Tíminn - 15.12.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.12.1938, Blaðsíða 2
310 TfMINX, fimmtndaginii 15. des. 1938 78. Iilað ,tmmn Fimmtudaginn 15. des. Mac Donald og Morgunblaðid Síðastliðinn þriðjudag birti Mbl. forustugrein um hugsan- legt samstarf milli Pramsókn- armanna og MbLmanna um viðreisn atvinnulifsins við sjó- inn. Blaðið er fyrir sitt leyti svo sanngjarnt að vilja unna Pram- sóknarmönnum í því sama hluta og enskir íhaldsmenn veittu Mac Donald 1931. Þetta er því rausnarlegra boð, þar sem Mbl.menn hafa áður soðið sér súpu úr þessu sama efni til lít- illar uppbyggingar fyrir þjóð- ina á árunum 1932—34. Mbl. segir svo frá þessu enska fordæmi, að Mac Donald hafi verið búinn að setja landið á höfuðið. Þá hafi nokkrir vitrir fjármálamenn, auðvitað úr enska íhaldinu, komið til hans, ráðlagt honum að snúast ger- samlega frá stefnu sinni og fyrri aðgerðum, og ganga á hönd íhaldinu. Mbl. bætir því við, að þar' sem Mac Donald hafi verið mikilmenni, þá hafi hann strax orðið við þessum til- mælum, gefist upp fyrir and- stæðingum, játast undir þeirra trú, og landið hafi síðan frels- ast. Því miður fyrir Mbl. eru ýms- ar verulegar sögulegar skekkj- ur í þessu efni. Mac Donald setti ekki England á höfuðið af því að hann var verkamanna- sinni, heldur af því að hann var sérstakur aumingi og lítil- menni. Stauning, Per Albin og Nygaardsvold stýra árum sam- an frændþjóðum okkar á Norð- urlöndum með miklum dugn- aði og atorku og vaxandi við- urkenningu íhaldsflokkanna í sínum löndum, en eru hinsveg- ar eindregnir verkamannasinn- ar. Um meðalmennsku Mac Donalds er það að segja, að hann sagði við Snowden félaga sinn, eftir að hann var orðinn forsætisráðherra, að nú væri tæpast til sú hertogafrú í allri London, sem ekki sækti fast á að mega kyssa hann. Litlu síð- ar, er hann var á ferð í Ame- ríku, lét hann utanríkisskrif- stofuna í London síma sér dag- lega um það, í hverskonar fatn- aði hann ætti að vera þann dag. Um þetta og fleira um mikil- mennsku Mac Donalds getur ritstjóri Mbl. lesið í síðustu út- gáfu af hinni heimsfrægu bók: Inside Europe. Það er ef til vill erfitt fyrir Mbl. að fá þá vitneskju, að maður, sem það heldur að sé mikilmenni, er svo fyrirlitinn í sinu landi, að menn vilja helzt ekki nefna hann, nema sem aumasta dæmi um auðnuleys- ingja í hópi stjórnmálamanna, sem lét hégómleika, tildur og augnabliksginníngar leiða sig til að taka ákvarðanir, sem eyðílögðu í sögunni nafn hans og tiltru. Hið vinsamlega boð Mbl. um að leggja flokki þess til íslenzk- an Mac Donald, er auk þess, hve lítið tilboðið freistar út af fyrir sig, óframkvæmanlegt fyrir Framsóknarflokkinn, af því hann á engan mann til í sætið. Flokkurinn átti eitt sinn í fór- um sinum mann, sem gat tek- ið að sér þetta hlutverk, en hann er nú farinn úr flokknum, vel framgenginn að launum, og hlaðinn krossum frá hvirfli til ilja. Eftir margskonar um- skiptileik örlaganna hefir sá maður nú hafnað í faðmi socia- lista. Mbl. er því miður lítið betur að sér um innanlands pólitískar aðstöður heldur en um sögulega mikilmennsku hins nafnkenndasta pólitíska auðnuleysingja á síðasta mannsaldri. — Forráðamenn blaðsins virðast ekki vita, að Framsóknarmenn geta að því er snertir flokkshagsmúni, lát- ið sér hægt um meira þjóðlegt samstarf. Samvinnumenn í landinu standa fullkomlega á sjálfbjargargrundvelli. Þeir leggja megináherzlu á að vera sjálfbjarga, og eyða ekki yfir efni fram. Þeir