Tíminn - 15.12.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.12.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRABINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AVGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Sími: 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar: 394rf og 3720. 22. árg. Reykjavík, fimmtudagmn 15. dcs. 1938 Fjárpestin á Austurlandí Viðtal víð Ásgeír Einarsson dýralækni á Reyðarfirði Tíðindamaður Tímans hefir átt viðtal við Ásgeir Einarsson dýralækni um út- breiðslu hinnar svonefndu Johnessýki á Austurlandi, en hann hefir undanfarið fengist við rannsóknir á út- breiðslu hennar. — Ég fann sýki þessa fyrst 6. okt. síðastl. í nokkrum kindum á Selnesi í Breiðdal og síðan 20. okt. í kind frá Útnyrðings- stöðum á Völlum á Héraði, en þetta eru 2 af þeim bæjum, sem karakúlhrútar voru og dráp- ust á, hér eystra. Það er einnig sameiginlegt með þessum bæj- um, að næst á eftir karakúl- hrútunum drápust gemlingar .þeir, sem með honum höfðu verið hýstir. Það leikur því eng- inn vafi á því, að sýki þessi hef- ir borizt hingað með þeim, því að veikin er algjörlega óþekkt áður hér á landi. . — Er sjúkdómur þessi al- gengur í öðrum löndum? — Fjársýki þessi er heldur sjaldgæf í öðrum löndum, en þó vel þekkt þ. á m. í Þýzka- landi, Bretlandi og víðar, en veikin verður þar aldrei mikið útbreidd vegna þess að sauð- fjár í öðrum löndum er gætt allan ársins hring, og fær aldrei að ganga saman frá mörgum bæjum, en auk þess sem dýra- læknar eru fleiri og eftirlit miklu strangara en hér þekkist. En aftur á móti er sýki þessi algeng, sem nautgripaveiki, í öllum löndum Evrópu, en eftir siðustu rannsóknum virðast vísindamenn hafa fundið mis- mun á sýklum þeim, sem sýkja sauðfé og þeim, sem sýkja naut- gripi, en sennilegt að þeir sýki ekki gagnkvæmt. Mætti þar tala um 2 afbrigði af sama stofni. — Hvernig lýsir sjúkdómur- inn sér? — Þetta er afar-langvinn uppdráttarsýki, sem endar með algjörum hor og sinnuleysi, eftir meira en árið, frá því sýk- ing fór fram. Þegar langt er lið- ið á veikina fer að bera mikið á skitu, oft vatnsþunnri, en þá er fyrir löngu farið að bera á miklum holdamissi, sérstaklega á lendum. Getur verið erfitt að greina sýki þessa frá megnri ormapest að ytra útliti, og stundum fara þessir sjúkdóm- ar saman. Þá er það nákvæm smásjárrannsókn, sem sker úr. Við krufningu sézt mikið af vatnsglærum vökva í kviðar- holi, mör að mestu horfinn, aftari hluti garnanna stokk- bólginn og 3—6 sinnum þykkari en eðlilega. Þarmeitlarnir mörgum sinnum stækkaðir, mjúkir og vessamiklir, lifrin gul og bólgin og gallblaðran mikið stækkuð. Þessi líffæri eru full af sýklum, sýruföstum stafbakterium. Sýki þessi er talin með öllu ólæknandi. — Hvernig breiðist veikin út og hversu víða er hún? — Sýklarnir berast með fóðr- inu og við sleikingu niður í meltingarfærin, og berast síðar, þegar sýkin er komin á hátt stig, með taðinu í hús og haga. Fjármaðurinn, sem gengur um króna, fyrst þegar hann kem- ur í húsin, og gengur síðan á sömu skónum um