestan úr Kanada að minnsta kosti annaöhvert ár, til að vera fulltrúi landa vest- an hafs á aðalfundi Eimskipa- félagsins. Þessi framkvæmd hans er í samræmi við hug Vestur-íslendinga, er þeir lögðu fram stórfé í hlutum, þegar fé- lagið var stofnað, ekki sér til fjárgróða, heldur eingöngu af umhyggju fyrir sæmd og gagni ættlandsins. Á ferð sinni hér á íslandi í sumar sem leið kom Ásmundur Jóhannsson fram með þá skoð- un opinberlega, að mesta nauð- syn íslands í siglingamálum væri að eignast gott Ameríku- skip. Hann færði fyrir því mörg rök og góð. Hvort skoðun hans hefir haft nokkur áhrif á félaga hans í stjórn Eimskipafélagsins, er mér ekki kunnugt um. Við ferð mína víða um Norð- ur-Ameríku í sumar sem leið komst ég nákvæmlega að sömu niðurstöðu og Ásmundur Jó- hannsson. Mér var þetta sér- staklega ljóst síðustu dagana í september, þegar út leit fyrir að heimsstyrjöld væri að byrja, svo að segja með sömu aðstöðu eins og 1914, með Þjóðverja og Breta sem höfuðandstæðinga. Undir þeim kringumstæðum mun nokkurnveginn ljóst, að samgöngur eftir hinum venju- legu leiðum milli íslands ann- arsvegar og Norðurlanda hins- vinnuleysi eða öra fólksfjölgun. Möguleikarnir til að ala hér miklu mannfleiri þjóð og skapa henni batnandi lífskjör, eru hverjum hugsandi manni aug- ljósir. Þeir, sem treysta sér til að finna verkefni í fjarlægum löndum, ættu ekki síður að geta það hér. Og enginn þarf heldur að flýja landið vegna þess að það bjóði ekki nógu stór, erfið og vegleg viðfangsefni. ísland hefir vissulega næg verkefni til að svala þrá þeirrar æsku, sem vill láta hin fegurstu æfintýri rætast. Sé útfararþrá í hugum ísl- lenzkra æskumanna og finnist þeim, að löngun þeirra eftir starfi og sigrum verði ekki full- nægt hér heima, stafar það af því, að þeir hafa enn ekki fundið ísland, ef svo mætti að orði kveða. íslenzkum skólum og uppeldisfræðingum verður ekki ætlað annað hlutverk betra en að hjálpa æskunni til að finna ísland og hin óleystu verkefni þess og kenna henni að svala starfsþrá sinni við lausn þeirra. Það eitt vita menn um hann, að hann hefir viða farið og þekkir af reynslu það, sem hann segir frá. En hvað hann heitir og hverrar þjóðar hann er, hef- ir ekki orðið uppvíst. Traven kallar hann sig og skrifar bæk- ur á þýzku, sem þýddar eru á tuttugu tungumál. Flestar skáldsögur hans eru frá Mexi- kó. Mexikó hefir orðið umtals- efni síðustu mánuðina, síðan Cardenas forseti útrýmdi ensku olíukóngunum og sýndi um- heiminum, að það er lands- stjórnin í Mexikó, sem er hús- bóndi á heimilinu, en ekki er- lendir auðhringar.'' Það var 1934, sem Indíáninn Cardenas komst til valda og tók þá stefnu í landbúnaðarmálum, að smækka stórbýlin og útbýta landi meðal eignalausra. Mátti heita að all- ar jarðeignir væru í höndum erlendra og innlendra stór- bænda. Sem dæmi um skipt- ingu landsins er sagt frá því að bóndi nokkur hafi átt jörð, sem var á stærð við Holland og Belgíu til samans. Nær helm- ingur landsbúa er hvorki læs né skrifandi. Kaþólska kirkjan er á móti slíku. Áhrif hennar má marka af því að blaðamað- ur, sem nýlega ferðaðist í Mexi- kó, segist hafa talið 365 kirkjur frá þjóðveginum á 13 km. leið. Um þetta land skrifar Tra- vegar, myndu verða afartor- veldar. Bretar myndu vafalaust hafa beitt siglingabanni við Þýzkaland. Þeir myndu með flota sínum hafa ráðið ofan á hafinu. Þjóðverjar myndu eins og í heimsstyrjöldinni