Tíminn - 22.12.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.12.1938, Blaðsíða 2
322 TÍMINN, fimmtiidagiim 22. des. 1938. 81. blað tmtnn Fimmtudaginn 22. des. Ævarandi vinnufriður Síðustu fregnir frá Svíþjóð skýra frá merkilegum viðburð- um, er orðið hafa þar í landi nú fyrir nokkrum dögum. Eftir því, sem þessar fregnir herma, hafa sænskir verkamenn og atvinnu- rekendur, gert með sér þann samning, að hætta með öllu að beita verkföllum og verkbönn- um til að útkljá vinnudeilur. Þegar ekki tekst að semja, á að útkljá deilumálin með gerðar- dómi, sem tilnefndur er af báð- um aðilum, verkamönnum og atvinnurekendum, samkvæmt nánari fyrrimælum þar að lút- andi. Það þarf ekki að'koma nein- um á óvart, þó að Svíar verði til þess að gerast forystuþjóð um friðsamlega frambúðar- lausn vinnudeilna. Félagsskap- ur verkamanna þar í landi er reyndari og þroskaðri en víðast annarsstaðar. Það er engin til- viljun, að þar settist verka- mannaforingi í forsætisráö- herrastól fyr en í nokkru öðru landi Norðurálfunnar. Og um félagsskap atvinnurekenda í Svíþjóð má líka að ýmsu leyti hið sama segja og félagsskap verkamanna. Þar hefir líka verið fyrir hendi ríkur skilning- ur á því að líta þurfi á nauð- syn þjóðfélagsins og að skyn- samleg tillit séu hollari en hlífðarlaus barátta í þessum viðkvæmu málum. Vinnulöggjöf Svía hefir bor- ið greinilegan blæ hins mikla félagsþroska. Sænska vinnulög- gjöfin er hófsamleg og mild. Á bak við hana felst sá hugsun- arháttur, að þjóðfélagið verði í lengstu lög að treysta aðilum vinnudeilnanna til að sjá fótum sínum forráð og gæta hags heildarinnar. Hin sænska aðferð hefir nú borið glæsilegan árangur. Svo mikil eru þessi tíðindi, að full- yrða má, að þau skapi tíma- mót í sögu lýðræðisins í Norð- urálfu. Hinar hörðu vinnudeil- ur hafa um langan aldur ver- ið einn hinn hættulegasti og e. t. v. hinn allra hættulegasti fjandi _ lýðræðisins í hverju landi. Átök, sem framin eru á takmörkum siðmenningar og hnefaréttar, geta hvenær sem er, og fyr en varir, riðið hverju lýðræðislegu þjóðskipulagi að fullu. Ef samningar eins og þeir, sem nú hafa verið gerðir í Sví- þjóð, hefðu orðið almennir fljótlega eftir heimsstyriöldina, væri sehnilega hvorki fasismi né nazismi til í Evrópu nú. Það er líka erfitt að hugsa sér, að deilumál milli þjóð- flokka og ríkja geti nokkurn- tíma orðið leyst án styrjalda, ef stéttir hinna einstöku þjóð- félaga geta ekki einu sinni kom- ið sér saman um friðsamlegar lausnir sinna deilumála á grundvelli laga og réttar. Svo veik er aðstaða lýðræðis- ríkjanna nú um þessar mundir, að full þörf er þess, að öll að- gát sé viðhöfð. Og vel færi á því, að sem flestar lýðræðis- þjóðir færu nú að dæmi hinna sænsku verkamanna og at- vinnurekenda og semdu um að láta niður falla þær baráttu- aðferðir í hagsmunamálum stéttanna, sem lýðræðinu eru hættulegar. Hvergi í heiminum á lýðræðið meira traust en á Norðurlönd- um. Og engum stendur það því nær en Norðurlandaþjóðum að taka upp hið sænska friðar- merki. Og þá stendur næst að spyrja: Hver er þegnskapur íslenzkra verkamanna og atvinnurekenda í þessum efnum? Eru þessix að- ilar fáanlegir til að gera með sér samning um friðsamlega lausn deilumála sinna eins og sænskir stéttarbræður þeirra hafa gert? Vilja íslenzkir verkamenn og atvinnurekendur fórna verkföllunum og verk- bönnurium til að bjarga lýðræð- inu og framtíð hins íslenzka þjóðfélags? Samningar milli