hafa með 60 ára vinnu byggt sjálfseignarverzl- un sína, með margháttuðum iðnaði, vöruvöndun og tryggu skipulagi um innkaup og sölu. Vegna hófsemi sinnar, atorku og framsýni í skipulagsmálum heldur þessi hluti þjóðarinnar höfðinu nokkuð lengi upp úr svaðinu, með þeirri brjóstvörn, sem Framsóknarflokkurinn er fær um að veita. En ef forráða- menn Mbl. renna augum yfir ástandið í bæjunum, þar sem annað fólk en Framsóknar- menn hafa í mannsaldur ráðið atvinnu og fjármálum, þá er sokkið dýpra og dýpra með hverjum degi. Togaraflotinn tapar einni miljón króna ár- lega, eða hvert skip að meðal- tali 30 þús. kr. Útvegsmenn og bankarnir eru að örmagnast undir þessari byrði. f þessum atvinnulitlu og atvinnulausu bæjum er fleira og fleira fólk, sem annaðhvort heimtar að fá að lifa tilhaldslífi hvern dag með vín á borðum á kvöldin eða að vera iðjulaust á þurfamanna framfæri. Mbl. og Einar Ol- geirsson halda nú daglega mac- donaldslegt uppboð um þessa kjósendur, eftir kjörorðinu: „Hvað þóknast yður?" Til að standa undir þessu undarlega lífi, er búið að útsjúga bank- ana svo sem mest má vera, bæði í miljónatap útgerðarinnar og í hið skipulagsbundna iðjuleysi. Hrun atvinnunnar við sjó- inn getur haldið áfram eitthvað lengur, þar til þessar mein- semdir atvinnu- og félagslífsins við sjóinn eru búnar að eta upp alla þá, sem þar búa, og Sig- urður á Veðramóti taldi standa upp úr „svaöinu". Framsóknarmenn gera hins- vegar ekki ráð fyrir því, að það sé nema örfáir viðvaningar í Sjálfstæðisflokknum, sem geri ráð fyrir að öngþveiti bæjanna verði leyst með „macdonalds- veiðum". Við Framsóknarmenn viljum þar að auki alls ekki fá neina menn af því tagi til for- ustu nokkurra mála frá Sjálf- stæðismönnum. Við vitum að samvinnumenn landsins hafa byggt aðstöðu sína í landinu með dugnaði, sparsemi, hóf- semi í kröfum, með félagslegri framsýni og með því að velja dugandi menn til að standa fyrir almennum framförum. Það væri æskilegt vegna landsins í heild sinni, að Mbl.- menn geri sér ljóst, hve lengi er unnt að halda bæjunum fljót- andi með taprekstrinum, minnkandi atvinnu og síauknu iðjuleysi og tilkostnaði við þá sem ekki vinna. Við Framsókn- armenn munum fyrir okkar leyti athuga málin á þeim grundvelli. Við vitum að , dýr- tíðin verður að minnka, verð-. lag á útflutningsvöru þarf að hækka. Atvinnan við sjóinn þarf að byrja að bera sig. Fólk- ið, sem nú er atvinnu- og iðju- laust, verður að hverfa inn í framleiðsluvinnuna. Menn Enn um loodýrln og II. »J. Hólmjárn Eftir Jón Árnason framkv.stjóra Á síðastliðnu sumri flutti H. J. H. ráðunautur útvarpserindi um loðdýrarækt. Erindi þetta var svo að beiðni H. J. H. birt hér í blaðinu. Það var mest- megnis fleipur um ágæti loð- dýraeldis, einkum silfurrefa. Af því mér fannst þetta svo skrum- kennt, einhliða og jafnframt ó- fróðlegt, skrifað af manni í hans núverandi stöðu, gerði ég við erindið nokkrar athuga- semdir. Þetta hefir setzt fyrir brjóstið á H. J. H. Hefir hann samið svar til mín, sem birtist hér í blaðinu 12. og 15. f. m. og er það æði langt mál, enda tekið hann langan tíma, því það kem- ur ekki út fyr en 50 dögum eft- ir að ég birti athugasemdir mínar við útvarpserindi hans. Ég var farinn til útlanda, þeg- ar svar H. J. H. kom út, og hefi verið utanlands í rúman mán- uð, svo ég hefi ekki getað gert ritsmíðinni neih skil fyr en nú. Þó þetta svar H. J. H. sé að mínum dómi ekki merkilegt, þá er það nokkur framför frá út- varpserindinu. Hann reynir sem sé í mjög veigamiklum atriðum að láta líta svo út, sem hann hafi sagt nokkuð annað í út- varpserindi sínu, en hann gerði, og er það óbein yfirlýsing um, að hann sjái nú, að hann hafi þar ofmælt. Skal ég aðeins nefna um þetta tvö dæmi: í útvarpserindinu segir H. J. H, þar sem hann er að reyna að færa sönnur á, hvað refa- eldið hækki kjötverðið: „eða hvernig myndi ykkur þykja, bændur góðir, að fá þó ekki væri meira en 90 aura fyrir kílóið af gamalærkjötinu?"