hafa beitt öflugum neðansjávarflota, og auk þess átt sinn öfluga loft- flota, sem myndi vera mikil hindrun fyrir einstök skip, sem reyndu að halda uppi almenn- um siglingum til Englands. Sjálfir myndu Bretar vafalaust undir þeim kringumstæðum hafa dregið að sér vörur frá sínum löndum, með því að hafa mörg skip saman og láta her- skip og flugvélar vera til varna. ísland hefði að vísu vafalaust reynt að senda sín litlu skip til Bandaríkjanna eftir vörum eins og í heimsstyrjöldinni. En þau eru ekki byggð til þess. Þau eru kolaskip. Mjög rnikið af hinu litla farmrúmi myndi hafa far- ið til kolageymslu fyrir skipið báðar leiðir. Lítið rúm hefði orðið fyrir vörur handa lands- mönnum, undir þeim kringum- stæðum. Allt öðru máli væri að gegna um vélskip, sem gat auk olíu flutt allt að 3000 smálestir. Með þvílíku skipi myndi vera hægt að bjarga íslenzku þjóð- inni á neyðartímum, ef það gæti starfað á leiðum algerlega utan við baráttusvæði þeirra stór- þjóða, sem í fararbroddi stæðu í þvílíkri styrjöld. Sem betur fór hélzt friður. Ef til vill helzt hann lengi, en því miður benda miklar líkur til að áður en mjög langur tími líði hefjist styrjöld, þar sem svo mjög er kostað kapps um víg- búnaðinn. Þá kemur að hinu viturlega ráði Ásmundar Jó- hannssonar. Ameríkuskip er hinn skynsamlegi kostnaður ís- lendinga við að búa þjóðina undir að geta bjargað lífi sínu gegnum heimsstyrjöld, ef slík ógæfa kemur fyrir. En nú vona allir að friður haldist. Ameríkuskipið er jafn nauðsynlegt fyrir því. Ég hefi fyrir skömmu, í grein um mark- að í Ameríku, leitt rök að því, að það væri lífsnauðsyn fyrir okkur íslendinga að geta selt hraðfrystan, flakaðan fisk og síld í mörgum myndum í Norð- ur-Ameríku. Ég hefi játað, að það væri ekki áhlaupaverk. En sá sigur yrði að vinnast. í við- bót við hina eldri markaði okk- ar á Norðurlöndum, Englandi, Þýzkalandi og hinum kaþólsku ríkjum i Suður-Evrópu, væri ís- landi lífsnauðsyn að geta kom- ið sívaxandi magni af hrað- frystum fiski og síld á markað í Norður-Ameríku. Um leið og sala á íslenzkum afurðum færi ven. Með sérstakri alúð og ná- kvæmni lýsir hann Indíánun- um. Þeir, sem hafa skemmt sér við Indíánasögur á unglingsár- unum og fengið þá hugmynd, að þeir séu ræningja- og óald- arlýður, komast að raun um, að Indíánarnir í Mexíkó eru nokkrar milljónir bláfátækrka manna, sem yrkja jörðina með mörghundruð ára gömlum verk- færum. En jafnframt eru þeir sérstakur kynflokkur með eigin siði og lundarfar. Traven þreytist aldrei á að vekja skilning á kjörum þeirra og eiginleikum. Þó bækur hans séu fyrst og fremst árás gegn erlenda og innlenda auðvald- inu, kemur það fyrir aftur og aftur, að Indíáninn, sem slíkur, dregur að sér athygli höfund- arins. Hann slítur skyndilega söguþráðinn og nemur staðar til að vekja eftirtekt á því ein- kennilega í fari hans, aðstöðu hans til meðbræðra sinna, for- eldra, konu og barna. Hvíti maðurinn skilur hann ekki. Þegar Indíáni er dreginn fyrir dómstól, tapar hann alltaf, segir höf. Ekki vegna þess, að dómarinn sé vísvitandi rang- látur, heldur af því að honum er óskiljanlegt af hvaða hvötum Indíáninn fremur verknaðinn. Sakborningur kemur með skýr- ingar, sem dómarinn fær engan Oddný Guðmundsdóitir: Hver er Traven? stórvaxandi í Bandaríkjunum, myndu vörukaup aukast þaðan. Slík kaup eru nú að vísu all- mikil en vegna þess að beinar skipaferðir vanta, gerast