Tíminn - 22.12.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.12.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN AFGREIÐSLA, INNHEIMTA, OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: Edduhúsi, Lindargötu 1 D. Síml: 2323. Prentsmiðjan Edda h.í. Símar: 394d og 3720. 22. árg. Reykjavík, fmtintiMlngiim 22. des. 1938 Er þetta vstefiiubreytiugtfii*? Eíga heildsalarnír ad ráða? Lýsing OLThors á hag útgerðarínnarl927 Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarið verið að tala um „róttæka stefnu- breytingu" og „ný úrræði", sem þyrfti að gera til hjálp- ar útgerðinni, ef hún ætti ekki að fara í kalda kol. Hinsvegar haf a þau lítið á það minnst, hver þessi „stefnu- breyting" eða „nýju úrræði" ættu að vera. Ýmsir munu hafa búizt við, að þau atriði myndi skýrast nokkuð á Varðarfélagsfundi, sem haldinn var í fyrrakvöld, en Varðarfélagið er landsmála- félag Sjálfstæðismanna í Reyk- javík. Auglýst var, að sjávar- útvegsmálin yrðu þar til um- ræðu og málshefjandi yrði annar fulltrúi flokksins í milli- þinganefndinni, Sigurður Kristjánsson alþm. í Mbl. í gær er stutt frásögn frá fundinum. Af tillögum framsögumanns nefnir blaðið það eitt, „að hann hafi lagt sérstaka áherzlu á, að vissasta ráðið til umbóta væri að af- nema höft og bönn og auka frelsi manna í atvinnu- og við- skiptamálum". Þá segir blaðið, að talað hafi á fundinum Gísli Jónsson vél- stjóri og hafi „hann bent á, hvað stjórn Sjálfstæðismanna hefði gert í þessum efnum, er hún kom til valda 1924 og vildi að svipuð leið yrði farin nú". Um aðra ræðumenn getur blaðið ekki. Þessi ummæli virðast því frásagnaverðust frá fundinum og-þá vafalaust sök- um þess, að þau túlki stefnu forráðamanna flokksins í út- vegsmálunum. Þar sem Sigurður talar um „höft og bönn" á hann vafa- laust við innflutningshöftin. Mun það verða torskilið flest- um öðrum en Sigurði, hvernig auknar verzlunarskuldir er- lendis, vegna innflutnings ó- þarfa varnings, ættu að geta leyst vandamál útgerðarinnar! Engu ómerkilegri eru þó hin ummælin, að það myndi væn- legast fyrir sjávarútveginn, ef fylgt yrði stjórnarstefnu í- haldsins á árunum 1924—27. íhaldið kom til valda á þinginu 1924. Kjör útgerðarinn- Uk r a í n a Nokkrir ukraniskir þm. hafa nýlega lagt fram í pólska þing- inu frumvarp um sjálfstjórn fyrir þau héruð i Póllandi, þar sem Ukrainíumenn eru búsettir. í þessum héruðum eru samtals um 7 milj. íbúa. Samkvæmt frumvarpinu eiga þessi héruð að mynda einskon- ar lýðveldi með sérstakri ríkis- stjórn, þingi, lögreglu og skól- um. Allir skattar, sem eru inn- heimtir í þessum landshlutum, skiptast jafnt á milli stjórnar hins nýja ríkis og pólsku stjórnarinnar. Utanrikismál, hermál og mynt verða sam- eiginleg með Pólverjum. Stjórn Póllands hefir neitað að verða við þessum kröfum, en heitið Ukrainíumönnum meira frjálsræði í skólamálum. Útvarpsstöðin í Vín hefir undanfarið varpað út ræðum ýmsra helztu forvígismanna Ukrainíubúa í Rutheniu og hef- ir þeim verið sérstaklega beint gegn meðferð Pólverja á Ukra- iníumönnum. í Þýzkum blöðum er nú skrif- að mjög óvinsamlega um Pól- land og