verkamanna og atvinnurekenda hér á landi um að grípa ekki til verkfalla Mýjar bækur Gunnar Gunnarsson: Svartfugl. — Þýðandi: Magnús Ásgeirsson. Útg. Menningar- og fræðslusamband alþýffu. Reykjavík 1938. Fyrir fáum dögum bárust mér í hendur fjórar bækur frá þessu nýja útgáfufélagi. Ég hefi enn ekki haft tíma til að lesa nema eina bókina, Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Um hinar þrjár get ég því ekkert sagt, nema mér sýnast þær álitlegar til fróðleiks. Og um Svartfugl get ég af ýmsum ástæðum eng- an ritdóm skrifað að þessu sinni, vegna tíma skorts og ann- arra anna. Þó get ég ekki stillt mig um það, að fara nokkrum orðum um þetta mikla og ein- kennilega skáldverk, minna stuttlega á beztu bókina, sem út kemur á íslenzku á þessu herr- ans ári. Slíkt er einföld og blá- ber skylda við skáldið Gunnar Gunnarsson, hrein og bein þakklætisskylda, sem allt of lengi hefir dregizt að gjalda. Állmörg ár eru nú liðin síðan ég las" Svartfugl í fyrsta skipti og mér hafa síðan ekki úr minni gengið þau hin sterku á- hrif, sem ég þá varð fyrir. Ég hefi lesið bókina á ný, í prýði- legri þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar, og ég hefi fundið tök hennar jafn þung og sterk og þegar ég las hana í fyrsta sinni. Flestir íslendingar kannast við Sjöundármorðin og mál það, sem af þeim reis. Þessir atburð- ir gerðust á fyrsta áratugi 19. aldar. Sagan Svartfugl fjallar um þessi mál. Þetta er því söguleg skáldsaga, sem svo er stundum kallað. Hún er meira að segja að miklu leyti lýsing á sjálfum réttarhöldunum í morðmálinu. En þvílík lýsing! Væri ekki réttast að orða þetta eða verkbanna, þyrftu ekki a. m. k. fyrst í stað að vera fyrir alla framtíð. Þeir gætu fyrst um sinn gilt um tiltekið ára- bil. Slíkt myndi vafalaust koma í sama stað niður. Hinar úreltu baráttuaðferðir ' yrðu tæplega teknar upp á ný, svo framar- lega, sem íslendingar halda á- fram að vera siðmenningar- þjóð og lýðræðisþjóð. svo, að hér sé svipt tjaldi frá leiksviði og lesandanum opnist sýn að stórfelldum harmleik, þar sem persónurnar koma ljós- lifandi fram og birta manni hin leyndustu og römmustu rök mannlegs lífs í neyð og þján- ingu 'haturs og ástar, í hetju- skap og aumlegri bleyði- mennsku, í lygi og fálmandi ó- vissu og óbifanlegri festu og trúnaði við hina æðstu og þyngstu skyldu, í lífi og dauða. Svartfugl. — Gnæfandi, brim- barinn hamraveggur, sem sýndist úr ruggandi bátskel samrunninn sjálfum himninum. Fárviðri af háværum fuglum — glithvítt, tinnublikandi löður af svartfugli, sem þyrlaðist eins og áframhald af brimöldunni upp eftir svörtum klettunum og hvarf í móðu bjargsins. — — Jafnvel í fyrra hafði farið um mig einhver kaldur hrollur, þegar ég stóð andspænis hinu dulramma, miskunnarlausa og ódrepandi lífi fuglabjargsins, þessum stormi og lífi þar sem tilveran hrósar sigri í gargi, ó- daun og saurindum, lífið end- urnýjar sig, sprettur ungt og ferskt og blóðheitt upp úr berri klöppinni. Á hverju sumri! Þannig kemur sögumannin- um, séra Eyjólfi Kolbeinssyni, tollheimtumanninum, fugla- bjargið fyrir sjónir. Og þannig birtist honum mannlífið, þess- um sí-viðkvæma og þó stranga og eftirgangssama tollheimtu- manni drottins í Saurbæjar- sókn á Rauðasandi. Bókin er skriftamál hans yfir líki einka- sonarins, reikningagerð hins ó- fullkomna tollþjóns frammi fyrir hinum mikla tollstjóra, sjálfum guði. — Hér em eg þá Herra. Styrk þú hönd mína, að henni megi