*) *) Leturbr. mín. J. Á. verða um stund að hætta að byggja íbúðir, sem kosta marg- falt á við það sem framleiðslu- stéttirnar geta varið til húsa- kynna. Vandræði bæjanna verða aldrei leyst nema Fram- sóknarmenn leggi þar mikinn hlut til mála. Fram að þessu hefir stuðnings okkar ekki ver- ið óskað, nema með spaugileg- um macdonalda-tilboðum. — Nábúar og góðkunningjar til hægri og vinstri, geta athugað hvenær þeim sýnist tími til kominn að byrja að hefja at- vinnulíf bæja og kauptúna upp úr „svaði" undangenginna ára, þar sem macdonaldsmennskan hefir komið fram á eyðileggj- andi hátt. J. J. Um þetta atriði, verðið á gamalærkjötinu, segir H. J. H. svo í svarinu til mín: „Þá hneykslast hann (þ. e. J. Á.) á því, að ég skuli jafna saman verði á ærkjöti og hvalkjöti" o. s. frv. Ég hneykslaðist ekki á því, þó H. J. H. jafni þessu tvennu saman, heldur á því, að hann skuli leyfa sér að halda því fram, að bændur geti feng- ið 90 aura fyrir kg. af gamal- ærkjöti, ef það sé notað til refa- eldis, og færi full rök að því, að slíkt sé fjarstæða. En H. J. H. reynir að koma sér úr klípunnj með málæði og vafningum. í svargrein sinni er hann líka hættur að tala um að bændur geti fengið 90 aura fyrir gamal- ærkjötið til refaeldis, og segir nU að betra sé að kaupa ærkjöt á 65 aura en hvalkjöt á 50 aura. Hvað er nú orðið úr þessu 90 aura verði, sem hann var að tala um í útvarpserindinu? í útvarpserindinu segir H. J. H. ennfremur: „Af þessum lé- legu skinnum sendi ég nokkur á uppboð Hudson Bay Co., Lon- don. Meðalverð á þessum lélegu skinnum reyndist um 90 kr. og þegar þetta verð fékkst fyrir allélegasta úrhrakið, sem til er hér á landi"*) ___ Um þetta atriði farast svo H. J. H. orð á þessa leið í svarinu: „Þá telur J. Á. það hámarks- skrum, þegar ég skýri frá því, að ég hafi sent nokkur skinn af dýrum, sem ekki voru talin söluhæf, og sem fengið höfðu dauðadóm við merkingu" .... og segist aðeins hafa getið þessara skinna, sem seldust á 90 kr., til samanburðar við með- alverð allra silfurrefaskinna, sem seld voru á uppboðum í London og Oslo á 115 kr. Hér er H. J. H. hættur að tala um, að þessi 90 króna skinn hans hafi verið „alléleg- asta úrhrakið, sem til er hér á landi", og er með því búinn að viðurkenna, þó óbeint sé, að hann hafi farið með skrum I útvarpserindi sínu. Ég mun síðar víkja að sölu- verði silfurrefaskinna. Hér skal aðeins á það minnst, að verð á silfurrefaskinnunum hefir ver- ið sífallandi ár frá ári í mörg undanfarin ár. Kemur þetta meðal annars fram í grein Þorbergs alþm. Þorleifssonar í 67. tbl. Tímans, (þó Þorbergur virðist annars haldinn af sama trúboðsákafanum og H. J. H. í f) Leturbre yting mín J. Á. þessum loðdýramálum) og að H. J. H. reynir ekki að standa við fyrri staðhæfingu sína um það, að silfurrefaskinn séu ekki frekar háð verðsveiflum og verðlækkun, heldur en t. d. ull og gærur. Þá gerir H. J. H. ógurlegt veður út af því, að ég segi í at- hugasemdum mínum