sagt að Þjóðverjar þar sæti mjög slæmri meðferð. ar voru þá á ýmsan hátt erfið. En hvorki þingið eða ríkis- stjórnin gerðu hið minnsta til að rétta hlut hennar. Þau mál voru ekki einu sinni rædd. Hinsvegar vorou samþ. tvenn lög, um nýja tekjuöflun ríkis- sjóðs, sem bæði uku stórkost- lega álögur á útgerðinni. Önn- ur um 25% gengisviðauka á ýmsa tolla og skatta, og hin um 20% bráðabirgðatoll á lang- flestar vörutegundir. — Auk þess varsamþykkt að fram- lengja lögin um útflutnings- gjald. Þetta voru einu verk þingsins þá, sem höfðu áhrif á útgerð- ina! Á þingræðu, sem Ólafur Thors hélt 1. marz 1926, má bezt marka, að skattar voru þá miklu meiri á útgerðinni en þeir eru nú. Hann segir m. a.: „Þegar vel árar, verður þessi útgerð að greiða allt að 30% í tekjuskatt og frá 10—50% í út- svar, en hvernig, sem árar, verður hún að greiða þung út- svör, þó að hún kannske tapi hundruðum þúsunda. Allar helztu nauðsynjar framleiðsl- unnar eru þungt tollaðar og sjálf framleiðsluvaran með iy3%" (Alþt. 1926 C. 632—633). Fyrir útgerðina var þó geng- ishækkunin, sem íhaldsstjórnin framkvæmdi á árunum 1924— 1926, enn þungbærari en skatt- arnir. Ólafur segir í framan- greindri ræðu, að hún hafi lækkað afurðaverðið um 20%, en kaupgjald og mestur annar kostnaður sé hinn sami í krónutali og því langt um hærri en hann hafði áður ver- ið. Gengishækkunin át líka upp mestallan gróðann hjá þeim, sem grætt höfðu á verðhækkun fiskjarins árið áður, og allmörg útgerðarfyrirtæki komust vegna hennar á vonarvöl. Nokkru áður en stjórn I- haldsins fór frá völdum, eða 12. maí 1927, gaf Ólafur Thors stutta lýsingu á ástæðum út- gerðarinnar eftir þriggja ára stjórn íhaldsins. Var það i sam- bandi við frv. um 8 klst. hvíld- artíma á togurum. Ólafur segir m. a.: „En eins og nú standa sakir, þá stendur útgerðin SVO HÖLL- UM FÆTI, að það er varhuga- vert, að leggja á hana þær kvaðir, sem þetta frv. felur í sér .... þegar um það er að ræða, að löggjafarvaldið leggi frekari byrðar á útgerðina, má ekki gleyma HINNI AFARÖRÐ- UGU AÐSTÖÐU ÞESSA AT- VINNUVEGAR" (Alþt. 1927 C 287 og 289). Þegar það er athugað, að Ól- afur Thors var einn helzti stuðningsmaður stjórnarinnar, er það Ijóst, að hann hefir reynt að kveða eins vægt að orði um ástand útgerðarinnar og unnt hefir verið. Það er því í mesta máta ó- trúlegt, að útgerðarmenn standi að baki þeirri kröfu, að tekin verði upp sama gengispólitík og fjármálastefna og rikti hér á landi 1924—27. Þeim mun það vel Ijóst, að það voru ekki hagsmunir út- gerðarinnar eða framleiðslunn- ar yfir höfuð, sem réðu gengis- pólitík íhaldsins 1924—27. Það voru hagsmunir heildsal- anna og peningamannanna, sem réðu þeirri stefnu. En eiga hagsmunir þessara manna að halda áfram að ráða „stefnubreytingum" og „úrræð- um" Sjálfstæðisflokksins á kostnað framleiðslunnar? Því verða útvegsmennirnir í flokkn- um að svara, — og það fyr en seinna. w Ognaröldin í Rússlandi Taminn örn er til sýnis í Miðbæjarskólanum (anddyri leikfimissalsins) þessa dag- ana. Eigandi hans er Magnús Jónsson bóndi á Ballará og hefir hann alið hann heima hjá sér í rösk þrjú