Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 3 þótt hún gæti varla valdið þessari þyngsla- byrði, sem hún rogaðist með. Edit, sú næstelzta, var átta ára gömul, tvíburarnir, Magga og Tilly fimm ára. Ge- org litli elti alltaf systkini sín, hvert sem þau fóru, og var yndi þeirra og eftirlæti. Þær systurnar voru þess fullvissar, að Georg væri það elskulegasta barn, sem fyrir fyndist. Hann var alla jafna einstaklega glaður og skemmtilegur; þegar illa lá á honum og hann grét út af einhverju, voru þær boðnar og búnar til þess að gera allt, sem honum þóknaðist, til þess að reyna að hugga hann. Á hverjum morgni, þegar kennsludagar voru í skólanum, fóru Sis og Edit með litlu systkini sín út að leika sér, áður en þær fóru í skólann. En nú var hlé á allri skólagöngu fram yfir nýár og Sis því hinn sjálfkjörni leiðtogi daglangt. Þau litu hana öll aðdáunaraugum eftir afrekið og voru þrungin sömu hrifningunni og truflað hafði Phibbs stundu áður. Þau litu á rauðu skálina enn einu sinni, hún var svo gott sem þeirra eign, og þau voru dálítið upp með sér af því að vera komin í tölu við- skiptafólks. Sis ýtti þeim hæglátlega frá glugganum og loks var lagt á stað heimleiðis.. Georg var vitanlega í fanginu á Sis. Edit leiddi tvíburasysturnar sína við hvora hlið. Pea- nut rak lestina, eigraði á eftir þeim eins og fjárhundur í kringum kindahóp. Þau fóru sér ekki óðslega og litu með áfergju í búðargluggana, sem urðu á leið þeirra. Þar héngu leikföng og jólasveinar. Þar stóðu jólatré í fullum skrúða. í gluggum ávaxtabúðarinnar voru stórar dyngjur af eplum og appelsínum og hinu og þessu skrauti raðað í kring. Þetta var ljómandi fallegt. Edit gat tæpast slitið sig frá þessu. Sis dáðist að því eins og fjarlægri sýn. Pea- nut hljóp fram og til baka og gelti og flaðr. aði, þefaði af öðrum hundum, sem hann mætti á götunni og flýtti sér svo til Sis og vonaðist eftir kjassi. Þau fóru yfir fjölfarið stræti og leiddust öll fyrir öryggis sakir og beygðu inn í hlið- argötu, þar sem búðirnar voru fátæklegri og gengu að útidyrunum. Niðri var grávöru- verzlun, en íbúðir á efri hæðunum. Þau flýttu sér öll upp stigann og Sis opnaði dyrnar. Peanut skauzt á milli þeirra og varð fyrstur inn. Herbergin voru þrjú, fremur vistleg og hreinleg. Stórir gluggar sneru út a& götunni, beint uppi yfir búðinni. Dálít- inn hluta af deginum gat sólin skinið inn i stóru stofuna og jafnvel þaðan alla leið inn í litlu herbergin tvö bak við. í stofunni voru tvö rúm, annað fyrir Sis og Edit, hitt fyrir tvíburana. Mamma þeirra svaf í öðru litla herberginu og hafði Georg þar hjá sér í vöggu, hitt herbergið var eldhús. Á svefnherbergi móður þeirra var enginn gluggi, enn inn í eldhúsið lagði talsverða ljósglætu gegn um rúðu, sem vissi fram að uppgöngunni, og aðra, sem var yfir dyrun- um. Börnin léku sér alla jafna í stóru stofunni, en borðuðu, unnu og lásu í eld- húsinu. Þar hékk rafmagnspera niður úr loftinu, sú eina í íbúðinni. Það þurfti ekkert ljós í fremstu stofuna. Eftir að skyggja tók, lagði næga birtu inn um gluggann frá götu- Ijóskerinu úti fyrir. Það var þægileg skíma þarna inni, ef einhver hrökk upp af föstum svefni um miðja nótt og var hálfskelkaður, og nógu bjart til þess að hátta sig. Rúmin voru öll uppbúin, allt í röð og reglu og vel um gengið. Mamma var vön að segja: — Þetta er okkar heimili og við verðum að hafa það eins snoturt