Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 5
T f M I N N 5 Þóvunn MagnúsdóUiv: Hann óð krapann i hálfgerðu sinnuleysi, vissi hve þýðingarlaust þetta rjátl hans var, en eirði þó ekki að halda kyrru fyrir. Það var heldur ekki neitt aðgengilegt að koma heim í krakkaþvargið í litlu kjallaraíbúð- inni, sem hún Jóna systir hans bjó í. Fyrst eftir að hann kom úr sveitinni hafði hann þolað vel ærsl barnanna, og jafnvel haft skemmtun af þeim stund og stund. En síð- an byrðar atvinnuleysisins fóru að íþyngja honum meira, urðu taugar hans óstilltari, og svo gerði lasleiki barnanna þau ama- samari og skælnari en venjulega. Það var alltaf í þeim sífellt kvef og kirtlaveiki, þeg- ar kólnaði í tíð. íbúðin var sjálfsagt ekki nógu holl fyrir þau. Þegar Jóna þvoði þvott, eða þurfti að bregða sér út, gætti hann barnanna fyrir hana. Það var auma prísundin. Hann hugs- aði til Jónu, sem var bundin yfir þessu alla daga. En hún var nú svo þolinmóð, svo ótrúlega skaplaus fannst honum, hún gerði sér allt að góðu. Þessir litlu angar voru þegar vaxnir henni yfir höfuð, hvað mundi seinna verða. Hann var hræddur um að hún yrði ein í tölu þeirra mæðra, sem höfðu meira amstur og óþægindi af börnum sín- um en ánægju. Það var þó bezt að spá engu. Illt var það og ómaklegt, að hann skyldi ekki geta létt Jónu fátæktina. Hann hafði þó hugsað sér að klæða hana upp, aum- ingjann, sem æfinlega lét sjálfa sig sitja á hakanum, og fann sína æðstu gleði í því, sem hún gat fórnað börnum. En hvað ætli hann hjálpaði öðrum, atvinnulaus maður- inn, það hefði verið þakkarvert hefði hann ekki þurft að vera henni til byrðar. Hann hugsaði til skólabræðra sinna, sem nú voru ýmist í háskóla eða sátu í vel launuðum, tryggum stöðum. Hvað mundu þeir hugsa, hvað mundu þeir segja, ef þeir sæju hann í harmoníkubeddanum í eldhús- inu hennar Jónu, með lélegt vattteppi ofan á sér ,og verið á því aukið saman úr alla vega litum sýnishornatuskum? Þeir mundu víst kalla það skrítna sjón. Eða skygnd- ust þeir dýpra? Skildu þeir hve karl- mennska hanns var brotin, hann var orð- inn að flóttamanni, sem fann til sektar- meðvitundar yfir sínu eigin óláni. Hann hafði fengið slíka vanmáttarkennd að hon_ um fannst hann vera einskis nýtur, og þjóð- félagið sæi tilgangsleysi hans og hefði enga þörf fyrir hann. Honum var oft þannig skapi farið, þegar hann spurðist fyrir um vinnu, að það lá honum næst að biðja af- sökunar á því, að hann væri til og væri at- vinnulaus, og honum fannst það nærri eðli- legt að hann kæmi annaðhvort of seint eða of snemma, en alltaf í ótíma. Stundum reyndi hann að bera sig mannalega í þeirri í hvítan pappakassa og vafði hann innan í skrautpappír og batt utan um með rauð- um borða. Svo rétti hann henni pakkann með mikilli kurteisi og nýjan, glampandi tíeyring. Hann leit út eins og jólasveinn. Augnabrúnirnar voru venju fremur úfnar og mynduðu tvo gríðar mikla boga yfir augunum. Og hugur hans var þrungnn af helgi jólanna. Enginn kaleikur hefir verið borinn með meiri hrifningu og fögnuði um göturnar, heldur en rauða skálin. Georg gekk alla leiðina og tviburasysturnar trítluðu sín til hvorrar handar við Sis. En Edit og Peanut ráku lestina. Auðvitað gátu þau ekki beðið með að rafhenda gjöfina. Þeim var ómögulegt að M.enn, sem von, að honum yrði þá frekar ágengt, en honum fannst þó að sá dularbúningur mundi svo gagnsær vera að hver og einn gæti séð hvað á bak við bjó, og einblína á lítilmótleika hans. Nei, það stoðaði ekki að ganga á milli manna og biðja þá um atvinnu, ef einhvers- staðar var starf að fá, var hundrað fyrir einn að sækja um það, og þá voru jafnan kunningsskapur og frændsemi æðsta úr- skurðarvaldið. Og þar stóð hann ekki vel að vígi, ættlaus, eins og það var kallað, og án allra tengsla við menn, sem eitthvað máttu sín. Á skólaárum sínum hafði hann kynnst örfáum mönnum, sem með áhrifa- valdi sínu hefðu getað lagt honum lið, en það var eitt af einkennum flóttamennsku hans að forðast þá, sem hann hafði mætt á menntabraut sinni. Kveið hvorttveggju jafn mikið, ef fundum bæri saman, með- aumkvun þeirra og fyrirlitningu. Hann þekkti mannlegt eðli nægilega vel til að vita það er æfinlega litið niður á þá, sem fara halloka. Auðnuleysingjar geta vei'ið gáfað- ir, jafnvel afburðamenn á hverju sviði, og þeir geta verið göfuglyndir, en hvað stoðar það, ef þeir eru tötrum klæddir og eiga ekki aura fyrir rakstri og hárskurði. Ef til vill haf-ði hann tekið skakka stefnu, hann var farinn að trúa því sjálfur. Það hefði sjálfsagt verið betra fyrir hann að gerast iðnaðarmaður. Langtum fryggara, og