ár. Örn þessi var tekinn sem ungi, nokkurra vikna gamall, vorið 1935. Leiðrétting. í frasögn blaðsins um ungmennafé- lagið í Miðfirði, nú fyrir skömmu, hafa slæðzt inn nokkrar prentvillur. Félagið átti í haust tíu ára starfs að minnast, en ekki tuttugu ára. Samkomuhús þess heitir Ásbyrgi, Föðurnafn Gunnars bónda á Syðri-Reykjum, annars með- stjórnanda félagsins, hefir misprentazt. Hann er Jónasson. í byrjun þessa mánaðar var sú tilkynning birt í Moskva, að yf- irmaður leynilögreglunnar (G. P. U,), Jesov, hefði beðist lausnar og nýr maður, Lawerentij Berja, hefði verið skipaður í hans stað. Jesov hefir gegnt þessu starfi í rúm tvö ár. Hann hefir haft forgöngu um hin f jölmörgu rétt_ arhold, sem beinzt hafa gegn ýmsum helztu leiðtogum komm- únista og endað hafa með lífláti þeirra. Sökum þeirra uppljóstr- ana, sem hann telur leynilög- regluna hafa gert undir stjórn sinni, hafa þúsundir manna ver- ið dæmdir til dauða og skotnir. Enn fleiri þúsundir hafa verið dæmdir til lengri eða skemmri fangavistar. Einn af þeim mönnum, sem Jesov lét dæma til dauða, var fyrrv. yfirmaður leynilögregl- unnar, Jagoda. Hann var talinn enn blóðþyrstari en Jesov. Hon- um var m. a. gefið það að sök, að hafa reynt að drepa Jesov með því að láta dæla gasi inn á skrif- stofu hans. Óttaðist Jagoda þá orðið það mikla álit, sem Stalin hafði á Jesov. Það er látið heita svo, að Jesov hafi beðist lausnar, en allt virðist benda til að honum hafi verið það fyrirskipað. Samhliða hon- um hafa um 470 háttsettir starfsmenn í leynilögreglunni, margir þeirra nánustu sam- starfsmenn hans, látið af störf- um. Við athugun á skjölum hans er talið að komið hafi í ljós, að yfir 500 manns hafi verið dæmd- ir til dauða án undangenginnar réttarrannsóknar. Ennfr. er hon um gefið að sök, að hafa haldið í fangelsi mörgum alsaklausum mönnum. Er búizt við opinberri málsókn gegn honum bráðlega. Tvennt er álitið að hafa orðið Jesov að falli. í fyrsta lagi vann hann sér andúð Vorosjilov yfir- hershöfðingja, fyrir afskipti sín innan hersins, einkum gegn Blii- cher hershöfðingja. Ákærði hann Bliicher fyrir svik og munaði minnstu að hann hefði misst stöðu sína og verið opinberlega ákærður. Nú hefir hann verið tekinn í sátt aftur. í öðru lagi óttaðist Stalin orðið hin miklu völd Jesov og trúði ekki hollustu hans nægilega. Eftirmaður Jes- 81. Mað TROTSKI, sem verið hefir lahdflótta og einangr- aður í mörg ár, en Stalin reynir þó að kenna um aílar uppreistartilraunir gegn sér. A. KROSSGÖTUM Af Jökuldalsheiði. — Sumarveðrátta á Ströndum. — Búnaðarframkvæmdir í Árneshreppi. - Hlunnindi. - Fiskgengd í Arnarfirði. — Sundlaug í Reykjarfirði. —----------------- Mæðiveiki í Dölum. --------------------- Bjarni Þorgrímsson í Veturhúsum á Jökuldal skrifar Tímanum úr byggð- arlagi sínu: Tiðindi héðan af Dal mega helzt teljast, að í sumar var lagður ak- fær vegur af þjóðveginum á Jökuldals- heiðinni og upp að Brú. Liggur vegur- inn um heiðina, þar sem enn standa nokkrir bæir, sem í byggð eru, og er þetta hin mesta samgöngubót fyrir heiðabæina, sem ef til vill hafa verið einangraðastir allra bæja á