þau að nokkru leyti á reikning ann- arra þjóða. Bandaríkin munu hafa allar eða nálega allar vörutegundir, sem fluttar eru til íslands. Þar er og mun væntanlega lengi verða frjáls verzlun, með þeim þægindum fyrir kaupendur sem því fylgja. Sumir kunna ef til vill að á- líta, að ég geri ráð fyrir að fella niður gamla markaði í Evrópu. En því fer fjarri. Viðskipta- kreppan i landinu stafar af of þröngum mörkuðum. Og þar sem fólkinu fjölgar ört í land- inu, þá er nýr markaður lífs- nauðsyn fyrir þjóðina. En fyrir utan þá nauðsyn að tryggja mikil skipti við Banda- ríkjn, jafnt á friðar- sem ó- friðartímum, þá bætast við önnur rök. í Norður-Ameríku er um það bil fjórði hver ís- lendingur. Mjög mikill fjöldi í þessum hóp vill koma til ís- „Ok um allar sagnir hallaði hann mjök til en ló víða frá“. ‘ (Njála). Fáar aukapersónur 1 Njálu hafa kynnt sig eins eftirminni- lega og Gunnar Lambason. Hann er mikill í munni og hinn öruggasti í hóp sinna manna, en ekki að sama skapi vaskur, þegar á hólminn er komið. í hópi brennumanna og ókunn- ugra, er hann einkar frakkur að halla réttu máli eða ljúga frá atburðum. Afdrif hans eru í senn svipleg og nöpur. En „ekki gerði Kári þetta um sakleysi“, sagði Flosi. * * * Þegar ég var á ferð í borginni hér á dögunum las ég í „Vísi“ ræðu þá, sem Gunnar Thor- oddsen kvað nýlega hafa flutt yfir liðsmönnum sínum í Heim- dalli. Við lesturinn kom mér í hug eftirmæli Njálu um Gunn- ar Lambason. Líklega af því, hve óbágur nafni hans er á að halla til um flestar sagnir. í hópi sinna fáfróðu samherja er hann hvergi smeykur við að slá fram órökstuddum fullyrðing- um — og víða ló hann þá. Hann er tölugur og gunnreifur, þeg- ar hann veit engra andmæla eða gagnrýni von. Hann fræðir áheyrendur sína um „afdrif“ Alþýðuflokksins með oflátungs- hætti, sem ekki mirmir lítið á frásögn Gunnars Lambasonar um Skarphéðinn. Hann hallar botn í, eða engar alls. Hegn- ingu og dauða tekur hann með ró, sem hvítum manni er ó- skiljanleg. Traven vill ekki nefna það hugrekki. Öllu frem- ur ástand, þar sem tilfinninga- lífið er hætt að starfa. Svo full- komlega getur sá dæmdi sætt sig við orðinn hlut. Skyndilegri náðun tekur hann með sömu köldu ró. Þegar Indláninn lætur í ljós, hvað honum er innanbrjósts, er það ófalsað. Hann hefir ekki náð því stigi menningarinnar, þar sem látbragð og hreyfing- ar eru aðferðir, sem menn nota í ávinningsskyni til að sýna öðrum, hvað þeim er í huga. Og Indíáninn er friðsamur. Það eru allir, sem yrkja jörð- ina með eigin höndum og bera umhyggju fyrir dýrum og börn- um. En sé raskað rétti hans til gróðurmoldarinnar, er sjálfs- vörn hans hltfðarlaus. Ein af skáJdsögum Travens heitir „Kerran“. Þar er sagt frá lestaferð, vöruflutningum á uxakerrum yfir sléttur og skóga vikum saman. Þar koma margir við sögu, karlar og kon- ur, sem taka þátt í förinni. Það er frumlegt fólk, barnslegt í lund og laust við taugaveiklun og yfirborðssiðgæiði menning- arinnar. Söguhetjan er ungur Indiáni, sem hefir það fram yf- ir samferðamenn sína, að hann kann að lesa og skrifa, en lífs- speki hans er ekki flóknari en þeirra. Svo fer höfundurinn að segja ástarsögu á óvenju fallegan hátt. Sambandi Indíánapiltsins lands um stundarsakir, dvelja nokkrar vikur, missiri eða ár. Á sama hátt myndi fólk héðan fara vestur kynningar- og námsferðir. Frændur og vinir myndu skiptast á um börn og unglinga til námsdvalar. f