við út- varpserindi hans, að hann skýri rangt frá kjötverði í Noregi. Birtir hann um þetta ljósmynd af prentuðum heimildum og símskeyti frá Fællesslagteriet í Oslo. Á þetta svo sem að vera rothögg á ummæli mín. Reynd- ar var nú ritstjóri Tímans bú- inn að leiðrétta H. J. H. á undan mér, en ég skal þó fúslega svara þessu. H. J. H. segir, að ég komi með þá leiðréttingu, að hann hafi tilgreint kjötverðið, þegar það sé hæst í Noregi. Þetta stendur hvergi í grein minni, og fer H. J. H. hér með vísvitandi ósann- indi, en mér blöskrar það nú ekkert, eins og hann umgengst sannleikann í þessum skrifum sínum. — Hinsvegar er það rétt, að kjótverð er að öllum jafnaði hæst í Noregi á sumrin. H. J. H. segir í útvarpserindi sínu: „Við skulum nú athuga hvað norski bóndinn fær fyrir kjöt af húsdýrum sínum á heimsmarkaðinum". — Hvað meinar maðurinn með þessu? Ef hann hefir nokkra hugmynd um kjötverzlun í Noregi, hvað ég efa, þá veit hann líklega, að Norðmenn flytja ekkert kjöt út, framleiða ekki nægilegt kjöt til eigin þarfa, og að landið er því nær lokað fyrir kjötinnflutn- ingi með innflutningsbönnum og háum tollum. Það eru þessar ráðstafanir, sem aðallega valda því, að kjötverð er hátt í Nor- egi. Þegar H. J. H. vill fræða landa sína um kjötverð í Noregi, tek- ur hann vikuskýrslu um kjöt- verðið frá Landbrugets. Pris- central í Oslo. Nú ætti H. J. H. að vita það, að verðlag L. P. er hámarksverð, enda segir í sím- skeyti því, sem hann birtir frá Fællesslagteriet, að verðið sé „toppris" — hæsta verð. Ef H. J. H. vildi fræða landa sína um kjötverðið eins og það er í Nor- egi, á þeim tíma, sem hann velur, finnst mér heiðarlegra, að hann hefði tekið hinar dag- legu markaðsskráningar, en ekki hámarksverð á I. fl. kjöti eingöngu. Þess vegna leyfði ég mér að segja, að H. J. H. hefði farið rangt með kjötverðið. Þann 16. júní þ. á. er kjöt- verðið í Oslo, sem hér segir: (það er því nær alveg óbreytt alla vikuna og þess vegna hægt að bera það saman við ljósmynd Hólmjárns): Nautakjöt Kýrkjöt Með húð og hári n. kr. 1,55—1,78 — 1,36—1,51 Eingöngu kjöt — 0,70—0,95 — 1,35—1,80 — 1,50—2,60 Hrossakjöt Kindakjöt Lambakjöt Veturgamalt: (Aarslam) — 2,50—3,30 Alikálfar — 1,45—1,90 Ungkálfar — 1,20—1,30 Svín — 1,20—1,53 « Ég sé enga ástæðu til að fjöl- yrða mikið meira um kjötverðið. Eins og áður er sagt, er hið háa kjötverð í Noregi miklu frekar sprottið af öðrum ástæðum en refaeldi, enda mun of dyrt að fóðra refi á öðru en kjötúrgangi, og sézt það bezt á því, hvað Norðmenn leggja mikla áherzlu á að nota annað fóður til refa- eldis, en kjöt af húsdýrum. í grein minni er fjarri því, að ég neiti, að hærra verð fáist fyrir ýmiskonar lélegt kjöt og úr- gang með því að leggja stund á refaeldi. Ég legg beinlínis á- herzlu á þetta, en af því að enginn ágreiningur getur verið hér um, vítti ég H. J. H. í sam- bandi við 90 aura verðið, sem hann ætlaði að útvega bændum fyrir gamalærkjötið, og fyrir villandi frásögn hans af kjöt- verði í Noregi í sambandi við refaeldi. Ég skal þó geta þess, um not- kun innýfla til refaeldis, að við íslendingar hagnýtum áreiðan- lega miklu betur það sem hér er í daglegu tali nefnt slátur, held- ur en Norðmenn gerðu, áður en, þeir byrjuðu refaeldi. Er slátur mjög notað til manneldis hér á landi, bæði í sveitum og bæjum, og auk þess hefir S. í. S. flutt út undanfarin ár mikið af sauð- fjárinnýflum (garnir, lifrar, eistu, hjörtu, nýru og bris) og selt erlendis fyrir