garðann endilangann, þegar hann gef- ur, ber sýklana ekki hvað minnst í féð. Það verður því að heimta af fjármönnum okkar, aukið hreinlæti eða aðra húsa- skipan fjárhúsa eða breytingu á þessu gamla, sóðalega gjafa- lagi. Ekki hefi ég enn fundið nein dæmi þess, að fé hafi sýkzt af haga; sýking fer einkum fram í húsum á lengri tíma. Enn verður ekki séð, hversu víða sýki þessi er, en bæirnir, sem hún hefir nú verið á um all-langan tíma munu frekar vera 6 en 4, og svo er eftir að rannsaka umhverfi þeirra. En það er miklum erfiðleikum bundið að finna lítið sýktar kindur, því að bóluefni það, er fengið var frá Englandi og á að leiða í ljós, hvort féð er sýkt, er hvergi öruggt. Eina ör- ugga ráðið er að slátra grun- uðum kindum og rannsaka þær nákvæmlega með smásjánni. En það kostar aftur það erfiði að ferðast með smásjána og margskonar hluti til litunar o. þ. 1. um allar sveitir, þar sem hvergi er rafmagn að fá, sem þó er mjög nauðsynlegt fyrir smásj árrannsóknirnar. Enn hefi ég ekki fundið veik- ina, nema á einum bæ á Hér- aði, Útnyrðingsstöðum og hjá tveim bændum á Breiðdalsvík. Álítið þér að hægt sé að taka fyrir veikina með niðurskurði? — Veikin er þannig í eðli sínu og útbreiðslu, að ég álít, að það megi takast, en kostnaðarhlið- in er annað mál, því að ekki verður ennþá séð, hve víða veikin er. Það getur einnig tek- izt, þótt það verði dregið fram á sláturtíð næsta haust, en þá þarf líka strax að gera sérstak- ar ráðstafanir, banna öll fjár- kaup frá sýktum bæjum og ná- grenni, einnig banna að taka á fóður fé frá sýktum bæjum og nágrannabæjum og svo öfugt, að leyfa ekki þessum bæjum að taka annað fé á fóður! Þá skal og banna að hýsa annarra fé á sýktum bæjum o. s. frv. Þótt skorið yrði niður í haust eða næsta haust, er nauðsynlegt að hafa nákvæmt eftirlit með fé úr umhverfi sýktra bæja næstu ár á eftir. Eins og áður hefir verið skýrt frá, hefir veiki þessarar einnig orðið vart á Hólum í Hjaltadal og Hæli í Gnúpverjahreppi, en þar hafa verið karakúlhrútar. (Framh. á 4. síðu) Atvínnubótavinnan Ráðstafanir ríkisstjórn arinnar til að auka hana í pessum mánuði Eins og skýrt var frá i sein- asta blaði, er í fjárlögum þessa árs ákveðið að verja 500 þús. kr. til atvinnubóta í kaupstöðum og kauptúnum. Af þessu fé hefir Reykjavíkurbær fengið um 290 þús. kr. Nokkur hluti þess fjár hefir farið til greiðslu á kostnaði við unglingavinnu og hefir ríkisstjórnin þar fylgt þeirri reglu að krefjast ekki mótframlags frá bænum nema að hálfu. Þegar það er athugað ætti bærinn að leggja fram 542 þús. kr. til að fullnægja skil- yrði fjárlaganna um tvöfalt framlag móti ríkinu (talan, sem tilgreind var í síðasta blaði, 520 þús. kr., var miðuð við upp- gjör í fyrra mánuði). Samkvæmt yfirliti borgar- stjóra 9. þ. m. er ráðgert að framlag bæjarins verði 488 þús. kr. og vantar því yfir 50 þús. kr. framlag frá bænum til þess að fullnægt verði skilyrði fjár- laganna. Þar sem svo virðist, að bæinn skorti nú getu til að uppfylla þetta skilyrði, en at- vinnuleysi er nú með mesta móti í bænum, hefir ríkisstjórn- in ákveðið að fjölga um 25 menn í atvinnubótavinnu sinni frá 15.