og við getum. Hún fór snemma á fætur og þvoði allt og fágaði, áður en hún fór til vinnu. Á kvöldin kom hún heim með eitthvað í matinn og reiddi fram góða máltíð. Hún kvartaði al- drei um þreytu. Hún var eins og hraustur hermaður; hún varði þau, litlu börnin shi, fyrir kulda og sulti. Hún var þeim líka eftirlát. Hún var vinnulúin og mögur og rautt hárið var tekið að grána, en hún var ánægð og lét sér vel Uka íbúð sín. — Okkur líður ágætlega hérna, sagði hún við börnin. Við erum öll hraust og eigum betri daga heldur en margir aðrir. Við ættum að geta verið hamingjusöm með okkar hlutskipti og það erum við líka. Sis litla lét nú Georg setjast á stól og færði hann úr ullarpeysunni og hlífðarbux- unum, sem hún hafði einu sinni átt sjálf. Edit og tvíburarnir fóru sjálf úr hlífðar- fötum sínum og hengdu þau á snaga, er mamma þeirra hafði komið fyrir í hæfilegri hæð við eldhúsdyrnar. Edit lét diska á borðið, sem var klætt olíudúki, en Sis deif nokkrum brauðsneiðum í mjólk og steikti þær síðan og bar þær á borð með sírópi. Börnin borðuðu með beztu lyst og Peanut sem ekki vissi annað, en að hundar mættu eta brauð, fékk sinn skerf og neytti hans með auðsærri ánægju og skrölti með tin- diskinn sinn um allt eldhúsgólfið, þegar hann var að sleikja upp það seinasta. Börnin skröfuðu margt. — Þið megið ekki segja mömmu frá þessu, Magga eða Tilly, sagði Sis. Þið megið ekki segja eitt einasta orð. Og þú, Georg, þú veizt á hverju þú átt von, ef þú minnist á þetta. Tvíburarnir hlustuðu á þetta agndofa. — Borða, sagði Georg allt í einu og öll börnin skellihlógu að honum. Svo lauk hann af diskinum sínum, lét hann á höfuðið og belgdi út kinnarnar. En stundu siðar hallaði hann sér út af og steinsofnaði. Sis bar bróður sinn burtu, hægt og var- lega, og lagði hann í vögguna. Hún strauk honum um höfuð og andlit með votum klút og breiddi loks vandlega yfir hann. Þarna átti hann að sofa, þar til mamma kæmi heim, litlu eftir klukkan fimm. Litlu stúlkurnar þvoðu öll matarílátin, greiddu hver annarar hár, en Sis þvoði þeim öllum í framan. Hún bætti að lokum í eldavélina og að öllu þessu loknu fóru þær fram í stóru stofuna að leika sér. Þar lá hitaleiðslan upp í gegnum herbergið og vermdi það upp. Gólfið var hlýtt og það var glaða sólskin úti. Edit og tvíburasysturnar ærsluðust fyrst í stað með bolta og gamalt keiluspil. Svo fóru þær að leika sér að tveim brúðum, sem þær áttu. Þær mösuðu sífellt þar til Magga fór að grenja og barði hælunum í gólfið þangað til frú Hepburn, er bjó á neðri hæð- inni, barði viðvörunarhögg í vatnspípuna. Sis ávítaði Möggu og skipaði henni að sitja á rúminu, hún var einvöld í íbúðinni. Pea- nut sat með aðra brúðuna í kjaftinum og rétti löppina í kveðjuskyni og þá gat Magga ekki að sér gert að hlæja, og öll óánægjan var liðin úr minni. Tvíburarnir voru feitir og sællegir eins og Georg, en Edit var mögur og fölleit. Sis vissi, að mamma þeirra ótt- aðist að Edit yrði heilsuveilu að bráð, og þó að Sis væri sjálf holdlítil, þá var hún stórum mun hraustlegri í útliti. Hún líktist móður sinni mest um vöxt og líkamshreysti. Nú sat hún, litla húsmóðirin, með blað og blýant og reiknaði hvað þær ættu enn ógoldið af skálarverðinu. Það var gríðarleg upphæð og aðeins átta dagar til stefnu. Það voru tuttugu og fimm aurar á dag. Það var heppilegast að keppa að því takmarki að innvinna sér þrjátíu aura