gott verð. í svari sínu til mín, telur H. J. H. upp ymislegt, sem hann hafi gert síðan hann gerðist ráðunautur. Hann segist vera búinn að selja silfurrefi sína (en minnist ekki á hvort hann eigi eftir nokkra minka) og svo hafi hann skrifað nokkrar greinar til leiðbeiningar um refarækt og það, sem þar að lýt- ur. Ég efast ekki um, að H. J. H. geti gert refaræktinni mikið gagn, ef hann . vill. En hann verður að afsaka það, þó að ég dragi nokkuð í efa sérþekkingu hans á þessu sviði svona í byrj- un starfsins, af því hann hefir fengizt við dálítið óskyld störf, fram að þessu. Álít ég því rétt fyrir hann að fara ekki mjög geystur, því loðdýraræktinni er áreiðanlega ekkert gagn gert með því, að formælendur henn- ar hagi sér eins og hjálpræðis- hermenn á vakningasamkomu. Mundi ég engu hafa svarað H. J. H., ef hann væri ekki ráðu- (Framh. á 3. siðu) Séra Halldór Jónsson, Reynívöllum: Um samtakamáttínn NIDURLAG VIII. Ég tók t. d. Austur-Skaftfell- ingana, þeirra merkilegu ó- skráðu lög, sem hafa hjá þeim orðið til að firra mörgum vand- kvæðum. Dæmi þeirra er þess vert að því sé á lofti haldið. Ef menn hefði hvarvetna um land hagað sér á svipaðan hátt, mundi vafalaust hafa verið komizt hjá miklum vandræð- um, eigi aðeins mikils fjölda einstaklinga, heldur einnig al- þjóðar yfirleitt. Það er þessi stefna, sem þarf að takast upp í hverri sveit, í kaupstöðum og sjávarþorpum. Að vísu kemur hún fram t. d. í ýmsri félagsstarfsemi meðal ungmennafélaga, íþróttafélaga o. s. frv., en hún þarf að verða víðtækari, og það víðtæk, að allsstaðar verði hennar eigi að- eins vart, heldur verði eins og fastur liður í athafnalífi þjóð- arinnar yfirleitt. Hún mundi skapa stórhug og framkvæmda- þrá fram yfir það sem er, og fá mjög miklu áorkað, en með viðráðanlegri kjörum og kostn- aði en er og verið hefir. Hér er þó vitanlega ekki gert ráð fyrir flaustri og funi, held- ur hinu, að til alls sé vandað vel og betur af hendi leyst en fjölmörg fljótaskrift liðinna ára og síðustu áratuga. IX. Ég tek dæmi af bónda í sveit. Hann er efnalítill, liðfár, hefir máske sér einum á að skipa, eins og algengt er. Hann þarf nauðsynlega að byggja yfir sig, fénað sinn eða heyjaforð- ann. Túnskækillinn er of lít- 111. Honum er lífsnauðsyn að stækka hann. Hann þarf að þurka upp mýrarblett fyrir túnstæði, veita burtu vatninu með skurðum og ræsum. Hann getur þó ekki alla hluti gert með sínum höndum eigin, sízt nema á löngum tíma, helzt mörgum árum. En þetta þolir enga bið eða sem minnsta bið. En setjum nú svo, að þá komi nágrannar og sveitungar, helzt nokkuð margir, og hjálpi honum til ókeypis. Þá er verkið framkvæmt, sem ella hefði ver- ið ógert, eða hleypt hinum efnalitla bónda í stærri skuldir en hann hefði fengið undir ris- ið, ef hann hefði ráðizt í fyrir- tækið, en orðið að borga alla þessa vinnu. Með þessu móti var verið að hjálpa þessum manni til að verða sjálfbjarga, annarra stoð og stytta síðar- meir. Þetta var eigi lítilsvert. Umræddur bóndi var ekki los- aður við allan kostnað, en svo mikinn hluta hans, að miklu um munaði. Það er sjálfgefið, að sá bóndi, * sem þannig er hjálpað, er manna fúsastur til að hjálpa einnig öðrum, þegar hann verður þess umkominn. Á þenna hátt verður hjálpin, er fram líða stundir, gagnkvæm eins og vera ber. Má og á það líta, að sá sem hjálpar, er í rauninni að hjálpa sjálfum sér, sveitarfélagi sínu, þjóðfélaginu. X. Nú má segja, að bændur landsins hafi yfirleitt