landinu. Er Jökuldalsheiðin þarna hið mesta Gósenland, og mun nú tryggt, að bæir þeir, sem hafa haldizt í ábúð, fari ekki í eyði og vel má vera, að ýmsar eyði- jarðir byggist á ný. Á heiðinni er 6- venju gott sauðland og silungsveiði I vötnum, sem eru mörg og stór. Hefir silungur gengizt mjög við í vötnunum, síðan býlunum f ækkaði. t t t Sigmundur Guðmundsson bóndi í Árnesi, hefir skrifað Tímanum ýmsar fréttir úr byggðarlagi sínu. Segir hann heyfeng manna á Ströndum yfirleitt lítinn eftir sumarið, en góðan. Síðast- liðið vor var eitt hið versta, er þar hefir komið. Um miðjan maímánuð gerði frost og snjókomu, en áður höfðu verið blíðviðri og jörð tekin að gróa. Kuldarnir héldust fram undir miðjan júlímánuð. Snjóaði svo miklð, að stundum var klofsnjór á túnum á þessu tímabili. Varð að gefanautpeningi inni fram í júlí, víða dó mikið af unglömb- um og æðarvarp stórspilltist. Varð dún- tekjan aðeins röskur helmingur miðað við meðalár. Þegar á leið sumarið, gerði ágæta tíð, þurrviðri og hlýindi, og spratt útengi lengi fram eftir sumri. Bætti þetta stórum um og hafa bændur á þessum slóðum ekki þurft að fækka skepnum að mun, vegna lítilla heyja. t t t Jarðræktarframkvæmdir hafa frem- ur farið minnkandi í Árneshreppi hin síðustu ár og stafar það af fólkseklu. Allir, sem geta, stunda vinnu hjá hlutafélaginu Djúpavík, sem komið hefir upp miklum byggingum undan- farið. íbúðarhús voru í sumar reist á tveimur sveitabýlum, annað að Finn- bogastöðum, en hitt að Melum. t t t Þótt veðrátta sé risjótt á Ströndum og erfiðar samgöngur, eru þar margar góðar jarðir og afkoma búrekstursins dágóð. Mikil hlunnindi eru þar víða, selveiði, dúntekja og viðarreki. Af 27 býlum í Árneshreppi, er selveiði á sjö býlum, dúntekja á sjö og mikill trjá- reki á flestum. Á þeirri jörð, sem mest hefir hlunnindin, fást 60—70 kg. af dúni á ári og 150—160 selir. Sumstaðar er þó dúntekjan enn meiri. Á vetrum er mikið skotið af refum og er nú í haust búið að drepa sjö refi í Ófeigs- firði. Veturinn 1935—36 var trjáreki óvenjumikill og veitti bændum drjúgar tekjur og tvö hin síðustu ár hefir einn bóndi I sveitinni selt girðingastaura fyrir nær 4000 krónur. t I t Jens Hermannsson á Bfldudal skrif ar blaðinu tíðindi úr Arnarfirði. Tíðarfar hefir verið hið ákjósanlegasta, einkum til landsins, en nokkuð stormasamt til sjávarins. Hefir það þó ekki komið mjög að baga fyrir sjómenn, sökum þess, að fiskur hefir verið inni I firð- inum í allt sumar og haust og er enn. Hafa þó færri notið þess en skyldi og ber margt til. Er það fyrst og fremst að kenna skorti á beitu til veiðanna. Síld er illf áanleg, og það litla, sem f æst, er rándýrt, yfir 40 krónur tunnan. Kúf- fiskurinn, hin gamla þrautabeita Arn- firðinga, er mjög til þurrðar gengin og kostnaðarsamt að afla hennar. t t f Mikill hugur er í þorpsbúum að koma sér upp samkomuhúsi og verða ýmsar fjáröflunarleiðir reyndar í þeim til- gangi. Er líklegt, að hafizt verði handa um f ramkvæmdir á komandi sumri. — Sundlaug á unga fólkið í hreppnum við Reykjarfjörð, lítinn fjörð, er gengur inn úr Arnarfirði. Hefir hún bætt mjög úr