Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 1
Crleðileg; jol! Jólablað 1938 tií,, /¦ JOLAHU6VEKJA Eftir PÁL ÞORLEIFSSON, prest að Skinnastað Frásagan um f æðingu Jesú í Lúkasarguð- spjalli er svo einföld, að hvert barn fær numið hana.en þó svo duiræn, að fullþroska maður starir orðlaus undrunar inn í heim þeirra töfra, er hún opnar. Sem í fáguðum krystal stigur ein myndin fram á fætur annarri, hrein í sinni fegurð og undursamleg í einfaldleik sínum. í framandi taæ knýja fátæk hjón dyra, ganga hús frá húsi, en er hvarvetna úthýst. Þreytt eftir langan dag láta þau loks fyrir- berast í fjárhúsi utan bæjarins. Skóhljóð kvöldsins er að þagna. Ofar myrkri næturinnar brenna kerti himinsins, ein stjarnan stígur fram á fætur annarri. Þessi hljóða vökusveit gefur grun um að svo muni vernd haldin um allt líf frá æðri stöðum. Á þessari nóttu elur konan veglúna frum- getið barn sitt. Jatan er fyrsta hæli þess, síðan hvert það mannshjarta, sem þráir frið og ann göfgi. Og er skammur tími er liðinn er húsvillta konan hyllt af milljónum manna, sem drottning himins og jarðar. Úti í haga halda hjarðmenn vörð um hjörð sína. Allt í einu stendur vera annarra heima mitt á meðal þeirra. Birtan, sem ljómar af henni, er sem ljós, er logar á ósýnilegum kveik í myrkrinu. í fyrsta skipti berst hljómur þessara ógleymanlegu orða inn í nótt jarðarinnar: „Yður er í dag frelsari fæddur." Og svo hefst hinn fyrsti jólasöngur: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir vel- þóknun á." Hann er sunginn af sveit himn- eskra sendiboða, sem fylgt hafa nýfæddum sveini alla leið inn yfir landamæri þessa lífs. Fátækir hjarðmenn heyra fyrstir óma hans. Síðan skyldi hann bergmála frá brjósti til brjósts um víða veröld hver jól og slá um stund þögn á hrópyrði og hvers- konar þras, kalla eitt kvöld, einn dag, ei- lítiS brot af friði himinsins yfir blóðidrifna jörð, skapa helgidóm, hvar sem lítið kerti brennur og hjarta slær af þrá eftir alls- herjar friði og bræðralagi. En þó hinn ljóðræni kliður jólasögunnar sé mikill og áhrif þeirra andstæðna, sem hún býr yfir, sterk, þá hefir það eitt ekki megnað að tendra slíka helgi um hver jól, sem raun ber vott um. Hver dráttur fæðingarsögunnar fær ljóma sinn og mátt fyrst og fremst frá lífi hins fullvaxna Jesú frá Nasaret. Minningin um kenningu hans og starf, knýja á hug hvers á óvenju sterkan hátt hver jól. í forgrunni má sjá hvíla ósjálfbjarga svein í skauti móður sinnar. f skærum aug- um er sem speglist birta úr æðri veröld. En í baksýn getur að líta óvenjulegan persónu- leik rísa upp úr mannhafinu við strönd hins bláa Genesaretsvatns. Nú sjáum vér ljómann úr augum hans streyma sem lækn- andi kraft til sjúkra, fyrirgefandi náð til syndugra, sakfellandi dóm til hræsnara. Og hin máttvana hönd í reifum hellir nú blessun yfir ung börn, ritar syndir dæmdrar konu í sand, tekur svipu og hreinsar helgi- dóm Guðs af vinum mammons og loks gegnumstungin hella blóði sínu út til út- sæðis nýrrar lífshugsjónar. Á framsviði stíga englar fram í birtu æðstu veralda og syngja fyrstu jól yfir gjörvallan heim. í fjarlægð þar að baki heyrum vér þúsundir og aftur þúsundir kirkjuklukkna taka að kveða við. En ofar öllum þeim hljómi heyrist mild rödd segja þessi máttugu orð: „Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, ég mun veita yður hvíld." Fyrir nítján öldum steig stærsti andi ver_ aldarinnar, Jesús Kristur, fram á sjónar- sviðið og olli meiri trúarlegum og menn- ingarlegum aldahvörfum en nokkur annar. Boðskapur hans um óendanlegt gildi hverr- ar mannssálar læsti sigfrá brjósti til brjósts um allan hinn heiðna heim. Mestan fögnuð vakti hann hjá þeim, sem mest þjáðust eða strituðu vonlausri baráttu í afkima skugg- ans. Kenningin um bræðralag og jafnan rétt til handa öllum, eignaðist óbifanlegan grundvöll í boðskapnum um Guð föður allra jafnt. Engum dylst, sem lítur yfir liðna