skjóli við hina myndarlegu frændur myndu Austur-íslend- ingar leggja leið sína til náms- dvalar vestur um haf. ísland liggur mitt á milli Evrópu og Ameríku, og við höfum bezt af að hafa jöfnum höndum andleg og fjármunaleg skipti í báðum álfunum. Það er mikið ólán fyr- ir okkur íslendinga, að hafa ná- lega engin bein skipti haft við Vesturheim á undangengnum áratugum. Ameríkuskipið þarf að nota olíu en ekki kol. Það þarf að geta flutt í einu allt að 3000 smálestir af vörum. Það ætti að hafa nokkurt farþegarúm, án þess að þrengja um of að vöru- rúminu. Þetta skip ætti að hafa fastar ferðir milli Reykjavíkur og New York. Með því skipi byrjum við í þriðja sinn land- nám í Améríku. J. J. sögninni á Alþýðuflokkinn, en gerir þeim mun meira úr gengi kommúnista og Sjálfstæðis- manna innan verkalýðssam- takanna. Sjálfstæðismenn hafa hallað metum í „Dagsbrún” kommúnistum til framdráttar. Þeir hafa tekið fegins hendi „arfasátu“ Alþýðuflokksins — Héðinn Valdimarsson — og reynzt hún þeim mun betri til íkveikju, en arfasátan fræga, sem hún er meira olíuborin. Þykir Gunnari sem nú taki mjög að loga hús þeirra Al- þýðuflokksmanna. Sjálfur kann hann vel við sig í hópi brennu- manna og þykist öruggur uppi á veggnum. * * * Hér skulu fáein dæmi nefnd um málflutning þessa unga lögfræðings, sem taldi sig hæf- an til þess að kenna lög við Háskóla íslands. Ekki kannast ég við að hafa nokkursstaðar séð eða heyrt því lýst yfir, að Alþýðuflokkurinn hefði valið sér að kjörorði „stétt gegn stétt“ eins og G. Th. heldur fram. „Allir flokkar, nema Sjálf- stæðisflokkurinn, hafa byggt tilveru sína á þeirri falskenn- ingu, að stéttirnar eigi að berj- ast hver gegn annari“. — Þar ló Gunnar að minnsta kosti upp á Framsóknarflokkinn, eða hvar hafa t. d. lesendur Tím- ans séð stéttahatur prédikað í blaðinu? En í hvaða skyni hafa blöð Sjálfstæðismanna, hvað eftir annað, smánað bændur og verkamenn? í hvaða skyni hafa þau ofsótt kaupfélögin og gera enn? í hvaða skyni hafa þau einbeitt áhrifum sínum gegn afurðasölu bænda? í hvaða skyni styðja þau kommúnista í því að sundra samtökum verka- manna? „Við höfum nú haft social- ismann ríkjandi hér í valda- sessi um ellefu ára skeið, hann hefir verið framkvæmdur að meira eða minna leyti, í formi ríkisrekstrar, einkasala og ein- okunar og margvíslegra af- skipta hins opinbera“. Þar ló Gunnar enn — vísvit- andi. — Er það ríkisrekstur síldar- verksmiðjanna, sem hann á við? Er það einkasala á víni og tó- baki, sem hann telur social- isma? Er það kreppulán bænda og skuldaskil vélbáta, sem hann telur socialistisk afskipti hins opinbera? Gunnar veit vel að enginn socialismi hefir hér verið fram- kvæmdur, en allt virðist mega bera á borð fyrir Heimdellinga. Gunnar þekkir sína! * * * Það yrði of langt mál og ó- merkilegt að rekja fleiri full- yrðingar og firrur G. Th. — enda skiptir það litlu. En það er þess vert að vekja athygli á því, hvernig þessi hálaunaði erindreki Sjálfstæðisflokksins flytur mál sitt í Reykjavík. Þess á milli læðist hann um sveitir og sjávarþorp og segir fréttir af stjórnmálum. Hann segir frá því, hvernig Framsóknarflokk- urinn hafi þjóðnýtt allan sveitabúskap, þegar hann er við sjó, en sjávarútveginn þegar hann talar við bændur. Hann segir frá því, hvernig stjórnar- flokkarnir hafi hlaðið dráps- klyfjum af sköttum og tollum á atvinnuvegina. Hann segir frá því, að Framsóknarflokkur- inn