á dag. Þá gætu þær goldið skuldina á sjö dögum. Mamma myndi líka verða heima á sunnudaginn. Hún lét hugann reika víða, en fann fá bjargarráð.Mammahennarvildí að hún væri heima eftir að skyggja tók og það dimmdi snemma um þetta leyti árs, en á daginn varð hún að gæta krakkanna. Hún virti Edit fyrir sér. Kannske gæti hún skroppið burtu stund og stund, þegar Georg svæfi, en samt gat Edit aldrei látið tvíburasysturnar hlýða sér. Hún bara grét í örvæntingu sinni, þegar þær voru óþekkar. Stundarkorn var Sis alveg að bugast undan þunga áhyggjanna. Þær hefðu getað keypt eitthvað annað handa mömmu sinni fyrir sextiu aurana. En í huganum sá hún þó einlægt rauðu skálina með gylltu lauf- unum. Þær urðu að koma þessu í kring. Henni jókst þor að nýju. Þetta var að lík- indum eina jólagjöfin, sem mamma þeirra myndi fá og þess vegna varð hún að vera myndarleg, eins og til að mynda rauða skálin, en ekki lítilsvert skran, hárgreiða eða því um líkt. Það hlaut að vera einhver leið til bjargar. Það hlaut. Hún hafði heyrt, að sumt fólk eyddi stórfé í jólagjafir, þótt hún festi tæp- lega trúnað á það, sem hún hafði heyrt í því efni. Hún sá, að Magga var oltin út af í rúminu og sofnuð. Hún stóð því upp og sagði við Edit og Tilly: — Eg ætla niður að hitta Hepstein. Verið við nú þægar og vekjið þið ekki Möggu, og hleypið engum inn nema mér. Hún setti upp húfu og fór í kápu og rak Peanut sneyptan og vonsvikinn til Edit. — Hvað ætlarðu að gera niður, Sis? — Eg ætla að vita, hvort hún hefir ekki eitthvað handa mér að gera núna fyrir jólin. Eg gæti hjálpað henni dálitla stund á hverjum degi. En frú Hepstein var ekkert hrifin af þess- ari hugmynd. — Þú hefir nóg að gera, barnið gott, sagði hún góðlátlega. Þar er ekki bætandi á. — Eg þarf að fá aura fyrir jólagjöf handa mömmu. — Mamma þín myndi ekkert kæra sig um það, að þú ynnir aukastörf til þess að geta gefið henni jólagjöf, sagði gamla konan. Hún kærir sig ekki um aðra jólagjöf frá ykkur en að þið séuð þæg og góð, þegar hún er að heiman. — Auðvitað langar hana til að fá jólagjöf, sagði Sis móðguð. Það vilja allir. Mömmu langar líka til að fá jólagjöf. — Það hugsa ég ekki, sagði frú Hepstein og var fastmælt. Mamma ykkar borgar húsaleigu sína á hverjum mánuði og hún fæðir ykkur og klæðir. Og það er hverri ekkju nægjanleg jólagjöf á þessum erfiðu tímum, að geta afkastað slíku. Og ef þú ferð burtu og skilur litlu krakkana eftir eina síns liðs, þá fara þau kannske og skvetta vatni um alla stofuna, eins og um daginn. Sis varð sneypuleg við þessa ádrepu og starblíndi á rákirnir, sem sáust á vatns- leiðslupípunni, þar sem vatnið hafði runnið ofan af loftinu og niður í búðina. Það voru langar ryðrákir. Hú flýtti sér út við þessi málalok. Úti á götunni nam hún staðar augnablik og gægðist síðast upp í stigann. En allt virtist í kyrrð uppi, svo að hún labbaði niður fyrir götuhornið. — Sprott, sagði hún, og vék sér að þrekn- um blaðasölumanni, sem stóð á götunni. Lofaðu mér að selja fáein blöð fyrir þig. Svo sagði hún honum ráðagerð sína og lýsti því fyrir honum, hve falleg rauða skálin var. Sprott hlustaði á með með- aumkun. — Sextíu aurarnir þínir eru tapaðir, góða min, sagði hann. Þú sérð ekki snefil af þeim framar, Phibbs hefir sölsað þá frá þér. Sis varð orðfall. — Þú lofar mér að reyna að selja blöð, sagði hún svo.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.