bar- áttusögu kristninnar, að tekizt hefir að brjóta mörg vígi grimms, heiðins hugsun- arháttar. Hitt er einnig ljóst, að enn standa ærin óunnin. Ennþá má segja, alla harm- sögu mannkynsins í þessum örlagaþrungnu orðum Jóhannesarguðspjalls: „Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið hefir ekki tekið á móti því." Baráttan fyrir „komu ríkisins", ætlar að verða bæði langvinn og hörð, enda sízt að undra, þar sem hún þarf að heyjast á ný við komu hverrar nýrrar kynslóðar. Hún kemur með óstýrilátt, villt eðli, er þarf að slípast og þjálfast í skóla erfiðs lífs. Baráttan fyrir komu betri tíma er bæði einstaklingslegt og þjóðfélagslegt vanda- mál. ' Þeim, sem mestu ráða um skipulag þjóð- félagsins, þarf að skiljast að því aðeins er málum vel komið, að öllum séu tryggðir möguleikar til sæmilegrar afkomu, hæll hins sterka standi hvergi á hálsi þess veika. Brauðið á öllum að vera heimilt og öll æðstu gæði lífsins, allt frá gullnu skini sólarinnar, til þeirra dýrustu verðmæta sem manns- andinn hefir skapað í listum, bókmenntum, vísindum og trú, eiga að vera sameign allra manna. Flestum þeim verðmætum, sem misst hafa gildi, er svo háttað, að þau eru sem brunnur, er aldrei þrýtur, hversu margir, sem af teyga. Sagan hefir sýnt að hvergi er gildi hvers einstaklings metið meir af ráðandi öflum þjóðfélagsins en í löndum lýðræðisins. Því hljóta allir, sem unna kristindómi, að sani- einast í eina sterka fylkingu gegn einræðis- öflunum. Sameiginlegt átak allra lýðræðis- flokka þarf að vera vökustarf yfir hinni æðstu hugsjón, sem hvert lýðræði byggist í raun og veru á: trúnni á gildi hvers ein- asta manns. En svo sem á var drepið, er baráttan fyrir bættum tíma og betri sið einnig persónulegt viðfangsefni hvers manns. Vilji hans þarf að mótast sam- kvæmt vilja hins æðsta. Hinn mikli orr- ustuvettvangur, þar sem strítt er upp á líf og dauða um úrslitasigur þess góða í heim- inum, er sjálft hjarta mannsbarnsins. Með hverri nýrri kynslóð þarf það stríð að vera háð, alltaf á ný, alltaf jafn hart. Það kost- ar ærið þrek áður en skap hefir mýkzt, vilji stælzt, persónuleiki vaxið til sjálfstæðs skapandi lífs þess, sem er albúinn að fórna öllu fyrir sigur þess góða og sanna. Kristindómurinn telur hvern komast skjótast að þessu marki með því að leita innilegs samfélags við Guð og son hans Jesú Krist. Fjötur eigingirni og vánþroska geti þá á undursamlegan hátt losnað. Enginn er nokkru sinni einn í baráttu sinni fyrir eigin þroska og fullkomnun. Á óteljandi vegu er Guð alltaf að leita eftir því bezta í sál hvers, vekja það, efla. Sú leit birtist í sinni æðstu mynd í sending sonarins. Óteljandi eru þeir hlekkir, sem leyszt hafa af mannlegum sálum fyrir áhrif þess kærleika, er þar birtist. Á einkar áhrifamikinn hátt er því lýst í einni síðustu bók skáldsins Jakobs Was- sermanns, hvernig kærleikur, jafnvel meðal ófullkominna manna, getur unnið mikið endurlausnarstarf. Bók þessi lýsir ungum, efnilegum manni. Foreldrar hans höfðu skilið og móðir hans dvaldi í fjarlægð og mátti engin afskipti af honum eiga. Á þroskaárum rataði hann í þá raun að verða valdur að því, að heim- ilishamingja vinar hans hrynur í rústir. Og hann flýr burt, en finnur hvergi frið. Eirðarlaus fer hann borg úr borg. Honum finnst allir benda á sig, svikarann. Allt er honum andstyggilegt, maturinn, vatnið, er hann þvær sér úr, og er hann háttar, lokar hann föt sín vandlega niður, þolir ekki að sjá þau. Þau eru hluti af honum sjálfum. Hugur hans fyllist hatri. Hann fyrirlítur húsin, göturnar, daginn, nóttina. Hann dreymir skelfilega drauma, næsta morgun flýr hann burt og yfir í næstu borg. Eitt sinn vaknar hann upp á víðavangi, mundi þó ekki að hann hefði lagzt þar fyrir. Hann sér bláan himininn og óvæntur fögnuður grípur hann. Hann hugsar: Nú, það er þá til blár himinn ofar þessu auma lífi. Ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.