auðnast að slá gneista sann- leikans úr þeim dimma steini, sem ég ber í brjósti mínu. Þorkell Jóhannesson. H. G. Wells: Veraldar- saga. Guðm. Finnboga- son íslenzkaði. Bókadeild Menningarsjóðs. Reykja- vík 1928. Bls. 316. Verð: ib. 9.00, ób. 6.00. , Þetta er tvímælalaust ein hver bezta og gagnlegasta bók- in, sem um lengri tíma hefir verið þýdd á íslenzku. Auk þess, sem vænta má, að hún verði notuð við kennslu í alþýðu- og gagnfræðaskólum, á hún skilið að ná almennri útbreiðslu. H. G. Wells, sem er einhver allra snjallasti rithöfundur og skáld Englendinga, ritaði fyrst lengri mannkynssögu „Outline of History", sem náði miklum vinsældum. Hann sá að því myndi þó enn betur tekið, ef hann skrifaði styttri veraldar- sögu og varð þessi bók þá til. Hún náði strax gífurlegri út- breiðslu í hinum enskumælandi löndum og hefir síðan verið þýdd á flest tungumál hins menntaða heims. Er hún lang- samlega víðle_snasta mann- kynssaga, sem enn hefir verið skrifuð. Veraldarsaga H. G. Wells er með talsverðum öðrum hætti en hjá flestum öðrum, sem fengizt hafa við slíka sagnaritun. Hún fjallar minna um einstaka menn, er gerir þeim mun gleggri skil þeim stefnum og atburð- um, sem haft hafa mest áhrif á þróunarferil mannkynsins. Höfundurinn er óragur við að segja álit sitt um hvað eina og eru athuganir hans jafnan skarpar og viturlegar, þó um þær megi náttúrlega deila. Hefir þess vegna líka verið talsvert deilt um bókina, þó langflestir viðurkenni gildi hennar. Höf. segir í formála bókarinn- ar, að ætlun sín sé „að hún verði lesin viðstöðulaust, svipað og þegar skáldsaga er lesin. Hún skýrir frá aðalatriðum þess, sem nú er vitað um sög- una, blátt áfram og vafnings- að geta fengið þá yfirsýn sög- laust. Af henni ætti lesandinn unnar, sem nauðsynleg er til þess að kynna sér sögu sérstaks tímabils eða sérstaks lands... En sérstaklega er það tilgangur hennar, að fullnægja þörfum alþýðu manna, sem á annríkt, en vill þó rifja upp og og skýra máðar eða molakenndar hug- myndir sínar um hið mikla æf- intýri mannkynsins". í bókinni eru um 20 teikning- ar. Nafn þýðandans ætti að vera trygging fyrir því, að þýðingin sé vel af hendí leyst. fsland, ljósmyndir af landi og þjóð'. fsafoldar- prentsmiðja gaf út. Verð: 25 krónur. ísafoldarprentsmiðja réðist í haust í að gefa út glæsilega bók, er hefir eingöngu inni að halda myndir af landi og fólki, flestar vel og smekklega valdar. Ekki hefir verið seilzt til að fá myndir úr sem flestum héröð- um landsins, heldur sem fall- egastar, þótt margar væru af sömu stöðvum. Ferðafélag íslands hefir keypt talsverðan hluta upplagsins handa meðlimum sinum. Victor Heiser: Læknirinn. Freysteinn Gunnarsson þýddi. — ísafoldarprent- smiðja gaf út. 420 bls. Verð: 15 krónur ib., 12 krónur ób. Þessi bók er æfisaga læknis eins amerísks. Hann var fyrst læknir við bandaríska sjóflot- ann, en siðar liggja leiðir hans víða um heim, þar sem hann átti í harðri baráttu við marg- víslegar drepsóttir, svartadauða, bólusótt, kóleru, malaríu og holdsveiki, einkum meðal aust- rænna þjóða. En hann er ekki aðeins læknir, sem bjargaði ó- teljandi mannslífum og stöðv- aði útbreiðslu skæðustu far- sótta, heldur og maður, sem átti auðvelt með að semja sig að siðum hinna fjarskyldustu þjóðflokka og læra mál þeirra. Frá öllu þessu er sagt á mjög skemmtilegan hátt. Héraðssaga Borgarfjarð- ar II. bindi, 336 blaðsíður. Verð: 10 krónur ób. Fyrir nokkrum árum kom