—31. þ. m. Kostnaðurinn við þessa vinnu verður um 4000 kr. og verður hann greiddur af næsta árs atvinnubótaframlagi til Reyfcjavíkurbæjar og þess jafnframt krafizt að tvöfallt framlag komi þá á móti eins og lög ákveða. Er ríkisstjórnin fastráðin í því að eyða ekki meira til atvinnubóta á þessu ári en fjárlög heimila. Auk þess mun ríkisstjórnin láta 25 menn úr Reykjavík og 10 menn úr Hafnarfirði fá vinnu í sama tíma við Krísu- víkurveginn eða Hafnarfjarðar- veginn. Verður unnið fyrir tekj- ur af benzinskatti eins og fyrir er mælt í fjárlögum. Hefir ríkisstjórnin þannig reynt að bæta úr sárasta at- vinnuleysinu hér í bænum, án þess að brjóta fyrirmæli fjár- laganna um framlag í þessu skyni. s 78. blað Sigm* lýðræðlsiws í Frakklandi Kommúnistar biðu svipaðan ósigur í allsherj- arverkfallinu og fasistar í uppreisninni 1934 Sigurður Einarsson hefir fyrir nokkru skrifað grein um Dala- dier. Lýsir hann þar m.a. hin- um blóðugu óeirðum í París 6. febr. 1934, þegar fasistar ætl- uðu að gera uppreisn. Fylking- ar fasista lögðu undir sig götur borgarinnar. Undir herópinu: „Niður með stjórnskipulagið", héldu fylkingarnar áleiðis til þinghússins. „Á þessari úrslita- stund franska lyðveldisins valt allt á forsætisráðherranum, æðsta manni landsins", segir Sigurður. Hann lét hermenn mæta uppreisnarmúgnum með skothríð á Concordbrúnni. Þrjá- tíu menn féllu og nokkur hundruð særðust. Fasistarnir flýðu og sókn fasismans í Frakklandi var endanlega stöðvuð. En forsætisráðherrann varð að leggja niður völd og hann gat gert það með góðri samvizku, því „hann hafði bjargað franska lyðveldinu". Þessi forsætisráðherra var Edmond Daladier. Það hefir nú fallið í hlut Daladier að bjarga franska lýðræðinu í annað sinn. En í þetta skiptið fyrir ásókn öfga- mannanna til vinstri. Allsherjarverkfallið, sem háð var 31. nóv. síðastl. í Frakk- landi, var raunverulega fyrst og fremst beint gegn stjórn- skipulaginu. Með hótunum um ofbeldi og eyðileggingu fram- leiðslunnar ætlaði stéttarfé- lagsskapur, sem ekki náði til nema lítils hluta þjóðarinnar, að ráða því hvaða lög yrðu sett í landinu og taka þannig vald- ið frá þinginu. Á þessum grund- velli markaði Daladier réttilega afstöðu sína til verkfallsins. Það er þingið, sem á að ráða því, hvort viðreisnarstarfsemi mín, sagði hann í útvarpsræðu skömmu fyrir verkfallið, verð- ur stöðvuð eða nær fram að ganga. Meðan ég er forsætis- ráðherra mun ég gera mitt ít- rasta til að verja þetta vald A. KI?,OSSC3-ÖTTJ3VÆ Fundir í Borgarfjarðarsýslu. — Baðstofa við Reynisskóla Skóggræðslu- girðingar Hafnfirðinga. — Úr Dýrafirði. — Góður afli við Önundarfjörð. — Framsóknarmenn efndu til þriggja flokksfunda í Borgarf jarðarsýslu sunn- an Skarðsheiðar, síðastliðinn sunnu- dag Voru fundirnir haldnif að Fer- stiklu á Hvalfjarðarströnd, Lambhaga í Skilmannahreppi og á Akranesi. — Fundurinn á Akranesi var fjölmenn- astur og stóð hann fullar fjórar klukk- ustundir. Skúli Guðmundsson