sé eitt og hið sama og kom- múnistaflokkurinn, sem Sjálf- stæðfsflokkurinn fyrirlíti eins og sjálfan skrattann, samtím- is því, sem þeir styðja hann í baráttu um yfirráð í verka- mannafélögunum. Hann segir að stjórnarflokkarnir hafi skapað stétt atvinnuleysingja í þjóðfélaginu. Bændur munu yfirleitt taka þessum snotra og tungulipra pilti vel, veita honum beina og hýsa hann án manngreinará- lits, svo að hann þurfi ekki að paufast of langar dagleiðir til þess að leita uppi þær íhalds- glórur, sem hann kann bezt við sig í. En jafnframt mun þeim oft koma til hugar ferill Gunnars Lambasonar og eftirmæli. „Ok um allar sagnir hallaði hann mjög til en ló víða frá.“ Kári. Andreo og barnungrar Indí- ánastúlku, sem flýði harðstjórn húsbænda sinna og leitaði hæl- is hjá lestafólkinu, er lýst af svo mikilli viðkvæmni, að það er líkara ljóði en sögu. Örlögin gerðu þó skjótan enda á þeim þætti. En þau „ör- lög“ voru hvorki duttlungar himnaföðurins eða einhverrar fjarlægrar og vafasamrar handleiðslu, heldur blátt áfram ráðstöfun þeirra, sem hafa eignarrétt á vinnu og kröftum annarra. Til frumskóganna þurfti sterkar hendur. En það var ekki nóg. Þeir, sem unnu þar þyrstir í brennandi hita, máttu ekki fá lífvænleg laun og því urðU það að vera menn, sem ekki krefjast réttar síns, nátt- úrubörn, sem skoða harðstjórn og kúgun hvítu húsbændanna eins og eitthvað óumflýjanlegt, líkt og skógareld eða slöngubit. Og þannig eru Indiánarnir. Að fá þá til frumskóganna er auð- velt: Þeim er gert það kostaboð að vinna þar af sér skuldir sín- ar eða ættingja sinna. Þeir fara. Ganga langar leiðir til á- fangastaðarins, þar sem þeir eiga nokkur ár framundan, ef þeir þá lifa af. Höfundurinn skilur við And- reo, þar sem hann er lagður af stað til að vinna fyrir skuld föður síns. Sjálfur gat hann ekki gizkað á hvaða gildrur yrðu lagðar fyrir frelsi hans að því loknu. Það var sjálfsögð eign hvers, sem átti peninga og vél- ráð í nógu ríkum mæli. Sagan gerist á einræðistíma- bilinu, þegar Porfirio Diaz fór með völd. „Baðmull“ er saga um þá, sem leggja fyrstu hönd að þeirri auðsuppsprettu, sem heitir baðmull. Það er brennheitur sumar- dagur. Sex menn hittast á lít- illi járnbrautarstöð og spyrja hver annan til vegar. Þeir eru af fjórum kynflokkum, en „for- lögin“ hafa beint leið þeirra í sömu átt. Til baðmullarekr- anna. Enginn þeirra veit betra úrræði til að lifa, en að tína baðmull fyrir sex centavos kíló- ið. Allir hafa þeir sama mark- mið: að vinna fyrir klæðnaði, sem þeir geta lýtalaust farið í til annarra byggða og leitað nýrrar atvinnu. Eitt kíló af baðmull er á stærð við heysátu og centavo jafn- gildir 1—2 aurum. Vinnuveit- andinn leggur ekki til fæði, aðeins glóðvolgt vatn úr þorn- andi brunni og trégólf til að sofa á, þar sem fljúgandi og skríðandi skorkvikindi ásækja þann, sem sefur. Kaupgjaldið útrýmir að sjálfsögðu sunnu- dögum og öðru, sem gefur til- verunni litbrigði. Á baðmullarekrunni vinnur fjöldi.manns. Einn þeirra kann söng um manninn, sem hálf klæðlaus safnar hráefni í dýr- mætar vefnaðarvörur, sem seld- ar 'eru um allan heim til ágóða fyrir nokkra auðkýfinga. Allir hinir skilja að þetta er ljóð um þá sjálfa, þó enginn þeirra hafi heyrt getið um verkamanna- félag. Átta centavos í stað sex! Þeir leggja niður vinnu og fá 6nnnar LambaNon - Gunnar Thoroddsen

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.