út fyrsta bindið af héraðssögu Borgarfjarðar. Nú hafa útgef- endur ráðizt í að halda áfram fyrirtækinu. Þetta bindi hefst á kvæði eftir Einar Benediktsson, Haugaeldar, sem ort er á sigl- ingu um Borgarfjörð. Megin- hluti bókarinnar eru frásagnir Kristleifs Þorsteinssonar á Kroppi og Ásgeirs Bjarnasonar frá Knarrarnesi, þar sem raktir eru þættir úr sögu héraðsins. Aðrir, sem rita þetta bindi héraðssögunnar, eru Pétur Þórðarson, Jósef Björnsson, Kristján F. Björnsson, Sigurður Fjeldsteð, Pétur G. Guðmunds- son, Þórunn R. Sívertsen, Björn Jakobsson og Þorsteinn Jósefs- son. Eru greinar þeirra um at- vinnulíf héraðsbúa, samgöngur, framfaramál, náttúrufegurð 1 Borgarfirði og andlegt líf. Bókin er prýdd mörgum myndum. Jón Magnússon: Björn á Reyðarfelli. 140 bls. Verð: 6,50 ib., 5 kr. ób. Jón Magnússon hefir fyrir löngu tekið sér sæti meðal beztu skálda þjóðarinnar. — Ljóðabók sú, er hann sendir nú frá sér, hefir inni að halda kvæðaflokk mikinn og er efnið sótt í íslenzkt þjóðlíf. Er þar lýst fátækum bónda af góðum ættum, sem heyir lífsbaráttu sína á dalajörð og lætur hvergi bugast, hvað sem mætir honum. Hann berst stórum meira á en fjárhagskringumstæður leyfa og lætur vel yfir sér, þótt fast sverfi að. Þessi mannlýsing er mjög sönn og á Björn á Reyð- arfelli marga sína líka með þjóðinni. Þessum kvæðaflokki Jóns Magnússonar má hiklaust skipa á bekk með hinum beztu bók- um. Stefán Jónsson: Sagan ai' Gutta og sjö önnur ljóð. Söngtextar barna. Með myndum eftir Tryggva Magnússon. Útgefandi: Þórh. Bjarnason, Reykja- vík. Félagsprentsmiðjan h.f. Bls. 32. Verð: 1,50. Ljóð þessi eru ætluð yngstu lesendunum og hefir því sér- staklega verið reynt að sníða þau við þeirra hæfi. Virðist það hafa tekizt mjög sæmilega. Teikningarnar eru góðar. Letrið er stórt og frágangur allur hinn bezti. Er þetta án efa mjög á- kjósanleg smábarnabók. Nutidens Island (ísland nútímans). — Reykjavík 1938. Þetta er falleg bók með fjölda stórra og glæsilegrá, íslenzkra mynda, gefin út í tilefni af 20 ára fullveldisafmæli íslands. Útgefendur eru Skúli Skúlason og Vilhjálmur Finsen. Bókin en ætluð til að fræða frændþjóðir vorar á Norðurlöndum um ís- land og íslendinga, og flytur fjölda stuttra en glöggra rit- gerða í því skyni, þar eru m. a. greinar eftir Hermann Jónasson forsætisráðh. og Svein Björns- son sendiherra íslands í Khöfn. Er greiri forsætisráðherra á ís- lenzku með danskri þýðingu. Að öðru leyti er bókin rituð á sænsku, dönsku og norsku. ís- lendingar, sem vilja auka þekk- ingu kunningja sinna annars- staðar á Norðurlöndum um ís- land, ættu að senda þeim þessa bók. (Verð kr. 3,50). Jónas Jónsson: Fáeín orð írá Ameríku (Útvarpserindi) NIÐURLAG Hollywood er hluti af Los An- gelos eins og Grímsstaðaholt er partur af Reykjavík. Lofts- lagið þar er líkt og á austur- strönd Spánar, heitt og blá- móðukent á sumrin en þó með svala frá sjónum. En á veturna er loftið tært og hlýtt. Menn þurfa sjaldan að leggja í ofna í húsum sínum. Efnað fólk kemur víða úr Ameríku og býr í Los Angelos á veturna. Þá er líka uppskerutíð kvikmynda- leikaranna að því leyti sem þeir taka myndir undir berum himni. Flestir halda að borgar- búar lifi af góða loftinu og „stjörnunum", en þar eru líka óteljandi olíubrunnar og eru járnvirkin yfir lindunum eins og þéttur skógur tilsýndar. Los Angelos og New York eru mest- ar tilhalds- og tízkuborgir í Ameríku. Washington og New York eru skemmtilegar