Tíminn - 10.12.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.12.1938, Blaðsíða 3
76. blað TÍMINN, laugardaginn 10. des. 1938 303 R Æ K U R Theodór Arnbjörnsson frá Ósi: Járningar. Útgrefandi: Búnaffarfélag: íslands, Rvík 1938. 99 bls. Verff 3 kr. heft, 4 kr. í bandi. Þetta er fimmta bindiö af búfræðiritum Búnaðarfélagsins. Gætir í riti þessu mikillar þekkingar á því, er það fjallar um, og mikillar elju og natni við að raða efninu niður og drag^a það saman. Fyrsti kaflinn fjallar um byggingu hófa og hestfóta. Annar kaflinn er um hirðing hófanna. Þriðji um járningar og er þar nákvæm fyrirsögn um, hvernig sjálfar skeifurnar eigi að vera, hvernig skynsamlegast og mannúðlegast sé að með- höndla hestana meðan á járn- ingunni stendur, hvernig draga eigi skeifur undan, tálga hóf- inn, neglá og hnykkja. í síðasta kaflanum er rætt um aðgerðir og meðferð ' á meiddum eða skemmdum hófum. Um þetta efni hefir ekkert verið ritað áð- ur á íslenzku. Vegna rangrar meðferðar á hófum hafa ís- lenzkix hestar oft og tíðum enzt ver en ella og er því hlutaðeig- endum hin mesta nauðsyn að kynna sér þetta efni. Sverre S. Amundsen: Mar- coni. Bókaverzlun Sigurff- ar Kristjánssonar gaf út. Reykjavík 1938. 166 bls. — Verff: 4,75 stífheft. Þessi bók er einkum ætluð drengjum og segir frá hinum fræga ítalska uppfinningar- manni, Guglielmo Marconi, eins og nafn hennar bendir til. Er þar rakin hin merkilega saga þessa merkilega manns. Sagt frá elju hans og eirni við hverskonar athuganir og rann- sóknir, þegar á barnsaldri, síð- an uppgötvunum hans og af- rekum í þágu vísinda og nú- tíma menningar. Á bókinni hefir verið gerð of- urlítil breyting frá því, sem var frá hendi höfundarins. f stað kafla um viðgang og notkun loftskeyta í Noregi, er sagt frá gangi þessara sömu mála hér heima á íslandi. Þórunn Magnúsdóttir: Dætur Reykjavíkur III. — Voriff hlær, síffari hluti. Þetta þriðja hefti af sögu- flokki Þórunnar Magnúsdóttur, Dætur Reykjavíkur, gerist á ör- fáum dögum vorið 1930, seint í júnímánuði, meðan alþingishá- tiðin stendur yfir. Hefst frá- sögnin hinn fyrsta dag hátíðar- innar, með flutningi hátíðar- gestanna austur til Þingvalla, en endar á dálitlu gildi í Reyk- javík að hátíðinni lokinni. Er HEIMILIÐ Barnaföt. Myndin hér að ofan sýnir prjónuð föt. Það er peysa, skó- hlífarbuxur og húfa, allt prjón- að með sléttu prjóni, nema brugðningar neðan á peysunni, í kraganum og framan á erm- unum. Efnið er gróft, hvítt band, og ofurlítið svart og rautt í randirnar. Svona föt má hafa bæði á drengi og stúlkubörn á aldrinum eins til tveggja ára. Fötin, sem sýnd eru á mynd- inni, eru prjónuð í höndum, en þeir sem vilja, geta prjónað þau á vél, og mætti þá sauma randirnar í á eftir, þyki það hentugra. Vegna þess, að ekki er hægt að ákveða grófleika á bandinu, sem hin ýmsu heimili fram- leiða, hefi ég ekki gefið upp á- kveðinn lykkjufjölda, og um- ferðafjölda, en þrátt fyrir það veit ég, að margar hagleikskon- ur muni geta búið til svona föt, með þeirri einu leiðbeiningu að sjá myndina. J. S. L. þarna brugðið upp skyndi- myndum af nokkrum börnum höfuðstaðarins, en að sjálf- sögðu eru það þó fjölmennir hópár æskulýðsins í bænum, sem ekki eiga fulltrúa í bókinni. Slíkt er heldur ekki nema eðli- legt. Frásögnin öll er miðuð við gang hátíðarhaldanna og því rifjað upp margt, er gerðist á Þingvöllum þessa einstæðu og minnisstæðu daga. kröfu sinni framgengt. Það er lítill ávinningur, en sigur þó. Að sjö vikum liðnum sitja tveír sólbrenndir, tötralegir menn við eldinn utan við bjálkahúsið og telja 20 peso*) hvor. Þeir