um sundkunnáttu meðal barna og ungs fólks, þótt ófullkomin sé. Er unnið að því að koma upp fullkominni sund- laug á þessum stað og vænta héraðs- búar styrks til þess frá því opinbera. t t t Mæðiveikin breiðist hægt út í Dölum. í suðurhluta sýslunnar hefir veikin þegar gert mikinn usla. í Hvammssveit er hún á nokkrum bæjum, en fátt fé hefir drepizt af völdum hennar þar, enn sem komið er. ovs er ættaður af sömu slóðum og Stalin og skortir tæpast á- huga til að sýna röggsemi í stöðu sinni. Og þenna áhuga verður hann að sýna í verki á sama hátt og Jagoda og Jesov, með stöðug- um ákærum og aftökum, því annars er vonlítið um hylli Sta- lins. Hann vill láta sjást í verki að hinnar minnstu andstöðu gegn honum sé grimmilega hegnt. Aðalblað danskra jafnaðar- manna, „Social-Demokraten", hefir nýlega birt ritstjórnargrein um aftökurnar í Rússlandi. Segir þar m. a.: „Það verður sennilega aldrei vitað til fulls, hversu margir menn hafa látið lífið, eða hversu mörgum hefir verið refs- að á annan hátt, sökum „galdra- ofsóknanna" í Rússlandi undan- farin ár. (Blaðið líkir þessu at- ferli Stalins við ofsóknirnar gegn galdramönnum á miðöldunum.) Utan Rússlands geta menn þó gert sér auðveldlega grein fyrir, að meðal leiðandi manna hefir mannfallið verið svo stórkost- legt, að aftökurnar í frönsku byltingunni verða eins og svipur hjá sjón. Hinum „gömlu bolsévikkum", sem framkvæmdu byltinguna með Lenin, er svo að segja full- komlega útrýmt. Stalin einn er eftir. Jafnvel meðal þeirra, sem nutu valda og virðinga 1935, hef- ir mannfallið orðið mikið. Á þingi Sovétríkjanna 1935 var kosin 31 manns nefnd til að semja hina nýju stjórnarskrá. Fjórtán af þessum hafa nú verið dæmdir fyrir njósnir og aðra glæpi, og fimm þeirra eru horfn- ir, án þess að kunnugt sé um af- drif þeirra. Á sama þingi var stjórn Sovétríkjanna endurskip- uð. í henni áttu 20 manns sæti. Aðeins 4 þeirra halda enn em- bættum sínum, 6 hafa verið dæmdir til dauða. Nokkrir hafa fengið aðrar stöður, einn hefir látizt á eðlilegan hátt, hinir eru horfnir. Jafnvel stjórnin, er var skipuð á þingi Sovétríkjanna í janúar í fyrravetur, hefir orðið fyrir verulegri „hreinsun". Af 26 stjórnarmeðlimum hafa 11 orðið að að láta af störfum. Nokkrir hafa fengið einskonar pólitískt siðf erðisvottorð við brottf ör sína, en aðrir hafa horfið svo ekkert hefir til þeirra spurzt, en slíkt spáir ekki góðu í Rússlandi. Innan verklýðsfélaganna og æskulýðsfélaganna hafa svipað- ar „hreinsanir" átt sér stað." Ýmsar getgátur eru jafnan uppi um orsakir þessa blóðuga stjórnarfars. Sumir bregða Sta- lin um sálsýki. En sennilegasta skýringin virðist sú, að það sé afleiðing víðtækrar óánægju, er reynt sé að bæla niður á þennan hátt. En að hvaða skýringum, sem hallast er, verður það jafn ómögulegt fyrir þá menn, sem reyna að afsaka blóðveldi Sta- lins, að koma fram sem fylgj- endur og vinir lýðræöisins. Ekk_ ert er andstæðara lýðræðinu en sú meðferð, sem andstæðingar Stalins sæta i Rússlandi. Á víðavangi Fjármálaráðherra hefir sýnt fram á, að undirrót gjaldeyris- vandræðanna er halli áranna 1933 og 1934, þegar ekki