systur, nokkurs- konar Marta og María, sem skipta með sér hugsjóna- og hagsmunastarfi. Washington er stjórnarsetrið með engum verksmiðjum en fögrum skemmtigörðum, marmarahöll- um og súlnagöngum. En New York er höfuðborg í heimi pen- inganna. Hvergi í öllum heimi eru þvílík skilyrði fyrir glæsi- lega verzlunarborg eins og þar. New York liggur á miðri aust- urströnd Bandaríkjanna, við hafið. Rík og frjó lönd eru til beggja hliða. Málmauðug fjöll á bak við, þá koma hin miklu akurlönd í miðri álfunni, en síðar Klettafjöllin og hin milda vesturströnd með skógum, námum, olíulindum, tröllaukn- um fossum og grænum aldin- lundum. Heimsborgin New York teygir arma sína út yfir þetta mikla land og dregur þaðan næringu eins og risavaxið tré með rótargreinum, sem standa djúpt í mjúkri jörð. Tvö stór- fljót, lygn og skipgeng renna til sjávar um sama ós við New York borg. Þau lykja um all- stóra eyju með klettagrunni. Eyjan heitir Manhattan. Hún er sennilega um 8 kílómetra á lengd og 5 kilom. á breidd. Á þessari eyju er aðsetur hins mikla auðsafns í Bandaríkjun- um. Þar eru hundruð skýja- kljúfa, hinn hæsti er 100 hæð- ir. Þeir bera við heiðan himinn á strætunum, eins og Hraun- drangi af veginum í Öxnadal. Nálega öll 'stræti eru bein og hornrétt þvert yfir eylendið. Allar götur eru nefndar eftir hækkandi töluröðum og furðar alla sem þangað koma, að sú tilhögun skuli ekki vera í öllum borgum. Hudsonfljótið rennur sunnanvert við Manhattan, bæði djúpt og breitt. Ganga stærstu úthafsskip eftir því gegnum borgina. Eftir suður- bakka eyjarinnar liggur breið steinsteypt hábraut fyrir bif- reiðar, sem tefjast þar ekki af þvervegum. Er furðuleg sjón að aka eftir þeirri braut og hafa á aðra hönd kjarna hinnar miklu verzlunarborgar, með óteljandi skýjakljúfum, en hinumegin fljótið þar sem úthafsdrekarn- ir liggja hlið við hlið eins og bátar í nausti. Það virðist auð- velt að afgreiða í einu mörg hundruð hafskip við þennan eina fljótsbakka. Engar eru þar kolalyftur eða merki um ó- þrifnað, eins og venjulegt er í hafnarborgum. Á þrjá vegu við Manhattan eru undirborgir miklar og fjölmennar. Þar hefir borgarmúgurinn heimili sín. En verzlun og auðmagn býr í eyj- unni með þeim háreistu turn- um. PaTís, London og New York eru megin heimkynni nútíma borgarmenningar. Þær eru geysilega ólíkar, en hver þeirra endurspeglar glögglega styrk og veikleika lands og þjóðar. En því er hér sérstaklega minnst á New York, að hún er megin inngangur að verzlun í Norður-Ameríku. Ef íslending- um auðnast að tengja við~ skipta- og kynningarbönd vestur um haf, þá verða að hefjast beinar skipaferðir frá Reykjavík til New York borgar. í þessu mikla landi búa 30— 40 þúsundir manna af íslenzk- um stofni. Langflestir á sléttu- landinu, frá Dakota um Argyle, Winnipegborg og á ströndum Winnipeg- og Manitobavatns. Vel má sjá hve þéttbyggðin er mikil á því, að á þjóðhátíð að Gimli koma saman um 4000 manns ár hvert, en á íslandi er ekki hægt að halda svo fjöl- menna samkomu nema í Reykjavík. En fyrir utan þenn- an meginkjarna eru hópar ís- lendinga í flestum borgum í Norður-Ameríku, einkum þó á vesturströndinni. Þar eru 200— 600 manns í nokkrum helztu bæjunum. Landar vestra skipt- ast í þrjár kynslóðir: Hin fyrsta voru landnemarnir, sem fluttu vestur með litlar eignir nema Vidalinspostillu, passíu- sálmana, fornsögurnar og ljóð skáldanna. Með afburða dugn- aðí tókst landnemunum að skapa sér