hafa ekkert séð af hámenningu Evrópumannsins og því er lífsspeki þeirra önn- ur. Þeir álykta sem svo: Þessi upphæð nægir hvorugum til að kaupa nýja skyrtu og skó og komast til borgarinnar. En ef annar fær allt, dugir það hon- um. Að varpa hlutkesti er of barnalegur leikur, þegar um svo dýrmæta fjármuni er að tefla. Azteka-einvígi á að skera úr málinu. Aztekaeinvígi er spjóts- oddaleikur, og tilgangurinn er ekki að annarhvor gangi af hinum dauðum. í bjarmanum frá kulnandi eldinum heyja tveir menn einvígi um aleigu sína, örir af áhættunni. Sem félagar ganga þeir síðan til svefns saman á hörðu gólfinu og þerra sár sín með — baðm- ull. En sá sigraði og snauði vaknaði ekki aftur. Nokkru síðar situr sigurveg- arinn á bekk í skemmtigarði í ókunnri borg og hlustar á ang- urværan hijóðfæraslátt í kvöld- kyrrðinni. Hann líður kvalir hins seka. Á næsta bekk sefur einhver auðnuleysingi. Það er bannað að sofa á bekkjunum. Lögreglumaður rekur hann burt með svipuhöggi. „------Skotsár getur gróið, en svipuhögg aldrei. Það étur sig dýpra og *) Peso = 100 centavos. dýpra inn í holdið, alla leið inn til hjartans. Að síðustu nær það heilanum og þá heyrist angistarvein, svo jörðin skelfur. Hefnd-------“. „Hvísa rósin“ er ekki eins rómantísk bók og nafnið bend- ir til, því „Hvíta rósin“ var olíu- kelda og um drottna olíunnar er ekki hægt að segja margt fallegt. Meginþráður sögunnar er samandreginn í niðurlags- orðunum: „Það skiptir minnstu um mennina. Er ekki olían að- alatriðíð?" Það mætti hugsa sér að Tra- ven hefði orðið ljóðskáld, ef hann hefði ekki flakkað um heiminn sem verkamaður og sjómaður (farmennskunni lýs- ir hann í „Dauðra skipinu") eins og bækur hans bera ótví- ræðan vott um. Þar sem hann lýsir ferð mexikanskra kúreka, sem flytja nautgripahjörð til mark- aðar í fjarlægri borg, fær frá- sögnin þíðan, hressandi blæ. Það ríkir friður og samræmi í kyrrð sléttunnar, þegar nóttin nálgast. Hjörðin legst til hvíld- ar, óróleg í fyrstu og skimandi eftir utanaðkomandi hættu. En rekstursmennirnir fara kring um hópinn og syngja. Það sefar skepnurnar, sem skynja að þeim er traust að nálægð mannsins. Og maðurinn finnur að hann er verndari þeirra. Traven hefir skrifað sögu um móðurást frumstæðrar konu. Hún heitir „Brúin í skóginum“ og er tileinkuð mæðrum allra þjóða. Leit Indíánanna í næt- urmyrkrinu að líki drengsins, Er mjúk sem rjómi og hefir yudislegan rósailm Fæst í öllum verslunum s*'m leggja áhersln á vöni- gæði. Nkórnlr komnir Ennfremur nýtt úrval af . Karlm ann af ataefnum, Bandi og kápuefnum. Verksmiðjuútsalan Oef jnn - lOiinii Aðalstræti. AY BLOSSOM . VIRCINIA CIGARETTUR 1 1 2 0 S T K. PAIiRIM KOSTAR K R . 1.70 BLIKKSMIBJAA GRETTIR Grettisgötu 18, Reykjavík. Sími 2406. Smíffar eftir pöntun: Vatnskassa, olíubrúsa, ljósker og eldhúsáhöld í skip, þakrennur, þakglugga, rennujárn og allt, sem tilheyrir blikksmíði við húsa- byggingar. — Sent gegn póstkröfu um land allt. Vönduff vinna! — Fljót afgreiffsla! — Sanngjarnt verff! Hjá Veru Simillon Laugavegi 15. g;etið pér nú fengið nýtízku permanenthárliðun. — Einnig gott fyrir iitað og lýst hár. Gróa Sígmundsdóttir. Sími 3371. - Kaup og sala - Ullarefni og silki. margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. érðbréfabankinrA C A^sturstr. 5 sími 3652.Opið kl.11-12o9«>-b^ Annast kaup og sölu verðbréfa. H1 j ótf f æraverkstæði Fálmars ísólfssonar. Sími 4926. Óffinsg. 