var grænn eyrir afgangs vörukaup- um til þess að mæta duldum greiðslum. Ennfremur að lánsféð sem inn var flutt 1935 fór í greiðslu verzlunarskulda frá '33 og '34 og hrökk ekki til. í staðinn komu nýjar verzlunarskuldir 1935, sem ekki hefðu myndazt, ef hallinn frá fyrri árum hefði ekki sogið til sín lánsféð. — Þá sýndi ráðh. fram á, að 1937 hefðu verzlunarskuldir aukizt verulega af ástæðum, sem margsinnis eru raktar. Valtýr og Árni frá Múla þykj- ast ekkert skilja og hrópa: Frá hvaða tíma eru þær skuldir flestar, sem nú eru ógreiddar? Kannske skilja þeir betur ef dæmið værisett upp þannig að Valtýr og Árni hefðu eytt of miklu 1933 og 34 og safnað skuldum. Árin 1935 og 36 hefðu þeir síðan greitt þær, en orðið að taka til þess víxil, þótt þeir að öðru leyti stæðust útgjöld þess- ara ára. Hvort stafar þá víxil- skuldin af eyðslu áranna 1933 og 34 eða 1935 og 36? Geta þeir svarað því? Allir aðrir geta svar- að því rétt. Þess vegna eru blekkingar þeirra um gjaldeyr- ismálin minna virði en þeir halda. Sjálfstæðisflokkurinn hefir lengi látið á sér skilja að hann hefði úrræði á hverjum fingri útgerðinni til viðreisnar, og að það væri eingöngu að kenna fjandskap stjórnarflokkanna við sjávarútveginn, að þessi úrræði væru ekki notuð. Það er því eng_ in furða, þó að menn leggi við hlustirnar, þegar eitthvað nánar ¦ er frá þessum „úrræðum" sagt. Mbl. í gær skýrir frá því, að fundur hafi verið haldinn um þessi mál í íhaldsfélaginu Verði sl. þriðjudag. Sigurður Krist- jánsson flutti þar framsöguræðu, en hann er nú fulltrúi flokksins i nefnd þeirri, sem vinnur að rannsókn togaraútgerðarinnar. Um „úrræði" Sigurðar segir Mbl: þetta: „Sérstaka áherzlu lagði hann á, að vissasta ráðið til um_ bóta væri að afnema höft og bönn og auka frelsi manna í at- vinnu. og viðskiptamálum." — Sigurður þessi álítur með öðrum orðum, að sjávarútveginum verði bezt hjálpað með því að afnema innflutningshöftin! En hver yrði afleiðingin af því? Vitanlega sú, að keypt yrði inn meira eða minna af miður nauðsynlegum vörum og að eftir skamman tíma myndi vanta gjaldeyri fyrir vör- ur eins og t. d. kol, salt, veiðar- færi og olíu. Svona eru heilræðin frá „vinum útgerðarinnar"! * * * Appelsínuvísindin halda á- fram sína sigurför. Mbl. hefir uppgötvað, að mjólk sunn- lenzkra bænda sé bætiefnalaus að vetrinum. Söm eru túnin og í fornöld. Vart mun Mbl. finna í hópi þeirra, sem appelsínu- læknarnir ala upp við kvöld- dans á Hótel ísland og Hótel Borg vaskari menn eða snjall- ari en Gunnar Hámundarson, Skarphéðinn Njálsson og Snorra Sturluson, og þó fæddust þess- ir menn upp við hina bætiefna- lausu mjólk á Hlíðarenda, Berg- þórshvoli og Odda. Gaman hefði verið að sjá svipinn á Sighvati á Grund, ef Bjarni frá Geita- bergi og Jónas Sveinsson hefðu komið norður og fullyrt að Sturla sonur hans og Þórður kakali þyrftu að sofna með sit- rónudúsu á hverju kvöldi, til að fá nægileg lífefni í líkamann. Sennilega hefði Sighvatur stungið upp á að gefa vitring- unum úr Reykjavík væna inn- gjöf af fjörefni um heilbrigða skynsemi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.