heimili, verða sjálf- bjarga og stundum efnaðir. Þeir settu markið hátt, en hæst þá ósk, að vera frjálsir, sjálfbjarga, og til sóma fyrir ættland sitt. Þeir efndu vel þessi heit og komu því orði á þjóð sína, að heit íslendings væri jafngilt vottföstum samn- ingi og að íslendingar væru í fremstu röð allra innflytjenda sökum eljusemi, menningar og drengskapar í allri framkomu. Börn landnemanna eru önn- ur kynslóðin. Þau hafa fetað í spor foreldra sinna, með mikla eljusemi og dugnað, ekki sízt við nám í skólum landsins. Um skeið hlutu íslenzkir unglingar tiltölulega mest af námsverð- launum vestanhafs. Önnur kynslóð talar yfirleitt bæði ensku og íslenzku ágætlega og hefir sýnt yfirburði í marghátt- uðum vandasömum störfum. Mun hlutur landnemanna og barna þeirra þykja því betri hér á landi, sem sú saga er meira skýrð og rakin. Þriðja kynslóð er tæplega komin út í lífsbaráttuna. Enskan sækir fast að henni eins og frumskógur að ungum gróðri. En þó að margir af 3. kynslóð eigi erfiðara með ís- lenzkuna heldur en feður þeirra og afar, þá er þjóðrækni þeirra og ást á íslandi svo sterk, að furðu gegnir. Má og á það líta, að engin skipulögð hjálp hefir komið frá fslandi til að létta þriðju kynslóð bar- áttuna að halda við máli feðra sinna. Glöggt dæmi um hina sterku þjóðrækni er úr fá- mennri nýlendu úr Klettafjöll- unum, sem myndaðist um 1860. Þeir landar hafa í 80 ár verið mjög einangraðir frá íslending- um vestan hafs og austan. En þó að enskan hafi náð undir- tökunum í málfari þeirra, þá minnast þeir með einlægri til- finningu uppruna síns, halda íslendingadag 2. ágúst hvert ár, og reistu í sumar sem leið glæsilegt minnismerki um land- nám íslendinga í þessari byggð. Má af þessu marka hve lengi muni gæta íslenzkrar þjóðrækni í Vesturheimi. Ég álít höfuðnauðsyn að auka skipti og kynni milli íslendinga yfir hafið, bæði til að fullnægja eðlilegri manndómsskyldu og til að hjálpa löndum vestra að halda þar við íslenzkri menn- ingu. En takist það, munum við sem búum í gamla landinu, fá að vestan margfaldan and- legan og mannlegan stuðning við að endurreisa aftur hið frjálsa lýðríki á íslandi. Mér mundi standa til boða að halda fleiri fyrirlestra í útvarp- ið um vesturför mína. Eg mundi auk þess geta skrifað um hana nokkrar blaðagreinar. En ég mun þó ekki nota þessi tækifæri. Ég finn að efnið er of stórt til að geta gert löndum mínum grein fyrir því í svo stuttu rúmi. Hvort mér tekst að fá tíma og tækifæri til að skrifa svo ítarlega um líf ís- lendinga í Vesturheimi, um þjóðrækni þeirra, atorku og framfarahug er meira en vafa- samt. En til að gera þó nokk- urskonar yfirlit um ferð mína, mun ég innan skamms birta í Tímanum tillögur um allmarga þætti í samstarfi íslendinga yfir hafið. Að líkindum verða þær tillöguT síðar birtar í ís- lenzku blöðunum vestra. Þær verða einskonar frumdrættir að starfsskrá fyrir þjóðrækna ís- lendinga bæði hér og í Vestur- heimi. Ég hefi auk þess lokið við stutta grein um andlega strauma í félagsmálum íslend- inga í Vesturheimi. Sú grein kemur út innan skamms í rit- gerðasafni því, sem ungir sam- herjar mínir gefa út um þess- ar mundir. Ég mun hér nefna tvær af tillögum mínum um aukið samband við landa í Vestur- heimi. Hin fyrri er sú, að þjóðin leggi megin áherzlu á að byggja stórt skip, sem haldi uppi föst- um ferðum milli New York og Reykjavíkur, í því skyni að (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.