8. Allar viðgerðir á píanoum og orgelum. Framleiðir ný píanó. Kaupir og selur notuð hljófffæri. Daglega 50% hráolíusparnaður eru drjúgar tekjur fyrir skozka síldarútgerð með Kelvin-Diesel. Uppboð. Opinbert uppboff verffur hald- iff í Tryggvagötu 28 (Vifftækja- útsölunni) fimmtudaginn 15. þ. m. kl. 2y% e. hád. og verffa þar seld: Ca. 10 vifftæki fyrir útvarp. Greiðsla fari fram viff ham- arshögg. Lögmaðurmn í Reykjavík. TRÚLOFUNARHRINGARNIR, sem æfilöng gæfa fylgir, fást SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavík. N Ý B Ó K •1 ís r b11 bb §*■ a r eftir Theodór Arnbj arnarson. Verð kr. 3,00 heft og kr. 4,00 í bandi. Fæst hjá Búnaffarfélagi íslands. N Ý B Ó K SIGURDUR EINARSSON: Miklir íneiin Hitler — Benes — Russell — Krishnamurti — Cardenas — Daladier — Chautemps — Miaja — Mussolini — Nansen — Thyssen — Gustav V. - Per Albin Hansoa — Stauníng — Masaryk - Chamberlain — MacDonald — Roosevelt Stalin FÆST HJÁ BÓKSÖLUM. 144 Andreas Poltzer: Patricia 141 ÚTSÖLUMENN TÍMANS Munið að gera skil til iimhcimtu blaðsins í Rvík fyrir áramótin. Innheimtumenn út um land ættu einnig að senda skilagrein sem fyrst. sem féll í ána, er áhrifamikil lýsing og að líkindum sönn. Viðfangsefni hans eru mörg, og sum snerta ekki þjóðfélags- mál þeinlínis. En lesandinn finnur stöðugt að réttlætistil- finning höfundarins er nálæg og vakandi. Þannig skrifa allir mannvin- ir. Oddný Guðmundsdóttir. var ekki svo mikill ofstækismaður, að hann gæti ekki gert undantekningar, Aðeins þrennt af því nýja hafði fund- ið náð fyrir augum hans: ryksugan, nið- ursoðinn ananas og dósahnífurinn. í sama bili og hann hafði oþnað dósina hringdi síminn. Philip setti upp gremju- svip. Samt þorði hann ekki að láta eins og hann hefði ekki heyrt hringinguna. Daginn áður hafði hann átt leiðinlega viðræðu við húsbóndann, og það var ein_ mitt út úr Símanum. Þjónninn gekk fram í anddyrið með mesta semningi, og án þess að flýta sér, og tók upp heyrnartólið. Fimm mínútum síðar kom hann fram í eldhúsið í frakka og með hatt á höfð- inu. Hann var með leðurtösku í hend- inni. Hann renndi angurblíðum augun- um til lostætu og ljósgulu ávaxtanna í dósinni og slökkti á ljósinu. Það var sterinkerti — hann notaði ávallt kerta- ljós, þegar hann var einn heima, því að enginn gat fengið hann ofan af því, að maður yrði blindur af rafmagnsljósinu með tímanum. Hann læsti vandlega útidyrunum og var kominn út í kuldann á götunni. Hann bretti upp frakkakraganum og gekk hratt í áttina til Notting Hill Gate. Þjónninn var ekki fyr kominn í hvarf en einhver mannvera kom fram úr — Það er aðeins einn þjónn i húsinu og ég skal sjá til þess, að hann verði ekki heima þegar þér komið, hvíslaði Meller. —- En ef húsbóndinn kemur heim sjálfur . .. .? sagði Branco og maldaði í móinn. — Það er að kalla öruggt, að hann, — Það er al kalla öruggt, að hann gerir það ekki. Við skulum sjá til þess, að hann hafi um annað að hugsa! — Og hvernig á ég að finna skjölin á svona stuttum tíma? spurði Branco og virtist enn vera hikandi og deigur. Það virtist ætla að fjúka í Meller. Honum datt sem snöggvast í hug, hvort ekki væri réttast að reka þennan leik- ara út. En hann vissi, að maðurinn var séður, og svo langaði hann ekki til þess að þurfa að fara að leita sér að nýjum aðstoðarmönnum. Bezt að hafa eins fáa í vitorði og unnt var! Þessvegna kæfði hann í sér reiðina og sagði: — Vefið þér ekki svona fjandi hug- laus! Þér hafði tíma til þess að leita að skjölunum. Það eru aðeins fá herbergi í íbúðinni. Ég er viss um, að þér finnið skjölin í fyrstu skrifborðsskúffunni, sem þér leitið í! Þér fáið fimmtíu pund ef þér finnið skjölin. — Hafið þér ekkert annað handa mér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.