atvinnu- málaráðherra og Þórarinn Þórarinsson ritstjóri fluttu þar langar og ítarlegar ræður, en úr hópi heimamanna töluðu Sigurður Sfmonarson oddviti, Þórhall- ur Sæmundsson lögreglustjóri, Hall- björn Oddsson verkamaður, Arnmund- ur Gíslason verkamaður, Oddur Sveins son bóndi, Björn Stefánsson, kaupfé- félagsstjóri og Guðmundur Björnsson kennari. Að Ferstiklu fluttu ræður Valdemar Jóhannsson kennari og Magnús Gíslason frá Eyhildarholti, en af heimamönnum töluðu Guðmundur Brynjólfsson á Hrafnabjörgum og Guð- mundur Jónasson bóndi á Bjarteyjar- sandi. — í Lambhaga fluttu Skúli Guð- mundsson og Þórarinn Þórarinsson að- alræðurnar. t t t Baðstofa, gerð að sænskri fyrirmynd, var tekin til afnota við barnaskólann að Reyni í Mýrdal, stuttu fyrir síðustu mánaðamót. Hefir ungmennafélag sveitarinnar mest beitt sér fyrir bygg- ingu baðstofunnar. Efni og áhöld til baðstofunnar hafa kostað um 1000 kr. en vinnu alla hafa félagsmenn lagt fram ókeypis. Félagið fékk nokkum styrk frá ríki og sveitarfélagi til þess að koma baðstofunni upp. Aðalfor- göhgumaður um framkvæmd þessa var Haukur Magnússon í Reynisdal og smíðaði hann talsvert af áhöldunum, allt endurgjaldslaust. t t t Árið 1927 byrjuðu Hafnfirðingar að friða skóglendi, sem var eign kaupstað- arins.í Undirhlíðum, alllangt norðan við Kleifarvatn. Þrem árum síðar var tekið að planta furu og greni í þennan friðaða reit og hefir því verið haldið áfram á hverju vori siðan Hafa börn úr barnaskólanum einkum unnið að þessu í umsjá kennaranna og alls verið settar niður rösklega þúsund plöntur á hverju vori. Vorið 1937 var byrjað á nýrri skóggirðingu í Sléttuhlíð til muna nær Hafnarfjarðarkaupstað heldur en gamla girðingin og var henni lokið á þessu ári. Hefir verið plantað þar furu og greni tvö síðastiiðin vor. Skógarleif- ar voru minni í Sléttuhlíð en Undir- hlíðum, en þó vel lífvænlegar. Gamla girðingin er um 4 hektarar að stærð, en nýja 3—4 ha. Hið friðaða land í Undirhlíðum hefir tekið miklum stakkaskiptum þessi tíu ár. Skógar- kjarrið, sem áður var kræklótt og lág- vaxið, hefir rétt mikið við og landið gróið óðfluga upp. Eru glögg umskiptin á gróðurlaginu utan girðingarinnar og innan. Útlendu tráplönturnar hafa einnig þroskazt vel og engan hnekki beðið. Furuplöntur, er gróðursettar voru vorið 1930, þá 10—12 sentimetra háar, eru nú rösklega einn meter á hæð. — t t t Jóhannes Davíðsson, bóndi í Hjarð- ardal í Dýrafirði, var nýlega á ferð hér í bænum. Sagði hann Timanum ýms tíðindi úr byggðarlagi sinu. Vorið var kalt og sumarið þurrviðrasamt. Spruttu tún frekar illa, en engjar þó verr. Varð heyfengur í minna lagi, en góður. Garðávextir spruttu talsvert verr en í meðallagi, sökum kulda. Skepnuhöld hafa verið góð og sjúkdómar engir. Þrjú íbúðarhús hafa verið byggð í sum- ar í Þingeyrarhreppi, að Hofi, Bakka og Hvammi. Talsvert hefir verið unnið að nýrækt og túnasléttun, og girðingar auknar á nokkrum stöðum. Unnið hefir verið að þurrkun á Glámumýrum í Sandalandi, en Þingeyrarhreppur keypti þá jörð fyrir nokkru af kirkju- jarðasjóði