óneitanlega var það skemmri leið að marki en sú, sem hann hafði valið sér, og orðið að snúa frá. Eða hefði hann verið svo hygginn, þegar hann lauk gagnfræðaprófi, að sjá þá þegar að langskólanám var hon- um ofviða, blásnauðum pilti og sannarlega engum grjótpál. En þá hafði hann haldið dauðahaldi í "vonina, og í stað þess, sem fjölmargir af skólafélögum hans gerðu, að læra vélritun og hraðritun og reyna svo að koma sér á skrifstofu eða til bráðabirgða við verzlunarstörf, ætlaði hann að sigla há- an byr og slá sér upp á síldarvinnu um sumarið. Það var þá líka uppslátturinn. Lenda hjá örgum svikaþrjót, sem rændi hann drjúgum hluta launanna. Og svo at- vinnuleysið um veturinn. Ekki einu sinni atvinnubótavinna, því að hann hafði ekki fyrir neinni fjölskyldu að sjá. Þannig byrj- aði hann að skulda Jónu, næsta sumar- kaup hans fór mestallt upp í þá skuld. Svo kom atvinnuleysið lika þann vetur, og það fór á sömu leið hin næstu ár. Svona fór það, að ekki gat hann fengið bíða jólanna. Gjöfin var reidd af höndum jafnskjótt og þau komu inn úr dyrunum. — Jólagjöf, jólagjöf, kölluðu þau öll í einu. Mamma þéirra tók við gjöfinni, utan við sig af undrun. Og gleði hennar mótsvaraði fyllilega vonum gefendanna. Hún beinlínis tárfelldi, faðmaði börnin að sér og kyssti þau. Hún gat varla trúað þessu, að þetta væri jólagjöf til sín. — En þetta hlýtur að hafa verið hræði- lega dýrt, sagði hún. Hvernig gátuð þið keypt þetta? Og handa mér! Mig hefir ein- mitt alltaf vantað svona skál, alla æfina vantað svona rauða skál. Hún lét gripinn á mitt eldhúsborðið og virti hann fyrir sér. Aðdáun hennar átti viÓ mæíum sér vetrarfrakkann, sem hann hafði verið að hugsa um allt sumarið, hann taldi sér trú um, að ef hann gæti gengið vel til fara mundi honum veitast auðveldara að fá vinnu. Það var ef til vill hégómaskapur í því hvað hann tók það nærri sér að vera lélega til fara. Þó að skósólai'nir lækju, svo að hann var sívotur í fæturna, það gat hann þolað, en að hálslínið væri velkt, bindið eins og snúið roð í hund, og kraginn á rykfrakkanum hans með svitarák og snjáðum brúnum, það var þrautin þyngri, því var svo erfitt að leyna. Hann horfði þreytulegum vonleysisaug- um fram undan sér. Honum var hrollkalt, það var auðvitað af því að' vera votur í fæturna dag eftir dag, og nærfötin hans voru sundurgreidd eftir marga þvotta og engar skjólflíkur lengur. Ef hann hefði nú getað skýlt sér með ullartreflinum sín- um, en hann átti hann ekki lengur, það var aðeins í endurminningunni, sem hann var trefillinn hans. Hann hafði gefið hann krankalega, kuldabláa vikapiltinum á bæn- um þar, sem hann hafði verið kaupamaður. Það var góður trefill, en hann sá ekkert eftir að hafa gefið hann, síður en svo, það var aldrei ofmikið, sem hann gat gefið. Hann mætti manni i „bússum“ og Færey- ingapeysu með sjóhatt á höfði og olíustakk- inn sinn í handarkrikanum. Það var eyrar- vinnumaður. Hann þrammaði áfram skeyt- ingarlaus um göngulag sitt, þar var allri yfirborðsmennsku varpað fyrir borð. Atvinnulausi pilturinn í rykfrakkanum horfði á eftir honum. Einnig þessi leið var honum lokuð. Hann fá vinnu á eyrinni! Það mætti þá vera mikið að gera þar. Einnig þar kom kunningsskapur til greina, og hann þekkti ekki neina verkstjóra. Og þegar hann heyrði karlana vera að barma sér yfir örð- ugum heimilisástæðum, klæðlausum og soltnum börnum og heilsulausum konum, þá féll honum allur ketill í eld. Hann bein- línis dró sig í hlé, svo að aðrir gætu komizt að, þeir, sem áttu svo margfalt erfiðara en hann vegna þess að þeir báru ábyrgð á ann- ara lífi og velferð. Af einskærri tilviljun hafði hann reikað að húsi, sem hann kannaðist við, hann hafði komið þangað á námsárum sínum, og hann fór að hugsa um manninn, sem bjó þar. Ef til vill gæti hann hjálpað honum, væri ekki reynandi að hitta hann? Hann var að vísu gamall maður, og hafði dregið sig út úr athafnalífinu, en hann átti fé í sér engin takmörk. Börnin sögðu henni upp alla söguna, öll í einu. Þau stóðu þarna öll sex i kring um borðið, Georg litli tyllti sér á tá til þess að sjá yfir borðröndina. — Sjáðu laufin og skrautið, mamma! — Þetta er vandaðasta gerð. — Sérðu hvernig ljósið skin í gegnum hana? — Phibbs lækkaði verðið á henni í gær- kvöldi, sagði Sis. Við vorum ekki búin að fá nóga peninga, en hann lækkaði verðið og borgaði okkur tíeyring til baka. — Guð blessi hann fyrir það, sagði mamma barnanna. Þetta er fallegasta gjöfin, sem ég hefi nokkurn tima fengið, fallega, rauða skálin mín! Jón Helgason þýddi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.