svo litl- um mannafla á að skipa, að hver eigi nóg með sig. Að vísu er mikið hæft í því, en svo er þó eigi ávallt. Og mikið má, ef vel vill. Annarsvegar má nú haga þessari hjálp þannig, oft og tíðum, að hún sé í té látin á ódýrum tíma að nokkru eða stundum að öllu leyti, hinsveg- ar má líta svo á, að það sjái ekki til neinna muna á afkomu neins bónda, þótt hann inni af hendi 2—3 dagsverk árlega I hjálparskyni, þegar þess enn- fremur er gætt, að sú hjálp, sem þannig er í té látin, kemur einatt aftur á sínum tíma. Setjum svo, að í einhverri sveit séu 50 bændur og hver fyrir sig leggi fram til jafnað- ar 3 dagsverk árlega. Það verða árlega 150 dagsverk, og 1500 dagsverk á 10 árum. Sé nú t. d. 3 bændum í senn hjálpað með allt að 50 dags- verkum hverjum, þá ætti það að sjá talsverða staði og vera þeim mikil hjálp og bæta úr tilfinnanlegustu þörfum þeirra. Þó fáir geti í senn notið slíkrar hjálpar, yrði til að byrja með að hjálpa þeim, er teldust í það sinn helzt þurf- andi. Næsta ár yrði öðrum hjálpað og svo koll af kolli. Einhversstaðar yrði að byrja, og er þess eigi að vænta, að teljandi ágreiningur yrði um, hvar væri byrjað. Og ef einhver teldi sig hafa orðið útundan í eitt sinn, gæti hann glatt sig við, að ,röðin kæmi síðar að honum. Allir geta vitanlega ekki orðið fyrstir. Hitt yrði að skoða sem eðlilega misfellu til að byrja með, ef jafnvel hinn mak- legasti yrði útundan, enda væri slíkt álitamál. XI. Ef sú stefna, sem um ræðir yrði eins og meginstefna, eins og óskráö lög meðal bænda- lýðsins í landi voru, mundi hennar einnig gæta að meir eða minna leyti í kaupstóðum og sjávarþorpum. Þangað flytzt ávalt nýtt blóð úr sveitum landsins. Með slíku stöðugu að- streymi mundi flytjast hinn nýi og holli félagsandi, ný hvatning til hjálparstarfs, einn- ig í margmenninu, er tímar liðu fram. í kaupstöðum og sjávar- þorpum eru verkefnin ótæm- andi, og ef lánið yrði með, ætti einmitt í margmenni að sjá staði enn stórfenglegri hjálp- arstarfsemi til handa einstakl- ingum og bæjarfélögum, öllum til ómetanlegrar blessunar. Mætti svo fara, að fækkaði hinum óvirku höndum, að meiri sanngirni fengi að ráða og hvers virði væri það? XII. Að koma slíku á, mætti virð- ast þyngri þrautin. Það er satt. En það sem sumstaðar hefir tekizt með giftusamlegum á- rangri, á að geta tekizt annars- staðar. Hvers vegna þá eigi að reyna að vinna í þá átt? Ætt- jörðin þarf á öllu sínu að halda, samstarfi og samhug sinna sona og dætra. Verkefnin eru fram- undan, óteljandi, takmarka- laus. Samtakamættinum virðast lítil takmörk sett. Samtaka- mátturinn nýtur sín í skjóli samhugs og sátta og líknarhug- ans. Og sú starfsemi, sem á hef- ir verið bent, er fyrst og fremst líknarstarfsemi, fólgin í þeirri stefnu, að hver beri annars byrðar, fús og reiðubúinn, án nokkurrar lagaþvingunar. Það er í rauninni bæði óþarft og ófyrirgefanlegt vantraust á þjóðinni, ef eigi mætti trúa því, að margir góðir menn risu upp hvarvetna til að koma slíkri starfsemi á og halda í henni líf- inu með orðum og áhrifum. Að svo stöddu er engín ástæða, hvorki til að efast né van- treysta. Svo mikið er víst, að eitthvað verður að gerast, sem um munar til að ráða fram úr vandræðunum. Þessi starfsemi er einföld og hún er handhæg það sem hún nær. XIII. Sú hjálparstarfsemi, sem um hefir verið rætt, er hafm yfir allar deilur stjórnmálaflokk- anna. Það er hlutlaus stefna og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.