og eiga þorpsbúar að fá þar lönd til ræktunar. Er þegar búið að út- hluta og afgirða nokkrar landspildur. Á síðastliðnum vetri keypti Kaupf élag Dýrfirðinga jarðirnar Dranga og Botn í Dýrafirði og ætlar það m. a. að koma upp laxaklaki í Botnsá. Nú er stunduð fiskirækt bæði í Núpsá og Haukadalsá. Á Núpi er nú verið að byggja kirkju og prestsseturshús. t t t Þrír bátar, allir innan við tuttugu smálestir að stærð, stunda veiðar frá Flateyri við Önundarfjörð um þessar mundir. Hafa þeir aflað vel og miklu betur en undanfarin haust. Paul Reynaud, fjármálaráðherra Frakka og höfundur viðreisnarlaganna. þingsins. f nafni lýðræðisins mun ég því ekkert láta ógert til að hindra það, að ein eða önnur stétt geti með hótunum um ofbeldi eða iðjuleysi hrifs- að vald þingsins í sínar hendur. Daladier stóð við þessi orð sín. Öllum starfsmönnum hins opinbera var gert aðvart um að þeir yrðu kvaddir til herskyldu og kæmust því undir herlög, ef þeir neituðu að vinna . Her og lögregla var allsstaðar á varð- bergi til að taka að sér hin nauðsynlegustu störf, ef á þyrfti að halda. Öryggisráð- stafanir voru gerðar til að bæla allar óeirðir niður með harðri hendi. Hinn mikli sigur Daladiers yfir verkfallsforsprökkunum var þó ekki nema að nokkru leyti fólginn í þessum ráðstöf- unum. Hitt hafði meira að segja, að meginþorri þjóðarinnar stóð að baki honum. Millistéttirnar nær óskiptar og meirihluti verkamanna viðurkenndu það sjónarmið Daladiers, að hér væri að ræða um tilraun lítils minnahluta til að traðka á helgasta rétti lýðræðisins, þingræðisvaldinu. Þess vegna fengu verklýðssamtökin ekki nema 25% af liðsmönnum sín- um undir merki sín þennan dag. Franskir verkamenn settu lýðræðið ofar stéttarhagsmun- um eins og þjóð þeirra hafði oft áður gert. Allsherjarverkfallið varð jafn- mikill ósigur fyrir æsingamenn- ina til vinstri og febrúarupp- reisnin 1934 varð fyrir fasista. Það voru kommúnistar, sem manna mest hvöttu til verk- fallsins og er talið, að þeim hafi verið fyrirskipað það frá Moskva. Þau fagsambönd, sem voru undir yfirráðum þeirra, — hótuðu úrsögn úr lands- samtökunum, ef ekki yrði grip- ið til slíkra ráðstafana. Undan- farin 2y2 ár höfðu verklýðssam- tökin eflzt gífurlega fyrir at- beina Blumsstjórnarinnar og félagsmenn þeirra margfaldast. Kommúnistar töldu eins og fas- istar 1934, að þeir myndu vinna auðveldan sigur. Blum og hinir gætnari jafnaðarmenn vöruðu við verkfallinu í lengstu lög. En þeir voru ofurliði bornir. Kom- múnistar fengu vilja sinum framgengt. Ef tilgangur verk- fallsins hefði náðst, myndi hann hafa orðið vatn á myllu þeirra og aukið áhrif þeirra stórkostlega. En þegar þeir fundu, að fótfestan riðaði, voru þeir fyrstu menn til að leggja á flóttann. Hvergi var þátt- takan minni en við járnbraut- irnar, en kommúnistar hafa haft töglin og hagldirnar í fagsambandi járnbrautar- (Framh. á 4. siOu) Á viðavansi Nokkrir Sjálfstæðismenn hafa beðið Tímann að vekja athygli á því, að fullveldisdagsræða Péturs Magnússonar hafi enn ekki verið birt í Mbl. eða ísafold, en hún sé þó einhver bezta og viturleg- asta ræðan, sem leiðtogi í þeirra flokki hafi flutt um langt skeið. Hinsvegar virðast þessi blöð hafa haft nægilegt rúm undanfarna daga til að birta greinar, sem ganga í gagnstæða átt við ræðu Péturs og hvetja til aukinnar úlfúðar og sundurlyndis í þjóð- félaginu. Hvað veldur þessu, hafa þessir menn spurt. Halda blöðin kannske að flokksmenn þéirra séu yfirleitt andvígir meira starfsfriði og sameigin- legum átökum til viðreisnar framleiðslunni? Eða er það ein- hver fámennur hópur, sem ræð- ur hér á bak við tjöldin, hópur, sem óttast að viðreisnin tak- marki gróðamöguleika hans, óskar þess vegna ekki eftir vinnufriði og heldur að hann geti svínbeygt flokksmennina eins og hann hefir með auglýs- ingavaldi sínu lagt flokksblöðin undir sig? * * * Kommúnistar virðast vel á- nægðir yfir hinum nýja bæjar- stjóra, sem íhaldið hefir lánað þeim á Norðfirði. Skrifar einn forsprakki kommúnista þar eystra um hann langa grein í annað kommúnistablaðið og segir að það geri ekkert til þó hann sé Sjálfstæðismaður og nefnir því til sönnunar, að hann hafi sungið í kór með kommún- istum á skemmtun, sem þeir héldu l.'maí í vor! Virðist hann líka ætla að halda þannig áfram að vera þægt verkfæri í höndum fcommúnlsta, því nánasti að- stoðarmaður hans og sá, sem er hinn eiginlegi bæjarstjóri, er Jóhannes nokkur Stefánsson, sem verið hefir aðalsprauta kommúnista. Mun sú ánægja geta orðið nokkuð vafasöm, sem íhaldið fær áður en lýkur, af þessu samstarfi sínu við komm- únista á Norðfirði. * * * Spekingur Héðins í Nýju landi líkir því við meðferðina á Qyð- ingum í Þýzkalandi, ef láta á vinnufæra þurfamenn fara að vinna! Skorar hann á alla frjálslynda menn að skipast saman í eina fylkingu gegn slíku nazistisku grimmdaræði hér á landi! * * * Sjálfstæðisbóndi hefir nýlega fært það í tal við einn starfs- mann Tímans, hvernig standi á því að ísafold skuli telja komm- únista fjandmenn þjóðarinnar, en slðan geri Sjálfstæðisflokk- urinn opinbert bandalag við þá bæði í Dagsbrún og á Norðfirði. Álítur Sjálfstæðisflokkurinn það virkilega samboðið virðingu sinni, að gera bandalag við fjandmenn þjóðarinnar? Ef hann heldur að slíkt bandalag styrki hann í baráttunni við aðra andstæðinga hans, þá skjátlast honum a. m. k. um hug flokksmanna sinna i sveit- um landsins, og það munu for- ingjar flokksins komast að raun um fyrr en varir. * * * Hvers vegna gerðu Sjálfstæð- ismenn bandalag við kommún- ista í Dagsbrún? Til þess að koma á óháðu fagsambandi, segja blöð þeirra. En í hinu nýja bandalagi myndu kommúnistar hafa meirahluta og heldur nokkur, sem þekkir afskipti þeirra af verkalýðsmálum, að slíkt fagsamband yrði ópóli- tískt undir stjórn þeirra? Nei, tilgangur þeirra Sjálfstæðis- manna, sem standa að þessu bandalagi, er ekki ópólitískt fagsamband, heldur aukin ring- ulreið í verklýðsfélögunum og aukinn glundroði í þjóðfélag- inu, sem leiðir af vaxandi ítök- um kommúnista þar. Þetta vax- andi sundurlyndi og innbyrðis- (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.